Lögberg - 07.11.1946, Blaðsíða 2

Lögberg - 07.11.1946, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. NÓVEMBER, 1946 Kaupfélag Eyfirð- inga sextugt Einu sinni eignaðist Revkja- vík stórverzlun, á þeirra tíma mælikvarða; erzlum í mörgum deildum og með vísi að ýmis- konar iðnaði, svo sem vindla- gerð og brjóstsykursgerð. Og á eldspýtustokkum mátti lesa orð- in: “Allt fæst í Thomsens Mag- asin.” Fáir kipptu sér upp við hið erlenda nafn þá, og meira að segja er enn til verzlun í Reykj- avík, sem kallar sig magasín- En hins er getið að bóndi einn kæmi inn í Thomsen Magasín og bæði um skyr og rjóma en fékk það ekki. Þá voru svoleiðis vörur ekki hafðar á boðstólum í höfuð- staðnum. En hinsvegar fékkst margt í Thomsens Magasín og þessi verzlun var um margt á undan sínum tíma. Ef nokkur íslenzk verzlun gæti auglýst þessi árin: “Allt fæst hér!” þá mundi Kaupfélag Ey- firðinga eflaust standa næst því að geta tekið sér þessi orð í munn. Þó að það sé stórt orð Hákot og viðurhlutamikið að segja “allt.” En það er ótrúlega margt, sem rúmast undir nafn- inu “KEA.” Það er ekki aðeins almenn verzlun með allar al- mennar vörutegundir heldur líka svo margt annað. Það er ekki hægt að snúa á KEA með því að biðja um skyr og rjóma. Og KEA rékur stórfeldan iðnað — fram- leiðir ekki aðeins skyr, rjóma og osta og sláturafurðir, heldur líka smjörlíki, kerti, ullardúka og eltiskinn og margt fleira. Og rek- ur meðal annars eitt vistlegasta gistihús landsins og lyfjabúð og rekur útgerð. Hvar sem litið er yfir miðbik Norðurlands er KEA einskonar Sesam, og ekkert verzlunarfyrirtæki hefir nokkru sinni sett sinn svip í sama mæli á sinn bæ, sem KEA hefir gert á Akureyri. KEA er Akureyri og Akureyri er KEA. Þetta mikla fyrirtæki rekur uppruna sinn til fundar, sem nokkrir bændur í þrem hreppum Eyjafjarðar héldu á Grund, 19. júní 1886. Tilefni fundarins var það, að þeim hafði borizt bréf frá Jóni Vádalín, inni'haldandi “tilboð og skilmála, sem hús- bændur Jóns, þeii herrar A- Zöllner & Co. í Nýjakastala setja um verzlunarsamband er þeir bjóðast til að gera við (pöntunar- félag) Eyíirðinga. . Það voru sauðakaup sem um var að ræða og skyldu bændur senda þá til sölu á eigin ábyrgð. Á fundinum skrifuðu 17 bænd- ur sig á lista og lofuðu hundæað sauðum alls. — Skyldu þeir geta pantað vörur fyrir andvirðið, eða sem svarar 12 króna virði fyrir hvern sauð. Þeir urðu 220, sem sendir voru um haustið, og verzlunarvelta félagsins þ. e. andvirði sauðanna, varð kr. 3131.42 Þetta var sá mjói vísir. Fimtíu árum síðár var vöruveltan orð- in yfir 6.6 miljónir króna. Og árið 1943 nam vörusala KEA og iðnfyrirtækja þess, sem til fyrir- tækisjns teljast, rúmlega 22 miljón krónum, en þá hafði dýr- tíðin líka færst í aukana. En vörumagnið hafði þó farið sí- vaxandi- Máttur samtakanna á sér ekki annað betra sönnunargagn hér á landi en KEA. En — saga þess fyrirtækis sýnir líka, að sá máttur er lítils virði ef ekki veljast þeir menn til forustunnar, sem frábærir eru að verzlunar- viti og þora eigi aðeins að hugsa heldur líka að framkvæma, og hafa lag á að þoka umbjóðend- um sínum fram og fá þá til að fallast á stórræði. Þó að allir jframkvæmdastjórar KEA hafi verið mestu sómamenn, þá er það staðreynd, að kaupfélaginu þokaði harla Mtið fram á við fyrsrtu 20 ár æfi sinnar; það var kirkingur í því, sem lá við að yrði því að bana og hefði kanske orðið það, ef hjálpin hefði ekki verið næst þegar neyðin var stærst, og félagið hefði ekki fengið þann forustumann, sem lagði grundvöllinn að þeim sam- fellda þroska, sem einkennt hef- ir þetta mikla verzlimarfyrir- tæki síðan. Hallgrímur Krist- innsson varð bjargvættur fél- agsins og jafnframt stórvirkast- ur framkvæmdamaður á sviði íslenzkra samvinnumála yfir- leitt. Fyrstu tuttugu æfiár KEA eru saga erfiðrar baráttu. Fram til ársins 1899 var lifandi fé aðal útflutningsvaran, ásamt dálitlu af ull. Ársútflutningurinn nam aldrei yfir 27 þúsund krónum þessi árin. Og innflutningur vöru varð mestur rúm 29 þúsund krón- ur, enda starfaði KEA sem pönt- unarfélag öll þessi ár og hafði enga útsölu. Pöntuðu vörurnar voru afhentar á bryggjunni eða í leigupakkhúsi, uns félagið afréð að byggja Mtið hús til vöruaf- greiðslu, árið 1898. Það var ekki nema 14x12 álnir, einlyft, en hefir síðan verið stækkað tví- vegis og var aðalbækistöð félags- ins þangað til stórhýsið við Hafn- arstræti 91 var fullgert árið 1930. Það voru eins og áður getur bændur úr þrem hreppum Eyja- fjaraðasýslu er s,tóðu að stofnun- inni, Öngulstaða-, Saurbæjar- og Hrafnagilshreppir. Stóð svo fyrstu 5 árin, að deildir félagsins voru ekki nema þrjár, en um aldamótin voru þær orðnar 8. Hver deild bar ábyrgð á skuldum meðlima sinna og skyldi ófáan- legum skuldum hvers einstakl- ings jafnað niður á deildarmeun. Tveim árum eftir stofnun fé- lagsins var ákveðið að stofna því varasjóð, sem fengi í sinn hlut 1% af öllum aðfluttum vör- um félagsins, síðar varð tillagið 1% “af vörum og peningum, sem standa tekjumegin á deildar- reikningnum” og ákveðið var inntökugjald, ein króna á með- lim, sem skyldi renna 1 sjóðinn- Það ræður að líkum að sjóðurinn óx ekki hratt með þessu móti, þegar verzlunarveltan var jafn lítil og raun bar vitni, enda var hann ekki nema 900 krónur árið 1898, er félagið réðst í sína fyrstu húsbyggingu. Árið eftir var á- kveðið að hækka tiUagið upp í 2% af “öllum mótteknum vör- um”, þ. e. bæði innlendum og útiendum. Forstaða félagsins var þessi ár- in algert hjáverkastarf, eins og títt var í pöntunarfélögum. Hall- grímur Hallgrímsson bóndi á Rifkelsstöðum var fyrsti formað- ur félagsins og framkvæmdar- stjóri en meðstjórnendur hans Einar Sigfússon síðar á Stokka- hlöðum og Eggert Davíðsson á Tjörnum. Stjórnaði Hallgrímur félaginu til 1894, en þá Friðrik Kristjánsson næstu þrjú árin, og Davíð Ketilsson frá Gnúpfelli til 1902, er Hallgrímur Kristinsson tók við. Starfsemin mun hafa verið fremur laus í böndunum allan þennan tíma. Samþykktirnar voru auknar smátt og smátt og þeim breytt eftir því sem þurfa þótti. Það er í rauninni ekki fyr en á fundi 3. marz 1906, sem “stjómarskrá” KEA er samþykt og hefir hún tekið ýmsum breyt- ingum síðan. En aðalatriðin eru óbreytt. Grundvöllurinn undir stofnun KEA hafði brostið lítillega 1896 er Bretar fóru að setja hömlur við innflutningi lifandi fjár. Þar brást bændum aðal útflutnings- varan því að sæmilegur saltkets- markaður var þá enn ekki feng- inn erlendis, enda slátrun sauð- fjár ekki í viðunanlegu horfi. Þar riðu sunnlenskir bændur á vaðið, með stofnun Sláturfélags Suðurlands- Það horfði illa fyrir bændum um aldamótin, ullin var eiginlega eina útflutningsvaran og verðið á henni langt fyrir neðan eina krónu pundið. Bænd- ur voru í skultium við kaupmenn og kaupfélög og þau í skuldum við lánadrotna sína, útlendu heildsalana og umboðsmennina. Þetta var basl. HaUgrímur Kristinsson fór til Danmerkur 1904 til þess að kynna sér samvinnumál og búa sig undir sóknina gegn baslinu í KEA. Félagið veitti honum 300 króna fararstyrk, gegn því skil- yrði að hann ynni ‘hjá félaginu 3 ár eftir að hann kæmi aftur. KEA hefir sett peninga í mörg gróðafyrirtæki, en aldrei í neitt, sem það hafði meiri arð af en þessum 300 króna ferðastyrk. Hal'lgrímur stakk félaginu í deiglu og bræddi það upp þegar hann kom heim. Með starfshiátt- um hans og samþyktum frá 1906 hefst það blómaskeið, sem hald- ist hefir síðan með litlum undan- tekningum — í kreppunni eftir fyrri heimsstyrjöldina. Nú varð félagið ein heild. Deildirnar hurfu að vísu ekki, en þær hættu að gera sameiginlegar pantanir. Félagið opnaði sölu- búð, seldi og keypti vörur með gangverði, í stað þess að áður höfðu pantanirnar verið greidd- ar með innikaupsverði og áfölln- um kostnaði. Hinsvegar fengu félagsmenn nú arð af ágóða fé- lagsins eftir á, en helimingur hreins ágóða skyldi jafnan lagð- ur í Stofnsjóð- Þegar þetta tíma- bil hófst var varasjóður félagsins 1670 krónur, skuldir þess tæpar 3000 kr. og eign félagsins talin rúmar 4000 kr. en var að mestu leyti í útistandandi skuldum fé- lagsmanna. Svo að segja má að þegar endurskipunin hófst hafi félagið verið slyppt, eftir tuttugu ára kotungsbúskap. En nú skifti um. Árið 1907 tvöfaldaðist vöruvelta KEA og varð rúm 107,000 krónur, en í byrjun fyrri styrjaldarinnar var hún orðin rúm hálf miljón. A stríðsárunum fimmfaldaðist hún að krónutali og var orðin um 2.7 miljón ikrónur, en lækkaði til helmings á árinu 1922. En 1924 hafði hún aftur náð því, sem hún varð mest í fyrri styrjöldinni og í árslok 1935 var hún orðin 6.65 miljónir. Árið 1943 nam vöru- salan yfir 22 miljón krónum. Verzlunin sjálf hefir engan veginn verið einkaverkefni KEA, og það er í rauninni eftirtektar- verðara en verzlunarhliðin hvern þátt félagið hefir átt í því að byggja upp iðnað á innlendu hrá- efni og gera afurðir bænda að eitt eða í sambandi við Samband íslenzkra Samvinnufélaga. Stofnim sláturhúss var fyrsta verkefnið sem kallaði að. Það var setit á laggirnar 1907 og hægt að slátra þar 400 fjár á dag. Þremur árum síðar var ketbúð opnuð í sambandi við slátuihús- ið, sem þegar var orðið of lítið og var stækkað 1911, og slátur- hús bygð í Dalvík og Grenivík- Félagið keypti ýmsar lóðir á þessum ár um og félagsmenn efltíu stofnsjóðinn 'með því að láta hann fá allan arðinn, en einmiitt fyrir þá sök gat KEA komið áleiðis ýmsum fram- kvæmdum, sem orðið hefðu erfiðari og dýrari eftir verð- hækkunina, sem fylgdi styrjöld- inni 1914-18. Hús fyrir byggingavöruverzl- un var reist 1919 og verzlunar- húsið stækkað í annað sinn 1921 og 1923 var sett upp kornmylla í kornvöruhúsum félagsins. 1924 setti KEA upp lítið íshús en keypti tveim árum síðar stórt frystihús á Oddeyrartanga, sem stækkað var 1928, og keypti síð- ar frystihús á Svalbarði, Siglu- firði og Dalvík og reisti frystihús í Hrísey. Húsin voru ýmist fyrir ket- eða beitugeymslu eða hvort- tveggja. í marz 1928 tekur ný stofnun til starfa innan vébanda KEA, nfJ. Mjólkursamlag Akureyrar. Jónas Kristjánsson var sendur utan til þess að búa sig undir forstöðu þessarar stofnunar og hefir hann stjórnað henni síðan og afurðir stöðvarinnar verið lamdskunnar fyrir gæði. Stöðin, sem reist var reyndist brátt of lírtil, og var ný mjólkurstöð bygð 1937 með hinum fullkomnustu tækjum og rúmgóðri osta- geymslu því að jafnan hefir ver- ið lögð mikil áherzla á fram- leiðslu osta þegar því hefir orðið við komið. Árið 1929 var tekið á móti tæpum miljón kg. af mjólk en 1935 rúmium tveim miljónum, og 1943 3.8 miljón Mtrum og nam andvirði hennar 4.3 miljón krónum. Af mjólk- inni var 43% gerilsneytt og selt til neyslu, af rjóma var framleitt 45 þúsund lítrar, af smjöri 38 smálestir, osti 128 smál., mysu- osti 18 smál. og skyri 85-3 smá- lestir. 1 sambandi við mjólkurstöðina hefir verið rekið svínabú á Grísa- bóli. Þær tíu smálestir af svína- keti, sem ketbúð KEA seldi 1943 mun aðalltega vera frá því búi, sem hefir að jafnaði 120 svín. KEA óx upp úr gamla kaupfé- lagshúsinu jafnóðum og það var stækkað, og loks var ákveðið að reisa stórt nýtízku verzlunarhús á horni Hafnarstrætis og Kaup- vangsstrætis. Það var fullgert 1930 og er stærsta verzlunarhús landsins utan Reykjavíkur, þrí- lyft og 454 fermetrar að grunn- fleti. Þar eru sölubúðir á allri neðstu hæðinni, skrifstofur KEA á 2. hæð og sumar á þriðju, því að nú er lítið af húsnæðinu leigt öðrum. Þó er þar skrifstofa bæjarfógeta og útbú Búnaðar- bankans er þar og til húsa. Þess- ar deiltiir eru á neðstu hæðinni: Matvörudeild, jámvörudeild, vefnaðarvörudeild og skóbúð. En kjallarinn er geymslupláss. Sama ár og þessi bygging var fullgerð tók líka til starfa smjör- líkisgerð KEA, eða í ársbyrjun 1930. Framleiddi hún fyrsta árið vörur fyrir 147 þús. krónur, en 1944 var ársframleiðslan kom- in upp í 1,220 þúsund krónur. Brauðgerð hóf KEA sama ár; leigði fyrst stærsta brauðgerðar- hús bæjarins af Axel Schiödt bakara, en 1935 var hið nýja brauðgerðarhús fúllgert, og er hluti neðstu hæðar í hinu mikla stórhýsi í Hafnarstræti 87-89, þar sem veitingahús og gistihús KEA er- Sala brauðgerðarinnar var rúm 100,000 kr. fyrsta árið (1930) en hefir farið sívaxandi. Árið 1932 hóf KEA sápugerð og reisti verksmiðju til hennar að hálfu á móti S.Í.S. og kaffi- bætisgerð, sömuleiðis að hálfu móti S.Í.S. Fyrir þessar iðn- greinir hefir nú verið reist stór og vönduð bygging í Grófargili. Framleiðsla þessara verksmiðja nam um 80,000 kr. fyrsta árið 1933 en tíu árum síðar um 1,- 260,000 krónum. Eftir að húsakynni ketbúðar- innar bötnuðu er hún flutti í nýja stórhýsið í Hafnarstræti 87-89, þar hafin bjúgagerð og allskonar ketmetisframleiðsla í stærri stíl en áður. Árið 1943 var unnið úr yfir 54 smálestum af keti, aðallega ketfars (10.9 tonn), kindabjúgu (11 tonn) og matar- pylsur (12.6 tonn) og áleggs- pylsur 7-9 tonn). Sala ketbúð- arinnar nam á því ári 1.8 milj. krónum, þar af innlendar vörur fyrir 400,000 kr. Nokkrar til- raunir hafa verið gerðar með niðursuðu kjöts og smásíldar í sambandi við ketverzlunina. Loks • var lyf jabúðin “Stjömu Apotek” sett á stofn í ársbyrjun 1936 og var sala hennar orðin um 450.000 kr. árið 1943. Hér hefir aðeins verið stiklað á því stærsta og margs ekki get- ið, sem kaupfélagið hefir gert meðlimum sínum til stoðar, svo sem lán til kaupa á Tándbúnað- arvélum, útvegun kynbótagripa, leiðbeiningar um jarðrækt og útvegun útsæðis og kjarnfóðurs, svo og til að létta fyrir starfsemi sérstakra deilda með samgöngu- bótum, stofnun slátur- og frysti- húsa og útibúa. KEA hefir Mka lagt stund á út- gerð og sigMngar ýmist beinlínis eða sem aðalþátttakandi í öðrum félögum. Þannig var útgerðar- félag stofnað 1934, keypti það strandað norskt skip og lét gera við það og skírði það “SnæfelT”. Skipið var statt í Kristjanssand í Noregi þegar innrásin var gerð í Noreg, en var losað úr herkví og komið til Svíþjóðar og var selt þar. Annað skip eignaðist fé- lagið, sem “Hvassafell” hét og var einkum notað til fiskflutn- inga, en það strandaði 1941. En árið 1943 eignaðist útgerðarfé- lagið nýtt vélskip. “SnæfeM”, 165 smálestir, sem smíðað var á Akureyri að öllu leyti, og er ýmist notað til innanlandsflutn- inga eða fiskflutninga til útlanda. Félagið rekur sjálft skipasmíða- stöð á Akureyri og vélsmiðju. Fisikisamlag KEA var stofnað 1935 en alt frá 1919 hafði KEA flutt út fisk. Hefir félagið fisk- tökuhús á 5 stöðum við Eyjaf jörð og tók þar á móti yfir 3000 smá- lestum af fiski 1943 og nokkru frá fjarlægari stöðum- Það ár voru framleiddar 336 smálestir af flölkum í hraðfrystihúsunum. KEA rekur og kornrækt og grænmetisframleiðslu í gróður- húsum. Hállgrímur Kristinsson hafði á hendi stjórn KEA til vorsins 1918 en hafði þá jafnframt gegnt erindrekastarfi fyrir “Sam- bandskaupfélagið,” sem var fyr- irrennari S.l.S. Tók Sigurður bróðir hans þá við framkvæmda- tjórastarfinu og gegndi því til 1. ÚM 1923 er hann tók við stjórn S.Í.S. eftir bróður sinn látinn en því starfi gegndi hann þangað til um síðastliðin áramót. En Vil- hjálmur Þór varð framkvæmdar- stjóri KEA, og var það unz hann var skipaður Landsbankastjóri, en síðustu árin hefir Jakob Frí- mannsson stjórnað félaginu. For- maður félagsstjórnar hefir Einar Árnason verið síðan 1918. 1 árslok 1943 áttu félagsmenn inni í viðskiftareikningum, stofnsjóðum og innlánsdeild 12V2 miljón kr. umfram skuldir' 1 stofnsjóði voru 2,226,639 kr. og í innlánsdeild 4,452,939 kr. En með- limirnir í hinum 23 félagsdeild- umum voru 3862. Svarar það til yfir 3000 króna inneign á hvern meðlim. í lok sama árs voru fastir starfsmenn félagsins, karlar og konur, 272, þar af 92 við búðar- störf og afgreiðslu og 78 við iðn- að og framleiðslu. -----Síðasta verk KEA var að koma upp fullkomnu gistihúsi, sem tók til starfa vorið 1944, en árið áður hafði verið opnað veit- ingahús í Gildaskála KEA — í sömu byggingu. Gistihús þetta er hið snyrtilegasta og hefir rúmgóð herbergi fyrir um 50 gesti, stóran veitingasal og sam- kvæmissal. -----Þó að hér haíi verið farið fljótt yfir sögu má gera sér nokkra hugmynd um, af sem hér hefir verið sagt, hve mikinn þátt KEA hefir átt í að setja svip á bæinn, með stórhýsum sínum í hjarta Akureyrar, og þá ekki síður hve mikinn þátt það hefir átt í allri afkomu bænda á fé- lagssvæðinu, sem nær yfir alla Eyjafjarðarsýsilu og hluta af Skagafjarðar- og Þingeyjarsýslu. —Fálkinn. Skrifstofumaðurinn var að að- gæta hvort skýrslan hefði verið rétt útfyllt. Hann veitti tölun- um 112 og 120 athygli, en þær voru í þeiím dálki, þar sem eftir- farandi stóð: Aldur föður, ef lifandi, aldur móður, ef lifandi. En voru foreldrar yðar svona gamlir? spurði sikrifarinn öld- ungis undrandi. Nei, en þeir væru það, ef þeir væru lifandii, var svarið. Gestgjafinn (sem var að sýna gestum sínum málverk): — Og þetta er nú myndin af lonum langa-langa-langafa mín um. Gesturinn: Dásamlegt. Og lann virðist ekki veru miklu eldri en þér? FráVancouverB.C. Þá hefir íslenzka elliheimilis- nefndin hér í Vancouver látið heyra frá sér, og skýrt nokkuð frá framkvæmdum á þeim svið- um. Þetta málefni virðist vera komið nú í gott lag, svo aMir geti nú verið með til að styrkja þetta fyrirtæki, bæði í orði og verki. Eins og skýrt hefur verið frá þá verður nefndin að hafa til á reiðum höndum $10,000 áð- ur en þeir fá þetta $10,000 lán frá Betel nefndinni. Ætti það ekki að reynast okkur neitt of- urefli. Öll íslenzku félögin í Van- couver hafa skuldbundið sig til að veita þessu fyrirtæki f járhags- legan styrk. Svo treystum við því að íslendingar almennt, bæði hér á ströndinni og víðs- vegar í öðrum bygðum Islend- inga, sýni hér manndóm og drenglyndi, með rausnarlegum tillögum í þennan sjóð, og Láti það komast til gjaldkera nefnd- arinnar slem allra fyrst, Dr. P. Guttormson, 1457 W. 26th Ave., Vancouver, B. C. Eins og þetta málefni stendur, þá er algjör- lega undir því komið hvað al- menningur verður fljótur með að greiða tillög sín, hvað fljótt verð- ur hægt að láta heimilið taka til starfa. Eins og hefir verið skýrt frá, þá hefur nefndin auga á fasteign sem hún álítur að sé ákjósanleg fyrir iþetta heimili til að byrja með, sem gæti tekið á móti 15 til 20 manns, og væri það nógu stórt til að byrja með- Svo er það víst tilgangurinn að heimilið færi út kvíarnar eftir því sem þörf gjörist, og eftir þeim möguleikum sem verða fyrir hendi til þeirra fram- kvæmda, þar til allir þeir Islend- ingar sem óska þess, geti fengið þar inngöngu. Eg sagði hér að ofan að búizt væri við styrk fyrir þetta elli- •heimili hér, frá hinum ýmsu byggðum íslendinga. Eg byggi þessa skoðun mína á því, að með þeim fyrstu gjöfum sem komu í þennan elliheimilissjóð hér, koni frá fólki sem er búsett í Manitóba og Saskatchewan, Gamla fólkið mun mjög alment hugsa hingað, í þetta milda og tempraða loltslag sem hér er árið um kring, sem á svo vel við heilsufar gamla fólksins. Landar góðir, verið þið nú fljótir til að sinna þessu velferð- armáM sem hér er á ferðinni. AlMr Islendingar vestan hafs eru í svo stórri skuld við frumbýl- ingana, afa okkar og ömmur, að sú skuld getur altírei orðið gold- in, en við sem njótum nú alls þess sem strit þeirra og stríð hafa látið ókkur í arf, svo við getum nú notað öll þau taéki- færi og öll þau hlunndndi sem þetta land hefur að bjóða, þá ætturn við ÖU, að láta okkur ant um það að sýna þennan þakk- lætis vott til þeirra, með því að neysa þessar stofnanir sem minh- ismerki þeirra. Hér getur eng- inn heilsteyptur Islendingur set- ið hjá aðgjörðarlaus. Sjáið um það hver og einn, maður og kona að nafn ykkar sé skráð á meðal þeirra sem hér eru að verki. Það má ekki vonast efitir því að all- ir geti verið stórgjöfulir, það er heldur ekki nauðsynlegt, en það er svo æskilegt að hér séu allir með. “Margt smátt, gjörir eitt stórt.” Látum okkur hvern og einn gjöra okkur það að skyldu, að stuðla til þess að öfum okkar og örnmurn geti liðið sem bezt á elli árunum. bæði nú og í fram- tíðinni. Með því móti getum við mest og bezt heiðrað minn- ingu frumherjanna sem fórnuðu sjálfum sér til þess að búa alt sem bezt í haginn fyrir okkur afbomendur þeirra. Ef hér verð- ur nokkur Íslendingur sem sit- ur hér hjá og lætur sig það engu varða, þá er það ættinni hans ‘Ihamingja að vera ekki nefnd.” S- Guðmundson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.