Lögberg - 07.11.1946, Blaðsíða 5
I
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. NÓVEMBER, 1946
AliieAMAL
■WENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Hávaði
Einn dag hitti eg ku-nningja-
konu mína á Portage Avenue; við
höfðum ekki sézt lengi og okkur
kom saman um að flýja hávaða
strætisins og fara inn í kaffi-
hús til þess að geta talað saman
í næði. En þar tók ekki hetra
við; þar var eitt af þessum sann-
kölluðu píningartólum nútímans,
skræpóttur grammofónn (juke
box), sem spilaði svo hlátt að
varla heyrðist mannsins mál.
Þangað var því engan meiri frið
að sækja heldur en út á strætinu.
Við tölum mikið um okkar
vestrænu nút'íma menningu og
stærum okkur af öllum þeim
vélum og tækjum, sem fundin
hafa verið upp, okkur til skernt-
ana og þæginda-auka. En við
njótum þessara hluta ekki þegj-
andi og hljóðalaust; eftir því
sem vélunum og tækjunum
fjölgar, eykst hávaðinn. Véla-
menningin jþrammar áfram á
ruddallegum já'rnklossum, urg-
andi, skröltandi, æpandi og belj-
andi.
í sumar dvöldum við um tíma
í New York. Þar er margt merki-
legt að sjá, ef maður gæti notið
þess fyrir hávaða. New York
er víst stærsta borg í heimi, og
sú hávaðamesta. Bávaðinn er
stanslaus; jafnvel um nætur
heyrir maður hinn þunga gný,
sem er eins og þung undiralda.
Eftir þv»í sem lengra dregur á
daginn, eykst gnýrinn eins og
stormur á hafi. Þegar út á stræt-
ið kemur er hægt að greina sér-
stök óhljóð; gargið, brakið og
skellirnir í bílunum, ópin, orgin
og öskrið í sölumönnum, urgið
og skröltið í strætisvögnunum;
hin gjallandi radios og drunurn-
ar í neðanjarðarlestunum.
Hvergi hefi eg heyrt fólk tala
eins hátt á strætum úti, eins og í
þessari borg. 1 neðanjarðarlest-
unum (það eru fljótustu farar-
tækin) heyrir fólk ekkert, nema
að grenjað sé í eyrun á því. Mað-
ur myndi ætla að fólk alment
myndi vilja forða sér frá þessum
sífelda hávaða, hvenær sem það
gæti komið því við, en svo virðist
ekki vera. I matsöluhúsum
var beinlínis reynt að skapa há-
vaða með því að hafa radios og
juke kassa stöðugt í gangi Á
hinum betri stöðum, borðsölum í
hótelum og klúbbum, spiluðu
hljómsveitir og hljóðfærasláttur
þeirra var svo hár og skerandi,
að það var ekki hægt að hugsa
sér rólegt samtal á þessum stöð-
um Ann'aðhvort varð maður
hálfgert að æpa það sem maður
vildi segja, eða þá að þegja. Ekki
er hægt að ímynda sér, að allir,
sem þessa staði sækja, óski eftir
þessum hávaða, en meirihluti
fólksins hlýtur að gera það, ann-
ars myndi ekki forstjórar þess-
ara staða leyfa annað eins og
þetta.
En hvort sem fólk gerir sér
grein fyrir því eða ekki, hlýtur
þessi stöðugi hávaði að vera
þvingandi og hafa afar ill áhrif
á taugakerfið. Sumir þola alls
ekki stöðugan hávaða. Dæmi
eru til þess að hávaði hefir gert
fóllk ibrjálað. Þessvegna mun
þetta orðatiltæki hafa orðið til:
“Ætlarðu alveg að æra mig?”
Fyrir skömmu var sagt frá slíku
tilfelli í blöðum einnar stórborg-
arinnar. Kiona ein, sem vair
krippluð af gigt, komst ekkert
nema í hjólastól. Fólkið í næstu
íbúð hafði fengið sér eitt af þess-
um nýju grammofón-tækjum
með hljóðauka, og spilaði á það
frá morgni til kvöllds. Konu-
auminginn, sem ekki komst út,
varð beinlínis ærð af þessum
sífelda gjallandi hávaða, hún
hjólaði sér loks út að gluggan-
um og steypti sér út í þögn og
frið dauðans.
Þessir “juke” kassar auka ekki
á menningu þjóðarinnar; þeir
eru orðnir regluleg plága.
Um þessar mundir ferðasf
Karlakór Reykjavíkur um
Bandaríkin. Allir, sem skrifað
hafa um kórinn, hafa lokið frá-
bærlega miklu löfsorði á hann.
Er sagt í einu blaði, að list sem
þessari, hafi nú kvikmyndirnar,
radióið og “juke” kassarnir hér
um bil alveg útrýnt hér í álfu,
og vonast til þess að íslenzka
þjóðin tryggi viðhald svona söng-
listar í landi sínu, með því að
banna með lögum “juke” kassa
og álíka grófgerða meðferð á
músík.
Það væri ekki vanþörf á því, að
við sjálf gerðum eitthvað í þá
átt að draga úr eða jafnvel banna
með lögum ýmiskonar óþarfa
hávaða og gauragang á strætum
og almennum stöðum.
Uppskriftir
Mikið þótti okkur pönnukök-
urnar á íslandi góðar. Við höfð-
um ekki smakkað þeyttan rjóma
í mörg ár. Okkur var því mikið
nýn'æmi á því að fá pönnukökur
með rjóma og ávaxtamauki. Mér
fanst líka flatbrauðið afar lyst-
ugt, sérstaklega með reyktum
lax.
Frú Ragnheiður Nikulásdóttir
á Sámsstöðum, lét mér eftirfar-
andi uppskriftir í té fyrir
kvennasíðu Lögbergs og kann eg
henni beztu þakkir fyrir.
I. J.
Pönnukökur:
4 bollar hveiti.
2 sléttfullar teskeiðar gerduft
(baking powder).
Vz bolli strásykur.
5 hænuegg.
1 bolli brætt smjör.
20 dropar sítronolía.
10 bollar nýmjólk.
Gerduftinu er vandlega blandað
saman við hveitið og sykurinn,
síðan vætt með eggjum og mjólk
smámsaman, þar til deigið er
jafnt og þunnt. Bakað á pönnu
og haft þunnt á pönnunni. Sykri
stráð á kökurnar og þeyttur
rjómi eða ávaxtamauk eftir því
sem óskað er.
Hveitikökur:
6 bollar hveiti.
4 teskeiðar gerduft.
1 matskeið strásykur.
3 teskeiðar fínt salt.
7 bollar nýmjólk.
Hveitinu, gerinu, saltinu og sykr-
inum er öllu blandað vandliega
saman. Mjólkin látin sjóða, og
helt í hveitið og hrært í, síðan
hnoðað og búnar til kökur, sem
flattar eru út með kökukefli.
Betra er að hafa kökurnar ekki
mjög þunnar, og baka þær á
pönnu eða hellu við góðan hita.
Feiti skal borin á kökurnar við
baksturinn.
Með kærri kveðju,
Ragnheiður Nikulásdóttir.
Sámsstöðum.
-f
1 miðdegisveizlu, sem nýlega
var haldin í New York, skyldi
búningur gestanna tákna heiti á
einhverri frægri bók. Gömul
kona hlaut einróma fyrstu verð-
laun. Hún hafði nælt mynd af
fimrnburunum frá Dionne á
brjóstið á sér. Þetta átti að tákna
heitið á skáldsögunni: “Slíkt
getur eklki komið fyrir hér” (It
Can’t Happen Here) eftir Sin-
clair Lewis.
-t-
Svo var um konur kveðið
Karlmenn eru leikföng kvenna,
konur eru leikföng djöfulsins.
—Victor Hugo.
Það, sem fjandinn getur ekki
gert gerir kvenfólkið.
—Franskur málsháttur.
Konur eru verstu óvinir kvenna.
Franskur málsháttur.
Það er auðveldara að koma á
sáttum í allri Evrópu en milli
kvenna.
Lúðvík 14. Frakkakonungur.
Konur eru gyðjur hins ókunna
lands.
—Didrot.
Oft heldur konan því fram, að
hún harmi elskhuga sinn, en ér
þá aðeins að kanna ástina sjálfa.
•—La Rochefocauld.
Guð skapaði konuna til þess að
temja manninn.
—Voltaire.
Fögur kona er augnayndi, góð
kona gleður hjartað; önnur er
gimsteinn, hin er fjársjóður.
—Napoleon Bonaparte.
Engum manni hefir enn heppn-
ast að finna heppilega aðferð til
þess að ráða konu heilræði —
ekki einu sinni eiginkonu sinni.
—Balzac.
Vinur, varaðu þig á fögrum kon-
um! Þegar blíðuhót þeirra hefj-
ast, er þrælkun okkar í nánd.
—Victor Hugo
Eiginmaður er plástur, sem lækn-
ar öll mein meydómsins.
—Molére
Allar meyjar eru góðar, en hvað-
an koma þá þessar slæmu éig-
inkonur?
—Skozkur málsháttur.
Sá sem tapar konu sinni og tíeyr-
ingi, hefir tapað tíeryringi.
—Skozkt.
SMÁVEGIS TIL GAMANS
í Lögbergi 31. október, er í
smávegis gamangrein talað um
að “karlmaður í óhreinum föt-
um, illa burstuðum skóm og
götóttum buxum, ætti að gera
eitt af tvennu — gifta sig eða
fá skilnað.” Þriðja ráðið mætti
reyna, það, að maðurinn bursti
slkóná sína sjálfur og sendi föt-
in sín á fata-hreinsunar verk-
smiðju. Ef ekki er um slíka
verlksmiðju að ræða, þá að hann
hreinsi og pressi fötin sín sjálf-
ur líka. (Þetta gerir Dagwood
og er þó Blondie mesta snyrti-
kvenidi). Sé umræddur maður
ókvæntur gæti einhverri stúlk-u
litist nógu vel á hann þegar hann
kæmi svona uppdulbbaður á
vettvang, til þess að glæpnast á
hOnum og ekkert ómögulegt að
hún bætti þá buxnagarmana
þegar hún væri tekin við stjórn-
inini.
Sé maðurinn kvæntur, getur
hann notað sömu aðferðina. Það
er vafalaust kostnaðarminna en
hjónaskilmaðurmn, jafnvel þó
hann þyrfti að borga fyrir að-
gerðina á öllum fötunum. Kann-
skie líka konan hans, sem altaf
þurfti að horfa á hann í óhreinu
görmunum og máske ekki feng-
ið hann til að fara í almenni-
lega rýjú, þó hún títt hefði hana
Vinnum öll í einingu að hagsmunum
'W'innip&jbosirja'i
á boðstólum, sæi að sér enn
meir í þessu efni og hreinsaði
fötin eftdr mætti. Og hver veit
hvaða máttarveilk ske í þessum
heimi: Kannske hún gæti kom-
ið honum til að bursta skóna
sína líka. r. K. G. s_
STAKA
»
Kuldanæðing napran fann eg
nærri læðast hjarta mér.
Ekkert hræðist—oft þó mæðist,
útí skæða hretið fer.
C. O. L. C.
The afoove is indicative of the spacious, fire-proof Arena
which will be only one of the feature attractions planned
for Memorial Recreation and Exhibition Park if the by-
law for $1,500,000 is passed by the citizens of Winnipeg on
November 22nd. As a community project, admission
prices will be maintained at a level for the benefit of all.
MatuÍoJui feindll
TURKEY VULTURE
Turkey Buzzard — Cathartes aura septentrionalis
All dark, very nearly black, with head and neck naked
or, in juveniles, covered with sparse, greyish brown,
fur-like down.
Dislinclions—Large size, all dark coloration, hooked beak
with long extensive cere, naked or downy head colored
red in the adult, and weak, chicken-like rather than rap-
torial, claws mark it plainly as a Vulture.
Field Marks—A large black bird, usually seen sweeping
around in great circles or soaring on motionless wings
high in the air. Seen firom below the forepart of the
wings and body is coal black and the flight feathers a
shade or so lighter. Often the bare, red head and neck
are seen as a flash of color, making determination certain.
Nesiing—On the ground, usually in a hollow log, under
an upturned stump, or crevice in rocks.
Disiribuiion—From along the southern border of Canada,
north to Duck Mountains in Manitoba, near Edmonton in
Alberta, and Fraser River in British Columbia; south to
Mexico.
Economic Siatus—Being a carrion feeder no harm can be
charged against this species and after winters that have
been unusually severe on the cattle in the plains, they
perform valuable services as scavengers of dead animals.
GARNET COULTER ELECTION COMMITTEE
Main and Graham
Símar —92 019 - 92 035 - 92 075
This space contributed by
THE DREWRYS LIMITED
MD 176
Algerlega eign bæjarins
Minningar og sýningargarðurinn
verður starfræktur af bænum
öllum borgurum til hagsmuna.
Með sama hætti og herinn fann sameiginlegan vináttu
grundvöll fyrir öll þjóðabrot í Canada meðan á stríðinu stóð,
þannig vill hinn fyrirhugaði minningargarður fyrir fallna
hermenn frá Winnipeg, sameina oss og þá, á tímum friðar.
íþróttir af öllum tegundum, leikir, þjóðdansar, búnaðar- og
iðnaðarsýningar, verða um hönd hafðar ár út og ár inn í
minningar- og sýningargarði Winnipegborgar, til gagns fyrir
ALLA borgarana, unga sem aldnaí
Engin gróðahlutdeild eða ágóði, fellur noikkrum einstakling
í skaut. Þetta mikla fyrirtæki verður starfrækt fyrir bæjar-
félagið í heild.
Published by Memorial and Exhibition Park Comviittee.
GREIÐIÐ
ATKVÆÐI
MEÐ
Memorial
Recreation
and Exhibition
Park