Lögberg - 07.11.1946, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. NÓVEMBER, 1946
--------loaberg---------------------
GefiB öt hvem fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 Largent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjörans:
EDITOR LÖGBERG
595 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lö^bergr" is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent
Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail,
Post Office Dept., Ottawa.
PHONE II 804
Raddir heillar þjóðar
Karlakór Reykjavíkur er að því leyti
einstæður í sinni röð, sem um hann má
segja, að hann í raun og veru tákni
karlmannaraddir heillar þjóðar; tákni
heildarmenningu íslenzku þjóðarinnar
í slíkrar tegundar tónum; þeir menn,
sem til söngflokksins teljast, eru fæstir
sérmentir söngvarar; þetta eru flest
alt menn, sem stunda mismunandi at-
vinnugreinar til þess að hafa ofan af
fyrir sér og sínum, og hafa tiltölulega
lítinn tíma aflögu til söngiðkana; í
flokknum eru múrarar, bakarameistar-
ar, verzlunarmenn, skrifstofumenn, lög-
fræðingar og einn prestur, að eigi séu
fleiri mannfélagsstéttir tilgreindar; að
hér sé um sjaldgæfa, ef ekki alveg sér-
stæða listarstarfsemi að ræða, getur
naumast nokkrum heilskygnum manni
blandast hugur um. Karlakór Reykja-
víkur hefir fyrir alllöngu glæsilega svip-
merkt íslenzka menningu; hann jók
mjög á hróður íslands með söngför
sinni um Norðurálfuna fyrir rúmum ára-
tug, og nú hefir hann stækkað landnám
sitt við hina athyglisverðu sigurför sína
um Bandaríki Norður Ameríku; um það
taka af öll tvímæli hin lofsamlegu um-
mæli strangra listdómara í ýmissum
stórborganna syðra, þar sem flokkur-
inn hefir látið til sín heyra; og Banda-
ríkin kalla heldur ekki alt ömmu sína
varðandi söng og hljómlist, þar sem svo
má segja að einvalalið söng- og hljóm-
mentar úr flestum þjóðlöndum heims,
hafi safnast saman á síðari árum.
Það er ekki einasta, að listdómarar
syðra hafi í ríkum mæli hlaðið söng-
flokkinnjofi, heldur hafa þeir veitt ein-
söngvunlm hans, þeim Stefáni íslandi
og Guðmundi Jónssyni engu minni við-
urkenningu.
Um söngsamkomu karlakórs Reykj-
avíkur í bænum Richmond í Virginiu,
farast listdómendum tveggja blaða
þannig orð:
“íslenzku söngvararnir, sem létu til
sín heyra í Mosque samkomuhöllinni í
gærkveldi, fyrir atbeina Celebrity sam-
takanna, við mikla aðsókn og hrifningu,
höfðu í rauninni óalgengt, eða jafnvel
einstætt aðdráttarafl; fólk á þessum
slóðum veit naumast hvers það má
vænta frá landi sem jafn ókunnugt er
og Ísland megin þorra manna í þessum
hluta veraldar; en þrátt fyrir fjarlægð-
ina og hina landfræðilegu afstöðu, varð
það óhjákvæmilegt undrunarefni, hvað
íslenzka þjóðin og söngflokkurinn hafa
upp á að bjóða í músik.
Karlakórinn, sem telur um 40 söngv-
ara, hafði ekki upp á neitt smáræði að
bjóða, undir forustu Sigurðar Þórðar-
sonar; raddirnar voru mjúkar, blæ-
auðgar, stundum reginstyrkar og hríf-
andi. Yfir söngnum hvíldi styrkleiki
æskuhrifningar, þar sem meðferð öll
var mótuð sjaldgæfri nákvæmni og fág-
un, og framfylgt var sérhverri kröfu
hins listræna söngstjóra.” — Helen de
Matte — Richmond News Leader.
“Hin nýja árstíð samsöngs hófst með
söngsamkomu karlakórs Reykjavíkur
í Mosque sönghöllinni í gær; vér höf-
um oft áður hlustað á karlakóra, en
engan, sem verulega minti á þennan
flokk; ekki einungis vegna þess hvaðan
hann landfræðilega var kominn, heldur
vegna tónfegurðarinnar. Fyrir meira
en þúsund árum sungu fornskáldin ís-
lenzku helgi- og hetjuljóð sín og söng-
urinn hefir orðið þjóðinni samferða
gegnum aldirnar; söngurinn á sér þar
meiri sögu en hljóðfæralistin, og nú er-
um vér, Ameríkumenn, farnir að kynn-
ast mikilleik hins íslenzka söngs.
íslenzk músik minnir að nokkru á
mátt hinna Norðurlandaþjóðanna
í söng, og í gærkveldi hlustuðum
vér á lög eftir Grieg. En íslenzku söngv-
ararnir veittu oss einnig aðgang að
frumlegum íslenzkum lögum, þar á
meðal lögum, sem hafa mikið gildi, eftir
söngstjórann, Sigurð Þórðarson, er
stjórnaði flokknum með hæversku og
myndugleik.
Það, sem einkum og sér í lagi ein-
kennir þennan söng er fegurð og sam-
ræmi tónsins; er fyrstu tenórar sungu
út af fyrir sig, var engu líkára en um
eina rödd væri að ræða. styrkta við
hljóðauka, og hliðstætt má segja um
bassaná; raddblöndun frá upphafi til
enda skemtiskrár, náði hámarki fegurð-
ar.
Stefán íslandi söng áhrifamikið ein-
söngshlutverk í “Kyrie,” auk nokkurra
annara laga, með hlýrri og seiðandi
rödd og litauðgri túlkun viðfangsefna.
Hin frjálsmannlega, óþvingaða bari-
tónrödd Guðmundar Jónssonar, sem
hóf sig einnig auðveldlega til flugs á
hinum hærri nótum, naut sín hið bezta
í lögunum: “The Norseman” og “Lon-
donderry Air.” — George Harris, Rich-
mond Times Dispatch.
Eins og vitað er, syngur karlakór
Reykjavíkur tvisvar hér í borginni,
þann 18 og 19 þ.m.; aðgöngumiðar að
fyrra kveldinu, eru fyrir löngu uppseld-
ir; að síðari söngskemtuninni eru að-
göngumiðar enn fáanlegir, þótt vissara
sé nú að tryggja sér þá í tæka tíð
Koma Karlakórs Reykjavíkur hingað,
er stórviðburður í lífi og félagsmála-
sögu vor Vestmanna; ferðalag flokks-
ins um Vesturálfuna er stórviðburður
í sögu íslands; stórviðburði^r til efling-
ar andlega menningarsambandinu milli
íslendinga austan hafs og vestan.
Allir þeir, sem vetlingi geta valdið,
telja það vafalaust skyldu sína, að
fjölmenna á áminsta samsöngva Karla-
kórs Reykjavíkur í þessari borg.
SÖNGSAMKOMA KARLAKÓRS
REYKJAVÍKUR í CAVALIER
Eftir prófessor Richard Beck
Eins og skýrt hefir verið frá í ís-
lenzku vikublöðunum, syngur Karlakór
Reykjavíkur á nokkrum stöðum í
Norður-Dakota, meðal annars í Cava-
lier, að kveldi þ. 16. nóvember, og er sér-
stök ástæða til að draga athygli íslend-
inga á þeim slóðum að þeirri samkomu,
jafn einstæð og hún er.
Hér er sem sé um að ræða einu söng-
samkomuna í söngför Karlakórsins
vestan hafs, sem hópur íslendinga —
íslenzk byggð — hefir sérstaklega efnt
til og stendur straum af að öllu leyti.
Eki það er þjóðræknisdeildin “Báran,”
með stjórnarnefnd hennar í broddi
fylkingar, sem hefir beitt sér fyrir
þessu samkomuhaldi. Þessir eru em-
bættismenn deildarinnar: Ragnar H.
Ragnar, forseti; séra Egill H. Fáfnis,
vara-forseti; Kristján Kristjánsson,
ritari; C. Indriðason, féhirðir; O. G.
Johnson, S. Indriðason, H. Ólafsson og
B. Stefánsson, og skipa þeir jafnframt
aðal undirbúningnefndina í samvinnu
við hana eru ennfremur menn á
ýmsum stöðum í íslendingabygðunum
í Norður-Dakota, svo sem í Cavalier,
sem vinna að framgangi þessa máls.
Er hér vissulega í eigi lítið ráðist af
hálfu hlutaðeigenda, en íslendingar í
Norður-Dakota hafa áður sýnt það í
verki, að þeir láta sér eigi fyrir brjósti
brenna að færast í fang umsvifamikil
samkomuhöld og koma þeim í fram-
kvæmd með þeim hætti, að sómi hefir
verið að, og mun svo enn verða. Hitt
er ekki nema réttmætt að benda á það,
að mjög þakkarvert þjóðræknis- og
menningarstarf hefir verið unnið með
því að efna til umræddrar samkomu,
svo að sem flestir íslendingar í þessu
fjölmenna byggðarlagi þeirra geti átt
þess kost að hlusta á þennan snjalla og
víðfræga karlakór heiman af ættjörð-
inni. v
Verður samkoman haldin í hinúm
rúmgóða samkomusal Cavalier-bæjar
(City Auditorium), og hefst kl. 8.30
laugardagskvöldið þ. 16. nóvember, sem
fyrr getur. Aðgangseyrir er $2.50, að
viðbættum skemmtanaskatti að upp-
hæð 50 cents, eða $3.00 alls, og fást
aðgöngumiðar á þessum stöðum: Ca-
valier, Mountain, Gardar, Crystal, Mil-
ton, Edinburg, Walhalla, Hensel, Park
River og Grafton. Geta menn því snú-
ið sér til þess sölustaðarins, sem þeim
er næstur eða hentugastur að öllu leyti.
Mun vart þurfa að hvetja íslendinga
í byggðunum á þeim slóðum til þess að
notfæra sér það tækifæri, sem hér
býðst til að sækja þessa einstæðu sam-
komu, sem sérstæð er, eigi aðeins af
þeim ástæðum, sem að framan er vikið
að, heldur eigi síður vegna hins, að
þessi söngför Karlakórs Reykjavíkur er
hinn söguríkasti viðburður, fyrsta för
íslenzks söngflokks til Vesturheims.
Því er það sómi vor íslendinga í Norð-
ur Dakota, að fjölmenna á samkomu
þessa og sýna með því, að vér kunnum
að meta að veruðugu komu hinna ágætu
fulltrúa heimaþjóðarinar, sem þar gista
byggðir vorar, og þá mikilvægu menn-
ingar- og þjóðræknisviðleitni, sem felst
í slíku samkomuhaldi.
Eg hefi áður í grein í öðru vestur-
íslenzka vikublaðinu lýst því að nokkru,
hversu glæsilegar sigurvinningar Karla-
kórs Reykjavíkur voru á fyrri ferðum
hans um Norðurlönd og meginland Evr-
ópu, og spáði þyí jafnframt. að hann
myndi sömu sigurför fara hingað til
Vesturheims. Það er þegar komið á
daginn í ríkum mæli Kórinn hefir nú
sungið á ýmsum stöðum í Austur- og
Suðurríkjum Bandaríkjanna, og alstað-
ar við mikla hrifningu og framúrskar-
andi undirtektir. Nægir í því sambandi
að minna á hin lofsamlegu ummæli
söngdómara stórblaðanna í Washing-
ton, D. C., og Richmond, Virginia, sem
hin íslenzku vikublöð vor hafa getið
um.
Það er íslendingum í Norður-Dakota
ærin sönnun þess, hve gullið tækifæri
samkoma Karlakórsins. í Cavalier, veit-
ir þeim til að kynnast merkilegri ís-
lenzkri sönglist nútíðarinnar á því sviði,
og söngmönnunum sjálfum, sem jafn-
hliða eru boðberar góðhuga ættjarðar
vorrar til vor íslendinga í landi hér.
Þátttaka manna í slíkri samkomu, með
nærveru þeirra, glæðir einnig gamlar
minningar og treystir ætternisböndin,
styrkir, með öðrum orðum, þjóðernis-
meðvitundina.
Hér hefir aðeins verið dvalið við
söngsamkomuna sjálfa. Um hitt þarf
eigi að fjölyrða, að íslendingar í Norður-
Dakota telja sér mikla sæmd að heim-
sókn hinna íslenzku söngmanna og
m\in fagna þeim kærkomnu gestum með
alkunnri risnu sinni og myndarskap,
svo að þeir fari þaðan minnugir þess,
að þeir hafi gist íslenzka byggð, þar
sem enn lifir og “lengi mun lifa í þeim
glæðum, sem landarnir fluttu um sæ.”
SPAKLEGA MÆLT.
Forseti ísland, herra Sveinn Björns-
son, komst einu sinni sem oftar spak-
lega að orði, er hann mælti fram eftir-
faranndi setningar:
“Það er oft svo um hugsjónir, sem
menn vinna fyrir, að hafa verður þol-
inmæði, að gefast ekki upp, þótt allur
hagnýtur árangur baráttunnar komi
ekki fram, eða verði lýðum ljós strax—
máske ekki fyr en við erum horfin
héðan. En sú hugsun er engu að síður
ánægjuleg, að komandi kynslóðir muni
njóta ávaxta starfsins.”
ANNA BERGÞÓRSSON
1882-1946
12. október 1946, lézt að heimi'li
sínu í Wynyard, Sask., Anna
Svanfníður Friðriksdóttir, kona
Kristjáns verzlunarmanns í Wyn-
yard, Guðmundssonar járnsmiðs
frá Sauðárkróki, Bergþórssonar.
Var hún sungin til moldar af
Rev. J. M. Alexander frá íslenzku
fcirkjunni í Wynyard.
Anna var dóttir Friðriks Svarf-
dals, fyrrum hreppstjóra í Ól-
afsfirði, Þorsteinssonar smiðs og
þjóðsagnaritara frá Upsum, Þor-
steinssonar og konu hans Ólínu
Árnadóttur frá Hamri. Systkin
hinnar látnu á lífi eru Jórunn
Svarfdal, Ingibjörg Svarfdal og
Árni Svarfdal piálari, öll í Wyn-
yardbæ. Yngsta systkinið,
Freyja, lézt gift kona suður í
Bandaríkjum fyrir meir en ald-
arsfjórðungi síðan.
Anna var fædd að Glæsibæ
við Eyjafjörð, 8. desember, 1882,
og þaðan flutti hún með foreldr-
um sínum, systkinum og afa sín-
um, Þorsteini frá Upsum, til
V'esturheims, 1889. Dvaldi hún
með foreldrum sínum og syst-
kinum í Dakota um tólf ára skeið
en þá fluttist fjölskyldan til Win-
nipeg. Þar giftist Anna 1902,
Kristjáni, eftirlifarudi manni sín-
um. Var hjónaband þeirra mjög
ástúðlegt og hamingjusamt, enda
er Kristján G- Bergþórsson hvers
manns hugljúfi. Frá Winnipeg
fluttu þau hjónin vestur í Wyn-
yardsveit 1908, ásamt foreldrum
hennar og systkinum. Námu
Kristján, Friðrik og Árni þar
lönd, og hjá þeim hjónum and-
aðist Friðrik og Ólína fyrir tæp-
um 'tuttugu árum. í Wynyard
starfaði Anna af mikilli alúð og
dugnaði í kvenfélaginu Fram-
sókn um margra ára skeið og var
forseti þess í nokkur ár. **
Böm Ólínu og Kristjáns á lífi,
eru þrír piltar og tvær stúlkur:
Elmó í Wynyard; Friðrik (Fred)
í Lethbridge, Alta.; Bjami í Wyn-
yard; allir kvæntir; Grace hjúkr-
unarkona í Winnipeg; Esther,
skrifstofumær í Wynyard. Þriðja
dóttirin andaðist hálfstálpuð fyr-
ir mörgum árum, Ólína að nafni
(“Lína — Söngvarinn litli”),
mjög sönghneigð stúlka.
Anna Bergþórsson var fríð kona
sýnum og brosmild, Ijúflynd en
þó kjarkmikil, og stóð alls staðar
í stöðu sinni með sæmd og prýði.
Við fráfall hennar er þungur
harmur kveðinn að eiginmanni,
börnum og systkinum, því hún
var í öllu ljósið sem lýsti bezt,
og hlýleikinn, s'em hlýaði mest.
Frænndi.
MIKILL INNFLUTNINGUR
Á BÚVÉLUM OG ÖÐRUM
VINNUVÉLUM
Þó er eftirspurninni ekki
nærri fullnægt
Viðtal við Jón Einarssonð fram-
kvæmdarstjóra Orku.
Á síðustu árum hefú mjög far-
ið í vöxt notkun manna á alls
konar stórvirkum vélum, svo sem
skurðsröfum, jarðýtum og bún-
aðarvélum.
Vísir hafði tal af Jóni Einars-
syni frmkvæmdastjóra hjá Orku
h.f. og innti hann frekari'frétta
af þessari vélanotkun. Lét Jón
blaðinu eftirfarandi upplýsinear
í té:
Orka h.f. tók til starfa á árinu
1944 og síðan hefir félagið stöð-
ugt unnið að innflutningi margs
fconar vinnuvéla, sem notaðar
eru í bæjum og sveitum. Vegna
margskyns erfiðleika hefir ekki
verið hægt að fullnægja eftir-
spurninni eftir þessum vélum
nándar nærri, en féla&ið á nú
mikið í pöntun og standa vonir
til að úr rætist bráðlega.
Orka hefir flutt inn 2 stórar
skurðgröfur, sem hvort tveggja
í senn eru nothæfar til skurð-
graftar og ámoksturs á bíla- Eru
þetta sérstaklega hentug tæki
við húsbyggingar os aðrar meiri
háttar mannvirkjagerðir. Félae-
ið á allmargar slíkar skurðgröf-
ur í pöntun, en þeim hefir öllum
verið lofað til ýmissa aðila víðs
vegar á landinu. 20 jarðýtur með
beltum hafa verið fluttar inn á
vegum félagsins og á Orka von
á mörgum fleiri nú á næstunni.
Töluvert hefir einnis' verið flutt
inn af heimilisdráttarvélum
(tractorum) með gúmmíhjólum.
Munu þegar vera milli 30 og 40
slíkar vélar komnar til landsins,
en von er á fleiri hundruð til við
bótar á þessu ári.
Allmikið hefir félaKið flutt inn
af búvélum, sérstaklega hey-
vinnuvélum, svo sem sláttuvél-
um, súgþurrkunarvélum og snún-
ingsvélum af nýrri gerð. Hafa
bændur sérstaklega látið í ljós
ánægju sína yfir þessum nýju
snúningsvélum, því þær eru
einkar hentus'ar og liðlegar til
vinnu. Eru þær svo viðráðan-
legar, að unelingsdrengir geta
hæglega stjórnað þeim. Vélar
þessar vinna á við 5 til 6 menn
og borga sig því fljótlega. Auk
þess, sem þegar hefir verið látið
til bænda af þessum snúninss-
vélum, eiga nú um 300 bændur
slfkar vélar í pftntun hjá Orku.
Verður sennilega hægt að full-
næ&ja þessari eftirspurn á næsta
sumri. Vélar þessar eru smíðað-
ar í Kanada, Bandaríkjunum og
Englandi. Súgþurkunarvélarnar
nýju hafa að mörgu leyti reyzt
vel. Má búast við mikilli eftir-
spurn eftir þeim, þegar fram í
sækir. Þær eru smíðaðar á Ir-
landi-
Vísir, 9. sept.
Svo má illu venjast, að gott
þyki.
4-
Svo má góðu venjast að
gæðalaust þyki.
4-
Karlmaður spyr ekki kven-
mann hvort ihún elski hann, þar
til hann er næstum viss um að
svo sje- Og kvenmaður spyr ekki
karlmann hvort hann elski hana,
þar til hún er næstum viss, að
hann geri það ekki.
ATH YGLI
bænda og vinnumanna
I
Þúsundir ágætra atvinnutækifæra
bjóðast við
TIMBURIÐNAÐINN
fyrir austan Winnipeg
AKJÖSANLEG UUNAKJÖR
Góð aðibúð
Annast um ferðir
Umlboðsmaður Provincial Farm Labour þjónustunnar
veitýr nánari upplýsingar.
VISTIST HJÁ NÆSTU
National EmploymentOffice