Lögberg - 07.11.1946, Blaðsíða 7

Lögberg - 07.11.1946, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. NÓVEMBER, 1946 7 Brautryðjandi íslenzkrar læknastéttar Eftir PRÓFESSOR RIOHARD BECK Sveinn Pálsson: Æfisaga Bjarna Pálssonar. Með forrmála eftir Sigurð Guðmundsson skólameistara. Útgefandi: Árni Bjarnarson, Akureyri, 1944. FÁTT eða jafnvel ekkert er hollum þjóðarmetnaði, þjóðernislegri sjálfsvirðingu, betri byr undir vængi heldur en sem nánust kynni af æfi og starfi þeirra manna og kvenna, sem borið hafa hæst íram til sigurs merki manndóms þjóðarinnar, frelsis- og fram- sóknaranda hennar, á liðnum öldum. Því er það hið þarfasta og þakkarverðasta verk að halda á lofti minningu og afrekum þeirra, sem með umræddum hætti ruddu oss, er á eftir þeim komu, braut- ina “til áfangans þar sem vér stöndum.” Hafa þær hugsanir sótt fast á mig við að lesa endurprentunina af Æfisögu Bjarna Pálssonar landlæknis, eftir tengdason hans Svein Pálsson, annan frömuð ís- lenzkrar læknastéttar, en þessi nýja útgáfa þeirrar merkisbókar kom út á Akureyri fyrir tveim árum síðan á kostnað Árna Bjarnasonar bóksala, og er um allt hin vandaðasta, eins og slíku riti sæmir. Sá Sigurður L. Pálsson menta- skólakennari um útgáfuna og sa'mdi við hana skýringar á hin- um latnesku orðum og orðatil- tækjum, sem þar koma fyrir, og eru þær bæði nauðsynlegar og ná ágætlega tilgangi sínum, gagnorðar og glöggar. En Sigurður Guðmundsson skólameistari fylgir útgáfunni úr hlaði með ítarlegum formála, eða öHu heldur inngangsritgerð, því að sú prýðillega greinargerð hans tekur yfir rúmar 50 blað- síður með þéttsettu letri. Rekur Sigurður skólameistari harla nákvæmlega og skemmti- lega æfiferil Sveins Pálssonar, höfundar æfisögunnar, er var vafalaust, eins og komist er að orði í inngangsritgerðinni, “einn hinn mesti ágætismaður, afreks- maður og yfirburðamaður, sem þjóð vor hefir alið.” Eigi er minna um hitt vert, með hve mikilli djúpskyggni og næmri samúð greinarhöfundur lýsir skapgerð og lífshorfi Sveins Pálssonar, enda stendur hann oss að loknum lestri lifandi fyr- ir sjónum þessi marghæfi af- 'bragðsmaður, sem einnig var mikill mæðumaður um dagana, en snerist bæði viturlega og hetjulega við mótdrægum æfi- kjörum. Læknisumdæmi Sveins Páls- sonar, ertat í Vík í Mýrdal, náði yfir Vestur-Skaftafells-, Rangár- valla- og Árnessýslu, ásamt Vest- mannaeyjum, og útheimtu em- bættisstörf hans löng og erfið og hættuleg ferðalög; varð hann á þeim ferðum “að glíma við trylltustu og ægilegustu jökul- vötn og manndrápsvötn lands- ins,” og kom það sér þá vel, að hann hafði ungur vanist vos- búð og svaðilförum og var vatn- amaður með afbrigðum. Gegndi hann þessu umsvifa- mikla embætti sínu um 35 ára skeið, að mörgu leyti við hin andvígustu kjör, en rækti það með frábærri samvizkusemi. Hefir Grímur Thomsen lýst skyldurækni Sveins og fóm- fýsi eftórminn&lega í kvæðinu “Sveinn Pálsson og Kópur,” en í stórbrotnu erfiljóði sínu hefir Bjarni Thorarensen “reist and- ans manninum og raunamann- inunm Sveini Pálssyni veglegan minnisvarða.” Þá er hitt eigi síðúr aðdáun- arvert, hversu náttúrufræðing- urinn Sveinn Pálsson fékk á- orkað í rannsóknum á því sviði vísindanna, og er þeim afrekum hans prýðilega lýst í eftirfar- andi orðum Guðmundar G. Barð- asonar, er sjálfur var ágætur vísindamaður í þeirri greiri, og hiefir Sigurður skólameistari réttilega tekið þau ummæli upp í inngangsritgerð sína: “Svein lækni Pálsson má ó- efað telja meðal hinna merkustu íslandinga- Hann vár ágætur náttúrufræðingur og gerði marg- ar merkilegar uppgötvanir í náttúrufræði íslands. Fór hann rannsóknarferðir um landið sum- arið 1791-1795 og safnaði þá og síðar markverðum fróðleik um landið, sem mikils þykir verður enn í dag. Hann varð fyrstur ihanna til að skilja eðli jökl- anna og skýra hreyfingu skrið- jöklanna og áhrif þeirra á berg- lögin. Ef sú uppgötvun hefði þá þegar orðið kunn meðal jarð- fræðinga erlendis, hefði hún nægt til að gera nafn hans ó- gleymanlegt í sögu jarðfræð- innar. Um þessar og aðrar rann- sóknir sinar ritaði Sveinn marg- ar og fróðlegar ritgerðir. En hann galt þess, að hann átti heima hér á íslandi, og var einangrað- ur starfsmaður í víngarði vís- indanna. Hann sendi þessar rit- gerðir til Kaupmannahafnar, en þar geymdust þær og gleymdust, og hann fékk því ekki til vegar komið, að þær yrðu prentaðar og gefnar út. Xví til sönnunar, að þessi rit Sveins þyki enn merkileg meðal fræðimanna, skal þess getið, að nafnkunnur jarðfræðingur í Noregi, A. Hell- and, var hvatamaður þess, að tvö af ritum þessum voru gefin út þar í landi. Voru þá liðin 100 ár frá því að þau voru rituð. Lýkur hann miklu lofsorði, á þessi rit Sveins og dáist að því, hve áreiðanlegur og skarpur at- hugari hann hafi verið og langt á undan sínum tíma. Mátti svo heita, að þetta væri fyrsta opin- bera viðurkenningin, sem nátt- úrufræðisstörf hans hlutu, og þar næst hin hlýlega og fróð- lega frásögn Þorv. Thoroddsens um æfistarf Sveins í Landfræði- sögu íslands.” Góðu heilli, er Ferðabók Sveins Pálssonar, sem legið hafði í handriti í 150 ár, nú nýkomin út í sæmandi búningi- Hún vor rit- uð á dönsku, en íslenzka þýð- ingin er eftir Jón Eyþórsson veð- urfræðing, Pálma Hannesson rektor og Steindór Steindórs- son menntaskólakennara. Skal þá horfið að sja . sögu Bjarna Pálssonar landlækn- is, eftir Svein Pálsson, en hún kom upprunalega út í Leirár- görðum við Leirá aldamótaárið 1800. Var það meir en þess vert að prenta hana á ný, bæði vegna þess, hversu mikilhæfur maður Bjarni landlæknir var og áhrifa- ríkur í víðtæku starfi sínu, og jafnframt vegna sögulegs og frásagnarlegs gildis æfisögunn- ar, en hún er um allt hið merk- asta rit. Er það hverju orði sannara, sem Sigurður skóla- meistari segir í formála sínum: “Þeir eru hver öðrum sam- boðnir, sögukappinn í þessari merku bók og höfundur hennar. Þar er fullkomið jafnræði í sam- félagi og andlegum sifjum. Þó að “snemmtekinn ylþokki við nafn og ætt” Bjarna Pálssonar og “lengi alin langan að vekja” — “nær því gleymdan orðstír hans” þrýsti honum til að semja þessa bók, verður dómvísi hans né sannleiksást ekki hált á því. Markmið hans er, að söguhetjan þekkist til hlítar á sögu sinni, “þótt ekki fái eg gert hann að engli,” bætir hann við (en þá hefði Bjarni Pálsson ekki þekkst, fremur en aðrir dauðlegir menn, er misvitrir söguritarar reyna að breyta í engla). Hann gengur að söguritun sinni með gaumgæfni og hlutlægni náttúruskoðarans og handbragði og frásöguaðferð söguhöfunda vorra hinna fornu.” Og það er einmitt hispursleysið og hreinskilnin í frásögninni, samhliða skarpskyggni í mann- lýsingu, sem gefa þessari æfi- sögu sérstakt gildi, en jafnan er þar auðfundinn undirstraum- ur hlýrrar samúðar með sögu- hetjunni. Kemur það gröggt fram í ummælum um dauða Bjarna landlæknis: “Hér hneig þá einhver mesti merkismaður, hneig seinna en vonlegt þótti þeim, er til þess vissu, að hann þá fyrst lagðist fyrir, er ekki var lengur annað hægt, lagðist fyrir þreyttur, þreyttur af embættis-örðugleik- um og áhuga, þreyttur af pínu- fullum sjúkdómi, þreyttur af ýmsu mótkasti, hvað enginn vissi sem sjálfur hann. Hann liggur þar, sem hann sjálfur valdi sér stað, þar sem hann sjálfur til vegar kom hinni líknarfyllstu stiftun meðal manna, þar, sem allir vissu að hitta hann til hj álp- ar nær því um 20 ár. En vegfar- andinn, sem nú ber þar að, heyr- ir hann ekki nefndan, sér ekkert blómstur plantað á legstað hans í full 20 ár, veit ekki að hann var til. Svo mat 18. öldin dygð og verðugleika. Svo ómannsárt er land vort nú, það telur varla helming barna sinna mót því áður var” Um málfar og stíl ber æfi- sagan að vonum svip sinnar ald- ar, en miðað við málið á þeim tímum, eru það engar ýkjur að telja hana ritaða á góðri íslenzku, enda var Sveinn Pálsson talinn prýðilega ritfær af samtíðar- mörinum sínum. Eftirfarandi mat Siguxðar skólámeistara á æfisögunni í heild sinni er því í alla staði réttmætt: “Sveinn Pálsson gerir sér far um að skýra sem rækilegast frá skaphöfn, æfi og störfum Bjarna Pálssonar, eins og hann hefir leitast við að gera sem ljósasta grein fyrir því, er hann tók eftir í jarðfræði-rannsóknum sínum. Æfisagan er gagnmerk greinar- gerð fyrir ætt og lífi Bjarna Páls- sonar, háttum hans og eiginleik- um, ritstörfum og framkvæmd- um, því hinu mikla og mikil- væga, er hann fékk á stofn kom- ið á voru landi til að minnka þar mannamein og lina mannlegar þjáningar. Svo nákvæm er þessi greinargerð, að henni lýkur á skýrslu um dánarbú Bjarna, eign- ir þess og skuldir, umráðamenn þess og skiptaráðendur.” Enginn fær heldur lesið þessa æfisögu með verðugu athygli, svo að honum verði eigi ljóst, hversu frábær maður Bjarni Páls son var að hæfileikum og afrek- um, og hve margþætt braut- ryðjanda starf hann vann í þágu hinnar íslenzku þjóðar. En þeirri þjóðnýtu og þáttarmörgu starf- semi hans lýsir Sigurður skóla- meistari ágætlega á þessa leið í formála sínum: “Verðleikum Bjama Pálsson- ar hefir áreiðanlega ekki verið gefinn sá gaumur, sem maklegt er. Þessi “fátæki prestssonur,” sem Sveinn Pálsson kallar svo, er annar höfuð-faðir íslenzkrar nláttúrufræði, faðir íslenzkrar læknastéttar og íslenzkrar heil- brigðisbaráttu af hálfu þjóðfél- ags og ríkis. Landnáma kallar Ingólf frægastan “allra land- námsmanna, því að hann kom hér að óbyggðu landi og byggði fyrstur landið. Með sömu rök- vísi má telja Bjarna Pálsson merkastan allra íslenzkra lækna, því að hann var hér fyrstur lækn- ir í læknislausu landi. Það hef- ir verið nýstárlegt tiltæki með þjóð vorri, er hann tók að stunda læknisfræði. Hann er að lík- indum allra fyrstur eða hann er með hinum allra fyrstu, sem vekur máls á stofnun landlækn- isenvbættis á íslandi. Hann kem- ur því fram, að þetta mikilvæga embætti er stofnað. Og þá er hann tók við landlæknisembætti sínu, byrjar hann baráttu, sem kalla má sigursæla, fyrir um- bótum á heiibrigðisvernd lands- manna. Það er víst ofhermt, að heilbrigðis- og læknamál vor hafi verið í niðurníðklu, er Bjarni IN MEMORIAM Beloved Baby Dale, Our Son. Little, loving, Baby Dale, your passing from our lives has left us empty hearts in a lonely empty home. Your laughter was our joy. Your loving presenoe during your brief stay on earth with us, brought happiness and comfort that cannot be replaced. Our love for you shall carry on the memories of your beauty and sweet innocense in our hearts forever. Your love for us so generous and beautiful will be our most precious mem- ory of the time you spent on earth, giving to us the greatest happiness we had ever known. Darling beloved Baby Dale, wher’ever you may be, may God give you His and our blessing forever. Wherever you are we slhall always remember and love you with an unceasing love and until we meet in the Great Be- yond, we give you our love and blessing, darling Baby Dale. Mother and Dad. DÁNARFREGN. Mr. og Mrs. K. J. ísfeld í Húsa- vick urðu fyrir þeirri djúpu sorg a.ð missa tíu mánaða gamlan son sinn, Dale, einkabarn sitt. Hann dó á Almenna sjúkrahús- inu í Winnipeg, 11. þ- m., og var jarðaður af sóknarprestinum 14. 3. m. Pálsson varð landlæknir. Þau voru í auðn- Heilbrigðismál, í merkingu þessa orðs á vorum dögum, verða þá tæpast talin að hafa verið til. Bjarni Pálsson færir þjóð sinni heilbrigðismál til æfinlegrar eignar. Hann hóf sjálfur kennslu í læknisfræði, sem síðar hefir tekið sífelldum framförum. Fyrir framkvæmd hans og tillögur eignaðist land- ið þrjá fjórðungslækna, “með vissum launum og föstum bú- jörðum,” eins og Sveinn Páls- son segir. Hann kemur því til leiðar, að lyfjabúð er reist í landinu. Hann lætur ekki hér við sitja. Fyrir atbeina hans flytzt dönsk yfirsetukona til ís- lands, tekið er að kenna yfir- setukonum, þær eru prófaðar og “fá peninga af kongi,” eins og Sveinn Pálsson segir. Fyrsti lanidlæknir vor leitað- ist og við það, sem Sveinn Páls- son segir, að “fá því í verk kom- ið, að almennilegt hospital stift- aðist hér í stað íþeirra ónýtu lík- þrárra spítala.” Bjarni Pálsson byrjar, með öðrum orðum, bar- áttu fyrir stofnun landsspítala. Hann hefir hvorki verið smáráð- ur né smáhuga.” » Það hlýjar manni meir en lít- ið um hjartarætur að kynnast slíkum manni og blessunarríkri starfsemi hans. Svo hefir Jóni skláLdi Þorlákssyni á Bægisá á- reiðanlega einnig farið, þá er hann orti hið fagra og hjarta- hlýja minningarkvæði sitt um Bjarna land'lækni, sem prentað er aftan við æfisöguna, og fer vel á því að ljúka þessari um- sögn með nokkrum ljóðlínum úr því. Skáldið lýsir kröftug- lega sárri sorg “Heilbrigðinnar” út af falli eins hins hugrakkasta og fremsta hermanns hennar: “Sýnist mér úr brjósti sem blóð renni. “Síðan situr hún með sársauka, litverp og lotin við leiði Bjarna; og er sem voni, að upp af honum muni líknar-gras lolcsins spretta.” Sýnir kvæðið, að skáldið hefir fyllilega kunnað að meta Bjarna landlækni og nytjastarf hans í þágu lands og þjóðar, og vafa- laust hafa þakkarorð hans og aðdáunar verið töluð út úr hug- um margra annara samtíðar- manna hans- FRÁ TYRKLANDI NÚTÍMANS Gömul þjóð með nýjar hugmyndir Erlendir ferðamenn, sem koma til Tyrklands eftir tuttugu og fimm ára fjarveru, eru mjög undrandi yfir þeim stakkaskipt- um, sem orðið hafa, eigi ein- göngu á ytra útliti lands og þjóð- ar, heldur einnig hvað snertir Ihugsujnarháltt og siðferð'isþrótt fólksins. / Honfin er nú rauða fezhúfan af höfði karlmannanna og hin- ar þykku blæjur, sem skýldu ásjónum kvennanna fyrir girnd- araugnaráði karlkynsins. Dætr- um þeirra kvenna, er dvöldust mestan Muta ævi sinnar bak við gluggahlera, býðst nú tækifæri til að verða læknar, lögfræðing- ar, dómarar og þingmenn. Enn- fremur má nú hvarvetna finna dugnað og framkvæmdir, þar sem áður hvíldi andrúmsloft deyfðar og kyrrstöðu. Það finnst naumast tyrknesk borg, þar sem ekki er verið að reisa eða fegra opinberar bygg- ingar, og breiðar nýtízku götur eru að koma í stað fornra öng- stræta. Upp á miðri, eyðilegri Anatólíuhásléttunni hefir verið reist nýtízku-borg, Ankara, hin nýja höfuðborg Tyrklands. Þar stóð áður lítill, gamaldags bær. Af íbúum Tyrklands, sem eru hér um bil 19 mil'j., samkvæmt síðasta manntali, eru meira en % hlutar bændur, sem eiga af- komu sína undir jarðrækt. Öld- um saman, á dögum soldánanna, bjuggu þeir við sulí og seyru í litlum, hrörlegum moldarkofum og klæddust tötrum. Niðri á lág- léndinu var fólkið gegnsósa af malaríu. Skattaálögur stjórnar- innar voru þungar, og sífelltíar herkvaðningar sugu mikið blóð. Hin nýja stjórn Tyrklands hefir gert sér mikið far um að upp- ræta þessar meinsemdir, og enda þótt lífskjör tyrknesku bænd- anna séu ennþá erfið, þá fara þau jafnt og þétt batnandi. Jarðrækt er styrkt og gengizt fyrir endur- bótum, og nú er svo komið, að Tyrkir eru sjálfum sér nógir hvað snertdr allar meginlífsnauð- synjar, svo sem korn, kjöt, egg, grænmeti og ávexti- í júnímán- uði 1945 samþykkti tyrkneska þingið ný landbúnaðarlög. Er í þeim gert ráð fyrir, að um 1 millj bændafjölskyldum verði séð fyrir jarðnæði, er nægi þeim til framdráttar. Um 20 millj. ekrum lands, frá stórjörðum, veður skipt upp á milli þeirra. v Atvinnuvegir landsins ’hafa verið efldir í tvennum tilgangi — til endurreisnar landlbúnaðin- um og til landvarna, ef ógæfa steðjaði að. Bómullin, ullin og silkið, sem framleitt er í sveit- um landsins, er unnið í fjölda stórra myllna, sem reistar hafa verið á síðari árum. Sykurfram- lieiðslan hefir tekið álitlegum framförum. Stálverksmiðjur, af brezkri gerð, sem komið hefir verið upp í Karabuk, eru nú í fullum gangi. Stórkostlegar framtíðaráætlanir eru á prjón- unum, þar sem igerit ed ráð fyrir gerbreytingum 1 nýtízkuátt á rökstri Zonguldukkolanámanna og byggingu nýrra efnaverk- smiðja og rafvirkjana. Á tuttugu og tveimur árum hafa járnbrautarlagnir Tyrk- lands næsitum tvöfaldazt, og eru þær nú meira en 7300 km. Sem stendur er verið að leggja tvær nýjar járnbrautir, aðra að pers- nesku landamærununm og hina að landamærum Iraqs. Lestatala tyrkneska flotans er ekki há — um 145 þús. tonn — en nægir til að halda uppi strandferðum og siglingum um austanvert Mið- jarðarhaf. Gerðar hafa nú verið ráðstafanir til að auka kaup- skipaflotann. Innlend flugfélög annast um fólksflutninga innan- lads, og brezkar og bandarískar millilandaflugvélar hafa fasta viðkomu á tyrkneskum flugvölÞ um. Fjármál ríkisins fara í gegn- um ákveðna banka, sem ríkið á annaðhvort sjálft eða stjórnar að mestu leyti. Enda þótt ein- staklingsframtaksins gæti í mörgu, þá hefir ríkið með hönd- um megingreinar framleiðslunn- ar og aðal samgöngurar. Um sessar mundir stendur í tyrk- neskum stjórnmálum mikill styr um, hvort ríkið eigi að auka af- skipti sín af atvinnulífinu. Utanríkisverzlun Tyrkja hefir beðið mikinn hnekki vegna hins háa verðlags í landinu. Dýrtíð- in þar er meiri en í flestum öðrum löndum heims. Til þess eru margar ástæður: háir vernd- artollar til efhngar innlendrum iðnaði, miklar skattaálögur og há laun vegna eklu á vinnuafli, sem aftur á rót sína að rekja til aukningar tyrkneska hersins á styrjaldarárunum — eru hinar helztu. Um mörg ár hefir Þýzka- land verið bezti viðskiptavinur Tyrikja. Eftir að Tyrkir misstu þann markað, reyndu þeir að koma á viðskiptum við Bretland og Bandaríkin, en tilraunir í þá átt hafa orðið árangurslitlar, þar eð hið háa verðlag á tyrkneskum vörum stenzt enga samkeppni á alþjóðavettvangi. Þar sem Tyrkjum tekst ekki að selja vöru sána, skortir þá tilfinnanlega er- liendan gjaldeyri til þess að greiða með ýmislegt, sem þeir sjálfir þarfnast erlendis frá. Er utanríkisverzlun Tyrkja því svo að segja alveg stöðvuð eins og sakir standa. Árið 1927 var 91% þjóðarinn- ar hvorki læs né skrifandi. Not- uðu menn þá arabiska letrið. Árið 1935, er latneska stafrófið hafði verið tekið upp, var hlut- fallið lækkkað ofan í 84.5%. Nýrri tölur liggja ekki fyrir, en tala ólæsra og óskrifandi fer æ minnkandi- Ástandið í þessum efnum er verst í sveitum lands- ins, en tyrkneska lýðveltíið hefir hafizt handa að ráða bót á þess- um annmarka á einfaldan, en árangursríkan hátt. Eftir nokkr- ar tilraunir voru settar upp stofn- anir, þar sem drengir og stúlk- ur af bændaættum, 15—17 ára, fá sérstakan undirbúning til kennslu í bamaskólum 1 sveita- héruðum. Auk tyrknesku læra þau þar stærðfræði, sögu og landafræði, undirstöðu-atriði landbúnaðar og ýmsar handiðnir, sem að gagni koma í þorpum landsins. Stúlkurnar taka nám- skeið í húshaldi, hjúkrun og ljós- mæðrafræði. Er þær hafa út- skrifazt úr þessurn skólum, hiverfa þær heim til þorpa sinna og annast þar barnafræðslu. Fyrirkomulág 'þetta hefir reynzt ágæta vel, og gerir tyrk- neska stjómin sér vonir um, að takast megi á þenna hátt að sjá íbúum sveitanna fyrir almennri og sómasamlegri fræðslu. Gagn- fræða- og menntaskólar í tyrk- neskum borgum, og annar tyrk- neski háskólinn sem fyrir nokkr- um árum var stofnaður í Ankara, mun brátt fær um að keppa við hinn gamla háskóla í Istanbul (Miklagarði). Stjórnin lætur sér einnig annt um að efla fræðslu í verklegum efnum. Lengi vel og til skamms tíma var franska eina erlenda málið, er átti sér djúpar rætur í Tyrk- landi, en síðastliðin fimmtíu ár hefir þó þýzka náð verulegri út- breiðslu. Enskukunnátta Tyrkja hefir lengst af eigi verið upp á marga fiska, en fám árum fyrir stríðið tóku Tyrkir að leggja mikla ástundun við enskulær- dóm og hefir orðið vel ágengt í þeim efnum. (English Digest) —íslendingur, 26. Júlí. The Swan Manufocturing Company Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi 281 James St. Phone 22 641 ,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.