Lögberg - 05.12.1946, Blaðsíða 6
G
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. DESEMBER, 1946
h
Margrét Werner
Hann hafði reynt að taka sitt hlut-
verk í þrísöngnum, en hafði enga ró
til þess. Honum leiddist þessa stundina
að hlusta á músík — hugur hans var
hjá Lilian, hann þráði að vera hjá henni.
Beatrice lk ekki vel á píanóið að þessu
sinni, það var eins og hún vissi ekki hvað
hún væri að gera. Það var og auðséð,
að Markham jarl vildi helzt fá að vera
einn hjá Beatrice.
“Hvert ætlarðu að fara,” spurði
Beatrice Mr. Dare, þegar hann lagði frá
sér nótnabókina á hljóðfærið.
“Eg ætla að leita mér að góðum
sígar”, svaraði hann.
Hann fór út úr stofunni og fór upp
til herbergis síns, þar var kassi með
sígörum í, hann tók einn og gekk svo
út í garðinn til að njóta svala nætur-
loftsins. Var það bara tilviljun, að hann
gekk eftir þeirri götunni, sem lá ofan að
trjálundinum? Alt í einu heyrði hann
mannamál; hann sá í gégnum kjarrið,
mann og unga konu, sem hafði yfir sér
stórt sjal.
“Ein af þjónustustúlkunum og kær-
asti hennar,” hugsaði hann; “lávarðin-
um mundi ekki líka það, en það kemur
mér ekkert við.”
Honum fanst málrómur mannsins
mjög sérkennilegur — það var svo mikil
tign og sönn ástríða í rómnum. Hann
undraðist hver það gæti verið. Hann
sá ungu stúlkuna taka sem snöggvast
í hendina á honum, er þau skildu.
Hann varð alveg utan við sig af
undrun, er sjalið féll af herðum hennar,
og hann sá og þekti Lilian.
Þegar Lilian kom aftur inn í sam-
kvæmissalinn var klukkan hálf tíu.
Það vp,r verið að spila þar á spil, en
Beatrice og jarlinn voru við píanóið, en
Mr. Dare var ekki inni. Lilian gekk til
Beatrice og spurði jarlinn hvort hún
gæti fengjð að tala einslega við systur
sína, í svo sem fimm mínútur.
“Já, tíu mínútur, ef þú vilt,” svaraði
jarlinn, “en ekki lengur”; systurnar
fóru svo inn í hliðarherbergi.
“Fljótt nú, Lilian,” sagði Beatrice!
“Hefurðu séð hann? Hvað segir hann?”
“Já, eg mætti honum,” svaraði hún;
“það er ekki núna tími til að segja þér
alt, sem hann sagði. Hann sendi þér fá-
einar línur,” og Lilian rétti henni bréf-
ið. Svo greip hún um báðar hendur syst-
ur sinnar.
“Lofaðu mér, kæra systir mín, að
segja þér áður en þú lest bréfið, að eg
reyndi að milda hug hans og hjarta, og
eg held að ef þú sérð hann og talar við
hann og biður hann að leysa þig frá
þínu hugsunarlausa loforði, að þá muni
hann gera það.”
Það glaðnaði yfir Beatrict við að
heyra þetta. -
“Ó, Lilian,” hrópaði hún upp,” er
það mögulegt, getur það verið satt!
“Narraðu mig ekki með fölskum von-
um; lif mitt hangir á veikum þræði milli
vonar og ótta.”
“Hann er ekki grimmlundaður,”
sagði Lilian, “og eg vorkenni honum. Ef
þú talar við hann, er eg viss um, að hann
muni leysa þig af loforði þínu. Lestu
nú það, sem hann skrifaði.”
Beatrice opnaði nú bréfið, sem var
ekki nema tvær línur.
“Beatrice, þú verður að segja mér,
með þínum eigin vörum, að þú elskir
mig ekki. Þú verður að segja mér sjálf,
að allar þær ánægjulegu vo'nir sem þú
gafst mér, voru bara fals og lýgi. Eg fer
ekki frá Elmwood án þess að sjá þig. Á
fimtudagskvöldið kl. 10 verð eg á sama
stað sem nú — mættu mér þar, og segðu
mér, ef þú vilt vera laus við mig.”
“Eg skal sigra!” hrópaði hún upp.
Lilian, haltu í hendurnar á mér, þær
skjálfa af gleði. Sjáðu, eg get ekki hald-
ið á pappírsblaði. Hann fyrirgefur mér,
og eg missi ekki kærastan minn — ást-
ina mína, sem er allur heimurinn til
mín. Hvað mikið þakklæti eg skulda
þér! í dag er þriðjudagur; hvernig á eg
að geta lifað þangað til á fimtudags-
kvöld? Mér finst eins og ólýsanlega
þungri byrði hafi verið létt af mér. Eg
verð kona Markhams jarls, og það ert
þú sem hefir frelsað mig, Lilian.”
“Beatrice, sagði faðir hennar, er
systurnar komu aftur inn í salinn og
gengu fram hjá spilaborðinu, “við erum
búin með spilið; viltu syngja fvrir okk-
ur?”
Hún hafði aldrei sungið eins fagurt
og nú, hún var svo sæl og hamingjusöm,
og hún hafði aldrei verið eins fögur og
nú. Hún söng eitthvað, sem líktist sig-
ursöng — það var enginn vottur harms
né kvíða í rómnum. Jarlinn beygði sig
ofan að henni alveg frá sér numinn af
aðdáun. “Þú syngur, eins og þú sért
fyllilega innblásin, Beatrice,” sagði
hann fullur hrifningar og aðdáunar.
“Eg var að hugsa um þig,” svaraði
hún, og hann sá það á hennar draum-
sæla útliti, að hún meinti það sem hún
sagði.
Lafði Edith kallaði á jarlinn til að
gefa álit sitt á einhverju viðvíkjandi
spilinu, sem hún var að spila, og Bea-
trice, sem eins og ósjálfrátt snerti nót-
urnar á hljóðfærinu var að ákveða sig
til þess, sem hún ætlaði að gera. Hún
ætlaði að mæta Hankins. Hún gat ekki
komist hjá því, og hún varð að mæta
lionum með öllum þeim þrótti og áræði
sem henni væri mögulegt. Hann var,
eins og Lilian hafði sagt, ekki grimm-
lundaður, og hann elskaði hana. Hún
ætlaði að biðja hann að gefa sér eftir
sitt barnalega og ógrundaða loforð.
Hún ætlaði að grátbæna hann
þannig, að hann gæti ekki neitað sér
um það. Hver hafði nokkurntíma neit-
að henni um það sem hún bað um? Gat
hún ekki hrært hjarta hans til með-
aumkunar með sér? Hann mundi verða
reiður í fyrstu, kanske ofsareiður, en
hún mundi þó að síðustu geta talað svo
um fyrir ronum, að hann gæfi henni
eftir loforðið. Hún sat kyr við hljóðfær-
ið og spilaði mörg draumsæl lög, og á
meðan birtist öll myndin af ástaræfin-
týri hennar við Hankins fyrir hugarsýn
hennar. Hún vissi hve kyrt var þar við
skóginn, hve dimm nóttin mundi vera.
Hún gat ímyndað sér hans brúnleita
andlit, eftir svo langa veru í hitabeltinu.
Við þessar hugsanir fanst henni að hún
bæri nú betri hug til hans.
Hún óskaði honum alls góðs. Hann
gat gifst fríðri stúlku af sinni stétt, og
orðið hamingjusamur og sæll með henni,
og ef hann vildi gera það, skyldi hún
vera honum einlægur vinur. Enginn
vissi neitt um leyndarmál hennar, því
Lilian segði aldrei neinum frá því, og
hún sá sig sem hina sælu og hamingju-
sömu konu jarlsins. Það sem hún hugs-
aði sér var svo sælt og ánægjulegt, að
það var alls ekki að undra þó sigur-
hljómur væri í rödd hennar. Þeir, sem
hlustuðu það kvöld á söng hennar,
gleymdu því aldrei.
37 Kafli.
Lewis Dare stóð agndofa og hreif-
ingarlaus í sömu sporum í nokkrar mín-
útur. Hann varð bæði hræddur og hissa
við, að sjá Lilian sína úti um þetta leyti
að kvöldi til með ókunnugum manni.
Honum gat ekki hafa missýnst. Ef
hann var ekki ruglaður á sönsum, þá
var þetta Lilian Cuming, sem hann fyrst
ímyndaði sér að væri ein af þjónustu-
stúlkunum í húsinu; sem væri úti að
mæta kærastanum sínum. Það var
Lilian, sem hann áleit svo heiðarlega
og saklausa; hún hafði stolist út úr húsi
föður síns í næturmyrkrinu til að mæta
einhverjum, sem hún þorði ekki að láta
sjá sig með í dagsbirtunni.
Þó hans kærasti vinur hefði svarið
það fyrir honum, hefði hann ekki einu
sinni viljað hlusta á það; en hann gat
ekki efast um það, sem hann sá með
sínum eigin augum. Það var ómótmæl-
anlegur sannleikur, að það var höfuð og
andlit Lilian sem hann sá.
Hann henti burtu sígarnum, sem
hann var að reykja og gnísti tönnum af
reiði. Allar tilfinningar hans komust í
hamslausa æsingu; það voru þá allar
stúlkur svona óáreiðanlegar! Það var
engin ærleg taug í þeim; og svona var
allur heimurinn! Hann hélt að í henni
hefði hánn fundið fullkomna undan-
tekningu frá því almenna; hann hafði
verið svo viss um sakleysi hennar, ein-
lægni og trúverðugheit, að þar á væri
engin blettur. Frá því fyrst að hann
kyntist henni, var hann farinn að temja
sér hreinna og betra líferni, í einu orði
sagt, að laga líf sitt og hugsunarhátt
samkvæmt hennar lífi og hugsunar-
hætti. En nú var það alt fals og smjaður.
Það er ekki til sannleikur í heiminum,
hugsaði hann. Þessi unga stúlka, sem
hann hafði haldið vera þá fegurstu og
saklausustu allra stúlkna, sýndi sig nú
að vera hið slægasta hræsniskvendi.
Smábrellur móður hans. voru ekkert í
samanburði við óeinlægni og hræsni
Lilian.
Og hann, sem hafði elskað hana svo
heitt! Þegar hann horf ði í hennar hreinu
qg sakleysislegu augu, var hann sann-
færður um, að þar væri ei annað að
finna, en ást og staðfestu. Þetta indæla
andlit, sem hafði roðnað og brosað til
hans, sem leit svo barnslega út. að allir
hlutu að ímynda sér hið besta um hana.
En hvað var nú?
Hve langt var síðan hann hafði hald-
ið hennar nettu og mjúku höndum í
höndum sér og ekki þorað að gerast svo
frekur að kyssa hana, ekki einu sinni
eftir að hún hafði lofast til að verða
konan hans. Hversu herfilega að hann
var narraður og táldreginn! Hvað hún
hefir haft gaman af og hlegið að
heimsku hans og einfeldni!
Hver var maðurinn? Það hlaut að
vera einhver, sem hún hafði þekt frá
fyrri tíð. Það var enginn af þeim mönn-
um, sem hafði umgengni við Cuming
lávarð, sem hefði læðst þar í kring, eins
og þjófur á nóttu. Því fór hann ekki á
eftir honum og sló hann í rot? Því lét
hann hann sleppa úr höndum sér? Hann
krepti sína sterku hnefa; það var gott
fyrir Alfred Hankins, að lenda ekki í
hans sterku hendur? Smátt og smátt
rann honum reiðin, og hann varð hel-
tekinn hinni svörtustu örvæntingu.
Hann gaf frá sér veikt hljóð og stundi
við. Hann hafði mist stúlkuna, sem
hann unni hugástum. Þetta goð, sem
hann hafði tilbeðið var nú falliö um koll.
Óhreinlyndi og svik höfðu nú sett ljótan
blett á þessa fögru mynd.
Eins lengi og sorg og reiði háðu
stríð í brjósti hans, vildi hann ekki fara
inn í húsið; hann ætlaði að vera úti,
þangað til að hann væri orðinn rólegri.
Eftir dálitla stund fór hann inn í
samkvæmissalinn, og að því undan-
teknu, að hans fríða andlit var náfölt,
og óvanalegur hörku- og reiði-glampi
var í augum hans, var Lewis Dare ekki
mikið öðruvísi en hann átti að sér að
vera.
Lilian stóð þar og laut yfir stóra
teikningabók, sem hún hafði lofað að
sýna honum; hennar gullnu lokkar féllu
ofan á bókina. Hún leit upp, þegar hann
kom inn; hún var róleg og alarleg í and-
liti; það var ofurlítill roði í kinnum henn-
ar, og hún brosti er hún talaði til hans.
“Hér eru teikningarnar,” sagði hún;
“viltu sjá þær?”
Hann mundi að hann hafði beðið
hana um að sýna sér þær; en hún hafði
færst undan því þá. Hann settist á stól
hjá henni. Bókin lá á borði í ofurlitlum
krók út úr salnum. Þau voru alveg út af
fyrir sig þar. Hún tók tening og sýndi
honum. Hann leit ekki á hann og veitti
því enga eftirtékt, er hún sagði.
“Lilian,” sagði hann alt í einu, “ef
þú værir spurð, hver væri hin versta
synd, sem kona gæti gert sig seka í,
hverju mundir þú svara?”
“Þetta er undarleg spuming,” sagði
hún. “Eg veit bara, að allar syndir eru
vondar,” svaraði hún.
“Eg skal þá segja þér það,” sagði
hann í bitrum róm, “það er fals og tál-
drægni — samvizkulaus svik!”
Hún leit upp, alveg hissa á reiðinni
í málróm hans; þau þögðu svo ofurlitla
stund.
“Eg get ekki skoðað þessar teikn-
ingar,” sagði hann, “farðu burt með
þær. Lilian Cuming, líttu upp, horfðu
framan í mig. Hvað er langt síðan eg
bað. þig að verða konan mín?”
Hún horfði rólega á hann, en við
þessa spurningu roðnaðiliún í andlitinu.
“Það er ekki langt síðan,” svaraði
hún — “bara fáeinir dagar.”
“Þú sagðir mér, að þú elskaðir mig.”
“Já, eg sagði það,” svaraði hún.
“Segðu mér nú aftur: Hefirðu nokk-
urntíma elskað eða þótt eins vænt um
nokkurn annan mann, eins og þú segir
að þér þyki um mig?”
“Aldrei,” svaraði hún rólega.
“Þú verður að afsaka spurningu
mína — var nokkur sem bað þín, eða
sóttist eftir þér, áður en við kyntumst?”
“Nei, langt frá því,” svaraði hún,
alveg hissa á þessum spurningum.
“Á eg einn ást þína, traust og til-
trú? Hefurðu aldrei táldregið mig?
Hefurðu verið einlæg og hreinskilin við
mig?”
“Þú gleymir þér, Lewis,” sagði hún
með göfugri, en mildri sjálfstilfinningu;
“þú þarft ekki að tala þannig við mig.”
“Svaraðu mér.” sagði hann. “Eg
er örvinglaður og ráðviltur maður. Hef-
urðu dregið mig á tálar?”
“Aldrei,” svaraði hún, “hvorki í
hugsunum, orðum né gjörðum.”
“Guð minn góður!” sagði hann í
sorgarróm, “að nokkur skuli geta verið
svo fríð og fölsk!”
Lilian leit alveg undrandi á hann.
“Lilian,” sagði hann. “Eg hefi elsk-
að þig sem fyrirmynd alls, sem er hreint,
saklaust og göfugt í fari nokkurrar
konu; í dag elskaði eg alt, sem var
heilagt og gott. Guð fyrirgefi þér, að
hafa svo hastarlega drepið trú mína og
traust á þér.”
“Eg skil þig ekki,” svaraði hún ró-
lega; “því talarðu svona til mín?”
“Eg skal tala ljósara,” sagði hann
—” svo ljóst að þú getir ekki misskilið
mig. Eg kærastinn þinn, maðurinn, sem
þú elskar og treystir, spyr þig, Lilian
Cuming, hver var það, sem þú varst með
í kvöld, hérna hjá blómagarðinum?”
Hann sá að spurningin hitti hana sem
slag. Varir hennar hvítnuðu, og móða
féll yfir hennar björtu og fögru augu;
hún reyndi að svara, en orðin dóu á vör-
um hennar hálfsögð.
“Neitar þú, að þú hafir verið þar?”
spurði hann. “Eg sá þig og hann. Neit-
ar þú því nú?”
“Nei,” sagði hún.
“Hver var hann?” spurði hann
harkalega, og hann horfði svo æðislega
á hana, að hún varð hrædd. “Segðu mér
hver hann var. Eg skal elta hann til
enda veraldarinnar. Segðu mér það!”
“Eg get það ekki, Lewis!” hvíslaði
hún — “eg get það ekki. Hafðu með-
aumkun með mér, og láttu mig eina um
leyndarmálið.”
“Þú þarft ekki að vera hrædd,”
sagði hann.
“Eg skal ekki segja föður þínum
frá því. Látum hann sjálfan finna út
hver þú ert, eins og eg hefi gert. Eg get
bölvað sjálfum mér fyrir þá trú og
traust, sem eg hefi haft á þér. Hver er
hann?”
“Eg get ekki sagt þér það,” stamaði
hún, og neri saman höndunum í ráða-
leysi. “Ó, Lewis, treystu mér, vertu
ekki reiður við mig.”
“Þú getur ekki búist við,” sagði
hann, og fann til meðaumkunar með
henni, “að eg þegði um þetta, er eg sá
með mínu meigin augum. Ef þú getur
gert skýringu á því, þá gerðu það. Ef
þessi maður er einhver, sem þú þekkir
frá fyrri tíð, sem hefir sóst eftir þér,
segðu mér þá frá því. Eg get kanske
með tíð og tíma gleymt þessu, ef þú ert
hreinskilin og einlæg við mig nú. Ef það
er eitthvað, sem getur afsakað það, sem
þú hefir gert, segðu mér það núna undir
eins.”
“Eg get það ekki,” sagði hún og
hallaði sínu sorgmwdda höfði frá hon-
um.
“Eg býst við því,” sagði hann bit-
urt. “Þú getur ekki og vilt ekki; þú
veist, býst eg við, á milli hvers þú hefir
aðvelja?”
“Hún leit á hann þögulum bænar-
augum, en hún sagði ekkert.
“Segðu mér nú hverjum þá ætlaðir
að mæta, þegar þú stalst út úr húsinu —
hvaða erindi þú hafðir við hann? Vertu
hreinskilin við mig, og ef það er einhver
bjánaskapur frá unglingsárum þínum,
þá get eg líklega fyrirgefið þér það. Ef
þú vilt ekki segja mér alt um þetta, þá
fer eg burt héðan og skal aldrei sjá þig
framar.”
Hún hélt höndunum fyrir andlit-
inu, og hann heyrði veikt og aumkunar-
legt kjökur.
“Viltu segja mér það?” spurði
hann enn aftur — og hann gleymdi
aldrei þeirri dauðans angist, sem var
uppmáluð á andliti hennar er hún leit
á hann. “Eg get það ekki,” svaraði hún;
hún gat ekki sagt meira, og hún var
hrædd um að hún dytti af stólnum.
Er þetta þitt síðasta orð; þú neitar
að segja mér það sem eg sem kærast-
inn þinn hefi fullan rétt til að fá að
vita?”