Lögberg


Lögberg - 02.01.1947, Qupperneq 1

Lögberg - 02.01.1947, Qupperneq 1
Kj 7 t 3 PHONE 21 374 • . _A A \>Oile A Complete Cleaning Imtitution PHONE 21 374 -A VÍ'"leJ A Complete Cleaning Institution 60. ÁRGANGUR ————— WINNIPEG, FIMTUDAGINN 2. JANÚAR, 1947 • NÚMER 1 I •• L / 11 1 • í a iw 1 /% MYTAIÍ^ Logbers \ arnar islending ;um vestan hafs og austa n gleouegs o: g tarsæis nyars Tíu þúsund krónur komnar í byggingarsjóð æskulýðs- hallar á Húsavík Fyrir þremur árum hóf Friðrik A. Friðriksson prófastur á Húsa- vík undirbúning að því, að bygð yrði æskulýðshöll þar á staðn- um. Hafa nú þegar safnast 10 þús. kr. til þessa fyrirtækis. Fyrstu fjárframlög til bygg- ingarinnar komu þannig, að fermingarbörn séra Friðriks lögðu tvær krónur hvert í bygg- ingasjóðinn, en prófastur lagði síðan fram jafnmikið og þau lögðu fram samanlagt. Hefir þessu verið haldið áfram á sáma hlátt, en a-uk þess lofa ferming- arbörnin því. að greiða tvær kr. á ári í næstu tiu ár eftir ferm- inguna. Auk þess hafa sjóðnum borist mjög ríflegar gjiafir. Thor Jen- sen var á ferð um Húsavík í sum- ar og lagði þá fram 1000 kr. til æskulýðsihallarinnar. Á fimm- tugasta afmæli séra Friðriks A. Friðrikssonar prófasts létu Hús- víkingar næstum 6000 kr. í sjóð- inn þessu góða máli til styrktar og einnig í iheiðurs og þakklætis- skyni við prófastinn á merkis- degi í lífi hans. —Kirkjuibl. 14. okt. ♦ ♦ ♦ EKKI Á EITT SÁTTIR Frá Berlín berast þær fre^nir, að það sé síður en svo, að Frakk- ar og Bandaríkjamenn séu á eitt sáttir varðandi fyrirhugaðar, breytingar á vesturlandamærum Þýzkalands; ekíki eru þó Banda- ríkjamenn því mótfallnir að Frakkar fái Saarhéröðin, en lengra vilja þeir heldur ekki undir neinum kringumstæðum ganga; þykir líklegt, að hér verði um hreint ekki svo lítið ágrein- ingsefni að ræða, er umræður hefjast um friðarsamninga við Þýzkaland. -f -f ♦ ^ FLUGSLYS Á aðfangadag jóla fórst far- þegaíflugvél með 20 farþegum skamt frá borginni Rio de Jan- eiro; flugvélin var á leið frá London; skygni hafði verið Ihið versta að sögn. Sex brezkir far- þegar voru með flugvél þessari, þar á meðal tvær konur. -f -f -f KVÆÐI DR. BECKS VEKUR ATHYGLI Kvæði dr. Riohards Beck, “Tri- bute to Our Heroic Dead”, sem prentað var hér í blaðinu fyrir nokkru síðan, hefir verið prentað í ýmsum öðrum blöðum og tíma- ritum og va'kið atihygli með öð- rum hætti. Á fjölmennri log virðulegri samkomu, sem haldin var nýlega í Grand Forfes, til minningar um nemendur 'rikiSháskólans í Norð- ur-Dalfeota, sem ffallið höfðu í ný- afstaðinni heimsstyrjöld, v a r Hon. Fred G. Aandahl, ríkisstjóri í NorðurDakota, aðalræðumaður- inn. Las hann við það tækifæri upp fyrrnefnt kvæði dr. Becks, með þeim ummælum, að hann gœti eigi fundið tilfinningum sín- um á þeirri stundu fegurri eða markvissari orðabúning. Reýkjavík, um jólaleytið 1946. Kæri ritstjóri: Félag Vestur-lslendinga í Reykjavík, sendir þér og lesend- um Lögbergs innilegar óskir um gleðileg jól og gott og farsælt nýár. Þöikk fyrir síðast, og blað- ið, sem þú hefir sent okkur og við með ánægju notið. Hálfdán Eiríksson, formaður. BIÐST LAUSNAR FRÁ EMBÆTTI Mr. Justice Trueman, dómari í áfrýjunarrétti Manitobafylkis, hefir beiðst lausnar frá embætti sakir Iheilsubrests; hann er nú 77 ára að aldri; sambandsstjórn hefir orðið við lausnarbeiðninni, sem koma mun til framkvæmdar fyrir miðjan yfirstandandi mán- aðar. KOMINN HEILU OG HÖLDNU HEIM Eins og skýrt var frá hér í blaðinu, lagði Karlakór Reykja- víkur af stað heim frá New York þann 17. desember síðastliðinn og kom til Reykjavíkur daginn eftir; þann 19. desember birtist 1 Morgunblaðinu viðtal við farar- stjórann, hr. Þórlhall Ásgeirsson, þan sem hann lætur hið bezta yfir förinni og viðtökunum vest- an háfs; fögnuður mikill gagn- tók íslenzku þjóðina við komu kórsins að vestan. Stefán íslandi fór beina leið til Kaupmannahafnar til þess að taka upp starf sitt við konung- legu óperuna þar í borginni. ♦ -f ♦ LJÓTT EF SATT ER August F. Chudzic'ki, ritstjóri pólska blaðsins Czas, sem gefið er út hér í borginni, er nýkom- inn heim úr ferðalagi um Pól- land, og lætur hið versta af því ástandi, sem nú ríki í fæðingar- landi sínu; teiur hann landið á valdi kommúnista, og kennir því, að nokkru leyti um, að matvæla- birgðir þæn, er UNRRA hafi sent Pólverjum fyrir tilstilli Banda- rikjanna, haffi fallið forkólfum feommúnista í hendur, er kýlt hafi með þeim vambir gæðinga sinna eða hinna auðsveipustu fylgifiska, en iátið þúsundirnar, sem hjálpin var einfeum ætluð, verða hungurmorða -f -f -f VINNUR AUKA- KOSNINGU Á mánudaginn þann 26. desem- ber, s.l., fór fram auikakosning til sambandsþings í Riöhelieu-Ver- dheres kjördæminu í Quebec, er varð þingmannslaust við fráfall Hon. P. J. A." Cardins, fyrrum ráðherra opinberra verka í King- stjórninni; þrír frambjóðendur voru í kjöri, Gerard Courmoyer, liberal; Roland Carbeil, social oredit, og Etienne Duhamel, pro- gressive-conservative; úrslitin urðu þau, að framlbjóðandi Liberal flotóksins vann kosning- una með slíku atkvæðamagni, að báðir keppinautar hans töpuðu tryggingarfé sínu. eace By RICHARD BECK Ring out your cherished message, Bells of Peace, Ring loud and clear across the war-swept earth, Whose face is marked by scars of strife. Let cease All discord, as we hymn once more the birth Of Him, The Prince of Peace, whose words of life Still, as of old, can heal and conquer strife. Light, Bells of Peace, in storm-tossed souls and dark The dawn of hope and kindle bright anew The flame of love, whose ever-burning spark Revives the heart, like heaven-fallen dew. Ring loud the Christmas tidings, Bells of Peace, That earth may hear: “Let wars and hatreds cease!” (Kvæði þetta, sem er nýort, birtist á ritstjórnarsíðu dagblaðsins “Grand Foilfes Herald”, á jóladaginn). til sætis leiddu Donald Bennett og Douglas Maxwell. Lögberg flytur þeim Mr. og Mrs. Herbert C. Allen innilegar hamingjuóskir. ALVARLEGUR ÁGREININGUR Rússar hamra það fram þessa dagana, að ýmissar þjóðir, án þess þó að nafngreina þær, séu í óða önn að framleiða átómvopn með nýjar landvinningar og vopnaárásir í huga; þetta mælist að eðlilegum ástæðium illa fyrir, eins og órökstuddar staðhæfing- ar jafnan gera. Landkostir í Grænlandi í bréfi sem séra Egill Þórhalla- son ritaði sumarið 1765 til bróð- ur síns, séra Magnúsar í Villinga- holti, segir hann svo um land- kosti í Grænlandi: Síðan hefi eg reist víða um land, mest gang- andi. ... 1 einum firði, sem kall- ast Amaralit, er hið bezta töðu- gresi, úthey, skógur af víðir og birki í stor miængde. Þar eru reinsdýr og harar, andir og rjúp- ur í overfflödighed. í ánum eru laxar og silungar, í sjónum sel- hundar og síld; söl og fjallagrös eru þar nóg; multe-, tytte-, kræki-, einir- og blá-btr eru þar, svo taka má lúkuna fúlla. Eg þakkaði guði, sem lét mig sjá öll þessi herlegheit. íslendingur, sem nemur tungumálavísindi í Ameríku Jóhann Hannesson hefir á undanförnum árum stundað nám í tungumálavisindum við Berkeley-háskóla í Kalifornia, og mun ljúka námi á næsta i. Meistaraprófi í ensku og ensk- um bókmentum árið 1945. En aðalnámsgrein hans er saman- burðarmálfræði og til þess hefir hann orðið að leggja stund á nám fornmálanna, grísku, sanskrít og gotnesku. í fríi sínu s. 1. sumar gekk hann í sumarskóla í Ann Arbor, við háskólann í Wisconsin. Málfræð- ingafélag gengst fyrir slíku skólahaldi og kenna þar helztu málfræðingar frá flestum há- skólum Bandaríkjanna. Þarna lagði Jóhann meðal annars stund á indo-evropisku hjá frægasta kennara í þeirri grein. Þá tók hann einnig þátt i námi, er kenn- ir mönnum aðferðir við að læra mál án bóka, þ. e. a s. með því móti að læra af þeim, sem talar. Þessari aðfferð verður að beita, þegar menn læra tungumál frumstæðra þjóða, sem aldrei hefir verið bókfest. Hafa marg- ar framfarir í málvísindum sein- ustu árin fengist með þessu móti. Segir Jóhann svo frá þessu námi: “Við sitjum í kring um borð, en við endann situr Indíáni og kennarinn við hlið hans. Indíán- inn skilur ensku, og kennarinn spyr hann hvernig hann segi þetta og hitt á sínu máli. Indíán- *inn gerir það, en við skrifum það niður. Eftir að við höfum skráð nofekrar setningar, berum við okkur saman, og síðan aðgrein- um við og fLoikkum það, sem hann heffir sagt, þannig, að í ljós kemur bygging málsins og skipu- lag, hljóðfræði, byggingarfræði og setningafræði”. 1 haust skrifar hannsvo: “Dvöl mlín í Ann Arbor varð mér til mikils gagns. Eg feomst þar í kynni við margt í nýjustu grein- um máivísinda, er eg hafði ekki færi á að kynnast hér. Hér hefi eg aðallega stundað hina sögu- legu hlið málvísinda. í Ann Arbor lagði eg mig einkum eftir mállýsingafræði, ef svo má kalla það, en hún fjallar um lýsingu mála án tillits til sögu þeirra. Það er einkum á þessu sviði að framfarir hafa orðið á síðustu ár- um, og Ameríkumenn standa þar flestum þjóðum framar.” 1 vor mun Jóhann verja doktorsritgjörð og ganga undir próf, er því fylgir. “Vörnin” er mj'ög á annan hátt en við háskóla í Evrópu. Hún er fólgin í því, að skila ýtarlegri áætlun um do'ktorsritgerðina og verja þá á- ætlun þannig, að sýna prófsnefnd fram á, að verkeffnið sé þess virði, að samin sé um það slík ritgerð, og að viðkomandi sé talinn fær um það, að semja slíka ritgerð. Jóhann býst við að koma al- farinn heim á næsta ári. —-Mbl. 3. des. VEGLEG KIRKJUGIFTING Síðastliðinn laugardag fór fram vegleg brúðkaupsathöfn í Fyrstu lútersku 'kirkju, þar sem gefin vonu saman í hjónaband þau Miss Sylvia Jónasson og Her- bert C. Allen; fjölmenni mikið var viðstatt, og kirkjan í jóla- skrúða sínum; yfir athöfninni allri hvíldi virðulegur bátíða- blær. Prestur Fyrsta lúterska safn- aðar, séra Valdimar J. Eylands, framkvæmdi vígsluathöfnina; brúðurin er dóttir G. F. Jónas- sonar forstjóra og eiganda Key- stone Fisheries Limited, og frú Kristínar Jónasson, en heimili þeirra er að 195 Ash Street hér í borginni; hrúðguminn er sonur Mr. og Mrs. S. H. Allen. Mrs. Lincoln Johnson söng yndisleg einsöngslög, en við hljóðfærið var Harold Lupton, organleikari Fyrsta lúterska safnaðar. Að lokinni hjónavígslu, var setin fjölmenn og virðuleg brúð- kau'psveizla á Fort Garry hótel- inu, en þar mæiti séra Vaidimar fyrir minni brúðarinnar og í rauninni hjónanna beggja; var ræða hans með ágætum flutt og krydduð fyndni; brúðguminn þafekaði veizlu og brúðargjafir með nokknum vel völdum orð- um. Ungu hjónin fóru í brúðkaups- ferð til Austur-Canada, en fram- tíðarheimili þeirra verður í The Pas. Brúðmeyjar voru systur brúð- arinnar, þær Sally og Louise Jónasson, en svaramaður brúð- gumans var Mr. Walter Spring; ÓFRESKJUR Þú starir í eldinn, og ótal sýnir, þér andlega birtast, er rökkur svipir ffrá rauna dögum, í reyknum syrtast; þeir koma sem vofur úr huldium heimum, að huga þínum, og bera úr gröfunum beina-grindir á bökum sínum.------------ Með sviðnum vængjum þeir sveifla slæðum, við svalann gluggann; svo stiga iþeir dansa og haldast í hendur, og hverfa í skuggann. Það brestur í kolum-----nú birtast þeir aftur, úr bálinu fara, með blóðstorkin augu úr eldgreista flugi þeir á þig stara. Úr reyksyrtum glóðunum glampar fljúga og Gláms augun djúpu, við borð og stóla nú skygnast úr skuggum frá skinn-lausri kúpu.---- Og alt sem var fagurt nú afmyndun tekur, frá ófreskju grúa, og helgi myndum sem hanga á þiljum má hvergi trúa, því þama er hún Marja með horn á höfði og heiftar augum, og jaffnvel Krists-myndin geyg þér gefur í gerfi af draugum. Það býtur í trjánum, og þungir dropar, á þékjum lemja, og svo koma hugboð úr óyndis öldum. sem ekki má hemja; Þeir Ihvísla, þeir hvísla, þeir ófreskju andar, með orðmagni þættu: að unnustan þín sé í óvina höndum við ógnir og hættu; að systir þín sé nú á báli að brenna, og böðlar að hlæja, og óheilla minningar umliðnra daga þér aldreigi vægja-------- Það suðar í vængjum, og flugur fljúga, frá felu-holum, og nágranna rógur þér ómar í eyrum, og alt er í molum. það suðar, það suðar, í sviðnum vængjum við svartasta skuggann, og þér finst að augu nú á þig stari --------fyrir utan gluggarm. Nú syrtist þér alt fyrir augum við reykinn, og ótti þig stíngur, þér hitnar, þér kólnar, og hrollkendur sviti úr 'höfði þér springur.------ Nú flýir þú eldinn og felur þig sjálfan, og ferð inn í skuggann. En — blóðstorkin augu þig elta inn í myrkrið — fyrir utan gluggann. Þá blótar iþú öllu, sem bezt þér var gefið, og brátt muntu hrapa, því ófreskj u sýnir þíns ótamda ivilja svo örlög þér skapa. —Pálmi.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.