Lögberg - 02.01.1947, Page 3
LÖGBERG, 'FIMTUDAGLNN 2. JANÚAR, 1947
3
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM :
Hugleiðingar um bækur
Q
k. Jvo virðist, sem íslendingar ihafi verið bókelskir og bokihneigðir
allt frá því að þeir fyrst lærðu leturgerð og bóklestur. Giöggt vitni
þess eru hin milklu ritstörf og bókagerð forferðra vorra, sem orðið
hafa hinn dýrasti arfur, er þeir létu rþðjum sínum í té og seint
verður fullíþakkaður sem skyldi. Málshættir eins og “betra er ber-
fættur en bótkarlaus að vera eða blindur er bóklaus maður”, bera
einnig því vitni, hiversu mjög þjóðin hefir litið upp til bókanna og
talið þær mikilsvirði.
PrentöM hófst hén á íslandi
furðu snemma, þegar á það er
litið, hvensu lítið var unnið hér
að verklegum framkvæmdum, og
hve öll tækni var sein að berast
til landsins.
Allt fram á daga núlifandi
manna hefir þó bókakostur í
1 a n d i n u verið af skornum
sikammti einlhæfur að efni. Öld-
um saman var lítið prentað
annað en guðsorð og svonefndar
uppbygilegar bækur. Voru í því
að vísu margar ágætar bækur en
samt fór fjarri að þær fullnægðu
fróðleiksiþrá þjóðarinnar. Það
kom bezt í ljós annars vegar í
því hverja feikna vinnu menn ins
lögðu á sig til að eignast handrit
af fornritum og rímum og síðar
eiýendum þýðingum, en þó engu
að síður hinu, með hverri áfergju
aliþýða manna gleypti í sig þau
rit, sem á markaðinn komu, þeg-
ar fjölbreytnin fór að aukast í
bókaheiminum íslenzika. Alt var
lesið og lesið vandlega. Menn
létu sér ekki nægja að hiaupa í
gegnum bækurnar til þess eins
að fá yfirborðsþekkingu á efni
þeirra, heldur var það sanni nær,
að menn lærðu það, er þeir lásu.
Þessi kapplestur hafði að vísu
sína ókosti, því að margt var það
misjafnt að gæðum, sem á boð-
stóium var, en bókahungrið
spurði ekki að því. Og einn kost-
ur fylgdi þessu, menn vöndust
á að lesa vel, þeir urðu gagn-
kunnugir efni bókanna, og þeir
ræddu efnið sín á milli, dæmdu
um söguhetjur og leituðust við
að skapa sér sjálfstæða skoðun
á efni bókarinnar. Að vísu hætti
sumum til að trúa um of á það,
sem stóð á prenti En alt um það
dylst mér ekki, að í þann tíma
var bókakostur þjóðarinnar
henni mikilvæg mentalind og
þroskaauki.
Nú síðustu áratugina hefir mik
il breyting orðið á þessum við-
horfum. Bækur eru nú almenn-
ingseign, og vandkvæðin engin á
afla þeirra. Um leið hafa þær
hrapað úr þeim virðingarsessi,
sem þær áður skipuðu í hugskoti
alþjóðar. Og jafnframt skýtur
upp þeim Skoðunum, að bókin,
sem bók sé eiginlega lítils virði
Skal þetta rætt nokkru gjörr.
Fyrir nokkrum árum létu tveir
af mest lesnu rithöfundum lands-
ins til sín heyra um bækur, og
viðihorf sitt til þeirra. Það voru
þeir Davíð Stefánsson og Halldór
Kiljan Laxness. Eg geri ráð fyr-
ir, að fáir hafi veitt þessum um-
mælum verulega athygli, af því
að þau voru ekki birt í sérstök
um bókmentahugleiðingum. En
þau eru engu að siíður atihyglis
verð, því að Iþau endurspegla við
horf tveggja lífsstefna eða, ef
menn vilja heldur tveggja kyn-
slóða.
í bók sinni, Dagleið á fjöllum,
kemst H. K. L. svo að orði í grein-
inni um hús, þar sem hann ber
saman “slæm hús” og “slæmar
bækur”: “Og þegar maður er
búinn að lesa þetta, ef maður
nennir þá að lesa það, lætur
maður bókina í eldinn eða gefur
hana á Alþýðubókasafnið, eða
það geri eg að minsta kosti við
bækur, þegar eg er búinn að lesa
þær.”
Enda þótt höfundurinn í upp
hafi málsgreinarinnar sé að tala
um “slæmar bækur”, þá virðist
mér samt undiraldan í ummæl-
um þessum vera dýpri lítilsvirð
ing á bókunum og lesendum
þeirra, en vænta mætti af hin
um óbókhneigðasta rnanni, hvað
þá af mikilvirkum rithöfundi
Og ekki tekur betra við um af-
stöðu hins háttvirta höfundar
um Alþýðubókasafnið og lesend-
ur bóka, því að hann telur noikk-
urn veginn sama. hvort bókin er
eldinn látin eða gefin bóka-
safninu, bókin, sem hann varla
nennir að lesa og vill ekki eiga,
er fullgóð handa þeim, sem safn-
ið nota. Eg býst að vísu við, að
uessi orð hafi hroikkið úr penna
hins háttvirta höfundar í ógáti.
Því að ef þetta væri óbifanleg
sannfæring hans, þá mundi hann
varla helga sig því starfi að skrifa
bækur.
En athuguim nú ummæli Davíðs
Stefánssonar í “Sálmi bókasafns-
í kvæðasafninu Að norðan:
“Eg veit ekki neitt, sem eg vildi
heldur
en veita þeim aðfoúð góða,
svo grandi þeim hvorki glóandi
eldur,
né guðleysi heimskra þjóða.
Eg sá efcki neitt á sjó né landi,
er seiðir meira og ljómar
en hugsjónir þeirra, heilagur andi
og himneskir leyndardómar.”
Eg held að erfitt reynist að
finna meiri andstæður en liggja
umimælum þessara tveggja
sfcálda, lítilsvirðinguna í orðum
Kiljans og lotninguna í kvæði
Davíðs.
En þarna mætast eklki aðeins
tveir menn með ólíkar skoðanir
og hugðarefni, þótt báðir helgi
sig bóklegri iðju. Heldur koima
þar fram, eins og fyr segir, tvær
lífsstefnur, eða viðhorf tveggja
kynslóða.
í kvæði Daviðs er lýst ti-lfinn-
ingum og viðhorfi til bókanna hjá
þeirri kynslóð, sem fáa átti úr-
kosti um bókaval og fyr er getið,
og þó enn færra af öllum þeirn
vélrænu hlutum. sem einkenna
hið daglega líf nútímans. En
þótt hagirnir hafi foreytst, er þó
enn margt til þeirra manna, sem
kunna að meta það ljós, sem
lestur bófca færir þeim, jafnvel
þótt það sé ekki nema lítil týra.
Þeim mönnum er bókin annað
og miklu meira en stundargam-
an, sem hægt er að fleygja frá
sér á sömu stundinni og hún var
tekin. Og jafnvel þótt bókin sé
í þeirra augum “slæm”, þá bera
þeir engu að síður þá virðingu
fyrir því starfi, sem til þess hefir
farið að skapa hana, að þeir geta
efcki fleygt henni í sorpið né
troðið hana fóturn. Þeim mönn-
um, sem svo er farið, er bókin
“langria kvelda jólaeldur”, og
þeir eru verðugir arftakar þeirr-
ar þjóðmenningar, sem aldrei
gleymdi því, að í bókunuim, verð-
mætum andans, átti þjóðin sína
dýrustu fjársjóði. Úr aikri þeirn-
ar menningar var sprottin sú
eljusemi, sem engu færi slepti
til að auðga anda sinn, og skapa
tilbreytingu í hinn fátæklega
hversdagsleika með lestri og bók-
iðju.
En kvæði Davíðs túilkan þó
fremur öllu öðru skoðanir safn-
arans, bókaunnandans, sem ekki
getur hugsað sér, að nokkurt
letrað blað lendi í glatkistuna.
Ýrnsum þyfcir að vísu lítt feoma
til þeirrar iðju, og svo mundi
þeim fara, sem fieygja bókunum
í eldinn að loknum lestri, ef þeirn
þykja þær “slæmar”, en hvað
mundi hafa orðið um ýmsa dýr-
gripi fornbókmenta vorra, ef efcki
hefði notið við safnenda á öllum
öldum.
Hverfum nú aftur að orðum
H. K. L. Þau eru sem töluð úr
hjarta hinna lífsþreyttu, nýjunga
gjörnu manna, sem altaf leita út
á við í brauk og braml. Það eru
þeir menn, sem leita sér hvíldar
og sálubótar í kvikmyndahúsum
eða við dynjandi “jazzmúsík”.
í þeirra augum er bókin og kyr-
iát hugsun yfir efni hennar fjar-
stæða ein. Þeir spyrja sem svo:
Hvers vegna eigum vér að sitja
yfir þykkum doðranti tímunum
saman, þegar vér getum fengið
alt efni hans í myndum á
skaimmri stundu og það meira
að segja kryddað með hljómleik-
um og alls fconar fjörefnum?
Þannig hugsa margir, og aldar-
andi nútímans stefnir þangað
hröðum skrefum, og á hin full-
komna tækni, sem nútímamenn-
ingin hefir skapað, drjúgan þátt
í því. Greinar á þeim meiði enu
fcvikmyndir og útvarp. Hvort
tveggja í raun og veru dásamleg
aflsprengi mannlegs anda, sem
þó er vafasamt að séu jafnfull-
komin menningarverðmæti og
oft klingir í eyrum. Því verður
efcki með rökum neitað, að öll
vélmenning nútímans stefnir
meira að hópmyndun manna en
þróun einstaklingsins, og þar i
liggur hætta hennar fólgin. Þar
er eklki stefnt að því, að hver ein-
staklingur fái af eigin ramleik
metið það, sem honum er boðið,
kosið og hafnað eftir vild. Heldur
verður hann að taka það, sem
honurn er rétt. Hann fær við-
fangsefnið í hendur tilreitt aí
skoðun bviikmyndastjórans, eða
mótað af stefnu ráðamanns út-
varpsins, og svo hratt eru rétt-
irnir framreiddir, að hann verð-
ur að gleypa alt eða þá hafna
öllu. En þegar maður situr yfir
bókinni gefst ætíð tími ti-1 að
gagnrýna það, sem hún flytur.
Það var talið, er prentlistin
fanst og hún gerði hið ritaða orð
almenningiseign, að þá væri
fundið hið hættulegasta áróðurs-
tæki. Og vist er um það, að mörg
hásæti hafa riðað við áhlaup hins
ritaða orðs, en þó er ólíkt farið
áróðurstækni bókanna og út-
varps og kvikmynda. Þvi verður
ekki neitað, sem fyr var á drepið,
að bófcin og lestur hennar krefst
áreynslu nokkurrar, og einmitt
vegna þess mun það vera, sem
svo margir hafa gerst fljótir til
að varpa henni fyrir borð, en
gripið fegins henidi útvarp og
kvifcmyndir í hennar stað. En
þau ágæt-u tæfci hafa því miður í
því umróti heimsins, sem nú
stendur yfir, orðið ein áhrifa-
mestu vopnin til að hneppa heil-
ar þjóðir í spennitreyju ein-
strengingslegra sfcoðana ráða-
manna þeirra. Og nú er svo kom-
ið, að bófcin og hið prientaða orð
er orðin ein helzta máttarstoðin
fyrir lýðræði og frjálsri hugsun
í hverju þjóðfélagi. Þótt bækur
séu brendar af einræðisiierrum
og prentfrelsi heft, þá tekur það
langan tíma að uppræta þær
með öllu og meðan þær lifa eru
einnig þær hugsjónir, sem bæk-
urnar hafa flutt. geymdar. Og
þeir menn, sem líta bækurnar
þeim augum, að þær séu aðeins
stundargaman, sem fleygja beri
í eld að loknum lauslegum lestri,
eru ósjálfrátt að gera sjálfa sig
óhæfari til að vera þegna hins
lýðfnjálsa þjóðfélags.
Eg get vænt þess. að ýmsum
þyki þetta vera fjarstæðukent,
en vér skulum athuga nánar gildi
bóka og lestur yfirleitt. Eg ætla
ekki að tala um þær bæfcur, sem
að allra dómi geta talist einskis
virði, sem eg raunar býst við að
séu harla fáar. Heldur geri eg
ráð fyrir, að bókin flytji ein-
hverja hugsun, sem lesandanum
má að gagni koma, ef hann ein-
ungis vill leggja á sig það erfiði
að leita hennar.
Máitækið “blindur er bóklaus
maður,” er sprottið af þeirri stað-
reynd, að lestur bóka færi mönn-
um víðsýni, lyfti þeim upp á ein-
hvern sjónarhól eða gefi þeim
færi á að skygnast inn í nofckra
af leyndardómum mannlífsins,
og auðgi þá að reynslu, sem þeir
ekki hefðu getað notið að öðrum
kosti.
Högum vor flestra er þannig
farið, að vort eigið reynslusvið
er furðu þröngt. Sá hluti heims-
ins og mannlífsins, sem oss auðn
ast að skoða um æfidaga vora,
er ótriúlega lítill. Lífið leggur
sífeldlega fyrir oss ný viðfangs-
efni, sem oss eru ókunn af undan-
genginni reynsl-u, og það má
segja, að bæikurnar séu hið eina,
sem fylt getur upp í þessar eyð-
ur einstaklingsreynslu vorrar. I
bækurnar er skráð reynsla og
þefcking liðinna kynslóða. Þær
eru boðskapur og arfleifð for-
feðranna til eftirkomendanna, og
eins munum vér gefa vorurn
niðjum þann arf, er vér fáum
a-flað. Bækurnar kenna oss um
löngu horfnar kynslóðir, siði
þeirra og háttu, tiifinningar og
hugsanir. Þannig skapa þær
tengiliði á milli aldanna og gera
reynslu fjölda kynslóða að einni
órofa heild. Ef oss Skammsýn-
um mönnum er á annað borð
kleift að læra af árefcstnum og
reynslu annarra en sjálíra vor,
þá gefa bækurnar ofckur áttavita
ti-1 að stýra eftir. En bækurnar
eru éfcki einungis hlutir frá forn-
öld eða geyind frá gengnum kyn-
slóðum. í bækurnar er einnig
skráð reynsla samtíðardnnar.
Þar er að finna allan þann helzta
fróðleifc, sem talið er, að nútíð-
armaðurinn þurfi að vita. f rit-
um láta djúpúðgustu h-ugsuðir
samtíðarinnar í ljós hugsanir sín-
ar og boðskap til mannanna. En
bækurnar benda oss einnig inn í
undralönd framtíðarinnar. Rit-
höfundar þeir, sem gefin er and-
lega spektin eru spámenn mann-
kynsins. f ritum þeirra birtast
draumar og þrár mannkynsins
um fegurri og betri framtíð. Og
reynslan hefir þráfaldlega sýnt
oss, að draumar skáldanna eriu
oft orðnir veruleiki fyr en oss
varir. Varla er-u þeir menn nú
orðni-r mifcl-u meira en miðaldra,
seim í bernsiku sinni lásu ævin-
týralegar sögur um farartæki er
svifu í loftinu með undrahraða,
eða ösluðu um hin mynkustu
-undirdjúp hafsins í kapphlaupi
við hvers konar sjókindur, þá
hrist-u menn höfuðin yfir fjar-
stæðunum og ósfcöpunum, sem
menn gætu látið sér til hugar
boma. En nú eru þetta jafná-
þreifanlegar staðreyndir og það,
að vér göngum á tveimur fótum.
En í bókunum er fleira en þurt
satfn staðreynda og fróðleiks. Þær
eru gæddar lífi og sál. í þeim
fcynn-umst vér til'finningaiífi,
ástriðum og eiginleik-um mann-
legra sálna, sem fjarri eru voru
da-glega umhverfi. Alt f-rá hinum
frumstæða villimanni til hins
hámentaða og vitrasta heims-
borgara. Þessir menn verða oss
allir hugstæðir eins og þeir
dveldu mitt á meðal vor. Þannig
aukum -vér kunningjahóp vorn
og það á miklu frjórri heillavæn-
legri hátt en með því að u-m-
gangast margt af samferðamönn-
um vorum. Og ekfci má heldur
gleyma því, að Sfcáld og rithöf-
undar, gena oss, með persónum
þeim, er þeir skapa, kleift að
sfcilja margan samferðamann-
inn betur en ella, og átta oss á
störfum hans og viðhorfum í líf-
inu. Rithöfundurinn kafar til
þeirra djúpa í sálu mannsins, sem
flestum okfca-r er ókleift að ná
án leiðtagnar hans.
En bækurnar eru annað og
meira en leiðarvísir fyrir marga
as oss. Ef vér á annað borð höf-
um komist í kynni við þær, get-
ur naumlega hjá því farið, að vér
í bókunum eignumst vini, sem
verða oss kærir eins og mann-
legar verur. Hún er ekki dutl-
ungalynd, og hún er ætíð jafn-
gjöful -á gæði sin og fús að veita
oss ánægju þá og fróðleifc, sem
hún á yfir að ráða. Ekki er hún
hel-dur kröfuhörð u -msambúðina.
Þótt -vér séum með ólund og
fleygjum henni frá oss í fússi,
þá er hún jafn ómóðguð næsta
sinn, er vér grípum hana og leit-
um á fund hennar. Og sá maður,
sem bækur hefir í krin-gum si-g,
er aldrei einn. Hann getur hve-
nær sem er “hvern til viðtals
sér valið af vitringum liðnum.”
Flestum, sem bæfcur eiga og lesa,
fer svo fyr eða síðar, að þeir eign-
ist einhverjar slífcar ef-tirlætis-
bæku-r, sem þeir mega ekki af
sjá né án vera. Þeim þykir um
(Framh á bls. 7)
Business and Professional Cards
CHRISTMAS SPECIAL!!
All photos taken on approval with no obligation
— 4 Poses To Choose From —
SPECIAL PRICES Phone or Write for Appoinlment
LNIVECSAL STIJDICS
292 KENNEDY ST. (Just North of Portage) — Phone 95 653
WEDDING AND BABY PHOTOS — OUR SPECIALTY
H. J. STEFANSSON
Life, Accident and Health
Insurance
Representing
THE GREAT-VVEST LIFE
ASSURANCE COMPANT
Winnipeg, Man.
Phone 96)144
DR. A. V. JOHNSON
Dentiat
506 SOMERSET BUILDINO
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
T&lslml 95 826 HelmiUs 53 893
DR. K. J. AUSTMANN
Bérfrœðingur i aucrna, eyma, nef
og hvsrlca slúkdómum.
704 McARTHUR BUILDINO
Cor. Portage & Maln
Stofutlmi: 2.00 tll 8.00 e. h.
nema & laugardögum.
DR. ROBERT BLACK
BérfrœOingur 1 augna, eyma,
nef og hdJsslúkdómum.
418 MEDICAL ARTS BLDO.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 93 851
Heímasími 42 154
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N. DAK.
islenxkur lyfsaU
Fðlk getur pantaB meCul o*
annaO meO pðsU.
Fljðt afgrelOsla.
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur llkklatur og annast um flt-
farlr. Allur útbúnaOur sá beztl.
Ennfremur selur hann allskonax
minnisvarOa og legstelna.
Skrifstofu talstmá 27 824
Heimilis talstmi 26 444
Phone 97 291 Eve. 26 002
J. DAVIDSON
Real Estate, Financial
and Insurance
ARGUE BROS. LIMITED
Lombard Bldg., Winnipeg
PPINCE/Í
ME8SENQER SERVICE
V10 flytjum kistur og töskur,
húsgögn úr sm»rri lbúOum,
og húsmunl af öllu tæi.
68 ALBERT ST. — WINNIPEG
Sími 25 888
C. A. Johnson, Mgr.
TELEPHONE 94 358
H. J. PALMASON
and Company
Chartered Accountants
1101 McARTHUR BUILDINO
Winnipeg, Canada
Phone 49 469
Radlo Service Specialists
ELECTRONIC LABS.
H. THORKBLBON. Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
130 OSBORNE ST., WINNIPEO
O. F. Jonasson, Pres. & Man. Dtr.
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227
Wholesale Dlstributors of
FRESH AND FROZEN FISH
Manitoba Fisheries
WINNIPEQ, MAN.
T. Bercovitch. framkv.stf.
Verrla 1 helldsölu meO nýjan og
frosinn fisk.
308 OWENA STREET
Skrifst.atmi 25 355 Hslma 16 491
Dr. S. J. Jóhannesson
216 RUBY STREET
(Belnt suOur aí Banning)
Taislmi 30 877
VlOtalstiml 3—5 efUr hádegl
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk, Man.
Office hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Office 26 — Res. 230
Office Phone Res Phon*
94 762 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
116 MEDICAL ARTS BLDO.
Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appotntment
Drs.
H. R. and
TWEED
Tannlasknar
H. W.
406
TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDINQ
Cor. Portage Ave. og Smlth 8t.
PHONE 96 952 WINNIPEO
DR. J. A. HILLSMAN
Surgeon
308 MEDICAL ARTS BLDO
Phone 97 329
Dr. Charles R. Oke
Tannlatknir
For Appointments Phone 94 901
Office Hours 9—<
404 TORONTO QEN. TRUBT8
BUILDINO
283 PORTAOB AVB.
Wlnnipeg, Man.
SARGENT TAXI
PHONE 34 556
For Quick Reliable Bervioe
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDQ WPQ.
Fastelgnasalar. Ledgja hús. Ot-
vega peningalán og eldsftbyrgO.
blfreiOaftbyrgO, o. s. frv.
PHONE 97 58*
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
Lögfrœóingar
209BANK OF NOVA SCOTIA BO.
Portage og Oarry St.
Stml 98 291
GUNDRY PYMORE
Limited
Britiah Quahty FlsK Netting
60 VICTORIA ST., WINNIPBO
Phone 98 211
Manager T. R. THORVALDBOM
STour patronage will be appreolated
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. E. PAGE, Managing DireoSar
Wholesale Distrlbutors of FViah
and Frózen Fish.
311 CHAMBERS STREBT
Offlce Ph. 26 328 Ree. Ph. 7* 91T
H
HAGBO RG
FUEL CO.
H
Dial 21 331
(C.F.L.
No. 11)
21 331