Lögberg - 02.01.1947, Síða 6

Lögberg - 02.01.1947, Síða 6
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JANÚAR, 1947 Lafði Edith var sest, föl og nötrandi, á stól. Jarlinn varð yfirkominn af undr- un. Lávarðurinn sagði honum í fáum orðum, að þau hefðu saknað hennar við morgunverðinn, og svo hvað þau hefðu gert, eftir að þau sáu að alt var óhreift í herbergi hennar. “Hún ætlar líklega að gera okkur bylt við,” sagði jarlinn. “Hún hefir falið sig einhversstaðar. Það getur ekki komið til nokkurra mála, að hún hafi tekið neitt óheiðarlegt fyrir; en meðan hann talaði, fann hann til þess hversu óhugsanlegt það væri, að slík hefðarstúlka sem Beatrice, gæti gert nokkuð sem væri óreiðarlegt. Hann gat ekki kastað neinu ljósi á þetta tilfelli. Hann hafði ekki séð hana síðan hann kysti hana og bauð henni góða nótt. Herbergsstúlkan hennar var sú síðasta, sem hún hafði talað við; Susanne hafði skilið við hana í hennar eigin herbergi, og síöan hafði enginn séð hana né talað við hana. Jarlinn og faðir hennar gengu út saman. Jarlinn gat þess til að hún hefði kanske gengið út í listigarðinn, og að henni hefði viljað þar eitthvað til. Þeir leituðu alstaðar, en árangurslaust. Þeir gengu gegnum skóginn og inn í garðinn, hvaðan sást milli trjánna út á hið kyrra stöðuvatn. Alt í einu datt jarlinum nokkuð í hug — hann mintist morgunsins þegar þau og fleiri voru úti á vatninu. Hann mundi hvað þá kom fyrir Beatrice, og hve hrædd hún varð, — hinn kaldi hrollur, sem gekk í gegnum hana, er hún sagði frá því, að hún hefði séð sitt eigið andlit með hæðnisglotti, koma á móti sér upp úr djúpinu. Hann hraðaði sér niður að vatninu. Það var spegilslétt og tært — hið há- vaxna sefgras meðfram bökkunum bærðist ofurlítið fyrir hægri morgun- golunni. Hinar hvítu liljur vögguðu sér hægt á vatnsfletinum. Hinn blái himinn og trén á bakkanum spegluðust í vatn- inu, og listibáturinn lá bundinn við biyggjuna. “Komdu, við skulum fara burtu héð- an,” sagði lávarðurinn. “Eg missi vitið! Eg skal kalla alt þjónustufólkið til að hefja skipulagða leit.” , Fáum mínútum seinna, er þessi tíð- indi urðu h'eyrumkunn á heimilinu, urðu allir slegnir af hræðslu og undrun; kvenfólkið hljóðaði hástöfum í æði og örvinglan, karlmennirnir voru dálítið rólegri, en það mátti sjá á andlitum þeirra, að þeir voru engu síður ótta- slegnir. Hin unga fríða dóttir lávarðar- ins var horfin, og engin vissi hið minsta um hvað hafði komið fyrir hana. Það var hafin leit um alt nágrennið. Meðan leitin stóð yfir lá lafði Edith hálf-dauð af ótta og skelfingu. En vesalings Lilian vissi ekkert um það, sem skeð hafði. Það var Markham jarl, sem fyrst stakk upp á því, að leitað væri í vatninu. Þeir bjuggu sér til slæðu, og þrír menn fóru út í bát, sem lá við bryggj- una. Lávarðurinn og jarlinn stóðu hlið við hlið, á vatnsbakkanum. Mennirnir réru hægt yfir vatnið, og fram með bökkunum, en urðu einkis varir. Það glædÆist veik von í brjósti jarlsins, er hann sá mennina koma aftur án þess að hafa orðið nokkurs varir. Þeir horfðu á hann og gerðu aðra tilraun. Er þeir höfðu leitað um stund, komu þeir aftur og þjónn Cumings lávarðar steig út úr bátnum og gekk til Mark- hams jarls. “Viltu'gera svo vel, jarl, að fylgja Cuming lávarði heim; mennirnir hafa fundið eitthvað á vatnsbotninum. Farðu heim með hann, og þú gerir svo vel að annast um lafði Cuming, og sjá um að alt kvenfólkið haldi sig í herbergjum sínum,” sagði þjónninn. “Hvað er það?” spurði lávarðurinn. “Segðu mér hvað það er!” “Við skulum fara.” sagði jarlinn við lávarðinn. “Mennirnir vilja ekki gera neitt meðan við erum hér.” Þeir höfðu fundið eitthvað í botnin- um; slæðan hafði fest í kvenbúnmgi; mennirnir í bátnum stóðu þegjandi og óttaslegnir, þar til lávarðurinn og jarl- inn voru farnir í burtu. Mennirnir í bátnum höfðu séð ofan í vatninu, hvítt andlit og dökkt hár. Með mikilli gætni og varfærni heppnaðist þeim að ná líkinu upp, Þeir grétu yfir afdrifum þessarar ungu og göfugu stúlku. Einn þeirra lagði dúk yfir á- sjónu hennar, og annar pressaði vatn- ið úr hári rennar; svo báru þeir líkið heim. Þeir fóru hægt gegnum skóginn og listigarðinn, svo gegnum forstofuna, og upp hinar breiðu tröppur. Þeir báru hana inn í svefnherbergi sitt, sem hún hafði svo nýlega farið úr svo lífs-örugg og vongóð, og lögðu hana í rúmið, svo fóru þeir út. “Druknuð, druknuð og dáin!” heyrð- ist sagt frá allra vörum, þar til einnig að iávarðurinn heyrði það, sem var hjá móður sinni í öðrum armi byggingar- innar, til þess að hughreysta hana. “Druknuð! dáin, dáin!” heyrði Lilian sagt, þar sem hún lá veik í rúmi sínu; og varð alveg yfirkomin af hrygð og harmi. “Druknuð og dáin!” var orð, sem næst- um gerði jarlinn brjálaðan. Æ, hversu grimm forlög! Það gat enginn gert sér grein fyrir því hvernig þetta vildi til. Hvernig vildi það til? Hvað hafði komið henni til að fara ofan að vatninu svo seint að kvöldi, eða um nóttina? Það var sent strax eftir lækni, eins og nokkur mannlegur máttur gæti gert nokkuð framar fyrir hana. “Eg verð að sjá hana,” sagði jarlinn og lávarðurinn og móðir hans, fóru með honum. Enginn, sem við var staddur, gleymdi nokkurn tíma því skerandi harmakveini er hann rak upp í sinni bitru hjartasorg, er hann fleygði sér ofan á gólfið fyrir framan rúmið, sem hún lá í. “Beatrice, elsku Beatrice, því gat eg ekki fengið að deyja í þinn stað?” Með saknaðar og sorgartár í augun- um, horfði hann á hvernig hún ennþá í dauðanum, hélt sinni nettu, hvítu hendi um medalíuna, já svo fast, að ekki var hægt á vanalegan hátt að losa það helj- artak sem hún hélt um medalíuna. “í lífi og dauða,” hafði hún sagt, og hún hafði vel og trúlega efnt loforð sitt. 42. Kafli. Meðan þau voru í herberginu, þar sem líkið lá, kom læknirinn; hann virti fyrir sér hið rólega andlit hennar, það var svo undur frítt í dauðanum; hann sagði að hún væri búin að vera dáin í fleiri klukkutíma. Þetta orð vakti ólýs- anlegan harm í hjörtum þeirra, sem heyrðu það. Dáin, meðan þeír, sem elsk- uðu hana svo heitt, höfðu sofið í rúmum sínum skamt frá henni, án þess að hafa minsta grun um, að hún væri í nokkurri hættu — dáin meðan að kærastinn hennar hafði setið og beðið eftir henni, og faðir hennar hafði verið að hugsa um giftingu hennar. Hvað hafði komið fyrir hana? Hvaða örvænting gat hafa gripið hana, sem hafði komið henni til að fara ofan að vatninu? Eða var eitthvert dýpra dul- armál á bak við það? Gat það verið nokkur yfirsjón af hennar hálfu, sem var valdandi dauða hennar? Hún var látin vera í sínum skraut- lega búningi. Hinir fínu kniplingar voru votir og eyðilagðir, rauðu blómin, sem hún hafði haft í hárinu, voru þar kyr. Demants-nál, sem jarlinn hafði gefið henni, hélt þeim þar föstum. Demants- næla, sem hún hafði í kjólnum sínum var þar kyr, og skrautleg armbönd voru um handleggi hennar. Hún hafði ekki skift um búning áður en hún fór, né lagt skrautmuni sína frá sér. Hvað gat hafa komið henni til að fara ofan að vatninu á þessum tíma? Því hafði hún gripið því heljartaki um medalíuna, sem kær- astinn hennar hafði gefið henni? Þegar Markham jarl var búinn að ná sér, svo að hann gæti talað, sagði hann, að hún hefði fallið í svefn af þreytu, áður en hún hefði getað afklætt sig — að hún hefði gengið út sofandi og ofan að vatninu og fallið í það og druknað. Þessi skoðun breiddist út meðal þjónustufólksins, og svo út um nágrenn- ið; bæði í sveitablaðinu og Lundúna- blöðunum var sagt frá þessu slysi þann- ig, “að hin fríða Miss Cuming hefði gengið í svefni niður að stöðuvatninu og fallið í það og druknað.” Cuming lávarður var ekki samþykk- ur þessari tilgátu jarlsins, og vildi ekki fara út úr herberginu. Gullstáss og demantar voru teknir af líkinu, ásafnt hinum skrautlega kvöldbúningi. Lafði Edith þerraði hið langa brúsandi hár, hún strauk það frá enninu, lokaði aug- unuin, en gat ekki lfrosslagt hinar hvítu stirðnuðu hendur á brjóstinu. Önnur hendin hélt því heljartaki um medalíuna, sem ekki varð losað. Þarna lá nú hin fríða og elskaða Beatrice liðið lík; dauðinn hafði sett á hana mark sitt, en það voru engin merki þjáningar né sorgar á hennar elskulega fagra andliti. Faðir hennar kraup við rúmið, sem hún lá í. Hér lá Beatrice hans, eins og kalt marmara-líkneski — hans litla Beatrice, sem fyrir mörgum árum síðan hafði legið á örmurn hans, sem hafði hrinið og hlegið á barnahátft, sem hafði lært að segja pabbi. Hans elskulega barn, hans fagra og fríða dóttir, sem hafði kyst hann kvöldið áður, er hún bauð honum góða nótt, og gekk til herbergja sinna. Síðan hafði hann ekki heyrt hennar hljómfagra málróm, og heyrði aldrei framar. Hafði hún hrópað á rann, er hið dimma vatn féll saman yfir höfði hennar. Köld, hreyfingarlaus, enginn vottur ljóss nje lífs — og þetta var barnið hennar Margrétar! Hann hljóðaði upp er þessi hugsun greip hann: “Hvað mun Margrét segja um þetta? ” Hann elskaði Beatrice, og þó hafði hann verið svo mörg ár burt frá henni, er hún var að vaxa upp. Hvað Margrét hlaut að elska þetta barn, sem hafði sofið við brjóst hennar, en var nú horfið henni fyrir fult og alt. Nú hvarflaði hugur hans aftur að fyrra spursmálinu: “Hvernig vildi þetta til? Því fór rún ofan að vatninu?” Rétt hjá honum kraup manneskja, sem hefði getað svarað þessari spurn- ingu hans, það var Lilian, en hún var næstum sjálfri sér óafvitandi af harmi, gremju og ótta. Hún var illa undir þetta búin, því hún var veik, en þetta gerði næstum út af við hana, hún gat ekkert hugsað, ekki greint rétt frá röngu. Hún var sú eina, sem hafði lykilinn að þessari gátu; hún kraup við lík systur sinnar, föl og óttaslegin. Allir, sem sáu andlit hennar hnykti við Tárin voru breytt í tvær glóandi kúlur. Hún gat ekki trúað að þetta væri Beatrice, sem hafði fallið fram fyrir henni og beðið hana að frelsa sig — Beatrice, sem hafði haldið að hún væri svo nærri því að ná sínu mest þráða hamingju tak- marki. Hafði hún mætt Hankins, og hafði hann drepið hana? Hún gat velt þessu spursmáli fyrir sér, en var engu nær. Hvað átti hún að gera? Átti hún að segja föður sínum, eða var það loforð sem hún gaf systur sinni svo bindandi, einnig í dauðanum eins og lífinu? Ekk- ert gat gefið henni systur sína aftur. Átti hún að segja alt, sem hún vissi, og í dauðanum að saurga það nafn, sem var virt og elskað? Einn af læknunum, sem höfðu verið sóttir, leit á andlit Lilian; hann fór til lafði Cuming og sagði henni að ef unga stúlkan færi ekki strax burt frá líkinu og kæmist til rólegheita. væri líf hennar í hættu. Það var farið með Lilian til herbergís sínfe, og hjúkrunarkona var látin vera inni hjá henni; það sem læknirinn hafði sagt kom brátt í ljós. Meðan Cuming lávarður grét yfir sínu dána barni, ann- aðist móðir hans um það lifandi, hvers líf nú blakti á veiku skari. Dagurinn leið; hið dimma sorgarský lá yfir Elm- wood. Þjónustufólkið talaði í hálfum hljóðum og gekk um eins hljóðlega og hægt var. Lafði Edith sat í herbergi Lilian. Markham jarl hafði lokað sig inni, einsamlan í sínu herbergi, en Cum- ing lávarður kraup allan daginn hjá líki sinnar elskuðu dóttur. Árangurslaust var hann beðinn að fara þaðan; hann vildi hvorki þiggja mat né drykk. Hann var hjá henni og hugsaði hvort ekki gæti skeð, að hann gæti fundið ástæð- una fyrir dauða hennar í hennar stirðn- aða og þögula andliti. Þegar nóttin féll yfir, hné hann mátt- vana niður af stólnum. Hann féll i nokkurs konar hitasóttar svefn og var altaf að dreyma Beatrice. Hann sá hana í draumi, sökkva í hið djúpa vatn, og heyrði hana kalla á sig og biðja sig að hjálpa sér. Það var vakað alla nótt- ina yfir honum, og ástríkar hendur til staðins, ef hann þyrfti nokurs með, til að veita honum þjónustu. Er morgun- sólin skein inn í herbergið, kraup hann enn við legurúm Beatrice. Móðir hans færði honum bolla af te, og bað hann fyrir alla muni að drekka það, en hann hafði varla mátt í vörunum til þess. Eftir klukkutíma færði einn þjónninn honum bréf. “Það kom með það maður sem býr hér skamt frá,” sagði hann, og hann sagði að bréfið væri frá deyjandi manni. Hann hafði beðið um, að því væri komið strax til skila. “Eg þorði ekki annað en fara strax með það til þín, herra minn, því maður- inn virtist að halda að það gæti verið um líf og dauða að tefla.” Lávarðurinn tók við bréfinu — hann reyndi að opna það, en hans skjálfandi hendur virtust alveg máttlausar. Hann sagði þjóninum að hann mætti, fara, lagði bréfið frá sér á borðið og sat kyr við rúmið. Svo fór hann að hugsa um bréfið. Hvað gat þáð verið um svo áríð- andi, að það var komið með það upp til hans, þar sem fólkið vissi að hann sat við líkbörur dóttur sinnar? Hann tók bréfið og opnaði það; það var mörg þétt- skrifuð blöð. Á fyrsta blaðinu stóð: “Skriftamál Alfred Hankins.” Nafnið gaf honum enga upplýsingu. Alt í einu kom honum til hugar — gat þessi játning staðið í nokkru sambandi við dauða hennar, sem lá fyrir framan hann, liðið lík? Hann fór að lesa bréfið, sem var á þessa leið: “Cuming lávarður, eg er að deyja — sú hendi. sem skrifar þetta, verður innan stundar köld; en áður en eg dey, verð eg að játa afbrot mitt. Þú krýpur kanske á þessu augna- bliki við lík þess barns, sem þér er nú horfið um alla tíma. Cuming lávarður, eg er sekur um að vera valdur að dauða Beatrice dóttur þinnar. “Fyrir meir en tveimur árum mætti eg henni hjá “Elms”, hún var einsömul, er eg sá hana. Mér leist strax vel á hana, og elska hana ennþá. Það var sér- stakt tilfelli, að eg heyrði hana telja harmatölur sínar yfir því, hve einangr- uðu lífi hún lifði, alveg útilokuð frá um- gengni við annað fólk, og hún barmaði sér svo um það, með sterkum orðum, að eg vorkendi henni. Hún var ung og full af lífsþrá; hún harmaði svo mjög að eyða æfinni á þessu afvikna heimili, og þráði svo mikð að komast út í heiminn, að það vakti meðaumkvun mína. Eg talaði til hennar — hún var indælt, sak- laust barn. Eg spurði hana nokkurra spurninga, er eg mætti henni, til þess að hefja samræðu við hana. Hún svar- aði spurningum mínum. Eg veitti henni nána eftirtekt, og hugsaði mér að eg skyldi hjálpa henni til að losast út úr þessari einangrun, sem henni var svo sár kvöl, og koma henni eitthvað þang- að sem hún gæti verið hamingjusöm. “Eg mætti henni hvað eftir annað. Guð fyrirgefi mér, ef eg hefi gert tilraun til að vekja ást hennar á mér! Eg sagði henni mikið frá sjóferðum mínum, og um margt, sem hafði komið fyrir mig, sem uppæsti hennar rómantíska ímynd- unarafl. Sökum þeirrar sterku eðlis- hneigðar, sem ástinni fylgir, skildi eg hennar tilfinnngar, og veikleika, á sama tíma og eg dáðst að styrkleika hennar. “Hún sagði mér frá hryggri, sorg- mæddri ungri móður, sem aldrei sæist brosa, um föður, sem var einhversstað- ar í útlöndum, og hefði ekki komið heim í mörg ár. Fyrirgefðu mér, herra minn, ef eg, eins og svo margir aðrir, stóð í þeirri ímyndun, að þetta væri saga, sem hefði verið búin til,-einungis tl að gera hana rólegri. Fyrirgefðu mér, ef eg efað- ist um — eins og svo margir aðrir — að hin hrygga og sorgmædda unga móðir væri konan þín. “Eg hugsaði mér að eg skyldi frelsa hana frá þessari þvingandi einangrun, og bað hana að verða konuna mína. Hún sagði að móðir sín hataði alt tal um ást og kærasta og þessvegna bað eg hana um að láta engan vita um ást mína. “Eg gerði enga afsökun fyrir sjálf- um mér; hún var ung og hugsunarlaus, sem dreymandi barn. Hefði eg aðeins virt fyrir mér hið fríða andlit, og farið svo í butu. En, herra minn, er eg einn í sökinni? Hún þráði að komast burt frá þessari þvingandi einangrun, og njóta þess, sem eg gat veitt henni — hamingju og gleði. Ef hún hefði verið búin að öðl- ast þá stöðu og tign, sem hún hafði rétt tll, hefði mér aldrei getað komið til hug- ar að tala til hennar. “Eg get ekki, eg hefi ekki tíma til að segja frá öllu svo nákvæmlega, en eg veit það, að eg dýrkaði og tilbað hana, af hinni hreinustu og einlægustu ást, sem nokkur maður á til. Hún brosti til mín, og hlustaði með ánægju á það sem eg sagði henni. Eg spurði hana hvort hún vildi verða konan mín, og hún lof- aði mér því. Mér kom ekki til hugar að hún mundi nokkurn tíma komast á heimili þitt, herra minn — það var mér alveg óhugsanlegt. Eg ætlaði mér að koma til baka og giftast henni; eg hélt að staða mín væri betri en hennar. Hún lofaðist til að vera mér trú, að elska engan annan, að bíða eftir mér og gift- ast mér, þegar eg kæmi til baka.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.