Lögberg - 16.01.1947, Side 1

Lögberg - 16.01.1947, Side 1
PHONE 21 374 rA Ú&' . r.leO'nerS iieA •iisaSs ,,.dercrs Loi* S Complele Cleaning Instilulion PH'ONE 21 374 l \Á*» vie' A Complete Cleaning Inslitution 60. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 16. JANÚAR, 1947 NÚMER 3 EKKI MYRKUR í MÁLI Mr. Walter A. Tucker, foringi Liberal flokksins í Saskatvhewan flutti síðastliðið mánudagskvöld i æðu á ársþingi Liberal-Progres- sive samtakanna í Manitoba, þar sem nann veittist þunglega að C.C.F. stjórninni í Saskatdhewan fyl'ki fyrir áróður hennar gegn einkarékstri og einstaklings- framtaki. “Ef einhvern kynni að fýsa að kynnast vel smurðri, póli- tískri maskínu,” sagði Mr. Tucker,” þarf hann ekki lengra að leita en til Saskatchewan.” Mr. Tucker staðhæfði, að fram- leiðsla málms, timburs, kola, hrá- olíu og fiskjar, hefði þorrið stór- vægilega í Saskatchewan síðan C.C.F. flokkurinn hetfði komist þar til valda. ♦ ♦ ♦ LÆTUR AF SÝSLAN Á mánudagskvöldið var, gerði Garnet Coulter borgarstjóri i Winnipeg það lýðum ljóst í ráð- húsi borgarinnar, að lögreglu- stjónnn, George Smith, hefði beiðst lausnar frá sýslan sinni, og legði niður starf sitt í lok febrú- armánaðar næstkomandi; fór Mr. Coulter lofsamlegum orðum um embættisfærslu Mr. Smiths, sem reynst hefði um alt hin ábyggi- legasta; mun það mála sannast, að Mr. Smith sé einn sá hæfasti °§ röggsamasti lögreglustjóri, sem Winnipegborg hefir nökkru sinni notið. Aðstoðarlögreglu- stjórinn, Mr. Charles Maclver, mun gegna embætti Mr. Smiths fyrst um sinn, og verður senni- lega skipaður eftirmaður hans. ♦ ♦ ♦ SKIPT UM RÁÐHERRA Þau tíðindi hafa nýlega gerst, að utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, James Byrnes, hefir látið a embætti, en við af honum tek- lð ^eorge P. Marshall, sá, er §egnt hefir um hríð sendiherra- embætti fyrir hönd Bandaríkja- stjornar í Kína; þessi ráðherra- f* hafa maalst misjafnilega yrir erlendis, þó einkum í Frakk- landi og Rússlandi; óttast valda- menn þessara tveggja ríkja eink- Um Það, að val MarshalLs sendi- herra í hina nýju ábyrgðarstöðu, goti snúist upp í sigur fyrir í- haldsöflin í Bandaríkjunum. Mr. Byrnes gat sér yfir höfuð sð tala góðan orðstír sem utan- ríkisráðherra, þótt oft ætti hann við ranmian reip að draga; hann er roálafylgjumaður mikill, sem ekki rennur auðveldlega af hólmi. Mr. Marshall var yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna meðan á stríðinu stóð, og reynd- ist Þar réttur maður á réttum stað; en nú á hann eftir að sýna sig á vettvangi utanríkismálanna °g þeirra friðarmála umleitana, sem enn standa yfir. ♦ ♦ ♦ MÓTMÆLIR VERÐ- HÆKKUN Bæjarstjórnin í Winnipeg hef- ir mótmælt því í einu hljóði, að stnásöluverð mjólkur í Winni- Peg, verði hækkað frá því, sem nú gengst við, eða 14 cents á pottinn. AÐALFUNDUR “FRÓNS” Síðastliðið mánudagskvöld var haldinn í Goodtemplarahúsinu aðalfundur þjóðræknisdeildar- innar Frón, og stýrði honum frá- farandi forseti, hr. Guðmknn Levi; ikosnir voru í framkvæmd- arnefnd deildarinnar fyrir næsta starfsár, eftirgreindir menn: Forseti—prófessor Tryggvi J. Oleson. Vara-forseti—Steindór S. Jak- obsson. Skrifari — Heimir Thorgríms- son. Vara-skrifari — Davíð Björns- son. Fóhirðir—Jochum Asgeirsson. Vara-fóh.—Pétur Pétursson. Fjármálaritari — Gunnar Er- lendsson. V ar a-f jármálar itar i—Benedikt Ólafsson. Því var lýst yfir á fundinum og fagnað mjög, að ræðumaður á næsta Frónsmóti, yrði sjóliðsfor. Valdimar K. Björnson frá Minne- apolis, afburða málsnjall mað- ■ur, er um síðastliðin fjögur ár dvaldi á Islandi. ♦ ♦ ♦ \ ÞUNGLEGAR HORFUR • Um þessar mundir stendur yfir í London bílstjóraverkfall, sem þegar hefir váldið miklum vand- ræðum og getur haft enn víð- tækari afleiðingar, ef samkomu- lag næst ekki hið bráðasta; þeir, sem að verkfallinu standa, eitt- hvað um tuttugu þúsundir vöru- bílastjóra, er það hlutverk höfðu með höndum að flytja matvörur frá heildsöluhúsum og markaðs- miðstöðvum til matvörukaup- manna, höfðu krafist nokkurrar kauphækkunar, er vinnuveitend- ur þeirra kváðust eigi geta fall- ist á; en með það fyrir augum, að matvöruflutningar stöðvuð- ,ust eigi að öllu, tók stjórnin það til bragðs, að láta hermenn ann- ast um flutninga; þessi ráðstöf- un mæltist brátt illa fyrir, og lokuðu ýmsir kaupmanna þegar búðum sínum; ríkir nú hið mesta öngþveiti í borginni. Athugunarvert er það, að á Bretlandi situr við völd verka- mannastjórn, og að það eru henn- ar eigin flokksmenn, sem til á- minsts verkfalls hafa stofnað; samúðarverkföll til stuðnings við áminsta bílstjóra, eru nú í al- glevmingi víðsvegar um landið. ♦ ♦ ♦ LÆTUR AF SÝSLAN Mr. D. C. Coleman, forseti Canadian Pacific járnbrautarfé- lagsins, lætur af þeim starfa sak- ir eigin beiðni, þann 1. febrúar næstkomandi; eftirmaður hans Verður núverandi vara-forseti fé- lagsins, Mr. W. M. Neil. Mr. Coleman skipar franwegis sæti í framkvæmdarráði áminsts j árnbrautarf élags. ♦ ♦ ♦ INNFLUTNINGUR SMJÖRS Svo hefir skipast til að inn- flutningur mjörs til Canada frá New Zealands, hef jist þá og þeg- ar; er þessi ráðstöfun gerð að til- stuðlan sambandsstjórnar með það fyrir augum, að eigi þurfi að minlka smjörskamt hér í landi á hinu nýbyrjaða ári frá því, sem nú gengst við. Vonandi er, að í þetta sinn verði ekki þeytt upp sáma mold- viðrinu vegna smjörs frá New Zealand, og Mr. Bennett gerði, sællar minningar, árið 1930. ORÐSENDING til kaupenda Lögbergs og Heimskringlu Útgáfa íslenzku vikublaðanna vestan hafs, hefir jafnan verið ýmis konar vanda bundin, og þá ekki hvað sízt með hliðsjón af fjáimálunum; þau hafa tiðum reynst erfið viðureignar og marg- ir, er að útgáfu blaðanna hafa staðið, orðið mikið á sig að leggja; þó- hefir engum blandast hugur um það. hve mikilvægt menning- arlegt erindi blöðin hafi átt, og eigi enn, varðandi þjóðræknismál vor og aðra menningarlega starf- seimi; þau hafa verið og eru, hin lífræna taug, er knýtt hefir sam- an dreifðar bygðir vorar og ein- staklinga, og þau vilja vinna að því af alúð í lengstu lög, að inna slíka starfsemi af hendi, að ó- gleymdu kynningarsambandinu við stofriþjóð vora á Islandi, sem þau vilja að styrikist því meir, sem árin líða. Þeim, sem blöðin k*aupa, og njóta þeirra til aflesturs, er það ef til vill ekki nægilega ljóst, hve kostnaðurinn við útgáfu blaðanna eykst jafnt og þétt; nægir í því efni að vitna til þess, að frá því um byrjun síðasta stríðs, hefir sá pappír, sem blöðin eru prentuð á, hækkað um helming, en vinnu- laun hækkað um 25 af hundraði; þar að auk hafa partar, sem kaupa verður til aðgerða og end- urnýjunar vélum, farið síhækk- andi; þó helzt verð blaðanna ó- breytt og vafalaust heldur áfram að gera það. Margt smátt gerir eitt stórt, segir hið fornkveðna. Sú venja hefir fram að þessu viðgengisjt, að íslenzk mannfé- lagssamtök fengi auglýsingar fyrir lægra verð en aðrir auglýs- endur, eða fyrir 50 cents á þuml- unginn, í stað 70 centa, sem aðrir greiða; nú hefir útgefendum blaðanna komið saman um það, að eitt skuli yfir alla ganga varð- andi verð auglýsinga, að allir auglýsendur greiði fyrir auglýs- ingar sínar 70 cent á þumlung- inn; þá hefir það einnig orðið að samkomulagi, að frá birtingu þessarar auglýsingar, skuli dán- arminningar, sem fara yfir 4 ein- dálka þumlunga, greiðast með 20 centum á þumlunginn, auk gerðar myndamóts, þar sem slíks er krafist; með þessari ákvörðun skapast blöðunum vitanlega eng- inn stóreflis tekjustofn, iþó nokk- uð geti um munað á betri veg, þar sem tíðum er um langar dán- arminningar að ræða; með þessu næst jöfnuður, sem átt hefði að hafa náðst fyrir löngu, og þarf eigi að efa, að þeir, sem við blöð- in þurfa að skifta í áminstu efni, telji þessa ráðstöfun sanngjarna. Án ‘íslenzku vikublaðanna, yrðu mannfélagsamtök vor Vest- ur-íslendinga eins og gróðurlaus eyðimörk. Winnipeg, 14. janúar 1947. Virðingarfýlzt, THE COLUMBIA PRESS, LTD. THE VIKING PRESS, LTD. ♦ ♦ ♦ HÁMARKSVERÐ AFNUMIÐ Verðlagsráðið í Ottawa hefir nú afnumið hámarksverð á all- mörgum framieiðsilutegundum, þar á meðal húsgögnum, viðtækj- um og ýmis konar rafáhöldum; svo og á nokkrum ávaxtategund- um, svo sem appelsínum; enn sem fcomið er, hefir smásöluverð áminstra framleiðslutegunda ekki hækkað til muna, þótt al- ment sé óttast um, að svo geti orðið áður en langt um líður. ÚR BRÉFI AÐ VESTAN 1. janúar, 1947. Kæri ritstjóri: Með línum þessum sendi eg á- skriftargjald mitt til Lögbergs fyrir árið 1947. Eg þafcka þér blaðið á liðnu ári; það hefir fært mér fróðleik og yl frá íslenzk- um huga og hjörtum; lífgeisli fyrir sál mína, sem sit hér í miðj- um Klettafjöllum, gamall “fjall- hrapi”, lífseigur eins og hann var á Fróni. Vetur er hér að vísu, en veðurtblíðan í nóvember var dásamleg, og þýkjast elztu menn ekki muna slíkt; en það er hér eins og annarsstaðar, að menn lifa ekki á veðurblíðunni einni; svo ef atvinnuleysi er hér, þá er hér engu lífvænlegra en i öðr- um bygðarlögum; nú sem stend- ur má heita næg atvinna. Kam- loops er járnbrautarbær, og vinna þar margir við járnbraut- arstörf. Eg þakka þér fyrir mig frá í fyrra, og óska þér og konu þinni allrar blessunar. Lifi Lögberg sem lengst og ís- lenzk tunga í þessu landi! Með alúðarkveðjU; þinn ein- lægur, Kristján Ólafsson, Kamloops, British Columbia. + ♦ ♦ VIRÐULEG ATHÖFN Síðastliðinn föstudag fór fram í sölum Manitobaþingsins, virðu- leg athöfn i tilefni af gildistöku löggjafar sambandsþings frá í fyrra, varðandi canadisk iþegn- réttindi; fulltrúum fjórtán þjóð- erna innan vóbanda Manitoba- fylkis, voru afhent hin nýju þegnréttinda skilríki; fyrir hönd íslenzka þjóðarbrotsins, varð W. J. Lindal héraðsréttardómari, fyrir valinu. Dómsforseti hæztaréttar Mani- tobafylkis, Mr. McFherson, stýrði eiðtöku og afhenti hlutaðeigend- um skilríki þeirra; ræður fluttu forsætisráðherra fylkisins, Hon. Stewart S. Garson, Hon. Allison Glenn, innflutningsmálaráðherra sambandsstjórnarinnar, og Hon. John Bracken, forustumaður í- haldsflokksins í Canada. ♦ ♦ ♦ SKIPATJÓN SVÍA Frá því í byrj un síðasta stríðs og til ársloka 1945, mistu Svíar 235 sikip, sem voru freklega hálf miljón smálesta; flest þessara skipa fórust árið 1940 eða 59 alls, og voru 154 þúsund smálestir; með skipunum fórust 446 menn, en alls mistu Svíar 1374 með þeim skipum, sem fórust af styrj- aldarvöldum. LIFIR í KOLUNUM Hinn kunni ameríski kýmni sagnahöfundur, Sidney Andorn, segist eitt sinn að kvöldlagi hafa lent í vandræðum með að ná í bíl, en seinast hafi hann þó náð i bíl með því skilyrði, að gömul kona fengi að verða sér samferða nokkuð áleiðis. Þau tóku tal með sér og meðal annars sagði hún honum frá því, að hún væri 83 ára gömul. Þegar bíllinn stað- næmdist fyrir utan húsið henn- ar, kvaðst Andorn hafa sagt: “Eg ætla nú að fylgja yður heim að húsinu.” “Nei. þakka yður fyrir, það megið þér ekki gera,” svaraði konan. “Hvað haldið þér að mað- urinn minn mundi segja, ef hann sæi það?” “VÍÐSJÁ” — nýtt tímarit hefur göngu sína VÍÐSJA heitir nýU timarit, sem er að hefja göngu sína og er fyrsta hefti þess þegar komið út. Tímariti þessu er ætlað að flytja úrvalsgreinar úr erlend- um blöðum, tímaritum og bók- um, og verður helzt viðað að þvi efni, sem má verða almenningi til fróðleiks og skemtunar. Einn- ig er í ráði að hafa a. m. k. tvo greinaflokka frumsamda, annan um innlendar framkvæmdir eða tækni alment, en hinn þátturinn heitir Islendingar erlendis og verða þar aðallega ferðaþættir og ferðasögur. í þessu fyrsta hefti ritsis eru m. a. þessar greinar: Islendingar beisla atomorkuna, eftir dr. Sig- urð Þórarinsson, Norðurlönd eftir Hans A'hlman, Ekkjan er fertug, eftir Helge Malmberg, Bjálkinn í auga þínu, eftir Clyde Eagleton, Samsærið gegn friðn- um, grein frá Nurnberg, Páfann skortir skotsilfur, eftir Oggi Milano, Áhrif litanna, eftir George D. Garr, Friður á jörðu, ferðaþáttur eftir Guðmund Daníelsson, Streptomycin, eftir Bertil Björklund, Eg dó fyrir tveimur árum, eftir Geotgi Mary- agin, Tíu ávirðingar eiginkvenna og eiginmanna, Misskilningur, eftir Úlf að Austan, kafli úr bók- inn Ormur rauði og fjöldi ann- ara greina. Ritstjóri “Víðsjár” er Eiríkur Baldvinsson, en afgreiðslu og innheimtu annast Stefán Stef- ánsson c-o Bókaverzlun Sigfúsar Eymumdssonar. Ritið er 94 blaðsíður að stærð. —(Mbl. 20. bls.) ♦ ♦ ♦ ÓMAR UNGI Bók þessi er fyrir nokkru komin á markaðinn. Höfundur- inn er ungur og stórhuga. Virð- ist hann eiga sterka strengi, en þó mjúka, í hörpu sinni. Velur hann sér ýms yrkisefni, og eru flest þeirra hugðnæm. Er ástin þar ókki sett hjá, eins og að lílk- um lætur. Ekki er það ætlun mín, að Skrifa ritdóm um bók þessa. Læt eg öðrum eftir að leita þar að gölliunum. Vil eg einungis minna á bókina, svo að ekki hverfi hún 1 bókaflóðið, án þess, að 'hennar sé getið. Vel eg þann kostinn, að láta höfundinn sjálfan hafa orðið. Tek eg hér eitt ai 'kvæðum hans til birting- ar. Er það þannig: “Þat mælti mín móðir, að mér skylda ek kaupa” flugvél fagra og trausta, fara um heiðið gandreiðar, og við stýrið stjórndýra standa og náða úr vanda. Um greiðar löftleiðir lyftast með heill og giftu úr sorta burt. 1 birtu beint halda í leiði völdu. “Þat mælti mín móðir”: Mjög eru loft fögur, för hefur fyrr en varir flugþyrstur sonur besti. Vél dýrri vel stýrir vængfrárri, geima blárra, sveimar um sólarheima, sér yfir heila veröld Að svífa erni ofar, er frami og líka gaman. Ókunugt er mér um ætt skálds- ins og uppruna, veit því ekki hvert honum kippir í kyn. En allvel þykir mér honum segjast í kvæði þessu. Óska eg honum frama og góðr- ar giftu í framtíðinni. Kristján S. Kristjánsson. —(Mbl. 15. des.). ♦ ♦ ♦ Útlendur fiðlusnillingur leikur íslenzk lög Fiðlusnillingurinn Ybolika Zilzer, lét svo um mælt er hún var hér stödd, að hún myndi raddsetja lag Kaldalóns — Ave Maria — fyrir fiðlu og leika það á hljómleikaför, sem hún fer á næstunni um Frakkland, Ung- verjaland og víðar. Zilzer var mjög hrifin af þessu lagi og kvaðst telja það í röð allra fegurstu sönglaga. Hún gat þess ennfrepmr, að hún myndi seinna raddsetja fleiri lög Kaldalóns fyrir fiðlu og leika þau á hljóm- leikum sínum. —Vísir 16. des. ♦ *♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦♦♦♦♦ “EF, HÆLKRÓKUR!” Ef orðinn væri eg kraftaskáld og komin Ijóðaöld, eg kvæði píslarsálma um snauða manninn. sem allar syndir heimsins ber en engin hlýtur gjöld í arðráns löndum bak við fjárhalds ranninn. Eg kvæði hann upp til annars lífs en auðvald gleymsku til. í ofnautn valds og gróðafíknar sézt ei handaskil, er spila um lýðinn grúturinn og glanninn. Ef kynni eg að skapa líf það skyldi ei líkjast því, sem skepnur aðrar drepur, sundrar. étur. og aldrei getur farsælt orðið fagri veröld í. en fantasvip á prest sem köttinn setur. Nei. Fæðan yrði loft og vatn og leir. sem ag er nóg, og líkams vélin sköpuð fyrir himin, jörð og sjó, með sál, er mörgum engli entist betur. Ef kjörinn væri eg stríðsdómari og þyrði aS segja satt, eg sýknar fáar stjómir heimsins teldi. En þjóðrembingsins glœpamanna hópinn sendi eg hratt til heimskautanna að sigra íssins veldi, og bræða álla Grœnlands jökla, er blása á ísland kalt. Ef bættu þeir svo um, að heima mér ei yrði svalt, Þeir mœttu í Grímsey gista á œvikveldi. Ef kjósa mœtti eg framhalds líf, þá foss eg yrði hár í fjallahringnum, þar sem var eg smalinn, og syngi þar og kvæði stöðugt landsins eilíf ár, og yrði mestur forsöngvara talinn. Eg byggi í skýjum, dögg og gróðri, djúpum reginsæ, o deildi mínu heljarafli í magn á sérhvern bæ, og Ijósum fylti allan œskudalinn. [1943] Þ. Þ. Þ. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.