Lögberg - 16.01.1947, Page 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JANÚAR, 1947
Or borg og bygð
Prentnemi óskast
íslenzkur piltur á aldrinum
frá 15 til 18 ára með nokkra und-
irstöðuþekkingu i ísienzku, getur
fengið aðgang að prentnámi nú
þegar, verður að hafa lokið að
minsta kosti 10. bekkjar barna-
sikólaprófi.
The Columbia Press, Ltd.
695 Sargent, Winnipeg
J. Th. Beck, forstjóri.
-t
Mr. T. Eyford kaupmaður frá
Ashern, Man., var staddur í borg-
inni í byrjun vikunnar í erindum
fyrir verzlun sína.
Mr. Gunnar Tomasson fiski-
kaupmaður frá Hecla, var gestur
í borgini á laugardaginn var.
-t-
Mr. W. S. Eyjólfsson sveitar-
ráðsmaður frá Víðir, Man., var
staddur í borginni á þriðjudag-
inn.
-t-
Mr. SteíáVi Hofteig frá Lundar
var í borginni síðastliðinn laug-
ardag.
Mr. Jakob Jónasson frá Devils
Creek, Man., var staddur í borg-
inni síðastliðinn mánudag.
-t
Látið eigi hjá líða, að hlusta
á tónleik sænska fiðlusnillings-
ins Bruno Esbjörns í Fyrstu lút-
ersku kirkju á miðvikudags-
kvöldið þann 22. þ. m., kl. 8.30.
Aðgöngumiðar fast í Björnsson's
Book Store.
-t
NEMENDUR LAUGARDAGS-
SKÓLANS, er koma stundvíslega
naesta laugardag, fá aðgöngumiða
á Rose Theatie.
-t
Men’s Club o/ the Fir'st
Lutheran Church
Meeting Tuescfay eve 8 p.m.,
Jan. 21st in Church Parlors.—
Films will be shown: Iceland on
the Prairies — Nationalities in
Canada — Peace River. Refresh-
ments will be served. Men, re-
member the date and place.
♦
The Junior Ladies’ Aid of the
First Lutiheran Churcfh, Victor
St. will celebrate tiheir 16th birth-
day in tihe Church Parlors on
Tuesday, Jan. 21st, at 2.30 p.m.
They will entertain as their
guests, tihe members of the
Senior Ladies Aid.
Mrs. A. Ingaldson and Mrs. P.
Goodman are in charge of the
programme.
Refreshments will be served
by tihe executive.
DÁNARFREGN
Kristín Gunnarsor., kona Ólafs
Gunnarssonar, andaðist á Betel,
9. janúar s.l. Hún var fædd 1.
ágúst 1861, að Hraungerðissókn
í ÁmessýsLu. Hún kom til Can-
ada árið 1887, með foreldrum
sínum, Magnúsi Einarssyni og
RagnhiLdi Magnúsdóttur. Kristín
heitin var til heimilis hjá for-
eldrum sínum í milli þess sem
hún vann í vistum þar til hún
giftist eftirlifandi manni sínum,
25. maí. 1904. Maður hennar og
hún byrjuðu að búa í Þingvalla
nýlendunni árið 1904, en hættu
búskap sínum 1929, vegna van-
heilsu Ólafs, og bygðu sér annað
heimili í sömu bygðinni, þar sem
þau lifðu til 1941, en 17. sept.
þetta sama ár komu þau hjónin
til Betel.
Kristín hafði verið rúmföst
síðustu 34 mánuði æfinnar; hún
bar sína löngu legu með fádæma
þolinmæði og frið í hjarta. Út-
förin fór fram frá Betel, 13. þ. m.,
undir stjórn heimilisprestisins.
-f
DÁNARFREGN
Þórdís Einarsdóttir Hannes-
son, kona Sigurðar Hannessonar
að Sandy Hook, Man., andaðist að
heimili sínu, 25. des. s.l. For_
eldrar hennar voru Einar Einars-
son bóndi á Brimnesi 1 Eyja- I
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Valdimar J. Eylands, prestur.
Heimili: 776 Victor Street,
Sírni: 29 017.
Harold J. Lupton, organisti og
söngstjóri.
308 Niagara Street.
Guðsþjónustur á *hverjum
sunnudegi: á ensku kl. 11 f. h.,
á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóli kl. 12.15 e. h.
Söngæfingar: Yngri flokkur-
inn—á fimtudögum. Eldri flokk-
urinn — á föstudögum.
♦
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnudaginn 19. janúar.
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
Ensk messa kl. 7 síðd.
Allir boðnir velkomnir.
S. Ólafsson.
-f
Gimli prestakall—
Sunnudaginn 19. jan.: Messa
að Húsavík kl. 2 e. h. — English
Service at Gimli, 7 p.m. Mr. J.
H. Menzies will give an address
on “Citizenship”.
Allir 'boðnir velkomnir.
Skúli Sigurgeirsson.
fjarðarsýslu og Þórdís Guð-
mundsdóttir. Þórdís sál. var
fædd 8. apríl, 1854, í Auðnum í
Ólafsfirði. Seinustu 12 ár æf-
innar hafði hún búið við van-
heilsu og verið alveg rúmföst
síðustu 3% árin. — Tvö börn lifa
móður sína: Guðrún Þorbjörg í
foreldra Húsum og Egill, kvænt-
ur Svanlaugu Johnson, einnig
búsettur í Sandy Hook.
Útförin fór fram frá Húsavík-
ur kirkju 28. des. s.l., undir stjórn
séra Skúla Sigurgeirsonar.
f
OPIÐ BRÉF
Kæru viðskiftavinir!
Sökum sívaxandi prentkostn-
aðar og dýrtíðar á Islandi, hefir
mér verið tilkynt að “Eimreið-
in” hækki í verði frá síðustu ára-
mótum, úr kr. 24.00 upp í kr.
30.00 eða úr $4.50 upp í $5.25.
Líkur eru til að samsvarandi
hækkun verði á hinurn íslenzku
tímaritum sem vestur berast. Um
það hefi eg þó enga tilkynning
fengið enn.
Dagshríðar
Spor
Ný bók eftir
GUÐRCNUH. finnsdóttur
KOSTA í BANDI
$3.75
EN ÓBUNDIN
$2.75
er til sölu í
BjornssoiTs Book Sfore
702 SARGENT AVENUE
WlNNIPBG
Allir, sem keyptu
“Hillingalönd” æ 11 u a ð
eignast þessa bók.
\
Pantanir afgreiðir einning
GÍSLI JÓNSSON
906 Banning Street,
WINNIPEG, MANITOBA
Veit eg að sumum lesendum
tímaritanna muni finnast þau
fara að verða nökuð dýr, þar
sem um 'helmings hækkun á þeim
er að ræða. Tímaritin eru samt
ekki dýr við þessu nýhækkaða
verði, samanborið við verð is-
lenzkra bóka. sem hækkað hefir
mörg hundruð prósent síðustu
árin. En tímaritin eru skemti-
leg og hafa margvíslegan fróð-
leik að færa.
Öll tímarit á íslandi eru greidd
fyrirfram. Eg verð einnig að
greiða þau fyrirfram. Hér greiða
fæstir tímaritin fyr en þeim berst
siðasta hefti hvers árgangs í
hendur. Þetta þarf að breytast.
Veit eg iþú verður mér sammála
um það. Hér eftir verða öll tíma-
rit, sem eg sel. að greiðast fyTÍr-
fram.
Eg vil eiga greið viðskifti við
þig og samvinnu með greiðslu
tímaritanna. Veit eg þú tekur
því vel. Tilboð mitt er því þetta.
Þú greiðir þau tímarit, sem þú
kaupir fyrirfram, í byrjun hvers
árs. En eg lofa því, að hækka
ekki tímaritin frá því sem þau
eru nú, ef þau hækka ekki meira
en það, sem nemur “Eimreiðar”
hækkuninni að þéssu sinni.
Frá síðustu áramótum verður
þá verð tímaritanna, ef greidd
eru fyrirfram, þannig:
“Eimreiðin” ......$4.50
“N. Kvöldv.”...... 3.00
“Gríma” .......... 1.50
“Morgunn” .........3.00
Verði tímaritin ekki greidd
fyrirfram frá síðustu áramótium,
verður verð þeirra þannig:
“Eimreiðin” $5.25 og hin tíma-
ritin með samsvarandi hækkun
ef þau stíga í verði á íslandi.
Vona eg að þú takir þetta til
greina og bregðist vel við, og út-
vegir fleiri kaupendur að þess-
um vinsælu tímaritum, við þessu
yerði.
Vinsamlegast,
BJÖRNSSON’S BOOK STORE
702 Sargent Ave.
Winnipeg, Man., Canada.
VIOLIN RECITAL by BRUNO ESBJORN Outstanding Lutheran Artist Wed., Jan. 22nd., 8:30 p.m. First Lutheran Church Victor St. and Sargent Ave. Amission: .. $1.00 and 75c Children and Students 50c
Líkar breytingar á íslenzku
færeysku og vestur-norsku
' frá landnámsöld
Norskur frœöimaður undirbýr
ritgerð um þetta efni.
Undanfarna tvo mánuði dvaldi
Hakon Hamre magister í norsku
hér í Reykjavík og sótti tíma hér
í háskólanum hjá Einari Ólafi
Sveinssyni og Birni Guðfinns-
syni.
Tíðindamaður blaðsins hitti
Hamre að aflokinni rannsóknar-
æfingu í háskólanum rétt áður en
hann fór og bað hann um viðtal.
— Talið þér bara íslenzku,
sagði Hamre og það var auðheyrt
að hann ihafði tamið sér að mæla
á íslenzika tungu.
— Já, eg var hér í 5 mánuði
árið 1939, auk þess hefi eg lesið
talsvert eftir íslenzka höfunda.
—Hvaða höfundur finsti ýður
beztur?
— Halldór Kiljan Laxness, að
öllum öðrum ólöstuðum. Eg hefi
Jka lesið bækur eftir Þórberg
Þórðarson og Guðmund G. Haga-
lín og þykir mér gaman að þeim.
Eg hefi líka gaman af að giúska
í gömlum bókum, t. d. Gráskinnu.
— Hver er tilgangurinn með
ferð yðar hingað?
— Eg er að safna efni í ritgerð
um þróun íslenzku, færeysku og
vestur-norsku. Eins og allir vita
voru þessi þrjú mál upprunalega
eitt mál, er síðar klofnaði í
þrent. Síðan á landnámsöld hafa
orðið breytingar á þessum mál-
um, sem að miklu leyti hníga í
sömu átt og það hlýtur að vera
eitthvað í málunum, sem veldur
því, að þessar breytingar eru að
kalla eins. Hvað þetta er veit
enginn enn, en að því er eg að
leita.
— Hafið þér skrifað mikið um
norræn mál?
— Eg hefi unnið að norskum
mállýzkum í mörg ár og enn-
fremur skrifað bókina Föroy-
malet i Tiden 1584 — 1750.
— Eru Norðmenn ekki með
eitthvað nýtt á prjónunum i
mentamálum?
— Jú, það er verið að stofna
nýjan háskóla í Björgvin. Hinn
nýi báskóli verður í nánum
The Swan Mamrfacturing
Company
Manufacturers of
SWAN WEATHER STRIP
Halldor Methusalems Swan
Eigandi
281 James St. Phone 22 641
FRÚ
Ef þér viljið, einhverra hluta vegna, skifta um
brauðtegundir, símið þá 37 144 og látið einn
af okkar vingjarnlegu farandsölum heimsækja
yður daglega með Ijúffengt brauð, kökur og
sætabrauð.
Vér búum nú til á ný hina vinsælu
20-oz. írsku hleifa og 16-oz. Short
French hleifa (Baked on the Sole),
ásamt Hovis, Sessame og mörgum
öðrum tegundum.
Hringið til vor ... Sími 37 144 ,.. og látið einn
af vorum 100 vingjarnlegu farandsölum heim-
sækja yður og sýna yður í körfuna sína.
"CANADA BREAD"
Phone 37 144
FRANK HANNIBAL
Maneiger
tengslum við Björgvinjarsafnið,
en við það starfa nú þegar 12
próféssorar og 6 dósentar.
—Hvaða námsgreinar eru
einlkum kendar þar?
— Náttúruvísindi. Tíu af hin-
um 12 prófessorum enu náttúru-
fræðingar. Gert er ráð fyrir 3
deildum við Björgvinjarháskóla
fyrst um sinn. Náttúrufræði-
deild, læknadeild og humanist-
iskri deild. í haust var hafin
bygging eðlis- og efnafræðideild-
ar.
— Eru skólar yfirleitt vel sótt-
ir í Noregi?
— Já, mjög vel. Æskan vill
mannast og verða að nýtum
borgurum, sem geta bygt upp
landið. Okkur finst sjálfum end-
urreisnin ganga vel, þótt enn sé
hörgull á ýmsu, einkum fötum,
sikófatnaði og ýimiskonar bygg-
inarefni.
—Hvernig líst yður á Island
nú?
—Hvað tækni snertir hafa orð-
ið miklar framfarir, en það er
e'kki laust við að votti fyrir
stríðshugblæ eins og í Noregi
og Danmörku.
—(Vísir 17. des.)
ORÐSENDING
TIL ICAUPENDA LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU A ISLANDI:
MunlC að senda mér fi.skriftargjöld að blöBunum fyrir
júnilok. AthugiC, aB blöBln kosta nú kr. 25.00 firangur-
inn. Æskllegast er aB gJaldiB sé sent I pðst&visun.
BJÖRN aUÐMUNDBSON,
Reynimel 52, Rsykjavík.
FUEL SERVICE . . .
We invile you io visii us ai our new, commodious
premises at ihe corner of Sargeni and Erin and see
ihe large siocks of coal we have on hand for your
seleciion.
I
Our principal fuels are Fooihills, Drumheller,
Greenhill Washed Furnace, Briquettes, Coke and
Saskatchewan Lignite.
We specialize in coals for all types of stokers.
MC fURDY CUPPLY fÖ., LTD. *
V/BUILDERsO SUPPLIES V/ and COAL
Phone 37 251 (Priv. Exch.)
Mandoha feiruli
NEBRASKA SCREECH OWL—Otusa asio swenki
A small, eared owl. The eastern race occurs in two well-
marked colour phases, irrespective of age, sex, or season.
One is rich brown and white, with much fine pattern,
giving a grey effect, the other has the brown replaced
by bright rufous, almost brick red. The western races,
however, are single phased, resembling the grey plumage
of the eastern race, but of a ruddier brown.
Dislinclions—A wing under 7 inches and yellow eyes.
Field Marks—Size, and the distinct horns, are the best
field marks. Its call, a long quaver, is very distinctive.
Nesting—In hollow trees.
Distribuíion—Nearly all of temperate North America,
but in western Canada detected as yet only in southem
Manitoba, amd southern British Columbia.
Although called “Screech” Owl, the notes of this bird
certainly are not screeches. They may be heard at night
coming from a distant copse, melodious and soothing,
with a tinge of melancholy, and contain nothing harsh or
grating. The commoner call is a long, soft, tremolo whistle.
Economic Status—The official finding on the food of the
Screech Owl is warrant for its protection.
This space contributed by
THE DREWRYS LIMITED
MD181