Lögberg - 13.03.1947, Blaðsíða 1
PH°™ , , u0WeA
S<t A Complete
1 'leaning
, I islilution
Cleaning
Institution
60- ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 13. MARZ, 1947
NÚMER 11
nvr LÖGREGLUSTJÓRI
Eins og áður hefir verið skýrt
ÚÁ lét George Smith af lögreglu-
stjórasýslan í Winnipeg um síð-
^stliðin mánaðamót, eftir langa
°S dygga þjónustu; var hann þá
kominn á þann aldur, er starfs-
roenn borgarinnar láta af störf-
Una; nú hefir Charles Maclver
verið skipaður lögreglustjóri í
borginni, en áður gegndi hann
aðstoðar lögreglustjórasýslan;
hinn nýi lögreglustjóri er fædd-
Ur á Skotlandi; hann er 59 ára
að aldri og hefir í 37 ár verið i
hjónustu lögreglunnar.
♦- -f ♦
SYNJAÐ UM BÆKI-
STÖÐVAR
Norska stórþingið hefir með
160 atkvæðum gegn 11, synjað
Rússum um bækistöðvar til
hernaðaraðgerða í Svalbarða,
. þrátt fyrir ítrekaðar kröfur
þeirra í þá átt; þessir ellefu, sem
vildu þóknast Rússanum, voru
kommúnistar.
♦
dómur kveðinn upp
Á mánudaginn í fyrri viku,
kvað hæztiréttur Bandaríkjanna
UPP dóm í málinu gegn John L.
Lewis og námusamtökum hans;
dómur undirréttar var staðfest-
ur að því leyti, sem aðiljar voru
fundnir sekir um samningsrof við
rikisstjórnina og lítilsvirðingu
gagnvart réttinum; fésekt sú,
sem Mr. Lewis var dæmdur til
að greiða í undirrétti, hélzt ó-
breytt, en fésekt Jiámumanna var
lækkuð úr $3,500,000 ofan í
$700.000.
-t- -f -f
OF HÁIR SKATTAR
ö. S. Thorvaldson, einn af
Progressive-Conservative þing-
mönnum Winnipegborgar í Mani-
tobaþinginu, flutti í fyrri viku
r«ðu í samtökum smásölukaup-
manna í Manitoba, þar sem hann
var næsta harðorður út í skatta-
niáli-n og taldi skatta langt of
'háa og niðurjöfnun þeirra rang-
láta; kvað hann það sjálfsagt,
að sarnvinnustofnanir og stjórn-
arfyrirtæki greiddu engur síður
skatt en þau fyrirtæki, er ein-
staklingar starfræktu.
-f -f -f
FJÁRFRAMLÖG til
MANITOBA
Samkvæmt hinni nýju fjár-
hagsáætlun sambandsstjórnar,
nemur sá skerfur, er Manitoba
íellur í skaut til opinberra mann-
vir,kja, $939.000; af þessari upp-
hæð er ætlað, að varið skuli 300
Þúsundum dala til kaupa á lóð
Undir nýtt pósthús í Winnipeg.
Til hafnargerða og umbóta við
fiskivötn fylkisins, eru eftir-
greindar fjárhæðir áætlaðar:
Winnipegosis, $22,000; Gimli,
$92,000; Heóla, $69,000; Hnausa,
$100,000 og Selkirk, $36,000. All-
^úkið af 'þessum upphæðum var
veitt í fyrra, þótt eigi yrði þá
af framkvæmdum.
^ess var sízt vartþörf, að hresst
yrði að mun upp á hafnarvirki
Vl^ áminst fiskivötn, því svo
v°ru þau komin í óþolandi niður-
níðslu.
FÆR LOFSAMLEGAN
VITNISBURÐ
Agnes Sigurðson
Nýiega barst forseta Þjóð-
ræknisfélagsins bréf frá frú Olgu
Samaroff Stokowsky í New York,
hinum fræga hljómlistarkenn-
ara, sem undanfarin ár hefir veitt
ungfrú Agnesi Sigurdson tilsögn
við listanám hennar. Vegna
hinna mörgu vina ungfrúarinnar
sem fylgjast vilja með henni á
námsferli hennar, er bréfið birt
hér. Er það dagsett 19. febrúar
að 24 West 55th Street, New
York 19:
“Dear Sir:
It gives me great pleasure to
report to you that Agnes Sigurd-
son, the young pianist so gener-
ously and wisely sponsored by
your organization, is making re-
markable progress.
She is without doubt becoming
a very outstanding pianist, and
she should be ready for public
performance next season.
I trust that the Icelandic Na-
tional League will see fit to com-
plete the fine project of her de-
velopment as an artist, and co-
operate in the launching of her
public career.
Sincerely yours,
(Signed)
Olga Samaroff Stokowsky.”
♦ -t ♦
Nýlega hafa fréttir borist frá
Seattle, þess efnis að Hallgríms-
söfnuður þar í borginni hafi ný-
lega ráðist í að kaupa hús. til
íbúðar fyrir prest sinn. En prest-
ur sá, sem nú þjónar þar, er sem
kunnugt er, hinn ungi og ötuli
séra Harold S. Sigmar.
Á aðalgólfi hússins er fremst
herbergi fyrir skrifstofu, þá
setustofa með eldstæði, (fire
place) þar næst er stór borð-
stofa, og svo eldhús með “break-
fast nook.” Öll gölf á neðri hæð-
inni eru úr eik. Uppi á loftinu
eru þrjú svefnherbergi og bað-
stofa. Niðri í kjallaranum er
sjálfvirk miðstöð, sem brennir
olíu til hitunar. Er miðstöðin út
af fyrir sig talin $1000.00 virði.
Lóðin er 50x110 fet, og á henni
stendur einnig geymsluskúr fyr-
ir bíl.
Fyrir þessa húseign borgar
söfnuðurinn $8,950.00, og er það
talið mjög sanngjarnt eftir nú-
verandi verðlagi. Auk þessa, á-
kvað söfnuðurinn að kaupa raf-
magns eldavél fyrir húsið.
Myndin að ofan sýnir fram-
hlið hússins, sem er númer 6522,
á 20th Avenue N. W. í Seatt'le.
FLUGSAMBÖND MILLI
AMERÍKU OG ÍSLANDS
Frá því var áður skýrt hér í
blaðinu, að félagið Viking Travel
Service, 166 Broadwav, New
York 6, N.Y., hefði tekist á hend-
ur umboð fyrir American Air-
lines og American Overseas Air-
lines, varðandi flugsamgöngur
mil'li Ameríku, íslands og hinna
Norðurlandaþjóðanna; fyrsta
'flugið, slíkrar tegundar, verður
þann 17. þessa mánaðar, en
eftir það verða þrjár flug-
ferðir í viku til Norðurlanda um
Island; sama 'íeið verður farin
til baka.
Hér fer á eftir skrá yfir flug-
fargjöld frá New York til íslands,
Kaupmannahafnar og Oslóar, á-
samt fargjaldaskrá frá Gander
Field á Newfound'land til Islands
og áminstra borga.
Að sjálfsögðu annast félag
þetta einnig um sölu flugfarbréfa
frá hvaða stað sem er í Canada,
beint frá Gander Field eða New
York til Islands.
New York til Islands, önnur
leið, $271.00 — báðar leiðir
$487.60.
New York til Kaupmanna-
hafnar, um Island, önnur leið,
-386.00 — báðar leiðir, $695.50.
New York til Oslóar, um Is-
land, önnur leið $388.00 — báðar
leiðir, $700.10.
15 af hundraði ríkisskattur
legst við hvert fargjald, sem
nefnt hefir verið.
Sérhver farþegi má hafa í fari
sínu 65 punda þunga.
Gander Field til Islands, önnur
leið, $167.00 — báðar leiðir
$300.00.
Gander Field til Kaupmanna-
hafnar um ísland, önnur leið,
$282.00 — báðar leiðir, $507.60.
Gander Field til Oslóar um Is-
land, önnur leið, $284.00 — báðar
leiðir, $511.20.
Framkvæmdarstjóri Viking
Travel Service er Gunnar R.
Paulsson og geta væntanlegir Is-
landsfarar, er hugsa sér að ferð-
ast loftleiðis, skrifað honum á ís-
lenzku, ef svo ber undir, og mun
hann góðfúslega láta þeim' greið-
lega allar nauðsynlegar 'leiðbein-
ingar í té.
♦ + ♦
#
INNFLYTJENDUR
Mr. H. C. P. Cressweil, aða(l-
umboðsmaður Canadian Pacific
járnbrautarfélagsins varðandi
nýja innflytjendur og landnám
í Vestur-Canada, er fyrir
skömmu kominn heim úr leið
angri um Norðurálfuna; hann
flutti á dögunum ræðu um ferð
sína og horfur um innflutning
fólks hingað til lands austan um
haf; kvaðst hann hafa orðið var
mikils áhuga á Englandi og eins
á Norður Irlandi, fyrir því, að
flytja hingað og taka sér land-
búnað fyrir hendur.
EKKI BATNAR ÞAÐ ENN
Það er síður en svo, að ástand-
ið í 'landinu helga fari batnandi
upp á síðkastið, því enn logar þar
alt í hryðjuverkum; tveir klúbb-
ar brezkra liðsforingja hafa ver-
ið sprengdir í loft upp, þrátt fyr-
ir það þótt ýmissir hlutar lands-
ins hafi verið settir í herkví; á
föstudaginn var létu brezku
hernaðarvöldin handtaka tuttugu
og fimm Gyðinga í Jerúsalem,
er þau grunuði\ um græzku, en
rétt á eftir versnuðu óspektirnar
um allan helming.
Heiðraðir með heimboði til Íslands
Flugfélagið American Overseas Airlines, sem nú hefir ákveðið, að stofna til reglubundinna
flugferða milli Bandaríkjanna og Norðurlanda með viðkomu á íslandi, fer sína fyrstu ferð til Islands
á mánudaginn kemur, þann 17. þ. m., og verður lagt upp frá Wáshington, D.C. Heiðursgestir félags-
ins á þessari fyrstu ferð, verða sendiherrahjónin í Washington, Ágústa og Thor Thors, G. L.
Johannson, ræðismaður Islands og Danmerkur, og Árni Helgason, ræðismaður íslands í Chicago;
ferðafólk þetta verður hálfan mánuð í leiðangrinum; flugvélin, sem ferðast verður með heitir
Reykjavík.
STÓRLÆKKUÐ ÚTGJÖLD
Fjármálaráðherra sambands-
stjórnarinnar, Mr. Abbott, lagði
fram fjárhagsáætlun sína yfir
næsta fjárhagsár um miðja fyrri
viku; er þar gert ráð fyrir, að
útgjöld canadisku þjóðarinnar
verði lækkuð um 960 miljónir á
téðu fjárhagsári; kostnaður
vegna hervarna verður lækkað-
ur að miklum mun, en yfir 5
miljónum verður varið til rann-
sókna kjarnaorkunnar; útgjöld
til reksturs heilbrigðismálanna
hækkar allverulega, en starf-
ræslukostnaður flestra annara
stjórnardeilda, lækkar stórvægi-
lega.
Hvort tekjuskattur verði lækk-
aður, sem nú er alment spáð,
verður eigi vitað til hlýtar, fyr
en Mr. Abbott leggur fram í
þingi aðal fjárlagafrumvarp sitt,
sem líklegt þykir að hann geri í
öndverðum aprílmánuði næst-
komandi; þetta er í fyrsta skiptið,
sem Mr. Abbott stýrir f jármála-
fleyi canadisku þjóðarinnar, og
verður ekki annað með réttu
sagt, en hann fari vel af stað, og
reynist hinni nýju og vandasömu
stöðu sinni fýllilega vaxinn.
> -f >
MÓTMÆLI
Utanríkisráðuneyti Bandaríkj-
anna hefir sent rússneskum
stjórnarvöldum ströng mótmseli
vegna íhlutunar þeirra gagnvart
stjórn Ungverjalands, en eins og
vitað er, styðst sú stjórn við
flokk bænda og smáeignamanna.
Kommúnistar róa að því öllum
árum, að steypa stjórninni af
stóli, og létu handtaka einn þing-
mann, Bela Kovacs, er var harð-
orðastur í garð þeirra.
)
Amerísk stjórnarvöld telja
handtöku téðs þingmanns óafsak-
anlega og kref jast þess að Rússar
láti hann lausan og biðji fyrir-
gefningar á tiltækinu.
ÞIGGUR VÍGSLU
Guðfræðikandídat Pétur Sig-
urgeirsson Sigurðssonar biskups,
hefir verið vígður sem aðstoðar-
prestur séra Friðriks Rafnars
vígslubiskups á Akureyri.
-f -f -f
MOSKVAFUNDURINN
Síðasfcliðinn mánudag hófst í
Moskva utanrrkisráðherra fund-
ur Breta, Rússa, Frakka og
Bandaríkjamanna, er fjalla á
meðal annars um væntanlega
friðarsamninga við Austurríki og
Þýzkaland; á þessu stigi málsins,
hefir fundurinn snúist að mestu
um það, að koma sér niður á
reglubundna starfsskrá.
Manátu þegar —
Manstu þegar vorið vakti
vængur norður fló,
þegar eyra hrifið heyrði
hljóm í hverjum mó
þar sem flugþreytt fuglamóðir
fátækt hreiður bjó.
RAUÐI KROSSINN
Um þessar mundir stendur yfir
fjársöfnun til Rauða Krossins í
Canada, er nema á 5 miljónum
dala; skerfur sá, sem íbúum
Manitobafylkis er ætlað að leggja
til, er bundinn við 400 þúsundir
dala; þjóðin öll stendur í ómet-
anlegri þakkarskuld við Rauða
Krossinn vegna hins fangvíða
mannúðarstarfs hans á styrjaldar
árunum, en hún má heldur eng-
an veginn gleyrna því, að þó að
orustugnýrinn hafi dvínað,, er
þörfin enn geisimikil bæði heima
og erlendis; enn eru þúsundir
farlama hermanna víðsvegar um
landið, sem þurfa drengilegrar
hjálpar við. Og hvaða stofnun
ætti þá að vera betur til þess fall-
in, en einmitt Rauði Krossinn,
sem hefir langa reynslu að baki
varðandi skipulagningu mannúð-
ar- og líknarmálanna í hinum
margbreyttu myndum þeirra?
Einangraðir staðir þarfnast
sjúkrahúsa og margvíslegrar
hjúkrunarþjónustu; að þessu
hvorttveggja vinnur Rauði
Krossinn nótt sem nýtan dag,
auk margs annars,»sem miðar ti(l
heilla og raunverulegra þjóð-
þrifa.
Langir mildir ljósir dagar
lokuðu þinni brá.
Eíftir hlaup og æskuleiki
úti til og frá
svæfði þig til sælla drauma
sumarnóttin blá.
Langt var sótt til leiks og ásta
lífið glatt og bjart;
horfið norðurjaðri jarðar
jelið langt og svart.
Alt var töfrað söng og sælu
sem að geislinn snart.
Lömbin fæddust, grasið greri,
grentist skafl og seig;
tíbrá léttfætt út á ásum
aftur dansa steig;
lambagi'ös á barði brostu
björt og fagureyg.
Blámi um tinda, blik á firði.
björt eru kvöld og löng,
óttan þegir ein og blundar
eftir dagsins söng.
Fiskur í sæ og björg í bjargi
blessan nóg og föng.
PÁLL GtÐMUNDSSON.
f -f