Lögberg - 13.03.1947, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. MARZ, 1947
MINNINGARORÐ:
Metúsalem J. Thorarinson
Hann var fæddur að Langa-
vatni í Reykjahverfi, í Helga-
staðahreppi, í Þingeyjarsýslu, á
Islandi, 27. ágúst, árið 1888. Hon-
um var gefið nafn afabróður síns,
Metúsalems Magnússonar á Arn-
arvatni. Foreldrar hans voru
þau hjónin Jón Þórarinsson og
Þuríður Sveinsdóttir.
Jón var sonur þeirra hjónanna
Þórarins Magnússonar og Guð-
rúnar Jónsdóttur er bjuggu á
Ha'lldórsstöðum í Laxárdal, 1 Suð
ur-Þingeyjarsýslu, en Þórarinn
var sonur Magnúsar Ásmunds-
sonar og Sigríðar Þórarinsdóttur.
Jón átti 4 bræður og 3 systur.
Tveir bræðranna, Magnús og
Páll, tóku við búi eftir föður sinn
á Halldórsstöðum. Um Magnús
er sagt í fjórða hefti Eimreiðar-
innar, 1946: “Hann var lands-
kunnur hugvitsmaður og þjóð-
'hagasmiður, sá er fyrstur flutti
til íslands kembingarvélar og
setti niður á bæ sínum. Þótti
slí'kt nýlunda mikil og ærið þrek-
virki.”. Páll kvæntist skozkri
konu, Elizabeth Grant, sem hann
kyntist á Skotlandi. Bjuggu þau
um hálfrar aldar skeið á Hall
dórsstöðum. Eru þau enn þar,
en sonur þeirra tekinn við búinu.
Aðrir bræður Jóns voru Sveinn
og Þorbergur. Hinn síðari var
lengi skrifari hjá Benedikt sýslu-
manni Sveinssyni. Frændi hans,
Eiríkur Þorbergsson, á heima
Winnipeg. Systurnar voru Sig-
ríður, Guðbjörg og.Guðrún. ‘Hin
síðastnefnda kom til þessa lands,
átti heima í Winnipeg og dó þar.
Þuríður var dóttir Sveins Jóns-
sonar Oddssonar og Soffíu
Skúladóttur, er bjuggu á Fjalli
og í Garði í Aðaldal, í Þingeyjar-
sýslu. Soffía var dóttir séra
Skúla Tómassonar, prests í Múla,
í Aðaldal, í Þingeyjarsýslu, og
konu hans, Þórvarar Sigfúsdótt-
ur, prests í Höfðahverfi. Þuríður
og séra Helgi lektor Hálfdánar-
son, faðir Jóns biskups Helga-
sonar, voru þremenningar, en
Þuríður og séra Magnús Jónsson
á Grenjaðarstað voru bræðra-
börn.
Jón sómdi sér vel í hópi sinna
gjörvilegu bræðra. Hann var
karlmenni, íþróttamaður, og
fullhugi miikill. Þegar brú yfir
Laxá, nálægt Grenjaðarstað var
í smíðum, gekk hann fyrstur
manna á mjóum planka yfir
grind brúarinnár, og bar í hendi
annan planka. Bar slíkt vott um
áræði og leikni.
Jón og Þuríður giftust á Hall-
dórsstöðum og voru þar þangað
til næsta vor. Þá fluttu þau að
Langavatni og bjuggu þar allan
sinn búskap. Jón var dugnaðar-
maður og búhöldur góður. Eftir
ástæðum var afkoman góð. Þau
eignuðust 8 böm, og voru þau
þessi: Sveinn, er dó á fyrsta ári;
Þórvör; Soffía, er dó á 3. ári;
Guðrún; Þórarinn; Sveinn,
Magnús og Metúsalem. Magnús
var fóstraður af Sigurjóni og
Snjóflaugu, hjónum á Laxamýri,
foreldrum leikritaskáldsins
mikla, Jóhanns Sigurjónssonar.
Arið 1891 varð Þuríður fyrir
þeirri miklu sorg að missa eigin-
mann sinn. Hann lézt er hann
var 44 ára gamall. 1 þeim erfið-
leikum varð það niðurstaðan,
eftir mikla umhugsun, að flytja
vestur um haf. 1 Nebraska-ríkinu
í Bandaríkjunum, átti hún syst-
ur, Þórvöru, sem gift var Jóni
Halldórssyni er snemma á árum
fór til Ameríku. Þau hjónin
bjuggu í grend við Long Pine í
áður nefndu ríki. Þangað var nú
ferðinni heitið. öll börnin, nema
Magnús, fimm að tölu, fóru þang-
að með móður sinni. Metúsalem,
hinn yngsti, var rétt um þriggja
ára aldur. Skúlína, bróðurdóttir
Þuríðar, gift Ólafi Hallgrímssyni,
ásamt manni sínum, var þeim
samferða vestur, og settust þau
að á landi nálægt Long Pine.
Familían var 5 ár í Long Pine
M. J. Thorarinson
og leið Iþeim sæmilega. Börnin
gengu í skóla og náðu góðum
þroska.
Að þessum tíma liðnum, árið
1896, flutti Þuríður með böm
sín í íslenzku bygðina í Norður
Dakota. Á Mountain átti Þuríður
bróður, Sigurjón Sveinsson.
Veitti hann þeirn þá liðveizlu,
sem honum var unt, enda var öl'l
fjölskyldan samhent í því að
bjarga sér sjálf.
Þuríður nam land fyrir vestan
Mountain og ef til vill eitthvað
af börnunum. Eftir því sem á-
stæður leyfðu nutu börnin skóla-
göngu á Mountain, og síðar á
hærri skólum annarsstaðar. Eitt
þeirra, Þórarinn, fór í ríkis-há-
skólann í Grand Forks. Þórvör
varð skólakennari og kendi lengi,
bæði í Bandaíkjunum og í
Canada.
Árið 1899 giftist Þuríður í ann-
að sinn. Maðurinn var ekkju-
maður, merkur bóndi í Mountain-
bygðinni, Indriði Sigurðsson.
Samtímis giftist Guðrún, dóttir
hennar, og maður hennar var
Guðmundur Guðmundson, sonur
Guðmimdar Jóhannessonar þar í
bygð.
Indriði og Þuríður bjuggu á
landi í Cavalier County, nálægt
Munick, þrjú ár, 1899 til 1902. Þá
fluttu þau til Edinburg, í sama
ríkinu. Meðan þau áttu þar
heima, kom Magnús, sonur henn-
ar frá Islandi árið 1907, og fór
Metúsalem norður til Winnipeg
til að mæta bróður sínum, kom
þangað 1. ágúst. Þetta var fyrsta
koma þeirra4Deggja til Winnipeg,
og leizt þelm vel á borgina, en
eðlilega hefir dvölin verið stutt
í það sinn, því móðir og hin syst-
kinin biðu suður frá eftir gestin-
um.
Eftir að þeir komu suður, unnu
þeir bræðumir Magnús og Metú-
salem að þreskingu og gengu svo
báðir í skóla í Edinburg um vet-
urinn. Næsta sumar, 1908, unnu
>eir báðir smíðavinnu á ýmsum
stöðum í bygðinni. Magnús var
ærður trésmiður frá Islandi og
Metúsalem var að læra. Næsta
vetur voru þeir aftur á skóla í
Edinburg. Sumarið 1909 fór
Metúsalem til Winnipeg og fékk
vinnu hjá byggingamönnum,
Sparrow Brothers. Það var fyrsta
vinna hans í þessari borg. Hann
sendi eftir bróður sínum Magn-
úsi, og unnu þeir þar saman
þangað til líklega seint um haust-
ið. Um veturinn voru þeir í
Edinburg.
Um þessar mundir var nokk-
ur hugur í sumum í íslenzku
bygðinni í Norður-Dakota að
flytja í nýbygð eina, sem þá var
vanalega kend við Gull Lake, í
suðvestur hluta Saskatchewan-
fylkis. Höfðu þeir góðar fréttir
af landi þar. Bærinn, sem nú er
á því svæði, heitir Climax. Um
vorið 1910 ferðuðust þeir Metú-
salem og Magnús þangað vestur,
skrifuðu sig fyrir löndum og
'komu svo til baka. Indriði hafði
þegar skrifað sig fyrir landi þar.
Um haustið, 1910, fluttu þeir
bræðurnir, Þórarinn, Sveinn og
Magnús þangað, reistu hús og
lönd voru þegar fengin. Fyrri
hluta ársins, 1911 fluttu þau
hjónin, Indriði og Þuríður þang-
að. Indriði dó þar 1912. Eftir það
hafði Þuríður heimili með son-
rrm sínum, þangað til hún dó
1914. Bæði voru þau jörðuð að
Mountain.
Metúsalem notaði aldrei rétt
sinn til heimilislands í Saskat-
chewan. Frá Gull Lake fór hann
til Winnipeg og vann þar það
sumar, 1910, og svo áfram. Hann
var þar orðinn heimilisfastur.
Þrn eftir var framtíð hans í Win-
nipeg.
Snemma í Winnipeg tíðinni,
kyntist Metúsa'lem öðrum ung-
um manni, Víglundi Andréssyni
Davidson. Vanalega skrifaði
hann sig W. A. Davidson. Við-
kynning þeirra þroskaðist á sín-
um tíma í félagsskap og vináttu.
Víglundur var málari, en Metú-
salem nú orðinn trésmiður. Arið
1910 stofnuðu þeir með sér félags-
skap til að byggja hús. Stóð sá
félagsskapur nokkur ár. Siðar
færðu þeir út kvíarnar og tóku
að reisa marghýsi.
Er þeir höfðu komið upp nokkr-
um heimilum, sneri Metúsalem
sér að heimilisstofnun fyrir sig og
tilvonandi konu sína. Sigríður
Katrín Sigurrós Davidson, systir
verzlunarfélaga hans, og Metú-
salem höfðu þekst ein 4 ár. Hún
var dóttir Andrésar smáskamta-
læknis Davíðssonar og Stein-
unnar Jónsdóttur, frá Reykjavík
á Islandi. Þau voru gift af séra
Rúnólfi Marteinssyni í húsi, sem
Metúsalem hafði sjálfur reist og
átti, 940 Sherburn St., 6. des.,
árið 1913.
Næsta ár skall á veraldar-
styrjöldin fyrri, og var þá í bráð
úti um nokkurnveginn alt bygg-
ingarstarf í Winnipeg. Margir
fóru þá burt úr bænum og leit-
uðu sér skjóls annarsstaðar. Á
því tímabili fluttu þau hjónin,
Metúsalem og Sigríður, norður í
Nýja ísland og voru þar um sjö
ár, lengst af á landi fyrir norðan
Gimli-bæ. Hann vann þar af
miklum dugnaði, og þau komust
vel af; en auðvitað var þetta
bráðabirgða heimili, og þegar um
hægðist í Winnipeg með bygg-
ingastarf, fluttu þau aftur þang-
að og áttu þar heima síðan.
Það starf, sem þá var fram-
undan, var ekki smávægilegt.
Byggingastarf var það sem lengst
og mest knúði fram huga og
hönd hjá Metúsalem, en þegar
á leið bætti hann við sig námu-
starfi.
Eftir að þau hjónin komu til
baka, í borgina, tóku þeir tengda-
bræðurnir, Víglundur og Metú-
salem, að nýju upp félagsskap
með sér. Þeir reistu nokkur í-
veruhús. Einnig bygðu þeir
Astoria Apartments, á Kennedy
♦ -f ♦ ♦ ♦ ♦
St.; ennfremur Mount Royal
Apartments á Smith St. Þeir
voru hvor öðrum til aðstoðar
þessu verki félagamir. Víglund'
ur hafði mikið af listfengi, og
Metúsalem var ágætur dráttlist-
armaður. Kom þetta að góðu
ha'ldi í því að upphugsa snið og
tilhögun bygginganna. Þeir höfðu
í samlögum gott lag á því að út-
búa heimili, sem fólki geðjaðist
að.
Seinna meir héldu þeir áfram
sama starfi hvor í sínu lagi.
Metúsalem bygði enn fjölda 1-
veruhúsa. 1 alt mun hann hafa
reist meir en 250 hús. Um eitt
skeið vann hann fyrir Beaver
Construction Company og bygði
fyrir það félag nokkrar stórbygg'
ingar.
Tvö marghýsi bygði hann.
Annað þeirra var Palliser Apart-
ments á Stradbrooke St. Hitt
var Royal Crest á Wellington
Crescent. Við hina síðari bygg'
ingu hafði hann stundum meir en
100 menn í vinnu í einu.
Metúsalem var forseti í tveim'
námuféHögúm: Thor Gold
ur
Mine og Pioneer Chrome Syndi
cate, og mun hann hafa gefið
þessu starfi all-mikinn tíma og
áhuga.
Þau hjónin eignuðust tvo
drengi. Annar þeirra, Metú-
salem Vilmundur Ernest, dó af
slysi, 5. okt., 1929. Var það þeim
báðum átakanleg sorg. Hinn
sonurinn, Sigursteinn Aleck, er
námsmaður í lögfræði.
Fjögur systkini Metúsalems
eru á lífi. Þórvör er kona Carls
Hanssonar frá Djúpavogi, eiga
þau eina dóttur og búa í Winni-
peg. Guðrún, ekkja Guðmundar
Guðmundssonar, á heima að
Mountain, í N. Dak.; hún á 11
börn; Sveinn og Magnús eiga
heima í Climax. Þórarinn var
giftur Þorbjörgu Johnson. Hann
er dáinn en þrjú böm þeirra eru
á lífi og eru með móður sinni í
Climax.
Um miðjan febrúar, 1946,
lögðu þeir vinirnir Metúsalem
og Skúli Benjamínsson af stað
skemtiferð vestur á Kyrrahafs-
strönd. Þeir ferðuðust í bíl og
höfðu hina mestu unun af ferða-
laginu. Eftir langt strangt starf,
meta menn dálitla hvíld og
skemtun. Það var gaman að sjá
og kynnast Vancouver-borg. Svo
var farið út á Vancouver-eyju, til
Victoria-borgar, og þess yndis
notið sem hún hefir að færa.
Tíminn, sem til þessarar skemt-
unar var ætlaður var stuttur.
Metúsalem var kominn til baka
til Vancouver, og nú var ráð-
gjört, innan skamms, að leggja
af stað heim. Á sunnudagsmorg-
uninn, 3. marz, er hann var á
gangi þar í borginni, bar að
höndum ógurlegt slys: hannvarð
METÚSALEM J. THORARINSON
Fæddur 27. ágúst, 1888
Dáinn 3. marz, 1946.
Minningarstef.
Það fœkkar nú óðum þeim íslenzku mönnum,
sem öndvegið hlóðu, traustum og sönnum.
Með árvekni landnemans aflinu að beita,
og arnsúg í vængjum flugið að þreyta.
í verkum og athöfnum varst aldrei hálfur,
úr vanda í framkvæmdum leystirðu sjálfur.
Og sórst þig í œtt þinna sókndjörfu feðra,
er sigruðu hamfarir grályndra veðra.
En skjót var þín burtför á skeiðinu bezta,
ei sköpum má ráða, svo er það um flesta.
Og vinimir þakka nú veglyndum bróður,
sem var þeim í hvívetna hollvinur góður.
Þeir minnast og þakka þér samleið og samtíð,
og sakna þín, vinur, í komandi framtíð.
Þeir vita er guðsólin gengur til vvðar
hún geislum þig Ijómar hins eilífa friðar.
Fyrir hönd systkina hins látna.
GUNNBJÖRN STEFÁNSSON.
Frá Íslendingum
í Norður-Kaliforníu
Hinn ágæti Íslendingur, séra
S. O. Thorlakson, vara-ræðismað-
ur Islands í Berkeley, Kaliforníu,
hefir tekið sér fyrir hendur, að
gefa út dálítið vélritað frétta-
blað, sem helgað er fyrst og
fremst hinum dreifðu Islending-
um, sem í þeim hluta Bandaríkj-
anna eru búsettir; af blaði þessu,
sem gefið er út mánaðarlega í
fregnmiðaformi, hafa tvö eintök
komið fyrir almenningssjónir, og
hefir útgefandinn góðfúslega
leyft Lögbergi að birta úr því það
helzta, er tíðindum þykir sæta.
Eins og vitað er, má segja að
hús sóra Octavíusar og frú Karó-
línu sé jafnan opið fyrir öllum
Islendingum, er að garði ber, og
fyrir bíl, og dó af því slysi sama
daginn. Fregnin um þennan at-
burð barst skjótt til Winnipeg.
Næsta dag vair ritgjörð um hann
ásamt mynd af honurn í blaðinu
Free Press, sagt frá slysinu, og
getið nokkuð um athafnaríka æfi
hans.
Líkið var flutt austur og út-
för hans fór fram í Winnipeg
mánudaginn 11. marz. Athöfnin
fór fram í útfararstofu Thomp-
sons á Broadway stræti, og síð-
asta kveðjan í Riverside Mauso-
leum þar sem jarðneskar leifar
drengsins hans 'hvíla. _ Fjöldi
fólks var viðstaddur. Séra Rún
ólfur Marteinsson jarðsöng. Lík
menn voru: Friðrik Kristjáns
son, F. G. Davidson, W. F. David-
son, Robert Helgason, Frec
Bjarnason og William Charlton
Þegar þessi ungi maður, Metú-
salem Thorarinson, haslaði sér
völl til atvinnu í Winnipeg, hafa
menn tæpast gjört sér grein fyrir
því, hvaða maður í honum bjó
Borgin hefir reynst skara Islend-
inga öndvegi tækifæranna. Hing-
að hafa þeir komið með margvís-
lega hæfileika, andlega og lík
amlega og hór hafa þeir fengið
svigrúm og þroska. Metúsalem
kom hingað með það sem Guð
thafði gefið honum í ætterni, upp-
eldi og sérstökum gáfum, og hér
varð alt þetta eins og frækorn
sem fellur í frjóan akur. Það
náði þroska og blóma. Mér er
sem eg sjái föður hans, Jón, vera
að ganga, með planka í hendi, á
mjóum planka, yfir brúargrind-
ina á Laxá. “Til þess þurfti,”
sagði eg, “áræði og leikni,” og
einmitt þetta hvorttveggja átti
Metúsalem í ríkum mæli. Hann
átti hugrakkan, skapandi anda.
Mór er sagt, að sumir skáldsögu-
höfundar fái sögur sínar eins og
nokkurs konar opinberun, sagan
renni upp fyrir þeim eins og
mynd, sem þeir svo færi
búning orða. Eitthvað svipað
því finst mér hafi verið tilfellið
með Metúsalem, munurinn að
eins sá, að skáldsögur hans voru
leimilin og marghýsin, sem
hann reisti, byggingarnar, sem
andi hans skapaði og hönd hans
faérði í sýnilegan búning. Hann
hafði nænri óseðjandi starfslöng-
un. Hann hlóð á sig störfum,
þrátt fyrir það, að frá því hann
var ungur maður var hann aldrei
vetrulega sterkur til heilsu. Win-
nipeg sýndi hvað í honum bjó:
frábær staifshetja.
En hann var meira en aðeins
byggingameistari. 1 öllu þessu
mikla starfi hans, veit eg með
vissu, að æðsta takmark hans var
ekki að græða fé, heldur það, að
leysa verk sitt af hendi, eftir
hreinni samvizku, öðrum til sem
mestra nota og heilla. I honum
bjó drengur hinn bezti, sem elsk-
aði Guð, þótti vænt um fólk sitt,
var frábærlega góður að hitta,
og vildi öllum hjálpa af fremsta
megni. Hann var góður, trygg-
ur vinur. Hans er sárt saknað
af ástvinum hans og fjölda ann-
ara manna, sem þektu hann og
vissu hvað í honum bjó af göfgi
og gæðum.
Blessuð sé minning hans.
Rúnólfur Marteinsson.
þann 26. janúar s.l., höfðu þau
heimboð fyrir Islendinga; þá
vildi það sGys til, að frú Karólína
datt á leið til eldhúss síns og
fótbrotnaði. Dr. Eymundson var
þegar sóttur og gerði hann við
beinbrotið; eftir stutta sjúkra-
hússvist, liggur frúin nú heima
með fótinn í umbúðum; Hðan
hennar er eins góð og framast
má búast við. —
Þann 28. desember s.l., var
skírð á heimili séra Octavíusar
og frú Karólínu, sonardóttir
þeirra, Sylvía Karen, dóttir Mr.
og Mrs. H. E. Thorlakson, Los
Altos. Þann 26. jan., var skírð
á heimili þeirra, dóttir Dr. og
Mrs. Jón Sigurðson, er nefnd var
Bonnie; þau hjón eru búsett 1
San Francisco.
I norsku lútersku kirkjunm i
San Francisco voru þau Sylvia,
dóttir Mr. og Mrs. A. F. Oddstad,
og Larry Laskins frá Lincoln,
Nebraska gefin saman í hjóna-
band.
Mr. Guðbjartur Guðmundsson
frá San Franscisco, sem legið
hefir á St. Francis sjúkrahúsi
síðan í október vegna hjartabil-
imar, heldur sæmilega í horfi,
en þeir Sigfús Brynjólfsson og
Einar Oddson, sem báðir voru
veikir, eru nú í afturbata, Sigfús
á heimili sínu í San Francisco,
en Einar á Merritt sjúkrahúsinu
í Oakland.
Björn Halldórsson, yngsti son-
ur Mr. og Mrs. B. B. Halldórsson
í San Francisco, lézt þann 14.
janúar s.l., og var lagður til
hinstu hvíldar í National graf-
greitnum í San Bruno; hann hafði
verið í herþjónustu, og var jarð-
sunginn með viðhöfn á her-
mannavísu.
Afmælisgjafir og aðrar
gjafir til Betel
Mrs. Kristjana Bj arnason,
Betel, $10.00; Mrs. Ásdís Hinrick-
son, Betel, $5.00; Mrs. Thorbjörg
Friðgeirson, Betel, $1.00; Mrs.
Guðfinna Bergson, Betel, $5.00;
Mrs. Guðbjörg Johnson, Betel,
$5.00; Mrs. Rúny Hope, Betel,
$1.00; Mrs. Sigurlaug Knútson,
Betel, $4.00; Miss Margrét Arna-
dóttir, Betek $5.00; Mr. Hannes
Gunnlaugsson, Betel, $2.00; Mr.
Jón Helgason, Betel, $2.00; Mr.
Helgi S. Sigurdson, Betel, $5.00;
“A Friend”, Betel, $5.00; Mr. og
Mrs. Arni Bjarnarson, Betel,
$1.00; Mrs. Guðrún Sigurdson,
Betel, $5.00; The Icelandic Cana-
dian Club, All copies of the Ice-
landic Canadian published to
date; Mr. Kristján Kjemested,
Gimli, one copy “Hlín”; Mrs-
Pálína Magnússon og fjölskylda,
Hensel, N.D., í minningu um ást-
kæran vin og frænda, Jón Arn-
grímson, $5.00; From a friend at
Minnewaken, Man., $20.00; Sam-
skot á afmælissamkomu Betels í
Fyrstu lútersku kirkju, Winni-
peg, 3. marz, 1947, $162.93; Jóla-
gjafir, ekki fyr auglýstar, Sveinn
og Guðrún Ölafson, Mildway
Park, Sask.r $10.00; Johann Ölaf-
son, Mildway Park, Sask., $5.00;
Mrs. S. H. Mclntyre, Rolette,
N.D., in memory of my uncle,
Kristjan V. Arnason, who passed
away June 1‘, 1936, $10.00; Mr.
og Mrs. S. Sigurdson, 100 Lenore
St., $5.00; Immanúel Missionary
Society,. Wynyard, Sask., $10.00;
Mrs. D. S. Currie, 724 First Ave.,
Coronado, California to help pay
for a Christmas or New Year’s
party, $15.00; Mrs. Alla (Bardal)
Jones, Vancouver, B.C., $25.00;
Mr. Soffanías Thorkelsson, önn-
ur borgun af $5,000.00 er hann
gaf Betel í minningu um Dr.
Brandson, $1,670.00.
Allir á Betel þakka lúterska
cvenfélaginu “Framsókn” og
Djáknunum fyrir góðar veiting-
ar, ágæta skemtun og ánægju-
'lega stund að öllu leyti, 6. marz,
1947.
Nefndin þakkar innilega þessar
mörgu gjafir.
J. J Swanson, féhirðir■
308 Avenue Bldg., Wpg-