Lögberg


Lögberg - 26.06.1947, Qupperneq 1

Lögberg - 26.06.1947, Qupperneq 1
ÁteA PHONE 21 374 ndjg^J&r IJ»un ^ A Complete l';ieaning I' (stitution PHONE 21 374 i V,\«"l's A Complele Cleaning Institution 60. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 26. JÚNI, 1947 NÚMER 25 ÁVARP FORSETA Flutt á Lýðveldishátíð að Hnausum 21. júní 1947, af Böðvari H. Jakobssyni. Nefnd sú sem stjórnar þessu hátíðarhaldi býður yður öll velkomin á Iðavelli, til þess að taka þátt í hinni fjórðu hátíð sem haldin er á þessum stað, til minningar um endurreisn hins íslenzka lýðveldis, sem fór fram að Þingvöllum á íslandi þann seytjanda dag júnímán- aðar árið nitján hundruð fjöru hu og fjögur. Af því að ísland er okkár föðurland, íslenzk tunga okkar uióðurmál, og íslenzka þjóðin það berg, sem við erum brot af, höldum við hátíð í Nýja Is- landi, til þess að minnast okk- ar kæra föðurlands á okkar naóðurmáli, að minnast okkar ágætu fósturjarðar Kanada, sem er svo rík af .öllu sem til þess þarf að líf manns sé gott .°g fagurt, að minnast þeirra hugrökku manna og kvenna sem fluttu hingað vestur frá ís- landi, og börðust hér hinni hörðu landnáms-baráttu, til iþess að afkomendur þeirra gætu bú- ið við betri lífskjör, og til þess að gleðjast sameiginlega yfir frelsi og fullveldi hinnar ís- lenzku þjóðar. Hátíðarnefndin vonast eftir að geta veeitt yður hér mikla skemtun, því mjög hefir hún vandað undirbúning að þessari hátíð, hún hefir haft mikinn á- huga á því að fá framúrskar- andi fólk til að flytja minnin, svo hefir hún boðið hingað heiðursgestum sem munu á- varpa okkur nokkrum orðum, °g hún hefir fengið ágætan söngflokk til þess að skemta hér 1 dag, hann er undir stjórn Jó- hannesar Pálssonar frá Geysi, °S systir hans, frú Lilja Martin, leikur á hljóðfærið; þessi isyst- hini hafa getið sér mikinn orð- stýr fyrir hljóðfæraslátt og henslu í þeim greinum; þá hefir nefndinni ekki tekist það síst að að velja Fjallkonu og Miss Canada og hirðmeyjar þeirra, aðra eins kvennlega fegurð og Prýði, mun ekki auðvelt að hnna, sem hér í dag á Iðavelli. Áfellist kommúnista Anthony Eden, fyrrum utan- rákisráðherra Breta, áfeltist þunglega rússneska kommúnista í þingræðu og kvað afstöðu þeirra gagnvart stjórnarfarinu í Ungverjalandi, Búlgaríu og Rúm eníu, óverjandi með öllu; nú vaeri svo komið, að þessar þrjár þjóðir hefðu ekkert að segja Urn sín eigin innanlandsmál vegna áróðurs frá Rússlandi; hlÖðum væri lokað og þeir menn teknir úr umferð, er ekki segðu já og amen við öllu þessu targani, eða kystu auðmjúklega ® vöndinn. Athygli skal hér leidd að skemtisamkomu, sem haldin verður í Sambandskirkjunni á augardagskvöldið þann 28. þ. 71- — Skemtiskráin er auglýst a öðrum stað hér í blaðinu, og er hún það ótvírætt með sér hve VeI hefir til als undirbúnings Vandað; má því búast við mik- Uli aðsókn. Dr. Ófeigur J. Ófeigsson FULLTRÚI ÍSLANDS Samkvæmt tilkvnningu frá utanríkismálaráðuneyti íslands, hefir íslenzka ríkisstjórnin fal- ið Dr. Ófeigi J. Ófeigssyni, sem undanfarið hefir dvalið hér um slóðir, að mæta fyrir landsins hönd' á hinu 5. Alþjóðalækna- þingi, sem haldið verður í Wal- dorf-Astoríahótelinu fyrri hluta næstkomandi júlímánaðar; er það mikil og makleg sæmd, sem Dr. Ófeigi fellur í skaut með þessari ráðstöfun íslenzku ríkis- stjórnarinnar. BEVIN í PARÍS Utanríkisráðherra Breta, Ern- est Bevin, er kominn til Parísar til þess'að ráðgast við frönsk stjórnarvöld um fjárhagslega viðreisn Norðurálfuþjóðanna á þeim grundvelli, sem Marshall, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna vill að verði gert, þ. e. a. s. með Amerísku lánsfé Bretar og Frakkar hafa gert Rússum að- vart um þessa fyrirhuguðu við- reisnarstarfsemi og æskt þess að þeir yrði þátttakendur í henni. ELLISTYRKSMÁLIN Heilbrigðismálaráðherrann í Ottawa, Paul Martin, hefir bor- ið fram frumvarp í sambands- þingi varðandi breytingar á elli- styrkslöggjöfinni, þar sem gert er ráð fyrir, að kleift muni verða að greiða styrkþegum eitthvað meira en 30.00 dollara á mánuði; þetta telja stjórnar- andstæðingar óviðunandi, og bera stjórninni það á brýn, að hún hafi farið undan í flæm- ingi með hliðsjón af lausn þessa viðkvæma máls. Mr. Martin varði gerðir stjórnarinnar, og kvað sig einkum furða á afstöðu Mr. Brackens, er annað veifið ásakaði stjórnina fyrir eyðslu, en brygði henni hina stundina um of mikla varfærni í fjármál- um. Snjólaug Sigurdson Recital Icelandic Canadian club er mikil ánægja a því að tilkynna almenningi að Miss Snjólaug Sigurdson hefir boðið félaginu að halda hljómleika snemma í september n.k. til arðs fyrir námskeiðssjóð félagsins. Það er göfugmannlega hugsað af Snjólaugu að vilja þannig styrkja önnur ungmenni til mentunar og frama. Og ekki síst er -þetta boð hennar virð- ingarvert er tekið er til greina að hún er sjálf einmitt um þess- ar mundir að brjótast áfram af eigin rammleik eftir hinni tor- sóttu leið listarinnar. Það verður tilhlökkun fyrir fólk að eiga von á því að hlýða á þessa ungu listakonu áður en hún leggur leið sína aftur til New York í haust. Amæliskveðja Þjóðræknis- félagsins til dr. Richard Beck Dr. phil. Richard Beck pró- fessor, University of North Dakota, Grand Forks, N.D. Vér undirritaðir, meðlimir stjórnarnefndar Þjóðræknisfé- lags Islendinga í Vesturheimi, vlijum með skjali þessu, hver um sig, og allir sameiginlega, fyrir hönd félags "vors, óska þér innilega til hamingju og blessunar á þessum fimmtugasta afmælisdegi þínum Oss er það ljóst að þú hefir um margra ára skeið léyst af hendi gott og giftudrjúgt starf fyrir félag vort, sem meðlimur stjórnarnefndar þess og forseti. Þú hefir ótrauður beitt hinu óvenjulega starfsþreki þínu, miklu hæfileikum og lærdómi til eflingar menningararfi vor- um, og aukið frama þjóðar vorr ar báðu megin hafsins. Þú hefir einnig verið boðberi góðvildar og aukins skilnings miUi vor Vestmanna og ættbræðra vorra á íslandi. Alt þetta metum vér og þökkum. Megi þér endast aldur og and- legt þrek, enn um marga ára- tugi, til að halda hátt á lofti merki Islands og íslenzkrar menningar. Ávarp þetta, dagsett í Winni- peg, 9. júní, var fagurlega skraut ritað og undirskrifað af öllum stjórnarnefndarmönnum. Hófdrykkja og áfengisreikningur Ritstjórnargrein í Free Press. „Þegar fólkið í Canada sam- þykti það með atkvæðagreiðslu, hvert eftir annað, eftir fyrra stríðið, að fela stjórnunum umsjá áfengissölunnar, var því haldið fram að það yrði til þess að minna yrði drukkið. Síðustu skýrslur um áfengisnautn í Cana da sýna það að afleiðingarnar hafa orðið: ofdrykkja í stað hóf- drykkju. Árið 1946 eyddi Canadiska þjóðin 400.000.000 — fjögur hundruð miljónum dollara — fyrir áfengi. samkvæmt þeim skýrslum. Þetta er svo að segja jafn mikið og öll útgjöld Sam- bandsstjórnarinnar fyrir síðasta stríð. Það eru 33.00 dollarar fyrir hvern mann, hverja konu og hvert barn í Canada. Eftir því að dæma eyðir hver einasta fjölskylda í landinu 130.00 doll- urum á ári fyrir áfengi, eða hér um bil 11.00 dollurum á mánuði. Fyrir þessa upphæð mætti kaupa býsna mikið af öðrum drykk — mjólk Og það er stöðug ráðgáta fyrir margar húsmæður, hvernig þær eiga að haga svo fjárhag sínum, að geta keypt nóg af þeim drykk. Frá fjárhagslegu sjónarmiði er það næsta alvarlegt að þjóðin skuli eyða nálægt hálfri billjón dollara fyrir áfengi, en hitt er þj ennþá alvarlegra: að það sýn- ir aukinn áfengisþorsta, aukna áfengiseitrun, aukna tölu drukk inna bílstjóra, og alt það annað ilt, sem fylgir áfengisnautninni. Þessar nýju skýrslur eru í hæsta máta alvarlegar. Eftir heilan aldarfjórðung hefir þessi hófsemdar tilraun tekist þannig að hér er sannarlega um enga hófsemd að ræða“. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. GÓÐIR GESTIR AF FRÓNI Gestakoma heiman af Fróni má nú svo að segja teljast til daglegra viðburða; er slíkt okk- ur Vestmönnum eigi aðeins mikið fagnaðarefni, heldur styrk ir það einnig bræðraböndin milli stofnþjóðarinnar og af- kvista hennar vestan Atlants- ála. Undanfarinn vikutíma hafa þessir gestir heimsótt oss frá Is- landi: Árni Bjarnason, blaðamaður og bókaútgefandi frá Akureyri, er heimsótti okkur í fyrra, og sýnt hefir í verki mikinn áhuga fyrir menningarmálum Vestur- íslendinga. Jón Helgason blaða- maður, sem um allmörg ár hefir verið starfsmaður við Tímann í Reykjavík; hann er ættaður af Akranesi, gáfumaður og ágæt- lega ritfær. Hannes Þórarinsson læknir úr Reykjavík, sonur Þórarins heitins Kristjánssönar hafnarstjóra og Ástu, dóttur Hannesar Hafstein. Stefán Ól- afsson læknir, Í>orsteinssonar í Reykjavík; báðir þessir efnilegu læknar stunda framhaldsnám við Mayo-stofnunina að Roc- hester, Minn. — Margrét Ind- riðadóttir, ritstjóri við kvenna- síðu Morgunblaðsins í Reykja- vík; hún er fædd á Akureyri; faðir hennar er frá Skógargerði í Fellum, en móðir hennar ættuð af Seyðisfirði; hún hefir dvalið því nær árlangt við blaða- menskunám við háskólann í Minnesota. Síðast, en ekki síst, ber að nefna séra Eirík Brynj- ólfsson. prest á Útskálum, sem kominn er hingað til ársdvalar og þjónar Fyrsta lúterska söfn- uði meðan séra Valdimar J. Ey- lands dvelur á íslandi; er séra Eiríkur hingað kominn ásamt frú sinni, Guðrúnu Guðmunds- dóttur, ungum syni þeirra, og tengdasystur, Hjördísi; það hef- ir verið öllum óblandið ánægju- efni, að kynnast þessu ágæta og frjálsmannlega fólki að heiman. ÞAKKARORÐ Litlu áður en ég fór til Winni peg í haust sem leið, vegna veik- inda Einars sonar míns, voru margir vinir mínir í Víðir, Fram nes og Árborg, fljótir að rétta mér hjálparhönd, bæði með vinnu á heimili okkar og eins með peningagjöfum; alt þetta létti mikið undir með okkur á þungbærum reynslutímum, og veíðskúldar ógleymanlegar þakkir; þá ber okkur einnig að þakka börnum í Víðibygð, er efndu til skemtisamkomu um jólaleytið til arðs fyrir hinn sjúka son okkar; öllum vinum, fjær og nær, flytjum við okkar hjartfólgnustu þakkir fyrir margvíslega hjálp og ástúð í garð drengsins okkar og okkar sjálfra. Winnipeg, 23. júní 1947. Mr. og Mrs. Hallur Johnson frá Víðir. Tala atvinnuleysingja Að því er hagstofunni í Ott- awa segir frá nam tala atvinnu- leysingja í Canada við lok apríl mánaðar, s. 1., 35,859 til móts við 43,675 í marz. 1 strandfylkjun- um ber langmest á atvinnuleys- inu, en minst í Saskatchewan. Gefið til Sunrise Lutheran Camp. Mr. og Mrs. Lawrence Thom- son, Winnipeg, $2.00. Mr. og Mrs. B. J. Lifman, Árborg, 3.00. I kærri minningu um kæran vin okkar og frænda, Jónas Jón- asson, dáin á Gimli í maí 1947. Stefanía Lifman, Árborg, 3.00, í kærri minningu um ljósu mína Mrs. Sesselju Guðmundsson, dá- in í Árborg í maí 1947. A Friend 1.00. Kvennfélag Björk, Lund- ar 15.00. Kvennfélag Baldurs- brá, Baldur, 20.00. Meðtekið með innilegu þakk- læti. Clara Finnsson 505 Beverley St. Mrs. og Mr. George Jóhannes- son og sonur James, frá Edmon- ton, Alta, komu til bæjarins 16. júní. Þau komu flugleiðis með C.P.R.-flugfari, og stjórnaði Mr. Jóhannesson því. Hann er flugkapteinn hjá C.B.K.-félaginu. Verður hann hér eystra um mánaðartíma, og mun fljúga fyrir félagið með fólk norður til The Pas. Hjónin dvelja hjá móður Mr. Jóhannessons, Mrs. Guðlaugu ‘Jóhannesson, 739 Alverston St. Winnipeg. v Gefið í minningarsjóð Banda- lags Lúterskra kvenna: — Mrs. Rachel Maxon $25.00, í minningu um ástkæran son, Gunnlaug Marino Maxon. Mrs. Gunnar Johnson, 10.00. Leiðrétling við gjafalista í síðasta blaði: Mrs. B. J. Brandson $25.00, í mniningu um Ás Thomson Leut. Thomas Leonard Brand- son. — Mr. og Mrs. W. P. Thor- steinson $2.00, í minningu um Sigurð Freeman. — Með inni- legu þakklæti. Anna Magnússon Box 296 Selkijrk, Man. ♦ ♦ Þann 18. þ. m. létst að heimili sínu, 431 Scarboro Ave, í Cal- gary, Mrs. Guðrún Grey, kona Marvey L. Grey, dóttri A. C. Johnson, fyrrum ræðismanns og ekkju hans Elizabetar Johnson; Auk manns síns lætur hún eftir sig tvö börn, pilt og stúlku; — einnig fjögur systkini; meðal þeirra er A. V. Johnson tann- læknir í Winnipeg. -f -f -f -f -f -f Á víð og dreif Til prófessors Richards Becks 9. júní 1947 Eg kom í húsið — hafði orðið seinn að heyra það, sem fundarstjórinn sagði. Eg úti’ í horni settist — sat þar einn hjá sjálfum mér — ég hugsaði og þagði. Eg yfir hópinn horfði, sem var smár, og hérna-fæddir sjálfsagt nauða fáir; því þeir, sem annars áttu nokkurt hár, af elli voru flestir hélugráir. Eg heyrði að lögðu ýmsir orð í belg; það auðheyrt var að málin, sem þeir ræddu, í sálum þeirra voru híminhelg: í heitum straumi orð af vörum flæddu. Eg heyrði fljótt hvað fundarefnið var: hér fylkja skyldi sterku varnarliði í stríð á móti öllu allstaðar, sem ekki rækir vora fornu siði. Hér tungan okkar skyldi um eilíf ár í allri sinni dýrð og fegurð ríkja, og hver, sem heimi flytur feigðar spár sé friðlaus, eins og þeir, sem landið svíkja. Eg úti í horni sat — ég sat þar einn hjá sjálfum mér — ég hugsaði og þagði, og hreifðist ekki heldur en fastur steinn — ég hlustaði á alt, sem tolkið sagði. Eg man þá tíð: það var mín tröllatrú að tungan okkar gæti velli haldið: — það breytist alt — það er mín skoðun nú að enginn geti bæði slept og haldið. Þær vonir lengi lýstu huga minn að „Landinn“ þyldi engar fangatreyjur. En þúsund sinnum þess ég dæmi finn að þetta séu bara dauðateygjuf. En margur veikur lifir langa tíð og lifnar stundum fremur öllum vonum, með störfum sínum auðgar land og lýð. ef læknir finst, sem reyni’ að bjarga honurn. Og þér er ljúft að reyna, Richard Beck: — sé ráðum þínum fylgt og eftirdæmi, þá mætti styrkja margan veikan hlekk og móta fleiri,4sem að liði kæmi. Eg fáa vissi hyggja á hærra flug né hátt í lofti vængi betur þanda. Eg aldrei þekti starf með heilli hug né hendur lengra fram úr ermum standa. Ef björgun tekst, þeim lækni líkist þú, sem lifir eins og hirðir veikra sauða, með hnífnum sínum byggir jafnvel brú á breiða sundið milli lífs og dauða. Þú hefir lært þá list, sem fæstum er í lífsins skóla kend né unt að finna: Að skapa veg og virðing sjálfum þér með vinarhug til allra bræðra þinna. En fyrirgef — þess getur hugsun mín: í glóðarkeri heima eldur brenni, sem vel og stöðugt stundi konan þín: svo störf þín megi að nokkru þakka henni. Sig. Júl. Jóhannesson.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.