Lögberg


Lögberg - 17.07.1947, Qupperneq 2

Lögberg - 17.07.1947, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. JÚLÍ, 1947 Kirkjuþingið lúterska og íslenzka að Mountain, N.D., 1947 eðrið var indælt er við lögð- um á stað frá Winnipeg kl. 9 að morgni þrettánda júní s.l. í bíl, sem J. S. Gíllis kaupmaður átti og stýrði. 1 fyrstu vorum við létthlaðnir, aðeins þrír menn í bílnum: Mr. Gillis, Victor Jónasson og sá er þetta ritar, en í Fort Rouge bættust í hóp- inn prestshjónin frá Gimli, séra Skúli Sigurgeirsson og frú. Svo hófst ferðin. Bíllinn rann greið- lega eftir renni sléttu asfaltinu suður í gegnum bæinn, framhjá háskólagarðinum og St. Nor- bert og út á landsbyggðina frjálsa og fagra. Til hægri handar blöstu við bændabýli, grænir akrar og grasi vaxið engi, á þá vinstri glampaði á Rauðar-ána við og við og nauta hjarðir á beit, dreifðu sér um bakka hennar. Loftið var hreint ag tærfe Himinínn heiður og blár og ylmþýð gola lék um okkur í gegn um opna glugga bílsins. Það segir svo ekki af ferð okk ar fyrr en við komum suður að landamærunum, en þar var numið staðar og þar náðum við féhirðir Kirkjufélagsins, hr. S. O. Bjerring sem framhjá okkur fór með fríðu föruneyti skammt fyrir sunnan Winnipeg-borg og hafði haann lokið viðskiptum sínum við tollverðina þegar við komum og þeir sem með hon- um voru, en það voru séra Run- ólfur Marteinsson, sem sat hon- um til hægri handar, séra Sig- urður Ólafsson og frú og frú Bjerring sem aftan við Bjerring sátu. Afgreiðsla tollvarðanna beggja megin línunnar gekk mjög greiðlega og ferðinni var haldið áfram til Pembína og í gegnum þann bæ yfir Rauðar- ána á brúna, en rétt fyrir sunn- an brúna skiptast vegirnir. — liggur annar austur til St. Vin- cent og Minnesota. Hinn suður, og liggur Minnesota vegurinn betur við og lagði Bjerring og prestarnir út á hann, en sáu að -f -f sér eins og slíkum mönnum réttarlandi séra Páls, svo voru og allar hliðarstoðir og klæðn- ing. Undirstöðutrén voru köntuð á þann hátt, að utan af þeim var sagað, með langsög og voru kantarnir um 12 þuml. á þykkt, sæmir, þegar þeir lenda inn á villigötur veraldarinnar, mjög bráðlega og sneru aftur. — Var svo haldið inn á hinn rétta veg í gegnum gömlu Islendingabygð ina sem nú má heita gjöreydd; framhjá gömlu íslenzku kirkj- unni, sem einmana stendur við veginn; eini minnisvarðinn í Pembína um íslenzka menning og mennina og konurnar sem þar reistu byggðir og bú á frum- býlingsárum Islendinga í þessu landi og hvíldu í reitnum litla í kringum hana, og áfram eftir veginum rennisléttum, 18 mílur suður frá Pembína, en þar liggur vegurinn vestur og beina leið til Cavalier. í Cavalier, sem er mjög snotur athafnabær, var áð og þar neyttum við miðdegis- verðar, og var svo haldið áfram eins og leið liggur vestur til Akra og Hallson, og svo suður til Mountain og komum við þar kl. laust eftir 2 e. h. Mountain er einn af sögurík- ustu stöðum íslendinga í Vestur- heimi. Þar og í umhverfinu stendur vagga íslenzku byggð- anna í Norður Dakota. Eg gekk út í kirkjugarð, þar sem margir af frumbyggjum Mountain- byggðarinnar hvíla, og stað- næmdist við leiði foringjans sem ruddi frumbýlingunum ís- lenzku braut til Dakotabyggð- arinnar, séra Páls Þorlgkssonar og sá hann í anda, þar sem hann ók ásamt þeim Jóhanni Hallson og Áma Þorlákssyni eftir slétt- unum meðfram Pembína fjöll- unum í fyrsta sinni árið 1878, 4- 4- 4- töfraður af tign landsins. Eg sá þá Jóhann P, Hallson, Gísla Egilsson, Jón Jónsson og Bene- dikt Jónsson reisa fyrsta bjálka- húsið, fyrsta íslenzka heimilið á sléttunum í Norður Dakota, og ég sá íslenzku innflytjend- urna koma gangandi og fótsára að norðan og sunnan, fákunn- andi og fátæka af öllu nema von og vilja. Eg sá átökin og erfið- leikana sem þetta áræðna fólk varð að ganga í gegnum, og ég sá hinn hreinhjartaða leiðtoga þess fórna sjálfum sér, fyrir vel- ferð þess og velmegun. Eg sá þennan vísir til íslendinga- byggðar, þroskast og vaxa, sá bændabýlin breiðast út um slétt una fyrir neðan fjöllin. Sá slétt una breytast í Akra, fátækt og basl breytast í velsæld og vel- Jíðan íslenzku byggðanna á sléttunum og hæðunum í Da- kota. Og ég sá meira. Eg sá jafn- vægi hjá þessu fólki, — frum- byggjunum íslenzku; á milli andlegrar atorku og framsóknar og verklegra afkasta. Fyrsta guðsþjónusta í hinni nýju byggð, var flutt af séra Páli Þorlákssyni í des. 1878. — Fyrsti söfnuður í þeim byggð- um er myndaður á Garðar í nóvember 1880 og fyrsta kirkja seinni tíðar íslendinga í Amer- íku er reist á Mountain 1884 og gaf séra Páll Þorláksson grunn- inn undir hana, ásamt kirkju- garðinum í kringum kirkjuna. Kirkja sú var vönduð og vegleg frá byrjun. Undirviðirnir allir úr eik, sem tekin var af heimilis en 14 á breidd, en trén sum yfir 20 fet á lengd. Hliða- og enda- stoðir allar úr eik, og klæðning- in utan á þeim einnig, sem frum byggjarnir fluttu úr skóginum með ærnum erfiðleikum og sög- uðu svo með eigin handafli. — Gnægð var þar af auðunnari byggingarvið, en ekkert nema það fullkomnasta og dýrasta fullnægði hinni kirkjulegu þrá og kristilegu skyldurækni ís- lenzku frumbyggjanna á'þessum stað. Yfirsmiður við byggingu þessarar kirkju, var Nikulás Jónsson frá Hofi í Álftafirði á Islandi. Faðir Péturs Nikulás- sonar í Wynyard Sask., og hon- um til aðstoðar var Jón Hillman frá Hóli í Skíðastaðahreppi í Skagafirði, duglegur maður og ágætur ásamt fleirum sem lögðu gjörva hönd á það verk, svo sem Björn Halldórsson frá Úlfsstöðum. I 63 ár hefir kirkja þessi stað- ið á sínum upphaflega grunni, og í sextíu og þrjú ár hafa frum byggjarnir íslenzku einn eftir annan safnast til hvíldar í helgi- reitnum í kringum hana, þar til hann er nú albyggður, fyrir nokkru, að mér var sagt. Kirkjan hefir nú verið færð af sínum upphaflega stað, og norður fyrir kirkjugarðinn, svo sem 11 fet. Astæðan til færslu þeirrar er sú, að vaxandi starf krafðist meira rúms og vaxandi þægindakröfur, betri hitunar- tækja að vetrinum, en kostur var á í kjallaralausu húsi og líka sú, að erfitt var að koma fyrir kjallara undir kirkjuna á hinum fyrri stað, án þess að hrófla við hvílurúmum hinna framliðnu. Kirkjan hefir ekki aðeins verið færð, heldur hefir líka verið aukið við hana og kjallari byggður undir hana, sem er bæði bjartur og rúm- góður, og hið besta samkomu- og kennslupláss. I sambandi við þetta verk hefir söfnuður- inn sýnt hina mestu atorku og samhug. Það hefir kostað tíu þúsund dollara, sem söfnuður- inn hefir borgað nálega að fullu, en auk þess hefir einn af safn- aðarmeðlimum gefið kirkjunni nýtt orgel, vandað og veglegt, sem kostar fleiri þúsund doll- ara. Slíkt er að kunna vel til verks og vera lands síns hnoss. (Framh. á bls. 4) Séra Eric H. Sigmar settur inn í prestsembættið í Argylebyggð, 6. júlí Veðrið tjaldaði því helsta, sem það átti til, það var sólskin og blíða sunnudaginn 6. júlí og Guð var í hinum blíða blæ, og það var hátíðisdagur í Argyle- byggð. Það var fjölmennt við kirkju Frelsissafnaðar, elstu kirkju byggðarinnar þegar hinn nývígði og nýkjörni prestur safnaðanna var á formlegan hátt settur inn í embætti sitt. Séra Eric H. Sigmar. Séra E. H. Fáfnis var þar í nafni ambættis síns sem forseti kirkjufélagsins, tók þátt í at- höfninni og ávarpaði séra Eric með all langri yæðu, en Dr. H. Sigmar prédikaði til safnað- arins og var honum falið af for- seta að setja son sinn inn í embættið. Mælti hann að lokinni innsetningu nokkur orð til safn aðarins, falleg að hugsun og búning. Ágætur gestur frá Is- landi tók einnig þátt í athöfn- inni með snjallri og fagurlega hugsaðri ræðu, var það séra Eiríkur Brynjólfsson frá Út- skálum á Reykjanesskaga, er hingað til lands er kominn til að þjóna Fyrsta Lúterska Söfnuði í Winnipeg á meðan séra Valdi- mar J. Eylands tekur við brauði hans í skiftum á íslandi. — Er sagt að hann eigi að baki á ætt- jörðinni glæsilegan og mann- dómsfullan lífsferil. Hann snerti viðkvæma strengi í hjörtum fólksins með málsnild sinni og fallega túlkaðri kirkjulegri hugsun. Munu flestir fljótt hafa sannfærst um það að hann væri vel hlutgengur hvar í flokki manna sem hann kemur fram. Sameiginlegur söngflokkur allra safnaðanna söng við þetta hátíðlega tækifæri undir stjóm Árna Sveinssonar í Baldur. Að lokinni athöfninni í kirkj- unni var öllum boðið til kaffi- drykkju í Argyle Hall, og héldu konur byggðarinnar þar sínum foma og sérstæða sið með mynd arlegri og skörulegri frammi- stöðu. Á eftir voru nokkrir söngvar sungnir og ræður héldu prestarnir fjórir er viðstaddir voru og einnig forsetar safnað- anna, B. S. Johnson^ Frelsis, H. S. Sveinsson, Fríkirkju, S. A. Anderson, Immanuel Baldur, og G. J. Oleson, Glenboro. — Buðu prestinn. velkominn og lofuðu honum fulltingi sínu og safnað- anna í starfinu framundan. — Séra E. H. Fáfnis söng einsöng en Hr. B. S. Johnson stjórnaði programinu með myndarskap. Séra Eric H. Sigmar er að hefja lífsstarf sitt, hann er í broddi lífsins. Tíminn á eftir að sýna hvað í honum býr, en allir bera til hans mesta traust. Hann á fagran æsku- og námsferil; hann er prúður og hreinn og hógvær í allri framkomu eins og hann á kyn til í báðar ættir. Argyle-bygðin og söfnuðirnir bjóða hann velkominn. Fólkið fagnar honum eins og dagurinn bjarti og heiðloftið bláa sem með tign og fegurð blessaði bygðina kæru og farsælu og krýndi allt umhverfið fegurð sunnudaginn 6. júlí s.l. G. J. Oleson. Látin er fyrir skömmu í borg- inni Tacoma, Wash., Miss Elín Thorsteinsson kenslukona, syst- ir þeirra Kristjáns og Aðalsteins byggingameistara, sem búsettir eru í Winnipeg; hin látna var fædd og uppalin í Garðarbyggð inni í North Dakota. Samkvæmt því, sem í Ency- clopedia Britannica stendur, er Júlíus Cesar talinn hafa „fundið upp“ nautaat. * Æinni landnemanna Lundar, 6. júlí. 1947 Það engum skilst, hve langt sem leitað væri, — þó líf vort hefji það í æðri tign — að mannleg sál við sérstök tækifæri á sérstök efni virðist eilíf-skygn. I dag eins og lífið lyfti tjöldum og ljósið skíni gegn um dökkan hjúp: Til frænda og vina hugleiðis við höldum og horfum yfir sextíu ára djúp. Við horfum yfir þessar breiðu bygðir með býlin fyrstu lítil, dreifð og fá, en við þær margir bundu traust og trygðir, og traustið hefir aldrei svikið þá. Þeir landnámsmenn, sem lengst og glöggast muna, hér lesið geta eins og skrifað blað um þrautastríð í gegnum frost og funa, en fegri vonir altaf bættu það. Með litlum tækjum örðug jörð var unnin, en engar bygðir þektu trúrri menn: með skóflugarmi grófu fyrsta brunninn — og gamla holan kannske sést þar enn. . Þeir feldu tré í fyrsta bjálkakofann, og fleiri en þeir þar löngum hlutu skjól. Hjá okkur, bræður, nú er stærri stofan, og stritið minna, fínni og mýkri ból. En heyrið!: Meðan hugsjón þessi ræður, í hópinn ekkert komið gleymsku skarð, á fund við okkar horfnu héraðsbræður við hverfum snöggvast út í kirkjugarð, því þar á eflaust allur fjöldinn heima af elsta fólki þessa bygðarlags. Það fær, ef til vill frelsi til að dreyma og fylgjast með í hátíð þessa dags. Sig. Júl. Jóhannesson -f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f Stefán Einarsson, prófessor fimmtugur Einn af merkustu Islending- um vestan hafs er fimmtugur í dag. Það er Stefán Einarsson, prófessor við John Hopkins University í Baltimore í Banda- ríkjunum. Stefán er fæddur að Hösk- uldsstöðum í Breiðdal í S.-Múl. 7. júní 1897. Foreldrar hans voru Einar Gunnlaugsson bóndi þar og kona hans Margrét Jónsdótt- ir prests á Klyppstað. Þau voru mestu atorku- og myndarhjón. Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum og stundaði öll venjuleg sveitastörf í uppvextinum. Hann var snemma bókhneigður og lestrarfús með afbrigðum. Stúd- entspróf tók hann árið 1917. Að stúdentsprófi loknu las hann við háskólann í Reykjavík á vetrum um skeið, en vann heima hjá foreldrum sínum á sumrin. Hann lauk magister- prófi í íslenzkri málfræði, bók- menntum og sögu árið 1923. Að því loknu sigldi hann til Finn- lands og lagði stund á hljóð- fræðinám við háskólann í Hels- ingfors árin 1924 og 1925, en hélt þaðan til Oslóar og samdi þar og varði doktorsritgerð sína árið 1927 fyrstur íslenzkra manna. Fjallaði hún um hljóðfræði ís- lenzkrar tungu og er rituð á þýzku. Það sama ór hélt hann til Ameríku og varð þá um hauátið kennari við John Hop- kins háskólann í Baltimore, og árið 1936 varð hann prófessor við þann skóla og hefir gegnt því embætti síðan. Kennslugrein hans er ensk málfræði. Stefán kvæntist árið 1925 eistlenzkri konu, Margarethe Schwarzenberg að nafni. En Stefán hefir ekki aðeins verið atkvæðamikill kennari. Hann hefir einnig innt af hönd- um margs konar vísindastörf og unnið Islandi og íslenzkri menn ingu ómetanlegt starf. Hann hefir meðal annars verið vara- ræðismaður Islendinga í Balti- more um langt skeið. Stefán er félagi í fjölmörgum vísindafélögum, er fjalla um bókmenntir og málfræði, og hef ir ritað fjölda greina í erlend- vísindatímarit. Hann hefir einn- ig ritað nokkrar sjálfstæðar bækur um fræðigrein sína. Þá hefir hann ritað sögu Eiríks Magnússonar, sem kom út í Reykjavík árið 1933. I íslenzk tímarit hefir hann og ritað all- margt greina um sérgrein sína og íslenzka höfunda og verk þeirra. Stefán hefir safnað afarmiklu efni um störf og verk íslenzkra nútímahöfunda og skrifað stuttar greinar um þá í amer- ískar handbækur. Þá hefir hann og nýlega lokið merku rit- verki, er nefnist History of Islandic Prose Writers 1800 —1940, og mun það rit koma út í ritsafninu Islandica, sem Hall- dór Hermannsson, prófessor gef- ur út. Um þessar Aiundir hefir hann í samningu sögu íslenzkra bókmennta frá upphafi fyrir út- gáfufyrirtæki eitt í Bandaríkj- unum. Sumarið 1939 var Stefáni boð- Stefán Einarsson ið að takaað sér aðalritstjórn forníslenzkrar orðabókar, sem Árna Magnússonar nefndin í Kaupmannahöfn hefir í hyggju að láta gera. Hann ákvað þá að taka því boði, en áður en hann kæmist til Danmerkur til þess að taka við þessu starfi, skall styrjöldin á, og hvarf hann þá frá því ráði. Á sumrin vinnur Stefán oftast í bókasafninu Iþöku að söfnun heimilda um íslenzkar bók- menntir að fornu og nýju og vinnur að því þegnskaparstarfi af óþreytandi áhuga og elju. Er það flestra mann mál, að hann sé nú orðinn einn hinn allra fróðasti núlifandi maður um íslenzka höfunda og verk þeirra. Kunnugir telja Stefán hæg- látan og allra manna ófúsastan á að hafa ritstörf sín og fræði- iðkanir í hámæli. Hann er hóg- vær og gerhugull maður, en þó fyndnari í góðra vina hópi. Þótt örlög hafi búið Stefáni starf fjarri ættlandi sínu hefir hann lagt drjúgan skerf til ís- lenzkra fræða, en auk þess hefir hann neytt aðstöðu sinnar er- lendis eins og bezt veður á kosið til þess að kynna íslenzk- ar bókmenntir að fornu og nýju og auka þekkingu annarra þjóða á tungu og sögu íslendinga En fyrir allt þetta fræðistarf sitt hefir hann aðeins hlotið óverulegan styrk af fé því, er Alþingi veitir íslenzkum fræði- mönnum. Þannig hefir Stefán unnið tví- þætt menningarstarf. — Hann hefir stundað erilsamt kennara- starf og ritað fjölmargt um ís- lenzk fræði á erlendum vett- vangi, en jafnframt hefir hann unnið þýðingarmikið fræði- starf á alíslenzkum vettvangi. Þótt þess megi óska af heil- um hug, að Stefáni endist líf og þróttur enn um langan dag til að inna þetta tvíþætta hlutverk af höndum, íslandi og íslenzkum fraaðum til heilla og þroska, væri ekki síður æskilegt, að hann kæmi hingað heim og fengi starf og viðunandi aðstöðu hér til fræðiiðkana, því að enginn vafi er á því, að hér bíða hans verk- efni, er hann gæti leyst mörgum öðrum fremur. Tíminn, 7. júní. GAMAN 0G ALVARA Mr. Hallur E. Magnússon kaupmaður og skáld frá Seattle, Wash., dvelur hér á slóðum um þessar mundjr. Miss Gerða Ásvalds úr Reykjavík, sem dvalið hefir í Los Angeles síðan í haust, kom til borgarinnar flugleiðis í lok fyrri viku. -♦■ 1 Kentucky í Bandaríkjunum eru til lög, sem útiloka hvern þann frá opinberum stöðum, sem hefir tekið þatt í einvígi. ■♦■ Bekkurinn hafði verið beðinn að skrifa stíl um veturinn. Eitt af börnunum skrifaði eftirfar- andi: — Það er voða kalt á veturna. Mikið af gömlu fólki deyr á veturna og margir fuglar fara einnig til heitari heimkynna. 4- “Settstu niður,” sagði tauga- veiklaður maður við son sinn, sem hafði helst til hátt. “Eg geri það ekki,” svaraði sonurinn þrjóskulega. “Stattu þá, ég heimta að mér sé hlýtt.”

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.