Lögberg - 17.07.1947, Síða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. JÚLÍ, 1947
<1
i=
(Ensk saga)
HVER VAR
ERFINGINN?
G. E. EYFORD, þýddi
i_____________________
20. Kafli.
Hvernig stóð á því að Fred Hamilton
var á danssamkvæmi hjá Miss Edith
Rusley?
Morguninn eftir að hún hafði nærri
því ekið yfir hann, vaknaði hann og sá
vin sinn Edward Newton standa við
rúmið sitt og horfa alverlega á sig, með
bros á sínu góðmannlega og gáfulega
andliti.
„Nú, hvað!” sagði Fred og geispaði.
“Er húsið að brenna?”
“Nei, ekki strax,” svaraði Ed ; “en það
mundi bráðlega gera það ef þu byggir
hér einn. Því slekkurðu ekki ljósið með
því að blása á það, í staðinn fyrir að
slökkva það með gólfskónum þínum?
Hvernig líður þér annars?”
“HVernig mér líður?” endurtók Fred
og horfði á hann. “Hvernig ætti mér
að líða öðru vísi en vel? — Og það var
tilfellið, því Fred hafði aldrei höfuðverk
eftir að hafa drukkið.
“Það er ágætt,” sagði Edward og
brosti. “Kannske að þú munir eftir hinu
leiðinlega æfintýri, sem þú lentir í, í
gærkvöldi?”
Fred hugsaði sig um sem snöggvast
og hristi svo höfuðið.
“Ed., ég er heimskingi, og hefi altaf
verið það; — það er sannarlega mikil
blessun að heimskan er ekki smitandi,
annars værir þú búinn að smitast af
mér fyrir löngu. í gærkvöld gerði ég mig
að virkilegum bjána; en það var tveim-
ur vinum mínum að kenna, og ég vil
óska, að það væri hér eftir bannað að
selja kampavín í klúbbnum. Hafði ég
drukkið of mikið, Ed?”
“Hvað heldurðu um það sjálfur? ’
spurði Ed., glettnislega.
“Eg er hræddur um að ég hafi gert
það,” sagði.
“Eg get fullvissað þig, Ed., um að
ég drakk ekki mikið; en þegar manni
líður illa —.”
“Þá er það vanalegt að hann reynir
að láta keyra yfir sig,” sagði Edward
og brosti.
Fred starði á hann, og svo hló hann.
“Já, bara hugsaðu þér, nú man ég
það.”
“ En,” sagði Edward, “það er ekki
oft að menn séu svo heppnir að vera
bjargaðir af ungri og fríðri stúlku, sem
á margar milliónir — og sem í staðin
fyrir að láta setja hann í fangelsi fyrir
slæma hegðu á götum borgarinnar, þá
ekur stúlkan honum heim til sín, í
skrautvagni sínum.”
“Já, það var vel gert af henni,” sagði
F'red.
“Vel gert er orð, sem í sjálfu sér á
ekki við,” sagði Edward.
“Það var meir en ég verðskuldaði,”
leiðrétti Fred.
“Mikið meira; hún hlýtur að vera
dæmalaus góð stúlka. En,” bætti hann
við, “ég er glorhungraður; það er best
ég baði mig fyrst.”
Eward Newton fór inn í stóru stof-
una, og eftirhálfan klukkutíma kom
Fred þangað. Þar settust þeir að morg-
unverði. Fred borðaði með góðri lyst,
eins og hann var vanur. Meðan hann
var að borða virti Edward hann fyrir
sér, og brosti ánægjulega.
Loksins leit Fred upp frá matnum og
færði stólinn sinn frá borðinu.
“Nú verðum við, minn gamli og góði
vinur, að finna eitthvert ráð til að
bjarga úr vesöld og allsleysi, manni, sem
ekki fékk, og ekki fær, einn einasta
eyrir; manni^ sem kann ekki neina
iðn, getur ekki unnið erviðisvinnu, og
skammast sín fyrir að þyggja hjálp;
manni sem á sama sem ekki einn ein-
asta eyrir.”
“Þú átt svolítið af peningum enn-
þá,” sagði Ed.
Fred stóð upp og dró skúffu út úr
skrifborði sínu, tók upp úr henni tó-
bakspung og steypti innihaldinu á
borðið, svo taldi hann peningana. Það
voru 21 pund og fáeinir smápeningar.
Ed. leit upp.
“Fred, þetta endist þér ekki lengi,”
sagði hann.
“Nei, það er satt; þú ert vitur eins og
Salomon; en spurningin er, hvað get
ég gert?”
Edward hugsaði sig um sem snöggv-
ast.
‘^Þú getur farið í herinn.”
“Og verða skotinn, svo þú syrgir mig
alla æfi þína,” sagði Fred, “nei, mér
þér þykir of vænt um þig, Ed., til þess
að ég geri það; en er enginn annar veg-
ur fyrir mig?”
Edward klóraði sér á höfðinu með
pennastönginni sinni.
“Eg er viss um að það er enginn ann-
ar vegur fyrir þig.”
“Nei. enginn annar vegur,” sagði
Fred með sínu vanalega léttlyndi.
“Hvað gera menn af háum ættum, er
þeir lenda í líkar kringumstæðum eins
og þú ert nú í?” spurði Edward.
“Þú vilt þó ekki að ég leggist í fyllirí?”
sagði Fred.
“Menn, sem hafa ekki peninga og
engar gáfur, enganNheila, sem heitið
getur?” sagði Ed.
Fred tók sykurstöngina sem var á
borðinu og henti á eftir honum.
“Hvað gera slíkir menn? þeir gifta
sig vanalega ríkum stúlkum,” sagði Ed.
Fred leit undrandi á hann.
“Eg að gifta mig, aldrei,” sagði hann.
Edward brosti. “Eg hefi heyrt svona
staðhæfingar áður, seinast er ég heyrði
slíka staðhæfingu, giftist sá maður
tveimur vikum síðar.”
”Það er engin hætta á að ég giftist
innan tveeggja vikna,” sagði Fred. “Ef
þú hefir eitthvað meira að ráðleggja
mér, þá haltu áfram með það.”
“Nei, ég hefi ekkert meira að segja,”
sagði Ed., og uppti öxlum.
“Þú vitri Salomon; ert þú ráðalaus,”
sagði Fred. “Þú virðist ekki hafa mörg .
ráð handbær, ég meina —
“Eg hefi gefið þér það besta ráð sem
ég gat,” svaraði Edward, “og það er
gott ráð, bygt á góðum grundvelli. rík
gifting stendur þér til boða.”
“Hvað meinar þú með þessu?”
spurði Fred.
Edward var rétt í þann veginn að
svara, er húsmóðirin kom inn og rétti
honum bréfspjald.
“Hvað er þetta?” spurði Fred.
“Það er nokkuð sem hundruð ungra
manna vildu gefa vísifingur hægri
handar sinnar fyrir,” svaraði EM. —
„Það er frá Miss Edith Rusley, þú get-
ur lesið það sjálfur.”
“Spurning um, hvernig Mr. Hamil-
ton líði, hvort hann hafi meiðst mikið
í gærkvöldi?”
Þetta var alt sem var á bréfspjald-
inu.
Fred roðnaði út að eyrum, svo fleygði
hann spjaldinu frá sér.
Edward tók pappírssörk og skrifaði:
“Mr. Hamilton sendir þér þakklæti sitt;
hann meiddist ekkert í gærkvöldi og
er svo hryggur yfir að hafa orðið til að
gera Miss Rusley svo mikið ónæði og
fyrirhöfn.”
Hann fékk húsmóðurinni þetta bréf
og bað hana að fá þjóni Miss Rusley
það, sem hafði komið með bréfspjald-
ið. —
“Eg hélt þú gætir ekki skrifað það,”
sagði Ed. brosandi. — Svar og afsök-
un. Fred, þú ert hamingjusamur ungl-
ingur. Hefurðu heyrt talað um þessa
fjarska ríku Miss Edith Rusley?”
“Já,” sagði Fred ylgdur; Bigelon og
Cummingham gerðu mig dauðþreyttan
í gærkvöldi á að hlusta á þá tala um
hana. Hún er stórauðugur erfingi og
svo framvegis. Nú kæri ég mig ekki að
heyra meira um hana.”
Edward yppti öxlum og settist við
skrifborðið sitt, þar sem láu bunkar af
skjölum.
Fred gekk til hans og lagði hendina
á herðar honum.
“Fyrirgefðu mér, gamli vinur, en ég
— en það er ein einasta kona í heim-
inum sem á hjarta mitt, þar er ekkert
rúm fyrir neina aðra. Hún, sem ég
elska svo innilega, hún er mér horfin;
ég held hún sé stigin upp til himna,
þaðan sem hún kom. Hvað kæri ég mig
um Miss Rusley, eða nokkra aðra
stúlku. Eg skal segja þér, að ég lá vak-
andi meiri partinn af nóttunni, og í
hvert sinn sem ég sofnaðfl, dreymdi
mig þessa fágætu stúlku í Sylvester
skógi. Eg vildi gefa til hvað helst sem
væri til að finna hana. En til hvers væri
það, þó ég fyndi hana? Eg gæti ekki
beðið hana um að gerast hluttakandi í
þessum tuttugu pundum og fáeinum
smápeningum með mér.”
“Fyrirgefðu mér, Fred,”s sagði Ed-
ward rólega; “Eg skil og veit hvað þú
meinar; ég er ástfanginn sjálfur. — En
þrátt fyrir það máttu ekki vera ókurteis
við Miss Edith Rusley. Þú verður að
fara til hennar og þakka henni.”
“Eg vildi óska að ég hefði aldrei orð-
ið á vegi hennar,” ‘sagði hann, og fór út
úr stofunni.
Edward horfði á eftir honum og hélt
svo áfram vinnu sinni. Hann sá Fred
ekki aftur fyrr en seint um kvöldið;
þá kom hann heim og hlammaði sér
dauðþreyttur ofan í stól.
“Hvað hefurðu verið að gera í allan
dag, Fred,” spurði Edward.
“Leitað að saumnál í heyhlassi,”
svaraði hann.
Edward kinkaði kolli.
“Eg hefi verið að ganga um borgina
í allan dag, síðan ég fór út í morgun,
og ég hefi varla hvílt mig eitt augna-
blik; ég hefi farið um allar helstu göt-
ur borgarinnar, og lögreglumennirnir
hafa skipað mér að fara mína leið, er
þeim þótti ég standa of lengi í sama
stað; þeir hafa líklega tekið mig fyrir
þjóf, sem væri að bíða eftir tækifæri til
að stela. Og svo er ég hér aftur, og hún
er eins langt í burtu frá mér, eins og
áður. En' samt finst mér — ég skil það
ekki sjálfur — að hún sé hér í London.
Ef þú hlærð að mér, Ed., þá ber ég þig.”
“Mér hefir aldrei verið minna hlátur
í hug, en einmitt núna,” sagði Edward
Newton ofur rólega.
“Veistu hvað ég hefði gert, ef — ef
Squire Arthur Lamonte hefði ánafnað
mér einhverja peningaupphæð?” sagði
Fred æstur; “ég skyldi nota hvern ein-
asta skilding af því til að leita eftir
henni. Ek skyldi hafa hundrað menn til
að leita að henni, og ekki látið þá fá
nokkurn frið, fyrr en þeir hefðu fundið
hana.”
”Og svo?” spurði Edward.
Fred blés mæðilega og kveikti í píp-
unni sinni. Edward horfði á hann.
“Eg hélt þú hefðir heimsótt Miss
Rusley.”
Fred horfði á hann, eins og hann
vildi berja hann, svo gekk hann inn í
svefnherbergi sitt.
Morguninn eftir, er hann kom inn
til morgunverðar, tók Edward eftir því
að hann var í fínum fötum, í staðinn
fyrir hin snjáðu föt sem hann brúkaði
hversdagslega.
“Þú horfir á mig,Ed.,’ sagði Fred,
af því ég hefi farið í önnur föt, en ég
gerði það bara til að þóknast þér; ég
vil hlýðnast .þér; því ætti ég ekki að
geta látið mér vera sama um, hvað
þessi tigna jómfrú hugsar? En ég verð
að heimsækja hana; ég held hún verð-
skuldi það. Eg skal fara þangað og
þakka henni fyrir, og svo er því máli
þar með lokið.’’
Ed. Newton kinkaði kolli, en sagði
ekkert, því hann sá að Fred hafði mist
hið glaðværa útlit af andliti sínu, og
var stúrinn á svipinn. Fred reykti píp-
una sína og horfði á Edward keppast
við að skrifa. Svo fór hann út, án þess
að segja neitt.
Eftir tvo tíma kom hann aftur, næst-
um með bros á andlitinu; og honum virt
ist nú vera léttara í sinni og sagði:
“Jæja, nú er þetta afstaðið, því er
lokið.”
“Hvrenig gekk það?” spurði Edward
forvitnislega.
“Gekk það, það var til einskis; hún
var ekki heima,” sagði Fred, glaður yfir
því að svo hittist á.
“Ekki heima. Hvernig leit það út
þar?”
“Það er fallegasta húsið í Elm Park,”
svaraði Fred. “Fullt af þjónum; allt
glimrandi í fegurð; alt bar þess vitni að
hún er afar auðug.”
“Og þú sást hana ekki?” spurði
Edward.
Fred roðnaði og pressaði saman
varirnar.
“Hvað þú getur verið forvitinn! Jú,
ég sá hana; hún kom rétt þegar ég var
að fara.”
“Talarðu við hana?” spurði Ed.
“Nei, ég lyfti bara hattinum og heils-
aði henni, og hélt svo mína leið,” sagði
Fred alvarlega.
“Hún lítur á þig sem illa siðaðan ná-
unga,” sagði Ed., og yppti öxlum.
“Já, ég er það,” svaraði Fred, en það
gerir þá ekki mikið til. Segðu mér eitt-
hvað um sjálfan þig; ég er leiður á öllu
sem mig áhrærir. Hverju hefir þú
áorkað?”
“Eg hefi komið í nágrennið þar sem
Gladys er,” svaraði Edward og roðn‘
aði.
“Nú, gastu séð hangi?”
“Nei,” sagði Edward dauft. “Eg sá
að gluggablæjurnar á öðru lofti voru
dregnar fyrir gluggana, svo fór ég í
næsta húsið og spurði, hvort nokkur
væri veikur hjá Holcombs.”
“Jæja, hvað svo?”
“Já, afi hennar lá veikur, var sagt,
svo ég fór mína leið.”
“Já, þú veist þó hvar þú getur fundið
hana, en því er öðruvísi háttað með
mig.”
“Eg sá skuggan hennar fyrir inn-
an blæjurnar,” sagði Eldward blátt
áfram, “ég er alveg viss um það; ég
sat í hálftíma og horfði á vangan á
henni þegar við vorum saman í járn-
brautarvagninum. ”
“Holcomb Gladys Holcomb,” sagði
Fred. “Það er fallegt nafn. Eg skil ekki
í, hvernig á því hefir staðið að hún fór
til Wood Castle. Það var kvöldið sem
Squire Arthur dó. Það er æfint'ri sem
ég öfunda þig af, Ed. Bara ég vissi hvar
Dora er, þá skyldi ég halda mig þar
nálægt, nótt og dag. Þangað til ég sæi
hana. Ed., veistu hvað það er að vera
soltinn; að vera svo þyrstur að tungan
loði við góminn, svo þú viidir gefa alt
sem þú ættir, já, jafnvel tíu ár æfi
þinnar fyrir einn sopa af vatni? Þahnig
líður mér, er ég hugsa um hið yndislega
andlit og hin mildu, brúnu augu og hið
sakleysislega bros! Og hvenær er það,
sem ég hugsa ekki um hana?”
“Svo þú talaðir ekki við Miss Edith?”
Fred, sem'ekki vildi vera spurður
fleiri spurninga í. sambandi við Miss
Edith, vildi komast sem fyrst út úr
stofunni, en í flýtirnum var hann rétt
búinn að fella húsmóðurina sem kom
inn með bréf til hans.
Fred tók við bréfinu, opnaði það, og
fleygði því svo til Edwards. Umslagið
var ljósgrátt á litinn, og stimplað með
skjaldarmerki; undir því stóðu bókstaf-
irnir E. R. í því var gullbrytt bréf-
spjald, sem var boðsbréf á dans, ásamt
einnri línu, skrifaðri með kvennhendi.
Það var kveðja Miss Rusley og af-
sökun fyrir því, að hún var ekki heima,
er Mr. Hamilton kom.
“Fred, hvílík ljúfmenska og lítillæti!
Þú verður að þyggja þetta heimboð,”
sagði Edward.
Fred stamaði út úr sér nokkrum
mótbárum og vildi ekki fara, en Ed-
ward sagði að hann gæti ekki, sóma
síns vegna og almennrar kurteisi,
neitað boðinu.
Kvöldið, sem dansinn átti að vera,
var Fred klæddur í fínan samkvæmis-
búning. Edward var vanur að segja,
að sér væri altaf ánægja að sjá Fred
svo vel búinn; hann stóð upp frá skrif-
borðinu sínu til að virða Fred fyrir sér,
og brosti ánægjulega.
“Þú tekur þig altaf svo vel út, Fred,
þegar þú ert í samkvæmisbúningi,”
sagði Edward.
“Já,” svaraði Fred, og ýlgdi sig, “ég
skal fara þangað, en ég er bjáni, ég
ætti ekki að gera það; en það er
ómögulegt að standa á móti þínum
stöðugu áminningum og hvatningar-
orðum. En þú skalt muna það, að ég
bara kem inn og læt sjá mig, og svo fer
ég út aftur, og þar með er því lokið!”
Svo kvaddi hann Ed., og fór út úr stof-
unni.
21. Kafli.
Fred tók leiguvagn og ók til Elm
Park. Honum kom oft til hugar á leið-
inni, að láta vagninn stansa og fara
út, og fara í klúbbinn — eða eitthvað
annað, fremur en að fara til Miss Edtih
Rusley, og þó var hann brátt kominn
þangað og gekk upp tröppurnar að
hennar skrautlega húsi. Hann sá strax
að það var ekki stórt samkvæmi, en
sérstaklega valdir gestir, og af því sem
hann sá, að orðrómurinn um ríkidæmi
Miss Rusley, var als ekki orðurn aukinn.
Hann gekk hægt inn í danssalinn,
mest af dansfólkinu var uppi á svölun-
um að kasta mæðinni og hvíla sig.
Hann þekkti flesta er þar voru, og
skipti orðum við þá. Meðal þeirra voru
þeir: Alfred Bigelon og Cunningham,
mennirnir sem hann hafði drukkið
kampavínið með í klúbbnum fyrir
tveimur dögum.
“O-nei, hér höfum við villimanninn
okkar!” sagði Bigelon. “Hvernig geng-
ur það fyrir þér, Fred? Þú lætur ekki
bíða að komast í hóp keppinautanna,”
hvíslaði hann og brosti háðslega.
Fred sagði eitthvað og hélt svo
áfram inn í salinn.