Lögberg - 04.09.1947, Side 4

Lögberg - 04.09.1947, Side 4
4 Hogberg Gteílð út hvern fimtudag aX THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 i'.argent Ave., Winnipeg, Manito'oa UtanAskrlft ritstjórans: EDITOR LOGBERG 195 Sargrent Ave., Winnipeg, Man Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögbergr” ia printed and pubilshed by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as.S xiond Class Mail, Post Offiee Dept., Ottawa. PHONE II 894 Viðtal við Knstján Thorsteinsson, nýkominn úr Íslandsför Við Kristján erum þremenningar; faðir hans, Þorsteinn EJinarsson frá Brú á Jökuldal og Anna Jónsdóttir, móö ir mín, voru systkinabörn; það fer því að vonum, að við Kristján eigum eitt og annað sameiginlegt, að minsta kosti sameiginlega ættingja og vini. Forvitni um ísland og hagi íslenzku þjoðarinnar hefir jafnan íylgt mér eins og skugginn, og þá engu síður fyrir það þó ekki sé liðið nema rúmt ár frá því, er ég í fyrra sumar leit land feðra minni, gat ég ekki varist því að spyrja ans nýlega bar saman á skrifstofu minm, get ég ekki varist því, að spyrja hann nokkurra frétta; hann brást vel við, en kvaðst þó verða mundu næsta stuttorður. Þú lagðir af stað héðan með hinu glæsilega flugfari Loftleiða, þann 14. júní síðastliðinn, eða var ekki svo? Jú, við komum til Reykjavíkur þann 16. og höfðum þó all-langa viðdvöl í Gan- der a Newfoundlandi; ferðin gekk eins og í sögu; vel fór um okkur í flugvél- mni, aðbúð að öllu leyti hin bezta, og farþegar allir í sólskinsskapi; mann- sofnuður mikill fagnaði flugvél og far- þegum í Reykjavík, með veizlu og ræðuhöldum; enda var hér um sérstæð an atburð að ræða; fyrstu flugferðina ineð ísleznkri flugvél milli Winnipeg og Reykjavíkur; á flugvellinum fagnaði mer frændi minn, Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri, og á hinu elskulega heim- íli hans og frú Dóru Þórhallsdóttur Bjarnasonar biskups, átti ég heima dvalartíma minn í Reykjavík. Hugur þinn hafði vafalaust tíðum stefnt til Islands, eins og svo margra annara? Já. Eftir þrjátíu og fimm ár rættist draumur minn, og það jafnvel fegurri hátt en mig nokkru sinni hafði órað fyrir, og þó var ég ekki nándar nærri eins heppinn með veður og þið voruð í fyrra, því á Suðurland- inu var alveg óvenjulega rigningasamt; en í hvert sinn, er til sólar sá, opnuð- ust mér nýir og alveg ógleymanlegir töfraheimar; ísland nútíðar með öllum þess öru og mikilfenglegu breytingum; mér fanst ég í rauninni koma að nýju landi, er tækni yfirstandandi aldarfars hafði sett svip sinn á. Þú hefir víst ferðast víða og séð margt, sem þér áður var ókunnugt um? Eg fór víða og sá ótrúlega margt, á ekki lengri tíma, og víðast hvar eitt- hvað, sem heillaði huga minn. Eg þarf víst ekki að spyrja um það, hvort þú haf ir hitt Vernharð bróður þinn, kennara við menntaskólann á Akureyri? Hann ferðaðist með mér meginpart dval- arinnar heima, en um þær mundir sem ég kom til Reykjavíkur var hann í Möðrudal hjá Jóni Stefánssyni frænda okkar; það var mér ósegjanlegt ánægju efni, að hitta bróður minn eftir öll þessi ár, og hann lét ekkert tækifæri ónotað er verða mætti mér til yndis; ég fór til Akureyrar bæði loftleiðis og í bíl; nú tekur ferðin milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar ekki nema drykklanga stund, ef svo má að orði kveða; vegalengdir á íslandi eru í raun og veru þurrkað- ar út. Eg tel víst, að þú hafir heimsótt Austurland? Eg kom í Möðrudal, fór þaðan í Hvannalindir, og sá tóttarbrot- in af kofanum, sem Fjalla-EIyvindur hafðist þar eitt sinn við í; við þann stað eru bundnar margar endurminningar; það var gaman að koma í Möðrudal, þótt bærinn ,að því er mér fanst, hefði mátt vera nokkuru vistlegri; ég kom í Brú, sem er efsti bær á Jökuldal, þang- að sem við rekjum ætt okkar, og einnig í Eiríksstaði, og allsstaðar mætti manni sama ástúðin, sama óviðjafnan- lega gestrisnin; Á útdalinn kom ég ekki, vegna þess, hve tíminn var af skorn- um skammti; á ferðalaginu eystra var jafnan dumbungsveður, og þess vegna naut maður ekki hins tilkomumikla út- sýnis svo sem á hefði verið kosiö. Var þér ekki víðförult um Suðurland? Vissulega. Eg kom á Þingvelli, og skoðaði hina frægu sögustaði, sem landnám Gríms Geitskós svipmerkist af; og jafnvel þótt veðrið væri síður en svo ákjósanlegt, fann maöur glöggt til helginnar, sem hvílir yfir þessum forna og sögufræga stað; komu minni þangað gleymi ég aidrei. — Fór ég einnig aust- ur að Guiifoss og Geysi, og var svo hepp inn að sjá Geysi gjósa. Var það tíguleg sjón. Hvernig var Heklu háttað um þær mundir, sem þú dvaldir á Suðurlands- undirlendinu, var hún enn að gjósa? Eg átti þvi láni að íagna, að ganga á Hekiu ásamt Vernharöi bróður mmum og Sigurði Thorarensen verkfræðingi at Akureyri, er skýrði fyrir okkur sögu fjallsms og aðstæöur; ég á lionum mik- ið að þakka. Hafa spjöll af völdum Heklugossins orðið stórvægileg? Nei, skemmdirnar vegna vikursins voru mestar í Fljóts- hlíömni eins og ykkur er kunnugt um af blöðunum; tún og nokkuð af útengi, hafa verið hreinsuð með jarðýtum, en fyrir því gengust ungir sjálfboðar úr Reykjavík með aðstoð Búnaðarfélags íslands, er lagði til áhöldin; þetta þótti mér fallegt og vel af sér vikið. Ennþá heyrast daglega dynkir miklir í Heklu, en um gos, svo teljandi sé, sýndist ekki lengur að ræða, þótt dálítU, ofur-fín ger aska félli annað veifið, er svo að segja engu tjóni olli. Hvernig leizt þér á sveitabúskapinn yfir höfuð að tala? Hann hefir auðsjá- anlega tekið víða miklum stakkaskift- um; sveitaheimilin eru nú langtum mannfærri en áður var; vinnuhjú finn- ast ekki frekar en glóandi gull, og væri það ekki vegna hins nýja vélakosts, myndi mörgum bóndanum reynast þungur róðurinn, og reynist það ef til vill samt; á Suðurundirlendinu er nú meiri áherzla lögð á nautgriparækt, en nokkru sinni fyrr; eru þar víða starf- rækt með góðum árangri umfangsmikil mjólkurbú, eins og reyndar norðan- lands líka. En stórfeldustum breyting- um hygg ég að sjávarútvegurinn hafi tekið á síðustu árum, enda sækir þjóð- in á miðin einkum afl þeirra hluta, sem gera skal; þar er risafengin nýsköpun að verki. Hvað er um höfuðborg landsins? Hvernig kom hún þér fyrir sjónir? Mér þótti gamli bærinn harla óvistleg- ur, en sum nýju hverfin á hinn bóginn sérlega falleg, einkum hverfið, sem byggt er vestur af Landakotskirkjunni og suður Melana; þar eru breiðar göt- ur og mörg prýðileg hús með vaxandi trjágróðri umhverfis þau; mér fanst líka mikið til um hafnargerðina og ým- issar opinberar byggingar svo sem há- skólann og sjómannaskólann; allar þessar nýbyggingar hafa vitaskuld kost að ærið fé, en því fé, sem til þeirra hef- ir verið varið hefir ekki verið til eins- kis varið, og er hið sama að segja um það fé, sem lagt hefir verið í endur- nýjun togaraflotans og til rafvirkjana víðsvegar um landið; slíku fé hefir ekki verið sóað; það er ávaxtað í þörfum þjóðþrifafyrirtækjum, sem mörg virð- ast bera sig vel. Hitaveita Reykjavíkur, er sérstætt og merkilegt fyrirtæki, er mjög eykur á lífsþægindi borgarbúa og stuðlar jafnframt að bættu heilsufari. Hvað er að segja um dýrtíðina á ís- landi, er hún í rénum eða það gagn- stæða? — Mín skoðun er sú, að dýrtíð- in sé enn að færast í aukana; á Hótel Borg kostar máltíðin 25 krónur, húsa- leiga er afskaplega há, bæði í Reykja- vík og öðrum bæjum; alt, sem fólk þarf aðkaupa, kaupir það við afarverði; kaupgjald er að vísu hátt, en hvort það stendur í réttu hlutfalli við framfærslu- kostnaðinn skal ósagt látið. Það dylst engum, er sækir ísland heim, hve þröngt er orðið í búi varðandi erlendan gjaldeyri; slík fríðindi eru nú naumast fáanleg í landinu; þetta hef ir þegar leitt til þess, að farið er mjög að þrengjast um innflutning vmissa vörutegunda, og að tekið er að skamta nauðsynjar, svo sem föt og skófatnað, að ógleymdu blessuðu kaffinu, sem margir vilja sízt án vera; þetta er ný- lunda fyrir íslenzku þjóðina, sem búið hefir við allsnægtir um mörg undan- gengin ár og ekkert haft af kreppu að segja. Ókunn lönd G E I T E Y Eftir Lourie Lie Höfundur þessarar greinar er Laurie Lee, rithöfundur og skáld. Hann er nú talinn einn af efnilegustu rithöfundum Breta. Þegar minst er á Cyprus, þá detta mér altaf geitur í hug — svartar geitur, rásandi meðal blóma og hallarrústa, geitur með bjöllur í hornum komandi í hóp- um niður rauðleitar fjallahlíðar, geitur stiklandi og stökkvandi milli hvítra steina í rústunum á hofi Venusar, geitostur, geita- mjólk, geitakjöt, geitasmjör, sem haft er daglega til viður- væris, og ber beiskan keim af því, sem geiturnar nærast á. Úr flugvél líkist eyjan líka útspýttu geitarskinni og bendir rófan á Sýrland. Geiturnar eru kýr þeirra Cyprusbúa, ómetanlegar skepnur í þessu grassnauða landi, þar sem þær geta lifað á þyrnum og þistlum og á ein- hvern óskiljanlegan hátt breytt þeim í mjólk. En ég skal ekki hrósa geitun um um of. Þær hafa hjálpað tii þess að eyða gróðrinum, því að þær bíta barr og lim skógarins og það er eins og bit þeirra sé banvætt. Eg sá þetta glöggt í fyrravor, þegar ég fór til Cyiprus. Eg ók þá upp til fjallanna og skóganna og sá hin feisknu tre og þorp hirðanna í niðurníðslu. En þar hafði líka verið tekið í taumana, skógurinn var friðað- ur og geitunum ofaukið. Það er best að ég segi frá því ferðalagi. Suðvestan á eynni eru Troodosfjöllin og þaiigað lagði ég leið mína einn fagran vor- morgun. Bílstjórinn var Tyrki, sem hét Achmed — skemtilegur náungi, brúnn og gljáandi á hör- und. Hann kunni eitthvað tutt- ugu orð í ensku og blés þeim út úr sér með rámri röddu, sem var líkust hvin í þokulúðri, og altaf breytti hann um áherslur. Hann ók eins og vitlaus maður, en var þó öruggur. — Hinar stóru hend- ur hans fálmuðu lauslega við stýrið og hann fór hinar kröpp- ustu beygjur á hengiflugi á svo mikilli ferð að ég náfölnaði í hvert skifti. Okkur skilaði drjúgum upp Solea-dalinn. Þar er búinn jarð- vegur, þar eru runnar af laven- der, pílviði og fjallarósum. En hátt yfir þetta gnæfir fannþak- inn tindur Troodos. Eg ætti að se§ja ykkur betur frá þessum fjallarósum, því að bændurnir hagnýta þær á mjög einkennileg an hátt. Snemma á morgnana, þegar dögg legst yfir alt, vessar einkennileg kvoða út úr blöðum og stiklum rósarunnanna. — Þá reka bændur geitur sínar þang- að á beit og á meðan þær eru að bíta þurka þær þessa kvoðu af með skegginu. Eftir nokkra daga er skeggið svo klippt af þeim og soðið, og úr því kemur bráð, sem nefnist ladanum. Var þetta fyrrum talið meðal við als konar sjúkdómum, en nú er það notað í ilmvötn. Þeir bændur sem engar geitur eiga, búa sér til vendi úr hampi og hýða með honum rósirnar fram að sólar- upprás. Síðan fara þeir heim með vendina og sjóða þó, og ná þann ig úr þeim ladanum. En allir eru sammála um það, að ekkert lad- anum sé eins gott og það, sem unnið er úr geitarskeggi. Við ókum hátt upp í fjöllin og síðan niður dali, þar sem loftið angaði af ilmi þurra grenipurta, grænna möndulviða og kirsi- berjatrjáa. Þetta var yndislegur, bjartur morgunn, með suð í bý- flugum og ferfætlum. Niðri í einum dalnum komum við að hrörlegu hirðaþorpi og lagði þaðan ilmsætan reyk. Kon ur voru að gera til kola og reyk inn af kolagröfunum lagði hátt í loft og svo breiddist hann út yf ir dalinn. Hér staðnæmdumst við og gengum upp í þorpið. — Hvert mannsbarn kom út til þess að fagna okkur. Borð voru sett undir fíkjutré og hlaðin als- konar vistum, brauði, geitaosti, harðfiski og víni. Á meðan við drukkum og snæddum hinn kjarngóða mat, hófust fjörugar samræður. Brátt tók aldraður maður að syngja og aðrir að dansa sverðdansinn. En það var því miður ekki hægt, vantaði hljóðfæraslátt. — Eg bauðst til þess að spila fyrir þá og þeir færðu mér fiðlu. Dans- lagið er einkennilegt og gengur á fjórðungsnótum, sem eru vest- rænna manna nema ekki. — En þeir reyndu að kenna mér það. Einn þeirra laut niður að mér og raulaði það framan í mig, svo að andgufan, megnuð þef af víni og lauk, fylti vit mín. Hann end- urtók þetta hvað eftir annað, þangað til ég náði hljómfallinu. Svo spilaði ég, en þeir dönsuðu og klöppuðu saman lófunum og þyrpingin varð þéttari og þétt- ari. Eg gat aldrei áttað mig á því í hverju danslistin var fólg- in, en þetta er þjóðdans þarna uppi í dölunum. Þetta voru hirð ingjar og forfeður þeirra, höfðu verið hirðingjar mann fram af manni og kynslóð eftir kynslóð. Söngvar þeirra og dansar voru einfaldir og báru keim af veiði- ferðum, bardögum og kynþátta- stríði. girtum vínviði, og konur voru að vefa í skuggasælum, glugga- lausum húsum. — Og hvarvetna heyrðist vatnsniður. Hærra klifum við þangað til mér virtist við vera svo að segja í lausu lofti beint uppi yfir haf- inu. — Lækir komu þar út úr görðum, runnu yfir geitastígana og fram hjá rústum gamalla mylna. Að lokum komum við að uppsprettunni. Þar var dálítill hellir í bjargið og í honum drop steinakerti, en fram úr honum fossaði vatnið og dreifðist niður hlíðina og veitti henni frjósemi. Inni í hellinum voru fjórar upp- sprettur. — Vatnið gusaði þar upp eins og ljósbláir hnoðrar undan svörtu berginu. Svo rann það í djúpan og lygnan hyl. En í miðjum hylnum var klettur með eldrauðri skellu. “Hvað er þetta?” spurði ég. “Það er blóð drekans”, sagði túlkurinn. “Unga stúlkan var bundin þarna á klettinum og drekinn kom til þess að taka hana. En hann drap drekann”. “Hver?” spurði ég. “Sankti Georg”, sagði hann. Achmed hafði verið að snúast í kringum okkur hálf ólundar- legur, því að hann skildi ekki enskuna. En þegar hann heyrði nafn dýrlingsins, lifnaði heldur yfir honum, og hann blés stórum reykjargusum út um nefið. Það var til að sýna, hvemig drekinn hafði spúð eitri. Achmed lék drekann, þóttist vera helsærður og hníga út af, en benti um leið á klettinn og sagði: “Blóð mitt”. Mig furðaði á því að þessi hell- ir, sem veitti lifandi vatni yfir hlíðarnar og var lífsuppspretta alls gróðurs þar, skyldi einnig geyma söguna um drekann og dýrlinginn, sem er fyrirmynd Breta um drengskap og hug rekki. Myndirðu vilja setjast að á íslandi, Kristján minn, spurði ég svona einhvern- veginn út í bláinn? Naum- ast geri ég ráð fyrir því; ég er líka búinn að vera lengi að heiman. En hvað, sem því líður, elska ég fæðingarland mitt og þjóð- ina, sem það byggir; með heimsókn minni til íslands fanst mér ég hafa stigið hamingjuspor; með henni var eigi aðeins svalað lang varanndi heimþrá minni, heldur fræddist ég á ferða- laginu um margt í lifnaðar háttum stofnþjóðar minn- ar, er ég aldrei hefði að öðrum kosti áttað mig til fulls á, því sjón er jafnan sögu ríkari; og nú tók ég í hendina á Kristjáni frænda og þakkaði honum fyrir vingjarnlegt rabb. Nú er æfi hirðingjanna önnur. Vegna friðunar skóganna voru þorp þeirra í niðurníðslu. Sum- höfðu tekið upp nýja vinnu, skóggæslu og kolagerð. En allir höfðu þeir lifað á búskap og nú var ekki hægt að búa þarna leng ur. Þorpið var því komið að því að leggjast í eyði. Stjórnin hefir í hyggju að flytja alt fólkið til láglendisins á vesturströndinni. Þar á að fá þeim landskika og kenna þeim að rækta þá. Slíkir þjóðflutningar hafa aldrei áður farið fram á Cyprus. Á láglendinu neðan við fjöll- in var mjög hróstrugt og þar er ekkert vatn. Sumarhitinn er mikill og fólkið hefir því safn- ast saman þar sem uppsprettur eru. Eitt kvöld ók ég með Ach- med og túlk til þorpsins Lapit- hos á norðurströndinni. Þetta er frægur staður vegna þess að hann fær vatn úr uppsprettu, sem kemur upp í kletti, og þorn- ar aldrei. Vegurinn upp að þorp inu var brattur og grýttur, en til beggja handa voru garðar á stöllum með gullnum sítrónu- trjám. Húsin standa hvert ofan við annað og þar mátti heyra hávaða af athafnalífi. Trésmiðir voru að saga og negla, þar voru malarar, hvítir af hveitisalla, menn voru að leikjum á bletti fyrir framan veitingahús, um- Cyprus, þessar leifar gamals lands, sem stendur þarna upp úr hafinu, er heimkynni margra helgisaga um Venus, Othello, sankti Pál og marga aðra. En þetta kvöld heyrði ég sögu, sem er eldri en þær allar. Mér var sögð hún í BellaPaise klaustr- inu. Klaustur þetta stendur hátt á fjallsrana fyrir ofan Kyrenia. — Leiðin þangað liggur í gegnum skóg af Jóhannesar-brauðtrjám. Þarna var yndisfagurt undir sólarlagið, Miðjarðarhafið dökk- blátt og eins og stráð salla af demöntum, svo að maður fékk ofbirtu í augun. Gullnum roða sló á skóga og fjöll. Upp í blá- loftið teygðist klausturrústirnar snjóhvítar, eins og vindblásin bein. Eg gekk inn í rústirnar og horfði út um bogagluggana út yfir hafið ládautt og, þangað sem fjöllin í Tyrklandi eygðust í fjarska. Á heimleiðinni komum við í kaffihús. Okkur var þar fært kaffi og radísur og skemlar til að hvíla fæturna á. Allir þektu Achmed og vildu tala við hann svo að hann var í essinu sínu. Gamall maður með snjóhvíta lokka kom til mín og langaði til að segja eitthvað. Hann benti út yfir hafið. “Þarna er Tyrkland”, sagði hann. Við litum allir í áttina og eygð um land í sextíu mílna fjarlægð. “Þegar ég var lítill”, sagði gamli maðurinn, “og þegar veðr ið var gott, þá gátum við heyrt hundgá handan við sundið. Nú heyrum við það ekki lengur. — Sundið hefir breikkað”. Trúði hann þessu sjálfur? Var hann að skrökva að mér? Eða var þetta axfsögn frá því fyrir Nóaflóð? Skilnaðarmál. Kona nokkur í Kansas City í Bandaríkjunum fór nýlega fram á skilnað við mann sinn vegna þess að hann væri stælinn, upp-

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.