Lögberg - 04.09.1947, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. SEPTEMBER, 1947
5
AHU6AHAI
IWENNA
Ritstjóri:
Leiðrétting frá Sig. Baldvinsyni
Hvernig hægt er að ná
níræðisaldri
“Ekki vil ég verða níræður”,
mun margur hugsa, sem les
þessa fyrirsögn, þá er maður
orðinn einmana og lífið manni
þungt á margan hátt”. Sá, sem
þannig hugsar, þarf ekki að bera
áhyggjur út af því að hann
verði níræður, því aðal skilyrðið
til þess að ná svo háum aldri er
það, að vera gæddur sterkri lífs-
löngun.
“Eg borðaði þegar ég var svang
ur og drakk þegar ég var þurr-
brjósta, manni verður að langa
til að lifa; það veit sá sem allt
veit, að ég er ekki reiðubúinn
að fara ennþá”.
Þannig svaraði níræður öld-
ungur, þegar hann var spurður,
hverju hann þakkaði það að hafa
náð svona háum aldri. Lífsgleði
og lífslöngun taldi hann öllu
nauðsynlegr til þess að lengja líf
dagana.
í nýútkomnu Ladies' Home
Journal birtist grein, er skýrir
frá viðtölum, er greinarhöfund
ux hefir átt við margt nírætt
fólk úr öllum stéttum mannfé-
lagsins, ríkt og fátækt, þekkt og
óþekkt, af báðum kynjum. —
Hér fer á eftir útdráttur úr
greininni:
“Það er fjörugt fólk, þetta ní-
ræða; það sem einkennir það
öllu fremur er, að það vill lifa,
það hefir áhuga fyrir lífinu og
hæfileika til þess að njóta þess
eftir því sem kringumstæður
þess leyfa.
“Enginn ætti að hætta að
vinna”, sagði einn aldraður mað-
ur, er-haldið hafði áfram at-
vinnu sinni þar til hann var 88
ára gamall: Ástæðan fyrir því
að konur lifa oft menn sína er
sú, að þær hafa ávalt eitthvað
til að sýsla við þegar hann hætt-
ir atvinnu sinni og hefir ekkert
til að sýsla við; er hann hætt-
ur hann saman”.
Fólk, sem lifir það að verða
nírætt trúir á vinnuna sem and-
legan og líkamlegan heilsugjafa;
það telur að sú fullnæging, sem
vinnan veitir sé nauðsynleg til
þess að geta haft ánægju af líf-
inu, og segir að langlífi sitt stafi
af því að það hafi vanið sig á
að vinna en sitja ekki auðum
höndum. Margt miðaldra og jafn
vel yngra fólk dreymir um það
að koma sér þannig fyrir, að það
fái sem fyrst lausn frá störfum
— að það sé takmark, sem það
eigi að keppa að. Það fólk myndi
sennilega breyta um skoðun, ef
það hlýddi á þetta níræða fólk,
því það telur það vafasama bless
un að hætta að vinna og setjast
í helgan stein.
“Það eina sem ég hefi áhyggj-
ur út af er, að geta ekki unnið”,
sagði gamall kennari, er látið
hafði af embætti. “Eg sé fólkið í
nágrenninu fara í vinnu sína, en
ég get það ekki því það er að
verða býsna erfitt fyrir 85 til 90
ára gamlan mann að fá at-
vinnu”.
Fleiri en 70 prósent af þessu
fólki kvaðst hafa verið ánægð-
ara meðan það stundaði stöðuga
atvinnu heldur en eftir að það
lét af störfum. “Vinnan gerir
engum mein”, sögðu flestir og
hin háa elli þess bar þessari stað
hæfingu vitni, aðeins 14 prósent
hafði látið af störfum áður en það
varð 70 ára; 40 prósent milli 70
og 80 og 46 prósent eða nærri
helmingur var enn vinnandi þeg
ar það var áttrætt og eldra.
Vitaskuld hefir flest hið aldr-
aða fólk, er en hefir ekki látið af
störfum, stytt sinn daglega vinnu
tíma, það er setur embætti eða
stöður, þar sem það getur ráðið
INGIBJÖRG JÓNSSON
sínum eigin vinnutíma. öðru
máli er að gegna með þá, sem
vinna fyrir launum hjá öðrum;
fæstir vilja ráða í vinnu háaldr-
að fólk. Meðal þeirra er komnir
eru um nírætt og enn halda á-
fram störfum sínum, eru lækn-
ar, lögmenn, bændur og húseig
endur og kaupmenn.
Vinna þessa fólks er ekki
eins stöðug og reglubundin
og áður; margir hafa snúið sér
að nýjum störfum.
“Varastu að sitja auðum hönd
um — þótt’þú fáir lausn frá
störfum, máttu ekki ímynda þér
að lífið sé á enda; fyndu þér
ný áhugamál”. Þetta var ráð-
legging aldraðs lögmanns og
hann framfylgir sínum eigin ráð
leggingum. Hann lítur inn á
skrifstofu sína daglega; hann
æfir sig á píanó og guitar dag-
lega og tekur þátt í æfingum
söngfélagsins!
“Það sem verst fer með gam-
alt fólk”, sagði einn níræður öld
ungur, er það, að það er altaf að
hugsa um að það sé orðið gam-
alt; það hefir engan áhuga fyrir
því sem er að gerast í kringum
það. Slíkur hugsunarháttur eld-
ir fólk bæði andlega og líkam-
lega. Það er um að gera fyrir
aldrað fólk að fylgjast með því,
sem er að gerast í heiminum. —
Það getur að minnsta kosti greitt
atkvæði, þótt það geti ekkert
annað gert. Eg greiddi atkvæði
í fyrra og þeir urðu að útvega
mér stól til að sitja á!”
Allir hinir Iífsglöðu, níræðu
öldungar höfðu sérlega mikinn
áhuga fyrir því, sem var að ger-
ast í heimsmálunum og félags-
lífinu. 1 einu orði sagt, því fleiri
áhugamál, því meiri lífsgleði.
Þeir sem óánægðir voru og
lífssaddir, veittu litla athygli
því, sem var að gerast og lifðu
eins og í veröld út af fyrir sig.
Þegar hinir glaðsinna, gömlu
menn voru spurðir, hvað þeir
gerðu, sögðu þeir: “Eg hlusta á
útvarpið, les blaðið, gef hæsnun-
um, masa við kunningja mína,
og skipti mér af því, sem aðrir
gera.-----Eg les all-mikið reyki
all-mikið, jagast í dóttur minni
að gera hitt og þetta.------Eg
saga minn eigin eldivið, yrki
minn eigin garð; heimsæki kunn
ingja mina á hverjum degi. Eg
get ekki lesið vegna sjóndepru,
en ég hlusta á útvarpið og fylg-
ist þannig með því, sem er að
gerast.-----Þetta er nú fyrsti
veturinn, sem ég hefi verið
iðjulaus; gamalt fólk þarfnast
líkamsæfinga til að halda heilsu.
En ég geri ýmsa snúninga kring
um húsið, og hefi minn eigin
garð. Eg nýt ekki útvarpsins
vegna heyrnardeyfðar en les
blaðið á hverjum degi og heim-
sæki kunningjana”.
Eftirtektarverð er áherzlan,
sem þetta fólk leggur á, að vera
með öðru fólki og persónuleg
framtakssemi þess. Mismunur-
inn milli þeirra ánægðu og óá-
nægíju er ekki einungis fjöl-
breyttari starfsemi, heldur af-
staða þeirra gagnvart lífinu”. —
Þetta níræða fólk er í flestum
tilfellum bjartsýnt raunsæis-
fólk eða raunsætt bjartsýnis-
fólk.
Fæst af þessu fólki er í þeim
kringumstæðum, sem taldar eru
nauðsynlegar til að geta verið
hamingjusamur. — Ánægjulegt
fjölskyldulíf, fullnægjandi
vinna, góð heilsa, áhyggjuleysi.
En það hefir lært að sætta sig
við sínar kringumstæður, líkam
legt vanmætti, efnalega örðug-
Sumum skriffinnum er illa við
að leiðrétt sé mishermi í ritum
þeirra, þó undarlegt sé, en samt
finst mér óþolandi að tímarit
sem bundin eru í bækur til fróð
leiks og skemtunar, flytji mikið
fimbulfamb, án þess að -það sé
leiðrétt. Sérstaklega ef það er
ritstjóranna eigið skrif.
Eg var að lesa “Brautina”,
Ársrit Sambands Kirkjufélags-
ins, og beitti athygli minni að
sögu Unítara-hreyfingarinnar,
sem hófst hér á landi meðal Is-
lendinga um 1880 með forgöngu
Björns Péturssonar, og fulltingi
Jóns Ólafssonar. Þar stendur
skrifað: “Björn hafði fengið góða
mentun, var langt kominn í
Latínuskólanum á Bessastöðum,
þegar hann vék' þaðan sökum
óeirða, er hófust þar gegn Agli
Sveinbjörnssyni skólameistara,
árið 1850”. — Mér þótti þetta
skoplegt skrum, þar eð ég vissi
að Bessastaðaskóla var lokað
1846, og settur niður í Reykjavík
undir stjórn þess mæta manns,
Sveinbjarnar Egilssonar. Hann
tók hart á drykkjuskap skólapilta
sem rétt var, sem þá snerust illa
við, og gerðu uppreisn, með
Arnljót Ólafsson í brjósti fylk-
ingar, og hrópuðu rector niður.
— pereatið — Sveinbjörn fékk
þó fulla viðurkenningu árið eft-
ir, og hélt áfram skólastjórn, en
létst skömmu seinna, 1852.
Eg fór að leita í skólaskýrslum
íslands, en þar fanst ekki nafn
Björns Péturssonar. En í þing-
skýrslum íslands fann ég feril
hans: Fæddur 1826, las einn vet-
ur, 1848 í Latínuskóla Reykjavík
ur, en lauk ekki prófi.
Björn var þingmaður Sunn-
mýlinga í 8 ár, 1859—’67. Var
bóndi á Islandi 26 ár, fór til
Ameríku 1877 og hneigðist brátt
að trú Unitara — Eingyðis-
manna. — Þessa leiðréttingu
vona ég brautingjar taki upp í
næsta Ársriti Brautar, sem ég
gef í góðum tilgangi, svo íslend-
ingar á Fróni sjái að við hér er-
um ekki allir áttaviltir í Sögu
Islands á næstliðinni öld.
Þessi Egill Sveinbjörnsson sem
H. J. nefnir, var eigi til í skóla-
stjórn íslands.
Við dauða Sveinbj. Egilsson-
ar, var Jóni Sigurðssyni forseta,
boðið rektorsembættið, en sem
meinti afskiptaleysi af stjórn-
málum íslands, en Jón hafnaði
slíku, en var lífið og sálin í
frelsisbaráttu íslands, sem end-
aði með fullum sigri 100 árum
leika og einstæðingsskap, sem
mörgum yngri manneskjum
myndi þykja ræna lífið allri á-
nægju.
Bezta sönnnunin fyrir þessari
bjartsýnis-afstöðu aldraða fólks-
ins er, að 64 prósent kvaðst vera
mjög ánægt með lífið, en aðeins
46 prósent af fullorðna fólkinu í
heild sinni gat sagt það sama.
Sennilega er flest þetta fólk
heilsugott, annars hefði það
ekki náð þessum aldri; en þó
þjáist það af ýmsu, sem yngra
fólkið myndi telja mikinn heilsu
brest. Helmingur þess hefir
slæma sjón og helmingur þess
þjást af heyrnardeyfð; einn
fimmti hluti er líkamlega lam-
aður og það þjáist af hjnum og
öðrum kvillum. Þegar það talar
um að heilsan sé góð, á það við,
að hún sé góð þegar litið sé á,
hve gamalt það sé. “Eg er láns-
samur, ég ætlast ekki til að geta
verið eins fjörmikill eins og ég
var fyrir 40 árum”.
Hið lífsglaða níræða fólk sætt-
'ir sig við kringumstæður sínar.
Það nýtur lífsins eftir því sem
kringumstæðumar leyfa því;
það trúir á vinnuna sem heilsu-
gjafa; það fylgist með því sem
er að gerast, eftir mætti. Það er
bjartsýnt, raunsætt og rólynt.
Hvað mataræði snertir kom
þeim flestum saman um að var-
ast skyldi ofát en borða flest
sem að munni kæmi.
eftir að Jón Sigurðsson hóf frels
isstríðið.
Bjarna Jónssyni var svo veitt
rektorsembættið 1852, sem hann
hélt nær 17 ár. Hann var grófur
drykkjumaður, svo sumir efast
um, hvort skólinn hafði meira
gott en illt af honum — Jón
Þorkelsson. — Hann þvældi sam
an dönsku máli og íslenzku eins
og Kr. Jónsson gerir honum upp
orðin.
“Nú dugar ei meir minn cogníaks
kútur
Kvennfólks dálætið það slær
klik,
bakdyrum fer öndin út úr,
af Interessi for gamel Skik”.
Eftir “pereatið” var Arnljótur
einn rekinn úr skóla fyrir eitt
ár. Hann blandaði sér snemma
inn í stjórnmál íslands og var
oftast á öndverðum meið við
stefnu Jóns Sigurðssonar og læt-
ur eftir sig lélegan orðstýr í
íslenzkri pólitík.
Björn Pétursson var ágætur
maður, og efalaust fengið góða
alþýðumenntun. Hann var vel
ættborinn, Pétursson Jónssonar
á Krossi í Landeyjum og Anna
móðir hans í beinan karllegg
komin frá Finnboga Maríulausa
sem var 25 ár lögmaður, 1484—
1508 og frjálslyndur í trúmál-
um. Hann var mjög kynsæll í
Þingeyjarsýslu, og afkomendur
hans sýslumenn og svo prestar
alt niður til Tryggva Þórhalls-
sonar Bjarnasonar biskups.
Heill sértu Halldór!
Tveir merkir
fornleifafundir
Fyrir skömmu er hafin rann-
sókn á tveim fornum grafreit-
um hér á landi. Er annar þeirra
suður á Garðskaga og talinn frá
söguöld, hinn á Skarðsströnd, og
er álitið að hann muni vera frá
því á miðöldum. Grafreiturinn
á Garðskaga er talinn eitt hið
merkilegasta viðfangsefni í mann
fræði rannsóknum hér á landi.
Yngri grafreiturinn var mönn
um áður ókunnur, og fanst hann
fyrir tilviljun eina. Bóndinn að
Krossi á Skarðsströnd var að
slétta út túnhól, skammt frá
bæjarhúsunum og kom þar þá
niður að beinagrind. Hann lét
þjóðminjavörð þegar vita um
fund þennan, og var Kristján
Eldjárn magister sendur til að
framkvæma þar rannsóknir. —
Komst hann að raun um, að hér
mundi um grafreit frá miðöld-
um að ræða. Einnig fann hann
tóftaleifar, sem hann taldi sýna,
að þarna hefði einhverntíma
bænahús staðið. Sannar það og
álit hans, að í máldaga Skarðs-
kirkju frá því árið 1327, segir:
“og með söng að Krossi”, og
mun þar átt við tíðasöng að bæn
húsi þar. Bænahús voru víðs-
vegar í kirkjusóknum um og
eftir miðja 14. öld, voru grafreit
ir við sum þeirra, eða að minsta
kosti um nokkurt skeið. Og ekki
er svo ýkja langt síðan, að ein-
hverjar menjar sáust um þau, er
lengst stóðu, og einum bæn-hús-
grafreit mun vera enn viðhald-
ið; síðustu árin hefir hann verið
notaður sem ættargrafreitur.
Um grafirnar eða dysjarnar
suður á Garðskaga er það að
segja, að þær eru áður fundnar
og þá nokkuð rannsakaðar. Þær
eru við sjó niðri í Hafbjarnar-
staðalandi; er getið um þær
rannsóknir í Skýrslu Forngripa-
safns Islands, II. árg. 1867—’70
og skýrt frá munum, er séra
Sigurður P. Sívertsen, þá prest-
ur að Útskálum, hefir sent safn-
inu þaðan og eru 7 dysjar nefnd
ar í skýrslunni. Samkvæmt þjóð
sögnum var áður haldið, að þar
80 íslenzkir skátar
fara í dag á skátamót
á Frakklandi
Skálaljaldborg með íbúafjölda á
við Reykjavík rís upp nálægt
París
Á næstu þremur dögum rís
upp mikil skátatjaldborg í Mos-
son á Frakklandi skammt frá
París. Verður tjaldborgin á
stærð við Reykjavík, og íbúar
hennar um 43 þúsund skátar frá
42 þjóðum. Þarna verður Jam-
boree-mótið háð að þessu sinni
og sækja það 80 íslenzkir skátar
frá 15 skátafélögum víðsvegar
um landið, og er þetta stærs.ti
skátahópur, sem farið hefir héð-
an á alþjóðaskátamót.
Alþjóðaskátamótið í Mosson
hefst 6. þessa mánaðar og stend
ur yfir til 21. Þetta er fyrsta
alþjóða skátamótið, sem háð er
eftir styrjöldina, en mótin eru
annars haldin á fjögurra ára
j fresti. íslenzkir skátar hafa þrisv
ar sinnum áður tekið þátt í
Jamboree, í Englandi árið 1927;
f Ungverjalandi 1931 og í Hol-
landi 1932. Það mót sóttu 32 ís-
lenzkir skátar.
Fararstjóri íslenzku skátanna
verður Páll Gíslason stud. med.,
en um sýninga íslandsdeildar-
innar á mótinu sór Helgi S.
Jónsson frá Keflavík. Alþýðu-
blaðið hitti hann að máli í gær
og spurði hann frétta um þetta
fyrirhugaða mót.
Sagði hann, að eftir að mót-
væru þeir dysjaðir, Kristján
skrifari og “nokkrir hans fylgj-
ar” en fundnu munirnir þóttu
sanna að dysjamar væru miklu
eldri, eða frá söguöld. Sjór brýt
ur þarna land og munu dysja-
stæðin hafa eyðst síðan um
1860, en fyrir skömmu var því
veitt athygli, að bein stóðu út
úr rofbakkanum, og var þá rann
sókn hafin þarna. Framkvæmdu
þeir Kristján Eldjárn magister
og Jón Steffensen prófessor
rannsóknina. Fundu þeir þarna
tvær grafir, sem ekki hefir áður
verið við hróflað, og leikur eng-
inn vafi á, að þær séu frá sögu-
öld. Ekki fundu þeir gripi þarna,
svo nokkru næmi, en fundur
þessi hefir samt mjög mikla
þýðingu á mannfræðilegu sviði,
þar eð jarðvegur er þarna salti
og klaki blandinn og beinin
hafa því varðveitzt furðu vel.’
Alþbl., 2. ágúst.
inu í Mosson lyki, væru íslenzku
skátarnir boðnir til Parísar af
frönsku skátunum en þar á eft-
ir til London í boði brezkra
skáta, og hefir þeim verið boðið
að dvelja þar í 8—10 daga.
Á alþjóða skótamótinu í Mos-
son verður sérstakur leikvangur
fyrir hverja þjóð, og ennfrem-
ur hefir hver þjóð sitt sýningar-
svæði. í sambandi við mótið
verða ýmsar ráðstefnur hinna
einstöku deilda í skátahreyfing-
unni og að lokum fer fram kosn-
ing yfirstjórnar skátahreyfing-
arinnar.
íslenzku skátarnir munu reyna
að koma þarna upp myndarlegri
landkynningarsýningu í mynd-
um. Verður lögð áhersla á að
sýna landið sem ferðamanna-
land, enn fremur verður sýning-
ardeild fyrir sögu og bókmennt-
ir þjóðarinnar, atvinnuhætti og
framleiðslu, æskulýðsmál og í-
þróttir og um þátttöku íslands í
alþjóðamálum og framlag þjóð-
arinnar til sameinuðu þjóðanna
og alþjóða hjálparstarfsemi.
Loks verður sýnd litkvikmynd
meðal annars af Reykjavík og
fleiri stöðum.
Þá munu íslenzku skátarnir
hafa sérstaka verzlun þarna og
selja meðal annars nýrunnið
Hekluhraun, íslenzka skinna-
vöru og hluti búna til úr skinn-
um og fleira.
í lok alþjóða skátamótsins
munu Norðurlandaskátarnir
halda sameiginlega ráðstefnu
undir forsæti Folke Bernadotte.
íslenzku skátarnir leggja af
stað á alþjóðamótið í dag og fara
loftleiðis til París með “Heklu”,
Skymasterflugvél Loftleiða. —
Verða þeir að fara í tveim hóp-
um og fer sá fyrri klukkan 6 í
kvöld, en sá síðari á þriðjudag-
inn.
Undanfarna þrjá daga hafa all
ir skátarnir, sem fara á mótið,
dvalið á skátaheimilinu hér í
Reykjavík og æft vikivaka, kór-
söng og glímu, sem þeir munu
sýna á alþjóða leikvanginum.
Alþbl., 3. ágúst.
Forseladóttir í húsnæðis-
vandræðum.
Margaret, dóttir Trumans for-
seta, hefir mikinn áhuga á því
að gerast óperusöngkona. Hún
hafði í því sambandi ráðgert að
flytja til New York, en verður
að hætta við það, í bráð, að
minsta kosti, vegna þess að hún
gat enga íbúð fengið þar.
FOOD IS URGENTLY
NEEDED IN BRITAIN
The British people are struggling through a very
critical period in their economy under circumstances which
have reduced their rations, both of food and clothing, to a
point considerably lower than at any time during the war.
This grim report of life in Britain in the Summer of 1947
is one of many heard and read about in the past few weeks.
I
During a six-weeks’ stay, a Canadian who was living
on standard rations in Britain, reported that he received
only a small ration of meat once a week. COMPARE
THIS RATION TO OURS . . . QUITE A DIFFERENCE,
ISN'T IT?
The Rotary Club of Winnipeg is campaigning for Food
Parcels for Britain. This food, so desperately needed, has
been selected for its vitamin content to help balance
Britain’s diet. We cannot emphasize too greatly the urgency
for these food parcels. GIVE YOUR DOLLARS TO THIS
WORTHY CAUSE. Let’s do our share to help Britain,
who did more than her share, to save our Canadian way of
living. Send your contributions to the office of the Rotary
Club of Winnipeg, 154 Royal Alexandra Hotel, Winnipeg,
Manitoba.
Tliis space contributed by
The Drewrys Limited
BPX—1