Lögberg - 04.09.1947, Síða 6

Lögberg - 04.09.1947, Síða 6
(5 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. SEPTEMBER, 1947 (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? G. E. EYFORD, þýddi “Nú, jæja,” sagði hún í sorgarróm; “Þú gast auðvitað ekki gert við því; og ég ekki heldur. Og —” — og hurðin var opnuð með hægð og Fred kom inn. Mrs. Lamonte stóð upp og horfði á hann; og er hann sá að þær voru þar bara tvær, kom hann inn ofur rólega, þrátt fyrir mikinn hjartslátt sem hann hafði. Hann gekk til Mrs. Lamonte, tók í hendi hennar og kysti hana á ennið. Vesalings gamla konan varð strax mild og blíð, við hann, og hún var æfin lega svo, er Fred heimsótti hana. Sann- leikurinn var sá, að henni þótti eins vænt um hann, eins og hann væri son- ur hennar, og ef það hefði ekki verið vegna George, hefði Fred heimsótt hana oftar. Hann hafði mist móður sína, þegar hann var lítill drengur, og Mrs. La- monte, sem var hjartagóð og viðkvæm, hafði oft þerrað af honum bernskutár- in og tekið hann í fang sér. Jafnvel enn- þá, þrátt fyrir hans kærulausa líf, þótti henni vænt um hann. Það var George sem bar henni allar sögur um Fred, og gerði úlfalda úr hverju sem var, hve lít- ið og meinlaust sem það í raun réttri var. Fred hafði ekki heimsótt gömlu kon- una í fleiri mánuði, eða nærri því ár, og hún bjóst ekki við að hann mundi framar heimsækja sig, en koss hans endurvakti hennar gömlu velvild og umhugsun fyrir honum; enda hefði ekki verið auðvelt að finna þá konu, sem hans fríða og karlmannlega andlit og einlægnislega framkoma, hefði ekki haft nein áhrif á. “Já, madama”, sagði hann, og það hljómaði næstum sem móðir, bæði í eyr um Mrs. Lamonte og Dora. “Hvernig sæki ég að þér? Þykir þér vænt um að sjá mig?” “Já, Fred”, sagði gamla konan, veiklulega. “Því létstu mig þá standa hálfan tíma í dragsúgnum úti ( ganginum? — Vildirðu að ég fegni kvef?” “Hálftíma”, endurtók Mrs. Lamonte. “Eg er viss um, að þú varst ekki meira en þrjár mínútur”. “Jæja,” sagði Fred, “það var of lang- ur tími fyrir mig”. Hann sagði þetta til þess að Dora fengi tíma til að átta sig. “Þú ert alveg hættur að heimsækja mig, Fred,” sagði gamla konan og leit raunalega á hann. “Og svo loksins þegar ég kem læt- ur þú mig standa úti. Þú hefir ekki held- ur boðið mér að koma. Hver er þarna í hinum enda stofunnar?” Mrs. Lamonte hrökk saman; hún hafði alveg gleymt Dora. “Þú þekkir hana”, sagði hún. Fred hafði á þennan hátt fengið að vita það sem hann vildi, nefnilega, hvort Dora hefði sagt henni frá því að hún hefði mætt honum. “Ó, það er Miss Nichols”, sagði hann og gekk til hennar með útrétta hend- ina. Hún stóð upp og tók í hans útréttu hendi, án þess að segja neitt; hún horfði niður fyrir sig, svo ástarblossinn sem var í augum hennar, skyldi ekki, mót hennar vilja, koma upp um hana. “Já”, sagði Fred. “Eg hefi nýlega haft þá ánægju að mæta Miss Nichols, einu sinni eða tvisvar”. Svo sneri hann sér frá henni og fór að tala við Mrs. Lamonte, eins og Dora væri þar ekki. Það var einmitt það, sem Dora óskaði. Hún fann, að hún gat ekki t^lað, en hún naut þeirrar ánægju, að heyra hans einarða og hljómfagra mál- róm, svo ólíkan George, látæðislega, uppgerðar málróm. Strax eftir að Mrs. Lamonte var búin að átta sig, var hún í sannleika glöð ,að hafa tækifæri til að heyra Fred og tala við hann. Og það var sem henni þætti miklu skemtilegra að hlusta á hann en George. Alt í einu sagði hún, svo taugaóstyrk: “Fred, ég er svo sorgbitin!” Fred laut höfðinu og sagði: “Út, af fráfalli Squire Arthurs? Já, en þú skalt ekki taka það svo nærri þér. Það væri kanske ástæða fyrir mig, en ekki fyrir George, að harma fráfall hans”. “En George, óskar ekki eftir að fá allan auðinn”, sagði hún. Fred leit í aðra átt, hann hafði allt aðra meiningu um það. “Það gerir ekkert til; við skulum ekki fást um það”, sagði hann. “Það er nú skeð, og því verður ekki breytt hér eft- ir”, sagði hann. “En þér hefir fallið það illa”, sagði hún. “Þú lítur ekki eins vel út og þú áttir að þér, Fred. Eg vona — ég vona”, sagði hún í veikum róm. — Það brá sem snöggvast fyrir roða í andliti Freds. “Nú ætlar þú, eins og þú ert vön, að spyrja mig”, sagði hann. “En vertu viss um, að þetta er í síðasta sinn sem þér gefst tækifæri til þess. Eg hefi breytt um lífsstefnu, hefi séð að mér”. Það var eitthvað svo alvarlegt og ákveðið í málróm hans, að hún horfði kvíðafull á hann. “Bíddu við og sjáðu,” sagði hann al- varlega, í ákveðnum og lágum róm. — Mrs. Lamonte þurkaði sér um augun, og leit á úrið. Það var rétt komið að miðdegisverðartíma. “Viltu að ég fari?” sagði Fred, stóð upp og tók hatt sinn og hanska. Mrs. Lamonte hikaði við sem snöggv ast. — “Þú mundir ekki vilja vera hér og borða miðdegisverð, þó ég byði þér það”, sagði hún og brosti ofurlítið. “Reyndu að freista mín”, sagði hann. “Já, ég vil vera hér. Ef þú lítur út svona hrædd og kvíðafull, þá fer ég strax”. Mrs. Lamonte hló, nokkuð sem sjaldan kom fyrir. “Eg verð að fara og segja stúlkun- um frá því”, sagði hún. “Ef ég geri það ekki, þá færðu líklega ekki nóg að borða”. Svo fór hún út úr stofunni. “Fred gekk til Dora, sem stóð þegj- andi og hreifingarlaus. Hann horfði á hana með innilegri þrá, en einnig kvíða. Hann var kominn með þeim ásetningi að segja henni sannleikann. Kveðja hana og biðja hana að gleyma sér, og öllu sem hann hafði sagt. “Dora”, sagði hann lágt. Hún leit upp, og á einu einasta augna bliki hrundi áform hans í rústir, hin fasta ákvörðun sem hann hélt hann hefði tekið, fjaraði nú úr huga hans. — Hann lagðist á hnén, fyrir framan hana og þrýsti henni að brjósti sér. Sem snöggvast gleymdi hún öllu nema ást sinni á honum og kysti hann. Svo áttaði hún sig og sleit sig úr faðmi hans. “Nei, nei, þú gerir mig hrædda!” sagði hún, er Fred dró hana aftur að brjósti sér. “Ó, þú mín kærasta!” sagði hann og kysti hana aftur. “Hvernig get ég slept þér? Það er of mikils krafist af dauðlegum manni. Nei, ég get það ekki”. “Gert hvað?” hvíslaði hún. “Ekkert — ekkert”, sagði hann. “Ætlarðu virkilega að vera hér og borða miðdegisverð með okkur?” hvísl aði hún!” “Já”, svaraði hann. “Kom til þess. Ef hún hefði ekki boðið mér, þá hefði ég boðið mér sjálfur”. “Þykir þér vænt um hana? Er hún ekki góð kona — en er það ekki hræði- legt að við höldum því svo leyndu fyrir henni?” sagði Dora, og var undirleit. “Hún er hin besta, gömul kona, sem til er”, sagði Fred í einlægni; honum hefði þótt vænt um hvaða manneskju, sem væri góð við Dora. “Hún var mér sem önnur móðir, þangað til George var orðin fullorðinn — hún hefir verið þér góð. Eg get séð það. Þú verður að segja mér það allt saman í kvöld. Við skulum vera saman í kvöld! Það skal enginn varna okkur að tala saman — enginn blanda sér inn í okkar samtal. Mig langar til að vita, hvernig á því stendur að þú ert hér. Þei! hún er að koma. Hann stóð upp í hasti og kysti hana og gekk inn í annað herbergi. — Dora fór upp í sitt herbergi til að klæða sig fyrir miðdegisverðinn. Mrs. Lamonte kom brosandi inn, án þess að hana grunaði hið minsta. Hún hafði látið búa til einn eða tvo rétti, sem hún vissi að Fred líkaði best, og kom inn til að spyrja hann, hvaða sort af rauðvíni honum líkaði. Þau komu sér saman um það, og Fred vildi hraða sér heim til að búa sig, svo hann yrði kominn í tæka tíð, því það átti að setj- ast til borðs kl. 6. “Það verður þá í fyrsta sinn á æfinni, að þú verður til staðar á réttum tíma”, sagði Mrs. Lamonte. Og það reyndist svo, að Fred var mínútu-maður í þetta sinn. Hann kom á tilsettum tíma, og var búin í kvöld-samkvæmisbúning. p Strax er hann var kominn, heyrði hann skrjáf í kvennkjól og fór og opn- aði hurðina og Dora kom inn. Hún var í sama búningnum sem hún hafði veriö í, kvöldið sem hún var hjá Miss Rusley, og Fred, sem eiginlega ekki hafði séð hana þar, varð alveg frá sér numin. — Dora sá, hversu hrifinn hann var og hve mikið hann dáðist að henni, og sem hver önnur sönn stúlka, þótti henni vænt um það. Það var ekki af því að hún héldi sig svo fallega, en af því að það var hann sem dáðist að henni. “Mín ástkæra, hvíslaði hann, og hélt henni ofurlítið frá sér, “hve þú ert óvið- jafnanlega falleg, þú ert fegurri og fal- legri í hvert sinn sem ég sé þig. Eða fer ég vilt, eða ert þú önnur Dora, en ég sá í Sylvester skóginum?” Dora lagði blíðlega hendina á herðar hans og horfði framan í hann. “Segðu mér”, spurði hún lágt, “hvora Doruna lýst þér betur á?” Fred hugsaði sig um sem snöggvast. “Eg elska þær báðar svo heitt”, sagði hann, “að ég get engan mismun gert á þeim”. Svo kysti hann hana tvo kossa. “Ánnar kossinn er fyrir Doru í Sylvester skóginum, en hinn fyrir Dora í heimin- um”, sagði hann. Hún slapp úr faðmi hans rétt í því Mrs. Lamonte kom inn. “Hvað segir þú nú stundvísi mína, Madama?” sagði hann og bauð henni handlegginn og leiddi hana inn í borð- salinn. Fred var ávalt allra yndi, hvar sem hann kom, og það þrátt fyrir öll mestu glappaskot hans. Undir eins og mat- reiðslustúlkan vissi að Fred átti að borða þar um kvöldið, varð hún glöð og gerði sitt besta til að búa til hina bestu máltíð. “Mr. Fred”, sagði hún við unga stúlku, sem var henni til aðstoðar, “er herra, sem verðskuldar að fá góðan mat. Það er alt annað en að búa til mat fyrir kvenfólk; þær skilja ekki mismun- inn á góðri og slæmri máltíð; en Fred Hamilton — það er alt öðru máli að gegna með hann. Hann veit hvað vel tilbúin kjötsúpa or, og ég skal sjá um, að alt sem er borið á borðið séu réttir af allra bestu tegund”. Mrs. Lamonte var sjálf alveg hissa á framreiðslunni, og sagði: “Eg vildi óska, að þú vildir borða mið- degisverð hérna með okkur á hverjum degi, minn kæri Fred”. Hann leit á Dora, og sá gleðibros í augum hennar. “Eg er hræddur um að stúlkurnar yrðu brátt leiðar á mér”, sagði hann. “En í alvöru sagt, þá vildi ég vinna til þess að hafa svona vel tilbúinn mat daglega. Þú hefir virkilega ágæta mat- reiðslustúlku, Mrs. Lamonte”. Stúlkan sem þjónaði við borðið, heyrði þetta, og sagði auðvitað mat- reiðslustúlkunni frá þessu, og henni þótti svo vænt um að fyrirhöfn hennar hafði unnið slíka viðurkenningu. “Hvað var ég ekki búin að segja áð- ur?” sagði hún í gamni. “Eg var svo viss um að Mr. Fred mundi viðurkenna það. Fred hafði æfinlega góða matarlyst, hvort heldur hann var í ástahrifningu eða ekki, og þetta kvöld hefði hann ver- ið ennþá sælli, ef hann hefði ekki fund- ið til samviskuásakana. Hvað átti hann að segja Mr. Nevton, sínum ágæta og trúfasta vini, þegar hann kæmi heim, og yrði spurður um, hvernig hann hefði sloppið frá Dora? En hann reyndi að vera glaður og þagga niður rödd sam- viskunnar. “Má bjóða þér meira rauðvín, Fred?” spurði Mrs. Lamonte, er hún og Dora voru í þann veginn að fara út úr borð- stofunni, og skilja Fred þar eftir ein- samlan. í fínustu samkvæmum á Eng- landi, er það siður og venja, er kven- fólkið stendur upp frá borðum, að lok- inni máltíð, sitja karlmennirnir kyrrir, með vindla sína og vín. “Nei”, svaraði hann; “ég ætla hvorki að drekka meira vín, né reykja vindil hér við borðið, eftir að þið eruð farnar; ég vil fara með ykkur og drekka einn bolla af te í góðum félagsskap. Svo gengu þau öll inn í næstu stofu; svo var hringt eftir te-inu. Dora hellti í bollana, og enginn hefði getað trúað, að hún nýkomin til London utan úr hinum stóra og þétta skógi, hve frammistaða hennar var í alla staði, nett, unaðsleg og mjúk. Hún rétti Fred tebolla, er hann af löngun sinni til að snerta hendi hennar, var nærri því búinn að setja bollann um. ' “Þú verður að gæta að þér, Fred”, sagði Mrs. Lamonte; “kom blettur á kjólinn þinn, kæra Dora?” “Nei”, sagði Dora, rjóð í framan sem rós. “Það var mér að kenna”. “Já, það var líklega henni að kenna”, sagði hann og leit á Dora. “Já, þú hefir altaf verið dálítið klaufalegur, Fred”, sagði Mrs. Lamonte. “Þú ert of stór”. Hvað þeim leið vel hjá Fred, og það þótt hann væri svo “stór”. Hann sá í gegnum opnar dyr inn í annað herbergi, hvar pianóið stóð. “Eg vildi óska að þú lékir á píanó”, sagði hann við Dora. Mrs. Lamonte leit á hann. “Hvernig veistu að hún kann ekki að spila á píanó?” spurði hún. Fred varð sem snöggvast í dálitlum vandræðum. “Eg held ég hafi heyrt þig sjálfa segja það”, Miss Nichols. “En ég veit hún getur sungið”. “Og þú getur spilað fyrir hana, Fred”, sagði Mrs. Lamonte; “þú spilaðir svo vel þegar þú vast lítill drengur”, sagði hún og stundi við. Það var fyrst sem Fred væri í vafa, en svo stóð hann upp. “Jæja, ég skal reyna. Viltu koma með mér inn að píanóinu, Miss Nichols?” Dora fylgdi honum inn í næstu stof- una, og Fred tók fram margar nótna- bækur. “Komdu, Miss Nichols, og gættu að hvort hér sé nokkuð sem þú kant”, sagði hann; “ég lagði nótnaheftin á gólfið, svo við eigum hægara með að leita í þeim”. Dora fór eftir bendingunni og lagðist á hnén fyrir framan nótnaheftin. Svo fóru þau að leita í nótnablöðun- um, en það varaði ekki lengi, áður en Fred fann hendi hennar í staðinn fyrir nóturnar. “E!lsku Dora”, svíslaði hann. “Því má hún ekki fá að vita það?” hvíslaði hún. “Hún skal fá að vita það, þegar þar að kemur. í kvöld verðum við að eiga þetta leyndarmál okkar í milli.” “Finnið þið ekkert lag?” spurði Mrs. Lamonte, sem sat hálf sofandi í hinni stofunni. Fred tók eitt heftið og setti í nótna stólinn og settist svo við píanóið. Hann hafði verið góður píanóleikari, og hafði gott söngeyra; hann byrjaði með að spila forspil. “Syngdu lagið sem þú söngst í gær- kveldi, góða mín”, sagði hann hvísl- andi; “ég man hvern tón”. Dora gerði eins og hann bað. — Hún var laus við alla tilgerð, og Fred söng með henni. “Þú næturgali”, hvíslaði hann og horfði hugfanginn á hana. Þessi undr- un og aðdáun hans, kom hennar unga hjarta til að titra af frið og sælu. “Syngdu nú eitthvað sjálfur, Fred”, sagði Mrs. Lamonte. Hann hugsaði sig ofurlítið um, lét svo fingurnar hlaupa yfir nóturnar og söng með mildum og sterkum róm, gamlan alþýðusöng: “Ó, kæra, þig eina elska ég!” Það var yndislegt lag, sem alstað- ar hlaut að vera vel tekið. Dora var í draumsælli hrifningu, þar sem hún sat á bak við hann; hann söng hvert orð til hennar. “Já, kæra, ég elska þig eina?” Ó, hversu það var indælt fyrir hana að heyra. Þegar hann var búinn með sönginn, sneri hann sér til hennar og endurtók: “Já, kæra, ég elska þig eina!” “Og ég”, hvíslaði hún, og sagði það einnig með sínum tindrandi augum — “og ég, ég elska bara þig”. “En, Dora”, hvíslaði hann, er sam- viskan gjörði vart við sig í huga hans, “Dora, ég verðskulda ekki ást þína. Þú eins ókunnug heiminum eins og þú ert, þú veist ekki hvað það þýðir að giftast fátækum ræfli. Guð fyrirgefi mér!” “Eg elska bara þig!” var hennar svar. Hvað á ég að gera?” sagði hann við sig sjálfan; “ég get ekki yfirgefiö hana”.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.