Lögberg - 04.09.1947, Page 7

Lögberg - 04.09.1947, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. SEPTEMBER, 1947 7 ROALD AMUNDSEN — Frœgasti heimskautafarinn Vilhelm Buhl um íslendinga ogDani í dag: Nú mættast þjóðirnar tvœr, er sagan leiddi saman, sem jafnréttháir aðiiar Þeir ,sem þekktu Amundsen, minnast ætíð hinna sérkennilegu augna hans.. Langa höfuðið og bogið nefið gerðu hann svipað- an'erni, en mest þótti um augun. Þau mörgu ár, sem hann hafði dvalið á skipsfjöl og á endalaus- um víðáttur íss og snævar höfðu vanið hann á að skjóta augunum sífellt í skjálg, og milli saman- herptra hvarma störðu þau, og augnaráð hans var hvasst, sem hann mændi á fjarlægt tak- mark. Amundsen kom til Ameríku haustið 1924 vonsvikinn og bit- ur í lund. Vonaði hann að geta aflað sér með fyrirlestrum nægra fararefna til nýrra ferðalaga um Norðuríshafið, en hann vissi að lítil líkindi voru til þess að það heppnaðist. Hann gerði ráð fyr- ir að ferðast til kofa, sem hann átti í Wainwright nálægt Point Barrow í Norður-Alaska og dvelja þar það, sem eftir væri. Hafði hann haft með sér það af eigum sínum, er honum þótti mest um vert. Hann elskaði Alaska. 1 Alaska hafði hann komið að landi bæði eftir norðvestur- og norðaustur- leiðinni, og frá Alaska hafði hann áætlað að fara með “Fram” áleiðis til Norðurpólsins, áður en hann fékk að vita að Peary hafði komizt alla leið. Þegar við fórum gegnum Nortonsundið með eimskipinu, sá ég, að Amundsen stóð við borðstokk- inn með hönd undir kinn og starði á vogskorna ströndina. Eg gekk til hans og tók eftir að augu hans voru rök. “Eg sé hana aldrei aftur”, sagði hann. Og hann sá þessa strönd aldrei eftir það. Sem landkönnuður lagði hann allt kapp á að ná takmarki sínu með sömu atorku og málari eða skáld, er þeir vinna að lista- verki sínu og eru niðursokknir í það. Amundsen þekkti ekkert annað en starf sitt og markmið, og þar af leiðandi vanrækti hann sjálfan sig að öðru leyti. Hann var til dæmis gersneyddur hag- sýni í fjármálum og sí og æ í fjárþröng. Hann varð gjaldþrota og lánadrottnarnir eltu hann á röndum. Heyrði ég oft í herbergi hans í Waldorf kynlegt skrjáf í pappír á gólfinu, — var þá nýrri kæru skotið undir hurðina inn til hans. Lánardrottarnir gáfu honum grið ei nein. Þegar við komum til Seattle eftir ferðina til Al- aska var honum haldinn fagnað- arveizla. En er gleðin stóð sem hæst birtist starfsmaður réttar- ins og Amundsen varð að víkja úr hófinu um stund, fara inn í herbergi sitt á hótelinu og hlusta á sömu vísuna kveðna einu sinni enn. Þessar ofsóknir gerðu hann gamlan mann fyrir aldur fram. Hann gat ekki skilið að veröld- in ætti neitt hjá sér, en hins- vegar fannst honum, að hann ætti skilið aðra meðferð í þess- um efnum en venjulegur mað- ur. Fólk, sem kynntist honum, kvartaði oft yfir kuldalegri hlé- drægni hans. Var þó ekki um neitt slíkt að ræða hjá Amund- sen sjálfum. En hann var eins og barn, sem svo oft hafði verið fyrir vonbrigðum, að það að lok um treystir engum. Þess vegna klæddist hann klakabrynju. — Ynni maður svo tiltrú hans að ísinn bráðnaði, varð hann annar maður .Var enginn jafn misk- unnsamur, enginn strákur jafn gáskafullur og glettinn og Am- undsen, þá er ég kynntist hon- um. Hann fullvissaði mig um, að hann myndi allt frá því er við hittumst í Meuricehótelinu, en ég trúði því ekki. Amundsen var ekki hafinn yfir látalæti, gæti það glatt einhvern eða komið honum sjálfum úr klípu. ROALD AMUNDSEN er einn frægasti landkönnuður, er sagan getur um. — Hann varð fyrstur til að stíga fæti á suðurheimskautið, og fór rannsóknarferðir um Norð uríshafið bæði í lofti og á legi. 16. júlí síðastliðinn var 75 ára afmælidagur hans. Hér birtist grein úr "Vaar tid,” sem er útdráttur úr bók eflir Lincoln Ellsworth, er heitir "Bak við sjóndeildar- hringinn" og íjallar um þált höfundarins í heimsskauta- ferðum Amundsens. En í öllum veigamiklum málum varðandi áform hans eða í sam- búð við vini sína var hann ein- skær hreinskilnin. Enginn fremur en landkönn- uðurinn gæti freistast til að haga sér eftir kenningunni: — “Tilgangurinn helgar meðalið”. Hann kemst að raun um að á jörðinni er monthani á hverju strái, sem allt þykist vita bet- ur en hann sjálfur og vilja forða honum frá glötun. Er einasta leiðin til að afgreiða slíka menn, að fallast á ráð þeirra, en stjórna eftir eigin vilja. Það eru nógar raunverulegar hindranir í vegi, þótt ekki sé farið eftir uppgerð- inni. Amundsen hafði lært ensku fullorðinn maður og bar hana fram með sterkum hreim. En í Ameríku var hreimur hans að- eins virðulegur og á engan hátt hlægilegur. Hann hafði þróttmikla lífstrú. En frá hálfvilltum forfeðrum sínum, er komu til Ameríku nokkrum öldum fyrir fæðingu Columbusar, hafði hann erft hetjulega matarlyst, sem náði til alls, er matarkyns gat talizt. Maður hefði mátt halda að hann væri með asbestháls og melting hans var eins og í strúts fugli. í þann tíma, er við vorum á ísbreiðunni, höfðum við þurr- kæfu, hafrakex og súkkulaði til matar. Við hinir létum súkku- laðið kólna, en Amundsen svalg það þegar í stað. “Þetta var ágætt”, sagði hann um leið og hann setti frá sér tóma krukkuna. “Hér norður frá getur maður verið tvisvar á- nægður, þegar hann hefir drukk ið heitt og þegar hann er í svefn pokanum”. Við höfum verið í Róm báðir og á bakaleiðinni til Oslo sneri Amundsen sér að mér ) klefan- um og sagði: “Eg veit hvar hægt er að fá bezt kaffi og snúða í heiminum’\ Eg spurði hvar það væri, og hann svaraði: “í Kaup- mannahöfn”. “Við förum ekki þangað”, sagði ég. “Hugsið ekki um það”, svaraði hann, “það kostar einn dag og við höfum nægan tíma”. Við fórum svo til Kaupmanna- hafnar og ég fylgdist með Am- undsen í kökubúð nokkra. Þar fékkst það versta kaffi, sem ég hefi nokkurn tíma dreypt á, en Amundsen fannst það goða- drykkur. Eftir ferðina með “Norge” komum við til Chicago morgun einn klukkan hálf átta. Við Am- undsen risum snemma úr rekkju til þess að klæðast og raka okk- ur. Kom þjónninn þá inn til okkar með símskeyti. Hafði það að flytja, að nefnd frá landafræði félaginu í Chicago mundi koma til móts við okkur á brautar- stöðina og bjóða okkur til morg unverðar. Ekki fannst Amund- sen til um það. “Eg er glorhungraður”, sagði hann. “Hinir geta farið í morg- unverðinn, en þér verðið með mér”. Við svöruðum nefndinni að við hefðum þegar ráðstafað tím anum. Við Amundsen fórum til Blackstone hótelsins. Renndi Amundsen þar meðal annars niður fjórum harðsoðnum eggj- um. “Eg man”, sagði hann, “að mér þótti þau góð, þegar ég var strákur”. Amundsen var mjög nægju- samur og alþýðlegur. Eitt sinn sagði hann við mig: “Nansen er of stoltur, hann vill ekki blanda geði við venjulega menn”. En Amundsen var á annan veg far- ið. Hann var á ferðum sínum meira en foringi, hann var einn- ig félagi allra og óbilandi traust ur í vináttu. Aldrei brást hann Frederick A. Cook og heimsótti hann að staðaldri í fangelsið. Sagði hann mér, að sér þætti hörmulegt að vita Cook verða að vinna hand- verk. “Eg veit”, sagði hann, “að Cook bjargaði okkur öllum í Suðurheimskautslandi með hinu góða skapi sínu o glæknisumönn un. Ekkert getur afmáð það”. Bamaskapur Amundsens kom rækilega fram við mig. Hann tók upp mína siði, þótt ég væri 10 árum yngri en hann. Eg hafði þann ávana að reykja pípu þeg- ar ég var háttaður, og oft óvít- aði Amundsen mig fyrir það. — Seinna tók hann þetta eftir mér. Eg reykti fransk-kana- dískt tóbak. Prófaði Amundsen það nokkrum sinnum. En þar næst komst ég að raun um, að hann hafði pantað fimmtíu pund til eigin afnota. í mörg ár hefi ég haft þann sið að borða aðeins tvisvar á dag. Eg sleppi hádegisverðinum, en fæ mér í staðinn gönguferð eða hreyfi mig eitthvað annað. Einkum gerði ég þetta í Noregi vegna þess að ég þoldi ekki hin- ar staðgóðu og mörgu norsku máltíðir. En er ég var á Sval- barða og tók á rás er aðrir sett- ust að snæðingi, hló Amundsen að mér og sagði að hann fengi höfuðverk ef hann sleppti úr máltíð. Að fyrsta heimskautsfluginu loknu kom Amundsen til Amer- íku til þess að flytja fyrirlestra. Eg tók á móti honum á bryggj- unni og leiðbeindi honum gagn- vart tolleftirlitinu. Komum við svo á hótelið hans um hádegis- bilið. Lagði ég þá til að ég færi á göngu mína meðan hann borð aði hádegisverðinn. En Am- undsen sagði mér þá að hann hefði vanig sig á að borða ekki hádegisverð. Er hann hafði lokið málum sín um varð hann þögull og sagði: “Það er ekki frá neinu að segja”. En þann langa tíma, sem við vorum saman, átti hann þó í fórum sínum ýmislegt um sjálf an sig og ég gleymdi því ekki. Dag nokkum sagði hann: “Eg geri ráð fyrir að menn telji fund suðurheimskautsins mesta viðburð í lífi mínu. En ekki er ég á þeirri skoðun. Bezt allra minna ferða er norð-vesturförin á “Göja”. Sagði hann mér þá frá merki- legu atviki, er kom fyrir á þeirri leið og gæti það eins hafa verið úr fornsögunum. Norðan við ís- hafsströnd Ameríku lenti haf- skipið “Göja” í iðulausum blind- byl. Fleytan valt eins og strokk- ur á fjallháum öldunum, sjó mennimir sáu ekki út úr aug- unum og þeir urðu að láta reka undan sjó og vindi. Allt í einu var boði framundan skipinu. — Það stefndi á blindsker, sem sortaði'fyrir, þegar kvikan sog- aðist út. Var allt útlit fyrir að dagar skipsins og áhafnarinnar væru taldir. En þá rak tröllslega öldu undir skipið, er kom því heilu og höldnu yfir skerið og hættuna. “Þegar neyðin er stærst, þá er hjálpin næst”, ‘sagði Amundsen, og það var máltæki hans á villugjörnum ísbreiðunum norður við heim- skaut. Alþbl., 7. ágúst. Bjart er yfir þeirxi dvöl, sem vinir okkar á Islandi hafa búið okkur, þátttakendunum frá hin um Norðurlöndunum, og ferða- lög okkar um sveitir landsins í dag er okkur óviðjafnanlegur atburður. Það var stórfengleg sjón að sjá hinn tröllaukna Gull foss, sem að tign og orku tekur langt fram Rínarfossunum hjá Schaffenhausen, og það var einnig hrífandi sjón, er Geysir þeytti sjóðheitum vatnsstrókun- um hátt í loft upp, — mér er tjáð, að hann hafi verið í sól- skinsskapi og hann hefir viljað sýna, að hann væri hlyntur nor- rænni samvinnu. Það er dásam- legt að skoða hið svipmikla og fagra íslenzka landslag; iðja- græna velli, ár og vötn, en firð- blá fjöll í fjarska. Og að síðustu rofaði fyrir sól og okkur gafst tækifæri til að kynnast að svip- sýn þeirri litauðgi, sem íslenzkt landslag hefir yfir að ráða. Nú höfum við safnast til móts að hinum forna Þingvelli, þar sem sögð voru upp lög og dóm- ar á dögum hins gamla íslenzka lýðveldis fyrir þúsund árum síð- an. Dul hrifning grípur hugi okkar, þegar við stígum fæti á þennan helga völl, og við skilj- um hina djúpstæðu ást, stolt og lotningu, er tengir íslenzku þjóð ina við þennan helgidóm. Við skiljum að þetta er hjartastað- ur íslands. Glæsilega túlkar hið mikla þjóðskáld íslendinga, Jónas Hallgrímsson, þau ítök, sem þessi fornhelgi staður á í huga þjóðarinnar: “Landið var fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, himininn heiður og blár, hafið var skínandi bjart. Þá komu feðurnir frægu og frjálsræðishetjurnar góðu austan um hyldýpis haf hingað, í sælunnar reit, reistu sér byggðir og bú í blómguðu dalanna skauti, ukust að íþrótt og frægð, undu svo glaðir við sitt. Hátt í eldhrauni upp þar sem Öxará rennur ofan í Almannagjá, alþingi feðranna stóð”. Fegurri lofgjörð en þá, sem hinn mikli sonur bindur í þess- ar hljómmiklu hendingar, get- ur enginn flutt ættjörð sinni. — skiljum hvílík lífsuppspretta sögumar og fornu handritin hafa verið íslenzku þjóðinni. En þessi mikli menningararfur hef- ir einnig haft lífrænt gildi fyrir hinar Norðurlandaþjóðirnar á andlegu og þjóðlegu sviði, og okkur er ljóst, að við stöndum í stórri þakkarskuld við þennan arf frá íslenzkri gullöld. Að nor- rænni skapgerð og hugsun, eins og hún birtist okkur í dag, liggja djúprætur frá þessum forna arfi. Það er frelsisþráin, þráin til sjálfræðis, sem þessi fornu handrit túlka, en um leið túlka þau viðleitni og vilja til þess að byggja land með lögum og rétti, miðað við aðstæður þeirra alda, — félagskenndin grundvallarskil yrði þess að þjóðleg eining megi varðveitast, reyndist hinu foma þjóðskipulagi stoð og styrkur, og hvert mál var skoðað með raunsæi. Gleggasta og einstæðasta dæm ið um þetta raunsæi og vilja til að varðveita þjóðlega einingu er það, að þeim tókst að firra landið styrjöld með dómi. Þegar alþingi kom hér saman árið 1000 mættu heiðnir og kristnir menn til þings sem tvær andstæðar heildir. Hvor heildin fyrir sig valdi sér lögsögumann, og kaus að lifa óháðu lífi. En svo djúp- stæður var skilningur þeirra á nauðsyn þjóðlegrar einingar, að þeir að síðustu urðu ásáttir um að selja einum manni sjálfdæmi um lausn deilunnar. Þessi mað- ur var Þorgeir, foringi heiðinna Vilhelm Buhl, fyrrverandi forsaeíisráðherra Dana og formaður hinnar dönsku fullirúarnefndar á fundi norræna þingmannasam- bandsins hér í vikunni, sem leið, flutii í kveðjusamsæii íslenzku sambandsdeildarinn ar, sem haldið var í Valhöll á Þingvelli á fimmiudaginn, ræðu, sem fékk sierkar und irtektir allra viðstaddra. — Hefir Alþýðublaðinu nú borizt ræðan orðréit og biri- ir hana í íslenzkri þýðingu í dag. manna, og úrskurður hans hljóð aði á þá leið, að framvegis skyldu allir Islendingar játa kristni. Ein lög og einn siður átti að gilda með þjóðinni. Og allir undu þessum dómúrskurði. Heið ingjarnir létu skírast, en sigur- vegararnir beittu þá ekki hroka. Þar eð heiðingjarnir vildu ekki láta skíra sig í köldu vatni, voru þeir skírðir í volgri laug, — þessi virðing fyrir rétti sigraðra andstæðinga er snar þáttur nor- rænnar skapgerðar. Þótt nýir tímar færu í hönd, sýndu menn liðna tímanum fulla hollustu. I Eddukvæðunum lifði og geymdist hin forna goða- fræði, og norrænu þjóðirnar urðu fornhelgum fjársjóð ríkari. Og þessi menningararfur, sem feðurnir fengu komandi kyn- slóðum til varðveizlu, varð þjóð inni leifturbjart blys, leiðarljós í myrku aldaskeiði. Þungt var það ok og fastar þær viðjar, sem dönsku einvaldskonungarnir lögðu á íslenzku þjóðina; döpur söguleg sjónarsvið okkur Dön- um. “Þannig er feðranna frægð, fallin í gleymsku og dá”, segir Jónas Hallgrímsson í kvæði sínu. En bjartara verður yfir því eftir því, se márin líða, og nú er þar heiðríkur dagur og sólarsýn. Stjórnmálaleg viðhorf á íslandi þróuðust og tóku breyt ingum í samræmi við vaxandi þjóðernishyggju um gervalla Evrópu, og foringinn göfugi, Jón Sigurðsson, sem þjóðin heiðrar með því að velja fæð- ingardag hans sér að hátiðisdegi, stóð í fylkingarbrjósti landa sinna og vísaði þeim sóknarleið. íslenzka þjóðin þroskaðist á sviði stjórnmála og sem þjóð, og nú er takmarkinu náð. Nú mætast þjóðirnar tvær, sem sagan leiddi saman, sem tveir jafn réttháir aðilar, og við, dönsku ríkisþingmennirnir, flytj um ykkur falslausar, innilegar kveðjur frá danska ríkisþinginu og þjóð okkar. Nú er hægt að segja með sanni: Sjá, hið gamla er liðið hjá, og allt er orðið nýtt! Við óskum íslenzku þjóð- inni gæfu og gengis í starfi sínu að auknum frama, og við undr- um þá lífsorku og starfsvilja, sem hvarvetna birtist okkur á sögueynni gömlu. Við vitum, að hér ræður norrænn andi og nor- ræn samhyggð, eins og ræða sú, er Emil Jónsson verzlunarmála- ráðherra flutti í gær, bar svo fag urt vitni. Þegar ég hlýddi á hana rifjaðist upp fyrir mér sag an um ferð Gunnars á Hlíðar- enda niður sandana, er hann hafði verið dæmdur í útlegð til þriggja ára. Hestur hans hras- aði, hann stökk úr söðlinum og horfði um öxl: “Fögur er Hlíðin, og leit ég hana aldrei. svo fagra; bleikir akrar og slegin tún. Og mun ég hvergi fara”. Getur ekki hugsunin, sem í þess um orðum felst, orðið táknræn þeim Islendingum, sem nú ganga að starfi? Og megum við ekki skoða þessa hugsun sem táknræna? Táknræna fyrir Island og Norð- urlönd. Ólík örlög þeirra á styrj- aldarárunum hafa markað djúp spor. Útvörður þeirra á vestur- slóðum á nú einnig við sín vanda mál að glíma. En ísland er eitt af Norðurlöndum og ég er þess fullviss, að íslenzka þjóðin er þeim bundin órjúfandi átthaga- tengslum. “Fagurt er á Norður- slóðum, og munum við hvergi fara”, er yfirlýsing íslendinga nú. Við gestirnir frá hinum norrænu löndunum höfum, okk- ur til einlægrar gleði, fundið að okkur er tekið hér með hug- aryl og innileik. Okkur hefir verið frámunalega vel fagnað og þær ógleymanlegar. Gest- risni sú, er við höfum átt hér að fagna, hefir sannfært okkur um sterka, lifandi norræna sam- hyggð og héðan hverfum við á brott með dýrmætar, norrænar minningar, sem okkur munu aldrei fyrnast. Við flytjum Gunnari Thoroddsen borgar- stjóra okkar innilegustu þakkir, sem forseta mótsins, og sömu- leiðis öllum þeim íslendingum, sem hafa gert okkur þessa daga svo bjarta og auðgandi. Þakk- læti okkar viljum við flytja sem hollustukveðjur ti lhins forna og síunga Islands, til hins unga ís- lenzka lýðveldis, og hin fögru orð Jónasar Hallgrímssonar séu kveðja okkar: “Landið var fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, himininn heiður og blár, hafið er skínandi bjart”. Alþbl., 6. ágúst. Símstöð verður opnuð í Krísuvík alveg næstu daga Miklar framkvæmdir standa þar stöðugl yfir á vegum Hafnar- fjarðarbæjar. Lokið er við að leggja síma- línu til Rrísuvíkur, og verður sínastöð opnuð þar alveg næstu daga. Miklar framkvæmdir standa stöðugt yfir í Krísuvík á vegum Hafnarfjarðarbæjar, og er nú að verða lokið við bygg- ingu mikils íbúðarhúss þar, sem ætlað er fyrir garðyrkjustjór- ann og starfslið hans. Enn frem ur er stöðugt unnið þar við jarð boranir og einnig að jarðræktar- framkvæmdum með tilliti til hins fyrirhugaða búreksturs bæj arins í Krísuvík. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir fengið hjá bæjar- stjóranum í Hafnarfirði, hefir í vor og í sumar stöðugt verið unnið við boranir í Krísuvík. Bor að er á tveim stöðum. Við Seltún er unnið með höggbor Hafnar- fjarðarbæjar, en í Hveradölum er unnið með snúningsbor frá Rafmagnseftirliti ríkisins. Staðsetning búsins hefir enn ekki verið ákveðin, þar eð enn hefir ekki fengizt nægur hiti í Hveradölum, en þaðan var ætl- unin að fá hita, bæði til búsins og gróðurhúsanna, vegna þess, að við Seltún eru allar aðstæð- ur taldar lakari, enda þótt meiri hiti hafi fengist þar. Aftur á móti eru boranirnar við Seltún gerðar með tilliti til væntan- legrar virkjunar og er ráðgert að koma þar upp gufutúrbínu tli framleiðslu rafmagns. Ibúðarhúsið í Krísuvík, sem ætlað er garðyrkjustjóranum og starfsliði gróðurstöðvarinnar — og ef til vill bústjóranum fyrst í stað, er nú nær fullgert. — Til- búnar eru tvær stórar íbúðir á efri hæð hússins, en niðri eru fjölmörg herbergi fyrir starfs- fólk. Frá því snemma í júlí hefir verið unnið á landi bæjarins í Krísuvík við ýmiskonar jarð- ræktarframkvæmdir. Unnið hef ir verið með skurðgröfu að fram ræslu landsins og ennfremur með jarðýtu og dráttarvél við plægingu og herfingu landsins. Unnið hefir verið á stóru svæði, en ræktunarmöguleikar eru þarna, eins og kunnugt er mjög miklir, og mun svæðið, sem hæft er til ræktunar skipta hundruðum hektara. Alþbl. 30. júlí.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.