Lögberg - 18.09.1947, Side 4

Lögberg - 18.09.1947, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. SEPTEMBER, 1947 --------logberg--------------------- 0*00 ðt hvern Omtudas ai THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba UtanAakrl/t ritstjórana: KDITOR LÖGBERG Í95 Sargrent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Ver6 $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “LÍSabergr” la prlnted and pubUshed by The ColumbU. Preea, Llmlted, 6S5 Sargent Avenue, WlnnJpe*. Manltoba, Canada. Authorized as.Sx:ond Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 204 P ersónuminningar Þann 12. yfirstandandi mánaðar, lézt í Reykjavík höfðingsmaður, sem komið hafði mjög við sögu íslands frá því fyrir síðustu aldamót, og var sá Thor Jensen, stóriðjuhöldur og kaup- maður; hann var áttatíu og þriggja ára að aldri. Thor Jensen var af dönskum ættum, fluttist ungur til íslands, og tók brátt slíku ásfóstri við land og þjóð, að til fyrirmyndar mun jafnan talið verða; hann varð brautryðjandi á vettvangi verzlunar, stórútvegs og athafnalífs, og verulegur frömuður í græðslu og ný- rækt landsins; nægir í því efni að vitna í umfangsmikið ræktunarstarf hans á Korpólfsstöðum í Mosfellssveit, er færði alþjóð manna heim sanninn um það, hve örlát íslenzk gróðurmold get- ur orðið, sé henni sýnd nærgætni og hollusta. En Thor Jensen var annað og meira en forustumaður á sviði athafna og við- skiftalífs, hann var mikill mannkosta- maður og höfðingi í lund; hann var fríður maður sýnum og mildur í fasi; ég kyntist honum nokkuð á mínum yngri árum í Reykjavík, og kom oft á hið stóra og glæsilega heimili þeirra hjóna við Fríkirkjuveginn; heimilið var mannmargt, barnahópurinn stór, en auk þess daglega fjöldi gesta; frú Jensen, þessi ástúðlega og híbýlaprúða kona, setti virðulegan svip á heimilið, er þeim líður ógjarna úr minni, er áttu því láni að fagna, að kynnast henni; ég átti nokkura samleið með elztu sonum þeirra Jensenshjóna, þeim Ríkarði, Kjartani og Ólafi, og gleymi ég aldrei hlýleika þeirra í minn garð; og vestan hafs varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi, að kynnast og eignast að vini fjórða bróðurinn, Thor sendiherra, er ég á mikið og margt gott upp að unna. I Eg held naumast að Thor Jensen hafi látið nokkurt það mál afskipta- laust, er hann sannfærðist um að verða myndi íslenzku þjóðinni til gagns og sæmdar; hann átti gifturíkan þátt í stofnun, vexti og viðgangi Eimskipa- félags íslands, og ég vissi til, að skoð- anir hans um framtak og frjálsa verzl- un, féllust í faðma við hugsanir Hann- esar Hafsteins eins og þær birtust í eftirgreindum ljóðlínum: “Sé ég í anda knör og vagna knúða krafti, sem vanst úr fossa þinna skrúða, stritandi vélar, starfsmenn glaða og prúða, stjórnfrjálsa .þjóð með verzlun eigin búða.” Thor Jensen var það ljóst, að stjórn- arfarslegt frjálsræði íslands, yrði að grundvallast á efnahagslegu sjálfstæði; hann var stórhuga aðalsmaður, er átti um margt sammerkt við norska höfð- ingjann Otto Wathne, er um langt skeið var mestur athafnamaður á Austfjörðum. Það er engan veginn ólærdómsríkt, að ýmissir þeirra manna, er af erlendu bergi voru brotnir, en eignuðust ísland sem kjörland, skyldu verði til þess, að ryðja þjóðinni veg til manndóms og hefja hana í hærra veldi; við slíka menn stendur þjóðin í ævarandi þákk- arskuld, sem bezt verður goldin með viturlegum og auknum átökum í þró- unarátt, jafnt í samtíð sem framtíð. Með Thor Jensen er genginn grafar veg mikilhæfur kjörsonur íslands, er vildi veg þess í öllu; og nú, er ég í fjar- lægðinni minnist hans með örfáum orðum látins, flögrar um huga minn síðasta vísan úr minningarkvæðinu um Ottó Wathne, eftir Þorstein Erlendsson, því mér finst hún ^iga hér svo undur vel við: “Sjaldan svo frækinn, svo fágætan mann færðan til grafar vér sáum. Fár var hér sárara syrgður en hann, syrgður af háum og lágum. Hvíldu þá, ættpörð, höfðingja þann, — einn af fáum”. — n. Þann 19. ágúst, s. 1. var til moldar borinn í Reykjavík, Pétur G. Guðmunds son, verkalýðsleiðtogi, ættaður úr Borgarfirði hinum meiri. Pétur var bókbindari að *iðn, en gaf sig jafnan mikið við mannfélagsmálum; hann var einn af stofnendum verkalýðssamtak- anna í Reykjavík, er ganga undir nafn- inu Dagsbrún; hann var mikill bind- indisfrömuður; hann var fyrsti fulltrúi verkamanna í bæjarstjórn Reykjavík- ur, og ritstjóri Alþýðublaðsins 1910. Pétur var vitur maður og góðgjarn; af skólagöngu hafði hann lítið að segja, en nam þess meira af sjálfum sér og lífinu sjálfu; hann var heitur ættjarðar vinur; ást hans á íslandi var honum heilög ástríða. Við Pétur áttum töluvert samstarf á árunum 1907 og 1908; við vorum báðir vinstri menn í stjórnmálabarátt- unni, sem þá var háð, og hlífðum okk- ur lítt, og þegar honum svall eldmóð- ur í brjósti, skutu rannsakandi augu hans gneistum í allar áttir; hann var skygn maður á marga lund, og um hreinskilni hans efaðist engin. — Fyr- ir hér um bil ári vorum við hjónin á gangi upp Bakarastiginn í Reykjavík, og göngum fram á Pétur G., eins og hann venjulegast var kallaður; við bárum brátt kensl hvor á annan þótt langt væri að vísu um liðið frá því, er fundum síðast bar saman; hann bauð okkur innilega velkomin, og sagðist nú reyndar hafa ætlað sér að hringja til mín, og rifja upp ýmis æfintýri frá fyrri dögum; okkur vanst ekki langur tími til viðtals þarna á mjóum, en fjöl- förnum Bakarastignum, og eftir þetta sé ég ekki Pétur í Reykjavík. Á heimleið okkar frá íslandi dvöldum við hjónin daglangt í Montreal, og vor- um laust fyrir hádegið á skemtigöngu um megingötu borgarinnar, og í annað sinn með stuttu millibili göngum við fram á Pétur G. Við skiptumst hálf- vegis forviða á kveðjum. “Við erum þó víst ekki á Bakarastígnum enn”, sagði Pétur með kímnisglampa í aug- unum; hann hafði farið vestur skömmu á eftir okkur til þess að sitja í Montreal, ásamt Kjartani Thors og Thor sendiherra, alþjóða verka- og at- vinnumálaþing fyrir hönd íslenzku ríkisstjórnarinnar, og það var ekki að sökum að spyrja; sendiherrann efndi þegar til ríkmannlegs dagverðar fyrir okkur öll á veglegasta hóteli borgar- innar, Mount Royal. Að lokinni máltíð átti ég mitt síðasta samtal á þessari jörð við góðvin minn, Pétur G. — Hann sagðist hafa verið að velta því fyrir sér hvort ísland, jafn fámennt land og það væri, ætti í rauninni nokkurt erindi á fjölmennar, alþjóðaráðstefnur, og kom ist að lokum að þeirri niðurstöðu, að einmitt vegna fámennisins riði þjóð- inni meira á, að vekja á sér meiri at- hygli, en ella myndi verið hafa; nú lauk samtalinu og leiðir skildu. Pétur G. Guðmundsson var umbóta- maður af innri þörf, og hinar vinnandi stéttir landsins eiga honum mikið gott upp að unna; hann sýndist stundum dálítið hrjúfur á yfirborðinu, en í brjósti hans sló kærleiksríkt hjarta, er aldrei sveik á sér lit. Snjólaug Snjólaug Sigurdson var barnung, er hún fyrst vakti athygli á sér vegna næmrar hneigðar í hljómlistarátt, og þá einkum varðandi píanóleik; hún naut silfemma kenslu hjá úrvals kenn- ara í Winnipeg og varð brátt ágætur píanóleikari; hún var altaf viss í sinni sök og fáguð í meðferð viðfangsefna sinna; nú hefir hún, eins og vitað er, stundað árlangt framhaldsnám í New York, og notið til þess nokkurs styrks úr þeim námssjóði, er Icelandic Cana- dian stofnaði til. Maður varð þess skjótt var á hljóm- leikum þeim, er Snjolaug efndi til í Fyrstu lútersku kirkju á miðvikudags- kvöldið þann 10. þ. m., hve mikið henni hefir áunnist við framhaldsnám sitt í New York, hvert ásmegin henni hefir vaxið í tónstyrk og túlkun melódíu. Fyrsta viðfangsefnið á skemti- Opið bréf til dr. Sig. Júl. Jóhannssonar Bindindi, karakler og Djöfsi Eg las grein þína um bindindi í öðru hvoru íslenzka vikublað- inu. Er ég þér þar að öllu leyti samþykkur. En yfir hugmyndina sem felst í orðinu “Áfengisdjöfulinn”, vildi ég skýra með dálítið mis- munandi orðalagi. Eg veit að þú veizt og skilur að prestar vorir hafa myndað persónugjörfing úr þessu orði, og með því gjört Satan að guði — guði þess illa auðvitað. Og þó ég finni sym- bóliska merkingu í orðinu, þá líkar mér ekki þessi symbólík þeirra, sérstaklega þegar kem- ur til bindindismála. Mér virð- ist að ég geti fundið heppilegri orð yfir áfengisástríðu manna en þessa. En ef þú vilt endilega nota málfæri kirkjunnar, þá get ég það líkað þá mér hafi aldrei fundist að prestar hafi mjög skreytt tungumál þjóðanna, alt frá stofnun Páfastólsins niður til vorra daga. Svo ef ég ætti að nota þessa gömlu symbólík, þá myndi ég segja að vér ættum fleiri djöfla en áfengisdjöfulinn, því að mín um dómi eigum vér nú og fyrr marga djöfla, þó það afsaki ekki “Áfengisdjöfulinn”. Mér finnst ég sjá daglega djöfla eins og þessa: — Djöful lýginnar, á- girndar, auðsöfnunar, valda- fíknar, hernaðar, hjátrúar og lauslætis. En þessir púkar virðast óvið- ráðanlegir þó, ef til vill að höf- uðdjöflarnir séu, Áfengis- og Nikótín og ópíum-djöflarnir. — Þeir eru, að mínu áliti, höfuð- djöflar mannlegrar tilveru., En eru þeir þá ósigrandi? — Já, og nei. — En á hverju þrífast þeir, þessir djöflar? — Á karakterleysi manna, andlegri leti og heimsku. Það er skortur á sjálfsvirðingu, viljaþreki og sjálfsafneitun. St. Páll segir: “Það góða sem ég vil gjöri ég ekki, en það illa sem ég vil ekki, það gjöri ég”. Þetta er góð dæmi saga upp á mannlegt ósjálf- stæði. Dr. Brandson sagði eitt sinn í ræðu, að hann áliti að fólk yfir leitt væri ekki komið á það sið- ferðisstig að geta orðið bindindis fólk. Séra R. Pétursson hafði sömu skoðun í þessu máli. Hann sagði að é áfengisnautnin væri primitíft böl, sem aðeins full- komnari siðmenning gæti lækn- að. Og hvar sem ég les um vísindalegar rannsóknir á á- fengi, þá er niðurstaðan sú, að það sé eitur, sem eyðileggi taugakerfið, og endaði með brjálsemi. Þess vegna hefir ver- ið lagt til, af sálfræðingum að byggð séu drykkjumannaheim- ili, sem bæði verði notuð sem læknastofnun, fyrir þá sem hægt yrði að lækna, og vit- skertrahæli fyrir þá sem reynd- ust ólæknandi. Þetta er því ekkert smáatriði, og eins og Good-Templarar kenna, eina varanlega lækning- skránni, Sónata Beethov- ens, hreif mig ekki; mér þótti öflin, eða réttara sagt andstæðurnar, sem til grundvallar liggja fyrir tónsmíðinni ,hvergi nærri eins ákjósanlega skil- greindar og vera hefði átt; en þegar kom að fyrsta laginu eftir Ravel og Scherzo í B-moll eftir Chopin, kom fram í leikn- um frábær tónfágun, er göfgaðist því meir sem á leið, uns listarhámarki varð náð; yfirhöfuð voru áminstir hljómleikar næsta merkilegir og spá góðu um framtíð píanóleikarans, sem nú er horfinn í Aust- urveg U1 frekara náms og frekari listþroska. Sam- koman verðskuldaði lengt um meiri aðsókn, en raun varð á. in við ofdrykkju er: “að taka aldrei fyrsla glasið. Svo þegar farið er að gá vel að, þá er “Áfeifgisdjöfullinn”, í raun og veru, ekki í flöskunni, heldur býr hann í mannssálinni, þar sem um nokkra sál er að ræða. Svo til að byggja upp heilbrigða sál, er ekki nóg að mölva allar flöskur í hatursæði á móti Bakkusi, heldur að kenna sjálfsafneitun, sjálfsvirð- ingu og — ég vil segja sjálfs- elsku. Hvað snertir ópíum, nikotin og alkóhol, þá kemst engin hóf- semd ^ar að, svo í þeim tilfell- um verður tryggasta ráðið að “taka aldrei fyrsta glasið”, eins og bindindismenn kenna. Sú er bæði vissust og ódýrust aðferð að eyðileggja “áfengis- djöfulinn”. Þinn fornvinur S. B. Benediktsson. Sæmileg veiði í gærkvöld 13 skip með 2260 tunnur til Siglufjarðar Síðari hluta nætur í nótt og morgun komu 13 skip með alls 2260 tunnur síldar í salt til Siglu- fjarðar. Skipin veiddu síld þessa út af Rauðugnúpum. Ea allgóð síld- veiði þar á stóru svæði. Norsk veiðiskip voru þar fyrir, er ís- lenzku skipin komu þangað, og höfðu sum þeirra fengið ágæt köst. Strax og fréttist af veiði þarna streymdu skipin að, og í morgun var gríðarlegur fjöldi þeirra kominn þangað. Verður er mú hagstætt n y r ð r a, og gera menn sér vonir um, að skipin veiði þarna allvel. Skipin sem komu til Siglu- fjarðar í morgun eru þessi: Ern- ir með 270 tunnur, Huginn II 150, Sæhrímnir 100, Dagný 250, Víðir frá Eskif. 400, Snæfell 200, Andey 200, Straumey 40, Bjarmi 50, Sæ- dís, EA. 200, V é b j ö r n 100 og Björn Jónsson 100 tunnur. Niðurskurður sauðfjárð milli Blöndu og Héraðsvatna Bændur tóku þessa ákvörðun án samþykkis stjórnarvaldanna Sauðfjáreigendur á svæðinu milli Héraðsvatna og Blöndu hafa nýlega samþykkt með mikl um meiri hluta atkvæða að skera niður allt sauðfé og geit- fé á þessu svæði í haust. Á fundi sem bændur héldu í Varmahlíð 13. f.m. var ákveð- ið að leita til allra fjáreigenda á svæðinu milli Blöndu og Hér- aðsvatna um skuldbindingu til þess að lóga öllu sauðfé og geit- fé sínu á komandi hausti í því trausti að Alþingi og ríkisstjórn veiti styrk til fjárskipta, sam- kvæmt lögum um varnir gegn útbreiðslu næmra sauðfjársjúk- dóma og útrýmingu þeirra frá 9. maí 1947. Ákveðið var að svo framar- lega sem 75 prósent allra fjár- eiganda á svæðinu samþykktu niðurskurð, yrði hafizt handa og sérstakri framkvæmdanefnd fal ið að undirbúa niðurskurðinn. Nú er orðinn kunn afstaða bænda á svæðinu og hafa 83.81 prós. fjáreigenda samþykkt nið- urskurðinn. Fjáreigendur hafa tekið þessa afstöðu þrátt fyrir það að stjórn in hafi ráðið frá niðurskurði að svo stöddu máli, vegna þess að fjárskipti hafa verið ákveðin á öðru svæði í haust, og stjórnar- völdin telja sig ekki geta veitt fjárstyrk til meiri framkvæmda í þessa átt að svo stöddu. Vísir, 23. ágúst. C. K. Chesterton: “Sérhver maður hér á jörðu ætlað eitt- hvert ákveðið hlutverk að inna af hendi. Einnig ætti sérhver maður að hugsa sem svo: Eg er maður til að auðga heiminn um það, sem hann mundi ekki eign- ast, ef ég væri ekki til”. Epictetus: “Það er auðvelt að hugsa sér, að hægt sé að sann- færa fáfróðan mann, en í dag- legu lífi gera menn hvorttveggja, að hafa á móti því, að þeir séu sannfærðir, og að leggja fæð á þá menn, sem sannfæra þá”. Vísir, 20. ágúst ----------\— Eins og til hagar um þurð á efni, er síma- kerfið hart leikið. Nær, sem því verður viðkomið, ætti fólk að nota firðsímann þegar minst er ann- ríki, milli 12 á hádegi og 2 e.h. og frá 4,30 til 7 e. h. Með þessum hættú vinnið þér yður í hag og stuðlið að bættri afgreiðslu símakerfis- ins. (Símgjöld lægri eftir kl. 6 e.h. og á sunnu- dögum).

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.