Lögberg - 23.10.1947, Síða 1

Lögberg - 23.10.1947, Síða 1
PHONE 21374 llul"'"1''. ® A C< mplele Cl< aning Insl ilulion 60. ARGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 23. OKTÓBER, 1947 NÚMER 42 Merkur Islandsvinur í fyrirlestraferð Dr. Henry Goodard Leach, fyrrv. forseti menningar- og fræðafélagsins “The American- Scandinavian Foundation” í New York, er um þessar mundir á fyrirlestraferð um Canada, en hann er einn af kunnustu og á- gæstustu vinum fslands og ís- lenzkrar menningar í Vestur- heimi. Gildir hið sama um af- stöðu hans til Norðurlandanna og norrænnar menningar í heild sinni, enda er hann maður víð- kunnur sem sérfræðingur í Norðurlandabókmenntum, er um annað fram hefir um langt skeið látið sér sérstaklega annt um menningarleg samskipti milli Norðurlanda og Vestur- heims. • Á vegum félagsskaparins “The Canadian Institute of Inter- national Affairs” flytur dr. Leach tvo fyrirlestra í Winni- peg, fyrir karladeildina að kvöldi þ. 3. nóvember og fyrir kvennadeildina næsta kvöld. - Vera má einnig, að hann flytji fleiri erindi þar í borg, þó undir rituðum hafi eigi borist fregnir af fullnaðarákvörðunum þar að lútandi. En vissulega væri það æskilegt, að Norðurlandabúar á þeim slóðum fengju tækifæri til að hlýða á þenna merka fræði- mann og hollvin heimalanda þeirra eða ættlanda. Fjalla fyrir lestrar hans bæði um menningu og bókmenntir á Norðurlöndum, sem og um menntamál og félags- mál á víðtækara grundvelli, en hann er gjörhugull og skemmti- legur ræðumaður. Má í því sam- bandi geta þess, að dr. Leach dvaldi um nokkurt skeið á Norð- urlöndum fyrir rúmu ári síðan, en hafði oft férðast þangað og dvalið þar langdvölum áður, allt frá því, að hann var við fram- haldsnám í Danmörku 1908-T0. Dr. Leach á annars yfir marg- þættan og óvenjulega merkan æviferil að líta, þó eigi verði það rakið hér nema í örfáum megin- dráttum. Hann lauk doktors- prófi í, heimspeki við Harvard háskóla árið 1908, og varð þar síðan, að loknu framhaldsnámi á Norðurlöndum, kennari í ensk- um fræðum 1910—1912; en þá gerðist hann ritari “The Ameri- can-Scandinavian Foundation” og gegndi því starfi fram til 1921; forseti þeirrar mikilvægu menningarstofnunar var hann síðan um 20 ára skeið, 1926— 1946, og er nú heiðursforseti hennar, jafnhliða því og hann er ritstjóri hins ágæta ársfjórðungs rits hennar, The American Scandinavian Review. — Hefir hann átt meginþátt í því að koma á stofn og halda við hin- um víðtæku kennara- og nem- endaskiptum milli Norðurlanda og Bandaríkjanna, sem stofnun in hefir staðið að árum saman, og með því unnið þarft og mikið menningarstarf. En dr. Leach hefir unnið merkileg menningarverk á fleiri sviðum. Hann var á árunum 1922—1940 ritstjóri hinna mik- ilsmetnu og víðlesnu tímarita, Forum og Century, og urðu þau áhrifamikil menningarmálgögn í höndum hans, enda er hann eigi aðeins víðmenntaður maður, heldur einnig víðsýnn og sann- gjarn í dómum sínum og mála- flutningi, eins og fræðimanni Dr. Henry Goodard Leach. sæmir. Á umræddu tímabili varð hann einnig kunnur og virtur fyrirlesari í amerískum háskólum og ýmsum félögum víðsvegar um landið. Þá var hann um mörg ár forseti skálda félagsins ameríska, “The Poetry Society of America”, og ber það vitni víðfeðmum bókmenntaleg- um áhuga hans. Dr. Leach hefir lagt sérstaka rækt við miðaldafræði og bók- menntir, og samið merk rit varð andi Norðurlönd. Má sérstaklega nefna síðasta rit hans á því sviði, en það er hið vandaða og fjöl- þætta safnrit, A Pageant oj Old Scandinavia — 1946, — sem hef- ir inni að halda úrval úr bók- menntum Norðurlanda frá forn- öld og fram um 1300; skipa ís- lenzkar fornbókmenntir þar, af eðlilegum ástæðum, mesta rúm- ið, enda hefir útgefandi ritsins mjög miklar mætur á þeim. — Hann ritar einnig ‘prýðilegan inngang að safninu, auk heim- ilda- og ritaskrár, sem drjúgum auka á gildi þess. Fyrir hið langa og ávaxtaríka starf hans í þágu þeirra, eiga Norðurlandaþjóðirnar dr. Leach mikla skuld að gjalda. I viður- kenningar- og virðingarskyni hafa ríkisstjórnir þeirra einnig, svo sem sjálfsagt var, sæmt hann háum heiðursmerkjum. — Meðal annars sæmdi forseti íslands hann nýlega Stórriddara krossi Fálkaorðunnar. Ýmsir há- skólar hafa einnig sýnt honum verðugan sóma. Á 350 afmæli sínu árið 1945 kaus Uppsala há- skóli í Svíþjóð hann heiðurs- doktor, og var hann eini útlend- ingur, er sá sómi var sýndur á þeim tímamótum í sögu þess víðfræga háskóla. Auðsætt er því, þó hér hafi verið stiklað á stóru, að vér ís- lendingar, eigi síður en aðrir Norðuríandabúar, eigum þar hauk í horni sem dr. Leach er, og mikil sæmd er oss að slíkum vinum í hópi erlendra fræða- og menningarfrömuða. Richard Beck. Bœja- og héraðs- stjórna kosningar Síðastliðinn sunnudag fóru fram bæja- og héraðsstjórnar- kosningar í Frakklandi og lauk þeim með sigri fyrir hinn svo- nefnda borgaraflokk, er Charles de Gaulle hershöfðingi veitir forustu. Kjoímmúnistar urðu næstir að liðstyrk; kosningarn- ar voru fremur slælega sóttar. Erindrekar Rússa á þingi sameinuðu þjóðanna, fylgja Bretum og Bandaríkjamönnum að málum varðandi skiptingu Palestínu í tvö sjálfstæð ríki. Kosningar í Noregi Á mánudaginn voru haldnar þingkosningar í Noregi; nákvæm ár fregnir af kosningaúrslitun- um eru enn eigi við hendi, en hokkurn veginn þykir sýnt, að hægri menn hafi gengið sigr- andi af hólmi; þingfylgi kom- múnista og verkamannaflokkis- ins þvarr að mun, að því er fyrstu fréttir af kosningunum herma. Flugferðir Flug- félagsins til útlanda í ágústmánuði fluttu leiguflug vélar Flugfélags Islands 340 farþega til og frá íslandi. Frá Reykjavík til Prestvíkur fluttu flugvélarnar 108 farþega Frá Reykjavík til Kaupmanna- hafnar 57. Frá Prestvík til Rvík- ur voru 113 farþegar gg frá Höfn til Reykjavíkur 62. Hafa því farið með flugvélunum héðan og til Kaupmannahafnar og Prestvíkur 165, en komið frá þessum stöðum til Revkjavík- ur 175. Póstur sá, er flugvélarnar fluttu til útlanda vóg 146 kg., en til landsins 309 kg. Flugfragtin frá Reykjavík til Prestvíkur og Kaupmannahafnar nam 91 kg., en til Reykjavíkur 1031 kg. Tíminn, 7. sept. Glæsilegur kosningasigur Síðastliðinn mánudag fór fram aukakosning til sambands þings í York-Sunbury-kjördæm inu í New Brunswick; urðu úr- slit þau, að frambjóðandi Liber- alflokksins, hinn nýi fiskiveiða- ráðherra, vann stórkostlegan kosningasigur; hafði ' hann á fimmta þúsund atkvæða um- fram næsta keppinaut sinn E. W. Sansom, er leitaði kosning- ar undir merkjum íhaldsmanna. Frambjóðandi C. C. F. flokks- ins rak lestina. Vandamál leysist Verkfall hinna mörgu þús- unda, er í þjónustu helztu slát- urfélaga landsins voru, er nú að sögn í þann veginn að verða leyst; starfsmenn hinna óháðu sláturfélaga í Winnipeg, er gerðu samúðarverkfall, eru nú allir komnir til vinnu sinnar, og samningar við Swift Canadian hafa náðst; þess er vænst að samningar við Canada Packers og Burns og Co. verði undirskrif aðir í dag eða á morgun. Kaup hefir hækkað um 10 cents á klukkustund. Aldarafmœli Prestaskólans, 2. október 1947 HÁTiÐARLJÓÐ I. Syng guði dýrð, syng drottni þökk, vor þjóð, að það vak hann, sem leiddi þig og heilög, himnesk ljóð úr harmi þínum vann. Því ef þú hlauzt að ganga, mönnum gleymd, hinn grýtta stig, í hjarta guðs þú hittir tár þín geymd. Sjá, hann einn mundi þig. Vor kynslóð stendur enn við opna gröf, og enn sem fyr um leiðsögn yfir harmsins trylltu höf hún hrædd og felmtruð spyr. En ofar dauða og kvöl rís krossinn enn, sem Kristur ber. Og sjá, hann knýr og kallar alla menn að koma og fylgja sér. Því Kristur lifir. Angist hans og ást fer alla tíð með frið og mildi, hvar sem heimslán brást og háð er banastríð. Og megi kirkjan koma og lýsa þeim að krossi hans, sem þrá að líkna og leiða þjáðan heim að lindum kærleikans. II. Oss lýsir enn og ljómar bjarmi sá, er liðnu þjóðlífsvori stafar frá, og enn í dag er aldarsaga þaðan með afrek sín og drauma gengin hjá. En þjóðin man hvern sigur, sem var unninn, og sína ást og virðing tjáir þeim, er þungum steini lyftu og lögðu grunninn að landsins æðsta skóla og fluttu’ ‘hann heim. Hann hófst án valds og auðs, og aldrei brann af ytri dýrð neinn ljómi um skóla þann, en það var hjartans traust og trúin hreina á tign hins æðsta lífs, sem reisti hann. Því héðan sá hún öldum ofar rísa þann eld, er skyldi lýsa heilli þjóð. Og blessum alla, er vildu þangað vísa til vegar sínu fólki um grýtta slóð. Og enginn skóli kom hér víðar við né valdi sér til fylgdar hærri mið. Um landið allt hans lærisveinar stóðu í lýðsins gleði og sorg við fólksins hlið. Og hafi stundum lágum loga brunnið það ljós, sem kirkjan þeim í hendur gaf, I er meira vert um hitt, að hér var unnið margt heilagt starf, sem skín og lýsir af. Því blessa horfnir dagar lýð vors lands. Svo leiði nýja öldin sál hvers manns, er heyrir guð í hjarta sínu kalla og hingað fer að leita sannleikans. Og megi skólinn skyldur sínar rækja og skapa nýjan ljóma um fornan arf, og megi þjóðin þrek og djörfung sækja til þeirra, er honum vígja líf og starf. Og treystum því sem hönd guðs hefir skráð: 1 hverju fræi, er var í kærleik sáð, býr fyrirheit um himnaríki á jörðu. Hver heilög bæn á vísa drottins náð. Og hví skal þá ei ógn og hatri hafna ef hjálp og miskunn blasir öllum við í trú, sem ein má þúsund þjóðum safna til þjónustu við sannleik, ást og frið? III. Sjá, dagarnir líða, í leiðslu við hlustum á laufið, sem hrynur um aldanna skóg og leggst yfir stofnana sterku, sem stormur og dauði til jarðar sló. En þó að þeim visni hvert bjarkarblað, þá blómgast oss önnur í þeirra stað. Því áfram skal haldið og aldrei þagnar hin eilífa hrynjandi lífsins, sem ymur um aldanna skóg. Við hverfula daga mörg blekking oss bindur. Þó' býr oss í hjörtum sú eilífðarþrá, er leitar sér hljóðs og rís hærra en heimsdýrð og jarðneskar óskir ná. Hún stefnir frá glötun og harmi heim. Og hvort skal hið dauðlega miklast þeim, sem leita, handan við hrun og myrkur, þess himins, er vakir og kallar í aldanna eilífu þrá? Sjá, laufið hrynur, en lífið er eilíft. Lát lindirnar hníga í dimman sjó. Því eitt sinn vor kynslóð skal eignast í aldanna skógi sitt bergmál þó. Ó, megi 'það hljóma sem heilagt ljóð, og nýrri og fegurri veröld vísar er himninum blessar vort land og þjóð á veg hinna eilífu stjarna, er skína yfir aldanna skóg. Úr borg og bygð Lesbækur Það er kunnara en frá þurfi að segja að sá, sem er að læra tungumál þarf lesbækur. — Nemandinn lærir að vísu mikið ósjálfrátt af sambandi efnis og orða í sögunni, sem hann les. Þjóðræknisfélagið út- vegaði lesbækur frá íslandi; eru í þeim smásögur og ljóð við hæfi barna og unglinga. — Lesbækurnar eru þessar: Litla gula hænan I. Litla gulan hænan II. Ungi litli I. Ungi litli II. Lesbækur. Pantanir sendist til Miss S. Eydal, Columbia Press, Winni- peg- — ♦ KVITTUN Engin greinir æðri svið, engin lífræn sjónarmið; skjögrar andlaust út á hlið athugasemda smámennið. E. P. J. ♦ Icelandic Canadian Evening School The members of the senior group of the Icelandic Canadian Evening school, who will be studying Icelandic literature in the original, will meet at the home of Mrs. Ena Anderson, Ste. 5 Mest Apts. — Alverstone St. — Wednesday, Oct. 29th at 8,30 o’clock. Those interested contact M. Kristjanson, phone 35 408. — The Junior Ladies Aid of the First Lutheran Church will hold their Annual meeting in the church parlors on Tuesday Oct 28th at 2,30 p. m. * ♦ Laugardaginn, 18. okt., voru þau Frank Harold Wieneke, frá Detroit, Michigan, og Hazel Joyce Davy, frá Winnipeg, gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni í Fyrstu Lútersku kirkju. Þau voru að- stoðuð af Betty Lila Davy, syst- ur brúðurinnar, og Gordon Alexander Boyd. Mr. H. J. Lupton var við orgelið. Kirkjan var fagurlega skreytt með blómum, og fjölmenni var viðstatt. — Heimili brúðhjón- anna verður í Detroit. Brúðgum- inn er dóttursonur Guðmundar P. Thordarsonar og konu hans Jóhönnu. Mrs. Jóhannes A. Johnson frá Oak. View, Man., var stödd hér í bænum um aðra helgi. Hafði hún verið í heimsókn til dóttur sinnar og tengdasonar Mr. og Mrs. W. Norberg, sem nú eru búsett í Montreal Oue. ♦ Vinnur námsverðlaun Miss Viola Sigurðson, dóttir Mr. og Mrs. Skapti Sigurðson, að Oak. View, Man., fékk $40,00 verðlaun fyrir grade x., Corre- spondeftce-próf, á síðastliðnu vori. ♦ Mr. Allan A. Beck, sonur Mr. og Mrs. J. Th. Beck, hefir nýlega unnið tvennskonar verðlaun fyr- ir hljómlistarhæfileika sína; eru hin fyrri nefnd Junior Musical verðlaun, en hin voru $50.00 verðlaun Jóns Sigurðs- sonar-félagsins, IODE. — Mr. Mr. Allan lék nýverið einleik á fíðlu í útvarpið við góðan orð- stýr. — Tómas Guðmundsson.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.