Lögberg - 23.10.1947, Blaðsíða 2

Lögberg - 23.10.1947, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. OKTÓBER, 1947 Hundavöð Gömul nytjajurt verður fræg Það er svo til nýkominn mað- ur frá íslandi hingað vestur til Winnipeg. Hann heitir Tryggvi Thorstensen. Hann er maðux á besta aldri, vel farið í andliti, gengur þokkalega til fara og yf- irhöfuð býður af sér góðann út- vortis þokka, en því miður er haldinn einhverri innvortis-ólyfj an eins og sjá má í síðasta Lög- bergi sem hann hefir ekki enn lært að temja, eða máske ræður aldeiiis ekki við, því hann ham- ast þar í angurgapa móð, og svamlar á hverju hundavaðinu á eftir öðru. Hundavað númer 1. Að ég hafi skrifað haturs og níðgrein í Lögbergi um kom- múnista og Rússa, er tilhæfu- laust slúður. Eg hefi ekkert skrifað eða taiað, sem gefur Tryggva Thorstensen,, eða neinum öðrum manni rétt til að segja að ég hati Rússa. — Mér vitanlega hata ég ekki nokkurn mann, og því síður nokkra þjóð. Það er ekki hatur þó að sann- leikurinn sé sagður, eins og ég gerði í innganginum að ræðu Títo marskálks í Lögbergsgrein minni um aðstöðu Rússa og vestrænu þjóðanna í heimsmál- unum, sem því miður er eins og að ég lýsti henni, hvort sem Tryggva líkar það betur eða ver, og hvað svo sem hann eða aðrir um hana segja. Ef Tryggvi með haturstali sínu á við ræðu Títos og haturseld þann sem hún gefur til kynna, þá á ég á því enga sök. Það eru hans hugs anir sem koma þar fram, en ekki mínar. Hans fyrirætlanir en ekki mínar, og því hin fáránleg- asta fjarstæða að saka mig um þær. Ræðustúfur sá var af mér þýddur og birtur til þess, að brezkir borgarar, sem Lögberg lesa, gætu séð hvað um þá var hugsað og rætt. Hundavað númer 2. Tryggvi Thorstensen segir að margir hafi skrifað um Rússa, bæði illt og gott. “En sá maður- inn sem þótti ástæða til að geta um það sem betur fer í þjóðlífi Rússa, var hvorki annar né minni maður en sjálfur Roose- velt forseti, einn mesti stjórn- málaspekingur 20. aldarínnar”. Roosevelt gjörði meira en að tala vel um Rússa. Hann var frumkvöðull á Yaltafundinum að því að Rússum voru veitt um- ráð yfir milljónum manna, sem áður höfðu verið sjálfum sér ráðandi og 275.000 fermílum af landi til að milda huga peirra og tryggja framtíðar-samvinnu þeirra með sambandsþjóðunum hinum, til tryggingar alheims- friðar. En hvað skeður? Roose- velt lifði til þess að sjá þær von ir sínar fölna og hann var naum ast kaldur nár, þegar þær voru allar sviknar, og járntjaldið dregið niður. Hundavað númer 3. Þegar að þessi nýi kommún- istiski postuli vor á meðal, hætt- ir haturstali sínu, snýr hann sér að kjörum verkamanna í Cana- da og komst að þeirri niðurstöðu að þeim sé meira en lítið ábóta- vant. Því miður er þetta líklega alveg satt. Kjör verkamanna í Kanada, eru hvorki eins góð, né heldur eins réttlát og þau ættu að vera. En um það atriði var aldeilis ekki að ræða, í Lögbergs grein minni. Eg dró þar fram nokkur sannveruleg atriði úr kjör verkamanna í Kanada betri, eins og þau eru, aðeins til sam- anburðar við hliðstæð kjör verka fólks á Rússlandi og í öllum til- fellunum sem bent var á, voru kjör verkamanna í Canada betri, frjálsari, og mannúðlegri, en þau eru á Rússlandi. í stað þess, að ræða það mál frá þeim sam- ræmisgrundvelli sem þau eru bygð á í grein minni í Lögbergi, slítur hann þau út úr öllum samböndum og fimbulfamast svo með þau eftir sinni eigin vild og tilhneiging. — Hann um það. — Hundavað númer 4. Samkvæmt stjórnarskrá Kana- da, British North American Act., þá er hverju fylki í Kanada út af fyrir sig, ákveðinn réttur til yfirráða á málum verkamanna, og verkamálalöggjöf innan sinna vébanda og þessum rétti óskertum hafa fylkin haldið síðan að þau gengu í fylkjasam- bandið að undanskildum stríðs- árunum, þegar landstjórnin fór með þann rétt með samþykki fylkjanna, en skilaði honum aftur til fylkjanna að stríðinu loknu. Verkamálalög Manitobafylkis ákveða fyrst að verkamála- nefnd sé skipuð af fylkisstjórn- inni, sem sé milliliður, eða sátta semjarar á milli verkamanna og vinnuveitenda þegar um ó- samkomulag þeirra á milli sé að ræða. Annað, að áður en verkfall sé hafið verði verkfallsmenn að gjöra þeirri nefnd aðvart og er þá skylda nefndarinnar að leita samkomulags á milli manna þeirra sem verkfall hafa ákveð- ið að gjöra og vinnuveitenda þeirra. Þriðja: Ef um ekkert sam- komulag er að ræða, þá er nefnd inni skylt að tilkynna verka- málaráðherra fylkisins, hvað það sé sem beri á milli og ekki sé hægt að koma sér saman um og ákveða lögin þá, að ráðherr- ann skuli hafa 14 daga til athug unar áður en verkfall sé hafið. þannig stóðu lögin er slátr- araverkfallið var hafið hér í Manitoba og í Kanada. -r- Verka fólk sláturshúsanna hér í Mani- toba gjörir verkfall beint ofan Það er furðulegur móður, að ég ekki segi margt, sem einkenn ir ádeilugrein Jónbjörns Gísla- sonar til mín í síðasta Lögbergi útaf því, að ég skyldi gjörast svo djarfur að segja meiningu mína um aðstöðu kommúnist- anna á Rússlandi til opinberra alheimsmála, birta nokkurn samanburð á lífskjörum hér í Kanada, og bera þau saman við samstæð kjör á Rúss- landi og opinberað hugsanir og áform eins af stórpostulum kommúnistanna í garð Brezka ríkisins og samlanda þess. Mál sem mér fannst vera og finnst enn að séu almenns eðlis og all- ir ekki aðeins megi, heldur eigi, að vita um. En það er eins og sumum mönnum vor á meðal finnist að framin sé goðgá, ef einhverjum verður á að láta eitthvað í ljósi um þau mál, sem frá þeirra sjónarmiði er víta vert í fari eða framkomu Rússa, og þjóta þá undir eins upp með rokum og reigingi, sem þeir að líkindum ætlast til, að ofbjóði og ægi þeim mönnum sem ekki eru reiðubúnir til að segja já og amen til allra athafna og æðisáfergi þeirra, — með öðr- um orðúm, þeir eru orðnir svo innblásnir eða útblásnir af kom- múnistiska andanum sem að á Rússlandi ræður, að þeir eru ósjálfrátt eða vísvitandi orðnir spegilmynd af honum. En ég get fullvissað Jónbjörn Gíslason um, að slík aðferð — slík yfir- lætisákefð og áróðursvald hefir ekki hin minstu áhrif á skoðun eða aðstöðu mína til þessara mála. Eg er jafn sannfærður eftir skrif hans, og ég áður var, að orð mín, sem í inngangskafl- anum að grein minni í Lögberg stóðu, séu sönn, þau, að heim- urinn sé klofinn um tvær and- ans stefnur. Einræðisstefnuna rússnesku og vestrænu lýðveld- isstefnu capitalisku landanna og að Vestur-lslendingar eigi heimt ingu á, að þær stefnur séu krufðar til mergjar og skýrðar. í ákvæði laganna. Forsætisráð- herra fylkisins lýsir verkfall þetta ólöglega hafið og sótt. — Slíkt hið sama gjöra atvinnu- málaráðherrar flestra fylkj- anna í Kanada á fundi í Toronto. Út af þessu ódæði verkamála ráðherranna brjótast þessi ang- istarorð fram af vörum Tryggva: “Nú er næst að halda að stjórn- in neyði verkfallsmenn til vinnu sinnar án bóta”, — og spyr svo í kommúnistiskri vand lætingahrifning: Kallar J. J. B. þetta lýðræði. J. J. B. svarar á- kveðið og með fullri einurð: Já! Það getur verið kommúnistiskt frelsi, að vaða yfir lög og rétt til þess að hrifsa það sem mönn- um sýnist úr sameiginlegum sjóði. En frá vestrænu lýðræðis- sjónarmiði, er það stigamenska. Islendingar í Ameríku hafa fengið sérstakt orð á sig fyrir að vera löghlýðnir menn og hefir það verið talið þeim til heiðurs, það er því hið mesta óþarfaverk að vera að leitast við að innleiða nýjan kom- múnistiskan skilning á lögbrot- um þeirra á meðal, eins og þeim er lítill sómi að, þegar angur- gapar álpast út í að tala opin- berlega um þjóðmál hér, sem þeir er}í ekki nógu kunnugir og eiga því ekki kost á að fara rétt með, t. d. gefur Tryggvi Thorstensen í skyn að stjórnin muni “neyða verkfallsmenn til vinnu sinnar án bóta”. Hvaða stjórn á að gjöra það? Það er engin stjórn til í Kanada sem hefir vald til þess, því hér hefir verið, er nú og vonandi verður lýðræðis- en ekki einveldis- stjórn. — Og svo: “Hér er hnígin hurð að gátt hittir loku kengur, kjaftshögg hefir enginn átt, ári hjá mér lengur”. Að þessi klofningur eigi sér stað, og sé ekki aðeins veruleg- ur, heldur líka að hann sé heimsins alvarlegasta og mesta vandamál, dettur víst engum manni með opin augu og eyru í hug að neita, jafnvel eigi Jónb. Gíslasyni. Hann og við allir vit- um, að svona er komið og að oss Vestur-íslendingum ber borgara leg skylda til þess að ákveða af- stöðu okkar til þeirra mála og gjöra hana heyrum kunna. — En við þessu skellir Jónbjörn skolleyrum algjörlega í grein sinni í síðasta Lögbergi, og í staðinn fyrir að ræða málið frá hinu raunverulega sjónarmiði, snýr hann sér að því að lítils- virða mig með ógeðslegum dylgjum og aðdróttunum, og eyðir dálk í blaðinu til þess að hella yfir lesendur þess part af stjórnarskrá Rússa frá árinu 1936, sem aldrei hefir verið fylgt og nú er búið að breyta að mun, og fella sumt úr með öllu. Nei, Jónbjörn góður! Þetta er ónóg málsvöm og villandi og gefur mönnum þeim sem haltr- andi eru í þessu stórmáli, sára- litla fótfestu til athugana, eða til áttfestu í því. Hví er sú áttfesta nauðsynleg og hvað er í hófi? Áttfesta er nauðsýnleg í öllum velferðar- málum mannanna. Án hennar verða málin reikandi og áhrifa laus. Það sem í hófi er, er frelsi einstaklingsins til þroskunar andlega og líkamlega, sem Platon forðum taldi þá æðstu hugsjón mannlegs félagsskapar, sem til væri, og hefir í aldarrað ir verið kjarni hugsjóna hinna vestrænu lýðræðisþjóða og er enn, þó misjafnlega hafi, og sé með það farið. Hin stefnan sem er að keppa um yfirráð í heiminum er hin Rússneska mannfélags lífsstefna sem ranglega hefir líka verið nefnd lýðræðisstefna, til þess eins að villa mönnum sjónar. Þegar Spánverjar komu fyrst til Mexico varð þeim starsýnt á jurt nokkra, sem Mayo-Indí- ánar ræktuðu í stórum stíl. — Jurt þessi líktist nokkuð kaktus. Blöðin voru breið að neðan en mjókkuðu upp og voru odd- hvöss. Spánverjar kölluðu þessa jurt Yucca og hinn mikla skaga í Mexico kölluðu þeir Yucatan eftir henni, vegna þess að hún var aðallega ræktuð þar. En á máli frumbyggjanna heitir skag inn Mayab og Indíánar kalla jurtina “henekuen”. Hún hefir líka verið nefnd “agave” og stundum sisalhampur, vegna þess að úr trefjum hennar má fá ágætan hamp. — Þetta nafn er dregið af höfninni Sisal, en það- an hefir mest verið flutt út af hampinum. Frá alda öðli höfðu Indíánar notað ýrefjar þessarar jurtar til þess að flétta úr þeim mott- ur og ilskó, haft þær í boga- strengi og fléttað úr þeim reipi. Það var ákaflega seinlegt verk að ná trefjum úr jurtinni, en það gerði ekkert til, því að Indíán- arnir höfðu nógan tíma. Seinna varð þetta atvinnuveg ur fyrir þá og þegar hampurinn var í háu verði höfðu allir nóg að gera, og allsnægtir. En ef markaðurinn brást, þá var sult- ur í búi og þá höfðu Indíánarnir ekki einu sinni efni á að kaupa sér skó. Þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst jókst mjög eftirspurnin að hampi, og þá blómgaðist þessi iðngrein, eigi aðeins í Yucatan heldur einnig í Suðurríkjum Bandaríkjanna, svo sem New Mexiko, Texas og Arizona. Er þá getið um einn verksmiðju eiganda í St. Louis sem keypti 80 milljðn pund af Yucca og gerði úr því strigapoka, bursta, kaðla og pappír handa hernum. Svo þegar því stríði lauk, komu ódýrari samkeppnisvörur á markaðinn. Það var svo dýrt að ná trefjunum úr Yucca, að það svaraði ekki kostnaði, og nýr afturkippur kom í þann iðnað. — Þegar seinni heimsstyrjöld- inni lauk var mjög mikill skort- ur á hampi. — Kvað svo ramt að þessu að mikil vandkvæði voru á því að Bandaríkin gæti sent til hungurlandanna vörur svo sem kornmat, sykur, bómull, ull og grænmeti, vegna þess að poka skorti utan um þessar vör- ur. Það var líka tilfinnanlegux hörgull á efni í kaðla, bursta, veggþiljur og bólstur á húsgögn. Var þá farið að svipast um eftir hráefnum í þessu sksyni. Vísindamennirnir komu auð- Sú stefna, kortimúnistiska stefn an á ekki yfir einu lóði af lýð- ræði að ráða, eins og það hug- tak er vanalega skilið. Kom- múnistisk þjóðfélagsskipun eins og hún nú er á Rússlandi og í bandalöndum Rússlands- byggist á einræðisvaldi, að því er stjórnarfarslegt fyrirkomu- lag snertir. Þær stjómir engar leyfa andstæðum stjórnmála- flokkum í löndum sínum ram- þróun, eða lífsvöxt. Þær mega það ekki, og geta það ekki, vegna þess, að þá dreifast hugs- anir og stefnur fólksins og mið- valdsstjórnin missir vald sitt og fellur, enda hefir Stalin-stjóm- in á Rússlandi rækilega séð um að ekkert slíkt kæmi fyrir — séð rækilega um að engin slík sjálfstæðisstefna næði að lifa, eða þroskast í landi sínu og hið sama á nú sér stað í sambands- löndum hans. Leon Trotski reyndi að setja sig upp á móti Stalin og varð að flýja land sitt og leita til Mexico, þar sem hann var myrtur. Karl Radek, fyrrverandi ritstjóri blaðsins Isvestía, reyndi það, og gröfin geymir hann nú. 1 Búlgaríu reyndi Nikola Petkoff að standa vitað fyrst auga á Yucca. En þar var þó við nokkra örðugleika að etja. Menn vissu t. d. ekki hve langan tíma jurtin þarf til að full þroskast, og svo þurfti nauðsyn lega að finna einhverja hraðvirk ari aðferð an handaflið, til þess að ná trefjunum úr jurtinni. Fræðsla um fyrra atriðið barst þeim alveg óvænt upp í hendurnar. Meðal skjala þeirra, sem hernámsliðið fann í Þýzka- landi, voru skilríki um það að Þjóðverjar höfðu gert ítarlegar rannsóknir á Yucca. Þegar eftir fyrri heimsstyrjöldina höfðu þýzkir vísindamenn farið að at- huga hvernig Þýzkaland gæti verið sjálfu sér nóg um fram- leiðslu á hampi. Og þeir höfðu tekið fyrir að rannsaka Yucca í því skyni. Þeir höfðu flutt 500 pund af Yucca-fræi og sáð því í grend við Frankfurt. Og þeir höfðu komist að raun um að á 20 mánuðujn náði jurtin fullum þroska. Með öðrum orðum var þá sannað að óhætt var á hverju ári að uppskera helminginn af öllum Yucca plöntum, og það var ekki svo lítið, því að Yucca þrífst án þess að akrar séu plægðir eða áburður settur í þá. En þá var hin þrautin óleyst, hvernig unnt mundi verða að ná trefjunum með litlum kostnaði og í stórum stíl. Ótal efnablönd- ur voru reyndar í því skyni að láta blöðin leysast upp í þeim. Reyndust sumar vel, en allar höfðu þann ókost að vera of sein virkar, eða of kostnaðarsamar. “Við vorum eins og milli tveggja elda”, sagði einn vísinda- maðurinn. “Annars vegar voru verksmicjj ueigendur, ævir út af því að geta ekki fengið nóg hrá- efni. Og hins vegar voru landeig- endur, sem áttu stór flæmi, þar sem Yucca óx, og þeir heimtuðu að við gerðum það að verk smiðjuvöru fyrir sig. Þeir vissu sem var, að ef heppileg aðferð fyndist til þess að ná trefjunum úr Yucca, þá blöstu nýir og stór- kostlegir tekjumöguleikar við þeim. En nú er að segja frá manni, sem heitir R. S. Chapman og á heima í Lo| Angeles, þúsundir mílna frá Yucca-löndunum. — Hann er vélfræðingur. Og hann var að fást við hugmynd, sem ekkert snerti Yucca. Hann hafði lesið auglýsingar um “fæðu úr fallbyssukjafti”. Hann vissi að þetta átti ekkert skylt við hern- aðartækni, heldur var hér að- eins um sérstaka aðferð að ræða til þess að sprengja hýði utan af korni. Þéttaðri gufu var beint á kornið og svo var því þeytt út í loftið, en þá varð gufan í korn- á móti kommúnistiska einræð- inu þar, og var dæmdur af lífi fyrir dyrfsku sína að standa ó- hikað gegn einræðisvaldi því, en með rétti bændalýðs Búlg- aríu. Jörðin geymir hann nú, og nú fyrir skömmu var hinn hug- djarfi háskólakennari og leið- togi bændanna í Serbíu, tekinn fastur og kærður um landráð, þar eð hann hefði talað illa og óvirðulega um Sovétstjórnina í útlendum blöðum, og haft fleiri ódáðaverk í frammi, henni og landi hennar til skapraunar og skaða. Dragoljub Yovanovick, 52 ára að aldri og einn af glæsileg ustu framsóknar mönnum lands síns, svaraði ákærunni með þess um orðum: “Eg hefi aldrei fram ið nein rangindi gegn fólki þjóð ar minnar né landi mínu”. Máli Yovonovick er enn ólokið, en ekki ólíklegt að raddar hans og áhrifa gæti minna hér eftir, en hingað til. Þetta er innræti aflsins sem sækir fram gegn hinni vestrænu lýðræðisstefnu, sem það eitt hef ir í huga að frelsa hinar 16 Ev- rópu þjóðir, sem skortur og von- leysi þjáir, áður en þær verða kommúnistiska einræðinu að unum — hrísgrjón og hveiti — þess valdandi að hýðið sprakk utan af þeim. Chapman hugkvæmdist að það mætti nota þessa aðferð við fleira, og hann smíðaði “fall- byssu”. En um þær mundir frétti hann um það í hverjum vandræðum vísindamennirnir ættu með Yucca. Hann tók sér því ferð á hendur til Neiv Mexiko og hafði “fallbyssuna” með sér. Og í viðurvist vísinda- manna, verksmiðjueigenda og landeigenda, hlóð hann “fall- byssuna” af Yucca og hleypti af. — Árangurinn varð stórkostleg- legur. —■ Trefjarnar lágu þar eftir í hrúgu. Húsgagnasmiður gekk þar að, tók handfylli sína af trefjum og nuggaði þær milli handanna. Það kom undrunar- svipur á hann og hann sagði: — “Þessar trefjar get ég notað í bólstrun eins og þær eru”. Forstjóri kaðlaverksmiðju gekk þar að og tók trefjar og vafði þær upp í vöndul. Hann sagði: “Úr þessu má búa til jafn sterka kaðla og úr hampi”. Og þá færðist bros á alla við- stadda og þeir kepptust um að fá að taka í hönd Chapmans og þakka honum fyrir. Og áður en menn skildu höfðu verið teknar ákvarðanir um það að reisa þeg- ar í stað verksmiðjur til þess að ná trefjum úr Yucca. Mörgum fannst sem hin forn- fræga jurt hefði nú náð hátindi frægðar sinnar. En vísindamenn eru aldrei fullkomlega ánægðir Og nú kom Botkin prófessor til skjalanna. Hann minntist þess að Indíánar höfðu notað safann úr Yucca-blöðunum í stað sápu, þegar þeir þvoðu ullina sína. í “fallbyssunni” var talsvert af þessum legi eftir “skotið” og nú var farið að rannsaka hann. Og árangurinn varð ótrúlegur. Honum verður best lýst með þessum orðum: Yucca-trefjarn- ar eru nú orðnar aukaatriði, en framleiðsla safans aðalatriði! Ullarframleiðendur og ullar- verksmiðjur heimta nú Yucca- safa til þess að hreinsa ullina. Yucca-safi er notaður til að smyrja innan gufukatla, og bregður þá svo við, að ekki þarf að hreinsa þá. Yucca-safi hefir reynst ágætur til að vinna úr honum “fluor” og önnur efni. Og nú er farið að nota Yucca- safa í fegrunarvörur og frauð. “Við höfum ekki enn rannsak- að eða fundið alla kosti Yucca”, segir einn af vísindamönnunum. “En rannsóknum er haldið á- fram og það má vera að safinn verði nauðsynlegur fyrir ótal iðngreinar”. Lesbókin. bráð. Það er vandamálið mesta fyrir alla þá er einstaklingsfrelsi og einstaklings þroska unna. — Það er mannúðarmálið stærsta og það er málið sem allir íslend ingar, hvar svo sem þeir eru, og reyndar allir aðrir, eru skyld- ugir til að átta sig á, á meðan dagur er enn á lofti. Hr. Jónbjörn Gíslason mælist til þess að ég segi sér í hvaða blaði að ræðustúfur sá sem ég tók upp í grein mína í Lögbergi sé, og skal ég með ánægju verða við þeim tilmælum. Hann og ræðan öll er í The International Review, og væri óskandi að hann leitaði hana þar upp og læsi hana sér til sálubótar. Að síðustu klykkir Jónbjörn grein sína í Lögbergi út með því að spyrja með hæðnisglotti: — “Hvar eigum við, þessir nor- rænu andans menn að vera?’ Eg veit því miður ekki hvar hver og einn þeirra muni hafna sig. Þeir geta enn ráðið því sjálf ir hér í Kanada, en eitt hlýtur að vera ljóst, öllum þeim sem fylgst hafa með skrifmensku Jónbjörns Gíslasonar og það er, í hvaða Keflavík að hann muni róa. Jón J. Bíldfell. J. J. Bíldfell. Vökuþjónar

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.