Lögberg - 23.10.1947, Side 3
LÖGBERG, FIMTQLAGINN 23. OKTÓBER, 1947
3
Vingjarnleg rödd frá Íslandi
(Frændi minn, Bjöm Þorkels-
son, fyrrum bóndi í Hnefilsdal á
Jökulsdal, sendi mér alveg ný-
verið þessa vingjarnlegu kveðju
að heiman, ásamt því erindi, sem
hér fer á eftir; hann er mikill at-
hafnamaður, og var, að því er eg
bezt veit, fyrsti bóndinn á Jökul
dal, er raflýsti bæinn sinn. Björn
er nú búsettur í Hveragerði í
Ölfusi; þökk sé honum fyrir
þessa kærkomnu sendingu.
Bjöm á einn bróður vestan
hafs, Halldór Þorkelsson, sem á
heima í bænum Ashern í Mani-
toba.
Erindið sem hér fer á eftir
“Með sól og degi”, var samið
fyrir héraðsmót við endurreisn
lýðveldisins á íslandi árið 1944.
Ritstj.).
Hveragerði, Árnessýslu,
10. okt. 1947
Góði frændi:
Hugurinn reikar víða. Er það
ekki einhver dásamlegasti eigin-
leiki mannskepnunnar að eiga
þennan þögula síkvika miðil,
sveimandi um alla heima og
geima tilverunnar, án þess að
af honum verði tollur tekinn,
eða honum markaður bás af for-
skriftum skömtunar- eða hegð-
unarreglna?
Jú, vissulega. Á þessum æ-
varandi kynnisförum hugans lif-
um við mest og bezt — lærum
flest, minnumst alls og röðum í
óskasjóð minninganna. — En
hvað þá, ef hugurinn hvarflar —
villist inn á óhrein svið og ömur-
leg? Er þá rúm í óskasjóðnum?
Já — hugurinn lærir (á að læra)
að sópa, hreinsa, fága og þvo —
sundurgreina og skilja — þá
kemst alt með röð og reglu í
óskasjóðinn.
Mér varð að hvarfla huga til
ykkar heiðursgesta, vestan að, í
fyrra. Þótti mér innilega vænt
um komu ykkar, en einkum
stöðvaðist hugur minn þar, er þú
varst. Tel eg þrjár ástæður
liggja til þess. 1 fyrsta lagi hefi
eg það fyrir satt að við séum
frændur, þar sem móðurafar
okkar voru bræður. (Hamingjan
forði mér frá því að hætta mér
út í ættfræðina). 1 öðru lagi hefi
eg kynst bræðrum þínum náið og
haft ærið mikið saman við þá
að sælda, taldi því sjálfgefið að
leyniþræðir hugans ættu kunnar
slóðir að rekja til þín.
í þriðja lagi er þess að geta
að mér finst ætíð að eg eigi hvert
bein í Vestur-íslendingum, er
heim koma — eins og bræður
væru eða systur, jafnvel mín eig-
in börn, Hví þá það? — Jú, ég
lít svo á að Islendingar, sem vest-
ur fluttu, hafi int hlutverk sitt,
svo vel og rausnarlega af hendi,
sem landnemar og borgarar í
framandi landi, hafi haldið svo
rækilega uppi heiðri sínum,
heiðri allrar þjóðarinnar austan
og vestan hafs, að sjálfgefinn,
kærkominn mælikvarði megi
teljast á manngildi Islendinga,
heilindi og þrek.
Eg var rétt fyrir skemstu að
lesa ritlinginn þinn “Hugsað
heim” í annað eða þriðja sinn.
Mér þykir svo vænt um þann
hlýja, notalega “hug”, sem þar
sveimar yfir vötnum. Og svo
fór eg að hugsa og hugsa. Sendi
þér þessar línur út frá þeirri
hugsun, og svolítið erindi, hugs
að og párað með ritblýi, fyrir
þremur árum, í sambandi við
héraðsmót, en það sá aldrei dags-
ins ljós. En þú kynnir að vilja
líta yfir þetta og gætir komist
fram úr því, vænti eg að þú sjá-
ir, hvernig mér finst réttast og
hagkvæmast, að rökstyðja það,
svo ekki verði í móti mælt, að
meira enn lítið sé í íslendinga
spunnið — að fornu og nýju.
Með beztu óskum.
Þinn einl.
Björn Þorkelsson
frá Hnefilsdal
Með sól og degi
Eftir Björn Þorkelsson
Fjórðungsmót þau, sem nú
eru farin að tíðkast, og félagsleg
samtök með mönnum, úr sama
landsfjórðungi, er fluttst hafa í
framandi bæi, eða héruð, minna
fyrst og fremst á þjóðrækni —
á vakandi vitund um eigið mann
gildi og ræktarsemi við átthaga
og óðul, erfðir og háttu fóstur-
slóða.
Minningin treystir hinar líf-
rænu sambandstaugar við
heimahaga og hvetur til sjálfs-
prófunar og dáða.
Út frá þessu sjónarmiði, þess-
ari hugsun, minnist ég hinnar
látlausu, einföldu spurningar
Krists: Hvern segið þér mig
vera? Hvern segið þér Islend-
ipginji veora — ísfenzku þjóð-
ina? Er það okkur metnaður
eða vansi að spyrja? Hvernig er
saga þjóðarinnar og samvizka,
að þessu leyti. Er það ómaks-
ins vert að halda fjórðungsmót
til virðingar átthaga — rækt og
þjóðrækni, og trúarstyrkingar
á manndóm og frama, vöxt og
viðgang?
Af ávöxtunum skuluð þér
þekkjast”. Forfeður vorir yfir-
gáfu átthaga sína og óðul, til
að setjast að í framandi, óbygðu
landi. Hina fyrstu prófraun
sína, að nema landið og byggja
og leggja efni til, og grundvöll-
inn að hinum óviðjafnanlegu
bókmenntum, leystu forfeður
vorir með þeim ágætum, að
aldrei mun fyrnast. Enda bauð
landið fram sinn gjöfula, ó-
ósnortna faðm, og sól frelsis og
sjálfstæðis skein í skæru heiði.
Þegar á landnámsöld var það
Ijóst, að hér voru meira en miðl
ungsmenn á ferð. Þeir höfðu
flutt inn veilulausan kjarna
og skíra gull, í áræði, dugnaði,
höfðingslund og frelsisrækt.
En — þar sem við ekkert er
að stríða, en engan sigur að fá.
Og vissulega kom langvinnt og
þrálátt stríð. Fyrst hinar illvígu
róstur Sturlungaaldar, sem end-
uðu með formyrkvun þeirrar
sólar, sem best hafði vermt og
nært hinn unga, þróttmikla
stofn — og svo öðru hvoru fram
eftir öldum, ísar og harðæri, eld-
gos, drepsóttir og verzlunará-
nauð. Þetta var langvinn og af-
ar hörð prófraun. En út úr þreng
ingunum kom íslendingurinn að
vísu með lamað þrek í bili, en
ókalinn á hjarta. Honum hafði
tekist að varðveita hinn arf-
borna kjarna, halda gullinu
hreinu. Það er ekki nóg að segja
þetta. Þetta verður að rök-
styðja. Það vill nú svo vel til, að
þetta er auðvelt að gera, svo að
ekki verður um deilt. Enda velt
ur von okkar og trú að mestu
leyti á svarinu.
íslendingar sóttu enn fram og
stofnuðu til nýs landnáms á
Vesturheimi, á síðari hluta
nítjándu aldar. Þetta nýja land-
nám má skoða sem einskonar
opinbert, alþjóðlegt próf á
manngildi Islendingsins, hjarta
og sál. Það sýnir að þrátt fyrir
undangengnar þrengingar, hef-
ir hann geymt og ávaxtað sitt
pund í kyrþey. Hann hafði ekki
glatað hinum arfborna mann-
dómskjarna, og gat því fram-
vísað hreinu, skíru gulli.
Þessi prófraun er enginn hé-
gómi, því í hinu nýja landnámi
var við að etja fleiri þjóðir, af
traustum stofni, er þegar höfðu
farið eld um landið, og hyllt
sinn arinn.
íslendingurinn stóðst prófið
með ágætum. Hefir unnið sér,
með fullri sæmd, sæti í fremstu
röðum, jafnvel há-sætið, ef rétti
lega er miðað við fjölda og að-
stæður. Þetta er hið mikla,
glæsilega próf um það, hver ís-
lendingurinn er, þegar hann
fær svigrúm og sjálfsæði til að
neyta sinna meðfæddu, arf-
bornu dáða. —
Hjartað ókalið af ísum, ósvið-
ið af eldum, ólamað af kúgun. —
íslendingurinn hefir alla
stund sótt fram með sól og degi
— undir sól og dag. — Frá átt-
högunum í öndverðu, vestur til
Islands, og svo áfram, þegar á
landnámsöld, vestur til Græn-
lands og Ameríku. Og svo að
síðustu hið fræga landnám síð-
ustu alda — á sömu heillabraut.
Af því landnámi höfum við þeg
ar margt lært, og mun þó meira
síðar. —
Það á að vera okkur hvatn-
ing til dugs og dáða. Það á að
kenna okkur að leita að og finna
verðmæti, er leynast með okk-
ur sjálfum, er heima sátum, af
því að við höfðum ekki tæki-
færi til að nota hið glögga gests
augu, eins og sá er út sótti.
Islendingar, er vestur fluttu,
hurfu margir frá köldum arni,
með hálfköldum kveðjum. Samt
reyndist hjartað heitt og traust,
er hin nýju verkefni í nýju um-
hverfi, kölluðu til dáða.
Sækjum áfram undir sól og
dag, ekki til landsnáms í fram-
andi álfum, heldur til aukins
skilnings, og verðugs mats, á
eigin fósturfold — moldinni
heima. Þar er vissulega óunn-
in álfa, sem bíður eftir dáðrík-
um landnemum.
Sækjum undir sól og dag til
aukinnar menningar og frama
— höldum okkur við braut
heillastjörnunnar sem fer með
sól og degi.
Þegar ég hugsa um lífsferil
þjóðarinnar, baráttu hennar og
sigra — hvað hún er í dag, og
hvernig hún hefir varðveitt sín
helgustu verðmæti — þegar ég
hugsa um þá dásamlegu vernd
sem yfir henni hefir hvílt í
yfirstandandi styrjaldarógnum
— þá get ég ekki varist því, að
láta mér til hugar koma, að
einnig við Islendingar mættum
teljast með þeim mönnum, er
Björnson segir um:
Þar sem góðir menn fara,
þar eru guðs vegir.
Miklar framkvæmdir á Ísafirði
Hafnargerð, ný vatnsveiia, stækkun
aflsstöðvarinnar, vegagerð o. fl.
Á ísafirði hefir verið mikið um
verklegar framkvæmdir, og enn
eru aðrar á döfinni, sem ýmist er
byrjað á, eða eru í undirbúningi.
H e f i r Sigurður Halldórsson,
ristjóri á Isafirði, skýrt Vísi í
höíuðairiðum f r á framkvæmd-
um þessum.
Byggingar.
Stærstu byggingaframkvæmd-
ir á ísafirði um þessar mundir
eru verkstæðisbygging, sem Vél-
smiðjan Þór er að láta byggja,
1100 fermetra að flatarmáli.
ísafjaraðarkaupstaður h e f i r
m i k 1 a íbúðarhússbyggingu í
smíðum. 1 henni verða 12 þriggja
herbergja í b ú ð i r með stórum
stofum. Búið er að steypa kjallar-
ann og neðri hæðina, og er í þann
veginn verið að byrja á efri hæð-
inni. Ennfremur er töluvert um
íbúðarhúsabyggingar h j á eins-
taklingum.
Hafnarframkvæmdir
Unnið er að byggingu hafnar-
bakka, sem verður 220 m e t r a
langur. Allri undirhleðslu er þeg-
ar lokið, en eftir að reka niður
járnin í bakkann. Gert er ráð
fyrir að því verði lokið í haust.
Ný vatnsþró
í undirbúningi er bygging nýr
rar vatnsþróar, sem tekur 1200
tonn. Verður hún byggð í svo-
kallaðri Stórurð, sem er í hlíðin-
ni fyrir ofan kaupstaðinn. Enn-
fremur verður lögð ný vatnsveita
niður í bæinn, þar sem sú gamla
e r e k k i lengur fullnægjandi.
Hafa verið gerðar ráðstafanir til
þess að fá efni í vatnsleiðsluna
erlendis, og er sumt af því kom-
ið. Er nú byrjað að grafa fyrir
pípunum.
Stækkun rafvirkjunarinnar
Rafmagnsskortur hefir verið á
ísafirði undanfarin ár og nauð-
syn borið til þess að stækka afl-
stöðina v i ð Nónhornsvatn. Nú
er ráðgert að hefjast handa í
haust og byrja á stækkun
stíflunnar.
Vegagerðir
I allt sumar hefir verið unnið
af fullum krafti að Bolunga-
víkurveginum og miðar vega-
gerðinni ört áfram. Má gera ráð
fyrir, að með sama eða svipuðu
áframhaldi, komist vegurinn
alla leið næsta sumar. Vega-
gerð þessi er óvenju miklum
erfiðleikum bundin, því að veg-
urinn liggur hátt uppi í fjalls-
hlíðinni og hefir orðið að
sprengja hann þar inn í kletta
og björg:
Þá er og unnið að veginum
milli Súðavíkur og ísafjarðar,
og er í þann veginn verið að
byrja á sprengingum gegnum
svokallaðan Álftafjarðarhamar,
en þar er gert ráð fyrir að jarð-
göng liggi gegnum hamarinn. —
Gera má ráð fyrir að vegarsam-
band komist á milli Súðavikur
og ísafjarðar á næsta sumri, ef
sprengingar þessar tefja ekki
um of fyrir framkvæmdum.
Ísfirðingar hafa nýlega feng-
ið stórvirk vegavinnutæki, til
viðbótar þeim, sem fyrir vOru,
svo sem vegahefil, ýtu og
ámokstursvél. Von er á fleiri
slíkum tækjum á næstunni.
Með framangreindum vega-
íramkvæmdum kemst ísafjarðar
kaupstaður í vegasamband við
nærliggjandi þorp, og er að þessu
stórmikil samgöngubót, því að
til þessa hafa allar samgöngur
milli þessara staða farið fram á
sjó. —
Úigerð
Allir bátar eru nú komnir af
síldveiðum, og er afli misjafn,
eins og gerist og gengur, en al-
mennt er hann þó lítill. Aðeins
einn bátur frá ísafirði, eign
Samvinnufélags ísfirðinga, fer á
reknetaveiðar.
Heyskapur
i
Heyskapur hefir verið með
betra móti í nágrenni ísafjarðar
í sumar, þrátt fyrir mikla ó-
þurrka. Heyspretta var líka með
allra bezta móti, og það sem
hjálpað hefir ýmsum bændum
þar vestra, eru súgþurrkunarvél
ar, sem komnar eru á nokkra
bæi, þar á meðal á bæði bæjarbú
ísfirðinga.
Vísir, 13. september.
Flóð í Ölfusi
Úrkoman, sem fylgdi illviðr-
inu, sem gekk yfir landið eftir
miðja vikuna, olli m. a. miklu
tjóni í ölfusi.
Ölfusá tók mjög að vaxa í
fyrradag, þar sem allir lækir
urðu að beljandi vatnsföllum og
hélt áin áfram að vraxa í gær. Þá
var hún þegar búin að flæða yf-
ir bakka sína og taka um 1000
hesta af heyi, sem var tiltölu-
lega ný slegið og bændur höfðu
gert sér góðar vonir um að
bjarga í hús lítt eða ekki
skemmdu.
Vísir, 13. september.
Business and Professional Cards
H. J. STEFANSSON
Life, Accident and Health
lnsurance
Representing
THE GREAT-WEST LIFE
ASSURANCE COMPANY
Winnipeg, Man.
Phone 96)144
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk, Man.
Office hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Office 26 — Res. 230
DR. A. V. JOHNSON
Dentlst
606 SOMERSET BUILDINQ
Teiephone 97 932
Home Telephone 202 398
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 7 VINBORG APTS.
594 Agnes St.
ViBtalstlmi 3—5 eftir hádegl
Talsrtmi 95 826 Heimilis 53 893
DR. K. J. AUSTMANN
SérfrœSingur i augna, eyrna, nef
og kverka sjúkdómum.
215 Medical Arts Bldg.
Stofutimi: 2.00 til 5.00 e. h.
DR. ROBERT BLACK
BérfrœOingur i augna, eyma,
nef og hdlssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 93 851
Heimasími 403 794
EYOLFSON'S DRUG
PARK RIVER, N. DAK.
islemkur lyfsaU
Fölk getur pantaS meSul og
annaS meS pösti.
Fljót afgreiSsla.
A. S/BARDAL
848 SHERBROOK STREET
Selur llkkistur og annast um öt-
farir. Allur ötbönaSur s& besti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnlsvarSa og legstelna.
Slcrlfstofu talsiml 37 324
HelmiUs talslmi 26444
Geo. R. Waldren, M. D.
Physician and Burgeon
CavaUer, N. D.
Office Phone 95. House 108.
PKINCE//
MESSENGER SERVICE
ViS flytjum kistur og töskur,
hösgögn ör smærri tbúSum,
og húsmuni af öllu tæi.
58 ALBERT ST. — WINNIPEG
Simi 25 888
C. A. Johnson, Mgr.
TELEPHONE 94 358
H. J. PALMASON
and Company
Cliartered Aecountants
1101 McARTHUR BUILDING
Winnipeg, Canada
Phone 49 469
Radio Service SpeciaUsts
ELECTRONIC LABS.
H. THORKELSON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
130 DSBORNE ST., WINNIPEG
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
Manitoba Fisheries
WINNIPEG, MAN.
T. Bercovitch, framkv.st).
Verzla I heildaölu meö nýjan og
frosinn flsk.
303 OWENA STREET
Skrlfst.simi 25 355 Heima 65 462
Hhagborg U
FUEL CO. n
Dial 21 331 21 331
Oíflce Phone Res Phone
94 762 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
526 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment
Drs. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlæknar
406 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 96 952 WINNIPEG
Dr. Charles R. Oke
TannUeknir
For Appointments Phone 94 908
Offlce Hours 9—8
404 TORONTO GEN. TRU8T8
BUILDING
283 PORTAGE AVE.
Winnlpeg, Man.
SARGENT TAXI
PHONE 34 655
For Quick Reliable Servioe
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG WPO.
Fasteignasalar. Lelgja hö*. Ct-
vega peningal&n og elds&byrgö
bifreiöa&byrgC, o. ■. frv.
PHONE 97 538
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
Lögfrœöingar
209BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
Simi 98 291
GUNDRY PYMORE
Limited
British Qualíty Fish Nettlng
60 VICTORIA ST„ WINNIPEG
Phone 98 211
Manager T. R. THORVALDBON
Tour patronage will be appreciated
C A N A D I A N FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAOE, Managing Direetor
Wholesale Distributors of Frjeh
and Frozen Fish.
311 CHAMBERS STREET
Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917