Lögberg - 23.10.1947, Side 5

Lögberg - 23.10.1947, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. OKTÓBER, 1947 5 ÁHUG/iMÁL IWCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Fimtíu ára afmœlisfagnaður Kvenfélags Selkirk safnaðar Kvenníélagsstarfsemin er nokk- urskonar skóli “Eg var ung — aðeins 19 ára — þegar ég gekk í kvennfélagið, þá nýstofnað”, sagði frú Jónína Eyman, en hún á lengri starfs- feril í félaginu en nokkur önn- ur félagskona. “Mér finst félags- starfsemin hafa verið mér sem nokkurs konar skóli, og mikla ánægju hefi ég haft bæði af starfinu og samfélaginu við hinar konurnar í öll þessi ár”. Mér fanst þetta heppilega að orði komist, því félagsskapur sem þessi, krefst fórnfýsi, um- hyggju fyrir öðrum, framtaks- semi, félagslyndis, samvinnuþý- leiks og margra fleiri kosta af hálfu félagskvenna og með því að iðka þessar dyggðir í félags- störfum sínum, verða þær að sterkum þáttum í skapgerð þeirra. Saga félagsins ber þess greinilegan vott að margar fé- lagskonurnar hafa verið og eru gæddar þessum kostum í rík- um mæli, þótt kvennfélag Sel- kirk-safnaðar hafi oftast verið fremur fáment — aldrei yfir 50 — hefir það jafnan verið róm- að fyrir dugnað sinn og myndar- skap. Stofnendur Kvennfélags Selkirk safnaðar Einnig var stödd á afmælis- fagnaðinum ein af stofnendum félagsins, frú Björg Kristjáns- son, en félagið var stofnað á heimili foreldra hennar, Ólafs og Margrétar Nordal, 12. okt. 1897. Aðrir stofnendur enn á lífi eru: frú Guðrún Davidson, Selkirk og frú Guðrún Sigur- björnsdóttir, Poplar Park. Ellefu konur sátu stofnfund- inn og voru þessar: Rannveig Austman, forseti, Guðrún David son, skrifari, Margrét Nordal, féhirðir, Guðrún H. Sigurbjörns dóttir, Ingibjörg Jónasson, Sig- urbjörg Björnsdóttir Nordal, Björg — ólafsdóttir Nordal — Kristjánsson, Ósk Jóhannsson, Ólöf Goodman, Kristín Björns- son, Guðrún Anderson. Máttarstoð safnaðarins Það er eftirtektarvert og dá- samlegt hve lítill hópur getur komið miklu góðu til leiðar, og afkastað miklu, þegar áhugi, eining og hugsjónir ríkja í fé- laginu. Félagið var stofnað í því markmiði að “hjálpa áfram kirkju og safnaðarmálum Is- lenzka Lúterska safnaðarins í Selkirk”. Þessari ákvörðun sinni hafa konurnar framfylgt dyggilega. Til þess að sýna hve sterk fjárhagsleg stoð félagið hefir reynst söfnuði sínum; má geta þess að á síðustu 15 árum hefir það afhent söfnuðinum yfir tíu þúsund dali, Þeir, sem hafa unnið í félagskap, sem þessum, geta gert sér í hugar- lund hve mikið starf konurnar hafa á sig lagt til þess að afla þessarar stóru upphæðar. Kirkjuklukkan Eitt það fyrsta, sem konurn- ar þráðu að gefa kirkju sinni, var klukka og þremur árum eftir að félagið er stofnað færa þær söfnuðinum kirkjuklukku í jólagjöf. Þessi klukka eyðilagð- ist þegar kirkjan brann 1919. Á ný safna konurnar í sjóð fyrir klukku, $625,25, sem er afhent söfnuðinum 1924 af þáverandi forseta frú Floru Bensson. Eg leyfi mér að taka ummæli úr hinni prýðilegu ræðu frú Ingibjahgar Ólafsson, er hún flutti á afmælissamkomunni: “Mér finst það eftirtektarvert að þessum konum fanst það ó- hugsandi að kirkja Selkirk safnaðar væri án kirkjuklukku. Sú hugsun hrífur mig. Þeim fanst að yfir þennan bæ ætti hljómur hennar að berast á hverjum degi. Það voru mæður eiginkonur og systur ykkar, sem þannig hugsuðu, ásamt mörgum ykkar, sem enn eruð að verki í þessu félagi dg í þessu umhverfi. Á klukkuna eru’ letr- uð orðin: Dýrð sé guði í upp- hæðum. Það er boðskapurinn, sem þessar konur þráðu og þrá að hljómar hennar túlki, um leið og hann kallar fólk saman Jil tilbeiðslu. Á þessu fimtíu ára afmæli félagsins er það bæn okkar að hljómur klukkunnar mætti berast með nýjum krafti — að safnaðarfólk daufheyrist ekki kalli hennar, er hún kallar það saman til tilbeiðslu í húsi Guðs —* að hann mætti reyn- ast hvöt til nýrra dáða og áhuga er hann kveður guðs frið yfir kristið láð með kirkjunnar sigur hljómi”. Afmælisfagnaður Þessara tímamóta í sögu fé- lagsins var minst með hátíð- legri guðsþjónustu í kirkju Sel- kirk-safnaðar, á afmælisdegin- um, sem var á sunnudaginn 12. október. Sóknarpresturinn, séra Sigurður Ólafsson prédikaði. Að guðsþ j ónustunni afstaðinni, bauð yngra kvennfélag safnað- arins öllum viðstöddum kirkju- gestum til kaffidrykkju og til að samfagna Eldra kvenfélag- inu á hálfrar aldar afmæli þess. Þá bauð afmælisbarnið, Kvenn félag Selkirk-safnaðar almenn- ingi á vandaða skemtisam- komu, sem haldin var í sam- komuhúsi safnaðarins, miðviku- daginn 15. október. Eins og að líkum lætur var þar mikið af söng, ræðuhöldum og gleðskap. Forseti félagsins, frú S. Símund- son, stjórnaði samkomunni og bauð gesti velkomna. Einsöngva sungu þær ungfrú Björg Krist- jánsson, frú R. A. Corrigal og ungfrú Ólöf Ólson. Fjórraddað- ur söngflokkur söng nokkur ís- lenzk lög. Voru þessi í flokkn- um: Ungfrú Björg Kristjánsson, frú Jóna Ólafsson, Grímur Ey- man og Magnús Johnson. Undir- spil annaðist Mrs. Vogen. Höfðu gestir mikla ánægju af söngn- um og varð alt söngfólkið að koma fram í annað sinn. Séra Sigurður Ólafsson flutti ræðu á ensku, fjallaði hún um óttann, nauðsynina til þess að horfast í augu við það sem mað- ur óttaðist og reyna að útrýma óttanum með trúarstyrk; — var ræðan lærdómsrík. Séra Rúnólfur Marteinsson mintist þess að hann hafði fyrst komið til Selkirk fyrir 54 árum, þá nýútskrifaður sem kennari. En dvaldi þar stutt vegna þess að honum bauðst kennarastaða á öðrum stað í fylkinu. I ræðu sinni dáði séra Rúnólfur mikið félagsstarfsemi íslenzkra land- náms kvenna, vegna þess að þær höfðu enga eða litla reynslu haft í þeim efnum á ættlandi sínu, kvað hann kvennfélög og sunnudagaskóla innan vébanda safnaðanna vera vestur-íslenzka hugmynd; ættu konur miklar þakkir skilið fyrir þann styrk er þær höfðu veitt kirkjunni, bæði þá og nú með sunnudaga- skóla- og félagsstarfssemi sinni. Lauk hann máli sínu með heitri Biblía fátœka drengsins Á fátækrahælinu í Birming- ham í Englandi s t ó ð u tveir drengir og báðu um næturgist- ingu og mat, næsta dag ætluðu þeir að halda áfram ferð sinni. Fulltrúinn leit á þá rannsakandi augum og spurði þá um aldur þeirra og hvaðan þeir kæmu. Eldri drengurinn, sem hét Vil- hjálmur, varð fyrir svörum, að þeir væru bræður og kæmu frá Lundúnum. Þeir hefðu komið fótgangandi þaðan, og þ e g a r Davíð, svo hét yngri bróðirinn, hefði verið orðinn þreyttur, þá hefði hann borið hann spölkorn. Allir hefðu verið þeim góðir og greitt götu þeirra. “Hvers vegna fóruð þið frá Lundúnum?” “Jú, mamma og pabbi voru fátæk, en áttu þó lítið en snoturt heimili. Svo lagðist pabbi í hvita- veiki, mamma varð að selja allt, til þess að kosta læknishjálp og meðöl. Hún vakti y f i r honum nótt og dag, en svo dó hann og sama dag tók mamma veikina og dó eftir stutta legu. Þau fóru áskorun til kvennfélaga að víkka starfssvið sitt og hjálpa sem mest hinu nauðstadda fólki í Evrópu, að bjarga börn- unum, sem eru að deyja úr skorti. Var gerður góður rómur að ræðunni. Séra Sigurður þakkaði ræðu- manni og kynti síðan séra Eirík Brynjólfsson fyrir gestunum. — Séra Eiríkur hefir lag á því að krydda samkvæmisræður sínar spaugsyrðum, þannig að öllum, sem á hann hlusta, verður glatt í geði og þannig var það í þetta skipti. Hann færði kvennfélag- inu eintak af Passíusálmunum í skrautbandi; var það afmælis- gjöf frá honum og frú Guðrúnu konu hans. Var þessari dýrmætu gjöf tekið með fögnuði og frú Símundson þakkaði gjöfina fyr- ir hönd félagsins. Aðalræðuna þetta kvöld flutti frú Ingibjörg Ólafsson, forseti Bandalags lúterskra kvenna. — Rakti hún fimtíu ára sögu Kvennfélags Selkirk-safnaðar og þakkaði konunum fyrir vel unnið starf og þeim er stutt hafa félagsskapinn. “Á sérstak- an hátt vildum við minnast frú Eríku Thorlákson, sem í félag- inu starfaði í 27 ár; einlægur vinarhugur okkar allra umvefur hana, þar sem hún nú hvílist blind, þrotin að heilsu og kröft- um á sjúkrahúsi í Seattle”. Hin ágæta ræða frú Ingibjarg ar mun birtast í tímariti Banda- lagsins, Árdís. Kvennfélaginu bárust marg- ar kveðjur og heillaskeyti og las frú Steinun Sigurdur þau og þakkaði gestum fyrir komuna. Frú Margrét Stephensen flutti kveðjur og heillaóskir fyrir hönd félags síns, Kvennfélags fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Frú Þjóðbjörg Hinrickson flutti kveðjur frá Bandalagi lúterskra kvenna; mintist hún þess að hugmyndin um að stofna Banda lagið hefði fyrst verið reyfað í Selkirk á fundi á heimili, frú Floru Benson. Fleiri konur, sem framarlega hafa staðið í kvennfé lagsmálum, sóttu mótið frá Winnipeg: frú Fjóla Gray, frú Margrét Bárdal, frú Marteins- son, frú Flora Benson, fyrrver- andi forseti kvennfélagsins í Selkirk, frú Jóhanna Jónasson, frú Anna Skaptason, frú Ingi- mundson. Margt annara aðkom- inna gesta voru og viðstaddir. Að síðustu tók Guðjón Ingi- mundarson fyrrverandi forseti Selkirk safnaðar til máls, og þakkaði með nokkrum velvöld- um orðum hið mikla starf kvenn félagsins í þágu safnaðarins. Þá báru kvennfélagskonur fram rausnarlegar veitingar, er veizlugestir nutu með mikilli á- nægju; yfir samkomunni allri hvíldi eftirminnilegur blær hins unaðslegasta samræmis. bæði í sömu gröf. Allt var selt og hrökk tæjplega í útfararkost- naðinn”. Svona sagðist Vilhjálmi litla frá. , “Hvað h a f i ð þið í þessum böggli?” spurði fulltrúinn. Þeir leystu upp böggulinn og sýndu fulltrúanum þ a ð, s e m hann hafði að geyma; fáeina fatagarma og Biblíu, sem vafin var vandlega i n n a n í brúnan pappír. Fulltrúinn var guðhræddur maður og góðhjartaður. Hann vildi nú reyna drengina dálítið, og bauð því Vilhjálmi, sem var eldri, 5 krónur fyrir Biblíuna. Vilhjálmur svaraði einarð- lega: “Nei, herra minn, Biblíuna okkar seljum við ekki. Gefið að- eins litla bróður mínum ofurlít- ið að borða; ég kemst af án matar dálítið ennþá”. “En ef þið fengjuð 5 krónur fyrir Biblíuna ykkar, þá gætuð þið keypt ykkur aðra Biblíu fyrir kr. 2,50.” “En ég elska einmitt þessa Biblíu, því sunnudagaskólakenn arinn minn gaf mér hana”, svar aði Vilhjálmur. “En hvað gagnar hún þér nú?” spurði fulltrúinn. “Jú”, svaraði Vilhjálmur, hún hefir einmitt hjálpað okk- ur oft. Þegar ég hef verið þreytt ur og Davíð grátið af sulti, þá hefi jg flett upp í Biblíunni minni, og lesið_mér þar til hugg unar, og hjarta mitt hefir svo fyllst af friði og ég hefi megnað að hugga og uppörfa bróður minn”. “Jæja,” sagði fulltrúinn, “þá er bezt þú eigir Biblíuna þína. En, hvert er ferðinni heitið?” “Til frænda okkar í New- castle. Hann sagði föður mín- um, að við værum velkomnir til sín, ef illa tækist til, en hann gæti ekki kostað för okkar til sín”. “En segjum nú svo að þið gætutð ekki fundið frænda ykk- ar í hinni stóru borg?” spurði fulltrúinn. “Þá mundum við fela okkur Guði, því í Biblíunni minni stendur, að ef börnin verða munaðarlaus, þá taki Drottinn þau í sína vernd og varðveizlu”. Næsta morgun lögðu þeir upp í ferð sína á ný vel útbúnir með mat og peninga og í New- castle fundu þeir frænda sinn. Og Biblían hans Vilhjálms varð honum enn kærari en áður. — Hún var hans dýrasti fjársjóð- ur. Ljósberinn. Þúsundir heáta af heyi fuku undir Eyjarfjöllum í fyrrinótt Pembina County Wins State Judging Honors At a State Livestock Judging contest, which was held at the State Fair at Fargo on Friday, August 29th, Pembina County completed the contest with the totaf highest score. Teams representing each of the four districts of North Da- kota were in competition. By winning the state contest, the Pembina County boys have won the privilege of representing North Dakota at the National Livestock Judging Contest which is held for 4-H Club members at the International Livestock Show at Chicago the first week in December. Members of the team are from the Gardar 4-H Club and are Arthur Snydal, Victor Johnson and Eugene Olafson. Arthur Snydal was high point man in the entire contest. The boys judged both fat and breeding classes of sheep, cattle and hogs. This is the same team that won the District Contest at the Grand Forks Fair. The leader of the club is Alvin Melsted and the assistant leader is Sig Isfeld, both of Gardar. The team has been coached by and is under the direction of Craig R. Montgomery, County Extension Agent. Enn fremur fuku 3 heyhlöður, íbúðarhús skemmdust, bifreiðar ultu og bátur brotnaði. Gífurlegt heytjón varð undir Eyjafjöllum í ofviðrinu í fyrri- nótt og margvíslegir aðrir skað- ar hlutust af veðrinu. Alt hey sem úti var á bæjum undir Vestur- og Austur-Eyjafjöllum, fauk gersamlega, og er það talið nema þúsundum hestburða. Enn fremur fuku hlöður, íbúðarhús skemmdust, bifreiðar ultu og bátur brotnaði í spón á söndun- um við Holtsós. Samkvæmt viðtali, sem blaðið átti í gær við sírrfstöðina í Varma hlíð undir Eyjafjöllum, hefir slíkt veður ekki komið þar um þetta árs, svo menn muni til. — Byrjaði hvassviðrið í fyrrinótt, en í gærmorgun, var allt hey, sem úti var víðast hvar í Holts- hverfinu gersamlega horfið. Til dæmis fuku í Varmahlíð á fjórða hundrað hestar af heyi bæjum heyjum og á mörgum öðrum fauk meiri hlutinn af þeim sem slegin hafa verið í sumar, því að sáralitlu hafði víð ast hvar verið náð inn vegna ó- þurrkanna. Á Hlíð undir Eystri-Eyjafjöll- um fuku tvær heyhlöður og á Ásólfsskála fauk einnig hey- hlaða. Á bænum Steinum fuku níu járnplötur af íbúðarhúsinu þar, og á Núpakoti brotnuðu margar rúður og ýmsar aðrar skemmdir urðu víða á húsum af völdum óveðursins. Á Hvol- túnum ultu tvær vörubifreiðar margar veltur í veðrinu og skemmdust mjög mikið, og stór róðrabátur, sem stóð í nausti á söndunum við Holtsós, fauk og brotnaði í spón. Allt símakerfi í byggðinni er í flækju og sambandslaust er við Austurlandið. Alþbl. 12. sept. Hafið í kring um Mindanaó, eina af Filippseyjunum, er svo djúpt, að ef Mount Everest væri stungið þar niður mundi tindur þess samt vera um 1600 m. undir yfirborði sjávar. TOPCQATS LOOK LIKE NEW after "DOUBLE-ACTION" SANITONE CLEANING! send— Topcoats - Suíts Ladies’ & Men’s Dresses PHONE QUINTON'S 42 361 FOR THIS | WEEK'S SPECIAL a CLEANERS - DYERS • FURRIERS Til þess að fullnœgja AUKNUM kröfum þarf Líknarsamlag yðar . . . MEIRA Hin vaxandi dýrtíð nær nú engu síður til hinna 28 Red Feather stofnana Líknarsamlagsins, en yðar eigin heimila. Fleiri fjöl- skyldur, fleiri börn og fleiri gamalmenni, þarfnast nú að- stoðar Red Feather stofnan- anna. Þörfin er meiri. Vér verðum að hækka tillög AÐ MUN. vor Tillög í LÁknarsamlagið eru undanþegin tekjuskatti. NÚ í ÁR! HVERT skyldi T *VE G M,TT hinni melri jegia " “ hlutfaili við 'ram 1 hér er mfrS ^ Þá’ sem Lfknamamla^ins80' L kröfum fullnasg-t. v að verða Ársíekjur * , T~ ~ Áætluð tillög Alt að $3.000 ------------- . 1/3 af 1% $3.000 til $4.000 61nS ^98 kaup S4-000 til $5.000 £ aí 1 % $5.000 til $7.500 /4 af l% Yfir $7.000 l°/o lV>% Allir hagnast - allir gefa COMMUNITY CHEST O F GREATER WINNIPEG

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.