Lögberg - 23.10.1947, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. OKTÓBER, 1947
7
Hundrað ára afmœli prestaskólans
Virðuleg hátíðahöld fóru fram
hér í bænum í gærdag í tilefni
aldarafmælis Prestaskólans. Auk
þeirra presta, er komnir voru til
bæjarins víðsvegar að af landinu
til að taka þátt í hátíðahöldun-
um voru forseti Islands, herra
Sveinn Björnsson, ráðherrar,
dómarar hæstaréttar og ýmsir
aðrir embættismenn viðstaddir
hátíðahöldin.
í Meníaskólanum
Hátíðahöldin hófust í hátíða-
sal Mentaskólans kl. 11 f. h., en
þar var Prestaskólinn settur í
fyrsta sinni fyrir 100 árum. At-
höfnin þar hófst með því að
Dómkirkjukórinn söng sálm,
undir stjórn dr. Páls Isleifsson-
ar tónskálds.
Þvínæst flutti dr. Magnús
Jónsson prófessor minningar-
ræðu. Ræddi hann um Presta-
skólann alment og forystumenn
hans í 100 ár og þýðingu presta-
stéttarinnar alment fyrir bióð-
ina. Hann minti á, hvernig bað "T “
hefSi verið fyr á ton, S pi,
armr voru í senn kennimenn,
læknar og lögfræðingar, eða
málaflutningsmenn í sinni sókn.
Professor Magnús mintist þeirra
orða Péturs Péturssonar bisk
ups, er hann setti Prestaskólann
fynr 100 árum, að skólinn væri
oskrifað blað. Nú hefði verið
ntað allmikið á þetta blað á
þeim 100 árum sem skólinn hefði
starfað.
. iokinni ræðu prófessor
Magnúsar söng Dómkirkjukór-
ínn. Var þetta hátíðleg og virðu-
ieg athöfn. Auk presta voru þar
viðstaddir forsætisráðherra,
kirkjumálajráðhetrra, viðskifta-
málaráðherra, Biskupinn yfir ís-
landi og vigslubiskuparnir tveir
og dómarar hæstaréttar, rektor
Mentaskólans og skólastjórar í
bænum auk fleiri gesta.
1 Háskólanum
Kl. 2 í gær hófst hátíðleg at-
höfn í viðhafnarsal Háskólans.
Var það 2. þáttur í afmælishátíð
Prestaskólans og guðfræðideild-
ar Háskólans.
Þar var rikisstjórnin viðstödd
og flestir æðstu embættismenn
þjoðarinnar, forsetar Alþingis og
aHir þeir, sem setið hafa aðal-
fund Prestafélagsins undanfarna
daga.
Athöfnin hófst með því að
Domkirkj ukórinn söng lofsöng
eftir Beethoven við kvæði eftir
þýzka sálmaskáldið Geliert í þýð-
ingu Þorsteins Gíslasonar. Eins
og fyr hefir verið skýrt frá, hafði
Tómas Guðmundsson ort afmæl-
iskvæði. Er kvæði það í þrem
köflum. Mælti höfundur nú fram
fyrsta kaflann, en Páll ísólfsson
fek undir eins og andinn inngaf
honum.
hér á landi á fyrri öldum. En
einmitt það gerði að hin bágu
kjör urðu til þess að embættin
voru ekki eftirsóknarverð. Svo
engir erlendir menn sóttust eftir
því að verða hér prestar. Þetta
varð til þess að hin íslenzka
prestastétt fékk í friði að vinna
sitt þjóðmenningar og málvernd-
unarstarf.
Skólalærdómur ísl. prestanna
var að öllum jafnaði ófullkom-
inn. En þeir lærðu margir
þeim mun meira í lífsins skóla;
hve kunnáttu sumra prestanna
var ábótavant, kom í ljós, er Har
boe vísiteraði hér. Samt voru
prestarnir að jafnaði nytsamir
leiðtogar safnaða sinna um
sveitir landsins. Enda unnu þeir
heitt! lærdómsiðkunum margir
hverjir, enis og sagan bendir til
um prestinn, sem hafði með sér
Virgilius og Ovidius og las í þeim
á milli jeljanna á meðan hann
stóð yfir fé sínu á vetrum.
Það voru líka prestarnir sem
fundu hina námfúsu og efnilegu
og unnu að því að
koma þeim til menta.
Prestastéttin átti það skilið,
að hún fengi betri skólamentun
en hún gat notið lengi fram eft-
ir. Og því var það að Prestaskól-
inn var stofnaður fyrir 100 árum.
Saga skólans
ors
Hæða háskólarekt
Þá tók rektor Háskólans Ólaf-
ur prófessor Lárusson til máls.
B?uð hann gestina velkomna.
Siðan vék hann að upphafi
Prestaskólans fyrir 100 árum.
Hvernig nú skólastofnun hefði í
raun réttri verið fyrsti vísirinn
að stofnun Háskólans 64 árum
siðar. — Fyrst er með þessu
skola prestum séð fyrir sams-
konar eða hliðstæðri mentun og
stéttabræðrurp þeirra í útlönd-
um. Síðan komu hinir embættis-
utannaskólamir. — En þegar þeir
Voru orðnir þrír var eðlilegt að
sameina þá í Háskólann.
Þá vék ræðumaður máli sínu
að prestastéttinni á fyrri öldum,
sem alt fram undir síðustu daga
var langfjölmennasta embættis-
mannastétt landsins. — Kring-
Ur« 1200 má gera ráð fyrir að
Prestar hafi verið hér alls í land-
mu um 450. Þeim fækkaði eftir
siðbótina, en voru þó um miðja
18- öld hátt í 200.
benti ræðumaður á hve lífs-
JÖr prestanna hafa verið bág
Er háskólarektor hafði lokið
máli sínu flutti Tómas Guð-
mundsson 2. kafla af kvæði sínu.
Þvínæst tók prófessor Ásmund-
ur Guðmundsson til máls. Rakti
hann sögu Prestaskólans í aðal-
dráttum í glöggu og skilmerki-
legu erindi og lýsti forstöðu-
mönnum skólans og helztu kenn-
urum svo að glögg mynd fékst af inni
þeim öllum, starfi þeirra og sér-
einkennum.
Var erindi hans efnismikið og
hið áheyrilegasta.
Að ræðu hans lokinni flutti
Tómas Guðmundsson síðasta
kafla hátíðaljóða sinna. En að
lokum söng Dómkirkjukórinn
“Ó, guð vors lands”. Var athöfn
þessi öll mjög svipmikil og há-
tíðleg.
Guðsþjónusla í Dómkirkjunni
Kl. 5 e. h. hófst guðsþjónusta
í Dómkirkjunni. Skömmu áður
en messan hófst, gengu prestar í
kirkju, allir hempuklæddir. —
Höfðu þeir safnast saman í and-
dyri þinghússins og gengu þeir í
skrúðgöngu til kirkju. 1 farar-
broddi fóru biskupinn og for-
seti Islands, herra Sveinn Björns-
son.
Forseti tók sér sæti í forseta-
stól og prestar sátu einnig inn
við kór.
fessor þjónaði fyrir altari á und-
an prédikun og einnig söng dóm
kirkjukórinn undir stjórn Páls
Isólfssonar lag Björgvins Guð-
mundssonar við hátíðaljóð Tóm-
asar Guðmundssonar.
Biskupinn yfir Islandi, herra
Sigurgeir Sigurðsson, sté í stól
inn og flutti prédikun. Lagði
hann út af ritningargreininni:
“Sjá, sáðmaður gekk og sáði”
Á eftir prédikun þjónaði séra
Bjarni Jónsson vígslubiskup fyr-
ir altari.
Kirkjan var þéttskipuð fólki,
en auk kirkjugesta, sem nefndir
hafa verið, voru viðstaddir ráð-
herrar og aðrir embættismenn.
Var kirkjuathöfn þessi hin
hátíðlegasta.
Kvöldsamsætið
Afmælishátíð Prestaskólans
gær lauk með samsæti að Hótel
Borg. Þar var ríkisstjórnin og
borgarstjóri og margir æðstu em-
bættismenn þjóðarinnar, ' há-
skólaprófessorar og prestar, bæði
eldri og yngri. Var það menta-
málaráðherra og Háskólarektor
er buðu til þessa fagnaðar.
Eysteinn Jónsson mentamála-
ráðherra setti samsætið og bauð
gestina velkomna. Hann mælti
við það tækifæri nokkur orð til
prestastéttarinnar, sagði að
þakka bæri henni m. a. fyrir
þrent: Fyrir það að hún hefði
þannig haldið á málum, að raun-
verulegar trúmáladeilur hefði
aldrei komið upp á Islandi. Bæri
það vott um viðsýni prestanna.
I öðru lagi þakkaði hann prest-
unum hina góðu alþýðumentun,
sem hér hefði verið með þjóð-
og í þriðja lagi þakkaði
hann prestunum fyrir það að
þeir hefðu jafnan verið fremstir í
flokki í sjálfstæðisbaráttu þjóð-
arinnar.
Aðrir ræðumenn voru þessir:
Séra Kristinn Daníelsson, en
hann er næstelsti guðfræðinga
landsins. Útskrifaðist hann úr
Prestaskólanum fyrir 63 árum
síðan. Rakti hann sögu Presta-
skólans í stórpm dráttum og lýsti
stofnuninni og kennurum henn
ar á þeim árum, er hanri stund-
aði þar nám. Þótti ræða hans
með afbrigðum vel flutt og
sköruleg af svo háöldruðum
manni.
Þjóðræknisfélagsins vestra og
þjónandi prestur að Útskálum.
Ræða hans var m. a. kveðja frá
Vestutr-íslendingum alment og
vestur-íslenzkum prestlum sér-
staklega og þakkir fyrir þann
stuðning, sem Vestur-lslending-
ar hafa fengið héðan að heiman,
í baráttu þeirra til varðveizlu
tungu og þjóðemis.
Þá talaði Ásmundur Guð-
mundsson forseti guðfræðideild-
ar. — Þakkaði þeim er höfðu
stuðlað að því að skólaafmæli
þetta varð hátíðlegt og eftir-
minnilegt, en lauk máli sínu,
með nokkrum vel völdum orð-
um, sem lutu að því hvernig
kristnidómurinn hefði verið og
skyldi vera leiðarljós þjóðarinn-
ar í framtíðinni.
■ Að ræðu hans lokinni þakkaði
háskólarektor Ólafur Lárusson
gestunum komuna og sleit hóf-
inu. En um leið og risið var upp
frá borðum var sunginn sálmur-
inn: “Vor Guð er borg á bjargi
traust”.—Mbl. 3 okt.
DÁN ARMINNING
Þorkell Jóhannsson Laxdal
fæddur 1 866, dáinn 1 946 við Churchbridge Sask.
Stórkostleg gos
úr borholu
Næstur ræðumaður var dr.
Sigurgeir Sigurðsson biskup. (—
Hann mintist m. a. námsára
sinna í guðfræðideild Háskólans,
þakkaði þá virðingu, sem presta-
stéttinni hafði verið sýnd við
þetta tækifæri og óskaði guð-
fræðideild Háskólans allra heilla
í framtíðinni.
Því næst tók til máls sr. Valdi-
Ásniundur Guðmundsson pró- mar Eylands, núverandi forseti
Á myndinni hér að ofan getur að líta hið fagra og mikla
farþegaskip Queen Mary, sem er eign Cunard-White Star
Eimskipafélagsins; meðan á stríðinu síðasta stóð, var
skipið notað til hermannaflutninga; nú hefir skipið verið
tekið til farþegaflutninga á ný. — Myndin af skipinu er
tekin í Southampton-höfninni.
Ef ieksi að víkka holuna, má
framleiða þúsundir kílóvaita úr
gufunni
1 gær kom skyndilega stór-
kostlegt gos úr nýrri borholu að
Reykjakoti í Ölfusi, en hitinn í
botni borholunnar er 215—220
stig, og er það mesti hiti, sem
kunnugt er um í nokkurri bor-
holu hér á landi og jafnvel í
heiminum.
Vísir átti tal við Pálma Hann-
esson rektor í morgun, en í
Reykjakoti er skólasel Mennta-
skólans, sem kunnugt er, og þar
er og fyrsta gufuaflstöðin, sem
byggð hefir verið hér á landi.
Pálmi sagði að unnið hefði ver
ið að borun umræddrar holu
frá því seint á síðasta vetri. Var
það Rafmagnseftirlit ríkisins
sem stóð fýrir boruninni og var
tilgangurinn sá, að ná heitri og
þurrgufu til frekari raforku-
gufunar.
Borholan sjálf var 41/2 þuml.
víð, en vegna gífurlegs þrýstings
sem vart var þegar holan tók að
dýpka, þótti varlegra að bora
með minni bor, eða 2V2 þuml.,
og aðeins nokkra metra í einu,
en renna síðan innan úr holunni
með stærri bornum. Komið var
niður í 192 metra dýpi, þegar
gosið kom, og var síðast unnið
með mjórri bornum.
Mánudaginn 15. september s.l.
festist borinn í holunni, og var
það ótvírætt merki um að gosið
væri að koma. Síðan liðu nokkr-
ir dagar, eða þangað til í gær,
er reynt var að losa um borinn,
að gosið kom eins og sprenging,
og steig vatnsstrókurinn í 70
metra hæð. Munaði minnstu, að
slys hlytist af, og að annar þeirra
manna, sem vann við borinn,
skaðbrenndist.
Hitinp í botni holunnar var
orðinn 215—220 stig dagana áð-
ur en gosið hófst. Var ekki leng
ur hægt að mæla hitann með
mælum, heldur varð að mæla
hann með málmplötum, sem
bráðnuðu í holubotninum. Er
þetta mesti hiti, sem kunnugt
er í nokkurri borholu hér á landi
og jafnvel á jörðunni, enn sem
komið er, enda svarar hann til
þrýstings, sem er yfir 20 loft-
þyngdir. En til samanburðar má
geta þess, að gufan, sem virkjuð
hefir verið í Reykjakoti, hefir
ekki nema 1.3 loftþyngdar þrýst
ing og í venjulegri gufuvél er
loftþrýsingin nálægt 14 loft-
þyngdum, það er því sízt að
undra, þótt Vatnsstrókurinn
hafi stigið hátt.
Borinn og borstengurnar eru
enn í holunni — hafa ekki náðst
upp — og geta má nærri, hví-
líkt heljarafl fengist, ef borinn
næðist upp og tækist að víkka
holuna í 4% þuml. holu. Sú
gufa myndi framleiða — ekki
tugi eða hundruð — heldur þús-
undir kílóvatta.
Þorkell var sonur Jóhanns
Jónssonar og Ingibjargar Þor-
kelsdóttur, konu hans, er
bjuggu í Laxárdal í Skógar-
strandarhreppi í Snæfellsness-
sýslu. Misti hann föður sinn ung
ur, og var hjá móður sinni þar
til hann var um tvítugt; réðist
þá í vinnumensku hjá Jörundi
Guðbranndssyni á Hólmslátrum
og var þar tvö ár.
Árið 1881 giftist hann fyrri
konu sinni, Guðnýju Kristjáns-
dóttur og byrjuðu þau búskap
að Hlíð í Hörðadal. Þau fluttust
til Canada 1887 og voru um þrjú
ár til heimilis í Winnipeg. Þá
fluttust þau til Lögbergs-nýlend
unnar í Saskatchewan. Þá flutt-
ist Þorkell til Þingvallabygðar,
og keypti þar land; tók hann
heimilisréttarland, og enn keypti
hann sér annað land í viðbót.
Sat hann þessa landeign
meðan hann bjó.
Guðnýju konu sína misti
Þorkell 1905. Eignuðust þau tvo
drengi; Lárus, sem rekur járn-
vöruverzlun í Salt Coats í Sask.,
Jónas, er lézt ungur.
Aftur giftist Þorkell 1907,
Ingibjörgu Gunnardóttur, bónda
Gunnarssonar og Ingveldar, bú-
enda innan byggðarinnar. Með
seinni konu sinni eignaðist Þor-
kell þrjú> börn; Hallgrím, er
stundar bifreiðaviðgerð í Churc
bridge og Ingveldi, sem er gift
innan bygðarinnar og dreng, Jó-
hann að nafni, er lézt ungur. —
Þess utan ólst upp hjá Þorkeli
og þeim hjónum Guðrún dóttur
dóttir Guðnýjar, fyrri konu Þor-
kells; er hún kona Daníels West-
manns, er býr innan bygðar.
Þegar þau Þorkell og Ingi-
björg brugðu búi, fluttust þau
í grend við heimili dóttur sinn-
ar Ingveldar og Ingimars manns
hennar, sem búa hér í byggð-
inni.
Bræður Þorkells, sem vitað
er um, voru Guðmundur, Finn-
ur, Jóhann og Jónas; þeir áttu
heima í grend við Swan River
í Manitoba, allir látnir; systur
hans tvær voru líka þar, sem
einnig eru látnar. Þær hétu
Kristín og Jóhanna.
Þorkell var vel verki farinn,
framsýnn, og fór vel með efni
sín, og mun hafa komist yfir
allgóð efni; bygði hann upp
heimili sitt eftir þörf, plægði
lönd sín til ræktunar og inngirti
lönd sín. Kom hann upp góðum
stofn fénaðar og nautpenings, og
fór vel með það. Bar hann mikla
umhyggju fyrir fjölskyldu sinni
svo að ekkert skorti.
Ekki var Þorkell heilsusterkur
mikinn hluta æfi, og tæpast iðu-
lega gengið heilbrigður að
verki; skirraðist hann ekki við
sina að láta þess getið, að Guð hefði
styrkt hann í verki og blessað
ávextina af starfi hans og fyrir-
tækjum. Var hann og góður
stuðningsmaður Concordiasafn-
aðar, meðan líf og kraftar
leyfðu.
Heilsuleysi Þorkells ágerðist
þegar leið á æfina; leið hann
all-mjög undir það síðasta; naut
hann frábærrar ástsemi og
hjúkrunar konu sinnar og barna,
létu þau ekkert ógert til að lina
þrautir hans, og gera honum
bærilegan síðasta áfangann.
Svo kom hvíldin þæ^ og blíð;
hið þreytta og lamaða hold var
lagt til hvíldar í helgireit Con-
cordiasafnaðar.
Vel fer um minning Þorkells
í huga allra þeirra, sem áttu
samleið með honum; um minn-
ingu um heilleika hans og ráð-
deild.
Fyrir hönd skyldmenna hans.
s. s. c.
Þess má geta, að þetta er
fyrsta borholan í svokölluðum
Hengilrannsóknum eða Hengil-
brunnum. Er það bær og ríki, er
standa að þessum rannsóknum,
með gufuvirkjun fyrir augum.
Pálmi gat þess í lok viðtalsins,
að það væri algert ranghermi,
að telja Reykjakot til Hvera-
gerðis. Reykjakot er drjúgan
spöl þaðan og heyrir til Ölfus-
inu.
Vísir, 24. sept.
Ýms fiskimið í
Norðursjó eyðilögð
vegna ofveiði
Rannsóknir hafrannsóknnaskips
Dana"
xns
Vísis
Frá fréttaritara
í Höfn.
Það er að koma í ljós, að of-
veiði hefir átt sér stað á fiski-
miðum Norðursjávar. — Þau
hafa verið rányrkt; eftir stríð og
er ástandið nú ekkert betra en
áður.
Vmsar fisktegundir eru því
nær uppurðar, svo sem skarkoli.
Skarkolaveiðar hafa ávalt verið
miklar í Norðursjónum, en
vegna ofveiði voru miðin að
eyðileggjast fyrir stríð. Nú eftir
stríðið hafa svo mörg fiskiskip
stundað skarkolaveiðar þar,
að hann er að hverfa aftur.
Alþjóðareglur
Hafrannsóknarskipið Dana er
fyrir skömmu komið til Hafnar
eftir leiðangur um Norðursjó og
segir dr. Vedel-Taaning, sem
stjórnar hafrannsóknum skips-
ins, að skarkolamiðin séu að
eyðileggjast sakir ofveiði. —
Reglur hafa verið settar um
veiðar skarkola í Norðursjó, en
margar þær þjóðir sem stunda
þar veiðar, eru ekki aðilar að
þeim samþykktum.
Sprengjur
Sumir telja, að tundurdufl og
alls konar sprengjur hafi einn-
ig eyðilagt sum fiskimiðin í
Norðursjónum. Athuganir haf-
rannsóknarskipsins Dana hafa
leitt í ljós, að nauðsyn er á því
að fiskiveiðar séu takmarkaðar
í Norðursjó, ef fiskimið þar eiga
ekki algerlega að ganga til
þurrðar.
Vísir, 24. sept.
Við athugun
hlutanna . . .
Sannfærist þér um, að
EATON vörur eru engu
síður ábyggilegar en
Það, sem þær spara i
canadisku dollaraverði.
Ein ástæðan er öðrum frem-
ur mikilvæg, sem sé
Eaton rannsóknarstofan.
Hópur efnafræðinga, vefnað-
arvörusérfræðinga og annara
sérfræðinga, rannsakar og
gengur úr skugga um, að all-
ar vörur séu nákvæmlega
eins og þeim er lýst í hinni
miklu verðskrá. Englnn hlut-
ur er of stór, eða of smár
fyrir þessa ábyggilegu rann-
sókna, og Þe-ss vegna er starf
hennar jöfn trygging fyrir
seljanda og kaupanda. 1 þessu
felst gild og óviðjafnanleg
trygging fyrir alla.
PAÐ BOROAH SIG AD
VER8LA HJÁ EATON’S
*T. EATON Ct™
WINNIPEG CANADA
EATONS