Lögberg - 06.11.1947, Blaðsíða 2

Lögberg - 06.11.1947, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. NÓVEMBER, 1947 Húsfreyjan í Hlíð Kafli úr sögu “í GEGNUM DALINN” “Skreptu upp í Hlið, Borghild- ur og vertu nú fljót; og skilaðu kveðju minni til Engilráðar og að ég biðji hana uny að hjálpa mér um ofurlítinn rjóma út í kaffið í dag”. Guðríður stað. — dreif Borghildi á urntíma hafði sést á þessum slóðum. Á þessum vængjum komst Borghildur að Hlíð, á skemmri tíma en búast hefði mátt við. Bterinn stóð í fjallshlíð all hátt uppi. Það var eins og hann hefði vaxið þar, úr þaulgrónum jarð- vegi fyrir löngu síðan. Veggir og þak var svo sígróið, samgróið og samlitt hlíðinnl fyrir ofan bæinn núna í sumardýrðinni, að maður gat auðveldlega gleymt þilinu, sem var svo gult af elli og farið að m'estu, að furða var væri svona meinlaus og blíð á að það skyldi standa uppi Það svip meðfram bökkunum rétt Út með ánni tók hana að dreyma um tilveruna. Áin var svo ósköp mild á svip núna. — Já, svo grunn, það mætti kanske vaða yfir hana. — Ekki vildi hún reyna það. Áin var býsna djúp og straumþung í miðju, þó hún núna. Ósjálfrátt leit Borghildur á grynningarnar á bak við húsið hans Jóns ríka. Engum eggja- leyfum hafði verið hent á bak við það hús núna. — Eggin voru fjarska góð, þó ekki væri nema hörð hvítan. Þetta dugði ekki. Upp á brúna. Það voru bara fáein augnablik, sem hún eyddi í það, að láta brúna “hlaupa” með sig á með- an hún horfði í strauminn hverfa undir brúna. Hvað bárurnar voru töfrandi sem flutu í sam- feldri röð áleiðis til sjávar. Hinn brúarsporðurinn; það var hérna sem hann Atli frá Stóru- Brekku datt niður með slaginu. Sagan flaug um huga Borghildar en hún gerði hana ekkert hrædda. Atli var niður við sjó og amaðist við lík, er rekið hafði á fjöru. Það var ekki að sökum að spyrja. Sá dauði á fætur. Atli tók til fótanna og sá dáni á hælunum á honum. En þegar að brúnni kom, þá náði sá liðni honum og Atli féll niður með froðufalli í yfirliði. Eftir það var hann slagaveikur, féll á eld og vatn alveg eins og maður- inn í Biblíunni. Af hverju ætli Jesús lækni ekki Atla? Borghild- ur hafði spurt þessarar spurning ar svo oft sem sagan kom til eyrna hennar eða maðurinn bar fyrir augu hennar. Það væri þó gustuk að lækna hann Atla. Þegar hún sá hann heima hjá sér, þá var hann líkastur skugga af manrii, svona hár, fölur, með dökt hár og skegg, hendur í vös- um og leið þegjandi um bæinn — um skotin sem láu út að eld- húsinu. Borghildur hafði orðið verulega skelkuð er hún sá hann svo nærri eldhúsinu, því sagt var að hann dytti oft á eldinn þar. Jæja, hann datt ekk í þetta sinn telpunni til mikils hugar- léttis.— Svo sögðu nú sumir að sagan væri á parti ekkert nema vitleysa. H ú n 'Halldóra gamla, sem hann “stutti” Pétur rak frá sér, eiginkonuna, hún sagði einu sinni, að það hefði víst Verið sam vízka Atla, sem hefði elt hann frá sjó og upp að brú. Hann hefði orðið svona hræddur við að leggja ilt til dáins manns, í stað þess að hlúa eitthvað að lík- inu, eins og kristnum mönnum var fyrirskipað að gera. Þarna var gamli bærinn, svip- ungur að utan, dimmur að inn- an, alveg eins og hann mun hafa verið fyrir nokkrum árum síðan, þegar hún fæddist í þenna heim. Leiðinlegri nú en nokkru sinni fyr af því stutti Pétur var þarna nú með þessari konu sem hann tók að -sér eftir að hann rak Halldóru eftir að hin konan var komin. Borghildur var uppi í holtum áður en hún vissi af. Hún labb- aði þar yfir móa og holt, gróður- laust að flestu og draumarnir ruddust svo ótt inn á huga henn- ar. Hér var ekkert hús á vegi hennar. Hér varð hún skraut- klædd eins og drottning, reið prýðis gæðingi í stór skrautleg- um söðli. Yfir söðlinum var tjaldhiminn blár og fagurlega skreyttur. öll útgerðin var svo langt fram yfír það, sem nokk- var eins og hann hefði vaxið þarna upp úr fjallsrótinni. Börn- in voru á iði út og inn. Haraldur fimm ára, stanzaði á hlaðinu, setti hendur í vasa og horfði á gestinn með slíkum uppvöxnum karlmannssvip, er spurði tíðinda, að óhjákvæmilega brosleitt varð í augum tólf ára stúlku. Börnin höfðu talið tíu, sum voru dáin, á meðal þeirra var hann Ingvar auminginn, er átti svo bágt af því hann gat ekkert lært, lifði þó fram undir tvítugt. Hann sá dána menn og talaði við huldu- fólk; en við menska menn gat hann lítið talað. “Það var gott hann fékk hvíldina”, sagði fólk- ið, þegar hann dó. — Hér kom Árna til dyranna, elzta barnið á þessu heimili. Árna var svo fríð og aðsópsmikil, að það var unun að horfa á hana. Árna var há, þrekin, vel vaxin, bláeyg og fag- ureyg, björt að yfirlitum og feikna hárprúð. Hún var upplits- djörf, enda sagt hún væri skap- stór svo af bæri. Árna brosti við Borghildi dg bauð henni inn. Og brosið eitt var eins og heill heimur út af fyrir sig. Það breytti torfbæn- um og öllu umhverfinu í dýrð- lega höll, sem skýldi og umvefði þann er hún brosti við. — Mikið var hún Árna elskuleg, hugsaði Borghildur, en hún var svo fyr- irmannleg að það var ekki laust við að hún væri feimin við hana, þessa aðsópsmiklu heimasætu. Áma hvarf lengra inn í bæinn og Borghildur heyrði hana segja: “Mamma! Hún Borghild- ur Ingólfsdóttir er komin”. Tólf ára telpa kom út úr ein- hverjum hliðargöngum, með hraða til Borghildar. Það var Albina, eitt'af börnunum þarna. Þær heilsuðust telpurnar. “Nú förum við til berja upp í hlíð- ina”, lýsti hún yfir strax. Borghildur hikaði: “Eg á að vera fljót”, sagði hún. “Ó, við þurfum ekki að vera lengi”, sagði Albina. Hún var lík föður sínum í sjón, grönn og aðeins meðal barn á allan vöxt, ekkert aðsópsmikil en fjörleg, en því ánægjulegri að vera með henni, sem lengra leið. Á meðan þær voru að tala sam an vissi Borghildur ekki fyrri til en húsfreyjan Engilráð stóð þar hjá þeim. Ef einhver hefði sagt henni að hér væri komin Ingi- björg eða Ingiríður drottning gömlu sagnanna, þá hefði henni þótt það sennilegasta sagan, sem hún hafði heyrt. Engilráð hús- freyja var bæði há og þrekin. — Hún hafði ljósblá augu í stór- feldu, geðþekku, bláhvítu andliti og þau feikn af rauðu hári, lið- uðu og fögru er lá þétt að höfði. hennar og gekjc í tveimur afar stórum fléttum niður herðar hennar og náði í beltisstað. Borghildur heilsaði húsfreyju með kossi og konan tók telþunni með alúð. “Gerðu svo vel og komdu inn, Borghildur mín’, sagði hún með alúð og stillingu. Borghildur herti upp hugann. Það var svo ósköp leiðinlegt að skila þessu, þó það væri lítið. — Enn kom yfir Borghildi angistar tilfinningin, yfir því að vera í hópi smælingjanna, þeirra sem þurftu að leita til annara, jafnvel eftir smávegis. Alt bölið, sem um kringdi tilveru hennar skipaði sér þá fram fýrir huga hennar og gerði að henni ægilegan að- súg. Skorturinn af svo mörgum teg undum — “skugginn” hræðilegi — Alt — Alt. “Eg átti að skila nokkru til þín frá mömmu”, stundi hún upp. Svo leit Jiún niður. Hún sá hvernig fjalirnar í gólfinu, gamlar, slitnar en drifhvíttar, svignuðu undan þunga hinnar tigulegu húsfleyju. “Hvað er það, Borghildur mín?” Borghildur leit upp. Hún sá, hvernig húsfreyjan bar höfuðið hátt, ekki hnakkakert eins og hin fríða dóttir hennar, heima- sætan Árna, heldur sat það þráð beint upp af öxlunum og eins og óbeygjanlegt. “Mamma beiddi að heilsa þér og spyrja þig að, hvort þú gætir gert svo vel að hjálpa sér um dá- lítinn rjóma út í kaffið í dag?” “Eg skal gera það”, svaraði konan hægt og hiklaust. “En þú verður að stanza og fá þér dálít- inn bita og kaffisopa”, bætti hún við. “En ég átti að vera fljót”, sagði Borghildur. “Við skulum ekki tefja þig lengi, Borghildur mín”, og hús- freyjan fremur sveif en gekk inn eftir svignandi fjölunum. “Við ætlum að skreppa upp í hlíð, svolitla stund”, sagði nú Albina”. “Jæja, Árna, glóðarsteyktu köku á meðan og hitaðu kaffi- sopa”. Borghildur vissi að hún átti ekki að fara upp í hlíð til berja, því hún hafði verið beðin — henni hafði verið sagt öllu held- ur — að vera fljót, og ýmislegt beið hennar heima, sem hún átti að gera. En það var eins og oft endranær áður að eitthvað seiddi þangað sem var algert frelsi og engar áhyggjur. Hún fór með Albinu upp í hlíðina fyrir ofan bæinn. “Eg á að vera á skólanum í vet ur’,’ sagði Albina, er þær voru komnar á stað. “Ó”, sagðí Borghildur og sting ur fór um hana, er skólinn var nefndur og hún minti á það að hún gæti ekki verið þar. “Þú átt gott”. “Já, pabbi minn segir að ég eigi að vera á skólanum báða vet urna, sem ég á eftir, þar til ég fermist”. “Það er gott fyrir þig að fá svona mikla skólagörigu’. “Já, og þá sjáumst við oft”. “Ja-á. En ég leik mér ekki við skólabörnin — ekki þegar þau eru á skóla, nema tímann sem ég var á skólanum, en þess utan fæ ég stundum að leika mér við börnin, sem næst eru”. “Við sjáumst samt fyrst þú ert svona nærri”. “Já! En hvað það verður gam- an fyrir þig að vera svona mikið á skóla”. “Já, víst er það, en þú þarft ekki að fást um það þó þú sért eigi svo mikið á skóla, þú ert soddan hamhleypa að læra. Eg er nú bara svona rétt í góðu meðal- lagi”. “Mig langar fjarska mikið á skólann, Albina”. “Kanske þú farir enn á hann”. “Eg er hrædd um ekki. — Eg verð að halda áfram að vinna. Eg verð líklega fermd fyrr en ég er fjórtán ára, svo ég geti far ið í ársvist”. “Ó-já. Þú ert sex mánuðum eldri en ég, og verður líklega fermd ári fyrr af því ég á heim- ili og get gengið á skólann til fermingar”. Þær voru komnar upp í hlíð- ina og seztar þar eftir litla stund. Dalurinn fyrir neðan blasti við þeim með bæjum og útengjum, ekki stór og ekkert sérlega fjölskrúðugur, eri aðlað- andi fyrir þeirra augum. Upp úr honum lágu brautir í hvarf 4il heiða og fjalla. “Það er fallegt hérna”. sagði Borghildur, sem hafði seyðandi ótta altaf á samvizkunni yfir því að hún væri að eyða tímanum og ekki að gera eins og hún átti að gera. — Flýta sér. En athygli hennar og augu drógust að dalnum eins og hann blasti við þeim úr hlíðinni. Bæ- irnir blunduðu í sumarblíðunni, tún, engjar og hlíðarnar hinum megin, iðuðu grænkunni fyrir auganu, en yfir fjallabrúnunum hvelfdist heiður himinn með að- eins fáum, hvítum skýjaflókum er flutu, sem töfraskip í kaf- bláma himinsins. Þetta voru slóðirnar, sem ætt- menn hennar höfðu einu sinni verið á. Það hefir verið eitthvað öðruvísi veðrið þegar hún amma hennar og móðursystir urðu úti rétt undir tungugarðinum á bæn um sínum. Þá var vetur, hríðar- bylur — gaddur. Þær komu af heiðinni — þarna langt fyrir norðan. — Hún, Borghildur, hafði komist lífs af og heil yfir heiðina með poka á bakinu, að vetrarlagi líka í fyrra. En hún var ekki ein og það var ekki hríðarbylur heldur. En dimt var þegar þær fóstrurnar komu ofan í dalinn hérna meginn. — Nú var hann sólbjartur. Af hverju hafði amma hennar og frænka orðið svona úti? Svo oft hafði hún spurt sjálfa sig að þessu en engan annann. Höfðu þær ekki trúað nógu vel á Jes- úm Krist? Það fór vel fyrir öll- uin, sem trúðu á Frelsarann. — Amma hennar hafði verið mesta góðgerðakona, þó margt af ætt- mönnum þeirra væri nízkt. Kanske faðir hennar eða móðir hafi verið nízk, hafi látið aum- ingjana synjandi frá sér fara? Ja, en því skyldi amma hennar gjalda fyrir það fyrst hún var góð kona? “Könguló, Borghildur! Köngu Íó! Hvað ertu að hugsa? Við skul um elta hana og láta hana finna berin”. Borghildur hrökk upp af dval- anum við röskleik vinkonu sinn- ar. Þær tóku báðar til að þylja: “Könguló! Könguló! Vísaðu mér a berjamó. Eg skal gefa þér gull í skó, en drepa þig ef þú svíkur mig”. “Ætli það sé rétt að þylja þetta yfir köngulónni og svo svíkjum við hana altaf?” sagði Borghild- ur á leiðinni heim að bænum aft- ur. — Albina hló. “Hvað ætli maður sé að fást um köngulóna. Hún veit ekkert um þetta”. “Okkur finst húh viti það samt”. Þær höfðu verið nær því tvær stundir í hlíðinni og borðuðu mest af því sem.þær berjuðu. — Berin voru fá þar, því daglega var gengið á móa, er voru svo nærri bænum, bæði af rriönnum og skepnum. Borghildur fékk glóðabakaða köku, smjör og kaffi með rjóma og dálitlum kandís sykur mola. En nú var hún orðin svo hrædd, því hún var búin að vera svo mikið lengur en hún átti að vera, að hún borðaði með hraða og lít- illi lyst. Borghildur kom heim með rjómaglasið laust fyrir mið- munda. Hún var ekki flengd. Til þess var hún orðin of stór, en hún varð að hlusta á langa lexíu um sviksemi og ónytjungsskap, sem var verri en einir vöndurinn þó sár væri. Sumarið þetta leið, sem önnur sumur, smáfölnandi og hvarf í fang haustsins. Á þeim tíma kom Ingvar Aðalsteinn Jónsson, bónd inn í Hlíð, sá vel þekkti formað- ur, og átti langt tal við Ingimund Jónasson. Ingimundur hafði oft róið hjá honum og nú vildi hann fá hann í skiprúm sem fyr. En nú vildi Ingimundur ekki róa hjá Ingvari. Þeir stóðu þarna í innri dyrunum niður á gólfinu. Ingvar í dyrunum, með annan fótinn fyrir innan þröskuldinn, Ingimundur inn á gólfinu, skamt fyrir innan dyrnar. Þeir höfðu talað saman góða stund, lágt og rólega. þó finna mætti á andrúms loftinu að báðum var nokkuð niðri fyrir. Nú var samtalið að verða slitrótt. Það var kominn skuggi vonbrigða yfir báða. “Eg get ómögulega ráðist hjá honum nú”, sagði Ingimundur, er hann kom upp á loftið. “Það greip mig soddan uggur í sumar, er ég sá seglið, sem hann er bú- inn að fá á skipið. Það er altof stórt fyrir hans gamla og slitna skip. Það brakaði í hverri rá og röng, er siglt var fullum seglum í góðum byr síðastliðinn vetur, með gamla seglinu, var það þó mikið minna. Eg er viss um að skipið ber ekki þetta nýja segl. Honum var sagt það, en vildi ekki ekki hlusta á það. Honum hefir líka verið bent á að skipið er orðið afar lélegt, gamalt og feyskið og að það er í rauninni ekkert vit í að róa því að vetr- arlagi og það héðan, þar sem mað ur verður að sækja út á regin haf. Og annar eins sjómaður og hann er, sem ekki horfir í neitt”. “Það er bágt, þegar vænir menn vilja ekki hlusta á sann- gjarnar tillögur. Enginn maður ræður þó yfir höfuðskepnun- um”, sagði Jónas. “Já. Mér þótti leiðinlegt að neita Inga um það að vera hjá honum. Við vitum öll að hann er einn af okkar fremstu for- mönnum bæði að dirfsku og afla sæld; en hann spilar stundum of djarft og þetta segl óttast ég — og það gera fleiri — að verði hon um ofurefli”. Ingimundur talaði eins og hann væri að koma frá jarðar- för bezta vinar síns. Svo gekk veturinn í garð. Ingvar í Hlíð hafði átján ára son sinn, Tryggva, að háseta og Vermund á Hóli, tuttugu og þriggja ára, efnismann, unnusta Árnu dóttur sinnar. Vermund- ur var talinn hinn vaskasti mað ur til sjós og lands og drengur hinn bezti. Svo þeir vorjj. þrír þarna venzlamennirnir, einnig þrír aðrir og — nýja seglið. “Nú skal skútan fá að skríða”, kumraði Ingvar kýmandi, þegar þeir bjuggu sig út með seglið. “Ekki er maður hræddur”. Haustið hvarf í veturinn. — Stormar urðu tíðir*og sjósóknirn ar erfiðar. Það var endurtekning á skortinum hjá þeim gömlu hjónunum, Jónasi og Guðríði, en að biðja um af sveitinni, var þó ekki viðkomandi. Þaf5 var nóg að hafa þurft að lítillækka sig til þess að fá þessar tvær skeppur af korni, sem Jónas fékk lánaðar í fyrravetur, það eina sem hann hafði nokkurn tíma beðið sveit- ina um. En þær voru lán, lán, lán. Það var engin skömm að fá lán þó hjá sveitinni væri þegar maður borgaði það lán. Og sann- arlega ætlaði Jónas að borga þetta lán. Og Jónas hafði teygt dálítið borgínmannlega, úr sín- um fremur smáa og magra lík- ama. — Þessari veru, sem slopp- »ð hafði úr hungrinu og skelfing unum á Landalifur fyrir meir en sjötíu og fimm árum síðan, og sem hafði stritað og erfiðað alla tíð síðan. Nú var ekki um að tala að fá meira hjá sveitinni á hverju sem gekk. Hvert lánið á fætur öðru myndi gera þau að sveitar-ómögum. Borghildur var farin að létta sér svo mikið á part úr árinu. Prófasturinn myndi sjálfsagt ferma Borghildi^ þrettán ára, svo hún gæti farið í ársvist — haldið áfram í árs- vist, því nú átti hún að fara í svoleiðis vist í vor, þó hún væri ófermd. Jónasi féll ekki sú hugsun að hún færi ófermd til langdvala vinnu. En telpan var fluglæs fyrir lifandi löngu, hafði lesið alla Biblíuna spjaldanna á milli. Og öll þessi kynstur önn- ur, gömlu sögurnar, Þúsund og eina nótt. — Já, og svo frásagn- irnar um Bartolmeusar-nóttina í París. — Og ég veit ekki hvað og hvað. Prófasturinn gerði nú reyndar lítið úr þeirri sérstöku frásögu, sagði þarna í hitteð- fyrra, að það væri varasamt að reiða sig á ýmsar svona frásagn- ir. Hann var altaf að færa sig meira og meira upp á skaftið með skólalærdóm handa börn- unum áður en hann fermdi. — Færa sig svona hægt með fá- um orðum og mildu brosi. — En því var hlýtt þó hægt færi. Já, Borghildur hafði lesið öll ósköpin, fanst Jónasi. Það væri þá bezt að hún læsi Biblíuna aftur. Hún myndi hana' betur. Og Guðs orðið verkaði til bless- unar á mannssálina. — Svo allir húslestrarnir — Vídalins-post- illa, Vigfúsar-hugvekjur, Passíu sálmarnir og ótal aðrir sálmar Já, skyldi Guð ekki hafa sent manni andlegt fóður af sinni mildi”, hugsaði Jónas, svo sem hann s^gði oft. Fólk var ekki farið að hugsa nærri eins mikið um þessa hluti og það gerði áð- ur. — Eins og það gerði í hungr- inu og þrengingunum á Landa- lifur og síðar. — Já, ætli það sé ekki þekking í öllu þessu sem maður hefir og telpan les reip- rennandi. — Allur bænalestur og sálmasöngur, sögur af písla- vottum, fornsögur íslendinga, Noregs konunga sögur, þúsund og ein nótt. — Já, eitthvað var nú komið ofan í telpuna. — Nú hún var bara vel að sér. Hann faðir hennar hafði sagt henni til að draga til stafs. Hún var skrif- andi líka. Það var hálf slæmt hvað lítið varð úr fyrir honum Aðalsteini gamla, þegar hann var farinn að kenna henni reikn inginn og skriftina. Þetta svona rétt hjá manni. — Nú, jæja. Hún framaðist við að fara í kaupstað inn. Það var líka slæmt í hitteð- fyrra, að Marias vildi ekki kenna henni engelskuna. Hún hefði get að lært hana þó hún væri ung. Það voru bara firrur. — Borg- hildur Ingjaldsdóttir gat lært alt. — Þannig leit Jónas frá Landalifur á þetta mál. Borghildur sjálf barðist á milli vonar og óttar um tilveru sína. Skugginn dimmi um sjálfa til- veru hennar, vék aldrei frá huga hennar. Fátæktin og tækifæris- leysið til menta, jók á dimmu hans. Enn stóð hún oft við glugga kýtruna, er vissi út að skólanum og húsi önundar hins ríka og hjalli hans. Enn sá hún hann fara út í hjallinn með syk- urkerið í hendinni ,að sækja sykurinn í það handa húsfreyju sinni. Kerfyllirinn, ætti að duga 1 tvo daga. Þórlaugu húsfreyju var ekkert fremur hleypt í hjall loftið eftir æfintýrið mikla, þegar hún lét gera stæltan lykil og stalst í loftið að ná sér í nokk uð af mat — góðum mat fyrir heimilið. Og húsbóndinn sá ljós- ið í hjallloftinu úr búðinni sinni o gkom og fann hana þar eins og nokkurs konar innbrots- þjóf í eigin húsakynnum. Konan, sem altaf sýndist óánægð, altdf þurfti að spara og altaf var að eiga börn, — og altaf var log- andi hrædd við manninn, sem hún var gift — að hún væri ekki að vinna nóg, að hún væri að eyða of miklu, að hún væri ein- hvernveginn öðruvísi en hann vildi að hún væri, hún kom ekki í þetta dýrðarríki matarins hjá eiginmanninum, eftir að hún hafði stolist þarna inn. Ekki svo menn vissu til. Alt þetta flaug um huga (Framh á bls. 7)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.