Lögberg - 06.11.1947, Side 1

Lögberg - 06.11.1947, Side 1
I PHONE 21374 d ^ CVea' Cfc ,-n-eTS Complete Cleaning Institution PHONE 21 374 Vrtute^ lot <V Gt ,d ^ 1 derer* lJo.n-Yl ^’p. ~> A C< mplete Cl< aning Insl iluiion 60. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 6. NÓVEMBER, 1947 NÚMER 44 Sr. Valdimar Eylands, kona hans Þórunn Lilja og 3 börn þeirra. — Myndin er tekin í sumar við Öxarár-foss af Magnúsi Jónssyni prófessor. — VELKOMINN HEIM í seinasta tölublaði Faxa var viðtal við sóknarprestinn, sr Eirík Brynjólfsson, sem þá vai á förum vestur um haf til árs- dvalar í skiptum við prest Fyrsta lúterska safnaðarins í Winnipeg, sr. Valdimar J. Eylands forseta þjóðræknisfélags Vestur-íslend- inga í Winnipeg. Eru þetta fyrstu prestaskiptin milli íslendinga vestan hafs og austan og ætlað til þess að auka kynnin og treysta vináttu- og frændsemis- böndin. Væri óskandi að þessi viðleitni yrði upphaf að meiri samskiptum á milli íslendinga í Vesturheimi og heimaþjóðar- innar. Sr. Valdimar er nú hingað kom inn fyrir nokkru og dvelur á Út- skálum ásamt konu sinni og 3 stálpuðum börnum þeirra hjóna. Elsta dóttir þeirra dvelur við nám í háskóla í Manitobafylki í Kanada. Væntanlega lýkur hún prófi þaðan nú á næsta vori, — Bachelor of Science — sem lætur nærri að vera það sama og heim- spekipróf við Háskóla Islands. Sr. Valdimar er Húnvetningur að ætt og uppruna, og er þeim, sem línur þessar ritar, kunnugt um menntaþrá hans í æsku og harða baráttu fyrir því, að mega ganga menntaveginn. — Barna- fræðslu naut hann í gegnum stopula farkennslu* eins og títt var í þá daga, enda var börnum alþýðustéttanna á þessum árum ætlað annað hlutskipti en að sitja yfir bókum og lærdómi. Eftir ferminguna átti sr. Valdimar þá ósk heitasta að fá að ganga í lýðskóla sem þá var starfandi á Hvammstanga. Var hann svo lánsamur, að eiga skiln ingsgóðan föður, sem langaði að mennta son sinn þó efnin væru smá, og kostaði námsdvöl hans við skólann. Hefir sjálfsagt rennt grun í hvaða efniviðar var drengnum. Frá Hvammstanga- skóla brautskráðist sr. Valdimar vorið 1918 með lofsamlegum vitnisburði kennara sinna. Næsta vetur var hann við nám á Akur- eyri og innritaðist haustið eftir í 4. bekk Menntaskólans í Reykja vík. Þar dvaldi hann næstu 2 ár- in við nám á vetrum en vann fyr- ir sér á sumrin. f æsku minni heyrði ég oft minnst á námsferil sr. Valdi- mars, gáfur hans, frábæran dugn að og reglusemi og var ungu fólki þar í héraði bent á þetta dæmi til fyrirmyndar og eftir- breytni. Kona sr. Valdimars, frú Þór- unn Lilja Johnson, er fædd og uppalin vestanhafs, en íslenzk í báðar ættir. Fluttu foreldrar hennar til Ameríku frá Akranesi. Hlutu börn þeirra ágæta mennt- un, sem sjá má á því, að 2 bræður frú Lilju eru velþekkfir læknar í Norður-Dakota og 2 eru lög- fræðingar; Niels bróðir hennar er dómsmálaráðherra í sama ríki. Er þetta rétt eitt dæmið af fjölmörgum um dugnað og fram- sókn “landans” á meðal fram- andi þjóða, og sýnir glögglega, hve innviðasterk íslenzka þjóð- in er, þegar til stáls er sorfið. Sjálf er frú Lilja kennarament uð og var starfandi kennari í nokkur ár áður en hún giftist. Núna á dögunum brá ég mér til .Útskála til þess að rabba við prestinn fyrir lesendur Faxa. Einkum fýsti mig að fá fréttir af safnaðarlífinu í prestakalli hans vestan hafs, þar sem sr. Eiríkur starfar nú. Sr. Valdimar og kona hans tóku mér ástúðlega og veitti presturinn mér greið og góð svör við öllum spurningum mínum. Fer samtal okkar hér á eftir: — Hvaða ár fórst þú til Amer- íku og hvaða starf tókst þú þér þar fyrst fyrir hendur? “Þangað kom ég árið 1922. — Fyrsta sumarið starfaði ég við fiskveiðar á stórvötnunum í Kanada. Gekk veiðiskapurinn mjög vel og innritaðist ég um haustið í menntaskóla í Banda- ríkjunum. Þaðan útskrifaðist ég og hóf þá nám í prestaskóla Norð manna í Minneapolis og lauk þar námi með embættisprófi og byrj- aði strax að starfa í norsku lút- ersku kirkjuhni og var þar prest ur um nokkurt skeið. Þessu næst þjónaði ég enskum söfnuði um nokkurn tíma. Var það vestur á Kyrrahafsströndinni. Um þetta leyti var ég kvaddur til að ger- ast prestur Fyrsta lúterska safn- 1 aðarins í Winnipeg, en við því starfi tók ég árið 1938, sem eftir- maðurmaður sr. Björns B. Jóns- sonar, bróðursonar Kristj. Jónss. Fjallaskálds, sem flestir hér heima munu kannast við, og hef ég gegnt því starfi síðan.” — Þú ert forseti Þjóðræk:iis- félags Vestur-íslendinga í Winni peg, hvað getur þú frætt okkur um þann félagsskap í sem skemmstu máli? “Um Þjóðræknisfélagið get ég í stuttu máli fátt eitt sagtfr þar er af svo miklu að taka. Fé- lagið er snar þátt í lífi okkar Vestur-lslendinga, óskabarn okkar og fjöregg, sem allir eru fúsir til að vernda og gera hlut þess sem mestan. Eg var varaforseti þess í 6 ár, en þetta síðasta ár hefi ég verið forseti þess, en á undan mér gegndi prófessor Rikhard Beck því starfi”. — Hvað getur þú frætt okkur um kirkju- og safnaðarlíf landa okkar í Vesturheimi? “Winnipeg borg er talin vera einskonar miðstöð hins andlega lífs Islendinga í Vesturheimi. — Borgin telur um 300.000 íbúa. Menn búa þar úr flestum lönd- um veraldar og er nú talið að um 6000 Islendingar eigi þar heima. í borginni eru um 150 kirkj- ur af öllum hugsanlegum trúar- flokkum. Tvær þessara kirkna eru íslenzkar, heita þær Fyrsta lútherska kirkjan, sú er ég þjóna og svo Sambands kirkjan”. — Hvað er langt síðan fyrstu Islendingarnir fluttu til Winni- peg? “Nú í haust eru liðin 72 ar síðan fyrsti íslenzki innflytj- endahópurinn kom þangað á leið til nýlendunnar við Winni- pegvatn, vestan vert, sem menn gáfu nafnið Nýja-Island. f þeirri nafngift má sjá ræktarsemi við ættjörðina. Menn hugsuðu sér að þeir væru að flytja sig búferl- um frá. Gamla Islandi til Nýja íslands. Var mönnum þá efst í huga að halda fast við feðraarf- inn, trú sína og tungu. Fyrir 70 árum var Winnipeg lítill bær, en í örum vexti. Þá voru íbúarnir í öllu fylkinu að- eins 25 þúsundir, en síðan hefir þeim fjölgað um röskar 700 þús. All-margir þeirra, sem upphaf- lega höfðu ætlað sér að fara norður til Nýja íslands, afréðu að setjast að í þessum unga ný- lendubæ, og næstu árin bættust aðrir við. Árið 1878 var söfnuð- ur myndaður meðal Islendinga í Winnipeg, og var hann nefnd- ur ÞrenningarsöfnuSur. — Þetta heiti bar hann þar til árið 1884 að hann var löggiltur samkvæmt landslögum og heitir hann upp frá því Fyrsti lútherski söfnuð- urinn í Winnipeg. Skyldi söfn- uðurinn jafnan minna á það með nafni sínu, að hann væri fyrst stofnaður allra lútherskra safnaða í Winnipegborg. — Við stofnun safnaðarins er tvennt athyglisverðast: Konur eru kosn- ar í safnaðarnefnd, en það mun hafa verið eins dæmi í sögú lúthersku kirkjunnar á þeirri tíð, og annað það, að Sunnudaga- skóli er stofnaður, en það mun vera fyrsti ísl. Sunnudagaskól- inn í heimi. I skóla þessum eru nú um 300 nemendur og um 20 ungir menn og konur veita þar tilsögn í kristnum fræðum á hverjum sunnudegi, nema sum- armánuðina tvo, júlí og ágúst. I ríki, sem ekki veitir kirkj- unni neinn opinberan stuðning, eins og þar á sér stað, og þar sem nær engin tilsögn er veitt í kristnum fræðum í skólum landsins, verður kirkjan sjálf að bera aðalábyrgð á uppfræðslu æskulýðsins. Sunnudagaskóla- starfið er því einn þýðingarmesti liðurinn í þeirri fræðslustarf- semi. Hitt atriðið, sem ég minn ist á að konur hafa jafnan átt sæti í safnaðarnefndinni, hefir einnig orðið • kirkjunni mjög þýðingarmikið. Illa væri kristni hald Vestur-Islendinga komið nú, ef þar hefði ekki hjálpað til frábær dugnaður þeirra og fórn- fýsi”. — Hvað eru margir í Fyrsta lútherska söfnuðinum? “Hann telur nú um 1500 með- limi og styrktarmenn, og’ er þann ig lang fjölmennasti söfnuður- á meðal íslendinga vestan hafs”. — Hafið þið stóra og rúmgóða kirkju? “Jú, vissulega. Kirkjan er hið (Frh. á hls. 5) Borga- og héraðsstjórnakosningar Síðastliðinn laugardag fóru fram á Bretlandi almennar kosn ingar til borga- og héraðsstjórna, er sóttar voru af geisilegu kappi; lauk þeim með stórkost- legum sigri íhaldsflokksins, er vann 600 sæti á kostnað Attlee- stjórnarinnar og verkamanna- flokksins; íhaldsmenn krefjast þingrofs og almennra þingkosn- inga; slíku mun þó naumast þurfa að gera skóna, þar sem kjörtímabil stjórnarinnar renn- ur eigi út fyrr en árið 1950. Úr borg og bygð Þingkosningar í Danmörku Nýlega fóru fram almennar þingkosningar í Danmörku og lauk þeim með því, að enginn stjórnmálaflokkanna hlaut nánd ar nærri nægilegt þingfylgi til þess að mynda nýtt ráðuneyti af eigin ramleik. Kommúnistaflokkurinn tapaði helming þess þingfylgis, er hann naut áður en gengið var til kosn- inga. Islenzkir foreldrar Við vitum að það er einlæg ósk ykkar margra að börnin ykkar læri íslenzku; notfærið ykkur Laugardagsskólann. — Þangað sækir þegar álitlegur hópur barna og unglinga, sem hafa mikla ánægju og mdkdð gagn af kenslustundunum. — Skólinn hefir ágætar lesbækur handa börnum, sem notaðar eru við lestrarnám í skólum á Is- landi; þar að auk hafa kennarar skólans útbúið lexíur við hæfi nemendanna. Kenslukraftar eru nægilegir; auk þeirra kennara, sem þegar hafa verið nefndir í blöðunum, höfum við verið svo lánsöm að fá Katrínu Brynjólfsd. frá Utskálum, sem kennara við skólann. Hún er æfður kenn ari og góðum hæfileikum gædd. Okkur vantar fleiri börn; — sendið börnin á laugardaginn kl. 10 í Lútersku kirkjuna á Victor Str., þeim mun verða vel fagnað. I. J. Mrs. T. W. Thordarson frá Fargo, N.-Dakota, var stödd í borginni í byrjun vikunnar. ♦ Laugardaginn, 1. nóv., .voru þau Rolf Forseng frá Oakview, Man. og Arnbjörg Fjóla Hall- dórson frá Hayland, Man. gefin saman í hjónaband, af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 800 Lipton St. — Þau voru aðstoðuð af Rog Wilfred Ormiston og Önnu Guðrúnu Magnússon. — Heimili brúðhjónanna verður að Oakview. ♦ Þjáning af liðagigt? Almenn gigt? Taugaveiklun? Bakverk- ur? Þrautir í handleggjum, herða stirðleiki og fótaverkur. Takið HP2-töflur, sem veita skjótan bata við áminnstum kvillum, og lina verki í liðamótum. — Notið HP2 töflur 4 sinnum á dag með heitum drykk. — 40 töflur, $1.25; 100 töflur $2.250. — I öllum lyfjabúðum. ■t- Mr. og Mrs. Ólafur Magnússon frá Lundar, voru stödd í borg- inni um síðustu helgi. -f Mr. Sveinn Pálmason frá Winnipeg Beach var í borginni á þriðjudaginn. Skemlisamkoma Karlakórs Íslendinga í Winnipeg Athygli skal vakin á því, að Karlakór íslendinga í Winnipeg heldur skemtisamkomu, mánu- daginn 24. nóvember. Menn eru beðnir að veita athygli auglýs- ingu um samkomuna, í íslenzku blöðunum, næstu viku. Verður mjög vandað til efnisskrárinnar. ♦ Jón Sigurdson Chapter IODE will hold its regular meeting at the home of Mrs. P. J. Sivertson 497 Telfer St., on Thursday Eve., November 6th at 8 o’clock. V O R Vorið unga vekur þrá, um vorið lát mig dreyma; lát mig tánum tylla á tindana fögru heima. C. O. L. C. -♦ Skjót linun frá gigtarstingj- um, vöðva- og taugaþjáningum, fæst með notkun “Golden HP2 Tablets”, er þúsundir sjúklinga með bakverk, stirðleika, sárindi í liðamótum, verki í fótum, .handleggjum og öxlum, fá ekki nógsamlega vegsamað. — Takið “Golden HP2 Tablets”, eina töflu 3 eða 4 sinnum á dag í heit- um drykk, og fáið varanlegan bata. 40 töflur $1.25; 100 $2.50. I öllum lyfjabúðum. -f Menn og konur 35, 40, 50. — Skortir starfsgleði? Finnið til elli? Taugaveiklun? Þl'eytu? Magnleysi? Njótið lífsins! Takið “Golden Wheat Germ Oil Cap- sules”, og verndið heilsu yðar. 50 Capsules $1.00. 300 $5.00. I öll- um lyfjabúðum. -♦ Icelandic Canadian Evening ScWbol will be held at the Home of W. Kristjansson 499 Camden Place on November 12th at 8.30 p. m. — The Book of the Evening will be the Play Galdra Loftur by Johann Sigurjónsson. Frónsfundurinn, sem haldinn var í Goodtemplarahúsinu síðast- liðið mánudagskvöld, var vel sótt\ir og um allt hinn ánægju- legasti. T. J. Oleson prófessor stýrði fundi. Fyrst fóru fram venjuleg fundarstörf, og tóku þá til máls Heimir Thorgríms- son, Guðmann Levy og Jón Ás- geirsson. Ræðu um ísland nútímans, flutti séra Eiríkur Brynjólfsson, fróðlega, faguryrta, kryddaða hans kunnu fyndni; ræðan var löng, en þó var eins og allir vildu fá meira að heyra. DÁNARFREGN Öldungurinn Thorvaldur Sveinsson, tæplega 89 ára gam- all, andaðist á heimili sínu, í Húsavick, 30. okt. s. 1. — Hann giftist eftirlifandi konu sinni, Halldóru Guðrúnu Albertsdóttir 1896; einnig lifa Thorvald sál., sjö börn. Hinn látni var mesti sæmdarmaður og framtakssam- ur mjög í öllum héraðsmálum byggðarinnar, meðan heilsa leifði. Hann hafði búið á “Hvarfi” í rúm fjörutíu og sjö ár. Útförin fór fram frá heimili hins látna, 3. þ. m., að fjölmenni viðstöddu. Hann var jarðsung- inn af séra Skúla Sigurgeirssyni; einnig mælti kveðjuorð, séra Sigurður Ólafsson. -♦ Þeir Guðmundur Jónsson og Jón sonur hans frá Vogar, voru staddir í borginni í byrjun vik- unnar. -♦ Leiðrétling I grein minni til J. J. Bíldfells í síðasta Lögbergi, urðu þau mis- tök hjá mér að ég gat ekki rétt um höf. vísunnar: Nú er hnigin hurð að gátt o. s. frv. Sagði ég að K.N. væri höf., en það mun ekki vera rétt. Vísan er æði gömul og lærði ég vísuna heima á Fróni. Fór ég aðeins eftir minni og kom K. N. fyrstur í hug mér. Bið ég lesendur Lögbergs vin- samlegast að afsaka þessa mis- sögn. Tryggve Thorslensen. íslenzkukensla á Lundar er þegar hafin. og sóttu 62 börn fyrstu kennslustundirnar; kensl an fer fram á miðvikudögum kl. 4 e. h., er hinum venjulegu kenslustundum barnaskólans lýk ur. Mrs. H. F. Daníelson hefir annast um undirbúning kensl- unnar fyrir hönd Þjóðræknisfé- lagsins og sýnt í því mikinn dugnað. I fyrri viku voru staddir hér í borg frá Mountain, N.-Dak., þeir séra Egill H. Fáfnis forseti kirkjufélagsins, H. T. Hjaltalín og G. J. Jónasson. -♦ Mrs. H. T. Halvorson frá Regina, Sask., var stödd í borg- inni í fyrri viku. -♦ ÞJÓÐRÆKNISSAMKOMA Almenn skemti samkoma verð- ur haldin að Lundar, í Lundar Community Hall, kl. 8e.h. 14. nóvember n.k. Þjóðræknisdeildin á Lundar stendur fyrir samkom- unni. Skemtiskrá síðar auglýst. Forslöðunefndin. -♦ The Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church will meet Monday November lOth at 2.30 p.m. in the Church Parlors. •♦ Fundarboð Lengi er búið að tala um það að reisa Hospital í Árborg; nú er málið komið á þann rekspöl, að það verður rætt á opinber- um fundi í Árborg á miðviku- dagskvöldið þann 12. þ.m., kl. 8. Vonandi er að -sem allra flestir sæki fundinn og ræði málið af fullri e’nlægni og einurð. Andrea Johnson forseti heilbrigðisnefndar -♦ Mr. C. Midford frá Birds Hill, var staddur í borginni á laugar- d.iginn. Frú Jónína Johnston frá Van- couver hefir dvalið í borginni nokkra undanfarna daga. Kom hún austan frá Toronto úr heim sókn til déttur sinnar. -♦ Þær frú Matthildur Éjörnson og ungfrú Herdís Jónsdóttir frá Minneapolis, Minn., sem dvalið hafa hér í borginni um hríð, lögðu af st,að heimleiðis á þriðju- daginn. -♦ Islendingadagsnefndar fundur verður haldinn í Hillcrest Hall 288 Main Street, Vancouver, B.C., 14. þ. m. klukkan 8 að kvöldi. -♦ Umsögn um kveðjumót fyrir Mr. og Mrs. Ágúst Sædal og þakkarávarp frá Mr. og Mrs. Ólafur Magnússon frá Lundar, ásamt ýmsu fleira, varð að bíða, vegna rúmleysis og anna við af- mælisblað Lígbergs.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.