Lögberg - 06.11.1947, Blaðsíða 5

Lögberg - 06.11.1947, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. NÓVEMBER, 1947 5 AliUeAMAL UVENNA RiUtjórx: INGIBJÖRG JÓNSSON Árdís Ingibjörg Nýlega er komið út fimmtánda hefti ársrits þess, er gefið er út af Bandalagi Lúterskra kvenna. Ritstjórar eru þær frú Margrét Stephensen og frú Flora Ben- son. Yfir þessu hefti virðist hvíla sigurgleði, enda hafa félagskon- ur á þessu ári, séð drauma og vonir, sem þær hafa átt 1 mörg ár, rætast dásamlega. Sumarbúð ir þeirra eru, svo að segjaMfull- gerðar. Tilgangi sumarbúðanna lýsir frú Flora Benson í inn- gangsgrein sinni þannig: “Sú er ósk og bæn Bandalagsins, að á þessum fögru stöðvum við Winnipegvatn, langt frá hávaða og ys, megi hin unga kynslóð vor eflast að andlegum og líkam legum þroska og verða því vax- in, að takast á hendur forystu í kærleiksríkri, kristilegri menn- ingarstarfsemi, henni sjálfri og þjóðfélaginu til blessunnar”. Árdís hefir upp á margt fallegt að bjóða eins og fyrr. Efnisyfirlit er þetta: 1. Sumarbúðir B.L.K., Flora Benson. — 2. Splendid They Passed, — Rev. B. A. Bjarnason. 3. Hugsjónir, Margrét Step- hensen. — 4. Kraftaverkið í listigarðin- um> Þýtt, — Ingibjörg J. Ólafson. 5. Kristindómsfræðsla, Lena Thorleifsson. 6. Forest Lawn, Los Angeles, Margrét Stephensen. 7. E. Pauline Johnson, Vordís Friðfinnson. 8. Skýrsla forseta J. Ólafsson. 9. Skýrsla sumarbúðanefndar, Fjóla Gray. 10. Sunnudagasamband mynd að, Lilja M. Guttormsson. 11. Þingtíðindi, ensku, Lilja M. Guttormsson. 12. Kvæði, S. B. Benediktsson. 13. Guðrún Jónsdóttir Stef- ánsson; G. J. Oleson. 14. Demantsbrúðkaup, Flora Benson. 15. Minningar. Allar kvenfélagskonur munu að sjálfsögðu útvega sér ritið, enda er það nauðsynlegt til þess að fylgjast með því, sem er að gerast í félagsskap þeirra. — En langtum fleiri ættu að skrifa sig fyrir ritinu; það hefir margt að bjóða, sem almenningur hefir gagn og ánægju af eins og efnis- yfirlitið gefur til kynna. Og þeir sem æskja þess að íslenzkur fé- lagsskapur lifi sem lengst í þess- ari álfu, ættu að styðja alla út- gáfustarfsemi V.-íslendinga með því að kaupa blöð, tímarit og bækur þeirra. Verð ritsins, Árdís, er aðeins 50 cents og það fæst hjá öllum kvennfélögum B.L.K. Einnig má senda áskriftargjöld til þess- ara: Mrs. F. Johnson, Ste. 14 Thelmo Mansions, Winnipeg Mrs. Thorbjörg Jónasson, Ár- borg, Man.; Mrs. B. S. Benson, Columbia Press, Winnipeg Man. SAMLESTUR Eins og kunnugt er, var það aldagamall, íslenzkur siður, að einn las upphátt fyrir alt heim- ilisfólkið á kvöldin, en á meðan innti það af hendi ýmsa handa- vinnu. Þetta var sem bezti skóli fyrir fólkið. Að loknum lestri, ræddi það um þá sögu, kvæði eða fræði sem lesin höfðu verið, og braut þau til mergjar og þau festust í minni. Margt landnáms fólk, sem hingað kom var furðu vel menntað, þrátt fyrir það, þótt þa ðaldrei hefði komið inn fyrir skóladyr. Það voru kvöld- vökulestrarnir, sem áttu drýgst Heimur versnandi fer ann þátt í því að vekja bók- hneigð þess og löngun til ment- unar. Eins og vitað er, hafa áhrif heimilanna farið mjög þverr- andi hin síðari ár; þau eru mörg orðin aðeins viðkomustaðir fyr- ir heimilisfólkið; það sést aðeins við máltíðir. Á flestum kvöld- um er það úti, hingað og þang að að skemta sér eða sinna sín- um sérstöku áhugamálum, hvert um sig; foreldrarnir og börnin fylgjast þar sjaldan að. Þessi háttsemi nútímans er orðin mörgum áhyggjuefni, ekki síst húsmæðrum, því þær eiga mest- an þátt í að móta heimilið, þennan “máttarstólpa þjóðfé- lagsins”. Væri ekki gott ráð að taka upp aftur, að einhverju leyti, hin forna og góða sið íslendinga, að fjölskyldan velji sér að minsta kosti eitt kvöld í viku, samein- ist kringum arin heimilisins og faðirinn eða móðirin læsi þá upphátt fyrir heimilisfólkið kafla úr sígildum ritum í bundnu eða óbundnu máli? Börnin myndu fljótt venjast á þennan sið og hafa af því gagn og gam- an, og þá ekki síður foreldrarn- ir. — Ekki er minst um vert að siður, sem þessi, myndi sameina fjölskylduna og styrkja heimilis lífið. Það væri líka skemtilegt og mentandi fyrir konur að iðka meira samlestur í félögum sín- um en þær gjöra. Mér hefir á- valt fundist starfsemi íslenzkra kvennfélaga vestan hafs vera fremur einhæf. Að vísu inna kvennfélögin mörg af hendi mikilvæga líknarstarfsemi og þau hafa unnið að stofnun elli- fyeimilis og sumarheimila, og er þetta ómetanlegt, en aðalstarf semi þeirra hefir verið sú að afla söfnuðum sínum fjár, og er þetta líka nauðsynlegt í landi, þar sem kirkjan er ekki styrkt af ríkissjóð. Kvennfélögin hafa verið og eru enn ein af sterk- ustu máttarstoðum kirkjunnar, eins og margoft hefir verið bent á, og er sannarlega virð- ingarvert. .Á fundum sínum hafa þær iðkar samlestur að því leyti að konurnaf lesa biblíu- kafla til skiptis, og er það fal- legur siður. En mér finst að of- miklum tíma sé varið í hugsan- ir og umræður um fjárhagslegu hliðina, að það myndi gera fundina tilbreytilegri, skemti- legri og eftirsóttari ef nokkrum af þeim tíma væri varið til samlesturs góðra rita eða til að hlýða á skemtilega fyrirlesara ræða ýms menningarmál. Slíkt myndi skerpa hugsun og víkka sjóndeildarhring félagskvenna. Á mörgum stöðum hafa kon- ur með sér hannyrðafélög. — Hvað væri tilvaldara og skemti- legra, heldur en ef ein konan læsi fyrir hinar konurnar með- an þær sitja við hannyrðir sínar? Ef að kvennafélögunum, sem nú eru við lýði, finst þau ein- hverra hluta vegna ekki geta tekið þessa hugmynd á stefnu- skrá sína, þá er ekkert á móti því að smáhópar kvenna komi saman, hver hjá annari einu sinni í viku, vetrarmánuðina, og lesi hátt sér til gagns og skemtunar. Ein les, en hinar hafa með sér handavinnu. Ráð- legast væri að gera það að reglu á slíkum fundum að hafa aðeins eina tegund af brauði með kaff inu, svo að tímanum sé ekki varið að óþörfu í veitinga-um- stang. Svo fara og skrif Tryggva Thorstensen. Eg hafði hugsað mér að skifta ekki orðum við hann um almenn mál frekar en að ég var búinn, en það eru tvö atriði í síðustu grein hans í Lög- bergi sem ég get ekki látið óá- talin framhjá mér fara. Hann segir að ég geri grein fyrir afstöðu minni til skilyrða þeirra er verkamenn hafi til að gjöra verkföll. Þetta er með öllu rangt. Eg var í svari mínu til hans í Lögbergi að taka fram ákvæði verkamálalöggjafar Manitobafylkis í sambandi við slátraraverkfallið hér í Mani toba, og sýna fram á, að þeir hefðu virt lögin að engu — fót- troðið þau, sem Tryggvá um virðist aiÆSsjáanlega ekki sak næmt vera, 1 svari sínu til mín, en þar var aldeilis ekki um minn persónulega skilning á einu, eða öðru um að ræða, heldur um lagaákvæðið sjálft, sem er meira hluta ákvæði fólksins í Manitoba sjálfs í gegn um umboðsmenn sína og því í fyllsta samræmi við vestræna lýðræðishugsjón, sem bæði þér, Tryggvi, og öðrum Manitobabú- um ber að virða og hlýða meðan þau eru í gildi. Hitt atriðið er erindið sem ég endaði grein mína á í Lögbergi 23. f. m. Hér er sígin hurð að gátt. Það reyndar stóð hnigin í Lögbergi en það var rangt. Er- indið er rétt þannig. Hér er sígin hurð að gátt, hittir loku kingur. Kjaftshögg hefir enginn átt, ári hjá mér lengur. Tryggvi segir að ég hafi feng- ið þessa vísu að láni hjá Kristj- áni Juliusi — K.N. —■* og hafi þó ekki getað farið rétt með hana. En að K. N. sé eitt af uppáhalds skáldum sínum o gtelji hann sér þv ískylt að leiðrétta hana og að leiðréttinginn sé svona: “Nú er hnigin hurð að gátt” osfr. Tryggvi minn, þetta er alt saman vitleysa hjá þér. Vísan er aldeilis ekki eftir K. N. Hún er ort meira en hundrað árum áð- ur en K. N. fæddist, af Þormóði í Gvendareyjum, sem dó árið 1747. En vísuna orti hann til Odds lögmanns Sigurðssonar. — Eg er að hugsa um, hvað eigin- lega eigi að gjöra við menn sem leyfa sér að bera annað eins slúður á borð fyrir fólk, eins og að þú hefir'gjört í þessum tveim ur blaðagreinum sem þú hefir ritað hér vestra. Vandaðu hugs- anir þínar og staðhæfingar bet- ur næst, Tryggvi. J. J. Bíldfell. Íslendingar í Winnipeg Fyrir tveim vikum síðan, eða svo, sáum við þess getið með tveimur eða þremur linum í Winnipegblöðunum íslenzku, að nefnd sú er stendur fyrir Islend ingadagshaldi vor á meðal, ætli að halda almennan fund í Good templarahúsinu á Sargent Ave., 10. þ. m. Þegar ég sá þessa tilkynningu íslendingadags - nefndarinnar, eins hörmulega aumingjalega og hún var, datt mér í hug gamla máltækið: “Allt er það eins liðið hans Sveins”. Hví er nefndin eins og að fela þennan fund? — Það er þó sannarlega ekki van- þörf á að athuga ýmislegt í sam- bandi vi ðþað mál, eins og þvi er nú komið á meðal vor. Islendingadagurinn er, og á að vera fyrst og fremst dagur minn- inganna, en hann er á vegi með að verða allt annað hér hjá okk- ur. Þetta þurfum við að laga, áður en það er orðið of seint. Hugmynd Islendingadagsins var sú, að vekja virðing fyrir menningarlegum þroska Islend inga í álfu þessari á meðal sam- borgara þeirra. Nú erum vér að vekja andúð þessara sumu með borgara, og gjöra sjálfa okkur hlægilega í augum þeirra fyrir meðhöndlun þessara Islendinga dagsmála okkar. Við megum ekki halda lengra áfram á þeim vegi. íslendingardagurinn, sem upp runalega var minningadagur, og á auðvitað að vera það, eins og tekið er fram hér að framan — dagur dygða, hreinleika og hreysti, er nú í þann veginn að verða að fjárplógsdegi, ef hann þegar er ekki orðinn það. Þegar ég kom á fund íslend- ingadagsnefndarfundinn í fyrra vay ég eini maðurinn utannefnd arinnar sem á fundinn lwm. Eg kom til þess að tala um þessi mál á fundinum og vita hvort ekki væri hægt að laga sumt af því, sem svo ömurlega illa fer í sambandi við þetta mál. I stað þess að fá tækifæri til að tala um málið flæktist ég í nefnd a, því ég var sá eini sem á fundinum var, og ekki var þeg- ar í nefndinni, og hélt að ég gæti fengið nefndina til að aðhafast eitthvað í þessum efnum. En því var ekki að heilsa. Svar nefndarmanna minna var: er ekki til neirrs. Það Það yildi ég að íslendingar vildu fjölmenna á fundinn á á mánudagskvöldið kemur 10. þ. m., til þess að ræða þessi mál og sjá hvað hægt er að gjöra, til að bæta það sem í ólagi er, og það sem til ógiftu. horfir í því máli. J. J. Bíldfell. VELKOMINN HEIM En hvað ætti að velja til þess að lesa? Þar, sem aðeins íslenzk- ar konur eiga hlut að máli, væri áreiðanlega viðeigandi að lesa þær bókmentir, sem ættþjóð þeirra skapaði, bókmentir, sem skipað hafa henni sess meðal menningaþjóða heimsins. Marg- ar vestur-íslenzkar konur hafa aðeins heyrt Njálu getið. — Það vaari gaman að lesa hana með öðrum konum í vetur. Lestur- inn verður miklu skemtilegri þegar margir kynna sér sömu söguna í sameiningu, þá er gam an að ræða um hana. Laxdæla er líka afar skemtileg aflestrar. Þá væri uppbyggilegt að kynna sér ljóð hinna miklu íslenzku skálda og æfisögu þeirra eins og t. d. Jónasar Hallgrímssonar. Þetta, sem hér hefir verið ritað, er aðeins vinsamleg bend- ing, en ég hygg að konur myndi ekki sjá eftir því að taka hana til athugunar. (Frh. af hls. 1) prýðilegasta guðshús, sem vitn- ar um stórhug feðranna. Hún rúmar 800 manns í sæti. I henni er pípuorgel, mikið og vandað. Sjálfvirk miðstöð er til hitunar. Undir kirkjunni er stór og rúm- góður samkomusalur, þar eru samkomur haldnar og samsæti allskonar. Mikil rækt er lögð við söng í kirkjunni, eru þar starfandi 2 söngflokkar er hafa getið sér góðan orðstýr og stund um skarað fram úr í samkeppni við aðra kirkjukóra í borginni”. — Hvað er oft messað í kirkj- unni? “Tvær guðsþjónustur eru haldnar hvern helgan dag, <ár- degisguðsþjórtusta kl. 11 á ensku, en kvöldmessa á íslenzku kl. 7. Sá hluti safnaðarins er sækir ensku - guðsþjónusturnar nú töluvert stærri en hinn ög fer hann stækkandi með hverju ári sem líður, en íslenzki söfn- uðurinn minnkar í hlutfalli við það, sem fyrsta og önnur kyn- slóðin af Islendingum vestra hnígur til moldar. I hinum ensku mælandi hluta safnaðarins er einkum fólk af þriðju kynslóð- inni og fjöldi fólks af öðrum þjóðum, sem hefir gifzt og venzlast okkar fólki á ýmsan hátt”. , — Hvernig er sunnudagsstörf- um prestsins háttað, og hvað er að segja af öðrum störfum hans? “Hann messar á ensku kl. 11, Sunnudagaskóli kl. 12,15, en þar kennir presturinn jafnan “biblíu klassa”. Barnaskírnir fara oft fram annað hvort í kirkjunni eða í heimahúsum síðari hluta dags á sunnudögum. Þá er íslenzka messan kl. 7, en kl. 8.30 hefst svo samkoma Ung- mennafélagsins. Er jafnan ætl- ast til að presturinn sé þar einn- ig viðstaddur. — Árið sem leið flutti ég 90 guðsþjónustur, 48 á íslenzku og 42 á ensku. Á föstunni hafði ég auk þess 10 guðræknissamkomur. Barna- skírnir vofu 50 á árinu, hjóna- víxlur 52, greftranir 32, — 30 börn voru fermd og rúmlega 400 manns gengu til altaris á árinu”. — Fara nú guðsþjónustur þar fram á líkan hátt og hér tíðkast? ‘TSTei, svo er ekki og gætir þar nokkuð frumbýlisáranna, en að nokkru áhrifa frá þeim kirkjum, sem menn sóttu, á meðan þeir voru ekki sjálfir megnugir til að reisa kirkju, eða standa fyrir guðsþjónustuhaldi. Fyrstu árin héldu söfnuðirnir guðsþjónustur sínar í almenn- um samkomuhúsum. Umhverf- ið í slíkum húsum er sjaldan kirkjulegt, eða örvandi til and- legra iðkana. Ekkert altari yar til eða prédikunarstóll, og sætin oft aðeins baklausir bekkir. — Undir þessum kringum stæðum var auðvitað ekki hægt að hafa altarisþjónustur, messuform eða prestaskrúða. Þannig vandist fólkið smátt og smátt frá þess um kirkjusiðum og tók þá aldrei upp aftur nema að nokkru leyti eftir að það fór að reisa kirkjur í hinum ýmsu byggðum. Yfirleitt eru kirkjubyggingar Vestur-Islendinga ekki stílfast- ast. Einstaklingseðlið segir þar til sín. Hver vildi hafa kirkju lagaða eftir sínum smekk og þeir réðu þá oft mestu um það, sem mest höfðu fjárráðin. — I kirkjunni sitja söngflokkarnir jafnan í kórnum og snúa eins og presturinn að söfnuðinum. Að jafnaði eru aðeins 3 sálmar sungnir við hverja guðsþjónustu en aftur er jafnan kórsöngur eða einsöngur, eða hvorttveggja, ef söngkraftar leyfa. Presturinn tónar ekki, en mælir fram, en söngflokkurinn svarar engu að síður með söng. Meðhjálparar þekkjast ekki vestra í kirkjum mótmælenda, og ekki messu skrúði nema létt, svört hempa, sem presturinn skrýðist”. — Segðu mér, þú munt hafa haft ærið að starfa síðan þú komst heim? “Já, víst er um það, því auk þess sem ég hefi á 'hendi öll preststörf hér í kallinu, þá messa ég einnig í Grindavík og á Keflavíkurflugvelli, en þar eru aðstæður allar mjög slæmar, enda starfsemi þar á byrjunar stigi. — Hafið þið hjónin ekki get- að ferðast um landið, t. d. til átthaga þinna? Jú, við skruppum norður um daginn og ferðuðumst nokkuð um æskustöðvar mínar. Konan mín hafði lengi þráð að kynnast íslenzku sveitarlífi og koma íslenzkan torfbæ. Báðar þessar óskir sínar fékk hún að nokkru uppfylltar í þessari norðurferð okkar”. — Það var leiðinlegt ,hve sumarið var sólskinslítið og úr fella samt. Þið hafið verið býsna óheppin hvað tíðina snertir. “Slíkt setjum við ekki fyrir okkur. Við lítum svo á, að veðr ið sé aukaatriði, svo hefir líka oft verið gott veður á sumrinu t. d. daginn sem við komum til landsins, þá var bjart og gott veður. Aðalatriðið teljum við hjónin vera, að fá að kynnast landinu og þjóðinni, til þess komum við hingað og sú kynn- ing hefir heldur ekki svikið okkur. Hvarvetna höfum við notið ástúðar og íslenzkrar gest risni og héðan munum við fara þakklát og hamingjusöm yfir að hafa dvalið hér og kynnst ís- landi nútímans, og hygg ég gott til þess að koma vestur aftur til þess að fræða íslendinga vestanhafs um allar þær miklu og margvíslegu framfarir sem , hér hafa orðið að undanförnu, því enn þrá Islendingar vestan hafs að heyra fréttir af Fróni, — drauma- og minningalandinu þeirra ástfólgna. Einnig er mér það mikið gleðiefni að finna hér á landi vakandi áhuga fyrir þjóðarbrotinu vestan hafs, kjör- um manna þar og menningarvið- leitni, og mér er það einnig fagn aðarefni, að hafa fengið tæki færi til þess að flytja erindi á ýmsum samkomum hér og í ríkisútvarpið til að efla kynni heima þjóðarinnar af þeim ís- lendingum, sem vestur fluttu og niðjum þeirra. Þetta var einmitt tilefnið til prestaskiptanna. — Okkur hefir verið falið það há- leita verkefni að flytja eldinn á milli landanna, þann eld frænd- semi og skilnings, sem fölskva- laus á að loga í hjörtum íslend- inga vestan hafs og austan. Að- alstarf mitt verður að sjálfsögðu helgað Útskálaprestakalli þetta ár, sem ég dvel hér, en auk þess að vera prestur, vildi ég mega vera boðberi velvildar til að efla samvinnu milli íslendinga beggja vegna hafsins”. H. Th. B. “Faxi” I tígulsteinaverksmiðjunni: “Viltu ekki bera svolítið fleiri tígulsteina í hverri ferð,” sagði versktjórinn. “Eg get það ekki — mér er illt. Eg skelf allur eins og strá í vindi,” svaraði verkamaðurinn. “Nú, blessaður farðu þá að sigta sand.” $7900 • Puitox*No.330utfit, Complete......... • Add a No. 33 Cutting Attach- ment ond cut metals . _ _ up to 1 in. thick . . . *Trade-mark We also can supply Oxygen and Acetylene in our new, easy- to-handle small cylinders Welders Supplies Limited 227 Garry Street WINNIPEG MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.