Lögberg - 13.11.1947, Síða 1

Lögberg - 13.11.1947, Síða 1
PHONE 21 374 A lV VclcatveTS ^erers j^Qurva S »■ A Complele Cleaning Inslilulion PHONE 21 374 «tttvv t rnxtvc Aot^d'^‘r’'"s Cl< aning Insi ilulion 60. ÁRGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, 13. NÓVEMBER, 1947 NÚMER 45 UM RIT JÓNASAR HALLGRIMSSONAR Þegar bróðir minn bað mig um eitthvað fyrir 60 ára af- mælisblað Lögbergs fyrir skemstu, fór ég að leita í gömlu rusli og datt þá ofan á erindi, sem ég var beðinn að flytja á Jónasar afmæli fyrir all-mörgum árum. Fanst honum ekki illa viðeig- andi, að minnast Jónasai" Hallgrímssonar nú, þegar síðustu leifar hans eru komnar heim til Þingvalla eftir full hundrað ár í út- lendri gröf. Þetta erindi, sem hér birtist í öllum aðalatriðum eins og það var flutt var að vonum mjög svo í molum. Á þeim árum var tíminn dýrkeyptur og fáar stundir til lesturs og ritverka. Og jafnvel þótt ég kynni og þekkti flest öll kvæði og rit Jónasar, sem eru í annari útgáfunni, þá hafði ég fátt eða ekkert séð af því, er um hann hafði verið skrifað, nema inngang og skýringar Hannesar Hafstein við þá útgáfu. Enn, sem komið er, finst mér það skemtilegasta og skilningsríkasta ritgjörðin um Jónas, sem ég hefi lesið, og því undraverðara, þegar þess er gætt, að höfund- urinn var aðeins tuttugu og tveggja ára, þegar hann skrifaði hana og sá um útgáfu kvæðanna. Sennilega fer því þó fjarri, að sú ritgjörð gjöri Jónasi og verkum hans full skil. Og fyrir tímaleysi eða fljótfærni unglingsins hefir honum láðst að leita upplýsinga um ýmislegt, sem þó hefði átt að vera innan handar að fá hjá eldri Hafnarbúum og fleirum þá; og því verður hon- um á, að telja sumt óskiljanlegt, sem vel hefði mátt skýra. — þannig segir hann í sambandi við vísurnar úr “Salthólmsferð”: “Það sögubrot er algjörlega týnt”. Eins og Dr. Finnur Jónsson skýrir frá í Eimreiðinni — 1897 — þar sem það var prentað, var þetta ferðasögu-uppkast vel geymt í safni Konráðs Gíslasonar og er þar enn. Um kvæðaflokkinn “Á sjó og landi” segir hann: “Eins og fleira í þessum flokk er þessi staður nú orðinn óskiljan- legur” o. sfrv. Þetta er sagt í sambandi við vísuna Congratulations to LÖGBERG o/z its sixtieth anniversary 1 888 - 1 948 FROM WEST END’S POPULAR THEATRES ARLINGTON - ROSE - WONDERLAND Congratulations to LÖGBERG 0/2 its sixtieth anniversary 1 888 - 1948 1 1 1 r p beautq LILLIAN M. EYOLFSON Ip*-/ j-bop and HERDIS MADDIN Pr Phone 36 731 802 Ellice Ave., Winnipeg (Cor. Arlington St.) Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 VET’S REPAIR SHOP 802 SARGENT AVE. PHONE 35 510 Winnipeg, Maniloba Og hvenær sem ég hugsa um hrútinn og pækilinn: Mér er sem ég sjái hann Gísla og hann séra Ólaf minn. Nærri hvaða Austfirðingur, sem var, hefði getað gefið honum skýringuna. Mennirnir voru Gísli Hjálmarsson, síðar læknir á Höfða, og séra Ólafur Indriðason á Kolfreyjustað, faðir þeirra skáldanna Páls og Jóns Ólafssona. Voru þeir báðir góðir liðs- menn Fjölnismanna. Sumarið sem Jónas var á Austurlandi, hafa þeir eflaust sagt honum þjóðsöguna um hrútinn, sem druknaði í tjörninni í helli Skrúðsbóndans og átti að hafa fundist þar pæklaður og ætur eftir ár. Fylgdi það sögunni, að inn í hellir- inn flæði aðeins við ofsabrim og stórstreymi; gufi sjóvatnið því upp í millitíðinni og skilji seltuna eftir. — Það virðist annars næsta undarlegt, hve geisimargt, er Jónas og kvæði hans snertir, sýnist hafa verið fallið í gleymsku snemmendis. Þegar Hannesar útgáfan var prentuð, voru aðeins liðin 38 ár frá dauða hans og því að sjálfsögðu fjöldi af samtíðarmönnum hans enn á lífi, þar á meðal að minsta kosti tveir samverkamenn hans, þeir Konráð Gíslason og Páll Melsted; enda eru sumar skýringarnar frá þeim komnar. ♦ ♦ -f Á öllum öldum hafa menn verið að spyrja: Hvað er skáld- skapur? Og að vonum hafa svörin verið margvísleg og harla ólík. Snorri Sturluson, sem kent hefir oss íslendingum að yrkja í síðastliðin sjö hundruð ^ár, segir: Tvenn eru kyn þau, er greina skáldskap allan — Mál og hættir. Jón Ólafsson sagði einhverju sinni: Skáldskapur er þrent: 1 fyrsta lagi form, í öðru lagi form og í þriðja lagi form, og virðist hann með því leggja aðaláhersl- una á snið og frágang. Skáldskapur er fegurð, segir Goethe; Allur skáldskapur verður að byggjast á fegurðar hugsjóninni. Svipað er svar Coleridge: Skáldskapurinn er blómið og ilmurinn af allri mannlegri þekkingu, hugsun, ástríðum, tilfinningum og tungutaki. Shakespeare segir að skáldskapur sé annar, fegri og fullkomnari heimur innan hins verulega heims. Hann heyrði Hka steinana tala, trén syngja og sá fegurð í öllum hlutum; fór hann þar feti framar en margir af oss vilja ganga inn á. Hora- tius, sem Jónas og fleiri hafa spreytt sig á að þýða á íslenzku, segir á þá léið, að það sé skáldskapur, að þora að segja frá hlut- um og hugmyndum, eins og þeir eigi að vera, án tillits til þess sem sé, og minnir það dálítið á vísu St. G. Stephanssonar: Skáldin hafa efni á ótal fleiru, en nutu, o. s. frv. Aftur segja aðrir, að skáldskapur sé sannleikur — æðsta tegund hans verði ávalt að hafa sannleikann að undirstöðu. Enn aðrir segja: Skáldskapur er líkingamál. En í almennings hug og hjarta verður skáldskapur fyrst og fremst fögur kvæði, vel rímuð ljóð, en ekki endilega eitthvað það, sem engum hafði til hugar komið áður. Tilgangur minn var ekki sá, að tína upp öll þau svör, sem kunna að hafa verið gefin við þessari spurningu, enda fæst af þeim mér kunn, heldur vegna þess að öll skáld hafa hlotið að spyrja sjálfa sig, einhvern tíma á ævinni, samskonar spurningar, og þá auðvitað Jónas Hallgrímsson eigi síður en aðrir. Og í framkvæmdinni svaraði hann henni vel — jáfnvel betur en flest önnur íslenzk skáld. Enda þótt ágætisskáld hefðu komið á undan honum á 19. öldinni, eins og Bjarni Thorarenson og Sveinbjöm Egilsson, sem óefað var meistari Jónasar, þá setti hann í raun og veru listmet í íslenzkri ljóðagjörð, sem enginn hefir farið fram úr, þótt yrkisefnum hafi fjölgað og stefnur og áhugamál breytst. Ritdómar hans bera líka vott um það, hve háa kröfu hann gerir til skáldskapar. Hann segir t. 1., að ekk- ert sé fjarstæðara en að kalla allan kveðskap skáldskap, Annars hefir Jónasi tíðum verið láð það, hversu óhemjulegu miskunn- arleysi hann béitti rímnakveðskapinn. Sumir kenna honum jafn- vel um, að rímurnar smátt og smátt lögðust niður. Það er svo langt frá því, að þær snardæju, því fram undir síðasta tug aldarinnar voru rímur kveðnar á kvöldvökunum víðsvegar um land. Eg held að þær hafi miklu fremur lagst niður vegna þess, að skáldin með Jónas í fararbroddi og hin glæsilega fylking, sem í kjölfar hans rendi, höfðu annað og betra að bjóða. Fjölnir var hvorki svo víðlesinn né vel liðinn þá, að einn ritdómur, þó hvass væri, gæti orðið heilli grein skáldskapar að fjörlesti, ef Hamingjuóskir til LÖGBERGS \ á sextíu ára afmælinu 1888-1948 BJORNSON’S BOOK STORE 702 Sargent Ave. Winnipeg, Man. hann hefði ekki verið orðinn úr sér genginn og aftur úr tíman- um. Dómurinn um Tistrams rímur var að vísu óvæginn og hefir líka fengið marga óvæga dóma; en hann er samt svo skemti- iega og hispurslaust skrifaður og hittir naglann svo vel á höf- uðið, að enn má kalla hann fyrirmynd íslenzkra ritdóma að flestu leyti. Enginn kemst þar nær kjarnanum en Einar Bene- diktsson í innganginum að Úrvalsritum Sigurðar Breiðfjörðs; hann segir meðal annars: “Ritdóm þenna skrifaði Jónas Hallgrímsson í 3. árgang Fjölnis, og háði hann þar sannkallaðan Stóradóm yfir erfðalöst- um rímnakveðskaparins yfir höfuð, þótt Tístramsrímur væru látnar gjalda einar að mestu leyti. Væru aðeins nokkrar öfgar numdar burt, þyrfti naumast annað en breyta nafni, tilvitnun- um o. s. frv., til þess að dómurinn ætti vel við allar rímur Sig- urðar. Það er sannast að segja að ritgjörð þessi, sem yfir höfuð er óhrekjanleg frá upphafi til enda, var orð talað í tíma, og það er efalaust, að hún hefir vakið marga menn, einkum eftir á, til sannfæringar um, að nú væri nóg komið af svo góðu; ”. Jónas hafði vitanlega meiri fegurðarsmekk, þegar um skáld- skap var að ræða, heldur en allur fjöldi samtíðarmannanna, og blöskraði leirburðurinn, og mun það aðallega hafa ráðið, hve óvæginn dómurinn var um rímnakveðskapinn yfir höfuð; en af því að Sunnanpósturinn fór að tala um rímur, og gaf þannig tækifæri til frekara umtals, er ekki öldungis óhugsanlegt að þeim Fjölnismönnum hafi fundist þeir skulda Sigurði rauðan belg fyrir gráan fyrir skammakvæðið, sem Sigurður heilsaði upp á Fjölni með, fyrst er hann hóf göngu sína. Kvæðið heitir “Fjölnisrjómi” og er 10 erindi. í því er meðal annara þessi vísa: Fram úr sér hefir Fjölnir kvalið fánýtra mála þýðingar, eri efnið hafa illa valið ófimir pennaníðingar. (Framhald á bls. 10) Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1 888 - 1948 Ratchard’s CToqqerij 888 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888-1948 E. S. FELDSTED JEWELLERS 447 Porlage Ave. Winnipeg. Maniioba Congratulations to LÖGBERG o/i its sixtieth anniversary 1 888 - 1 948 INSULATIONINDUSTRIES (Haniloba) LTD. “ZONOLITE INSULATION” Phone 34 287 760 Wall Si., Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.