Lögberg - 13.11.1947, Síða 4

Lögberg - 13.11.1947, Síða 4
12 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1947 náttúrunnar og finnur svo hverri stað eftir lundareinkunum og raddblæ, eins og þegar söngstjóri skiftir niður röddum milli mis- munandi hljóðfæra eða söngvara. Þannig er vindurinn ekki aðeins vindur, né fossaniðurinn ómur hins dauða vatnskraftar, né held- ur fuglasöngurinn sérraddir hinna ýmsu fuglategunda, heldur eru þetta altsaman þættir í einni alsherjar leyndardómsfullri tón- fylkingu eða hljómkviðu. Þessarar tegundar náttúrukvæða gætir vart á íslenzku, nema ef telja mætti “Fósturjörðin fyrsta sumar- degi” eftir Sveinbjörn Egilsson, og eitthvað af þýðingum Jónasar; enda var ekki einn ritdómarinn seinn á sér að úthúða sem hrein- asta leirburði tilraun í þessa átt hjá ónefndu skáldi ekki als fyrir löngu. Þá er hin þriðja tegund náttúruljóða, og gjörir Jónas þau af snild. Skáldið dregur víðfeðma mynd og notar hana sem fjar- sýn eða baktjald þeirra stakmynda, er hann dregur úr jarð- myndunarsögunni og af útliti landsins á ýmsum tímum. Þannig er Skjaldbreiður. Hann bregður upp leifturmyndum af fjallinu og umhverfinu, en hverfur svo óðara að því, er hann sér innra í huga sér — gos, eldsumbrot, jarðskjálfta, myrkur og ösku, uns Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 Charles Reiss & Co. FUMIGATORS 372 COLONY ST. PHONE 33 529 ANDERSON BROS. Um leið og við óskum Lögbergi til heilla og hamingju á sextíu ára afmæli þess, og þökkum menningar starf það er blaðið hefir áorkað á meðal íslendinga í sextíu ár. Þá viljum við minna Argyle íslendinga og aðra, á að okkur er enn að hitta á samastað, og við erum enn sem fyr reiðubúnir að annast þarfir þeirra að því er FORD BIFREIÐAR SNERTIR. SELJA ÞEIM NÝJAR OG GJÖRA VIÐ ÞÆR GÖMLU. FIRESTONE TIRE, NORTH STAR BENZINE OG OLÍU. ANDERSON BROS. GLENBORO. MANITOBA, CANADA hraunið er runnið, landið steypt að nýju og Þingvöllur mynd- aður. Á bak við þetta finnur hann dulinn örlagaþráð, sem olh því, að þarna var meitlaður “úr bálastorku bergkastali frjálsri þjóð”. Stundum eru náttúrulýsingarnar honum umgjörð örlaga- þrunginna söguatburða, eins og í “Gunnarshólma” og “Island farsælda frán”, sem er röddin úr Gjallarhorni hins nýja tíma, er hófst með stofnun Fjölnis, Landið var fagurt — landið er enn fagurt, en ljómi fomaldarinnar lýsir aðeins sem leiftur hins liðna. Hinir ungu eiga að bregða upp ljósinu á ný. “Gunnarshólmi” er alveg einstæður að fegurð — enginn hefir getað gert neitt hon,- um líkt. Hann er það völundarhús listar og forms, sem ómögu- legt er að snúa við í — lesarinn er neyddur til að fylgja hnoðanu út úr því. Hér er ekkert spursmál um, hvort skilningur Jónasar á Njálu er réttur eða ekki. Þjóðsagan um hólminn og orð Gunn- ars, “Fögur er hlíðin”, eru honum uppistaða kvæðisins; og niður- staðan verður ættjzirðarást. “Því Gunnar vildi heldur bíða hel en horfinn vera fósturjarðarströndum”. Það dregur ekkert úr listmæti kvæðisins þó sá skilningur kunni að vera fjær sanni, en sá, er kom fram í haugsvísunni, að Gunnar vildi heldur vera “vættidraugur en vægja”. Enginn verður sann- ur listamaður, sem ekki þorir að troða sinn fáfarna stíg, þótt hann liggi út af þjóðbrautu. Þá er enn sú tegund kvæða, þar sem höfundurinn fléttar inn í lýsingar hins ytra umhverfis, leyndum þráðum úr sálarlífi sjálfs sín, endurminningum liðins tíma og atburða, og smáathugasemd- um um lífið umhverfis sig. Eru þau tíðast þannig, að önnur og dýpri meining felst undir yfirborði beinnar lýsingar eða frásagnar. Vér heyrum t. d. strax í upphafi Farmannavísna að spurningunni: “Hafaldan háa, hvað viltu mér?” er ekki eingöngu beint til út- hafsins breiða, sem blasir við sjófarendum, annars hefði hann ekki fundið, hve undiraldan gat verið köld víðar en úti á fiskimiði. Þessi eiginleiki kemur enn betur í ljós í flokknum “Á sjó og landi”. Það þarf enga djúpskygni til að sjá, að í vísunum “Eg unni mér ekki út í Máney” er ekki eingöngu átt við steinmolana, sem kunna að hafa hrunið þegar eyjan skalf. Honum mun hafa fundist, eins og svo mörgum okkar, sem dvelja langvistum fjarri æskustöðv- unum, að hann væri bringubrotinn undan grjótkastinu úr mann- lífsbjarginu. Þá er og skiljanlegt, að Tómasarhagi væri honum “Algrænn á eyðisöndum og einn til fróunar”, af því að hann var bundinn minningu vinar hans Tómasar Sæmundssonar, sem þá var látinn. Og í þeim hugleiðingum er lífið orðið honum að “Spor- drjúgum Sprengisandi”, og hann finnur ósjálfrátt til þess, að fyrir honum líka “hallar norður af”, í fleiru en einum skilningi. Vís- urnar “Enginn grætur íslending” eftir Jónas og “Yfir kaldan eyðisand” eftir Kristján Jónsson, hafa af ýmsum verið taldar há- mark íslenzks þunglyndis. En spursmál er, hvort dýpra sálmyrk- ur birtist nokkursstaðar en í “Ólafsvíkurenni”. Annars vegar er ólgandi hafið, á hina hliðina ókleyft bjargið, og hann spyr: Hvort á nú heldur að halda í hamarinn svartan inn, ellegar út betur — til þín, Eggert, kunningi minn? Og hann hættir þama eins og allir sannir listamenn, og lætur lesarann svara spurningunni eins og honum best þóknast. Eg hefi nú drepið á flest merkustu náttúruljóð Jónasar, nema ef til þeirra skyldi telja sólarljóðin mörgu, sem áður var laus- lega getið. Enginn íslendingur hefir fegur kveðið til sólarinnar og ljóssins, nema hinn óþekti höfundur sólarljóða í Eddukvæð- unum. Dýrðlegri ljóð til föður ljóssins mun erfitt að finna. Eg get ekki stilt mig um, að tilfæra fáein smábrot úr þessum kvæð- um, því það bregður upp sannri leiftrum af þeim, en mér er unt að gera: Hví und úfnum öldubakka sjónir indælar seinkar þú að fela blíða ljós? — og Bláa vegu brosfögur sól gengur glöðu skini. Eða úr sólsetursljóðum: Halla þú, röðull, höfði skínanda, bráhýr, brosfagur að brjósti Ránar, og Blessuð, margblessuð, ó, blíða sól! Drag nú hið blástirnda, blysum leiftranda sólartjald saman yfir sæng þinni o.s.frv. Reyndar er þetta kvæði alt svo jafn fagurt, að engin lína eða vísa má úr falla. Sama má segja um vísuparta um sólina í sum- um þýddu kvæðunum, sem bera líka á sér lítinn þýðingarbrag, t. d. “Úr kvæðum Ossians”, og víðar. Enn eru fleiri hliðar á skáld- skap Jónasar sem fæstum verð- ur nokkurn tíma að minnast á, sem sem Mannúðar- eða Samúð- arkvæðin með þeim, sem minni máttar eru; var hann víst einn hinn fyrsti íslendingur, sem orti þau. Dæmi: Grátitlingurinn, Óhræsið o. fl. Þá eru skop- og gletniskvæðin. Gletnin fer hon- um alstaðar vel, og er eins og aukið krydd í mat, jafnvel inn- an um þunglyndið. Skop og háð er þó mun hæfnara í sundur- lausu ritunum en jafnvel í kvæð unum, og verður minst á það síðar. Síðast en ekki síst kem ég að ástarkvæðunum. Táhreinni og ó- Við tökum ofan fyrir íslendingum og óskum þeim til haminju með fyrirtæki sín, en þó einkum með viku blaðið Lög- berg sem á sitt Sextíu ára afmæli í þess- um mánuði. • 5 KcrtJ'mod MAUHIE BYRNE CAVALIER. NORTH DAKOTA '"7/te Stone." veraldlegri ástarkvæði hefir víst enginn kveðið. Hannes Haf- stein kvartar undan því, að hann lýsi hvergi líkmalegri fegurð nema í einu kvæði, sem hann telur stælt eftir Heine. Honum sást yfir vísuna ”Mín er meyjan væna”, sem er eingöngu útvortis lýs- ing. En að þessu undanskildu minnist Jónas ekki á kossavotar varir, mjaðmir eða mitti. Ekki eru þar heldur háværir svardagar um óslökkvandi eld ástarinnar, né sætbeiska eiturbikara, er skáldið kveðst fegið vilja drekka í botn og hníga dauður á eftir að fót- um unnustunnar. Þar er ekki heldur orð um ástir í meinum. Nei, hinn innilegi hreinleiki ástar Jónasar liggur einmitt hálfsagður í milli línanna, og þeir einir finna það, sem líkt eru sinnaðir. Skal aðeins nefna Ásta, Söknuður og síðast en ekki síst hið angur- blíða og drifhvíta kvæði Ferðalok, þar sem engin holdleg hugs- un kemst í námunda við. “Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda, sem unnast, fær aldreigi eilífð að skilið”. Áður en ég lýk þessum hugleiðingum um ljóðagjörð Jónasar, langar mig til að fara nokkrum orðum um orðbragð hans og mál- fegurð. Hann er þar sem í fleiru svo langt á undan flestum öðr- um, að segja má með sanni, að haxm fari aldrei of langt eða of skamt. Hann viðhefur hin óvanalegustu orðatiltæki, en verður þó aldrei sérviskulegur eða skrúfaður. Hann brúkar líka algengast? (Framhald á bls. 14) Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1888 - 1948 Thor’s Qift Shop SELKIRK MANITOBA Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 Jo-Ann Teauty Shoppe 693 SARGENT AVE. WINNIPEG. MAN. DRAGIÐ KORN YÐAR TIL KORNHLAÐA N. M. PATERSON & (0. LTD. í CYPRESS RIVER, HOLLAND OG SWAN LAKE Með þökk . . . og beztu óskum til íslendinga á sextugs ára afmæli blaðs þeirra Lögbergs. N. M. PATERSON & C0. LTD. 609 Grain Exchange Building, Winnipeg. Canada

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.