Lögberg - 20.11.1947, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. NÓVEMBER, 1947
--------Hogberg-----------------------
GrefiC út hvern flmtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 f'-arg«nt Ave., Winnipeg, Manirtoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOGBERG
1»B Sarjrent Ave., Winnipeg, Man
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verö $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
Th« "Lftgberg" ia printed and pubiiahed by
Th« Columbia Preaa, Limited, 695 Sargent
Avenua, 'Winnlpeg, Manitoba, Canada
Authorized as-S>cond Class Mail.
Post Office Dept., Ottawa.
PHONE Í1 »04
Bókmenntir
i.
Charles Thorsou:
Keeko, barnabók með teiknimyndum,
VVilcox og Follett. — Chicago, III., 1947.
Undanfarinn hálfsmánaðartíma hafa
verið til sýnis í verzlun T. Eaton félags-
ins hér í borginni teikningar, sérstæð-
ar og athyglisverðar, eftir hinn kunna
dráttlistar- og hugsjónamann, Charles
Thorson, ásamt myndskreyttri barna-
bók, er hann hefir að öllu leyti samið;
textinn er afkvæmi hans eigin ímynd-
unarafls. og myndirnar .hefir hann
teiknað sjálfur; bókin er með ágætum,
vönduð að frágangi, myndirnar sumar
hverjar litprentaðar á fallegan og
sterkan pappír.
Þetta er fyrsta barnabókin, er Char-
les Thorson hefir samið; en þó hér sé í
þröngri merkingu um byrjandabók að
ræða, eða frumsmíð höfundarins, þá
ber hún engu að síður á sér hugkvæmni
og handbragð þroskaðs listamanns,
sem fer sínar eigin götur og kveður sér-
hljóðs upp á eigin ábyrgð; svona eiga
sýslumenn að vera, segir hið forn-
kreðna.
Söguhetjan er Indíánadrengur, —
Keeko að nafni, — ljúfur, lítill hnokki;
hann á sér marga vini; öll litlu dýrin
eru vinir hans; hann skilur þau og þau
skilja hann; litli Keeko heimsækir þau
daglega í skóginum, og hann gengur
með þeim að leikjum; þau fræða hann
um dultöfra skógarins og opna honum
innsýn í margt það, sem hulins-hjálmur
áður hvíldi yfir; í sögunni eru einnig
persónugerfingar, svo sem Happy
Jack Cottontail, Eddie Eagle og Meany
Cat, er eltir Keeko litla eins og skugg-
inn og kemur honum í eina klípuna af
ahnari; svipbrigðin, sem koma fram
hjá litlu dýrunum, er höfundur dregur
myndir af, eru svo ljóslifandi og eðlileg,
að þau spegla sálræn sérkenni þeirra
og tilfinningalíf.
Þessi nýja barnabók Charles Thor-
sons, er um margt frábrugðin öðrum
barnabókum, og þá ekki sízt vegna
þess, hve línurnar, sem tákna vitundar
líf dýranna, líkjast mannlegum svip-
brigðum. Með áminstri barnabók, sem
gefin er út í 160 þúsund eintökum, hefir
Charles Thorson eigi aðeins stóraukið
á sinn eigín veg sem frumlegur lista-
maður, heldur má þess og fyllilega
vænta, að íslenzki þjóðstofninn í heild,
hljóti af fremdarverkum hans, mikla
sæmd.
Nú mun Charles Thorson þegar hafa
í smíðum aðra barnabók, þar sem Eski-
móadrengur verður aðalsöguhetjan, og
eftir því hve vel tókst til um Keeko,
mun næstu bókarinnar verða beðið
með óþreyju.
Börn, sem enn eru eigi orðin læs,
munu verða ósegjanlegrar ánægju að-
njótandi af því að horfa á myndirnar í
Keeko, hvað þá heldur þau, sem lengra
eru á veg komin, og vegna þeirrar frum
legu listar, sem bókin býr yfir, á hún
einnig mikilvægt erindi til fullorðna
fólksins.
Keeko er tilvalin jólagjöf handa
börnum; hún er alveg ótrúlega ódýr og
kostar ekki nema $1.29 í skrautlegu
bandi; pantanir sendist bókadeild T.
Eaton verzlunarinnar í smásölubúð
hennar á Portage og Hargrave, Winni-
peg. — Listamaðurinn vann um hríð
hjá Walt Disney í Hollywood, og þar
gerði hann hinar frægu teikningar af
Mjallhvít og dvergunum sjö.
Charles Thorson er albróðir Hon. J.
T. Thorson, fyrrum ráðherra, og núver-
andi forseta fjármálaréttarins í Canada
n.
Þóroddur Guðmundsson frá Sandi:
Villiflug, Ljóð- Akureyri, 1946
*
Höfundur þessarar ljóðabókar, Þór-
oddur Guðmundsson frá Sandi í Suður-
Þingeyjarsýslu, sýndi ritstjóra Lögbergs
þá góðvild, að senda honum með eigin
handar áritun hinna prýðilegu ljóðabók
sína “Villiflug”, sem út kom á Akureyri
í fyrra á kostnað Pálma H. Jónssonar;
áður hafði höfundur sent frá sér smá-
sagnakver, “Skýjadans”, er hlaut eink-
ar lofsamlega dóma; nokkur kvæði eft-
ir Þórodd höfðu jafnframt birzt í
blöðum og tímaritum, svo sem hið
skrautlega og innviðastyrka ljóð hans
“Dyrfjöll”, er Lögberg eigi alls fyrir
löngu, endurprentaði úr Eimreiðinni;
nú koma ljóð hans í fyrsta skipti fyrir
almenningssjónir í bókarformi, og
verður þá miklu hægara um vik fyrir
lesendur, að átta sig á sérkennum
þeirra og sannmeta gildi þeirra, kosti
þeirra og galla, því eins og svo víða
brennur við, eru kvæðin upp og ofan,
nokkuð misjöfn að gæðum; sum hreint
og beint ágæt, en önnur veigaminni.
Þóroddur er sonur stórskáldsins Guð
mundar Friðjónssonar frá Sandi, og er
því sízt að undra þótt honum kippi
nokkuð í kyn; sum kvæðin sverja sig
auðsæilega í Sandsættina, þótt í fleiri
tilfellum hafi höfundi lánast, að hefja
sig til sjálfstæðs flugs.
Þóroddur, þótt Þingeyingur sé, og
ræktarsamur við heimahaga, hefir tek
ið sérstöku ástfóstri við Austurland, en
þar hefir hann dvalið við kenslu, og
þangað hefir hann sótt sum langfeg-
urstu yrkisefni sín, eins og kvæðin
Austurland og Dyrfjöll bera svo glögg
merki um; annars eru yrkisefni hans
harla fjölbreytt; fagurlega yrkir hann
um móður sína og föður sinn látinn; þá
andar og frá kvæðinu Núpasveit, fögr-
um, ljóðrænum blæ, en síðasta vísan
er á þessa leið:
“Þegar moldin andar ilmi
áfengum úr hverjum reit,
í Öxarfjarðar undralöndum
er þá hlýrra en margur veit.
Öðrum stöðum fríðum fegri
finst mér litla Núpasveit”.
Þá er og kvæðið “Skýjaskipin”, engu
síður íhyglisvert sakir hinnar vængj-
uðu hrynjandi og hins slípaða málfars;
þessu til sönnunar verða birt hér
fyrstu tvö erindin:
“Steypist hátt af heiðabrúnum
hófaljón með glófbleikt fax.
Sækir hart mót stríðum straumi
sterkur, silfurbúinn lax.
Hertýr sá, er háði einvíg
hefir .sliðrað biturt sax.
Sækir burt á svörtum nökkva
siklingur með drifhvítt hár.
Stirnir enn á steinda brynju,
stóra skör og yglibrár.
Ofurmáttur hans er horfinn,
hrynja af augum freðin tár”.
Þetta er fagur skáldskapur, laus við
væmni og tepruskap. Kvæðið “Villi-
flug”, er táknrænt upp á lífsskoðun
höfundarins og afstöðu hans til söngs
og ljóðs, og vegna þess verður hér birt
fyrsta erindið og hið síðasta:
“Eg get ei unað gráum hversdagsleik,
né glaumi veizlusals með dimmum
skuggum,
þótt blakti ljós á brunnum lampakveik
og bleikir logar sindri þar í gluggum.
“Eg harma sízt, en heimur játa þér,
að hafi tíðum nornir veg mér bannað.
þótt fjaðrir skorti — fyrirgefðu mér —
ég flýg á leið með svönum, get ei annað”
I
Höfundurinn kemur vissulega í síð-
ustu ljóðlínum hins síðara erindis til
dyranna eins og hann er klæddur, því
svo er söngþrá hans rík, að hann á ekki
annars úrkosta, getur ekki annað, en
flogið á leið með svönum, til þess að
svala hljóm- og ljóðþyrstri sál.
Ljóð Þórodds Guðmundssonar mót-
ast af drengskapar hugsjónum og tigin
bornu málfari; þau eru holl lestur fólki
á öllum aldri.
\
Frumherjinn Kristján Samuelson
Landnám íslendinga í Garðar
bygð í Norður Dakota, hófst á
þann hátt, að tveir einhleypir
menn ánöfnuðu sér þar landar-
eign, haustið 1879. J>á var landið
enn ómælt, svo formlega urðu
löndin ekki numin fyr en seinni
part sumarsins 1880, þá land-
mælingum var lokið. En í júní-
mánuði þetta sumar kom land-
nemahópur frá íslenzku nýlend
unni í Minnesota, og settist að.
Síðar um sumarið kom annar
hópur Islendinga, sunnan frá
Wisconsin, og tók sér bólfestu í
bygðinni. Má vera að einnig hafi
komið fólk víðar að.
/ .
t ♦ ♦ ♦’ ♦ ♦ ♦
I Minnesota-hópnum svokall-
aða, var ungur maður, en full-
tíða, er Kristján hét Samuelson.
Hann nam land nálega tvær
mílur austur frá Garðar-póst-
húsi. Er hann réttilega talinn
einn af allra fyrstu frumherj-
um bygðarinnar. Þegar hann
lést 2. október, síðastliðinn, gekk
til moldar hinn síðasti þeirra
manna, er fullorðnir voru í
fyrsta landnemahópnum.
Kristján, eldri sonur hjónanna
Samúels Eiríkssonar, Jónssonar,
og Guðlaugar Brandsdóttur,
Ormssonar, var fæddur í Hvíta-
4 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
dal í Dalasýslu, 16. desember
1854. Sex ára að aldri fluttist
hann með foreldrum sínum að
Máskeldu í sömu sýslu. Þar var
hann uppalinn, og þar dvaldi
hann þangað til árið 1878, er
hann fór til Ameríku. Fyrsta ár-
ið sitt í þessari álfu var hann
í Toronto, Canada. Að því liðnu
hélt hann suður í Bandaríki, til
hinnar nýmynduðu íslenzka ný-
lendu við Minneota, Minnesota,
og dvaldi þar árlangt. — Þaðan
fór hann með Minnesota-hópn-
um, áðurnefnda, í landaleit til
nýlendunnar, er Islendingar
voru þá að stofna í Dakota
Territory og settist þar að.
♦
TIL SIGURÐAR SIGURÐSSONAR
Ashern, Manitoba, á sjöiíu ára
afmæli hans 1 1. október, 1947
Hefir nú með hýrar brá,
Heita, slétta vanga
Sér að baki sjötíu ár
Siggi á Bárutanga.
Ásjón hans við örðugt var
Aldrei gjarnt að beyglast;
Heita þrá í huga bar
Hrukkulaus að speglast.
- \
Hann á lífsins hörðu ferð,
Hér að fornri lenzku,
Lagði stund á ljóðagerð,
Leik og bogamennsku.
Listir mest til þarfa þjóð
Þreytti hann og æfði.
Marks því ekki misti ljóð;
Markið örin hæfði.
Lærði hann að löngum felst
Lán í örskotshelgi.
Engum slíkum vitring velst
Vist í ellibelgi.
Sjötíu ára æskumann
Engan vissi ég frárri,
Fáa vinna eins vel og hann,
Varla nokkurn knárri.
Þörf var honum einatt á
Öllum halda kostum,
Sér til bjargar brýnu’ að slá
Bæði í hita og frostum.
Ef í bú var björgin send
Beint — án allra rauna,
Átti Siggi góðri grend
Greiða þann að launa.
/ Er það landsins elzta trú:
Auði slíkra gjafa
Muni andinn Manitú
Mildur valdið hafa.
•
Eyja skrúðug skreytir mar
Skamt frá Bárutanga.
Sá, er býr í sölum þar,
Sést á vatni ganga.
Þar á andinn ómasafn,
Iðustrauma hópa.
Þaðan fékk sitt fræga nafn
Fylkið Manitóba.
Þessi fyrsti landsins lorð
Lætur örugt fljóta
Menn á veiðivatnastorð,
Vilji þeir hann blóta.
Eins og milli stúlku og staups
Stæði Siggi í draumi,
Bað hann guð um brauð til kaups,
Blótaði hinn í laumi.
Fanst þeim anda fyrirmynd,
Framast hlutgeng vera
Þessi eina Sigga synd,
Sem er létt að bera.
✓
Siggi í nánd við niðinn hans
Njóti sinnar snilli,
Öðlist sjötugs æskumanns
Ungra kvenna hylli.
Njóti hann einkum ástarþels
Eiginkonu og barna!
Fær af birtu fagrahvels
Fegurð, sérhver stjarna.
Guttormur J. G.
♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
I Garðarbygð bjó Kristján
öll sín búskaparár, fyrst á land-
námi sínu til ársins 1905, er
hann keypti aðra bújörð mjög
skamt frá Garðar-bæ. Þar bjó
hann til ársins 1915, er hann brá
búi, og settist að í snotru húsi
sem hann hafði byggt sér í bæn-
um. Árið 1941, breytti hann enn
um bústað og flutti ásamt konu
sinni til dóttur sinnar og tengda
sonar, þeirra Mr. og Mrs. H. W.
(Framh. á bls. 8)
BYGG-
BUENDUR !
pessi augli/sing er birt aO fgrirmœlum
BARLEY
IMPROVEMENT
INSTITUTE
og fyrir atbeina Brewing and Malting
Industries of Canada