Lögberg - 20.11.1947, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. NÓVEMBER, 1947
(Ensk saga)
HVER VAR
ERFINGINN?
G. E. EYFORD, þýddi
—
Máltíðin var búin og matnum lianda
Fred var haldið heitum, en árangurs-
laust. '
* Eftir máltíðina var þögn dálitla stund,
þar til Mrs. Lamonte stóð upp, hún
hafði hlýja samhygð með Dora, sem
henni þótti svo vænt um, og hún skildi
hennar sorgmæddu þrá, og vorkenndi
henni.
“Eg get ekki skilið hvað hefir tafið
hann’, sagði hún, er þær voru orðnar
einar sér; “ef það væri einhver annar
en Fred, væri ég hrædd um hann — en
úr því það er hann, er ég ekki hrædd.
F»að er sléttur vegur hingað frá Dilling-
ham, og hann er ágætis reiðmaður.”
“Kannske”, sagði Dora og horfði í eld-
inn, kannske Miss Rusley hafi neytt
hann til að borða kvöldverð þar, og
hann komi ekki fyr en seinna.”
“Já, það er einmitt það”, sagði Mrs.
Lamonte. “Hann kemur áreiðanlega og
gerir heilmikið veður um, hvað hafi
tafið sig.
Dora hlustaði á þetta og gladdist við
það. —
Svo kom George inn — læðulegur að
hann nærri því var búinn að gera þær
hræddar. Hann kysti móðir sína.
“Það er í morgunverðar-herberginu
nokkuð sem ég kom með frá London;
viljið þið sjá það?”
Mrs. Lamonte stóð upp. “Vertu kyrr,
Dora, ég kem strax aftur”.
Dora kinkaði kolli og settist við borð-
ið. George stóð við eldstæðið, hann hélt
annari hendinni, glærri og gagnsæri
við eldinn, en sneri sér að Dora, og
horfði á hana með hálflokuðum og
lymskulegum augum. Hann hafði hjart-
slátt, og var allur óstyrkur; hann bar
sig að eins og eitthvað lægi honum
þungt á hjarta.
Með annari hendinni var hann að
þreifa á bréfi Freds, sem hann hafði í
vasa sínum. Eftir litla þögn sagði hann:
“Það er kaldur vindur í kvöld”, sagði
hann, eins og hugsunarlaust. “Fred
sagði í morgun að vindurinn hefði snúið
sér”.
“Fred”, sagði Dora, og leit upp og
roðnaði. “Hefir þú séð hann? Hefir þú
verið á Dillingham Court?”
George hnyklaði brýrnar, eins og
hann ásakaði sig fyrir að hafa sagt eitt-
hvað, sem ekki átti að segja.
“Nei — nei”, sagði hann eins og hik-
andi. “Nei, ég sá hann í London. Hann
er ekki á Dillingham Court”.
“Ekki á Dillingham Court?” sagði
Dora, stein hissa; “hvernig á ég að
skilja þetta? Hann er þá, vona ég, ekki
veikur?”
George sneri sér að eldinum, og beit
saman vörunum.
“Nei, hann er ekki veikur”, svaraði
hann.
“En því kemur hann þá ekki hingað?”
spurði hún.
George þagði. Hún horfði á hans
bleika andlit, stóð á fætur og gekk til
hans.
“Þú hefir eitthvað að segja mér”,
sagði hún og og lagði hendina á hand-
legg hans. Svo spurði hún í lágum og
hikandi málróm:
“Hvað er það? Viltu segja mér það?
Er það nokkuð í sambandi við Miss
Rusley? Er hún á Dillingham Court?”
“Já, hún er þaf”, svaraði hann stutt,
“og hún er alfrísk, held ég”.
“Það hefir þá eitthvað komið fyrir
Fred?” sagði hún í skjálfandi róm. “Því
segir þú mér það ekki?”
Efinn gerði hana æsta.
“Eg skal segja þér, að hann er, að ég
held frískur”, sagði hann stutt; “eða
hann var það er ég skildi við hann; ég
borðaði kvöldverð með honum í gær-
kvöld, og hann veitti ríkmannlega”.
“Þú ert reiður við hann! Hvað hefir
hann gert til þess, þú þurfir að vera
það?”
Hann lyfti hendi hennar, og lét hana
svo falla, eins og hann væri miður sín
af sorg.
“Hvað hefir hann gert?” endurtók
hann, eins og við sig sjálfan. “Eg hefi
ekki orð til að lýsa því, eins og það er,
vesalings Dora!”
Og hann sneri sér að henni og lagði
hendina, eins og hughreystandi á hand-
legg hennar.
Dora veitti því enga eftirtekt.
“Segðu mér”, stundi hún upp. “Segðu
mér það strax!”
George leiddi hana til sætis á lágan
stól og stóð yfir henni, eins og hann
vildi hughreysta hana, og hélt hendinni
á handlegg hennar.
“Já, ég verð að segja þér það”, sagði
hann í lágum og blíðum róm. “Eg vildi
óska; að svo sárt og pínandi erindi
hefði ekki fallið á mig að skila. Kæra
Dora! Þú verður að reyna að vera ró-
leg — ég veit, þú ert huguð og sterk;
þú verður að safna allri orku þinni til
að geta staðist að heyra það, sem ég
er neyddur til að segja þér — ég, sem
vildi gefa líf mitt til að geta forðað þér
frá að heyra það.”
“Segðu mér það”, sagði hún og var
orðin nábleik í andliti; “er það eitthvað
í sambandi við Fred?”
Já,” sagði hann, “það er —”
“Hann er dáinn!” stamaði hún, og
augun lokuðust, og hún nötraði eins og
hrísla.
“Betra að Guð hefði tekið hann áður
en þetta kom fyrir”, sagði George í
lágum róm. “Nei, ég hefi sagt þér sann-
leikann ; hann var vel frískur þegar ég
skildi við hann. — Guð fyrirgefi honum
— hann var líka óvenju sæll”.
Dora dró þungt andann og brosti
sorglega.
“Hvað hefurðu að segja um hann,
sem er sva hræðilegt, fyrst hann er lif-
andi og hamingjusamur?”
“Hann er lifandi, en hann getur ver-
ið þér dauður, kæra Dora”, sagði
George. v
“Mér dauður!” endurtók. hún, eins og
fyndi enga meiningu í þessum orðum.
“Mér dauður! Eg skil þetta ekki”.
George stóð þar þegjandi með vork-
unsemislátbragð, og sorgarsvip á and-
litinu; þá var eins og Dora dytti nokkuð
í hug.
“Segðu það einu sinni enn”, sagði
hún. “Er það meiningin að hann hafi
yfirgefið mig?”
George stóð þegjandi með niðurlútt
höfuð. Dora þagði eitt augnablik, og
sagði svo:
“Það er ekki satt!”
George hrökk við. N
“Betur að það væri ekki satt”,
nöldraði hann.
“Farin frá mér! Yfirgefið mig án þess
að segja eitt einasta orð”, sagði hún.
“Geturðu ímyndað þér, að ég trúi því?”
“Nei”, svaraði hann, það mundi eng-
in trúa svo þrælslegum svikum, nema
hann hefði sönnun fyrir því”.
“Sönnun”, endurtók hún í veikum
róm, og það var sem hjartað í brjósti
hennar stöðvaðist. “Sannanir! Gefðu
mér þær!”
George tók bréfið með hægð upp úr
vasa sínum, eins og haann gerði það
nauöugur.
Dora sá það og fór að skjálfa.
“Það er frá honum, fáðu mér það”,
og hún rétti út hendina.
George tók hendi hennar og hélt
henni eitt augnablik.
“Bíddu við, fyrir Guðs skuld, bíddu
við!” sagði hann, auðsjáanlega í mikilli
geðshræringu. “Eg ætlaði að opna það
og gefa þér skýringu á því og —”.
“Láttu mig fá það”, var það eina sem
hún sagði.
“Taktu það þá”, sagði George með
skjálfta í rómnum. “Taktu það; æ, bara
að hann hefði fengið einhvern annan til
að fara með það.” Dóra tók bréfið og
gekk hægt yfir gólfið. Hún stóð þar litla
stund, eins og hún væri að safna kröft-
um til þess að opna bréfið.
Loksins, eftir það sem George fanst,
allt kvöldið, opnaði hún bréfið og las
það, ekki einu sinni, heldur þrisvar sinn-
um, eins og hún vildi prenta hverja línu
á hjarta sitt, svo gekk hún að eldstæð-
inu.
George sneri sér við, og með undrunar
upphrópun yfir hennar breytta útliti, fór
hann til hennar; en hún bandaði honum
frá sér með hendinni.
Breytt! Ekki einungis í andliti, heldur
og í huga. Fyrir augnabliki síðan hafði
hún verið mild, þólinmóð, en kvíðandi
stúlka, en nú var hún smáð og yfirgefin
kona.
“Þakka þér fyrir,” sagði hún, og orðin
féllu af vörum hennar sem ís.” Þú talaðir
um að gefa skýringu. Viltu skýra fyrir
mér alt sem þú v e is t þessu viðvikj-
andi?”
“Mín kæra — ekki núna”, sagði
hann. “Á morgun —”
En hún tók fram í fyrir honum með
brosi, sem næstum var hræöilegt að
sjá, því hún var í miklum efa, og næst-
um því óeðlilega róleg.
“Eg krefst þess”.
“Það er auðvelt að gera grein fyrir
því”, sagði George.
“Hans var freistað, og hann lét und-
an freistingunni. Hann hefir selt æru
sína fyrir gull. Spurðu mig ekki meira”.
Dora dró þungt andann.
“Það þarf ekki að vera”, sagði Dora.
“Þú meinar, að hann hafi yfirgefið mig,
af því ég er fátæk, og snúið sér til Miss
Rusley, af því hún er rík?”
George sneri sér frá henni og stundi
þungan.
Dora horfði á hann sem snöggvast,
svo settist hún við borðið.
“Viltu fá þér te?” spurði hún rólega.
George hrökk vi ðog leit á hana. Hún
hafði tekið þessu með styrkari hendi
en hann bjóst við. Herra Guð! Getur
það verið mögulegt, að hún tæki sér
þetta ekki nærri — að hún, er til kom,
hafi ekki elskað Fred! Og viltur fögn-
uður hreyfði sér í hjarta hans.
“Ó, hvað það gleður mig, að þú get-
ur tekið svona svívirðilegri aðferð með
fyrirlitningu”, sagði hann.
Hún horfði á hann með undarlegu
brosi á andlitinu, og rétti honum te-
bolla. En er hendi hennar kom nálægt
hans, datt bollinn og brotnaði, og hún
féll aftur á bak, eins og helslegin.
Þetta sama kvöld stóð Miss Edith
Rusley í samkvæmissalnum á Dilling-
ham Court. Hún var búin í sitt besta
skart, með gull og demanta. Það voru
margir gestir þar, og gleðskapur
mikill.
Eins og vanalega var hún umkringd
aðdáendum; sökum fríðleiks síns, ætt-
ar og auðæfa; hún var drottning í sam-
kvæmislífinu; og aldrei hafði hún verið
ásjálegri en nú. Öllum hefði hlotið að
koma saman um, að ef nokkur kona í
heiminum væri hamingjusöm, þá væri
það hún.
Og þó, undir allri þessari fegurð og
skrauti, sló sjúkt hjarta. Allir herrarnir
hópuðust kringum hana; hinn einasti
af þeim sem boðnir voru, og ekki kom,
var fátækur, ungur maður án nafnbót-
ar og stöðu. Hún hefði með ánægju
viljað láta hina alla fara, ef hann væri
komin; því hann hafði sigrað hjarta
hennar. Frá því um miðjan dag hafði
hún vonast eftir honum. Hún hafði,
eins og Dora, verið stöðugt að líta á
klukkuna, og telja mínúturnar, en
hann var ekki kominn, og nú varð hún
að leyna sorg sinni og vonbrigðum,
undir grímu gleðskapar og ánægju. —
Hún varð að beita öllu sínu viljaþreki
til að fá hann út úr huga sínum. En
augu hennar og eyru, vildu ekki hlýða
fyrirskipunum viljans; það var beðið, og
allt í einu sá hún einhvern standa í
dyrunum.
Það var ekki karlmaður. Það var
Gladys Holcomb — Della Brovn.
Engin af gestunum sá neina breyt-
ingu á brosi Miss Ediths, né gat sér til
um, því hún lét samkvæmið enda svona
snemma, og svo óvanalega. Föl og ró-
leg gekk hún til Gladys og fylgdi henni
út í ganginn.
“Er hann kominn?” spurði hún í
hljóði.
“Nei”, sagðli stúlkan. “Ehi þar sem
þú, Miss Rusley beiddir mig um að láta
þig vi.ta um komu Mr. Hamiltons, hélt
ég að best væri að fá þér þetta bréf”.
Edith meira hrifsaði það en tók við
því. —
“Þú gerðir rétt í því”, sagði hún.
Hún opnaði bréfið með skjálfandi
hendi og las það:
“Kæra Miss Edith! Mér þykir fyrir
því, að ég get ekki komið, eins og um
var talað. Það hefir komið nokkuð
sorglegt fyrir mig, og ég get ekki farið
farið úr London.
Með einlægri vinsemd”.
Fred Hamilton.
Hún horfði nærri því í heila mínútu
á þessar fáu línur, svo þrýsti hún bréf-
inu að vörum sér; en þá tók hún eftir
því að Gladys Holcomb stóð ekki langt
frá sér.
“Því beiðstu hér?” spurði Edith
reið.
Gladys ætlaði *að fara, en var kölluð
til baka.
“Bíddu”, sagði húsmóðir hennar.
“Þú verður að afsaka mig. Eg fer til
London í fyrramálið með fyrstu járn-
brautarlestinni. Geturðu haft allt tilbú-
ið, sem ég þarf með til ferðarinnar?”
Gladys kinkaði kolli og sagði já.
“Og — og — þú þarft ekki að bíða
eftir mér”, sagði Miss Edith.
“Þakka fyrir”, sagði Gladys rólega
og fór.
34. Kafli.
Það var liðið nær jólum, og allir í
London sem áttu heimili, eða búgarða
úti á landi, voru að búa sig undir að
fara þangað, þó voru rnargir sem kom-
ust að þeirri niðurstöðu að vera í borg-
inni um hátíðina og njóta þar skemt-
ana. Meðal þeirra var Miss Edith
Rusley, þó hún ætti tvo eða þj’já stóra
herragarða, þar sem hún gat safnað að
sér gestum, vildi hún þó heldur, af viss-
um ástæðum, vera í borginni um jóhn.
Hún hefir kanske hugsað eins og
Edward Newton, að það væri enginn
staður sem jafnast á við London, auk
þess hélt hann að besti staðurinn í
London væri Lane Court, þar var hann
allar árstíðir, nema kanske tveggja
vikna tíma að sumrinu. Þar sat hann
öll vetrarkvöld og skrifaði skjöl.
En það var orðin breyting á þessum
manni, sem var áberandi. Hann leit
unglegri út en áður. í staðinn fyrir að
vera þreyttur og annars hugar, meðan
hann var að leita eftir Gladys Holcomb,
var nú komin vonar- og áræðissvipur
á hann, sem ekki leyndist. Herbergið
hans var breitt; það var allt nettara
þar og í meiri röð og reglu. Nú voru ekki
stólarnir fullir með bækur Freds,
vindlakassa og hanska. Kanske að
Newton saknaði þess, því nú leit hann
oftar upp frá verki sínu og horfði yfir
stofuna og dæsti. Hann fór oft inn í
svefnherbergi Freds, sem var við hlið-
ina á hans svefnherbergi, nú var það
ekki í því ástandi sem það var vant að
vera — nú var þar allt í röð og reglu og
— mannlaust.
Newton varpaði þá oft mæðilega
öndinni og sagði við sjálfan sig: “Vesa-
lings Fred!” Svo gekk hann að skrif-
borðinu sínu, dró þar út skúffu og tók
upp medalíu og horfði lengi og alvar-
lega á mynd, sem var geymd þar. And-
lit, sem líktist Gladys Holcomb; eftir
að hann hafði haldið myndinni fyrir
augum sér. ofurlitla stund, fór hann
aftur að skrifa. Þetta kvöld hafði hann
hvað eftir annað verið inni í auða her-
berginu og skoðað myndina, því honum
leiddist og hefði viljað gefa mikið til
þess að heyra fótatak Freds í stigan-
um. —
“Vesalings Fred! Hvar er hann?”
sagði hann við sig sjálfan. Það voru
liðnir fleiri mánuðir, síðan hann fann á
skrifborðinu sínu fáeinar línur frá
Fred, — síðustu kveðju eins og Fred
orðaði það. Það meinti, að hann var
hjálparlaus og örvinglaður. Hvert Fred
hafði farið, vissi enginn, ekki einu sinni
okurkarlinn, sem leitaði hans alstaðar,
en fann hann ekki. Miss Edith hafði
ekki heldur neina hugmynd um, hvar
hann væri.
Hún var komin aftur frá Dillingham
Court til London; en hún kom of seint
til að ná í hann, of seint til að fá að
heyra frá honum sjálfum, hvaða sorg
og mótlæti það væri, sem hann hafði
talað um í bréfinu til hennar. Hún gat
ekki heldur fengið neinar upplýsingar
hjá Newton. Hann gat bara sagt henni,
að trúlofun Freds og Dora, væri upp-
hafin, og að Fred hefði sagt henni upp,
en af hverju vissi hann ekki — það var
ómögulegt að geta til þess. Þetta voru
þær einu upplýsingar sem hann gat
gefið.
“Þú varst hans besti vinur”, sagði
hún við Newton; “geturðu ekki hugsað
þér einhvern stað, sem er líklegt að
hann hafi farið til?”
Newton hristi höfuðið.
“Nei, ég get ekki einu sinni getið
neins til um það”, sagði hann. “Honum
leið afar illa, svo vansæll, að ég hafði
aldrei séð hann þvílíkan áður; stundum
talaði hann um að fara í herinn. Hann
var í miklum vandræðum”.
“Peninga vandræðum?” spurði Miss
Edith.
“Já”, svaraði Newton; hún var setst
í stól Newtons og neri saman höndun-
um. —