Lögberg - 20.11.1947, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. NÓVEMBER, 1947
5
/ÍHLGAMÁI
• LVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Mr. og Mrs. George Preston White, þar sem þau eru að
hjálpa Betty dóttur sinni við að raða í ferðatöskuna
Sextán ára íslenzk stúlka þiggur
heimboð frá brezku konungshjónunum
Tígin brúðhjón
Allur heimurinn dáir elsk-
endur. — Þetta er gamalt orð-
tak, sem má til sanns vegar
færa. Allir hafa mikinn áhuga
fyrir því, þegar einhver, sem
þeir þekkja, trúlofast og giftist.
Allir vilja eiga þátt í gleði
hjónaefnanna, með því að halda
þeim boð og veizlur, og gefa
þeim gjafir. Það er því ekki að
undra þótt mikils áhuga yrði
vart, þegar hin vinsæla prin-
sessa, Elizabeth ríkisarfi Bret-
lands, og Lieut. Philip Mount-
batten opinberuðu trúlofun sína
fyrir nokkrum mánuðum. í dag
fer fram brúðkaup þeirra.
Hugir allra hjá
brúðh j ónunum
Óteljandi greinar og myndir
af hinum ungu, tignu hjónaefn-
um hafa birzt í blöðum og tíma-
ritum um allan heim. Eins og
eðlilegt er, hafa konur, og þá
sérstaklega ungar stúlkur haft
mikla ánægju af því að fylgjast
með tilhugalífi þessara brúð-
hjóna, og lesa alt um undirbún-
ing brúðkaupsins, og um bún-
inga og brúðarklæði prinsess-
unnar. Þetta var alt svo róman-
tískt.
Harðæri á Breilandi
En ástandið á Bretlandi er nú
þannig, að ekki mun hafa ver
ið búið eins ríkulega til brúð-
kaupsins, eins og annars hefði
verið gert. Vegna hinna miklu
stríðsfórna brezku þjóðarinnar,
er nú afar hart í ári þar í landi;
fólkinu er skamtaður matur og
klæðnaður, og það eins naumt
og framast má verða. — Eitt
skal yfir okkur og þjóðina
ganga” virðist ávalt hafa verið
einkunnarorð konungsfjölskyld-
unnar, og þess vegna vill hún
hlíta skömtunarreglum eins og
annað fólk í landinu, Þessar
reglur náðu einnig til búninga
prinsessunnar.
Vanhagar um nylon-sokka
Allar stúlkur, hvort sem þær
eru af háum eða lágum stigum,
langar til að eignast sem falleg-
ust föt þegar þær gifta sig. —
Fyrir nokkrum mánuðum var
sagt frá því í blaði einu að
Elizabeth prinsessa ætti erfitt
með að útvega sér nylon-sokka.
Síðan nylon-efnið var fundið
upp fyrir níu árum, finst engri
stúlku að hún vera vel klædd til
fótanna, taema að hún sé í hin-
um næfurþunnu nylon-sokkum.
Mörgum ungum stúlkum, sem
lásu um þetta, mun því haýa
fundist lei|Sinlegt að vita til þess
að hina glæsilegu prinsessu van-
hagaði um svona fallega sokka,
og það einmitt á þessu mikil-
væga tímabili æfi hennar, en fá-
um mun hafa dottið í hug að
þær gætu bætt úr þessum
vandræðum.
Hugkvæmni ungrar stúlku
Ein ung skólastúlka tók þó til
sinna ráða; hún gerði það sem
beinast lá fyrir, fór ofan í búð,
keypti eitt par af hinum nýju,
dökku nylon-sokkum og sendi
prinsessunni að gjöf ásamt ham
ingju sínum. þetta var Betty
Joyce White, nemandi við
Daniel Mclntyre skólann hér í
borginni. Hún fékk þakkarbréf
frá hirðmey prinsessunnar og
þar með hélt hún að þessu at-
viki væfi lokið.
Heimboð frá hans hátign George
konungi og hennar hátign
Elizabeth drotnningu
Þegar Betty kemur heim úr
skólanum á mánudaginn 10.
nóvember, bíður hennar boðs-
bréf, sem komið hafði í flug-
pósti frá hfnum brezku konungs
hjónum; er henni boðið að vera
viðstödd í veizlu, sem þau eru
að efna til á þriðjudaginn 18.
nóvember í St. James-höllinni,
fyrir dóttur sína, Princess Elíza-
beth og Lieut. Philip Mount-
batten, í tilefni af giftingu
þeirra 20. nóvember.
Betty trúði varla sínum eigin
augum og því síður foreldrar
hennar, sem ekki vissu fyrr um
sendingu hennar til prinsessunn-
ar. Ekki nema fáu völdu fólki
frá Canada, eins og forsætisráð-
herrann og öðrum slíkum, hafði
verið boðið til veizluhaldanna í
London. Hvernig átti hún, korn-
ung, óþekkt, alveg óundirbúin,
að geta þegið boðið og vera kom
in til London að viku liðinni?
Nei, það kom ekki til mála! En
gaman var samt að hafa fengið
heimboðið..
m
Unglingarnir laka fil
sinna ráða
Ekki fyrr en á þriðjudag, segir
Betty skólasystkinum sínum frá
þessu boði, og fregnin flaug eins
og eldur í sinu um allan skólann
á miðvikudag. Hætt er við að
hugur unglingana hafi ekki
verið mikið við bækurnar þann
daginn. Ein úr þeirra hópi er
boðið í veizlu prinsessunnar! —
Þetta er dásamlegt, hún verður
að fá að fara! Þeir kjósa þegar
nefnd til þess að fara á fund
ráðamanna skólans — en þeir
geta ekkert úrræði fundið. —
Unglinganefndin fer næst á
fund borgarstjórans, en árang-
urslaust. Þá dettur þeim í hug
að fara til stórblaðsins Free
Press og skýra þar frá mála-
vöxtum, og nú fer að rætast úr
vandanum.
Free Press sendir Betty
til London
Með leyfi foreldra Betty, tók
Free Press algerlega að sér að
sjá um ferð hennar til London.
Betty mun aftur á móti skrifa
bréf heim og til skólasystkina
sinna; skýra þeim frá því sem
fyrir augu og eyru ber í ferðinni,
og þessi bréf verða prentuð í
Free Press svo að börn og ungl-
ingar í skólum Manitoba geti
fylgst með og haft ánægju af
ferðalaginu.
Eaton's-félagið greiðir úr
öðrum vanda
Allar stúlkur skilja það, hve
áríðandi það er, að vera búin
viðeigandi fötum við tækifæri
sem þetta. Undir venjulegum
kringumstæðum þyrfti stúlka,
margar vikur ti lað hugsa sig
um hvað hún ætti að fá sér til
ferðarinnar, en nú voru aðeins
tveir dagar til undirbúnings.
Úr þessum vanda greiddi
Eaton’s-félagið á höfðinglegan
hátt. Það tók að sér að búa
Betty út að öllu leyti, hvað
klæðnað snerti, til ferðarinnar.
Það var sem álfkonan, er snart
Cihderellu töfrasprota sínum og
klæddi hana dýrum búningum.
Belfy kvödd
Kennarar og nokkur skóla-
systkini Betty gáfu henni ferða-
tösku og óskuðu henni farar-
heilla; nemendur við Gordon
Bell skólann sendu henni $30 í
peningum ásamt hamingjuósk-
um; Garnet Coulter borgarstjóri
boðaði hana til City Hall og gaf
henni brjóstnál með merki
Winnipeg-borgar. Síðan talaði
Betty ásamt honum yfir útvarp-
ið; kvað borgarstjórinn það á-
nægjulegt að Winnipeg hefði
svona fallegan fulltrú'a í Lond-
on og óskaði henni góðrar ferð-
ar. Á laugardagsmorguninn safn
aðist saman á flugvellinum fjöl-
skylda Betty’s og vinir til að
kveðja hana. Þ>ar steig hún upp
í stóra silfurlita T. C. A. flugvél,
sem innan skamms hóf sig til
flugs til austurs, áleiðis til
Montreal og þaðan yfir hafið til
London.
Framúrskarandi nemandi
Eins og þessi frásögn gefur til
kynna, er Betty í miklu afhaldi
hjá kennurum sínum og skóla-
systkinum enda segja kennarar
hennar, að hún sé framúrskar-
andi nemandi, sérlega í ensk-
um bókmenntum og stílum. —
Síðastliðið ár hlaut hún English
merif pin fyrir hæstu einkunn í
þessum námsgreinum í ellefta
bekk.
Móðir Beity er íslenzk
Móðir Betty, Sigríður White,
er íslenzk; hún er frá Litla Hóli
í Eyjafirði. Foreldrar hennar
voru Sigurður Jónsson og kona
hans, Rebekka Jónsdóttir. Þau
Sigurður og Guðrún, fyrri kona
Magnúsar Sigurðssonar á
Grund í Eyjafirði, voru systkini.
Sigríður gekk á Gagnfræðaskól-
ann á Akureyri um nokkurt
skeið; fluttust vestur til Winni-
peg árið 1910, þá aðeins 17 ára
að aldri. Árið eftir að hún kom
hingað, innritaðist hún sem
hjúkrunarnemi á St. Boniface
spítalanum. Dáir hún það mjög
hve kaþólsku sjjsturnar þar
reyndust henni vel, framandi
ungling, lítt kunnandi í lands-
málinu. Þrátt fyrir þessa erfið-
leika útskrifaðist hún sem hjúkr
unarkona þremur árum seinna
og árið 1915 fór hún til New
York og dvaldi þar í eitt ár við
framhaldsnám í hjúkrunar-
fræði. Árið 1916 giftist hún
George Preston White. Hann
var hermaður og fór stuttu síð-
ar til herstöðvanna í Evrópu.
Meðan hann var þar, stundaði
hún hjúkrun. Þegar Mr. White
var laus úr herþjónustu, settust
þau hjónin að á búgarði hans í
Snowflake, Manitoba, þar sem
hann framleiddi skrásett hveiti-
fræ; Mr. White er ættaður frá
Cornwall á Englandi.
Mr. og Mrs. White eiga sjö
mannvænleg börn. Þeim er
mjög annt um að börn þeirra
fái sem besta menntun, og flutt-
ust því til borgarinnar fyrir sex
árum til þess að þau fengu betra
tækifæri til skólagöngu — tvö
af eldri börnunum stunda há-
skólanám.
Á heimili Mrs. Whiie
Eg heimsótti Mrs. White á
hinu snotra heimili þeirra að
1288 Dominion Str. “Það mun
hafa verið gestkvæmt hjá þér
þessa daganna, síðan Betty
fékk heimboðið?”
“Já”, svaraði hún brosandi,
“en við höfum haft mikla á-
nægju af þessu. Skemmtilegur
viðburður sem þessi hefur mann
upp úr hversdagsleikanum”.
“Það var gaman að Betty
skyldi detta í hug að senda
prinsessunni nylon-sokka”.
“Við vissum nú ekki að hún
hefði gjört það fyrr en boðs-
bréfið kom. Svoleiðis var, að
þegar við bjuggum í Snow-
flake tók Betty upp á því að
skrifast á við jafnaldra sína sem
áttu heima víðsvegar í heimin-
um. Margir þessir bréfavinir
hennar urðu henni kærir, og
henni þótti gaman að senda
þeim smágjafir. Stundum sendi
hún nylon-sokka vegna þess að
sumar þessar vinstúlkur henn-
ar í Evrópu, gátu ekki veitt sér
þá. Hún vann sjálf fyrir því fé
sem hún varði til þessara gjafa;
hún passaði börn, vann á bóka-
safninu og í búð á frídögum sín-
um; svo borgaði ég henni ofur-
lítið fyrir að kenna yngri systir
sinni píanóleik. Svo þegar hún
sá að prinsessuna vanhagaði
um nylon-sokka, þá .datt henni
í hug að Senda henni par af
sokkum líka, — en tíu sinnum
sagðist hún hafa skrifað og end-
urskrifað bréfið, sem hún sendi
með sokkunum”.
“Var Betty ekki feimin við
það að eiga að heilsa upp á
konunginn og drottninguna?”
“Nei, hún var furðanlega ró-
leg yfir öllu saman. Hún er kom-
in af víkingum og ætti því ekki
að óttast neitt”, sagði Mrs.
White brosandi.
“Mér þykir leitt”, bætti hún
við, að börnin mín kunna ekki
íslenzku, en í Snowflake voru
engir íslendingar. Betty langar
nú mjög til að læra íslenzku;
hún er búin að læra eina íslenzka
bæn. Ef til vill kemur hún
seinna til ykkar á Laugardags-
skólann”.
Um leið og ég kvaddi Mrs.
White, minntumst við enn á hið
dásamlega æfintýri sem Betty
var að upplifa.
“Mér finnst það göfugmann-
legt af konungsfjölskyldunni að
bjóða til sín fólki úr öllum stétt-
um mannfélagsins”, sagði Mrs.
White. “þ>að styrkir kærleiks-
böndin milli þeirra og þegna
hins víðlenda ríkis.”
TIL K.AUPENDA
LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU
Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum
vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein-
dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á
. þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en
þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði.
Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn.
Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur.
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
THE VIKING PRESS LIMITED
Innköll unar menn LÖGBERGS
Amaranth, Man. Akra, N. Dak. B. G. Kjartanson
Backoo, N. Dakota. Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson
Árnes,- Man. M. Einarsson
Baldur, Man. O. Anderson
Bellingham, Wash Árni Símonarson
Blaine, Wash. Árni Simonarson
Boston, Mass Palmi Sigurdson
384 Newbury St. Cavalier, N. Dak. Cypress River, Man O. Anderson
Churchbridge, Sask S. S. Christopherson
Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson
Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson
Garðar, N. Dak. Páll B. Olafson
Gerald, Sask C. Paulson
Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson
/ Gimli, Man O. N. Kárdal
Glenboro. Man O. Anderson
Hallson, N. Dak. Páll B. Olafson
Hnausa, Man. K. N. S. Fridfinnson
Husavick, Man O. N. Kárdal
Langruth, Man ... John Valdimarson
Leslie, Sask. Jón ólafsson
Lundar, Man. Dan. Lindal
Mountain, N. Dak. Páll B. Olafson
Point Roberts, Wash S. J. Mýrdal
Riverton, Man K. N. S. Friðfinnson
Seattle, Wash. J. J. Middal
6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash.
Selkirk, Man. Mrs. V. Johnson
Tantallon, Sask J. Kr. Johnson
Vancouver, B.C. F. O. Lyngdal
5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C.
Víðir. Man. * K. N. S. Friðfinnson
Westbourne, Man. Jón Valdimarson
Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal \
ÆTTUÐ ÞÉR AÐ HAFA FYLT
ÚT ÞETTA SPJALD?
ptTþér eigið heimtingu á endurgreiðslu af tekjuskatti fyrir
L 1 1942, OG —
£P þér hafið flutt eða breytt um nafn vegna giftingar eða
af öðrum ástæðum síðan þér gerðuð tekjuskatts
skilagrein 1942,
EIGIÐ ÞÉR AÐ FYLLA ÚT SPJALDIÐ
Ef þetta er enn eigi gert, þá bregðist skjótt við . . .
Öll spjöld þurfa að vera komin til deildarinnar um 30. nóv.
Munið! Frá öllu, sem gera þarf, er nákvæmlega skýrt á spjaldi,
sem öllum húsráðendum í Canada var nýlega sent. Ef þér
einhverra orsaka vegna fenguð ekki yðar spjald, eða þurð
var á spjöldum, þá skuluð þér snúa yður til næstu tekju-
skattsskrifstofu eða pósthúss, þar sem spjöldin fást.
Tilkynnið strax ef þér hafið flutt.
Það tryggir greiða afgreiðslu peningaávísunarinnar!
DEPARTMENT OF NATIONAL REVENUE
Taxation Division Ottawa
Hon. James J. McCann
Minister of National Revenue