Lögberg - 27.11.1947, Blaðsíða 3

Lögberg - 27.11.1947, Blaðsíða 3
LÖGBERC?, FIMTUDAGINN 27. NÓVEMBER, 1947 3 Gunnar Matthíasson: Kveðja til íslands Útvarpserindi það lætur nærri að við hjónin höfum samvizkubit af því, að hafa ekki tekið með okkur dá- lítið af sól og blíðu Suður- Cali- forníu, ykkur til gagns og gleði, en að því er ekki auðhlaupið. Mark Twain sagði okkur L Ameríku, að við tölum mikið um veðrið, en gjörum lítið til að breyta því. En sólskinsleysið hér sunnanlands virðist, eftir út- liti ykkar að dæma, ekki hafa valdið neinum skemmdum. Þið, sem úti eruð, virðist brosa á móti suð-austan kaldanum, en inni í híbýlum ykkar finnum við allsstaðar ljós og yl. Duttlungar tíðarfarsins hafa verið hlutskipti ykkar í liðinni tíð og verður svo líklega enn um skeið. Kannske er það mótlæti eins og hafísinn, en samt “farg, sem þrýstir fjöð- ur”, vekur til dáða og kennir ykkur, að það er ekki fyrirhafn- arlaust né þjáningarlaust, að þið eruð á leið til þess að verða sann- ir menn. Já, því skyldum við ekki lofa veðrinu að hvína yfir og hrista húsið. Eg minnist skammdegis- kvelds, þegar ég var unglingur á heimili foreldra minna. Þá var aftaka bylur úti. Við krakkarnir og mamma sátum döpur, en pabbi inni á kontórnum ,og ekki gat okkur grunað, að hann væri í glöðu skapi. Þegar nokkuð var liðið á kvöldið, opnast dyrnar og hann kemur inn, uppljómaður og brosandi, með blað í hendi og biður sér hljóðs; var uþp- hafið: Skín við sólu Skagafjörð- ur. Áframhaldið munið þið. Það er á við margan sólskinsdag, að við eigum í tungu okkar ljóðin, sem fylla hugann fögnuði yfir að eiga þetta land, já, einmitt þetta land, sem oft býður kaldan vangann. Þetta land fannst mér fyrir 49 árum ég þurfa að yfir- gefa. En hvað var ég að flýja? Eg átti þó ágæta foreldra, marga vini og hraustan líkama. — En mér fannst hann blása kaldan frá hafísáttinni. Eg þráði sól og sumar og þaut út í heiminn að elta hamingjuna. Það yrði of löng saga, færi ég að rekja æfi- feril minn í Úinni stóru Ameríku, en ég mun hafa verið einn af mörgum, sem lærði seint það, sem vinur minn, Jakob Thor- arensen, segir svo spaklega: — Hamingju sína enginn fær að arfi, ei verður henni pyngt í dauðan sjó; í nautnum holds er hún og brátt í hvarfi; hamingjan varir hvergi nema í starfi. Þótt leiðin hafi stundum verið brött, þá hefir hún oft verið skemmtilegt æfintýri. Eg eign- aðist ágæta konu, góð börn og friðsælt heimili. — Gleymdi ég þá fósturjörðinni? Nei, en ég hefi ekki orðið henni að gagni sem skyldi. Hún bjó alltaf í huga mínum og hjarta sem draumaland, sem ég kannske ætti ekki eftir að sjá jarðnesk'- um augum. — Kannske að hin góðu náttúruöfl hafi stuðlað að því, að mér hlotnaðist sú ham- ingja, að fá að stíga fótum á þetta föðurland, já, landið hans pabba míns, sem leiðir mig við hlið og spyr: “Manstu enn versið, sem ég kenndi þér?: Þú ljóssins faðir, lof sé þér, að líf og heilsu gafstu mér og föður minn og móður. Nú sezt ég upp því sólin skín, þú sendir ljós þitt inn til mín. Ó, hvað þú guð ertt óður. Og manstu þegar ég teymdi undir þér, á leiðinni yfir Öxna- dglsheiðina og þú spurðir: “J>ví drepti guð ekki tröllin, þegar hann skapaði?” En ég anzaði ekki, en hugsaði margt. “Jæja, sonur miiln, vertu vel- kominn, þín afbrot verða lík- lega fyrirgefin, því að allir höf- um við einhverja veikleika. En hafirðu reynt að láta þér þykja vænt um alla menn, hefurðu ekki lifað lífi þínu til einskis”. Kæru vinir. Eg er kannske að þreyta ykkur með því að ítreka margt hið sama, sem svo margir Vestur-lslendingar segja ykkur í ræðu og riti. Ykkur er líklega erfitt að skilja, að hjá okkur búa geðshræringár, sem heimta útrás. Níræð kona, sem ég kynntist á leiðinni yfir Ameríku, fór vestur um haf fyrir 70 ár- um síðan, vegna vonleysis og vondra kjara. Þegar vestur kom, biðu hennar óblíð kjör land- nemans með þrotlausu erfiði. Smám saman blessaðist bú og börn. Börnin töluðu málið henn- ar. Nú eru þau flogin úr hreiðr- inu og sjá hana aðeins endrum og eins. Barnabörnin tala ekki hennar mál, þau skilja ekki hana né hún þau. Eg reyndi að beina samræðu að hennar lífs- æfintýri, en tókst ekki vel, því að hugur hennar var annars- staðar. Hún vildi vita allt um til- högun ferðar minnar um ísland og ferðaðist með í huganum. Eg sagði henni fyrirhugaða ferð til Odda, þár sem ég fæddist, einn- ig til átthaga minna á Norður- landi. Myndi ég þá, þegar Reykjavík sleppti, keyra um Kjalarnes, því að þar fæddist móðir mín og þar var pabbi minn prestur í Múum. — Þar hafði hann elskað og harmað. Svo inn fyrir Hvalfjörð Og þaðan gömlu póstleiðina eins og hún liggur upp að Holtavörðuheiði. Nú tók sá gamla fram í og sagði: “Göði, taktu nú krók á leiðina vestur að sveitinni minni, en gáðu að þér, því að vegurinn er líklega ekki greiðfær. En þegar skarðinu lýkur, þá sérðu niður á bæinn minn, þar býr víst gott fólk enn. En farirðu ekki lengra, þá hrópaðu hárri röddu og segðu, að ég biðji Guð að blessa sveitina mína. Ó, hvað sólin var þar björt og hlý, gras- ið grænt og fallegt féð á haust- in”. Þetta var hennar hjartans mál. Fái ég ekki að sjá sveitina hennar, þá mun ég hrópa fyrir munn allra gömlu landanna vestra, niðujr í sveitir þeirra, þessa bæn gömlu konunnar. Eg þarf ekki að orðlengja ferðasöguna. Veðrið var ekki bjart fyrr en nálgaðist Eyja- fjörðinn. Sólin varpaði geislum á drangana upp af bæ Jónasar og þá sungum við öll: Þar, sem háir hólar, og Fífilbrekka, gróin grund. Og nú liggur vel á okk- urur. Senn blasir við dýrðleg sjón: Eyjafjörður, spegilsléttur með Kaldbak á verði til norðurs, með Hrísey, eins og sofandi barn í vöggu. Vaðlaheiði býður mjúk- an vangann og Súlumar bjóða mér til hásætis þar, sem víðsýn- ið skín. Pollurinn segir mér að koma út á sig, því enn sé hann gjöfull, og berjamórinn segir: Allt í lagi. Mér fannst ég þurfa að faðma þetta blessaða land og einnig þræða sporin, sem ég átti hér svo mörg og létt. En mín fyrstu spor lágu þó að leiði for- eldra minna, og ég hugleiddi, hversu enn mætti ávaxtast það, sem þau reyndu að, gróðursetja hjá mér. Þökk sé þeim, sem settu steininn á leiðið; hann er úr íslenzku bergi, óbrotinn og íburðarlaus. Eg horfi niður í kaupstaðinn, nei, bæinn. — En hvað? Þetta er ekki bær, það er borg. Eg þekki mig ekki. Skyldi hér enn búa gott fólk? — Mun nokkuð lifa af leiksystkinunum? Eg verð brátt vísari. Heimili Þóru systur minnar bíður með opna arma. Nokkrir gamlir vinir eru enn á kreiki. Stúlkurn- ar fögru, sem nú eru við aldur, þori ég nú að kyssa, og ég held, að þeim hafi líka þótt það gott. í stað saknaðra vina eignast ég fljótt nýja og nú er gaman að lifa. Hamingjan lætur ekki elta sig, en þegar okkur vex vit og Mr. og Mrs. M. G. Martin Gullbrúðkaup Þann 18. okt. síðastliðinn áttu þau Mr. og Mrs. Marteinn G. Martin að Baldur, Man., 50 ára giftingarafmæli. Sunnudaginn 19. okt. héldu vin ir þeirra og skyldfólk þeim samsæti í samkomuhúsi bæj- arins, til þess að gleðjast með þeim og færa þeim heillaóskir og gjafir á þessum merkisdegi þeirra. Séra Eric Sigmar stýrði samsætinu og ávarpaði heiðurs gestina um leið og hann afhenti stilling, þá finnum við hana samgróna okkar tilveru. Þótt , framþróunarleiðin sé erfið og torskilin, þá þokast æ til hins betra, því að við lærum smám saman að þekkja og skilja hver annan og finnum sameigin- lega vilja til að lifa og þroskast. Við förum að spyrja: Hvað veld- ur þessum óróa og misskilningi? 5>ví þurfum við að vera rándýr og sníkjudýr? Okkur er jafnan sagt, að leiðin sé löng þangað til mannfélagið hafi öðlast það skipulag, að allir fái að njóta af nægtarbrunninum. Já, löng af því, að við höfum ekki lifað í þjónustu hvers annars, heldur hver skarað að sinni köku. Okk- ur hefir verið vorkunn fram að þessu, því að við höfum ekki kunnað að nota lykilinn að nægtarbúrinu. — Já, trúið mér, senn verður nægtarbúr Ameríku svo yfirfljótanlega fullt, að til vandræða horfir, og sennilega greiðist ekki sá vandi árekstra- laust. En ekkert stöðvar tækni- þróunina, sem alltaf er að auka og margfalda framleiðsluna, sem auðsjáanlega er að verða nægi- leg til þess að fullnægja öllum okkar líkamlegu þörfum. Er þá ekki búist við, að við förum að læra að beita einstaklings fram- takinu þannig, að við sjáum ekki lengur nauðsyn til að vera sníkjudýr, en finnum hámark okkar hvata að efla hag og þroska hvers annars. Það er næsta einkennilegt, að við erum að rata á þessa leið að miklu leyti óviljandi og' óafvitandi í gegnum starfið með huga og hendi. Það var mín hamingja, að ég fæddist hjá þessari þjóð, og einnig var það mín hamingja, að ég öðlaðist þegnréttindi hjá hinni ágætu Ameríkuþjóð, því að þar hefi ég lært í hinni miklu deiglu, að allir kynflokkar eiga margt til síns ágætis og að allir menn eru hæfir til framfara. En þó að okkar litla þjóðarbrot sé senn að hverfa inn í hina miklu stéypu, fá kannske fáein- ar einingar hinnar miklu orku að verða landinu okkar litla enn til mikillar blessunar. Við hjónin erum senn á leið- inni héðan að heiman, heim. En þetta land og þetta fólk hveríur okkur aldrei. f vöku og draumi geymist minningin til hinztu stundar. Hjartans þakklæti okkar hjón- anna beggja. Kirkjublaðið, 10. nóv. 1 þeim gjafir frá vinum og skyld- fólki. Einnig söng hann tvo söngva. Fyrir hönd aðkomandi gesta talaði Mr. S. V. Sigurðson frá Riverton og afhenti gjöf frá frændfólki. Gullbrúðurin þakk- aði innilega_gjafirnar, heillaósk- irnar og hlýhug sem þeim hefði verið auðsýnt. — Rausnarlegar veitingar voru frambornar og skemmti fólk sér síðan við söng og samtal. Marteinn G. Martin og Krist- björg Johannesson eru bæði ættuð úr Breiðdal í S.-Múlasýslu. Þau voru gefin saman í sjóna- band 18. okt. 1897 í Winnipeg af séra Hafsteini Péturssyni. Þau hafa lengst af átt heima hér í þessu bygðarlagi og nú í 27 ár í Baldur, og hafa eignast hér fjölda vina. Aðkomandi gestir við sam- sæti þetta voru fósturdóttir þeirra og tengdasonur, Mr. og Mrs. B. K. Thorleifson, Winnipeg. Systkini gullbrúð- gumans, Gunnlaugur Martin og Mrs. Helga Marteinson frá Hnausa. Mrs. O. G. Oddleifson frá Árborg. Mr. og Mrs. Helgi Marteinson, Winnipeg og Mrs. H. G. McGillvary frá Minne- apolis. Annað skyldfólk. Mr. og Mrs. S. V. Sigurðson, Riverton, Mr. og Mrs. S. Sigvaldason frá Árborg, Mr. Edvin Marteinson frá Hnausa, Mr. og Mrs. George Palmer, Winnipeg og Mr. og Mrs. H. Eirikson frá Lundar. Dánarfregn Þórarinn Gíslason Johnson druknaði við Gimli-bryggju þann 5. nóv., síðdegis. Hann var sonur Gísla Jónsson ar og konu hans Jónínu Veiga- línar Jónsdóttir, er um möfg ár hafa átt heima við Osland P. O. Skeena River, B. C. Þórarinn var fæddur 17. okt. 1902, í Selkirk, en þar bjuggu foreldrar hans um mörg ár. Með þeim flutti hann til Kyrrahafs- strandar 1918; en fám árum síð- ar kom hann austur til æsku- stöðva sinna, átti þá um nokkur ár heima hjá frændfólki sínu í Selkirk, en síðar um all-mörg ár taldist hann til heimilis á Gimli. Hann stundaði ávalt fiskiveiðar á Winnipegvatni, jafnt á vetrum sem sumrum. Hann var fjör- maður og góður verkmaður tal- inn. Hann var maður einkar bókhneigður, gæddur fágætu og staðbundnu minni. Hann var íslenzkur í andá og skapgerð svo fremur mun fágætt vera, fyrir ungan mann, uppalinn hér vestra. Auk foreldra hans eru þessi systkini hans á lífi: Jón, búsettur í Vancouver B. C., — er ásamt föður sínum kom austur til að vera við útför bróð- ur síns. —r Valdimar, Osland, B. C. og Mrs. Leland, Vancouver, B. C. — Móðursystkini hins látna eru Eiríkur Johnson, og Mrs. Henry Duplissa í Selkirk. Útför Þórarins fór fram frá sóknarkirkju lúterska safnaðar- ins í Selkirk, þann 12. nóv., að mörgu fólki viðstöddu. S. Ólafsson. ÞakkarorS Innilega þökk vil ég tjá fólki í Selkirk fyrir góðar viðtökur og hjálp mér auðsýnda við lát og útför Þórarins sonaf míns. Eg vil sérstaklega þakka Mr. og Mrs. Jón Ingjaldson, Mr. og Mrs. Ei- ríkur Johnson, Mr. og Mrs. Henry Duplissa, og Guðjóni Ingimundarsyni, fyrir bróður- lega þátttöku í kjörum mínum. Söngflokki, organista og sókn arpresti Selkirksafnaðar, þakka ég af alhug Tyrir blæfagra og hugljúfa útfararathöfn. Gísli Jónsson, Osland P. O., Smith tsland, Skeena River, B. C. Business and Professional Cards H. J. STEFANSSON Life, Accidcnt and Health • Jnsurance Representing THE GREAT-WÉST EIFE . ASSURANCE COMPANY Winniueg, Man Phone 96)144 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDINQ Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Offiee Phone Rea Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 526 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 96 952 WINNIPEG EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK islenzkur lyfsali Fólk getur pantafS meðul og annað með pðsti. Fljðt afgreiðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbönaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 27 324 Heimllis talslmi 26 444 Geo. R. Waldren, M. D. Physician and Surgeon Cavaller, N. D. Office Phone 95. House 108. PCINCCÍ/ MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri Ibúðtlm, og húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Slmi 25 888 C. A. Johnson, Mgr. PHONE 94 686 H. J. PALMASON and Company — Chartered Accountants 506 CONFEDERATION LIFE BUILDING Winnipeg, Canada Phone 49 469 Radio Service SpeciaUsts ELECTRONIC LABS. k H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST„ WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, Verzla I heildsöfu frosinn framkv.stj. með nýjan og fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.síml 25 356 Heíma 55 462 Hhagborg u FUEL CO. « Dial 21 331 koFll> 21 331 Dr. Charles R. Oke Tannlæknir For Appointments Phone #4 108 Office Hours 9—# 404 TORONTO GEN, TRUBTB BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 555 For Quick ReHahle Service J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Lelgja húa. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreíðaábyrgð, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar ■209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Sími 98 291 ^ GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Tour patronage will be appreclated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAQE, Managing Direotor Wholesale Distrtbutors of Fr>sh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Talsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœöingur í augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 215 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK SérfrtrOingur l augna, eyma, nef og hdlssfiíkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 93 851 Heimaslmi 403 794 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APTS. 594 Agnes St. Viðtalstími 3—5 eftir hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offiee hrs. 2 30—6 p.m. Phones Offi.e 26 — Res. 230

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.