Lögberg - 27.11.1947, Blaðsíða 7

Lögberg - 27.11.1947, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. NÓVEMBER, 1947 7 KARIN BRASEN: Snjöll kvikmyndarhugmynd A frívaktinni Búinn — allt í lagi! hrópaði skáldið og dró síðustu örkina úr ritvélinni. “Konan úr Shanghai-hraðlest- inni” — þetta var afburða gott kvikmyndarefni, með leiftur- hraða, spenningu og töfrandi kvenfólki. Aðalpersónan heitir Zabína. Allt í einu stendur söguhetjan bráðlifandi og spriklandi fyrir hugarsjónum höfundar og fer að dansa á skrifborðinu — svart- hærð, fim og mjúk, íklædd ein- hverju úr svörtu hýalíni utan yfir alls ekki neinu. Carmen Ström átti að leika þessa persónu í kvikmvndinni. Þetta var tilkjörið hlutverk fyr- ir þessa ungu, fjölhæfu og skap- vellandi filmdís. — María! kallaði skáldið. Þegar María birtist sökk hin eggjandi Zabína niður um rifu á skrifborðsplötunni. Því að þessi leiftrandi dóttir Mongólíu þoldi ekki að sjá neitt hversdagslegt. María var lítil og hnubbaraleg, ósköp blátt áfram og skolljós á hárið — sem sagt ekki grönn eins og lilja. Þessa stundina var hún að skipta um eldhússlopp, með uppbrettar ermarnar. — Sestu niður, gullið mitt! skipaði skáldið. — Eg verð að lesa þetta hátt fyrir þig, því að nú er það búið. María settist auðsveip á næsta stól og hugsaði með örvæntingu til þvottavatnsins, sem stóð í bal- anum í eldhúsinu og varð kalt. Og svo gaf hún sig á vald þeirri vafasömu ánægju sem það var að hlusta á kvikmyndarhandrit- ið, sem hann fór nú að lesa fyrir hana í 117. skiptið. Lið fyrir lið °g upp aftur og aftur hafði hann alltaf lesið fyrir hana það sem komið var, og alltaf lesið frá byrjun. — Jietta er afbragð! sagði hún og gerði sér upp að hún væri hrifin, þegar Peter Poulsen var búinn. Sannast að segja hafði hún verið að hugsa um allt annað og ekki heyrt nema það allra síð- asta, því að hitt kunni hún áður. Hún hafði setið og verið að reikna út, að gluggatjöldin í eld- húsinu væru alger óþarfi. Þau hjónin bjuggu þarna út af fyrir sig> og engir nágrannar til að horfa inn um gluggana. Nei, það var best að þvo gluggatjöldin vandlega og svo gat hún saum- að sér sumarkjól úr þeim — og það var fyrst og fremst þetta, sem hún átti við þegar hún sagði “þetta er afbragð”. En Peter Poulsen var ánægður og glaður. Hann tók hattinn sinn — skáldahattinn — stakk hand- ritinu í skjalatöskuna sína og skundaði niður stigana úr íbúð- mni sinni sem var á fimmtu hæð. María veifaði til hans ofan úr glugganum, meðan hann stóð ó- þolinnmóður og beið eftir spor- vagninum. Svo fór hún fram í eldhúsið og fór að hugsa um þvottinn. Peter Poulsen gat aldrei gert sér fulla grein fyrir hvernig hann komst heim, síðdegis þenn- an sama dag. Leikstjórinn hafði fyrst litið á handritið, býsna flausturslega, eins og sannir kvikmyndastjórar eiga að gera og verða að gera, en svo hafði hann farið að lesa vandlegar og svo. . . . Peter gekk upp fimm stigana og hringdi bjöllunni eins og vit- laus maður. Svo datt honum í hug að hringingin mundi ekki heyrast bjallan hlaut að vera biluð — og hann barði bylmings högg á dyrnar. María varð laf- hrædd o gkom hlaupandi og opn- aði. — Hafði hann gleymt lyklun- um? Nei, það gerði hann aldrei, nema þegar hún var ekki heima - þá settist hann efst í stigann og beið þangað til hún kom heim. — María, sagði skáldið — Mar ía! Hann tók utan um hana og dansaði með hana inn úr dyrun- um, kringum gamla skrifborð- ið og inn í svefnherbergið með fururúmunum tveimur og rós- ótta fataforhenginu í horninu, og svo tila baka aftur. María spurði ekki: — Keypti hann það? Það var nefnilega auðséð, af því hvernig Peter hagaði sér. I staðinn flýtti hún sér að sefa hinn uppvæga eiginmann sinn og þaut fram í eldhúsið til að setja ketilinn yfir. María var hyggin höfundar- frú, eins og skilja má. Nú komu viðburðarríkir dag- ar. — Peter hafði hugsað sér- eitthvað á þessa leið að hann ætti að sitja í háum stól í miðj- um kvikmyndasalnum og stjórna öllum leikhetjunum, en það fór nú á aðra leið. Það yrði of langt mál að segja frá öllu því, sem Peter hafði hugsað sér. En staðreyndin varð sú, að hann var látinn sitja lengst úti í horni, þar sem hann gat varla séð neitt af því sem fram fór — þar sem enginn tök eftir hon- um. Við og við kom leikstjór- inn til hans og sagði: — Eg hefi breytt dálitlu hérna — og svo var hann farinn. Aðeins einu sinni tókst Peter að ná í hand- ritið. “Drottinn minn!” hrópaði hann skelfdur. — Hvað er nú þetta? Hvers vegna kemur járn brautarslysið fyrst? Það er ein- mitt hástigið í viðburðarrásinni! Leikstjórinn gaut hornauga til hans, þolinmóður eins og engill og náðugur eins og barnakenn- ari: — Járnbrautarslysið, herra Poulsen, útskýrði hann góðlát- lega, — á ekki að vera neitt há- stig — það verður bara inngang ur að myndinni. Hápunkturinn verður þegar Lya-Mara er tek- in af lífi! — Hver er Lya-Mara? spurði höfundurinn úti á þekju. — Það er Zabína — ungfrú Carmen fékkst ekki með nokkru móti til að heita því hjákátlega nafni, svo að ég varð að finna annað. Lya-Mara! Hann smjatt- aði á orðunum og var auðsjáan- lega hrifinn af nafninu. — En mér finnst þetta nafn beinlínis kjánalegt, hugsaði Peter Poulsen með sér. Upphátt sagði hann: — En hvaða aftöku eruð þér að tala um? — Það er nokkuð, sem ég fann upp sjálfur, sagði leikstjórinn. Eg ætla að gera tilraun með mynd, sem ekki fer vel. Ef það tekst þá verður það uppsláttur fyrir mig. Peter rýndi vandræðalega í handritið. Hetjan hans hafði verið lítillækkuð í járnbrautar- þjón á svolítilli stöð 1 Mongólíu, og nú var aukahlutverk sem hét Satyr Simra — Peter fanst það líkast nafni á mótorhjóli — orðið aðalpprsóna. Og Satyr- Simra átti alls ekki heima í Shanghai heldur í Singapore. — Singapore! Peter horfði ör- væntingaraugum á böðul sinn. Leikstjórinn, sem fannst að hann hefði nú eytt nægum tíma í þetta höfundarkrýli, svaraði stutt: — Við köllum myndina “Ást í Singapore” í staðinn fyrir “Shanghai-hraðlestina”. — “Konan í Shanghai-hrað- lestinni”, leiðrétti Peter í um- vöndunartón. Leikstjórinn þreif handritið — það var byrjað að hringja í leikskálanum og statistarnir streymdu að úr öllum áttum. Peter sat þarna eins og hann hefði verið deyfður. Hann kveið fyrir frumsýningunni. Eftir því sem á leið myndina fór Carmen að fá móðursýkis- köst, svo að myndinni var breytt á þann veg ,að hraðlestinni var alveg sleppt úr. Og samtímis honum hvarf upprunalega sögu- hetjan fyrir fullt og allt, og allt, og Peter komst að raun um að í myndinni var ekkert eftir af því, sem í handritinu hafði staðið eða væri í samræmi við hugmynd hans. Heima sat María og iðaði af sælu. Loksins hafði hún fengið ofurlitla peninga handa á milli. í glugganum voru útsprungnar begóníur, og sjálf hafði hún loksins látið það eftir sér að láta hárgreiðslukonu laga á sér hárið, svo að það flagsaðist ekki í allar áttir eins og áður — Peter hafði lagað það við og við með hannyrðaskærunum henn- ar. — Nú gat hún sýnt heimil- inu svolítinn sóma, og hún ljóm- aði eins og sól. Og þegar Peter var að fárast yfir hvernig kvik- myndin yrði, þá eyddi hún því. — Hvað ætli þér komi tækni- hliðin við? sagði hún huggandi. Láttu sérfræðingana um það. — Aðalatriðið er það að þú ert höf- undurinn, og ef myndin gerir lukku þá er framtíð þín sem kvikmyndahöfundar að minnsta kosti viss. Peter varð að lokum að viður- kenna að hún hefði rétt fyrir sér. Filmtæknin var ekki annað en hrein mesópótamiska fyrir veslings höfundinn. . . . Frumsýningin átti að verða á allra nýjasta kvikmyndahúsinu í borginni, “Ambassade”. Peter var í nýjum, ljósgráum fötum og með skáldahatt. María var eldrauð — kjóllinn og vara- stiftið. Ljósmyndarar og frétta- menn iðuðu kringum þau eins og flugur, og María var afmynd uð á myndasíðum allra kveld- blaðanpa — það lá við að hún liti töfrandi út, undir fyrirsögn- um svo sem: “Ekta skáld-hús- freyja”. María skildi þetta sem lof, enda var það líka svo. Kvikmyndahúsið “Ambass- ade” var troðfullt út í dyr frum sýningarkvöldið. Áhorfendur voru hátíðlegir og forvitnir. Peter sat í stúkunni með Maríu sinni og Carmen Ström og öllu leikfólkinu. Söguhetjan — Frið- rik Hansen — talaði mikið við Maríu. Henni var sýndur mikill heiður, en hún var ekki af baki dottin fyrir því. “Ástir í Singapore” áttu nauða lítið sameiginlegt með handriti Peters. Satt að segja þá kann- aðist hann ekkert við myndina. Og María ekki heldur. Carmen Ström — axlarskjól úr hermelíúe — kjóll úr rós- rauðu organdí, — fékk bláan orkídeuvönd. María var glödd með sýrenum og rauðum rósum. Henni þótti vænt um að sleppa við orkideurnar. — J»ær eru eins og ormar og ánamaðkar, hvíslaði hún að Peter. Peter og María komu heim til sín um leið og morgunblöðin. Þau fleygðu sér endilöngum á gólfið af eintómum spenningi og rifu í sig dómana með svoddan ákefð að blöðin slitnuðu sund- ur. — “Ástir í Singapore" reyndist eftirminnilega léleg mynd”, stóð í blöðunum. Peter Poulsen “hafði auðsjá- anlega ekki hugmynd um hvað kvikmynd er”, — hann er leiðin- lega “sentimental”, væminn og hugsjónalaus, og það var ekki ein einasta frumleg hugmynd í handritinu”. Peter grét og María sat með höfuð hans í keltu sér og starði á rauðu rósirnar og fjólubláu sýrenurnar. Þær hafði hún þá að Árni Jónsson verzlunarstjóri Ásgeirsverzlunar á Isafirði gat verið einkar orðheppinn. Nokkru eftir að vélar fóru að tíðkast í fiskibátum eignaðist Ásgeirs- verslun slíka báta, sem keyptir voru fremur gangtregir. For- manninum á einum bátnum þótti sinn bátur ganga allt of lítið og sagði Árna Jónssyni, verzlunar- stjóra Ásgeirsverzlunar, að hann hætti formennskunni, ef hann fengi ekki nýja og krafmeiri vél í bátinn. Árna var ekki um að kosta til vélaskiptanna, en vildi ekki missa formanninn, sem hafði aflað vel, og játaði því að panta nýja vél í bátinn. Kom hún innan skamms og reyndist vel, en þá brá svo við, að formanninum gekk miklu ver að fiska en áður og drógst aftur úr hinum bátun- um með gömlu vélarnar. Eitt sinn að vorlagi kom báturinn með nýju vélina úr róðri seint um kvöld, og hafði aflað lítið, en margir aðrir höfðu fengið sæmi- legan afla. Formðaurinn taldi að ekki væri hægt að ná sjóferð með sæmilegu lagi daginn eftir og tilkynnti skipverjum, að ekki yrði farið í sjóferðina. Það var háttur Árna Jónsson- ar að líta daglega eftir öllu, úti og inni, og einkum í fiskimóttöku húsunum og í grútarhúsinu, þar sem lýsisbræðslan var. í fisk- húsi Ásgeirs-verzlunar í Mið- kaupstaðnum hitti haann verk- stjórann, Sveinbjörn Kristjáns- son og segir við hann: Jú, ann- ars, Sveinbjörn; hvaða bátur er þarna í sundunum? Sveinbjörn segir Árna hver báturinn sé og jafnframt að hann hafi komið svo seint úr sjóferð í gærkvöldi, að formaðurinn hafi ekki talið sig ná sjóferð í dag með sæmilegu lagi. Árni þegir við um stund, en segir svo: Jú, annars, Svein- björn; þetta er alt mér að kenna. Eg sé það núna, að ég hefði líka þurft að panta nýja skrúfu í formanninn. Björn, sonur Björns prests minnsta kosti haft upp úr þessu, hugsaði hún með sér. En morguninn eftir vaknaði Peter til dáða. Hann tók hand- ritið að “Konan í Shanghai- hraðlestinni” og fór beint til keppinautarins. . . . Forstjórinn sagði: “Hreinskilnislega sagt, herra Poulsen, eftir þessar ófar- ir í gær, hefi ég ekki nokkurn hug á þessu, skiljið þér. — En lesið nú samt handritið, bað Peter innilega. . . . Forstjórinn fór að lesa af ein- tómri samúð. Hann var hjarta- góður, þetta er bráðsnjöll hug- mynd! Eg kaupi hana undir eins”. Peter — með myndugleika: — Aðeins með einu skilyrði: að þér ekki breytið nokkurri línu! — Eg geng að því!” Sex mánuðum síðan gekk “Konan í Shanghai-hraðíestinni” á öllum kvikmyndahúsum lands ins við óhémju aðsókn. — Peter fékk tilboð um nýjar myndir mörg ár fram í tímann. María gerði samning fyrir, heilt ár við hárgreiðslukonuna, og stakk hannyrðaskærunum ofan í skúffu. En einn dag mætti Peter fyrsta vinnuveitanda sínum, leikstjóranum, á götunni. Peter heilsaði kurteislega — leikstjór- inn togaði niður hattbarðið og gekk framhjá án þess að látast sjá hann. — Því, eins og leikstjórinn sagði við Carmen Ström, sem var með honum — því gat mannskrattinn ekki álpast til að selja mér þetta handrit í staðinn fyrir hina löngu-vitleysuna, sem við töpuðum stórfé á. Fálkinn. Hjálmarssonar, bjó á Klúku í Tungusveit. Hann var maður stilltur, og prýðilega hagmæltur og laginn við að koma fyrir sig orði. Oddvitinn var granni hans, og mun Birni hafa þótt hann áleit inn um beitingar. Þá kvað hann: Allt sér notar ágirndin og. ’inn handarsterki; yfir potar oddvitinn okkar landamerki. Einu sinni sat Björn á rúmi sínu að kvöldlagi og borðaði mjólkurrysting. egar hann hafði matazt kvað hann: Klappar á kviðinn sinn kútfullur hrikinn, afmælisystinginn * át hann svo mikinn. Þegar konan hans heyrði vís- una þótti henni miður, er hún hafði gleymt afmælisdeginum hans, því alltaf fór vel á með þeim hjónum. Guðmundur hét faðir Jóns, fyrrum bónda í"Þorpum. — Bjó Guðmundur þar í æsku Jóns og átti Jón að smala kvíám. Þótti bónda seint ganga smalamennsk an og segir: Ætlar að brjóta af sér tær, er það ljótur skaðinn. Jón bætir við: Þessa njóta þínar ær, Það er bót í staðinn. \ Kona nokkur var að bjóða til gamalmennafagnaðar. Kom hún þá að venju til Karolínu gömlu og segir: Þú gerir svo vel að koma til okkar, Lína mín, eins og vant er. — Eg. Nei, ég fer ekki fet. Það er sagt að við gamla fólkið séum skríll og bara til athlægis. — Hver segir það? — Hún Lauga segir það. — Og dettur þér í hug, góða Lína, að fara eftir því sem hún Lauga segir; hún sem kom í öf- ugri upphlutsskyrffinni á skemt- unina í fyrra og varð að fara heim aftur til þess að snúa henni við. Þessi röksemd dugði. Lína tók venjulega gleði sína og sagðist mundi koma eins og vant var — og hún efndi það. ' Háskólakennari nikkur, sem oft var nokkuð viðutan, hafði dvalizt uppi í sveit og var að fara heimleiðis úr sumarfríi. Þegar hann var seztur í járnbrautar- vagninn og lestin komin af stað, fór hann að velta fyrir sér, hvort hann hefði ekkert skilið eftir. — Hann tók upp vasabók sína, at- hugaði hana spjaldanna á milli og leitaði þar af sér allan grun. Þegar hann kom að járnbrautar- stöðina, kom dóttir hans fagn- andi á móti honum, en þegar hún sá, að hann var einn síns liðs, sagði hún: “Pabbi! Hvar er hún mamma?” Þá vaknaði gamli maðurinn eins og af svefni og sagði: “Ja, þetta fann ég á mér, að ég hefði gleymt einhverju í sveitinni, þó að ég kæmi ekki fyrir mig hvað það var!” Carlo Sforza greifi, sem um langt skeið var landflótta vegna andstöðu sinnar við fasista, hefir skýrt frá því að skáldið d’Annun- zio hafi fundið upp fasistakveðj- una fyrir Mussolini, en þá kveðju stældi Hitler síðar handa sínum mönnum. En Sforza bætir því við, að í Rómaborg til forna hafi þessi kveðja að vísu þekkzt, en engir hafi notað hana, nema þrælar. Frjálsir menn kvöddust með handabandi, svo sem enn er siður. * Katharine Hepburn og John Barrymore léku saman í kvik- mynd og kom illa saman. Þegar myndinni var lokið, sagði ung- frú Hepburn við Barrymore: “Guði sé lof fyrir að ég þarf aldrei að leika með þér aftur”. “Eg veit ekki til að þú hafir leik- ið með mér, dúfan mín”, svaraði Barrymore. — Hvernig í ósköpunum getið þér rekið þessa búð, spurði far- andsali smákaupmann. — Sérðu náungann þarna? spurði kaupmaðurinn. Hann vinn ur hjá mér, og ég get ekki borg- að honum kaupið hans. Eftir tvö ár fær hann búðina upp í kaupið. — Og hvað svo? spurði farand- salinn. — Svo vinn eg hjá honum í tvö ár, og þá eignast ég búðina aftur. Jón var piparsveinn og auðug- ur búri. Átti hann allmargt sauð fé, sem hann hirti sjálfur. Eins og venja er til stíaði hann sund- ur hrútum og gimbrum. Einn hrúturinn tók upp á því, að vippa sér yfir milligerðina og lemdi flestar gimbrarnar. Varð Jóni mikið um þetta, er hann vissi og hélt áminningarræðu yf ir hrútskinninu og kvað fast að því við hrútinn, að þetta mætti hann aldrei gera oftar. Að lok- inni áminningunni gaf Jón hrútn um væna tuggu af ilmandi heyi, en lét milligerðina eiga sig eins og áður var. En ekki skipaðizt hrútsi við á- minninguna eða atlætið; heldur hélt áfram uppteknum hætti að skemmta sér með gimbrunum, en Jón tók þessu eins og sannur heimspekingur og mælti við hrút inn: Þú getur ekkert að þessu gert, skömmin; þú ert svo fjör- ugur vegna þess hvað ég vel þér bitann og sopann. Jón skáld Jónatansson kom eitt sinn í Vigur til séra Sigurðar alþm. Stefánssonar og orðaði við prest að gott væri nú að fá í staupinu. En prestur kvað það dýrt, því nú væri á því hár toll- ur. Þá kvað Jón: Nú er tollur öllu á íta þrengir sporum það óhollum þakka má þinga gengjum vorum. Og í staupinu fékk hann áreið- anlega, því klerkur var risnu- maður mikill. Maður nokkur var að halda ræðu á götu úti og fór illum orð- um um íra og allt sem írskt var. “Sýnið mér íra”, sagði hann, “og ég skal sýna ykkur raggeit”. — Stór og sterklegur maður gekk til hans og sagði með írskum hreimi: “Jæja, ég er íri”. “Og ég er raggeit’,’ sagði hinn og tók á sprett. “Þú segist hafa villzt, litli minn. Hvers vegna hélztu þér ekki í pilsið hennar mömmu þinnar?” “Eg náði ekki”. “Dóttir yðar er búin að lofa því að giftast mér”. “Það er gagnslaust að leita samúðar hjá mér; þér hljótið að hafa vitað, að eitthvað mundi hljótast af því, að þú hafðir hangið hér fimm kvöld í hverri viku”. Sjúklingur var að útskrifast úr geðveikrahæli, og yfirlæknirinn vildi gjarnan vita, hvað hann hyggðist fyrir. Hann svarar: “Eg hefi verið hæstaréttarlög- maður og gæti því fengið at- vinnu á lögfræðiskrifstofu. Svo hefi ég verið löggiltur endurskoð andi og ætti að geta fengið vinnu hjá verzlun. Ef illa fer, get ég alt af verið sendisveinn eða rukk- ari”. “Gott er nú það”, svaraði læknir, og sjúklingurinn ætlaði út. En þá nam hann staðar, setti aðra höndina á mjöðm sér, en rétti hina upp og fram og sagði: “Svo get ég alltaf orðið teketill”. Sjómannablaðið Víkingur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.