Lögberg - 27.11.1947, Blaðsíða 5

Lögberg - 27.11.1947, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. NÓVEMBER, 1947 5 ÁHUGAMÁL UVENNA % Riurtjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Reglusemi Jónníu furðaði oft á því hve Jórun vinkona hennar hafði gott lag á því að hafa alt í réttri röð og reglu á heimili sínu. Jafnvel þótt börnin væru mörg, húsakyn in fremur lítil og efnin ekki mik- il, þá var alltaf þokWalegt inni hjá henni og bömin snyrtileg til fíira; friður og reglusemi ríkti á heimili hennar. “Hvernig fórst þú að venja börnin þín á að vera reglusöm á heimilinu?” spurði Jónína. “Eg á aðeins þrjú börn en þú átt sex; mín fleyja fötum sínum og leik- föngum hingað og þangað og ég er allan liðlangan daginn að tína upp eftir þau og jagast í þeim, en þrátt fyrir þinn stóra hóp er alt í röð og reglu hjá þér”. Jórun brosti ofurlítið. “Eg átti nú við þennan sama vanda að stríða fyrstu árin, og eftir því sem bömunum fjölgaði, urðu heimilisstörfin erfiðari eins og þú skilur. Og á tímabili fanst mér ofurefli að koma þeim öll- um í verk. Eg var farin að verða geðill við börnin og manninn minn. Eitt kvöld settist ég niður og hugsaði ráð mitt. Heimilislífið var að verða ógeðfelt; það var að eitrast af deilum, ófriði og óreglu. Þessu varð að breyta. — Við höfðum ekki efni á að fá stúlku til að hjálpa við húsverk- in. Eg fann að ég varð að venja sjálfa mig og börnin á meiri reglusemi. Fyrst og fremst að gera heimilisstörfin eftir réttri röð og reglu. Það er hægt að af- kasta ótrúlega miklu, ef menn gera störf sín á ákveðnum stund um, vinna að þeim með hægð og ró og gefa allan hugann að því verki sem verið er að gera í það og það skiftið. Annað var áríðandi og það var það að hafa vissa geymslu- staði fyrir alla hluti og venja sig á að sitja alt á sinn stað. Eins og þú sérð, þá eru húsa- kynni okkar fremur þröng. Til þess að bæta úr þessu, fékk ég manninn minn til þess að smíða hentuga hurðaskápa. Hann kom fyrir skáp á eldhúshurðinni og í honum geymi ég diskaþurkur og sápu, ræstiduft, fægilög og fl. — Á borðstofuhurðinni hefi ég skáp með hillum fyrir glös og bollapör, sem eru daglega notuð á matborðið. Einnig má hafa þar þverslá til þess að leggja þar borðdúkinn samanbrotinn. — Neðst í hillu má hafa vindla, vindlinga, eldspýtur og ösku- bikar. í skáp á dagstofuhurðinni geymi ég pappír og ritföng, tímarit, spil og annað það, sem heimilisfólkið notar sér til dægra styttingar. Á hurðirnar í svefnherbergj- unum hengdi ég dúka, sem ég hafði saumað vasa á, fyrir skó. Eg útvegaði mér frá stóru verzlununum hattakassa, sem karlmanna-hattar hafa verið í. Eg klæddi þessa kassa með fal- legum veggjapappír og lét einn í hvert svefnherbergið fyrir höf- uðföt. Eg ánefndi börnunum vissa snaga í fataskápnum við i'dnganginn fyrir útiföt sín. Þegar ég var búin að fá nægi- lega skápa, kassa og snaga fyrir alla hluti í húsinu, skýrði ég rækilega fyrir börnunum, hvað það væri áríðandi fyrir heimilis- . lífið að láta hlutina ávalt á sirin rétta stað, þá þyrfti ekki að eyða tíma í að leita að hlutunum og þá væri altaf þrifalegt í húsinu og skemtilegt. Alt gekk vel í nokkra daga en svo vildi leita í sama horfið aftur; þau fleygðu fötum, bókum leikföngum sínum hingað og þangað og mikið af tíma mínum fór í það að tína upp eftir þau. Hvernig átti ég að venja þau af þessu? Ekki dugði að jagast í þeim; það gerði bæði mér og þeim ilt. Eg fékk mér stóra, djúpa tunnu, og kom henni fyrir í skúrnum aftan við húsið, og festi hana rækilega við gólfið. 1 hvert sinn og þau skyldu eftir föt sín eða annað á röngum stað, fleygði ég því í tunnuna. Þegar þau fundu ekki bækur sínar, skauta eða húfur, sagði ég þeim að leita í tunnuni, og það var ekki auðvelt, því að hún var svo djúp að þau stóðu næstum á höfðinu við að leita. Brátt kom- ust þau að raun um að auðveld- ara var að sitja hlutina á réttan stað heldur en að leita í tunn- unni, og smám saman vöndust þau á að vera reglusöm á heim- ilinu. Þetta létti af mér miklum aukastörfum. Reynsla mín hefir sannað mér það að ef heimilinu á að vera vel stjórnað og haganlega, þá verð- ur að gera heimilisstörfin á ákveðnum stundum, hafa vissa staði fyrir alla híuti óg venja bæði sjálfan sig og heimilis- fólkið á að láta hlutina á sinn rétta stað”. Jónína hafði hlustað á Jórunni með eftirtekt. “Eg hefi lært mikið af þessu, sem þú hefir sagt mér; ég ætla vissulega að reyna að skipuleggja heimili mitt á sama hátt og þú hefir gert”, sagði hún um leið og hún kvaddi. Brauðgerð Nýlega barst mér í hendur frá Robin Hood hveitimjölsfélag- inu, nýjasta bók þess um brauð- gerð. Síðan að brauð hækkaði í verði munu sennilega fleiri hús- mæður en áður baka sjálfar brauð fyrir heimilin. í þessari bók er skýrt frá nýrri, einfaldari og fljótlegri aðferð við að búa til gerbrauð, en áður tíðkaðist. Brauðið er bakað eftir 6 klukku- stundir. Ágætar myndir fylgja leiðbeiningunum, svo ómögulegt er að fara villur vegar. Auk þessa er safn af forskrift- um fyrir allskonar kökur, tertur og annan bakstur. Eru þetta forskriftir, sem hlotið hafa verð laun um þvert og endilangt landið. Bókin er prýdd mörgum litmyndum og er vel bundin í sterkan, vatnsheldan pappír. — Verð bókarinnar er 25 cents; pantanir sendist til Robin Hood Flour Mills Ltd., Winnipeg, Calgary, Moose Jaw, Van- couver eða Toronto. HOLL RÁÐ 1. Gott er að hafa fasta sköfu á útidyratröppum til þess að skafa af fótum sér; þá berst minna inn af óhreinindurri. 2. Til flýtisauka er gott að hreinsa silfurmuní með salti og sóda. — 1 teskeið af salti og 1 sóda í 1 líter af sjóðandi vatni. 3. Hafðu rykþurkur, bursta og fægi-áhöld í körfu og ber þau með þér þegar þú ert að hreinsa til á heimilinu. Það sparar þér snúninga. 4. Ýrirðu volgu vatni á þvott- inn þegar þú býr hann undir strau-jámið? Sumir taka þvott- inn aðeins lítið eitt rakan og þykir það fljótlegra. En vafa- laust verður hann blæfallegri þegar hann er vel þurkaður. 5. Geymdu þá hluti sem sjald eru notaðir í efri hillunum, svo Undramálmurinn aluminium Á stríðasárunum jókst alumin- ium notkun greisilega mikið, því að þessi málmur var mjög hand- hægur til ýmissa hernaðarþarfa. í. Kanada eru auðugar alumin- aumnámur, og þar var reist verk- smiðja, sem kostaði 300 milljónir dollara. Það var mikið fé, og margir spáðu því þá, að verk- smiðjan mundi hætta störfum þegar að stríðinu loknu. Menn sögðu sem svo: “Það þarf að framleiða ókjörin öll af pottum og pönnum til þess að þessi verksimiðja geti borið sig.” En það ætlar að fara á annan veg. Enda þótt verksmiðjan bræði nú fjórða hluta alls alum- inium, sem framleitt er í heimin- um, þá er svo komið að nú þarf að stækka hana, og er gert ráð fyrir að sú stækkun muni kosta 450,000 dollara. Þetta er eina dæmið þar í landi um það að orðið hafi að stækka hergagna- verksmiðju síðan lauk. Þetta stafar af því, að nú er farið að nota aluminium til mörg- um sinnum fjölbreyttari fram- leiðslu en áður var; og eftirspurn að aluminium eykst stöðugt. Er talið að versksmiðjan framleiði nú aluminium í 4000 mismunandi vörutegundir. Nú er ekki talað um potta og pönnur eins og áður. J>að er allt ■of smátt til þess að um það sé talað. Nei, nú er farið að smíða bíla, járnbrautarvagna, hús, skip og kjamorku vélar úr alminium. Framleiðslan á aluminium er um 200,000 smálestir á ári í Kan- ada, en var 70,000 smálestir á ári fyrir stríð. Og verksmiðjan í Arvida veitir 4500 manns vinnu. Samt er búist við að tvöfalda verði vinnukraftinn áður en langt um líður. — Pantanir streyma þangað frá öllum lönd- um, jafnvel frá Bandaríkjunum, sem eru þó auðug að aluminium. Ástæðan til þess er sú, að Kanada getur framleitt ódýrara alumin- ium en nokkurt annað land riú sem stendur, og það stafar aftur af því, að þar er rafmagn miklu ódýrara en annars staðar, og er fengið með vatnsafli. Aluminium bræðsluofnarnir eru mjög eyðslu ffekir á rafmagn, og nokkrar alu- minium-verksmiðjur, sem reistar voru í Bandaríkjunum á stríðs árunum, hafa menn neyðst til að leggja niður, vegna þess að þær gátu ekki keppt við kanadisku verksmiðjuna. Og ástæðan var sú, að þær gátu ekki fengið nógu ódýrt rafmagn. Jafnvel hinir “þrír stóru”, Aluminium Corpor ation of America. Reynolds og Kaiser, hafa gefist upp og skýrt stjórninni frá því, að þeir geti alls ekki keppt við kanadisku verskmiðjuna, þar sem hún selur pundið af aluminium á 12 cent. Aluminium er einn af átta málmum, sem nýtísku vísindi hafa dregið fram í dagsins ljós. Þó er það sennilega sá málmur- inn, sem mest er til af á jörðinni. Það er svo að segja í öllum leir, og mönnum telst svo til, að ef það væri allt komið saman í einn stað, þá mætti steypa úr því 10 kílómetra þykka skorpu utan um hnöttinn. Og sé nú svo komið, sem margir hafa óttast, að járn- námur jararinnar sé að ganga til þurðar, þá kemur hér annar málmur í þess stað, og hann er Svo að segja óþrjótandi. -að það sem notað er daglega sé nær hendinni. 6. Hafðu spjald eða minnisblað til þess að skrifa á það sem muna þarf og koma í verk, einnig það sem þig vantar og kaupa þarf. 7. Notarðu tevagn þegar þú ber matinn á borð, eða notarðu stóran bakka? Hvort tveggja sparar snúninga. Sjálfsagt er að fjölskyldan hjálpi til að bera á borð og af því. Þá verða spor þín færri. Hvernig stendur nú á því, að aluminium fór allt í einu að keppa við járn og kopar? — Aðalástæðan til þess er sú, að menn hafa nýskeð uppgötvað ýmissa eiginleika þess og þeim hefir tekist að blanda það öðr að hægt er að nota það á að hægt er að nota það á mörg- mörgum stöðum. — Mönn- um hefur tekist að gera það gljá- andi eins og “króm”, fjaðurmagn að eins og stál pg jafn sterkt og járn. Það leiðir rafmagn engu síður en kopar, tekur lit eins og bómull og er jafn góð hitaein- angrun eins og ull. Menn héldu áður að höfuð- •kostur þess væri sá, hvað það er létt. En það hefur annan eigin- leika, sem ekki er minna varið í: það endurlpstar hitageislum eins og spegill endurkastar ljósgeisl- um. ^ Aluminium-þynnur, sem ekki eru þykkri en “silfurpappír”, sem safður er utan um vindlinga, og settar væri á húsþak, myndi end- urkasta 60% af sólarhitanum á sumrinu, og minnka hitaút streymi um 50% á vetrinum. Sé nú þessi aluminium-þpnna gerð einn þumlungur á þykkt, þá er hún jafn góð hitaeinangrun eins og 50 þumlunga þykkt vaðmál. Vegna þess hvað aluminium er létt, þá þarf minni gufukraft til að knýja járnbrautarlest úr alu- minium, heldur en lest úr stáli. Með öðrum orðum, með sömu eldsneytiseyðslu og áður, meira. Margir almenningsbílar eru nú gerðir úr aluminium, og þeir eru svo miklu léttari en eidri bílar, að nemur þunga 30 farþega. Það er einnig farið að nota það í einkabíla. Verksmiðja í Quebec, sem smíðar yfirbyggingar á bíla, notar nú eingöngu aluminium. I Bretlandi hefur bíll verið smíð- aður úr aluminium og vegur ekki meira en 800 pund, en getur ekið um 70 mílur á einu gallon (4% lítra) af bensíni. Járbrautarfélögin í Ameríku hafa gert ýmsar tilraunir með alu minium á undaförnum árum. Og nú hafa verið smíðaðir farþega- vagnar, sem eru 5000 pundum léttari en vagnar voru áður. Og endingin talin jafn góð og járns áður. Nú er verið að gera við og end- urbyggja mörg skip og kemur aluminium þar í staðinn fyrir járn. Á eitt skip, “Redfern” var sett alveg ný yfir bygging úr aluminium og í mörgum skipum hafa verið gerð farþegarúm úr því. Bandaríkjastjórn hefur til- kynnt að hún muni láta reisa 100- 000 aluminium-hús handa af- skráðum hermönnum. Er talið að hvert hús muni kosta um 7000 dollara. Mikið er nú notað af alumin- ium til að klæða og þekja hús, einkum í vesturfylkjum Kanada. í austurfylkjunum leyfa bygg- ingasamþykktir ekki notkun þess í borgum, en í landbúnaðarhéruð unum er það mikið notað. Þetta er ekki óeðlilegt, því að alumin- ium hefur þrjá höfuðkostí, sem byggingarefni. Það einangrar svo vel að húsin verða hlý. Og svo létt að auðvelt er að fara með stórar plötur af því, en það er mjög til verkdrýginda við hús- byggingar. Húsasmiðir telja og að það geti víða komið í stað fyrir timbur. Fyrir 8—9 árum var sett aluminium þak á hús í Arvida, rig það er jafn gott enn, o ghefir aldrei verið málað og aldrei þurft viðgerðar. Hið nýasta á þessu sviði er að nota aluminium ekki aðeins í hús, heldur einnig í barnaleik- föng, bikara og ótal margt annað. Er alla vega litt aluminium kom- ið á markaðinn. Húsasmiðir og byggingameist- arar, sem hafa notað aluminiiun, vilja nú helst hvorki hafa timbur né járn í húsum. ]>ó segja þeir að það geti ekki komið 1 staðinn fyrir stál í stórbyggingum og brúm, því að þar sé það of dýrt og verði of mikið fyrirferðar, eigi það að hafa nægilegt burðar- magn. Þó er engin regla án undan- tekningar. í Montreal var dóm- kirkja byggð í gotneskum stíl. En er hún hafði staðið í 20 ár fóru undirstöðurnar að bila og var því kent um að turninn væri of þungur. Seinna var svo byggð- ur nýr turn úr aluminium. ná- kvæmlega eins og sá fyrri að ytra útliti. Og það þarf glöggt auga til þess að sjá það hvar mæt ist steinn-og aluminium. Vegna einangrunarhæfileika sinna er aluminium notað í frysti klefa, kælistkápa, ísvélar og kælara. Aluminium þarf að vera bland- að sérstökum efnum, eftir því til hvers það á að notast. Úr hreinu alumiium er nú varla smíðað annað en pottar og pönnur. Vegna þess hvað það er létt, er það notað með góðum árangri til að létta störf manna. Nú er t.d. farið að búa'til mjólkurkassa úr því og verða þeir miklu auðveld- ari í meðförum en trékassar. Ein- nig er farið að smíða úr því tunn- ur og löng dælusköft. Á einum stað eru smiðaðir aluminium sleðar. Á öðrum stað utanborðs- hreyflar. Svo koma slökkviliðs- stigar og slöngur, léttibátar, reið- hjól o.s.frv. Á sýningu, sem nýlega var haldin í Quebec, voru stigar, handsláttuvélar, myndavélastól- ar, flöskuhettur, skeiðar hurðar- handföng, skrár, lamir, rafleiðsl- ur, eldhússkápar, svelgir, raf- magnsvélar, gluggadragtjöld og ótal margt annað smíðað úr alu- minium. Fólk heldur að tinpappír eða silfurpappír sé í umúðum um vindlinga, súkkulaði og þess hátt ar, en það er nú aluminium- pappír. Aluminium málning (brons) er nú mikið notað til þess að mál.a brýr og er einkennilega falleg, líkust fínni hrímstorku. Þá er og aluminium notað í ýmis lækningalyf.------ Lesbók, Mbl. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar The Swan Manufaaturing Compony Manufacturers of SWAN VVFATHER STRIF Halldor Methusalems Swu Eigandi 281 James St. Phone 22 641 ICELAND 'ÍÍr ICELANDERS eftir Helga P. Briem Bókin er 96 síður í stóru broti, bundin í blátt léreft með silfur álelrun. Það eru yfir 70 myndir í bókinni, flestar i litum, og kort af íslandL — Verð $5.00. “Dr. Helgi P. Briem, aðalræðismaður í New York hefir samið litla, en mjög góða bók um land sitt og þjóð. Bókin er prýdd ^fjölmörgum ágætum ljósmyndum eftir Vigfús Sigurgeirsson, eru það flest litmyndir, allar vel valdar og vel gerðar. — Textinn er léttur, fróðlegur og skemtilegur. — Hefir aldrei verið gefin út jafn eiguleg myndabók um ísland. — i Jónas Jónsson, fyrv. menntamð.lará8herra I SAMVINNAN, Reykjavlk. “Þó frásögnin sé óhjákvæmilega samanþjöppuð, er hún bæði skilmerkileg og skemtileg aflestrar. — Hinar óvenjulegu fögru litmyndir hafa sannfært mig enn betur um það, að eini vegurinn til að gefa fólki verulega hugmynd um fegurð Islands og sviptign, er að sýna það í litmyndum,, hvort sem er á pappírnum, eða í kvikmyndum”. , Einar P. Jónsson, ritstjóri, I LÖGBERGI. “Þessi bók er til mikils sóma fyrir íslenzka menningu, og þjóðin er í mikilli þakkarskuld við Dr. Briem fyrir að gefa út þessa ágætu bók”. Próf. R. Beck I HEIMSKRINGEU. “Höfundur bókarinnar er líka allra manna hæfastur til að skrifa bók eins og þessa, því að enginn veit betur en hann, hvað útlendingar vilja vita um ísland og hefir hann skrifað bókina, sem allir biðu eftir. — Betri andlega kveðju er ekki hægt að senda til erlendra manna”. Dr. Áskell Löve I pjóðviljanum. “Dr. H. P. Br. hefir tekist að koma fyrir i ekki löngu máli, alveg ótrúlega miklu af fróðleik um efni bókarinnar, og framsetning er snildarleg. Tök höfundarins á ensku máli eru frábær, að svo miklu leytj, sem mín miklu ófullkomnari þekking á málinu leyfir mér að dæma. — Það yrði langt mál, ef ég ætti að nefna eitthvað til muna af því, sem mér finnst mikil ástæða til að ljúka lofsorði á, en um gallana er fljótritað. — í einu orði sagt, ljómandi bók”. Dr. Helgi Pjeturss I MorgunblaCinu. “Það er ekkert álitamál, að aðalræðismaður okkar í New York, dr. Helgi P. Briem, hefir unnið hið ágætasta verk og jafnframt bætt úr brýnni þörf, með því að rita á enska tungu þessa gagnorðu, glöggu og fjörlegu lýsingu á Islandi og íslendingum. Honum hefir tekist að gefa greinargott og fróðlegt yfirlit um sögu lands og þjóðar í stuttu máli, en segja í sömu andránni vel og skemmtilega frá sérkennum ís- lenzkrar náttúru, veðráttu, jurtagróðri og dýralífi. Bókin er einnig mjög vönduð að ytra frágangi og prýdd miklum fjölda góðra ljósmynda, sem flestar eru litprentaðar. Þetta er bezta og glæsilegasta landkynningarbók okkar sem ég hefi séð. Ólafur J. Sigurösson, rithöfundur í TÍMARIT MÁI.S OG MENNINGAR THE AMERICAN SCANDINAVIAN FOUNDATION, 116 East 64th Slreel. New York 21.. N.Y. Gentlemen: Kindly send me copies of Iceland and the Icelanders, by Helgi P. Briem. I enclose a check (Money Order) for $ Name ......... Street and Number ................ Town

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.