Lögberg - 27.11.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.11.1947, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. NÓVEMBER, 1947 --------iLogberg-------------------- OttflO út hvern flmtuda* af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrlft ritstjórans: EDITOR LÖQBERO l»6 S&rg-ent Ave., Winnipeg, Man Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist íyrirfram The “Dögrberg" is printed and pubiished by The Columbia Preee, Limlted, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as-Svcond Class Maii, Post Oífice Dept., Ottawa. PHONE 21 604 Víðsjá Naumast hafði forsætisráðherrann í Canada, Mr. King, fyr lokið útvarpsræðu sinni á dögunum frá London, þar sem hann skýrði þjóðinni frá hinum nýju viðskiptasamningum við seytján þjóðir, er bundist höfðu föstum samtökum um það, að tryggja framtíðar viðskipti sín á milli, en foringjar stjórnarandstöð unnar, þeir Mr. Bracken og Mr. Cold- vell, fóru á stúfana og fundu stjórninni svo að segja alla skapaða hluti til for- áttu; flestir sanngjarnir menn litu þó þannig á að slíkar aðfinslur hefðu auð- veldlega mátt bíða þings, sem rétt var í þann veginn að verða kvatt til funda; enda lá það nokkurn veginn í augum uppi, að jafn umfangs mikið mál, sem áminstir viðskiptasamningar í eðli sínu eru, ætti fyrst að koma til umræðu í söl- um þingsins; frá þessum samningum hefir áður verið skýrt hér í blaðinu, og þess þá jafnframt getið, sem Mr. King lagði sérstaka áherslu á, að til þeirra væri stofnað með framtíðar velfarnan þjóðarinnar fyrir augum, fremur en augnabliks eða stundarhag. Athyglisvert er það, að Mr. Irving, aðstoðarritstjóri stórblaðsins Montreal Star, sem flutti síðastliðinn sunnudag útvarpsræðu um fyrgreinda viðskipta- samninga, taldi þá eigi aðeins valda straumhvörfum í þróunarsögu cana- disku þjóðarinnar, heldur væri þeir lík- legri til meiri framtíðaráhrifa, en margt það, sem barist væri um í þingi S. þjóðanna, með því að nú væri fengin vissa fyrir að seytján þjóðir heims að minsta kosti, hefðu komið sér saman um að vinna að sameiginlegum áhuga- málum í bróðerni og af fylstu einlægm; þetta út af fyrir sig væri lærdómsríkt og hlyti að teljast góðs viti. í nýlegri ræðu, sem fjármálaráðherra ann, Mr. Abbott flutti, vék hann að ýmissum takmörkunum á sviði viðskipt anna, sem hrinda yrði í framkvæmd vegna tilfinnanlegs skorts á amerísk- um dollurum í landinu og hins óhag- stæða verzlunarjöfnuðs við Bandaríkin. Innflutningsbann, sem þó verður að- eins til bráðabrigða, hefir verið sett á bíla, gullstáss, brjóstsykur, ritvélar, við- tæki, kæliskápa, þvottavélar, ýmissar tegundir ávaxta, niðursoðin matvæli og húsgögn; þetta eru allt saman þarfar sparnaðarráðstafanir, sem enginn ætti að kippa sér upp við. Canadabúar hafa ekki haft mikið af harðrétti að segja undajifarin ár og hafa í rauninni lifað í vellystingum praktuglega, flest- um þjóðum heims fremur; lítilsháttar aðhald varðandi óþarfa eyðslu, er þeim holt. 4 ♦ ♦ ♦ Fjölda manna stendur það vafalaust enn í fersku minni, er stigamenn ítalska fasismans ruddust inn í hið varnarlausa Blámannaland, Ethiópíu, rændu og rupl uðu hverju því er hönd á festi, og skutu niður í þúsunda tali sakleysingja þess- arar umkomulitlu og frumstæðu þjóð- ar; árásin á Ethiópíu var annað og meira en almenn harmsaga; hún var einn sá viðurstyggilegasti og löðurmann legasti atburður, er saga mannkynsins á síðustu öldum hefir verið vitni að. Ethiópía gekk undir nafninu keisara- dæmi, og á dögum sinna þyngstu rauna var þjóðin svo lánsöm, að eiga á valda- stóli vitran og þjóðhollann mann þar sem Haile Selassie keisari átti í hlut; um hríð átti hann eigi annars úrkosta en dvelja í útlegð, en engu síður þar en annarsstaðar, vakti hann yfir velferð hinna dyggu og trúlyndu þegna sinna, og gerði fyrir þá allt sem í hans valdi stóð; á sínum tíma frelsuðu lýðræðis- öflin Ethiópíu, eins og margar aðrar þjóðir úr helklóm fasismans og nazism- ans; eigi var Haile Selassie fyrr kominn heim, en hann tók sér fyrir hendur víð- tæka viðreisnarstarfsemi á öllum svið- um hins sundurtætta þjóðfélags. Bretar voru fyrsta þjóðin ,sem veittu Ethiópíu nokkurn stuðning í endurreisnarstarf- inu, en að lang mestu leyti spilaði þessi frumstæða þjóð upp á eigin spýtur; hún hefir einskis styrks leitað hjá skmein- uðu þjóðunum. Fyrir .nokkru var Ethiópíu-keisari spurður um það, hvort hann vildi að sameinuðu þjóðirnar sendu honum sér- fræðinga til að skipuleggja viðreisnar- starfsemi þjóðarinnar; svar hans var á þessa leið: “Við erum þakklát fyrir hið drengi- lega boð, en eins og sakir standa, held ég að við getum bjargast af; einhvern tíma seinna getur svo farið, að við þurf- um á láni að halda til stórræða á vett- vangi framleiðslunnar; en í millitíðinni er það einlæg ósk mín og þjóðar minnar að sameinuðu þjóðirnar veiti þeim þjóð- um að málum, sem ver eru á vegi stadd- ar en við”. ^ ♦ ♦ ♦ Stjórnarskipti á Frakklandi mega í rauninni teljast til daglegra viðburða, og þess vegna eru það vissulega engin stórtíðindi þó Ramadier-stjórnin yrði að leggja niður völd, því svo má segja að alt athafnalíf þjóðarinnar hafi leikið á reiðiskjálfi síðustu vikurnar; um milj- ón dugandi verkamanna sitja um þess- ar mundir auðum höndum í landinu, ný samsteypustjórn hefir tekið við valda- forustu, sem ef til vill endist ekki deg- inum lengur; á vettvangi fjármálanna er alt í grænum sjó og litlar líkur að fram úr ráðist fyr en þjóðþing Banda- ríkjamanna hefir afgr. þá lánsheimild Frökkum til handa, sem nú er til um- ræðu í þinginu og telja má víst að öðlist samþykki. • Jafnaðarmannaforinginn víðkunni, Leon Blum, sem hvað ofan í annað hef- ir gegnt stjórnarforustu á Frakklandi, og freistaði nýrrar ráðuneytismyndun- ar, er Ramadier-stjórnin féll, lét svo um mælt í þingræðu, að franskir kom- múnistar sæti á svikráðum við franska lýðveldið og vildu það feigt. Hinn nýi forsætisráðherra Frakka, Robert Schuman, er sagður að vera mikill fyrir sér, en næsta óvæginn, ef því er að skipta; kvað hann það verða mundu hið fyrsta verk ráðuneytis síns, að reyna að binda enda á verkfallsfarg- anið, er nú væri að mergsjúga frönsku þjóðina og leiða hana á refilstigu. ♦ ♦ ♦ Þó tækninni sé tíðum misbeitt mönn- um í óhag og jafnvel þeim til bölv- unar, býr hún þó yfir mörguin kostum, sem ættu að geta orðið sérhverju jarð- arbarni til aukinnar lífshamingju og blessunar; ein hin áhrifamesta grein tækniþróunarinnar er flugtæknin; hún réði miklu um úrslit síðustu heimsstyrj- aldar, og á vettvangi friðarmálanna ætti hún engu síður að geta stækkað landnám sitt, einstaklingum og þjóðum til fulltingis í lífsbaráttunni. Þegar flugtækninni er beitt í þjón- ustu mannúðarinnar eins og nú er verið að gera, verða blessunarríkum áhrifum hennar lítil takmörk sett; dæmi þessu til sönnunar gerðist nýverið hér í landi; enskur trúboðsprestur, John Turner, er gaf sig að trúboði norður við Baffins- land, særðist af voðaskoti, er hann var að veiðum; kona hans var honum ein til aðstoðar; útvarpið flutti fréttir af at- burðinum og voru björgunartilraunir þá svo að segja samstundis hafnar; veðurfar í norðri var alt annað en ákjós- anlegt; þó tókst þ. 4. okt. s.l., að koma fjórum fallhlífarmönnum, vistum og sjúkrabúnaði þar sem Turner prestur og fjölskylda hans áttu bækistöð; en vegna illviðra varð eigi fullnaðarbjörg- uh við komið fyr en alveg nýverið, og kom flugvélin hingað til borgar með sjúka manninn á laugard. var; hann var samstundis fluttur á sjúkrahús. Það var engin smáræðis þrekraun, er flughetjurnar, sem að málum stóðu, intu af hendi í þessu sambandi; vel sé þeim fyrir afrekið! ♦ ♦ ♦ Mr. Ilsley, dómsmálaráðherra Canada stjórnar og formaður canadisku sendi- nefndarinnar á þingi sameinuðu þjóð- anna, lét þess nýlega getið, að þrátt fyrir djúpstæðan ágreining um ýmis mikilsvarðandi atriði, yrði ekki annað með sönnu sagt, en þinginu hefði orðið all-verulega ágengt í áttina til mála- miðlunar og varanlegs friðar. Ráðgert er að áminstu þingi verði slitið um næstu mánaðamót. Lukkuóskir til Lögbergs Eg óska Lögbergi allra heilla um sextugsafmælið. Sextíu ár er langur tími og eðlilegt að margt breytist á því skeiði; en það er óhætt að full- yrða, að það er mikil þörf fyrir blaðið enn. Svo mikið skulda menn uppruna sínum, að vel fer á því að hlúa að Lögbergi á með- an það er til. Allir Íslendingar hér vestra ættu að hugsa út í málsháttinn: “Enginn veit hvað átt hefir, fyr en mist hefir”, og þeir sem ekki enn hafa tekið blaðið, gerðu sjálfum sér margar ókomnar á- nægjustundir og styddu gott málefni, með því að kaupa Lög- berg nú. Þess hefi ég Vitað dæmi, að þeir, sem aðfinslur gerðu á þessu sviði, en fyrir breytingar á kringumstæðum, voru svo staddir þar sem þeir heyrðu ekki orð í íslenzkri tungu, þeim fanst lífið næsta ömurlegt. Og þá voru það vikublöðin, sem komu með íslenzkuna til þeirra. Ein kona sagði við'mig: “Þá las ég alt sem kom, auglýsingar og alt saman”. Ritstjóri Lögbergs er nú viður kendur hæfileikamaður á sínu sviði og víðar. Sumum af okkur finst að gott væri að fá meiri fréttir héðan vestanhafs og af því sem er að gerast úti í heim- inum. Við erum hér nú gróður- sett fyrir fult og alt og stönd- um og föllum með þessu landi. Hitt er líka satt að almennar fréttir af íslandi eru kærkomnar og að land minninganna á sín- ar djúpu rætur í hug og hjarta eldra fólksins enn. “Hvernig líkaði þér Islendingadagurinn í sumar?” spurði ég roskna prýðis konu í haust, frá Wynyard. — “Ó”, sagði hún í hjartanlegum TÓmi. “Það er sá yndislegasti dagur sem ég hefi lengi lifað. — Það var svo elskulegt að heyra nýja prestinn að heiman”. Lögberg á góðum kröftum yfir að ráða, þar sem báðir rit- stjórar þess eru nú, þau Einar Páll Jónsson og frú Ingibjörg kona hans. Það hefir líka að- dráttarafl fyrir góða krafta, þar sem enn leggja af mörkum við það tveir fyrri ritstjórar þess, þeir Dr. Sigurður Júlíus Jó- hannesson og Jón J. Bíldfell, að ógleymdum öðrum afkastamönn um, bæði kirkjulegum og leik- mönnum, svo sem séra Rúnólfi Marteinssyni, sem iðulega gleð- ur okkur með frásögnum af sínu iðjuríka starfssviði; séra Valdi- mar J. Eylands bæði stólræður og ferðasögur, Dr. Richard Beck, svo óendanlega mikið í bundnu og óbundnu máli. Marg- ir fleiri hafa lagt hönd á þenna plóg og plægt sína strengi vel. G. J. Olson, Glenboro á hér stóran þátt, S. Guðmundsson vestur við hafið, séra H. E. Johnson, Guðmundur Jónsson frá Húsey, Erlendur Guðmunds • son á Gimli og með fallegum minningarljóðum, Þorsteinn Þ. Þorsteinsson — þó nú sé nokkuð síðan þau komu. — Og núna . Páll S. Pálsson, Hjálmar Gísla- son og margir fleiri. Allar íslendingadagsfréttir og ræður og feikn af einu og öðru er að gagni má vera og mikið fleira fólk, en hér er nefnt, hefif skrifað í blaðið það sem ég veit að margur hefir haft gaman af að lesa. íslendingar! í allri einlægni og alvöru vildi ég segja þetta við ykkur: Styrkið þessa gömlu og merggóðu stofnun, Lögberg. Hún er nefnd eftir hinu forn- helga Lögbergi föðurlands vors. Á því voru lög upp kveðin, þar var kristni lögtekin fyrir land og þjóð. Þar reyndi á það dýpsta og bezta í íslenzkri sál, og það á meðan lífsljós kristinnar trú- ar var í þoku og fjarsýn einni. Sýnið trygð og dygð góðu málefni. Lögberg og starfsfólk þesS: — Þökk fyrir alla góða viðkynn- ingu á undanförnum árum og beztu lukkuóskir til ykkar allra. Þökk fýrir samvinnuna. Lengi lifi Lögberg. Megi ganga þess verða bæði góð og löng. Leslie, Saskatchewan. 15. nóvember, 1947. Rannveig K. G. Sigbjörnsson. Fólkstala í Winnipeg Samkvæmt endurskoðun á skýrslum manntalsskrifstofunn- ar í Ottawa þann 7. ágúst s. 1., nam íbúatala Winnipegborgar hinnar meiri, 320.484. Vancouver, B. C.: Hér voru á ferð 17. nóv., tveir góðir gestir, þau dr. Vilhjálm- ur Stefánsson, landkönnuðurinn frægi, og hin fagra og yndislega frú hans. Var Vilhjálmur hér á vegum frjálslynds blaðs sem Pacific Tribune nefnist, og flutti hann fyrirlestur fyrir húsfylli í einu af stærri samkomuhúsum borgarinnar. Fórust dr. Vilhjálmi orð vel að vanda, og var ræða hans þrung- in magni og hugsun. Efnið var “New Frontiers of Peace”, og fjallaði um framtíðar mögu- leika Alaska og Canada norðan- verðu. Má óhætt fullyrða að hann veit meira og betur um það en nokkur annar maður, lif- andi og liðinn, enda er það al- mennt viðurkennt, og því leitar Bandaríkjastjórnin til hans um ráð um sýslu sína á þeim slóðum sem er margvísleg, en mest á hernaðar vísu. Ávítti hann harð lega aðgerðaleysi bæði Canada og Bandaríkjastjórnanna í því að opna norðrið fyrir brautryðj endur. Taldi hann upp sumt af þeim stórvirkjum sem Rússinn hefir þegar komið í framkvæmd í norður- og norðaustur-Síberíu, allt ai? íshafinu, þar sem stór- borgir og stóriðnaðir eru vel á legg komin. Var góður rómur gerður að máli hans, þó það víða kæmi við kaun, og sumstaðar þunglega. — Enda er hann allra manna snjallastur að koma svo orðum fyrir að þau séu hvatning og uppörvun án þess að þau móðgi. Daginn eftir flutti hann aðra ræðu um skylt efni fyrir háskóla stúdenta hér. ' Um kvöldið var þeim dr. Vil- hjálmi og frú haldið samsæti á heimili miljónamærings í West Vancouver við mikla rausn, og gafst þá fáeinum tækifæri til að Fylgir fram sparnaði Mr. C. E. Simonite bæjarráðs- maður í Winnipeg og forr^aður fjárhagsnefndar bæjarstjórnar- innar, hefir skorað á allar deild- ir í umboðsstjórn borgarinnar, að viðhafa fylsta sparsemi á kom andi ári, og forðast öll ný út- gjöld svo sem framast megi verða, því fjárhagurinn þoli ekki nýjar byrðar. Alitleg kornsala í vikunni sem endaði þann 15. þ. m., seldi Canada 2.200.000 mæla ýmissa korntegunda; af þessari mælatölu fóru 1.780.000 til Bretlands; ónefnd Evrópu- þjóð fékk 300.000 mæla af hör, en Tékkóslóvakía 100.000 mæla kynnast þeim persónulega. Var það skemmtileg og ógleymanleg stund. Meðal þeirra sem þetta gildi sátu var Ole Andreasson, sem, með Storker Storkerson, var þriðji maður með Vilhjálmi í þeirri miklu svaðilför árið 1917, sem frá segir í “The Friend ly Arctic”, þegar þeir lögðu út á Beaufort íshafið með tveggja vikna vistarforða og sáu fyrst land níu mánuðum síðar langt austur á Banks ísland, — að mig minnir; heimildir ekki við hend- ina. — Höfðu þeir þá í fleiri mánuði verið taldir af. Vilhjálm ur og Andreasson — sem nú á heima í Vancouver — höfðu ekki hitzt síðan, í full 28 ár, fyr en þetta kvöld, og var þetta því eftirminnilegur fundur. Sá, sem þetta ritar, átti langt tal við Andreasson um þessa för þeirra, og fórust honum svo orð um Vilhjálm að hann — Andreas son hafði vitað sig óhultann und ir forystu Vilhjálms, hvernig sem á móti blés. Sér hefði þótt hann það mikilmenni, bæði til vits og líkama, og svo úrráðagóð- ann, að honum væri allt mögu- legt. Enda farnaðist þeim vel og skiluðust heilu og höldnu, gegn öllum hrakspám þeirra sem töldu þeim dauðaann vissann þegar þeir lögðu af stað. Vilhjálmur er sjáanlega við ágæta heilsu og spriklandi af fjöri, þótt hann sé nú kominn hátt á sjöunda tuginn. Getur þess hvergi í ræðu-framburði hans að hann sé kominn yfir há- marksskeið lífsfjörsins að aldri til. Mega íslendingar, hvar sem þeir eru, leggjast á eitt um að óska þess, að honum endist starfskraftar sem lengst, því að hvar sem hann kemur fram eykst hróður þeirra, og stolt að eiga hann að. L.F. Œílbaltn Jólagjof! Það er gamall og góður siður, að gleðja vini sína um jólin; það eru ekki ávalt dýrustu gjafimar, sem veita hina dýpstu og sönnustu ánægju; hitt ræður meiru um, hvað þær tákna, og hversu varanlegt gildi þeirra frá minninga- og menningarlegu sjónarmiði er. — Lögberg hefir um sextíu ára skeið haldið uppi þrotlausri baráttu fyrir við- haldi íslenzkrar tungu í þessu landi, heilbrigðum þjóð- ræknislegum metnaði og sérhverju því, er að þjóðholl- ustu og öðrum borgaralegum dygðum lýtur; öllum slík- um málum vill blaðið veita óskipt fulltingi í framtíð- inni án hiks eða efa. — Jólagjafaráðgátan verður greiðast leyst með því að kaupa Lögberg og senda það vinum bæði hér og á íslandi. FYLLIÐ ÚT EFTIRFARANDI EYÐUBLAÐ: The Columbia Press Limited 695 Sargent — Winnipeg Sendið Lögberg vinsamlegast til: Nafn ................. /................. Áritún: ................................... Hér með fylgja $3.00, árgjald fyrir blaðið Nafn gefanda Áritun Góðir gestir i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.