Lögberg - 04.12.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.12.1947, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. DESEMBER, 1947 ---------Hogberg----------------------- 0«fie ttt hvern flmtudae af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 í'.argent Ave., Winnipeg, Manirtoba Utanáskrlít ritstjórans: EDITOR LOGBERO J86 Sargent Ave.. VVinnlpeg, Man R^tstjóri: EINAR P. JÓNSSON Ver8 $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The **L#ö*berg^' is printed and pubdshed by The Columbia Presa, LimJted, 695 Sarg#*nt Averue. Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as.S.-cond Class Mail. Post Office Dept., Ottawa PHONE 21 804 P ersónuminning um stórmerka konu Krjúptu að fótum friðarboðans, fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. Þessar fagurmeitluðu og sígildu ljóð- línur notaði ég sem einkunnarorð að dálítilli minningargrein í Lögbergi um séra N. S. Thorláksson ,og nú, er ég legg lítinn minningarsveig í óbundnu máli á leiði ekkju hans, frú Eriku, finst mér þær engu síður eiga þar heima. Með frú Eriku hefir safnast til feðra sinna norræn kvenhetja, eiginkona og móðir, er með skapfestu sinni, kjarki og móðurlegri mildi, vakti aðdáun og virðingu þakklátrar samferðasveitar hvar sem leið hennar lá; hún var tigin- borin norræn kona, lifandi vitni um sér- kosti og höfuðdygðir kynstofns síns, heillyndi og drengskap. Eg lét þess getið í minningarorðum um séra Steingrím, að mér fyndist það því nær óhugsandi að þau hjónin ættu ekki ávalt samleið, og var með því vita skuld átt við samfylgdina á þessari jörð, því kærleiksambandið hélzt vissu- lega órofið; og nú hafa þau sameinast á ný til þjónustu hinnar æðstu köllun- ar og meiri starfa Guðs um geim. Fyrstu grein Thorláksson-fjölskyld- unnar kyntist ég í Wynyard veturinn 1914, er ég þá var nýkominn af íslandi; sú grein var frú Margrét Sigmar, kona Dr. Haraldar Sigmars, er um þær mund- ir var þar þjónandi prestur; ég varð organisti við söfnuð þeirra, og varð þess brátt áskynja, hve frú Margrét bjó yfir fagurri söngrödd og hve frábærlega söngelsk hún var; og er til Winnipeg kom, og ég átti því láni að fagna, að kynnast foreldrum hennar og fjölskyld- unni allri, komst ég þá fljótt að því, að sönghneigðin var arfgeng; séra Stein- grímur var ljóðrænn og söngvinn, en frú Erika gædd ágætri söngrödd og næm- um hljómlistarhæfileikum, enda var heimili prestshjónanna rómað fyrir ástúð, gleði og söng. Frú Erika var fædd og uppalinn í Nor- egi, komin af göfugum og sannmentuð- um stofni, og í, heimalandi sínu kyntist hún hinum ágæta eiginmanni sínum, er þá var í Noregi við guðfræðinám og þar bundust þau eilífðartryggðum; faðir frú Eriku var Rynning prestur; hún kom ung vestur um haf, giftist þar elsk huga sínum' og háði með honum merki- lega landnámsbaráttu í Minneota, Park River og Selkirk; baráttu, sem mótað- ist af fórnarlund og norrænu tápi. Menn geta auðveldlega gert sér í hugarlund hver geisibreyting hafi fyrst í stað orðið á lífshögum frú Eriku eftir að hún kvaddi heimahaga og tókst á hendur hina erfiðu köllun prestskon- unnar í fátækum og fámennum frum- bygðum íslendinga í þessari álfu; en slíkt lét hún ekki á sig fá, heldur lagði þess meira að sér til þess að sigrast á erfiðleikunum, og hún gekk líka í öllum efnum sigrandi af hólmi, elskuð og virt af eiginmanni, ágætum og óvenjulega vel gefnum börnum, og fjölmennum hópi trúrra aðdáenda. Merk, íslenzk kona, sem árum saman átti náið samstarf við frú Eriku í Sel- kirk, lét sér þau orð um munn falla við mig, að hún hefði eigi aðeins verið móðir Selkirksafnaðar, heldur og fórn- fús og kærleiksrík systir allra, er á einn eður annan hátt þurftu liðsinnis eða hjálpar við; þetta var yndislegur vitnisburður, sannur og göfgandi. Þegar ég hugsa um frú Eriku sem húsmóður, rifjast upp fyrir mér síðasta erindið úr snildarljóði Sigurðar Jóns- sonar frá Arnarvatni, er hann nefnir “Húsmóðirin”: “Fyrir, daglega umhyggju alla, fyrir óskir, löngun og þörf hún beitir sér eins og bezt er unt og býr undir framtíðarstörf. Hún vinnur sín verk í kyrð, hún vinnur þau löngum duld. Við hana eru allir að endi dags — allir í þakkarskuld”. Yndislegur var vitnisburðurinn, sem hinn kunni ritsnillingur, Gunnar B. Björnsson -bar frú Eriku í minningar- grein um mann hennar, en þar standa meðal annars þessar fögru setningar: “Frú Thorlákson flutti með sér til prestakallsins í Minneota glampa af sólskini; allir dáðu hana þegar við fyrstu sýn; hún bjó yfir mannkostum, sannmentun, blíðlyndi, fegurð yndis- þokka og söng; það voru engin smá- ræðis viðbrigði fyrir konu, sem alin var upp við borgarlíf, að setjast að í sveita- þorpi á sléttunni með einungis nokkr- | um hundruðum íbúa, þar sem einu ný- tízkuþægindin voru forréttindin til að vera án þeirra; frú Thorlákson var vön menningarlegu félagslífi og fjöri Norð- urálfu-borgarlífs við tiltölulega auðveld ar aðstæður sem dóttir einnar hinnar elztu og virðulegustu ættar í Noregi; sætti hún sig nú við tvær herbergis- kytrur yfir fornlegu búðarskrifli, án þess að umkvörtunar nokkru sinni yrði vart; þetta verður naumast skýrt á annan veg en þann, að hetjur og skáld fæðist vængjuð í þenna heim, en skap- ist eigi af umhverfinu”. Enginn, sem eitthvað þekkti til frú Eriku, efast um áminst sannmæli Gunnars B. Björnssonar, því hún flutti eigi einungis glampa af sólskini til prestakallsins í Minneota, heldur og til starfsstöðva sinna annars staðar, hvar sem þær voru í sveit settar. Ekki ætla ég mér þá dul, að gera til þess tilraun, að setja mig í spor syrgj- andi, en þakklátra barna, frú Eriku, þó mig renni grun í, að þau myndu geta tekið undir með Matthíasi í kvæðinu “Móðir mín”, þar sem meðal annars er svo komist að orði: # “Eg hefi þekt marga háa sál, ég hefi lært bækur og tungumál og setið við lista lindir; en enginn kendi mér eins og þú hið eilífa og stóra, kraft og trú né gaf mér svo guðlegar myndir”. Frú Erika lézt í hárri elli umvafin kærleiksríkri aðbúð barna sinna vestur á Kyrrahafsströnd; lík hennar var flutt til Selkirk og jarðsett í ísl. grafreitn- um þar við hlið hins ágæta og dygga manns hennar, að undangenginni virðu legri og fjölmennri athöfn í kirkju Sel- kirksafnaðar; aðalræðuna flutti séra Sigurður Ólafsson; mælti hann á ís- lenzku sem og séra EJiríkur Brynjólfs- son; en þeir Dr. Haraldur Sigmar og séra Egill H. Fáfnis, mæltu fram kveðju mál á ensku; Miss Björg Christiansson söng einsöng í kirkjunni, en útfararat- höfninni í kirkjugarðinum stýrði sonur hinnar látnu, séra S. O. Thorlákson. — Öll börn hinnar látnu voru viðstödd kveðjuathöfnina, að undanteknum Halvdan, er um elleftu stundu brást far með flugvél, sem hann ætlaði að ferð- ast með. Eg minnist þess eins og það hefði gerst í gær, er þau séra Steingrímur og frú Erika komu á heimili okkar hjón- anna til að kveðja okkur, er þau voru að kveðja starfsstöðvar sínar í Mani- toba og flytja vestur til hinnar fögru Kyrrahafsstrandar; frú Erika kvaðst naumast búast við, að fundum okkar bæri saman á ný í þessu lífi, um leið og hún kvaddi okkur bæði með kossi og kærleiksríkum blessunarorðum; og nú þegar hún er horfin sjónum, en geym- ist sem perla í safni endurminninga minna, hugsa ég mér hana sem sterka, óafmáanlega línu í því mikla og marg- þætta kærleiksguðspjalli, sem góðar konur hafa, með nytsömu ævistarfi verið að skrifa, og éru að skrifa enn þann dag í dag. E. P. J. Kveðjuorð, flutt við útför ekkjufrúar Enku Thorláksson v 11. nóv. 1947, af séra Texti: Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins. Job. 1:21. Gjafir Guðs, oss mönnum til handa eru óteljandi. Dýrðlegust þeirra allra er náðargjöf hans í frelsara vorum Jesú Kristi, hinni einu von brotlegra jarðarbarna. Öllum jarðneskum ástgjöfum framar eru guðelskandi og göf- ugir foreldrar sérstök ást- gjöf hans. Þá ómetanlegu gjöf hafið þið, synir og dætur látinnar heiðurs- konu af alföðurs hendi þegið. I hugum ykkar lifa ljúfar minningar frá gærdögum lífs- ins, um guðelskandi föður og umhyggjusama og guðelskandi móður, í hverra skjóli að æsku- fífill ykkar óx og blómgaðist. — Með áhrifum þeirra á unga hugi ykkar var lagður traustur grund völlur að lífsgæfu ykkar; alt er þið síðan hafið aðnotið af menntun og þjálfun var bygt á þeim grundvelli er þau lögðu með gaumgæfni og sönnu læri- sveins lunderni. Kveðjufundur sá er kallar ykkur systkinin hingað í dag, flest úr fjarlægð komin — en einn sonur hinnar látnu hindrað ur frá því hér að vera — er því heilög stund, helguð lífsins dýpstu tilfinningum. — Staður- inn er Guði helgaður, umhverfið er kært, því hér voru mörg æsku- og ungþroska sporin stig- in. Hér var einnig háð megin æfistarf ástkærra foreldra. Hér þráðu þau bæði að hvílast, að önnum dagsins afloknum. Hér hvílir hjartfólginn faðir í grafar ró, og brátt skal ástkær móðir við hlið hans lögð til hinstu hvíldar. Stundin er einnig helguð af söknuði, minningum og þakk- læti er sækja að sona og dætra- hjörtum við hjartkærrar hnóður lát. En það eru fleiri en börn hennar og ástvinalið, og fornvin- ir og samverkamenn sem sakna hennar, ásamt þeim sem fjar- lægir eru af hennar nánustu — og minnast í dag hjáliðinna ára, og þess æfistarfs, er hún af hendi leysti. Víðsvegar í Vestur-ís- lenzku mannfélagi er hennar minnst með virðingu og þakk- læti fyrir vel unnið æfistarf á- samt þökk til Guðs fyrir lausn hennar úr viðjum þeim sem sjúkdómur og elli binda hinu þreytta jarðarbarni. Selkirksöfnuður minnist þess með þakklátum huga, að eins og látinn faðir ykkar var fólki þessa umhverfis og söfnuðinum sannur faðir í Drottni, — jafnt með hinni heilsusamlegu kenn- ingu fagnaðarerindisins, um- önnun og framgangi, þannig var hún einnig á sinn hátt móð- ir safnaðarfólksins, og átti djúp ítök elsku og virðingar í hugum hinna mörgu er hún um gekkst og starfaði með. Ung að árum, glæsileg, af á- gætum ættum komin og vel menntuð, kom hún hugrökk og glöð við hlið ástvinar síns til þessa vestræna vonalands. Mik- il hefir breytingin verið, frá góðu menntaheimili í Noregi, inn í kjör hins vestur-íslenzka landnáms, fyrir nærfelt 60 ár- um síðan. Þaðan af var hún samtengd landnemunum í hug og hjarta, fyrst í Minneota, síð- ar í Park River, N. D., en í full 27 ár hér í Selkirk. starfandi í þessum söfnuði. Hún átti að vöggugjöf þá hæfi- legleika hugar og hjarta, er gerjSu henni auðið að fylla með prýði prestskonustöðuna, sem ávalt er erfið talin, og oft reyn- ist þyrnum stráð. í þeirri stöðu sæmdi hún sér vel, og ávann hjörtu fólks til hliðstæðis og fylgis við málefni Drottins, en sjálfri sér marga trygga vini. —: Með lífsgleði Sigurði Ólafssyni Frú Erika Thorláksson sinni og meðfæddu þreki, er ekki lét bugast af erfiðleikum, þrýddi hún stöðu sína og varð manni sínum styrkur meðhjálp ari í starfi hans, í söfnuðum þeim er hann þjónaði. í kirkju sinni og á eigin heimili beitti hún miklum og blessandi áhrif- um með söngþekkingu sinni og listræni í söng. — Hún kunni einnig þá list, "Að bera vor í hjarla", þó að horfur væru tví- sýnar og kjörin stundum þröng; mikið lífs þrek, styrk skapgerð, innileg trú á Guð, áttu sinn þátt í sigurvegara hugarfari því er hún sýndi á gjörvallri æfileið sinni. Heimili hennar stóð opið gest um og indælt var þar gestur að vera. Hún bar á sér mikinn tign arblæ er hún veitti gestum sín- um. Á heimili sínú og hvar sem hún fór, bar hún með sér aðals- blæ göfugrar kristinnar konu. Gleði hennar var hjartanleg, frjáls og óþvinguð og hafði blessandi áhrif á þá, er hún um Prófessor A. Jolivet hefir ver- ið sæmdur stórriddarakrossi Fálkaorðunnar, svo sem greint var frá í Vísi í gær. Hefir hann starfað mikið að því að kynna íslenzk fræði í Frakklandi. Alfreð Jolivet hefir lagt stund á norræn fræði frá unga aldri og verið prófessor í Norðurlanda- málum við Sorbonne-háskólann —“Svartaskóla” — í nær tutt- ugu ár. Kom hann til íslands sumarið 1931 í þeim erindum að læra nútíma íslenzku og kynna sér íslenzkar bókmenntir. Tókst hvorttveggja vel. íslenzkuna til- einkaði hann sér á tveim mán- uðum svo vel, að tæplega heyrð- ist á mæli hans að hann væri útlendingur. Bjó hann þar að góðri þekkingu á fornmálinu, mikilli málakunnáttu og frábær- um gáfum og dugnaði. Islenzka var síðasta germanska tungan sem hann lærði, en hefði átt að vera sú fyrsta, eftir því sem hann sagði sjálfur. Haustið 1931 ritaði hann ákaf- lega fróðlegt og skemmtilegt yf- irlit yfir íslenzkar nútímabók- menntir í hið merka franska bók menntatímariti “Mercure de France”. Vakti það undrun ís- lenzkra menntamanna, hversu glöggt yfirlit hann hafði fengið yfir það efni á skömmum tíma. Um sama leyti hélt hann fyrir lestra um'íslenzka mennángu í háskólanum. Vakti hvorttveggja forvitni margra Frakka og varð meðal annars til þess að franskt forlag bað hann um þýðingu á tveim skáldsögum Halldórs Kilj an Laxness, “Fuglinn í fjörunni” og “Þú vínviður hreini”. Komu þær út fyrir ófriðinn og eru nú uppseldar. Myndi hafa orðið framhald á þeirri starfsemi, ef stríðið hefði ekki valdið miklum glundroða í alla útgáfustarfsemi Frakka. Veturinn 1932—33 kom kona gekkst og starfaði með. Djúp voru ítök hennar og á- hrif á sálir barna sinna; ég er þess fullviss að hún kunni bæði að gleðjast og grætast með þeim sem Guð hafði gefið henni að elska og annast. — Þið minnist elsku hennar, sólskinsins er vermdi bernsku ykkar, þerraði æskutár af augum, eins og sól sem kyssir dögg af blómum.' — Böndin sem tengdu ykkur við móðurhjartað héldust jafnan styrk og traust — þótt úthöf og órafjarlægðir aðskildu. Að önnum dagsins afloknum varð aftaninn langur og fagur. Fágæt umönnun ykkar barna hennar, er hún dvaldi á meðal var því valdandi. Hún naut sín óvenjulega vel á meðan kraftar hennar entust. Öllum hópnum sínum var hún “Bedste Mor”, og naut í óvenjulegum og fágætum mæli ástar og umönnunar síns stóra ástvinahóps. Hún þekti gleðina sem góð börn, tengda- fólk og afkomendur valda þreytt um huga. — Og nú er rökkurtími sjúkdómsins liðinn hjá, og birt hefir á ný fyrir sjónum hennar; þreyttar hendur hættar að starfa; vinnulúinn líkami henn- ar hefir hlotið hvíld. Sálu henn ar biðjum við blessunar fyrir meðalgöngu Drottins vors Jesú Krists. Ástar þakkir þessa safnaðar, Kvenfélags, Trúboðsfélags og margra vina vil ég fram bera af heitum og einlægum huga. Guð launi þér störfin mörgu, marg- þætta þjónustu sem fjöldanum var hulin. Guð gefi þér trúrra þjóna verðlaun í Jesú nafni! — “Drottinn gaf, og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins”. “Trúfasta, hreina, sæla sál, svifin til lífsins stranda, Guðs orð var hér þitt hjartans mál í hverri neyð og vanda. Svali nú ljúfust lífsins orð á lifandi manna sælu-storð um eilífð þínum anda”. Jolivets prófessors hingað til lands til að gegna sendikennara- störfum við Háskóla Islands. — Hún er einnig málfræðingur, enda komst hún mjög fljótt vel niður í íslenzku og mun hafa að- stoðað mann sinn í störfum hans. Tveir nemendur Jolivets ko'mu síðar hingað til lands og urðu hér sendikennarar. Þóttu þeir báðir afbragðsvel að sér í ís- lenzku og bjuggu þeir að ágætri handleiðslu kennara síns Annar þeirra, Pierre Naert, hefir síðan gefið út franska þýðingu sína á flestum kvæðunum í “Fögru veröld” Tómasar Guðmundsson- ar. Á heimili þeirra Jolivethjóna hafa margir Islendinginar kom- ið og sumir dvalið langvistum. Eiga þau hjón tvö börn, bæði full tíða. Sonurinn Philippe er um þessar mundir sendikennari á Englandi, en dóttirin Aline er við nám í Danmörku. Þykir þeim, er prófessor Joli- vet þekkja, það vel við eiga að ísland hefir veitt honum þann bezta heiður, sem það má, og hitt eigi ólíklegt að hann muni heið- ursmerkið með sóma bera. Hann hefir áður þegið orður frá Dön- um og Svíum. Vísir, 24. okt. __________________ i Nýlega var frú Jessie Twy- effort í New York tekin föst fyrir að hafa gabbað slökkvi- liðið. Hún hafði kallað á það, eftir að rænt hafði verið af henni skartgripum fyrir um 30 þúsund krónur, barin og kastað á göt- una úr bifreið, sem var á ferð. Maður nokkur, R. P. Teel að nafni beið bana, er hann reyndi að ná jórnbrautarlest á stöð einni í Texas. Það kom í ljós, að hann var með farmiða með allt annarri lest. - Prófessor Alfreð Jolivet

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.