Lögberg - 04.12.1947, Blaðsíða 5

Lögberg - 04.12.1947, Blaðsíða 5
T LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. DESEMBER, 1947 5 N i Án KAHÍI IXVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Dr. Hermann N. Bundersen: Þei, þei, barnið heyrir til ykkar Höfundur þessarar greinar er frægur amerískur læknir, sem gegnir heilbrigðisfulltrúastarfi í Chicago. I greinni skýrir hann foreldrum frá því, að hættulegt sé að deila í viðurvist barna og lýsir að nokkru afleiðingunum, sem slíkt getur haft. Foreldrar góðir, deilið ekki. Litla barnið ykkar hlustar á ykkur, og það, sem það heyrir, mun bergmála og enduróma í sál þess á ókomnum árum. Hnýfilyrði, sem þið hafið fyrir- gefið hvort öðru og gleymt eftir hálftíma, geta sært barnið ykkar þvílíku svöðusári, að það bíði þess aldrei bætur. Ekki hef- ir reynzt unnt að sanna það vís- indalega, hve margir skapbrestir og þjóðfélagsmeinsemdir og hve mikið af sinnisveiki fulltíða fólks eigi rætur sínar að rekja til bernskunnar. En nútíma- sálarfræðingar er tekið að gruna, að furðumikið af öllu þessu stafi af óheppilegri meðferð, sem barnið sætti á fyrstu æviárum sínum. Það er örugg staðreynd, að æ fleiri fulltíða menn og kon ur leita nú dag hvern hjálpar hjá taugalæknum, og þetta vesa- lings fólk er óhamingjusamt, framtakslaust og taugaveilt. ___ Ræturnar til lömunarinnar á persónuleika þess er auðvelt að rekja til bernskuáranna, er það var að öðlast vit. Engir andlega heilbrigðir foreldrar mundu vilja meiða eða lemstra barn sitt með fantalegu ofbeldi. Engu að síður verða þúsundir góðviljaðra foreldra óafvitandi til þess að stórskaða persónuleik barna sinna með rifrildi, kuldalegu viðmóti og ó- hemjuskap. Flestir foreldrar kinoka sér við að rífast hástöfum, svo að stálpað barn þeirra heyri til. _ Hins vegar eru þeir haldnir þeirri meinloku, að smábarn beri ekki skyn á, hvað fram fer i kringum það og leggja því litl- ar eða engar hömlur á skaps- muni sína í návist þess. Rétt er nú það, að ungbarn á fyrsta ári skilur ekki merkingu °rða. En allt frá fæðingu er það afarnæmt á alla óþýða, ógnandi háreysti. Hún gerir barnið ótta- slegið og lamar öryggiskennd þess. Og öryggismeðvitund ungs barns er hvorki meira né minna en hin fyrsta sálfræðilega þörf þess, sem nauðsyn ber til, að sé fullnægt. Svo er talið, að nýfætt barn, sem eins og allir vita, er full- komlega hjálparvana, sé haldið meðfæddum ótta. Það er hlut- verk móðurinnar, að hafa hemil á þessum ótta og koma barninu í skilning um, að heimurinn sé góður, öruggur dvalarstaður til þess að veita því gleði og traust á tilverunni. Þetta gerir móðir- in fyrst og fremst með því að skapa líkamlega vellíðan barns- ins og einnig með því að með- höndla það með fyllstu ástúð og nærgætni./Hin mjúku, ör- u§gu handtök og armlög hennar, notaleg hlýjan frá líkama henn- ar ásamt hlýlegri, aðlaðandi rödd hennar — allt verður þetta til þessað skapa barninu örygg- istilfinningu. Þessi ást móðurinnar, sem hún tjáir barninu með því að raula og söngla við það, hlúa að því, brosa til þess og gera því 'allt til geðs, eins og góð móðir gerir, þegar ástfólgið barn hennar á hlut að máli, er hamravígi barnsins. En til þess að alúðin komi að nokkrum notum, verð- ur hún að vera stöðug og óum- breytanleg, þannig að barnið geti reitt sig á hana. Til áréttingar því, sem nú hefir verið sagt, skal ég vekja athygli á því, sem ég hef tekið fram í bók minni: Handbók í meðferð ungbarna,#að það, sem foreldrar verða fyrst og fremst að hafa hugfast, er, að þeir gefi sjálfir barninu sífellt gott dæmi til eftirbreytni með hegðun sinni, því að fljótast er barnið að læra það, sem það sér og heyr ir til annarra. Athugum nú, hvað gerist, þegar foreldrarnir rífast. Fyrst verður barnið hrætt, þegar það heyrir hina ruddalegu háreysti reiðiþrunginna radda. Það út af fyrir sig sakar nú einna minnst. En með þessu verður móðirin til þess að vinna barninu geigvæn- legt tjón. Hún kemst í ofsalega geðshræringu, verður hálfsturl- uð og lætur móðan mása. Það er með öllu óhjákvæmilegt, að hún afræki barnið, meðan á senn- unni stendur. Illu heilli lætur hún eitthvað af gremjunni til manns síns bitna á barninu. — Hinn litli heimur barnsins hrynur í rústir, leysist upp og verður að óskapnaði. Hinn fyrsti ótti ungbarnsins, knúinn fram af duldri eðlishvöt þess, gagntekur það. Það bætir ekkert úr skák, þó að samlypidið milli foreldr- anna verði jafnað daginn eftir. Slíkt er ofvaxið skilningi ung- barns. Það skilur aðeins, að þess eini griðarstaður í þessari róstu- sömu veröld er ekki lengur til. i Ungbörn hafa ríkar tilfinning- ar,, en sjá lítið. Þau hugsa ekki. Ungbarn veit aðeins, að því h'ð- ur illa, og vansæla á þessum aldri getur hæglega orðið að sjúkleika, sem hefir skaðlegt á- hrif á líffæri barnsins. Þetta getur leitt til andlegs sljóleika, ósiðsemi eða hvers konar illrar háttsemi, sem einkennir vand- ræðabörn nú á tímum. Ungbörn, sem hafa reynt rækt arleysi af hálfu mæðra sinna um það leyti, er þau voru að, taka tennur, eiga það til að neita seinna að tyggja kjarnfæðu og verða svo að matvöndum vand- ræðagemlingum. Það er stað- reynd, að hvers konar ófarnaður í viðmóti fólks, allt frá afbrýði- semi til tómlausrar frekju, getur stafað af ófullnægðri þörf á móðurást frá þeim tíma, er mað- urinn var smábarn. Eldri börn, sem eru vottar að áflogum eða rifrildi foreldra sinna, eru vís til að leggja hatur á feður sína, en óeðlilega ofur- ást á mæður sínar. Mörg þeirra eru haldin illkynjaðri gremju, er þau komast á skólaaldur, og lýsir hún sér í fjandsamlegu viðhorfi til alls og allra. önnur börn forðast þessa nöldursömu og skapstyggu leikfélaga af skilj anlegum ástæðum. Við það eykst móðgunarkennd þeirra og eftir því, sem árin líða, lykst þessi vítahringur gersamlega um þau. Uppeldissérfræðingar telja, að frumskilyrði þess, að barn verði gæfusamur þjóðfélagsþegn, sé, að það eigi sér ástúðlega, heil- brigða foreldra. — Þegar við erum gift -verð ég að hafa þrjár vinnukonur. — Þú skalt fá að hafa 20, elsk- an, en ekki allar í einu. Björn Ingvar Sigvaldason, landnámsmaður og bóndi “Hugur skal því harðari, hjarta prúðara, máttur meiri sem oss megin þverr”. Hann var fæddur 14. apríl 1878 á Auðunarstöðum í Víðidal í Húnavatnssýslu, sonur Sig- valda Jóhannessonar og Ingi- bjargar Magnúsdóttir; voru for- eldrar hans ættaðir úr Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslum, en munu síðast hafa búið í Mið- firði í Húnavatnssýslu. Í’imm ára að aldri fluttist hann með þeim vestur um haf, og ólst upp hjá þeim á Grund, í grend við Gimli, en þar bjuggu foreldrar hans um all-mörg ár. 1 Snemma kom það í ljós að sveinn þessi var vel gefinn, þrek mikill og einarður. Þrettán ára að aldri misti hann vinstri handlegg, afleiðing af byssuskoti. Hann aflaði sér nokk urrar menntunar í Winnipeg, á ungdómsárum sínum: Um 10— 12 ár stundaði hann barna- kennslu og var góður kennari talinn. Árið 1903 nam hann heimilis- réttarland í Víðisbygð, var hann og bræður hans fyrstu landnáms menn þess umhverfis sem nú er talin ein ágætasta bygð Nýja- Islands. Árið 1909 kvæntist hann eftir- lifandi ekkju, Guðjónu Láru Johnson, frá Churchbridge, Sask., en ættaðri új: Árnessýslu. Þau bjuggu þar vestra um eins árs bil; í Víðisbygð 10 ár, en í Árborg frá 1920. Systkini Bjarnar á lífi eru: — Jóhannes Líndal, í Víðisbygð; Ólafur, í North Battleford, Sask.; Jakob, bóndi í Víðir; Anna, gift Halldóri Austmann, í Víðir. — Sigurður, bóndi 1 Víðir. ♦ 4 ♦ 4 ♦ ♦ ♦ i Birni og Láru Sigvaldason 16 mannvænlegra barna auðið, þau eru: Thórarinn Guðni, bóndi í grend við Árborg, kvæntur Að- albjörgu Sðemundsson. Ingibjörg Sigrún, Winnipeg. Anna, gift Kristjáni Thorarins syni, í Riverton. Björn, kv. Kristínu Oliver, Ár- borg. — Ingvar, kv. Sigþrúði Brandson, Árborg. Guðrún, gift Thorkeli Jóhanns son, Árborg. Lára Guðjóna, gift Franklin Wilson, Víðir. Kristjana, gift Albert Magnús- syni, Hnausa. Tórdís, gift Emil Wilson, White Rock, B. C. Valdine, hjúkrunarkona, Wpg. Ólöf Sigríður, gift Geirfinni Sigurðsson, White Rock, B. C. Jónas, Gunnar, Jóhannes, Ein- ar, Beatrice Lillián, og Margrét Elinóra. Sum yngstu barnanna eru heima hjá móður sinni. Heimili Bjárnar og Láru Sig- valdason varð óvenju stórt og umfangsmikið. Sízt þarf um það að fjölyrða, hvílíkt hlutverk það er að ala upp 16 börn, og sjá ýmsum þeirra borgið á leið til mennta — og undirbúnings und- ir'lífið. Með ágætum leystu þau þetta óvenjulega stóra starf; bera margir í minni sigrandi bar áttu þeirra, sem nærri einstakt dæmi, er sjaldan getur að líta. Og því fágætara, þegar fötlun sú, er tekin til greina, sem um var getið, og jafnan háði Birni, í ævibaráttu hans. En margt var samverkandi í æfisigri hans. Hann var hinn 4 4 -f ♦ ♦ ♦ Kveðjuorð - Björn Sigvaldason Árborg, Manitoba -- Dáinn 1 8. júlí 1 947 Ljúfmenni er liðinn, lagður nár til hvíldar. Umhorfið saknar sóma manns. Ástvinir kveðja, vandamenn, — vinir, minning, er geyma mæta hans. Dáinn! Það er orð sem er,* öllu lífi hryggð það flytur. Mörgum sjúkum líkn þó lér, líka skilnaðsstund er bitur. Særir, — græðir sömu stund, sárt þó reynist hjartans und. — Brosmild lund þín lýsa vann, líkt og sól er skýjum dreifði. í viðræðum efni fann, eitthvað nýtt er skoðun hreifði, hversdagslegri hugsun frá, hugsjón ný þar birtist þá. — Heimilið var hjartans mál, hópur barna mátti ei líða. Hjónanna var’ samtengd sál, svo þar engu þurfti að kVíða. Sóma það ég sannan tel, sextán börnum leið þar vel. — Skoðun föst var framsóknar, falla eður sigur vinna, aðgætinn var alstaðar, umbótum því varð að sinna. Dagsverk hans var dáða ríkt, dugnaður og hugur líkt. — Sinn þann langa sjúkdóm barst, sem hann hafði við að stríða söm þar hetja, sönn þú varst, sínu kalli er varð að hlýða. Alt síns bíður endadags, æfistundar sólarlags. — Er sem hilli undir land, andans sýn, — er mannlegs auga, er sem glitri geislaband, gullnum roðá strendur lauga. Þangað vinur þín er för; þar ei skaðar dauðans ör! — B. J. Hornfjörð. « 44444444-*--*-44444 MANNFAGNAÐUR Síðastliðið mánudagskvöld var þeim ágætu hjónum J. T. Beck framkvæmdastjóra og frú hans Svanhvít Beck, haldin vegleg silfurbrúðkaupsveizla í Good- templara-húsinu, er um 200 manns tóku þátt í; veizlustjórn hafði með höndum Mr. Axel Vopnfjörð skólakenhari, sem er frændi silfurbrúðgumans; bar samsætið í heild fagurt vitni þeim miklu vinsældum, er silfur brúðhjónin að makleikum njóta í bæjarfélaginu; er heimili þeirra rómað fyrir vinhlýja gestrisni og alúð; þau Mr. Beck og frú eru gæfusöm, þau eiga frábærilega vel gefin börn, er þau, þótt eigi hafi ávalt verið af miklu að miðla, hafa lagt íhyglisverða Fjallvegir fóru að lokast um miðjan mánuðinn ýmsum sérleyfisstöðum Akstur hefir lagzt niður á Guðm. Hlíðdal, póst- og síma- málastjóri, hefir gefið Vísi upp- lýsingar um ástandið á sérleyfis leiðunum. Var þess getiðý Vísi nýlega, að einungis einn fjallvegur hefði lokazt, en þetta var ekki rétt, heldur er ástandið á sérleyfis- leiðunum sem hér segir: Breiðadalsheiði milli ísafjarð- ar og Önundarfjarðar er lokuð síðan snemma í október. Á Þorskafjarðarheiði féll nið- ur áætlunarferðin föstudaginn, 17. október. Steinadalsheiði — á leiðinni til mesti þrekmaður, viljasterkur og margþættum hæfileikum gæddur. Hann var einnig gædd- ur miklu líkamlegu þreki, og afkastamaður til verka, þótt ár- um saman ætti hann við veila heilsu að stríða. Hann var hagsýnn og víðsýnn bóndi, um margt sérstæður og affarasæll í því er að búskap laut. Fastbundin reglusemi ríkti á heimilinu, jafnt inni sem úti. Hin ágæta kona Bjarnar átti sinn stóra hluta að máli í sigri þeirra; er hún gædd óvenjulegu starfsþreki, hagkvæmni, list- ræni, samfara fágætri stillingu sem hefir prýtt hana í umfangs- miklu og ágætu æfistarfi. Sameiginlega tókst þeim að skapa farsælt og indælt heimilis líf. Börnin þeirra, mörg og mann vænleg, urðu þeim snemma af- farasælir hjálpendur, og öðrum fyrirmynd að samvinnu við for- eldra sína að heill og farsæld hins mannmarga heimilis þeirra. Ætla mætti að maður með jafn þungri heimilisábyrgð og Björn var hlaðinn, léti almenn mál lítt til sín taka, en því fór mjög fjarri. Hann átti óvenju glögga skygni á félagsmálum. Snemma varð hann hrifinn af samvinnu- stefnu bænda, varð hún honum mikið áhugamál. Hann unni mjög öllum mennta málum, bar hann jafnan skóla- mál heimabæjar síns og héraðs fyrir brjósti; sæti átti hann í skólaráði Árdalsskóla, um 25 ár. Um hríð var hann skrifari skólaráðsins. Sæti hans í skóla- nefnd var vel skipað. Til þeirra mála varði hann miklum tíma og umhugsun; var hann æfilangt kennari að hjartalagi; skilnings- ríkur á réttmætar kröfur er gera ætti jafnt til kennara sem nem- enda; og þungur var hann í skauti, þar sem um vísviljandi vanrækslu eða mistök var um að ræða. Um 6 ára bil var hann oddviti Bifrastar sveitar. Svo vildi til að sum þau ár voru erfiðir kreppu tímar, er all-mjög þrengdu að mönnum, og gerðu forstöðu sveitamála torvelda. Vildi þá svo til — sem og stundum endra- nær, að þeir sem með málin fóru hlutu misskilning og vanþökk að launum; mun hann ekki hafa farið varhluta af því, fremur en rækt við að koma til hærri menta. í veizlunni voru haldnar marg ar, hlýyrtar ræður, auk þess sem mikið var þar um söng og hljóð- færaslátt; fjölda-mörg heillaóska skeyti bárust silfurbrúðhjónun- um víðsvegar að, auk þess sem þau voru sæmd fögrum og verð mætum gjöfum. Mr. Beck þakkaði fyrir hönd sína og konu sinnar þá vinsemd er samsætið og gjafirnar bæru vott um; sagðist honum hið bezta og kryddaði mál sitt með ósvikinni fyndni; veizlukostur allur var hinn bezti, og að lok- inni hinni reglubundnu skemti- skrá, var dans stiginn fram yfir miðnætti. Hólmavíkur — er lítt fær eða ófær, en ekið er eystri leiðina um Broddanes og ferjað yfir Kollafjörð og síðan annar bíll þaðan til Hólmavíkur. Á Reykjaheiði austan Húsa- víkur féll niður áætlunarakst- ur 17. okt. og ekki fært síðan, en tilraun verður gerð næsta mánudag, ef ekki spillist veður. Á Axarfjarðarheiði féll áætl- unarakstur niður 17. okt. og ekki farið síðan. Á Austfjarðarleiðinni er ófært yfir Möðrudalsf jallgarð síðan 12. október. Fjarðarheiði má heita ófær venjulegum bifreiðum. Viðfjarðarleiðin er lokuð. Breiðadalsheiði — til Breið- dals — lokaðist fyrir nokkru. Vísir, 24. okt. aðrir. Að mínum skilningi var Björn að mörgu leyti vel til foringja fallinn. Hann kynti sér til hlítar þau mál er hann bar fram og barðist fyrir; hélt fast á rökum þeim er fyrir lágu; nokkuð kappsfullur; sótti oft móti straumi, gat staðið einn, ef því var að skifta — og gerði það stundum. Ýmsar háreistar öld- ur í dægurþrasi lífsins brotnuðu á hans breiðu herðum, — stund um að ófyrirsynju, og það án þess, að við kunningjar hans og vinir, ég og aðrir, veittu honum það lið, er mátt hefði veita — eða létum í ljós það traust er við til hans bárum. Á unglingsárum sínum var hann dugandi starfsmaður í þágu kirkjunnar, kenndi á Sunnudagaskóla á Gimli, þótt það útheimti 5—6 mílna göngu frá heimili hans hvern sunnudag. Jafnan var hann hlyntur safnað- arstarfsemi, var dyggur stuðn- ingsmaður Árdalssafnaðar hin mörgu dvalarár í Árborg, ásamt konu sinni og börnum þeirra; hann hugsaði mikið um trúmál, bar virðingu fyrir þeim, átti víð- sýna drauma um möguleika kirkjunnar og þjónustu þá er hún ætti af hendi áð leysa, ef vel og viturlega væri á haldið, og starf- ið væri í anda Jesú Krists. Hann andaðist á St. Boniface Sanatorium, eftir 22ja mánaða dvöl þar, og mætti hinztu örlög- um sínum með sömu karmanns- lund ,er jafnan einkendi hann á allri æfigöngu hans. Ekkja hans og börn minnast með söknuði hins frábæra og á- gæta eiginmanns og föður; syst kini hans, hins trygglynda bróð- ur, er frá barnæsku bar hag yngri systkina og aldraða for- eldra fyrir brjósti. Við óskylda samferðafólkið minnumst Vestur-íslenzka bónd- ans, er með atorku sinni og lífs- þreki hefir með heiðri og sæmd stóru dagsverki aflokið. Útför hans fór fram í Árborg þann 18. júlí, að óvenjumiklu fjölmenni viðstöddu. — Kveðju-. mál fluttu sóknarpresturinn, séra Bjarni A. Bjarnason, og sér? Eiríkur Brynjólfsson frá Útskál- um. — Hvíl í eilífum friði! S. ólafsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.