Lögberg - 01.01.1948, Blaðsíða 3

Lögberg - 01.01.1948, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JANÚAR, 1948 3 SKILARÉTT Páll S. Pálsson - - KVÆÐI Prenluð hjá Víking Press Business and Professional Cards Til þess þarf meira en lítið á- ræði að gefa út íslenzka kvæða- bók hér vestan hafs, eins og nú horfir við. Um og eftir aldarmótin var gert ráð fyrir því að þriðji hluti allra íslenzkra bóka seldist hér vestan hafs. Nú segja þeir, sem bezt vita að þá sé vel að verið, ef íslenzk bók seljist hér til 200 kaupenda. Undantekning frá þessu er þó bók Þ. Þ. Þor- steinssonar: “Saga íslendinga í Vesturheimi”, af henni seldust hér um eða yfir 600 eintök, enda var með sérstökum dugn- aði og eindreginni samvinnu unnið að sölu þeirrar bókar. Kvæðabók Páls eru 244 blað- síður í fremur stóru broti. — Pappír er góður og prentun ágæt. Bókin er í blárri kápu. I henni eru fjórar myndir, e* eng- in mynd af höfundi. “Norður- Reykir” fluttu hana fyrir ellefu árum, en margir lesendanna mundu óska þess að fá að sjá framan í skáldið eins og það er nú. Myndirnar eru ekki vel skírar. Myndir prentast aldrei vel á blátt. Prófarkir eru yfir höfuð ágæt- lega lesnar; málið alþýðlegt og tilgerðarlaust; rímið víðast slétt og áferðafagurt. Samt væri það einhliða dómur, sem ekki mint- ist á fáeina galla í þessum þremur atriðum, hverju fyrir sig. Þessar prentvillur hefi ég orðið var við: Á blaðsíðu 81 er „Alsleysingj- arnir” fyrir „allsleysingjarnir”, og á sömu blaðsíðu “alsnægt”, fyrir “allsnægt”. Eignarfallið af orðinu all er alls; en als er eign- arfall af alur, eins og í orðalag- inu að “leika á als oddi” — vera ofsaglaður. — Á. 93. blaðsíðu er setzlur fyrir seztur. — í kvæð- inu "Dollarinn" finst mér hljóti að vera prentvilla; þar stendur á blaðsíðu 100: “En bræðrafjöld- inn óx með árum”. Mér finst það eiga að vera: “En dalafjöld- inn óx með árum”. Á blaðsíðu 106 er aldveldi fyrir alveldi.. Á blaðsíðu 118 er leystann fyrir leystan. Á blaðsíðu 133 er enn fyrir en. Alt eru þetta smávægilegar villur, nema ein. Eitt er það sem stöku sinnum kemur fyrir hjá höfundinum, það er að ríma saman hv og k, t. d. að bera fram orðið hvalir eins og kvalir. Þetta er algengt hjá Norðlendingum en sjaldgæft hjá Borgfirðingum. í kvæðinu Myndin á 56. blaðsíðu er þetta: “Nei,hvaðan kom hann þessi?” með keskni einn þá spyr. Þá er á stöku stað rímuð sam- an S1 og St. Að vísu finst það hjá sumum okkar beztu og mestu skáldum, eins og t. d. Steingrími; en það lætur samt aldrei vel í eyrum. Á blaðsíðu 141 er þetta: “Þeir slóu um hann hringinn og slóðu þar vörð með storkandi óvina- fjöld”. Og á blaðsíðu 206: “Svo stýrði ég fram hjá Slúnni og strengdi seglin öll”. Á blaðsíðu 193 er þetta: * “Og hlusta þar til eyrun fara að svíða”. Á að vera: “eyrun fer að svíða”. Og á blaðsíðu 204: “Já, hér var spáný hugmynd”. Á að vera Spánný. í gullfallegu kvæði: “Ávarp Fjallkonunnar” finst mér eitt orð vera misprentað. Eitt erind- ið er svona: “Þó margt sé að vísu, sem bilaði og brást og bylurinn norðlægi kalt hafi andað, þá vitið það, börn mín: hin íslenzka ást er auður sem mölur og ryð fær ei grandað. Og merki þess glöggar og glöggar hér sjást að guð hafi til þess í upphafi vandað”. Hér finst mér orðið þess eiga að vera hans — auðsins, sem mölurinn og ryðið fái ekki grandað, til hans hefir guð sannarlega í upphafi vandað. Þá læt ég aðfinslum lokið, þær eru smávægilegar og bókin er yfirhöfuð vel úr garði gerð; hún á það skilið að eignast marga lesendur. P. S. Pálsson hefir aðallega unnið sér nafn sem kímniskáld, enda er það ervitt að verjast hlátri við lestur sumra kvæð- anna, þótt þau nái aldrei nema litlu af þeim hláturvaka, sem í þeim býr nema þegar hann les — eða réttara sagt — leikur þau sjálfur, því hann er frábær leik- ari eins og séra Melan tekur fram í ritdómi sínum um kvæðin. Kvæðaflokkurinn “Jón og Kata” er flestum kunnur; höf- undur hefir lesið úr honum kafla og kafla á samkvæmum með svo mikilli hláturvekjandi snild að húsið hefir skolfið af hlátri klappi og stappi áheyr- endanna. Islendingar hér í álfu eiga ó- tæmandi uppsprettulind að sér- stakri fyndni: það er kynblend- ingsmálið okkar, sem hér hefir verið og er að myndast þegar íslenzkan er að hverfa og ensk- an að ná fastari tökum. — Á þeirri fyndni ber nokkuð í kvæðinu “Jón og Kata”; t. d. þetta: “En Katrínar nafnið var Chimsy og stirt — ætti að skrif- ast Klömsí. — Og þetta: “Þið haldið kanske að jobbið mitt sé easy og soft” — ætti að skrifast ísí, djobbið. — Það væri annars gaman, ef einhver, sem til þess væri fær, ritaði bók á þessu kynblendings máli okkar Vestur-íslendinga, áður en það gleymdist og alt verður alenskt. Til þess væru fáir betur fallnir en P. S. Páls- son. Það væri gaman að sjá eft- ir hann skopsöguljóð á “vestur- heimsku”. Það er með Pál eins og K. N.: hann á sína alvöruhlið og við- kvæmni. Fallegasta kvæðið í bókinni þykir mér kvæðið til konunnar hans þegar hún misti móður sína. Tvö erindi úr því eru þannig: „Mig langar til að leggja eitt lítið blóm í sveiginn um minning móður þinnar — þó máske aftri treginn. — Hvort harpan á þá hljóma, er harmi þínum sæma ég ósagt læt — því enginn má annars hjarta dæma. Eg vildi hljóður hendi í hendi þína leggja — því alt, sem öðru er harmur er okkar harmur beggja — Og máske ið hlýja handtak mitt hjarta túlki betur en orð, sem tungan trauðla nú talað við þig getur”. Þessi tvö erindi eru sannnefnd ar perlur. — Þá er kvæðið um litla drenginn, dótturson skálds- ins, undur fagurt. Það eru fimm erindi, ort á mismunandi aldri barnsins: Sex mánaða, eins árs, tveggja ára, þriggja ára og fjögurra ára. Þetta er einkenni- lega fagurt kvæði og náttúrlegt. Það er að ég held, einstakt í sinni röð meðal okkar íslend- inga. Það lýsir sterkri undiröldu djúpra tilfinninga ásamt næmri viðkvæmni og þýðleika. Eg birti hér part'af hverju erindi fyrir sig: „Eitt misseri er liðið, þá leit ég þig fyrst í leit eftir styðjandi hönd, því nýherjum verður oft næðingasamt að nema hér ókunnug lönd. Og myrkrið það reynist oft aftaka hljótt þá alt bíður komandi dags — Ef “enginn” þú kallar um koldimma nótt, þá kemur hann afi þinn strax”. Orðið “enginn” er hér vitan- lega í óbeinni merkingu. Auð- vitað getur sá litli hvorki sagt “enginn’ né nokkuð annað þeg- ar hann er sex mánaða. En hér er átt við það að hann vaknar upp af svefni þegar allir sofa og bíða dagsins; alt er koldimt, hann verður hræddur og segir eitthvað — grætur, — sem á hans máli þýðir: “Enginn” — inni. — “Eg er aleinn í myrkr- inu!” Afi hans skilur þetta mál. 1 erindinu “Eins árs” er þetta. Þá er sá litli að byrja að ganga: “Við fall hvert þú brosir og ferð svo á stjá, þó fæturnir beri þig vart — En ástvina hópurinn horfir þig á og hugsar — já, hugsar svo margt. Á bak við orðin — “Já, hugsar svo margt”, hefir afi drengsins litla séð inn í heila heima, og það gerir lesandinn líka, ef hann á sjáandi sál. í “tveggja ára” er þetta: Við tveggja ára lífsreynslu léttir þú spor hins lúna og dreymandi manns, því nú ert þú fjöregg og friðandi von og framtíðar draumurinn hans. I “fjögurra ára” hefir höf. skift um bragarhátt, þar eru þessar fallegu línur: “Þín nærvera’ og brosmildi líf öllu ljær og lýsir hin dimmustu kynni, svo jafnvel er enskan nú orðin mér kær af ómum frá tungunni þinni”. Páll má vera stoltur af þessu kvæði. — Um það eru skiftar skoðanir maanna, hvort beita eigi ljóðum til áróðurs nokkru máli. Eg hefi altaf verið þeirrar skoðunar að þeir, sem finna hjá sér máttinn til þess að yrkja með áhrifum, eigi að beita því vopni öllum þeim málum til stuðnings, sem þeir telja góð og göfug, og þá auðvitað andstæðum málum til hnekkis. Það er frá mínu sjón- armiði einn af kostum þessarar bókar, að hún flytur ákveðnar lífsskoðanir og stefnur; kemur það glögt í ljós í mörgum kvæð- anna, t. d. þessum: Konungs- efnið: Það minnir á Játvarð Englakonung — augnablikskon- unginn, sem sumir kalla — þeg- ar hann ferðaðist um fátækra- hverfin og kolanámurnar, þegar hann var að búa sig undir það að taka við ríkisstjórn og lofaði að breyta kjörum alþýðunnar og bæta þau. í sambandi við það sagði hann þetta: “Eg skal ann- (Frh. af bls. 2) og hugsjóna en “Söngur Solveig- ar”, í leikriti Ibsens, “Pétur Gautur”. Söngur Solveigar er lausnaróður kærleikans yfir manni, sem hafði komizt í tröllahendur. Tröllin þau vissu sínu viti. Þau höfðu sínar á- kveðnu skoðanir á lífinu. Vizku sína og metnað boða þau með þessum orðum: “En meðal vor, þar sem myrk eru öll dægur, er máltækið: Þursi, ver sjálfum þér nægur”. I líkingaskáldskap táknar tröll eða álfur ævinlega það, sem ómennskt er eða hálf- mennskt aðeins — hið óþíða, einræningslega, kaldrifjaða, sér- góða. 1 þeirri fylkingu á heima sú Þökk,'' er grætur þurrum aðhvort verða konungur í raun , og sannleika eða enginn konung ur”. í því kvæði eru þessi hispurs- lausu erindi: “Hann allsleysi þegnanna uppmálað leit og örverpi hvít eins og lík, því þúsundir urðu að þiggja af sveit hjá þjóð, sem var öflug og rík. Og þegar að ill-launuð atvinna brást — og allsleysið konunum sveið mót lífeyri seldu þær upplogna ást — það einkennir sárustu neyð. En mæðurnar nauðugar báru út sín börn — að bjarga þeim smáninni frá með blæðandi hjörtum. — Slík var þeirra vörn, er vonleysið framundan lá”. “Og lýðurinn þrælkaði, þjáðist og leið, svo þreytan varð logandi kvöl. Hann gat ekki horft á þá hörmung og neyð, ið hyldjúpa mannlífsins böl”. Svona yrkir enginn, sem ekki finnur til þess hvílík óstjórn það er sem ræður lögum og lof- um, og hversu núverandi fyrir- komulag er óþolandi. — Eða þá kvæðið: “Óp allra þjóða”. Þar er þetta: “Og þrælahald við eigum enn og undirtyllur — keypta menn er selja fúsir fyrir mat öll forréttindi á Ararat”. Þetta er smellin og skáldleg líking. Syndaflóðið gamla eyddi öllu og deyddi alt nema örk- ina á Ararat og það sem í henni var. Nú, þegar alt er í grænum sjó í allri víðri veröld, táknar fjallið Ararat öryggisstað sér- réttindamannanna. Það er óþarft að vitna í fleira því til sönnunar að þessi bók flytur ákveðnar stefnur. Á íslenzku máli er mikið til af snildarlega ortum, einstökum erindum. Páll hefir bætt við tölu þeirra, t. d. þessum: “Andar nótt í austri hljótt er á flótta dagur genginn; nýjan þrótt nú drekkur drótt, dreymir rótt — því hvíld er fengin”. “Þú hefir tekið heilli hönd hvar sem þurfti að vinna, numið ótal óskalönd æsku drauma þinna”. Fyrri vísan er í kvæðinu “Kvöldkyrð”, en hin úr kvæði til Dr. Halldórssons”. Þeir munu verða margir, sem óska þess að nafnið á þessari bók verði rangnefni — að þetta verði ekki andleg skilarétt skáldsins, heldur komi hún seinna. tárum, þegar mannlegt félag er í hættu statt og reynir, flemtrað og fálmandi, að bjarga ljósi sínu og hamingju — “Baldri”. — Tvennt er það með þessari þjóð, sem á nálægum tíma hækkar kröfurnar um almenna þegnlund og félagshug. Annað er veiting mjög víðtæks kosn- ingarréttar. Hitt er fullnaðar- skrefið til sjálfsstæðs og lýð- veldis. Til þess að slík höfuð- réttindi reynist ekki óverð- skulduð og beint hættuleg, verða menn að skilja, að þeir eru verði keyptir, dýru verði, og að al- mannavelferð er undir því kom- in, að hver kynslóð sýni vak- andi og vaxandi félagshyggju, góðgirni og fórnfýsi, — í smá- munum hversdagslífsins, í stór- munum foryztunnar. Friðrik A. Friðriksson. “Islendingur”. INN A HVERT EINASTA HEIMILI Vegna þjóðræknismál- anna og annara menningar mála, er viðkoma öllum Vesiur-íslendingum, þarf Lögberg að komast inn á hvert einasla og eiti ís- lenzkt heimili nú um ára- mótin; þess vegna ættu sem allra flestir að festa það í minni, að kærkomnari jóla- og nýársgjöf, er naumast unt að velja, en árgang af Lögbergi. Sendið árgjald að nýjum árgangi nú þegar og styðjið með því þ j óðr æknisvið- leitni Islendinga í Vestur- heimi. H. J. STEFANSSON Life, Accident and Health Jnsurance Representing THE GREAT-WEST EIFE ASSURANCE COMPANY Winnipeg, Man • Phone 96)144 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDINQ Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Taislmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfræOingur i augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 215 Medical Arts Bldg. Stofutlmi: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur i augna, eyma, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAJ, ARTS BLDQ Qrsiham and Kennedy St. Skrlfstofuslmi 93 851 \ Heimasíml 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. íslenzkur lyfsali Fðik getur pantað meðul og annað með pðstl. Fljót afgreiðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkktstur og annast um flt- farir. Allur útbún^ður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 27 324 Heimilis talstmi 26 444 Geo. R. Waldren, M. D. Physician and Burgeon Cavalier, N. D. Office Phone 95. House 108. PCINCEH MESSENQER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smœrri Ibúðum, og húsmuni af öllu tœi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEQ Slmi 25 888 C. A. Johnson, Mgr. PHONE 94 686 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 506 CONFEDERATION LIFE BUILDING Winnlpeg, Canada Phone 49 469 Radlo Service Speciallsts ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Ettuipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEQ Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APTS. 594 Agnes St. Vlðtalstlmi 3—5 eftir hadegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Offlce 26 — Res. 2S0 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 526 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 1 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDINQ Cor. Portag« Ave. og Smith St. PHONE 96 962 WINNIPEG Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointments Phone #4 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDINQ 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 555 For Quick Reliahle Service J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVÍ3NUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ct- vega penlngal&n og eldsÉLbyrgð. bifreiðaAbyrgð, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœóingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Slmi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST., WI^NIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON ITour patronage will be appreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Hanaging Director Wholesale Distrlbutors of Fraah and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 96 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla I helldsölu með nýjan og froslnn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.slml 25 365 Helma 66 462 Hhagborg u FUEL CO. n Dial 21 331 21 Sig. Júl. Jóhannesson. Góður Þegn

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.