Lögberg - 01.01.1948, Blaðsíða 7

Lögberg - 01.01.1948, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JANÚAR, 1948 7 Um kveldið þegar John Stent fór frá landinu þar sem hann hafði mætt dauða sínum og til fæðingarlands síns, sat ungur maður inni í þessum myndarlega söngsal, og var að hlusta á söngva, sem sungnir höfðu verið í Lundúnaborg fyrir ári síðan og smá dreypa á kampa- vín, sem hann hafði fyrir framan sig á borðinu. Hann var vel til fara, og var auðséð á andlitssvip hans, að hann var Gyðinga-ættar. “Tony, drengur minn”, sagði hann við sjálfan sig í hálfum hljóðum, og strauk dökkt yfirvaraskeggið. “Auður- inn er rétt við nefið á þér. Það er sjálf- um þér að kenna, ef að þú getur ekki náð þér í laglega fúlgu og látið eitthvað verða úr þér í heiminum, þrátt fyrir alt. Þú ert skýr drengur, Tony, og ég hefi veitt athöfnum þínum nána eftir- tekt. Þú hefir háspilin í hendi þér, hr. Mulready, og ef þú notar þau ekki til fulls, þá áttu ekki skilið að fá annað tækifæri upp í hendurnar. 2. KAPÍTULI Heimkoman “í ensku kirkjunni í Menton, 12. júní, voru þau William Molyneux, Dudley Montrose, sonur vísigreifa Henry Molyneux frá Farring og Mable einkadóttir séra Willoughby í Farring og ekkja eftir John heit. Stent, gefin saman í hjónaband”. Eintak blaðsins Times sem flutti þessa frétt, vakti nálega eins mikla undrun í Faring, eins og þó að sprengja hefði dottið úr loftinu og niður á aðal- götu bæjarins. Séra Willoughby sá fréttina þegar að hann settist að morgunverð heima hjá sér. Hann stökk upp af stólnum og æddi fram og aftur um borðstofu- gólfið í mikilli geðshræringu og fullyrti að þetta tiltæki dóttur sinnar yrði lík- legt til að valda angistar og ógæfu til allra aðstandenda hennar, sem ekkert fengi hulið nema gröfin ein. Þessi Yngri sonur Faring lávarðar, hafði ekki notið betra álits en hinn vel- borni faðir hans og mátti hann þó ekk- ert missa sjálfur í þeim efnum, og það var ekkert ánægjuefni fyrir strang- heiðarlegann kirkjuhöfðingja, að fá slíkan tengdason upp í hendurnar, sem ofan í kaupið yrði að sjálfsögðu næsti nágranni hans. Henry, bróðir brúðgumans, og sá fjórtándi í tölu Faring vísigreifanna las frétt þessa í rúmi sínu, þar sem hann vanalega neytti morgunverðar, og brosti við. Hann var mikill vexti og hafði flotið í gegnum þann part af lífi sínu sem liðinn var í kæruleysi, og í nautnaleit. Það er sagt að smekkur hans hafi verið á lægsta stigi, og að hann hafi aðeins einu sinni sótt fund í lávarðardeildinni, þar sem hann átti sæti og að þá hafi hann verið svo ölv- aður, að hann hafi ekki vitað hvað hann gerði, eða sagði. En þrátt fyrir alla galla sína hafði hann þó allmikið af ættarmetnaði, svo að fréttin var honum ánægjuefni. “Þarna hefir Willie dottið ofan í lukkupottinn”, sagði hann við sjálfan sig. “En konan á aðeins líf- eyris-framfærslu í Breiðavatnseignun- um. Eg er hræddur um að börnin baði ekki í rósum, ef þau eignast þau ein- hver”. Ungfrú Bryden, í Laurels, henti blaðinu með fréttinni, frá sér eins og nöðru og horfði yfir matborðið, á syst- ur sína Laviníu, með þeim hryllingssvip á andlitinu, sem vanalega var svipmilt, að hann hefði ekki getað verið hrylli- legri, þó að henni hefði skyndilega ver- ið breytt í einhverja ófreskju. “Ó, góða”, mælti Lavinia í spyrjandi róm. “Ó”, stundi ungfrú Bryden upp. “Ó, hvaða reiðarslag þetta er fyrir kæra prestinn okkar. Hvílíkt rothögg! í sannleika þá hafði ég altaf ímigust á þessari stúlku. Eg treysti aldrei þessu ljóshærða fólki. Og vesalings Stent er naumast kaldur í gröfinni!” Þessi ákæra var naumast sanngjörn í garð hinnar nýju frú Montrose, því hún hafði biðið með giftinguna í meir en tólf mánuði, en ungfrú Bryden var of æst til þess að hún gætti þess að fylgja sannleikanum nákvæmlega. Ungfrú Lavinia sem var yngri, og ekki eins harðskeljuð gagnvart þessu máli, hugsaði með meiri hlýleik til konunnar bjarthærðu, sem að hún hafði þekt síð- an að hún var barn, og lét í ljós þá meiningu sína að gifting hennar og þessa unga, laglega manns væri í alla staði eðlileg og því fyrirgefanleg. “Hann er máske ekki eins svartur og menn segja”, mælti hún til stór móðgunar við systur sína, sem fórnaði upp höndun- um í helgum hrylling, út af vilyrðum Laviniu, til varnar honum sem hún áleit vera skarn mannfélagsins. Mable Stent, eða öllu heldur Mable Montrose hin vinsæla, og presturinn “elskulegi“, voru umtalsefnið í Faring yfir kaffibollum, á gatnamótum, á samkomum og hvar annarstaðar sem konur, eða menn hittust. Miðaldra fólk og þar yfir ávítuðu hana harðlega, en verzlunarmennirnir og fólk sem sam- kvæmislífinu unni, taldi dagana þar til að húsið mikla, eins og komist var að orði, yrði opnað til íbúðar á ný, sem sjálfsagt yrði bráðlega, þar sem hin unga kona, eigandi þess, var nú gift. Það var engin undur þó að Mable Stent hefði ekki haft hug til að flytja í hið stóra og þögula hús sitt undir eins eft- ir dauða John Stent, heldur kosið að fara úr landi burt, til að jafna sig eftir það reiðarslag. Tilkynningin um gifting Mable og Montrose, voru fréttir fyrir fleiri en fólkið í Faring. Það voru líka stórtíð- indi fyrir undirforingjann Archibald Drake sem las um þær í Times á Val- etta. Á æskuárum sínum hafði hann oft verið á Breiðavatni, og í sumarfrí- um sínum hjá móðurbróður sínum John Stent, og hann mundi vel eftir fal- legu stúlkunni á prestssetrinu, og satt að segja hafði honum ekki orðið um sel, þegar að hann frétti um gifting móðurbróður síns og hennar, en sú andúð átti sér ekki djúpar rætur, því hann var ekki öfundsjúkur maður og svo hafði móðurbróðir hans séð hon- um fyrir inntektum sem gerðu meira en nægja þörfum hans í stöðu þeirri sem hann var í og ekki krafðist neinnra óþarfa útgjalda, og þar ofan á kaupið var það í alla staði eðlilegt, þó að John Stent sem var stórauðugur maður vildi eignast erfingja, en því miður átti það ekki að auðnast, því ekkert barn hafði fæðst eftir samveru móðurbróð- ir hans, og Mable, svo ekki var um neinn erfingja að ræða. En John Stent hafði í erfðaskrá sinni ákveðið, að Breiðavatns-eignin og nokkrar eignir í Ameríku skyldu verða lífstíðareign ekkju sinnar, en að henni látinni skyldu þær eignir ganga til Archilbalds Drake, og að honum látnum til erfingja hans. Og Archibald Drake gat enga hneigð hjá sér fundið til að öfunda ekkjuna ungu út af þessu hlutskifti hennar. En þegar að hann las um þessa síð- ari giftingu, og vissi um hið alkunna framferði Montrose, sem bæði var eyðsluseggur og spilafífl og að hann ætti að hafa hönd í bagga með og umsjón yfir fjármunum móðurbróður síns, þá fanst honum, að John Stent hefði mátt gera aðrar ákvarðanir í erfðaskrá sinni. Hann hafði enga sérstaka ágirnd á Breiða- vatnseigninni, en honum hraus hugur við, ef ókunnur maður ætti að stíga þar í för móðurbróður síns. Samt bar hann enga andúð í huga til frúarinnar á Breiðavatni, og hann ásetti sér að upp- fylla loforð sem hann hafði gefið um að heimsækja hana eins fljótt og hann gæti. Skipið, sem hann var á, átti að koma heim í höfn bráðlega, til yfirlits og viðgerðar og þá mundi hann fá nokk- urn frítíma á Englandi. Seint um haustið fluttu þau Montrose hjónin til Breiðavatns, og vakti sú koma umtal og æsingu hjá fólkinu í Faring og jafnvel eldri Bryden-systirin, faldi sig á bak við gluggatjöldin í svefn- herbergi sínu til þess að geta séð þau er þau óku fram hjá Laurels. Hún sá Mable Montrose þar sem hún sat í vagninum fölleit eins og frostrós, þar sem hún sat við hliðina á hávöxnum, úti- teknum og ungum manni, með hvössu augnaráði, í bognu nefi og harðneskju- svip. Ungfrú Bryden þóttist sjá alskon- ar ógæfu og erfiðleika sem biði prests- dótturinnar ljóshærðu. Ungfrú Livinia, sem ekki fór eins leynt með sína forvitni, gat þess við matborðið, að hún hefði séð Montrose- hjónin, þegar þau hefðu ekið fram hjá. “Eg verð að segja, að mér þótti hann heldur myndarlegur og laglegur”, sagði hún. “Eg held að það sé ekkert myndar- legt í sambandi við hann”, sagði eldri Bryden-systirin með þjósti. “Myndarskapurinn er náskyldur verkunum, Livinia”, “Fólk hefir máske gert altof mikið úr brestum hans”, sagði Livinia, sem ávalt vildi úr öllu bæta. “Svo þú sást hann, þegar að þau fóru fram hjá Cecella?” “Það vildi svo til að ég var við glugg- ann í svefnherberginu mínu, þegar þau fóru fram hjá. Eg sá hann aðeins í svip”, svaraði ungfrú Bryden og sneri upp á sig. Frænka hennar ung sem hjá henni var stödd kýmdi lítið eitt út af viðurkenning þeirri, er ungfrú Bryden neyddist til að gera. “Það hlýtur að vera tilfinnanleg von- brigði fyrir blessaðan prestinn, að eiga dóttir sem lætur sig svo litlu varða um vilja og velferð föður síns”. “En, frænka”, sagði ekki fólkið að hún hefði gifst í fyrra skiftið til að þóknast föður sínum?” spurði Con- stance Bryden. “Máske hún hafi ásett sér að fara að sínum eigin ráðum í þetta sinn”. “Kæra Constance”, svaraði ungfrú Bryden, “þú gengur alveg fram af mér. Eg hélt að þú værir upp úr því vaxin a ðhlaupa eftir héraðs slúðri. — Mable Willoughby valdi sér ágætan og heiðarlegan kost, þegar að hún giftist John Stent, en val hennar núna er heimskulegt, og hana mun einhvern tíma iðra þess, sem hún hefir nú gert. Taktu eftir því sem að ég segi. Hún á eftir að iðrast þess, að hún giftist hr. Montrose”. 3. KAPÍTULI Velkominn gestur “Mér féll aldrei vel við Mable Uill- ougby, og mér fellur maður hennar enn ver í geð, en ég held, mín kæra, að við ættum að halda þeirri andúð okkar í skefjum, sökum hennar Constance”. Þessa varúðar-setningu sagði ungfrú Bryden tveimur mánuðum eftir að Montrose hjónin komu heim tiÞBreiða- vatns og orsökin til hennar var sú, að Bryden-systurnar voru ný-búnar að fá heimboð frá frú Montrose. Fyrri mað“ ur hennar John Stent hafði fylgt þeim vana að bjóða landsetum sínum heim til sín einu sinni á ári til dansleikja og annara skemtana, og ætlaði frú Mont-. rose auðsjáanlega að halda þeirri reglu áfram, og hún hafði í þetta sinn boðið fleirum en landsetunum og þar á með- al Bryden-systrunum og Constance. “Við ættum sannarlega ekki að meina Constance að þyggja boðið”, mælti Livinia. Að meina Constance að fara á þenn- an dansleik, þann fyrsta sem hún hafði verið boðin á, hefði vissulega rænt fleiri ánægju en hana, því hún var víst lang- fallegasta stúlkan sem var í Farring og nágrenninu. Constance var dóttir John Bryden, uppáhalds-bróðir Bryden-systranna, Cecilíu og Liviniu, sem fallið hafði í Zululandi í þjónustu ættjarðar sinnar. Sverðið hans hékk yfir arininn í stof- unni á Laurels, þar sem stólarnir voru sveipaðir hollenzkum varnardúkum, nema þegar um sérstaklegar hátíðar- samkomur var að ræða. Kafteinn John Bryden var giftur og skildi eftir sig forkunnar fríða og geðþekka ekkju, sem dó af sorg, eftir því sem sagt var, skömmu eftir fall mannsins, og skildi eftir fimm mánaða gamlan munaðar- leysingja, Constance Bryden, sem nú var tuttugu ára, og föðursystur hennar tóku að sér er móðir þeirra dó og hafði verið augasteinn þeirra öll sín upp- vaxtarár. Hún var bláeygð eins og móð- ir hennar var forkunnar fríð. Tignar- leg, en þó djarfleg í framkomu eins og faðir hennar hafði verið, og Livinia var staðföst í þeirri von og trú, að hún mundi eiga fyrir sér að verða mikilhæf kona, og giftast inn í aðalsættina. Boð frú Montrose var þegið, og hús- ráðendurnir í Laurels settust á ráð- stefnu til a$ ráða fram úr, hvaða bún- ingur væri sæmilegur handa Constance vi ðþetta tækifæri. Að síðustu varð nið- urstaðan sú, að enginn saumameistari, eða saummeistara-mær væru til í Far- ing sem treystandi væri til að búa til danskjól sem Constance væri samboð- in við þetta tækifæri. Svo ákveðið var að leita til Lundúna og allir komu sér saman um, að þærCecelia og Constance skyldu þegar leggja á stað, til þess fræga staðar. Húsið, Breiðavatns-kastalinn, þar sem danssamkomuna átti að halda var stór múrsteinsbygging, kuldaleg og lkrangaleg til að sjá og minti frekar á yfirlæti þeirra sem bygt höfðu en á hagkvæmi, eða fegurð. En þegar inn í hana var komið, var þar að sjá öll þau þægindi og prýði er þekt voru og peningar gátu veitt, og innan húss- stjórn öll fór fram með prýði og reglu, undir stjórn þeirra frú Proudhay, sem hússtjórnina hafði á hendi og hr. Daníelts, sem í mörg ár hafði verið í þjónustu John Stent, en lét sér heldur fátt um hinn nýja húsbónda sinn. Æskudraumar prestsdótturinnar höfðu nú rætzt. Hún var orðin húsfreyja á Breiðavatni og hafði ótakmarkaðar inntektir. Við hlið sér hafði hún draumaprins, sem hún hafði sjálf valið sér. En þrátt fyrir það, bar raunasvip- urinn á andlit hennar vott um, að alt væri ekki með feldu. Það var reimt í húsinu mikla! í hverju einasta herbergi hússins fylgdu hin ásakandi augu John Stent, Mable Montrose eftir, eins og hún sá þau síðast, er hann hvarf ofan fyrir klettabrúnina háu í fjöllunum í Noregi. Þau fylgdu henni eftir dökkum göngum hússins. Við matborðið, blómurn sett og lýst blikandi ljósum. í draumum sín- um sá hún það og kom þá oft fyrir að hún rak upp angistar- og óttaóp. Hún gat hvergi umflúið þessi starandi augu. Hvergi hvílst, eða friðar notið fyrir á- sökun þeirra og jafnvel í litlu kirkjunni hennar störðu þessi ásakandi augu í gegnum Gotneska skrautgluggann, sem settur var á vegg kirkjunnar til minn- ingar um John Stent. Eins, þegar hún var á gangi eftir stígunum í blómagarð inum fyrir utan húsið sitt, eða þegar að hún reikaði meðfram ströndunum. Við Breiðavatn, sem nafn setursins var dregið af, þá fylgdu þessi ásakandi augu henni. Mable Montrose var háð því álaga- afli, sem hún gat ekki ráðið við, og það var ekki langt þess að bíða, að maður hennar yrði var hinna óskiljanlegu þunglyndiskasta, sem að henni sóttu og þau voru honum hin mesta ráðgáta. Hún hafði verið léttlynd og glöð áður en hún kom til Breiðavatns og svo þessi skyndilega breyting sem að honum féll afar illa. En hann fékkst ekkert um þetta. Hún var honum eftirlát og góð kona, og var ósínk á fé honum til handa. Skuldir Willie Montrose voru allar borgaðar og hann hafði nóg fé milli handa til að borga með þær þarfir sínar sem honum þótti mestu varða, og svo var hann nógu vitur til að skilja, að honum mundi hollast að taka sumu því, sem honum þótti ógeðfelt með hinu sem honum var geðfeldara, án þess að gera neinn hávaða út af því. Að síðustu kom samkomudagurinn, og þann dag bar gest að garði á Breiða- vatni; það var Archibald Drake, sem eftir tveggja ára fjarveru í Kína, var al- veg ný-kominn til Englands. Nokkrir vinir frú Montrose voru komnir, þegar Drake kom og hafði hann lítið tækifæri til að kynnast þeim, eða Montrose, áð- ur en kallað var til kvöldverðar, en hon- um fanst þegar að hann heilsaði frú Montrose, að hún liti veiklulega út og að hún væri áhyggjufull. Við kvöldverðinn þótti Drake gest- irnir nokkuð háværir, má vera að end- urminningarnar um borðsalinn, þar sem hann hafði svo oft áður neytt máltíðar með móðurbróðir sínum, John Stent, hafi átt þátt í þeirri kend. Allir sýndust ánægðir og kátir — allir nema húsmóð- irin sem sat við endann á hinu vist- hlaðna og skrautlega matborði, en hvar sem hún leit, störðu þessi ásak- andi og raunalegu augu á hana, og hún varð að taka á öllu sínu til þess að geta brosað, að fyndni ungs skozks auðmanns sem sat við hliðina á henni, um síðasta kvæðið sem ort hafði verið við konungshirðina. Drake horfði við og við á frú Mont- rose. Hann mundi eftir að honum hefði einu sinni þótt hún frekar sviplítil. — Öðru máli var nú að gegna — hana skorti síst svipbragðið nú, en illa fanst Drake hann vera blekktur, ef undir því slægi ekki órótt hjarta og óttaslegin hugsun. En, hugsaði Drake, hún er máske farin að sjá eftir hinu síðara vali sínu. “Ert þú alveg búinn að gleyma göml- um kunningja þínum”, var sagt við hliðina á Drake. — Drake leit snöggt við, og á stúlkuna sem sat honum til vinstri handar. Hann hafði litið til hennar sem snöggvast er hann settist í sæti sitt, en ekki skift sér meira af henni. Stúlkan sem ávarpaði Drake, var há og vel farið í andliti, en var í flokki þeirra kvenna er Drake í huga sér skipaði í sérstakann flokk og nefndi “Hrossa-“-konur, en honum hafði yfir- sézt, því að þarna var um að ræða gamla kunningjakonu hans.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.