Lögberg - 08.01.1948, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 • *_ A
A t>»iea
t,aU^afXJtV s i A Complele
Cleaning
Inslitulion
PHONE 21374
B^ssssT
í\«ts
A Complete
Cleaning
Institulion
61. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 8. JANÚAR, 1948
NÚMER 2
Frank Torolfson
Mikilhœfur
listamaður
Á laugardaginn þann 3. þ .m.,
mintist dagblaðið The Winnipeg
Tribune, fagurlega á Frank
Thorlofson, sem vaxandi mann
á sviði hljómlistarinnar, en hann
stundar nú, eins og áður hefir
verið frá skýrt hér í blaðinu,tlltellum st“d‘ 1
Haekkað verðlag
Landbúnaðarráðherra sam-
bandsstjórnar, Mr. Gardiner,
hefir kunngert, að samkvæmt
hinum nýju viðskiptasamning-
um greiði Bretar úr þessu mun
hærra verð fyrir nautakjöt,
flesk, egg og ost héðan úr landi
en viðgekst í fyrra; telur hann
bændur alment munu fagna
þessum tíðindum; verðhækkun
áminstra framleiðslutegunda
nemur 10 af hundraði og í sumum
tilfellum yfir það; að þeetta hefði
áhrif á dýrtíðina kom víst eng-
um til hugar að draga í efa, enda
er það nú þegar komið á daginn;
í þessari borg hækkaði nauta-
kjöt í smásölu samstundis um
3 cents pundið, jafnframt því
sem matvörukaupmenn stað-
hæfðu að allar tegundir svína-
kjöts . yrðu að hækka í verði
sem svaraði 12 centum á pund;
í Winnipeg er mjólkurpotturinn
kominn upp í 17 cents, og flestar
aðrar nauðsynjar hækka óðum í
verði, þótt vinnulaun í mörgum
Dr. Blöndal látinn
Hinn mikilsvirti læknir August
Blöndal lézt í fyrrakvöld á
Grace sjúkrahúsinu hér í borg
eftir langvarandi vanheilsu, 58
ára að aldri; auk ekkju sinnar,
frú Guðrúnar, lætur hann eftir
sig fjögur börn, tvo sonu og
tvær dætur. Útför þessa mæta
manns fer fram frá Fyrstu lút-
ersku kirkju, fimtudaginn þann
8. þ. m., kl. 2 e. h.
framhaldsnám í list sinni í
Chicago og hlaut í því sambandi
mikilvæg heiðursverðlaun.
Mr. Thörolfson er löngu kunn
ur sem ágætur hljómsveitar-
stjóri og höfundur frumlegra
tónsmíða. — í hinni fjölmennu
Chicagoborg er áhrifa hans
all-verulega farið að gæta, og er
hinum mörgu vinum hans það
hér sem annarsstaðar, mikið
og óblandað fagnaðarefni.
Foreldrar þessa vaxandi hljóm
listarmanns eru þau Mr. og Mrs.
Halldór Thorolfson, sem um
langt skeið hafa verið búsett í
Winnipeg og njóta almennra
vinsælda.
Neytendafélög um landið
þvert og endilangt krefjast þess
að hámarksverð lífsnauðsynja
verði innleitt að nýju, og verður
ekki annað séð en þau hafi
harla mikið til síns máls.
Búreikningabók
Athygli skal hér með leidd að
auglýsingu, sem birt er á öðrum
stað hér í blaðinu um nýja bú-
reikningabók, er teknaráðuneyti
sambandsstjórnar hefir safnað til
og gefið út, en bændur geta
fengið ókeypis með því að
spyrjast fyrir um hana á næsta
pósthúsi; bók þessi innifelur
margar hollar leiðbeiningar
varðandi bókhald og búreikn-
inga bænda og hve auðvelda
megi slík störf með því að fara
reglubundið eftir þeim fyrirmæl
um, sem í bókinni eru
tekin fram; léttir þessi leiðar-
vísir einnig mjög undir við
framtal til tekjuskatts.
Áminstur bæklingur er 42
blaðsíður að stærð í fjögra blaða
broti, auk efnisyfirlits.
Bækur menningarsjóðs
Nýtt bindi islandssögunnar væntanlegt að ári
Sextugsafmæli
Síðastliðinn sunnudag átti
mætur og heilsteyptur íslend-
ingur, sem nú er búsettur í þess-
ari borg, John T. Árnason,
sextugsafmæli; hann er Reyk-
víkingur að uppruna og kom um
tvítugsaldur hingað til lands. Á
ungum aldri tók John að gefa
sig að verzlun og viðskiptum og
fékk brátt orð á sig vegna ljúf-
mensku og ábyggileiks á þeim
vettvangi; um langt skeið rak
John umfangsmikla verzlun í
bænum Oak Point hér í fylkinu
við góðum árangri og vaxandi
vinsældir þótt stundum væri á
þeirri tíð hart í ári og lánsverzl-
un óumflýjanleg; allir vissu að
þar sem John var, gekk heillynd
ur maður að verki, hygginn og
ráðdeildarsamur, er jafnan vildi
viðskiptavinum sínum allt hið
bezta hvað sem öðru leið; fyrir
nokkrum árum seldi John verzl-
un sína á Oak Point og flutti
hingað til borgar.
John er kvæntur Helgu ólafs-
son, ættaðri af Akranesi, hinni
mestu ágætiskonu; er heimili
þeirra rómað vegna risnu og
snyrtimensku.
John er maður svo vinfastur,
að naumast verður á betra
kosið; hann er fastlundaður og
lætur ógjarna sinn hlut, þótt ó-
bifandi sanngirni ráði jafnan
gerðum hans.
Nokkrir vinir Johns, færri þó
en viljað hefðu, heimsóttu þau
hjón á afmælisdaginn og hyltu
að makleikum hið vinsæla,
sextuga afmælisbarn.
Göfug kona látin
Síðastliðinn laugardag lézt á
Deer Lodge sjúkrahúsinu hér í
borginni, Miss Inga Johnson
hjúkrunarkona 67 ára að aldri,
ein af vinsælustu og ágætustu
konum íslenzka kynstofnsins í
þessari álfu; afskipti hennar af
hjúkrunar- og líknarmálum
austan hafs meðan á fyrri heims
styrjöldinni stóð, munu lengi í
minnum höfð, sem og margra
ára holl og kærleiksrík forusta
hennar við Elliheimilið Betel á
Gimli.
Miss Johnson lætur eftir sig
þrjár systur, Mrs. K. S. Thorðar-
son í Seattle, Mrs. W. J. Burns
og Jennie Johnson í Winnipeg.
Útför Miss Johnson fór fram
frá Fyrstu lútersku kirkju á
þriðjudaginn að viðstöddu miklu
fjölmenni; þeir séra Eiríkur
Brynjólfsson og séra Rúnólfur
Marteinsson fluttu kveðjumál.
í næstu viku birtist minningar
grein um Miss Johnson eftir
séra Rúnólf Marteinsson.
Verkfall í aðsígi
Eins og riú horfir við, bendir
eitt og annað til þess að bakara-
verkfall geti þá og þegar hafist
hér í borginni; um 650 bakarar
sem starfa í þjónustu fjögurra
stærstu brauðgerðarfélaganna,
hafa boðað verkfall nema því
aðeins að þeir fái 15 centa kaup-
hækkun á klukkustund, en fé-
lögin eru sögð ófús á að greiða
yfir 10 centa hækkun.
Dr. Halldór Hermannsson
Sjötugsafmæli
Þann 6.,þ. m., átti hinn víð- J
kunni og mikilsmetni fræðimað-
ur, dr. Halldór Hermannsson,
prófessor í Norðurlandamálum
og norrænum bókmentum við
Cornell-háskólann, sjötugsaf-
mæli; vísast í þessu efni til
ágætrar og markvissrar ritgerð-
ar um þenna mikilhæfa og
merka fræðaþul, sem birtist á
öðrum stað hér í blaðinu eftir dr.
Richard Beck, sem er næsta
handgenginn afmælisbarninu.
Dr. Halldór nýtur víðtækrar
viðurkenningar vegna vísinda-
legrar nákvæmni sinnar og inn-
sýn í þau viðfangsefni, er hann
tekur sér fyrir hendur að
brjóta til mergjar, og með út-
gáfu sinni af Islandica hefir
hann unnið íslenzkri bókmenn-
ingu ómetanlegt gagn og stækk-
að andlegt landnám íslenzku
þjóðarinnar.
Lögberg flytur dr. Halldóri
hugheilar árnaðaróskir í tilefni
af þessum merku tímamótum í
ævi hans og starfssögu.
Fyrsla bindi íslandslýsingarinn-
ar kemur úl 1949
Samkvæmt upplýsingum sem
Vísir hefir fengið hjá Emil
Guðjónssyni framkvæmdastjóra
Bókaútgáfu Menningarsjóðs og
Þjóðvinafélagsins, verða félags-
bækur útgáfunnar 5 í ár og eru
allar væntanlegar fyrir jól.
Ýmsar merkar bækur eru nú
í undirbúningi m. a. er Ódysseifs
kviða í prentun og er væntanleg
á næsta ári, sömuleiðis Illions-
kviða, ef hægt verður að útvega
pappír til útgáfunnar. Nýtt
bindi af sögu íslendinga er í
uppsiglingu og er væntanleg á
næsta ári. Er það VII. bindi,
samið af Þorkatli Jóhannessyni
prófessor. Haldið er áfram undir
búningi að útgáfu íslandslýsing-
arinnar og er gert ráð fyrir að 1.
bindi hennar komi út að öllu for-
fallalausu árið 1949.
Næsta ár verður gefið út
úrval norskra smásagna, sem
Snorri Hjartarson bókavörður
hefir valið og búið undir prent-
un. Ef þessi bókmenntagrein
verður vinsæl meðal almenn-
ings, er ráðgert að halda áfram
með útgáfu úrvals smásagna
frá ýmsum öðrum löndum.
Af öðrum bókum næsta árs
má nefna Úrval úr kvæðum
Stefáns Ólafssonar frá Vallar-
nesi í útgáfu Andrésar Björns-
sonar, þriðja og síðasta bindið
af Heimskringlu, svo og And-
vara og Almanakið.
Árbækur þessa árs eru:
1. Almanak Hins íslenzka
þjóðvinafélags um árið 1948. —
Það flytur m. a. grein um ís-
lenzka leikara eftir Lárus Sigur-
björnsson, rithöfund.
2. Skáldsagan “Tunglið og
tíeyringur” eftir enska skáldið
W. S. Maugham í þýðingu Karls
Isfelds, ritstj.
3. Úrvalsljóð Guðmundar
Friðjónssonar með formála eftir
Vilhjálm Þ. Gíslason, skóla-
stjóra. Þetta er sjötta bókin í
flokknum “Islenzk úrvalsrit”.
4. Heimskringla, II. bindi, bú-
ið til prentunar af dr. Páli E.
Ólasyni.
5. Andvari, 72. árangur. Hann
flytur m. a. sjálfsævisögu Step-
hans G. Stephanssonar.
Félagsgjaldið 1947 er eins og
s. 1. ár kr. 30.00. Fyrir það fá
félagsmenn áðurnefndar 5 bæk-
ur.
Erfitt er nú, svo sem kunnugt
er, um útvegun pappírs og bók-
bandsefnis, ekki sízt, þegar um
stór upplög er að ræða. Horfur
eru þó á, að félagsbækurnar fyrir
þetta ár komi allar út rétt fyrir
áramótin.
Nýlega er komið út III. bind-
ið af Bréfum og ritgerðum Step-
hans G. Stephanssonar, búið til
prentunar af Þorkatli Jóhannes-
syni prófessor. Er þar með lok-
ið prentun bréfasafnsins. Síðasta
bindið, ritgerðasafnið, mun
koma út á næsta ári I. bindi bréf-
anna hefir nýlega verið ljós-
prentað.
Vísir, 27. nóv.
Sérkennilegir ljósglampar sjást
um allt Suðurland
Þing kemur saman
Síðastliðinn þriðjudag kom
þjóðþing Bandaríkjanna saman
til funda og hefir þegar tekið'
til óspiltra málanna varðandi
þau löggjafar nýmæli, er Tru-
man forseti telur nauðsyn á að
nái fram að ganga sem allra
fyrst og hefir þar forgangsrétt
Marshall-áætlupin, sem mælir
með 19 biljón dollara fjárveit-
ingu til viðreisnar hinna ýmsu
Norðurálfuþjóðum.
Kosið í kirkjuráð íslands
Yfirkjörstjórn við prestkosn-
ingar hefur nýlega lokið talningu
atkvæða til kosningu í Kirkjuráð
Islands.
Kirkjuráðið er skipað fjórum
mönnum, auk biskups, sem er
sjálfkjörinn forseti þess. Tveir
stjórnarmeðlimir skulu vera guð
fræðingar, kjörnir af sóknar-
prestum og kennurum guðfræði-
deildar Háskóla íslands. Hinir
tveir eru konir af hjeraðsfundum
landsins.
Kosningin fór fram á s. 1. sumri
og hafa atkvæðin verið að berast
til skamms tíma.
Af hálfu sóknarpresta og kenn-
ara guðfræðideildarinnar voru
kosnir: prófessor Ásmundur Guð-
mundsson, er hlaut 58 atkv. og
Þorgrímun Sigurðsson prestur að
Staðarstað er hlaut 30 atkv. —
Næst flest atkvæði hlaut sr.
Einar -Guðnason í Reykholti.
önnur atkv. skiftust á 13 presta.
Af hálfu héraðsfunda voru
kosnir Vilhjálmur Þór forstjóri
með 74 atkv., og prófessor Matt-
hías Þórðarson þjóðminjavörður
með 71 atkv. — Næstir voru dr.
Björn Þórðarson fyrrum forsæt-
isráðherra er hlaut 64 atkv. og
Gunnar Thoroddsen með 62 atkv.
Kosið er í Kirkjuráð til fimm
ára í senn. Mbl. 7. des.
Flytur ræðu
Hon. Louis St. Laurent, utan-
ríkisráðherra sambandsstjórnar-
innar, verður aðalræðumaður á
ársþingi Liberal-Progressive
stjórnmálasamtakanna í Mani-
toba, sem haldið verður á Fort
Garry hótelinu hér í borginni
dagana 22. og 23. þ. m. Búist er
við miklu fjölmenni víðsvegar
að úr fylkinu. Mr. St. Laurent er
þjóðkunnur stjórnmálaskörung-
ur, kunnur að rökvísi og mælsku.
Agnes Gunnlaugson
Við hittumst þá fyrst þegar hrímaði mó,
og hlíðin var ’tekin að grána.
Úr auganu vorgeislinn heiðglaði hló
en héluna lagði yfir brána.
Þar stóð hún, sú hetja, sem harðsókn og önn
ei höfðu því megnað að buga,
einbeitt og skörufeg, glaðleg og grönn
með geiglausan víkingahuga.
Og hvatur var fótur og hreyfing hver snör
sem hún væri viljanum borin
það lýsti af hvarmi hið logandi fjör
þó lægju að dysinni sporin.
En lífið er veikbygt hver víkingur skal
að vellinum sigraður falla
og leggjast til hvíldár í veginna val
er Valkyrjur tímanna kalla.
\
Og nú er hún gengin og gröf hennar byrgð
en gusturinn fer um oss hina.
Hún hvílir í friði af fjölskyldu syrgð
og fylkingu gamalla vina.
1
Páll Guðmu ndsson.
Pálmi Hannesson lelur þetta
rafgeisla, er myndazt hafi á
veðramótum
1 gærkvöldi sáust einkennileg
ir ljósblettir á lofti víða um
Suðurland og af skipum, sem
voru fyrir sunnan land. Margir
héldu í fyrstu, að um Kötlugos
væri að ræða. En svo er ekki,
heldur er talið, að um rafmagns-
geislun milli tveggja loftstrauma
hafi verið að ræða.
Byrjaði líkt og Kötlugosið
1918
I Hveragerði byrjuðu ljósbloss
ar þessir að sjást um klukkan
5.30 í gær. Fólk, sem séð hafði
upphaf Kötlugossins 1918, þóttu
þessi ljósfyrirbrigði líkjast því
mjög, og var það því í fyrstu trú
manna þar eystra, að um Kötlu-
gos gæti verið að ræða.
Ljósin líktust dálitlum elding-
um til að sjá, en þó var auðséð,
að ekki væri um eldingar að
ræða. Ekki var t. d. hægt að sjá
að þessi ljós, nema maður sneri
sér í áttina til þeirra, en elding-
ar sér maður, hvort heldur að
menn snúi sér að þeim eða frá.
Hér var um að ræða bláar ljós
rákir, sem komu upp á himininn
að sjá yfir Ingólfsfjall frá Hvera
gerði, en í stefnu á Mýrdalsjök-
ul. Brá ljósunum fyrir með
stuttu millibili, þegar mest kvað
að þeim. Seinast sá fréttaritari
Tímans í Hveragerði ljósin
klukkan hálf tólf, en þá var far-
ið að kveða miklu minna að þeim
en áður.
Sáust frá Lögbergi
við Reykjavík
Fólk í áætlunarbifreið, sem
var á leiðinni austur í gær, gat
fylgzt mjög vel með þessum ljós
um frá því þáu byrjuðu að
sjást.
Varð ferðafólkið fyrst vart
vdð ljósin, er komið var upp að
Lögbergi, en síðan sáust þau
alla leiðina austur, og voru mjög
þétt á tímabili.
Sáusl vel í Vík
I Vík í Mýrdal sáust ljósin vel.
Gat maður nokkur, sem var upp
á Vikurfjalli, þegar ljósagangur-
inn byrjaði, vel fylgzt með þeim.
Komu þau upp í suðaustri og
fóru þessar bláu ljósrákir yfir
himininn til norðvesturs. — Um
tíma voru ljósglampar þessir
mjög tíðir og með nokkuð jöfnu
millibili og fóru hratt yfir him-
ininn.
Skýring Pálma Hannessonar
Tíminn sneri sér til Pálma
Hannessonar rektors í morgun
og spurðist fyrir um skoðun
hans á þessu fyrirbrigði. Fórust
honum orð á þessa leið:
Nærri árlega sjást einkennileg
ljós hér á landi í svartasta skamm
deginu, og er þetta því engin sér-
stök nýung. Er allt með felldu
um þessi ljós. Hér eru aðeins
náttúrulögmálin að verki.
Af fréttum um þessi ljós, ræð
ég, að þau stafi af mismunandi
eðli og spennu veðrabrigða í
loftinu. En einmitt þarna um há-
lendið er oft veðramót, sem or-
saka slík ljós sem að þessu sinni.
Loftið er ekki stöðugt á þessum
veðramótum og mismunandi raf
magnað. Þetta er því að öllum
líkindum rafmagnsgeislun milli
tveggja loftstrauma.
Hins vegar eru þessi skamm-
degisljós óvenjuleg að því leyti,
hve þau stóðu lengi yfir. — Um
Kötlugos gat ekki verið að ræða.
Katla segir til sín á tilþrifa-
meiri hátt, og nær því alltaf með
snörpum jarðskjálftakippum.
Tíminn, 6. des.