Lögberg - 08.01.1948, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. JANÚAR, 1948
7
Thorvaldur bóndi Sveinsson
að Hvarfi í Víðinesbygð
Guði sé lof að bjartir
sólskinsblettir
að baki ljóma’ og frammi blasa
. við!
Mér fyrir handan landgönguna
léttir
Að ljúfur hönd þú fornvin þínum
réttir
með sama brosi’ og síðast
kvöddumst við!
Guðm. Guðmundsson.
Haann andaðist að heimili
sínu við Húsavick, Man., 30. okt.
s. 1. — Um tvö ár hafði hann
þjáðst af sjúkdómi þeim er
leiddi hann til dauða; jafnan
hafði hann þó fótavist, bar sig
vel, og naut sín eftir því sem unt
var að vanda. Thorvaldur var
fæddur 6. jan. 1859, að Enni í
Viðvíkursveit í Skagafjarðar-
sýslu. Foreldrar hans voru
Sveinn Sveinsson og Anna
Soffía Pétursdóttir. Föður sinn
misti hann 5 ára gamall, en var
þá tekinn til fósturs af Pétri
Guðmundssyni og Lilju Sigurð-
ardóttur, er bjuggu á Læk í Við-
víkursveit. Hjá þeim fóstraðist
hann upp og gengu þau honum
í foreldra stað. Hann var fermd-
ur að Hólum í Hjaltadal, af séra
Ólafi Þorvaldssyni, þá presti í
Viðvík. Einn fermingarbróðir
Þorvaldar er á lífi hér vestra,
Magnús Markússon skáld í
Winnipeg, voru þeir mjög sam-
rýmdír.
Thorveldur fór vestur um haf
árið 1881; um hríð dvaldi hann
í Minnisota-ríki, en síðar í Winni
Peg um nokkur ár, en flutti þá
til Nýja íslands og bjó með
uióður sinni og Sigríði systir
sinni. Þann 18. jan. 1896 kvæntist
hann Halldóru Guðrúnu Alberts
dóttir frá Steinsstöðum í Við-
nesbygðr Þau bjuggu fyrst um
nokkur ár í Austur-Selkirk, en
árið 1901 fluttu þau til Nýja ís-
lands, settust að á Hvarfi, við
Húsavick P. O. og bjuggu þar
ávalt síðan. — Börn þeirra eru:
Elín Alberiína, gift Kr. Sigurðs
syni, Sandy-Hook. Lilja Valdína,
gift V. Sveinssyni, Camp Morton.
Pétur Skúli, kv. Jóhönnu Skag-
feld, Sandy. Hook. Alberi Valtýr,
kv. Maríu Stanley, New West-
nnnster, B.C. Emil Einar, heima.
Anna Soífia, gift Skapta Ander-
son, Sandy. Hook. Theodóra
Thorsiína, gift S. Martin, Húsa-
vick. —
Thorvaldur sætti hinum venju
legum kjörum frumbyggjans er
verður að heyja harða baráttu,
sínum og sér til bjargar. Mörgum
hefir sú lífsbarátta reynst ærið
torsótt og hörð, ekki sízt á önd-
verðum árum yfirstandandi ald-
ar, þótt ekki sé lengra tilvitnað;
enda er öll afstaða bænda nú al-
gerlega ósambærileg nú, við það
sem þá var. Eg hygg að Thor-
valdur væri hygginn og affara-
sæll í ráði og framkvæmdum,
þótt oft væru efnakjörin þröng
og framsókn torveld; einnig átti
Halldóra, kona hans, við langvar
andi heilsubrest að stríða, er
gerði framsókn þeirra einkar
erfiða. En Thorvaldur var hinn
ágætasti heimilisfaðir; sjaldgæf
nákvæmni einkendi hann, sam-
fara umhyggjusemi fyrir konu
sinni í þungri byrði, er hann
gerði sitt ítrasta til að bera með
henni. — Með stillingu og styrkri
trú tókst þeim sameiginlega að
mæta byrði lífsins með því hug-
arfari er varpaði sólskini á lífs-
baráttuna, svo að hún fékk á
sig fegurðar- og tignarblæ; kross
burðurinn var signdur af guð-
legri nálægð. Böndin sem tengdu
börn og foreldra urðu innileg og
djúp; var hann börnum sínum
sannur faðir, og áhrif hans á
þau þeim ógleymanleg, olli því
hógværð í framkvæmd hans
samfara skilningi og kristilegri
karlmennska er jafnan einkendi
hann. — Enda urðu börn hans
innilegir og skilningsríkir sam-
verkamenn foreldra sinna og
tóku mikinn þátt í kjörum
þeirra, og áttu hlutdeild í fram-
sókn þeirra til sigurs.
Thorvaldur tótk drjúgan og
affarasælann þátt í félagsmál-
um umhverfisins. Fyrr á árum
var hann starfandi í skólamálum
héraðs síns; hann sat um hríð í
skólaráði og bar þau mál fyrir
brjósti. Ávalt var hann trúr
stuðningsmaður Víðinessafnað-
ar, og skipaði þar stundum for-
sæti. Andlegu málin voru hon-
um hjartfólgin mál, því hann
var innilegur og hógvær trúmað
ur, áhrif hans jafnan heillavæn-
Síldin
i.
‘Gusa þeir mest, er grynnst vaða’
Gott og illt skeður.
Síldin veður,
syndir grunnt, og veður.
Síldin er fémætur fiskur.
Farnaður Islands nú
allur er undir því kominn,
að hún reynist því trú.
Því svo er komið sökum,
að síldarveiðin er
undirstaða nær alls, sem gerast
á, í landi hér.
Alþingi hefir einatt
byggt okkur fjárlög á því,
að síldin kæmi að sumri,
svo sjóðirnir yxi á ný.
En “því miður” er hún ei ætíð
eins og vera ber.
Enginn veit, hvaðan hún kemur,
né hvert hún fer.
Enginn veit, hvenær hún kemur,
né hvar að landi ber.
Hitt er víst; ef hún veður,
þá verður boðið út- her.
Og orustuskipin eru
orðin í góðu standi
— skipin vor, skipin vor góðu,
sem skriðin eru að landi.
En íslenzk lög munu aldrei ná
út fyrir landhelgi,
og fiskarnir ekki fara að því,
sem er framið í þinghelgi.
Og því er á hangandi hári
hagur vors föðurlands,
að ránhyggjan ennþá ræður
ríki — til sjós og lands.
,Gusa þeir mest, er grynnst vaða’
Gott og illt skeður.
Síldin veður,
syndir grunnt, og veður.
II.
Síldin hvarf inn í Hvalfjörð,
hvalirnir með í gær.
Báran við ströndina stynur.
Stormurinn grætur — og hlær.
Síldin er fagur fiskur
og fær í allan sjó.
Silfurglitrandi syndir hún
um sundin breið — og mjó.
Silfurglitrandi sveimar hún
um sævardjúpin við.
Fuglar, hvalir og fiskar
fylgja henni ár og síð.
Því hún er úrvals æti,
úthafsins fjörvi gædd.
En það er sök saklausra vera.
Sönnunin aldrei rædd.
Hjarðlynd, í stórum hópum,
hyllir hún fjöldans ráð,
veit ekki, hvert hún veður,
verður ræningjum bráð.
Mennirnir magna seiðinn,
moka síldinni í þrær.
Báran við ströndina stynur.
Stormurinn grætur — og hlær.
K.
leg. Hann mátti með sanni telj-
ast góður fylgismaður þeirra
mála er hann lét til sín taka. En
því ollu farsælar gáfur, hófstill
ing í orðum og athöfnum sam-
fara glöggum skilningi, skapfesta
og lífsþróttur er ekki lét beraast
af leið þótt móti blési. Trygg-
lyndi átti hann í ríkulegum mæli,
vinátta hans var föst og sönn,
stóð hann á verði vinum sínum
til varnar ef þess við þurfti. Með
honum er til hinztu hvíldar geng
inn sannur og góður íslenzkur
maður, þróttlundaður og þolin-
móður kristinn maður, er engin
svik bjuggu í.
Við burtför hans minnist
ekkja hans hins góða og um-
hyggjusama eiginmanns og lífs-
förunautar; börn hans og tengda
fólk hugumkærs föður og vinar,
en sveitungar og samferðamenn
minnast hógværrar karlmensku
er einkendi líf hans alt og starf
— og hinztu baráttu.
S. Ólafsson.
THORVALDUR SVEINSSON
f’aeddur 6. janúar, 1859 -- Dáinn 30. október, 1947
Mannvinur er mætur dáinn
mörgum þungur harmur kveðinn
sárt er að kveðja kaldan náin
sem komin er á hinsta beðinn.
Ástkær faðir ætíð varstu
eiginmaður blíður, góður
trúar ljós í brjósti barstu
sem ber þig yfir dauðans móður.
Minning góða mannsins lifir
til moldar þó að hann sé hniginn
það huggar oss að hann er yfir
hörmungar og kvalir stiginn
margur vinur hnípinn, hljóður
ei hindrað getur sorgartárin,
best er að þakka þessum bróður
þó fyrir mörgu liðnu árin.
Frónskir menn hér frægan hlóðu garðinn
þú fetað hefir sigur braut með þeim
kynslóðirnar yngri hljóta arðinn
er þeir sjálfir komnir eru heim.
Því er ljúft að muna menn og konur
sem merkið hafa upp til sigurs reist <
þú varst líka sannur íslands sonur
sem að allir gátu virt og treyst.
Eg veit að þín er sálin sæl
þú sigldir undir drottins merki
og lagðir aldrei undir hæl
að auka á dásemd hans í verki.
Að mæta þér á himna hæðum
huggun verður öllum þínum
þú munt verða vafinn gæðum
sem veitir drottinn öllum sínum.
Fyrir beiðni nánustu ástvina.
Friðrik P. Sigurðsson.
Ógleymanlegur dagur í lífi reykvískra slúlkna
Kvikmyndaleikarinn frægi Tyrone
Power heillar reykvíska æsku
Hefir óvíða séð eins margl
fallegra stúlkna og vill gjarna
koma hingað aítur.
Hinn heimsfrægi kvikmynda-
leikari, Tyrone Power, kom hing-
að til lands í gær og gisti á Hótel
Borg í nótt. Kom hann hingað á
sinni eigin flugvél, sem hann
stýrði sjálfur. í morgun fór hann
áleiðis heim til Bandaríkjanna.
Fádæma umsvif voru í kvenþjóð-
inni, þrátt fyrir kuldann í gær, og
Flugfélags íslands, og fáeinum
öðrum gestum. Sat engin kona
við borð þeirra, en lögregluvörð-
ur var stöðugt við dyr gistihús-
sins og glugga ti, þess að múgur
fólks ryddist ekki inn. Eitt sinn
höfðu unglingar klifrað upp í
gluggann, þar sem Tyrone s a t
inni fyrir og komust upp að efstu
rú;ðinni, sem var opin, en er í
tveggja mannhæða hæð. Þar gat
einhver dregið gluggatjaldið til
þyrpiust stúlkur hundruð saman hHðar Qg litið niður á leikarann.
umhverfis gistihúsið, í þeirri von.
að þessi dýrlingur kvenþjóðarin-
nar kæmi einhverntíma út.
Fiskisagan ílaug.
Það var skömmu fyrir klukkan
tvö í gærdag, að hinn kunni kvik-
myndaleikari, Tyrone P o w e r ,
lenti vél sinni á Reykjavíkurflug-
vellinum. Er það tveggja hreyfla
Dakótavkél, sem hann stjórnar
sjálfur.
Strax þegar flugvélin kom,
hafði safnazt saman á flugvellin-
um stór hópur fólks, sem ein-
hvern veginn hafði fundið það á
sér, að þessa fræga leikara væri
von. Yfirgnæfandi meirihluti
þessa fólks voru stúlkur, flestar
um og undir tvítugu. Lætur
nærri, að þær hafi verið um tvö
hundruð. Þarna var þó hægt að
sjá líka fullorðnar konur, jafnvel
pelsklæddar hefðarfrúr. sem ein-
nig komu til að sjá leikarann.
Var næsta furðulegt, hve vitn-
eskjan um komu Tyrone hafði
flogið víða um bæinn á jafn
skömmum tíma, þar sem Flug-
félagið, sem annaðist móttökur
og fyrirgreiðslu hér, gerði sér
ekki far um að útbreiða vitneskju
um að hans væri von.
Eiginhandaráritun
á 100 króna seðla.
Tyrone Power var ekki fyrr
kominn út úr flugvélinni sinni á
Reykjavíkurflugvelli en kven-
þjóðin þyrptist utan um hann,
svo að hann mátti sig vart hræra.
Allar vildu þær komast sem næst
eftirlætisgoði sínu, og helzt fá að
snerta hann. Hann tók þessum
látum vel, enda vanur slíku, hvar
sem hann fer. Var hann hinn við-
mótsþýðasti við stúlkurnar og
hlotnaðist nokkrum jafnvel sá
heiður að fá að taka í hönd hans.
Hefði hrifning þeirra ekki orðið
meiri, þó að þær hefðu séð dyr
himnaríkis opnazt. Ekki féllu
þær þó á kné, en sumar þeirra
beinlínis skulfu af hrifningu.
Fjöldamargar gátu komizt í ná-
munda við Tyrone og látið hann
skrifa nafn sitt^en hann var ósp-
ar á það. Margar létu skrifa á
peningaseðla. Skrifaði hann nafn
sitt á flestar tegundir íslenzkra
seðla, jafnvel á 50 og 100 króna
seðla. Líka voru sumar svo fyrir-
hyggjusamar að hafa með sér
rithandabók, eða jafnvel stórar
afmælisdagabækur.
Þótli kalt í fyrstu.
Tyrone Power kom út úr flug-
vélinni berhöfðaður í gráum ryk-
frakka og hafði hnýtt beltinu ut-
an um sig. Hann kvartaði yfir
kulda, þegar stúlkurpar voru að
fá hann til að gefa sér eiginhand-
aráritun. — Lofið mér heldur að
skrifa inni í húsi, sagði hann,
því að eg held eg sé að fá lugna-
bólgu af kulda.
Þetta voru fyrstu kynni íslend-
inga af hinum heimsfræga kvik-
myndaleikara. — Tyrone Power
var síðan boðið inn í afgreiðslu
Flugfélags íslands á vellinum, og
vildu fleiri stúlkur komast undir
sama þak en fengu. Eftir að nauð-
synlegustu formsatriði, tollskoð-
un og vegabréfsáritun hafði far-
ið fram, vap ekkið burt.
Dvaldi á Hótel Borg.
Ekið var beina leið á Hótel
Borg, þar sem leikarinn dvaldi í
nótt. Drakk hann þar kaffi síð-
degis og snæddi kvöldmat með
fylgdarmönnum sínum, Erni
J o h n s o n framkvæmdastjóra
Um tíma, þegar mest gekk á
varð lögreglan að stöðva alla um-
ferð um Pósthússtræti til þess að
geta h a 1 d i ð mannfjöldanum í
skefjum. Var mikil þyrping fyrir
utan gistihúsið fram undir mið-
nætti. Fólkið beið þess stöðugt
að fá að sjá leikarann birtast,
þrátt fyrir storm og kulda.
Látlaus og viðfelldinn
maður.
Tíðindamaður Tímans átti ein-
kaviðtal við Tyrone Power á Hó-
tel Borg í gær. Hann er látlaus og
viðfelldinn maður og eins og fólk
er flest. Hann er grannur, meira
en í meðallagi hár og vel vaxinn.
Hörundsliturinn er brúnn, en
hárið hrafnsvart, nema í vöng-
unum, þar sem það er lítið eitt
farið að grána. Tyrone er fríður
sýnum, en einkum eru það þó
augun, sem maður tekur eftir.
Þau eru sérkennilega fögur. Aug
liti til auglitis er hann ekki öðru
yísi en margir aðrir ungir og
myndarlegir menn, en í kvik-
myndunum er hann hetja, sem
kvenfólkið dáir og elskar.
Leizt vel á kveníólkið.
Tyrone Power leizt vel á það
af landinu, sem hann sá, og sömu-
leiðis fólkið. Hann sagðist gjarn-
an vilja fá tækifæri til að koma
aftur hingað til lands og stanza
þá nokkru lengur.
Sérstaklega hafði Tyrone Pow-
er orð á því, hve honum litist vel
á íslenzka kvenfólkið. Sagði hann
það berum orðum og meinti það,
að hann h e f ð i varla nokkurn
tíma séð svo margt jafn fallegra
stúlkna að tiltölu og hér.
í langri ferð.
Tyrone Power kom hingað frá
Shannon á Irlandi .Annars hefir
hann að undanförnu verið í löngu
og e r f i ð u ferðalagi um Suður-
Ameríku, Afríku og E u r ó p u.
Hann hefir komið til Aþenu,
Rómar, Parísar og Lundúnar. Á
sumum þessum stöðum h e f i r
hann leikið kafla úr myndum,
sem hann er að leika í, og stendur
ferð hans í sambandi við þá starf-
semi. Eru það atriði myndanna,
sem gerast eiga á þessum stöðum.
Meðal þeirra mynda, sem hann
er nú að leika í, eru “Dark Wood”
og “Captain of Costello.”
Um klukkan sjö í morgun hélt
hann aftur af stað héðan á flug-
vél sinni áleiðis til Bandaríkjan-
na. Tíminn 24. nóv.
Tvœr
nýjar bœkur
Frændurnir Jónas og Halldór
Rafnar hafa hafið bókaútgáfu og
senda nú frá sér fyrstu bækurn-
ar. Þær eru báðar góðar, og bera
vott um góðan bókmenntasmekk
þeirra frænda, enda væri þeim
illa í ætt skotið, ef svo væri ekki.
Fyrri bókin er eftir hinn fræga
enska rithöfund A. Conan Doyle.
Heitir hún Síðasla galeiðan og
fleiri sögur. Flestir læsir menn
hér á landi kannast við A. Con-
an Doyle, og hafa þá í huga leyni
lögreglusögurnar, þar sem Sher-
lock Holmes er aðalpersónan, og
lesandinn bíður með óþreyju
fram á síðustu blaðsíðu, hvernig
hinum slynga lögreglumanni
takist að leysa flækjuna og ráða
hina torráðnu gátu. Hinir munu
vera færri, sem vita, að Conan
Doyle hefir ritað mikið um önn-
ur efni, og að sögur hans, sem
byggðar eru á sögulegum at-
burðum, eru snilldarverk, lýsing
arnar ljósar og meitlaðar.
í bókinni Síðasta galeiðan eru
sjö sögur, allar frá því um og
fyrir Krists burð. Fyrsta sagan,
sem er frá árinu 146 fyrir
Krists burð, lýsir því, þegar Róm
verjar réðu niðurlögum Kartha-
góborgar. Ein galeiðan, mönnuð
úrvals hermönnum, komst und-
an úr bardaganum. Hún er að
komast heim til Karthagó. En
Rómverjar vildu fullkomna sig-
urinn. Þeir vildu ei, að nein
galeiða kæmist heim. Þeir sendu
því tvö herskip, með óþreyttu
úrvalsliði, til þess að elta uppi
síðustu galeðiuna og náðu þau
henni heima við boi*garveggi,
þar sem íbúarnir horfðu á ör-
væntingarfullir. En Rómverjum
skildist of seint, við hvers konar
mann þeir áttu í höggi, þar sem
var hinn þrautreyndi hermaður
og víkingur Magró, sem aldrei
varð ráðafátt og ekkert lét sér
fyrir brjósti brenna. — Þegar
staðinn, þar sem systurskip þess
var dregið í kaf í járnhörðu
dauðataki óvinarins.
Og þegar sautján dagar voru
liðnir, ristu rómverskir plógai;
öskurústir borgarinnar enda á
milli, og salti var stráð yfir, til
merkis um að Karthagó væri
týnd og tröllum gefin. Ibúar
Karthagóborgar voru orðnir
værukærir og latir, vegna auð-
æfa og iðjuleysis. Vökumenn
þjóðarinnar höfðu aðvarað þá.
Þeir bentu á Rómaborg: “Sjáið
þessa menn, sem sjálfir bera
vopn, hver maður fyrir skyldu
sína og sóma. Hvernig getið þið,
sem felist að baki leiguliðs, gert
ykkur von um að standa þeim á
sporði”. En Rómaborg var langt
í burtu, þeir gátu ekki eygt hana.
Og þeim skildist of seint, að lög
himinsins eru þau, að heimur-
inn er gefinn þeim, sem eru harð
fengir og ósérplægnir. En þeir,
sem hliðra sér hjá skyldum
karlmennskunnar, verða sviptir
sæmdum, auðæfum og völdum
sem eru laun karlmennskunnar.
Sögurnar eru allar hver ann-
ari snilldarlegri. Þó er “Heim-
koman” þeirra bezt. Lýsingin á
Þeódóru, gleðilconunnar, sem
varð drottning, er frábær. Með
örfáum línum er dregin mynd
af einni stórbrotnustu og vitr-
ustu konu veraldarsögunnar, þar
sem saman fór fegurð, vit, glæsi-
leiki og ríkar tilfinningar.
Hin bókin: Sakamálasögur
Jónasar Jónassonar frá Hrafna-
gili, er fyrsta bókin af mörgum.
Mun tilætlun þeirra frænda að
gefa út smátt og smátt öll verk
afa þeirra, Jónasar frá Hrafna-
gili. I þessu hefti eru sögurnar:
Randíður á Hvassafelli, Magnús-
ar þáttur og Guðrúnar og Kálfa-
gerðisbræður. Þessar sögur all-
ar eru mönnum kunnar; þær
Rómverjar lögðust síbyrt að gal hafa verið prentaðar áður, eru
eiðunni, báðum megin hlekkjaði > löngu horfnar úr bókaverzlun-
Magró með járnhlekkjum gal-
eiðuna við skip þeirra og hjó
göt á botn hennar, svo að hún
drægi bæði skipin með öllu sem
á þeim var niður í djúpið um
leið og hún sykki sjálf. Brot-
hljóð heyrðist. Trésúð annars
skipsins klofnar frá, sundrast og
limast niður. Það réttist við og
marar eins og rekald á yfirborð-
inu. Að síðustu sýnir gulleitur
slikjublettur á bláum sjónum
um, og bókamenn hafa spurt um
þær árum saman. Er enginn vafi
á því, að þær eru aufúsugestir
íslenzkum bókamönnum.
Báðar bækurnar eru vel úr
garði gerðar, prófarkalestur og
annar frágangur í bezta lagi, en
óþarflega ósparlega farið með
góðan pappír, að hafa lesmáls-
flöt jafnlítinn, og er til dæmis á
Síðustu galeiðunni. S.G.
Vísir, 20. nóv.