Lögberg


Lögberg - 26.02.1948, Qupperneq 4

Lögberg - 26.02.1948, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. FEBRÚAR, 1948 --------logberg--------------------- CMU ftt br«rn flmtud&c mi THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 896 Sargent Ave., Winnipeg, Manvtoba Utanáakritt ritstjArana: KDITOR LÖGBERG Mi 8arg«nt Ar», Winnipeg, Man Rttatjóri: EINAR P. JÓNSSON Verfl $3.00 um árið—Borgist íyrirfrarri Tb» •'Lörberr” la prlnted and pubilebed by The Oohimbia Preaa, Limlted, <86 Sargent ▲reaue, WlnnJpe*. Manltoba, Canada Authorized aa.Socond Class Mail, Poet Office Dept., Ottawa. FHONI 11 M4 Hver verður forsetaefni Republicana ? Það er ekki einasta að forsetakosn- ingar í Bandaríkjunum hafi djúpstæð áhrif á hugsunarhátt og afkomu hinnar amerísku þjóðar„ heldur gætir slíkra á- hrifa vítt um heim, jafnframt því sem þau endurspeglast í samskiptum og sambúð siðmentra þjóða; hjá því getur þar af leiðandi ekki farið, að það veki nokkurt umtal hverjir þeir menn séu, sem líklegastir þyki til að vinna kosn- ingar og taka við stjórnarforustu h-já hinni voldugu nágrannaþjóð vorri sunn- an landamæranna, hver afstaða þeirra verði gagnvart heimsmálunum, hvort heldur þeir kjósi einangrun, eða lýsi fylgi við alþjóðasamvinnu. Um Demokrata mun nokkurn veginn að fullu vitað varðandi forsetaefni þeirra, sem vafalaust verður núverandi forseti, Harry S. Truman; og þótt út- nefningar fari að vísu ekki fram fyr en í júní eða júlí, þarf naumast að gera því skóna, að pólitísk verðbréf Trumans falli svo mjög fram a ðþeim tíma, að nokkur annar frambjóðandi af hálfu Demokrata komi til greina. Öðru máli er að gegna um Republic- ana, sem enn eiga eftir að velja sér foringja og margir keppa um hnossið. Úr hópi Republicana virðist almenn- ingi tíðræddast um sjö menn, Dewey Vandenberg, Eisenhower, Mac Arthur, Stassen, Taft og Warren, sem allir eru þjóðkunnir hæfileikamenn, þótt eitt og annað beri þeim þráfaldlega á milli í skoðunum. Thomas E. Dewey, ríkisstjóri í New York, var forsetaefni Republicana í kosningunum 1944. Átti hann þá við raman reip að draga þar, sem Roose- velt forseti var. Mr. Dewey er hlyntur lögskipuðum samtakarétti verkamanna og getur þess vegna átt all-mikilvægan hauk í horni þar sem samtök verka- manna eiga í hlut; hann vildi lengi vel sem allra minst hafa við rússnesku ráð- stjórnarríkin saman að sælda, en telur nú engan veginn loku fyrir það skotið að lánast megi að eiga við þau þolan- lega sambúð þrátt fyrir ólík lífsviðhorf og mismunandi stjórnarfar. General Dwight D. E]isenhower er á hvers manns vörum um þessar mundir sem væntanlegt forsetaefni, þótt. hann hafi oftar en einu sinni lýst yfir því, að hann hefði enga sérstaka tilhneigingu til þess að vasast í pólitík; þó mun það vera síður en svo að hann sé úr sögunni í þessu efni, því hann á harðsnúna fylgismenn, sem láta hann aldrei í friði. General Eisenhower er kunnastur vegna frábærrar forustu á vettvangi stríðssóknarinnar og prúðmannlegrar framkomu hvar, sem leið hans liggur; hann var af fátæku foreldri kominn, og hefir það að kjörorði, að verður sé verka maðurinn launanna; hann vill að Banda- ríkin ráði yfir öflugum herstyrk, og er mótfallinn því á þessu stigi málsins, að leyndardómur kjarnorkunnar verði op- inberaður öllum þjóðum heims. General Douglas Mac Arthur, sem víðfrægur er vegna stríðssóknarinnar í Kyrrahafinu gegn Japönum, og verið hefir verið hernámsstjóri í Japan síðan að styrjöldinni lauk, er orðlagður fyrir gætni og rasar sjaldan um ráð fram; hann er hægrimaður í húð og hár, og þess vegna eru það einkum hinir ihalds- sömustu innan vébanda Republicana- flokksins, er fylkja um hann liði. Harold E. Stassen fyrrum ríkisstjóri í Minnesota, er málafylgjumaður mikill, sem ekki lætur sér alt fyrir brjósti brenna; hann er sterktrúaður á einstakl ingsframtakið, telur þjóð sinni brýna nauðsyn á auknum og endurbættum húsakynnum og krefst margháttaða umbóta á sviði landbúnaðarins; hann er eldheitur fylgismaður sameinuðu þjóðanna, og vill að strangar skorður verði settar gegn aðstreymi kommún- ista inn í landið. Mr. Stassen tjáist því meðmæltur, að 10 af hundraði amer- ískrar framleiðslu næstu tíu árin, verði varið til þess að koma þeim þjóðum á efnahagslegan kjöl, er enn liggja af völdum stríðsins í rústum. Senator Robert A. Taft frá Ohio, læt- ur jafnan mikið til sín taka í öldunga- deildinni, einkum varðandi innanlands- mál og þá ekki hvað sízt f jármálin; hann úthúðar Truman forseta og Demokröt- um fyrir ónóga lækkun skatta, en má ekki heyra skömtun eða hámarksverð lífsnauðsynja nefnt á nafn. Senator Taft nýtur vafasamra vinsælda hjá verkamönnum vegna hinna svonefndu Taft-Hartley laga, sem hann í rauninni er guðfaðir að, og mjög sýnast þröngva að samtakarétti verkamanna á ýmsan hátt; hann heldur að það geti vel komið til mála að ná samvinnu við Rússa inn- an vébanda sameinuðu þjóðanna, en ber Truman forseta það á brýn að hann hafi að ástæðulausu gengið eftir þeim lengi vel með grasið í skónum. Senator Taft er sparnaðal’maður af hinum gamla skóla; hann vill ekkert hafa með það að gera að hermenn fái hækkuð laun, sem þeir þó, sennilega með nokkrum rétti, hafa sýknt og heil- agt krafist, og þó hann sé ekki mótfall- inn Marshall-áætluninni um fjárstuðn- ing við aðþrengdar Norðurálfuþjóðir og Kína, telur-hann þær upphæðir, sem mælt er með ískyggilega háar. Meðal hinna mestu áhrifamanna ý flokki Republicana um þessar mundir, er Senator Vandenberg, formaður utan- ríkismálanefndar öldungadeildarinnar og jafnframt forseti hennar; hann er árvakur maður og skyldurækinn í störf- um, er sér ekki alla skapaða hluti í gegn um reyklituð gleraugu flokkshagsmun- anna; hann heldur því kappsamlega fram, að viðreisn Norðurálfunnar sé eigi aðeins siðferðileg nauðsyn, heldur grípi hún jafnframt djúpt inn í efnahags lega afkomu amerísku þjóðarinnar í framtíðinni; í þessu efni á Senator Vandenber í höfuðatriðum samleið með Truman forseta, þótt margt annað beri á milli; áhrif Senator Vandenbergs á stefnu Bandaríkjanna í utanríkismál- um fara vaxandi jafnt og þétt. Earl Varren ríkisstjóri í Californíu, er af norskum ættum, fyndinn á ræðupalli og hrókur alls fagnaðar á mannfundum; hann er sagður líta fremur óhýru auga ýmsa forkólfa flokks síns, sem fast- heldnastir eru á fornar venjur og vilja láta alt hjakka í sama farinu; mun nokkurn veginn alment þannig litið á, að eins og sakir standa muni hann njóta síns megin kjörfylgis í vestur og mið- vestur-ríkjunum. Með hliðsjón af afstöðunni til rússn- esku ráðstjórnarríkjanna, komst War- ren ríkisstjóri ekki alls fyrir löngu þann- ig að orði: “Eg er þeirrar skoðunar, að öllum ráðvendnislegum meðölum skuli beitt til þess að knýja Rússa til fullnægjing- ar á hátíðlegum loforðum þeirra um einlæga samvinnu við sameinuðu þjóð- irnar; okkur kemur það í rauninni ekki svo mikið við, hvaða stjórnarform fólkið í Rússlandi sérstaklega aðhyllist”. Mr. Warren er meðmæltur lögbundnum her- æfingum, en leggur áherzlu á það, að kjarnorkusprengjan ætti að vera gerð útlæg að alþjóðalögum. Warren ríkisstjóri tjáist þeirrar skoð unar, að verðfesting lífsnauðsynja í ein- hverri mynd, sé þjóðinni fyrir beztu og tryggi afkomu hennar og jafnvægi flestu öðru fremur; hann telur einnig samtakarétt verkamanna alveg sjálf- sagðan'hagsmunum fjöldans til örygg- is og nauðsynlegrar kjölfestu; hann vill að í rekstri þjóðarbúsins sé fylztu hág- sýni gætt, og að komið verði í veg fyrir tekjuhalla á fjárlögunum. Engan veginn er víst, að nokkur þess- ara mikilhæfu manna nái útnefningu á flokksþingi Republicana, því svo getur auðveldlega farið, að eftir langvarandi þóf og þjark, verði um elleftu stundu einhver lítt þektur maður fyrir valinu, eins og raun varð á um Warren G. Hard ing, ekki alls fyrir löngu. Úr herbúðum Henrys A. Wallace, sem stofnað hefir hinn nýja framsóknar- flokk og býður sig fram til forsetatign- ar undir merkjum hans, er fram að þessu lítið markvert að frétta, þótt vafa laust megi á sínum tíma eiga þaðan há- værra radda von. Avarp forseta við selningu þjóðræknisþingsins, 23. íebrúar 1948 Fluii af sr. Philip M. Péiurssyni Háttvirtu fulltrúar og gestir: Ávarp þetta, sem ég flyt ykkur í dag, við setningu þessa þings, hins 29. ársþings Þjóðræknisfé- lags fslendinga í Vesturheimi, verður hvorki langt né margbrot- ið, — en þó verð ég að gera dá- litla grein fyrir starfinu á árinu. Með lestri bréfsins frá forseta félagsins, hefi ég flutt þinginu kveðju hans. Eg veit að hugur hans snýst til okkar hér í dag, er hann hugsar hingað, alveg eins og hugur okkar snýst til hans á íslandi, þar sem hann hefir dval- ið þessa síðustu sjö mánuði, og dvelur að mér skilst, fjóra eða fimm mánuði enn. Við söknum hans á þessu þingi, og ekki sízt ég, sem verð, sem vara-forseti félagsins, að stíga í forsetastól- inn, og láta sem ég væri forseti, cp þurfa að vinna öll þau erfiðu verk, og ábyrgðaríullu, sem for- setinn vianur altaf á þessum þingum okkar, í stað þess að mega sitja í rólegheitum ein- hversstaðar í þingsalnum, sem vara-forseti, og engar áhyggjur hafa. Eg vona að allir þingmenn, fulltrúar og gestir, taki saman höndum til að hjálpa við að gera mér þessi störf sem léttust, og þægilegust, að allir vinni saman, sem ein heild til að afgreiða mál þingsins sem bezt, og á þann hátt sem hæfir mönnum, sem bera hag íslenzka þjóðarbrotsins hér vestra fyrir brjósti. Mönnum veitist tækifæri, og ég vona að þeir noti sér það, að ræða málin sem liggja fyrir, rækilega og vel, en ég vona að þeir geri það í anda bræðralags og góðs skilnings, þó að þeir séu eigi sammála í hverju einasta atriði. Með þeim hætti komustum við að þeim niður- stöðum og samþyktum í málum okkar og verkum, sem verða okkur hagkvæmastar og beztar og sem hrinda málum okkar og stefnum vel á leið. Við komum hér saman, sem ís- lendingar, sem menn og konur af hinu sama þjóðarbroti, með sameiginlegan uppruna og arf- leifð, til að halda þing, til að ræða mál, sem oss varða, til að gera samþyktir og ráðstafanir og yfirleitt að leggja grundvöll að þjóðararfi hér í þessu landi, sem verður veglegt minningar- merki um íslenzka þjóðarbrot- ið og afkomehdur þess sem hér búa. Þessu starfi hefir verið haldið uppi nú, í þessari mynd hin undanfarin tuttugu og átta ár. Á þeim tíma hafa orðið marg- ar breytingar innan félagsins, margar framkvæmdir, og mörg- um mörkum náð. Á því tímabili, þó stutt sé, tiltölulega, hefir fé- lagið lifað í gegnum margt, og meðlimir þess reyr.t margt, auð- sældarár, kreppuár, stríð og dýr- tíð. — Á hverju ári hefir félaga- talan fækkað, er sumir féllu frá, vinir og meðlimir, sem vér minn- umst altaf með kærleika og þakk- læti. Og enn, er vér komum sam- an nú, á þetta þing, eru nokkrir horfnir, sem voru með okkur hér í fyrra, eða sem skipuðu sæti í einhverri deildinni, út um bygð- ir. Vér minnumst þeirra, nú, með þakklæti og kærleika, og biðjum guð að blessa þau og minningu þeirra og starf þeirra í þágu þeirra mála sem þau unnu mest. Meðal þeirra, sem horfið hafa, og ?em vér minnumst nú, eru: Halli Gíslason, Mountain, N.- Dak.; B. Eastman, Akra, N. Dak.; Wm. Benedictson, Mountain, N.- Dak.; Thorbergur Thorvardar- son, Cavalier, N.-Dak.; Dr. Ágúst Blöndal, Winnipeg, Man.; Miss Ingibjörg Bjarnason, Winnipeg, Man.; Loftur Matthews, Winni- peg, Man.; Guðmundur Lambert- sen, Glenboro, Man.; Ásgeir Ingimundarson Blöndal, Reykja vík, Island; Mrs. Guðrún John- son, Rugby, N.-Dak.; Prófessor Thomas Thorleifsson, Grand Forks, N.-Dak. En svo eru líka altaf nýir að bætast við, og fylla skarðið sem hinir fráföllnu hafa gert í félaga- hópinn, þó að þau skörð verði aldrei fylt að fullu, né bætt upp. En með hjálp og aðstoð margra góðra manna og kvenna lifir fé- lagið og dafnar, og færist fram á braut, til enn meiri og nýrri framkvæmda. Á liðnum árum hefir mörgu marki verið náð. Gaman væri að telja þau upp, en tími leyfir ekki. Og ekki er þess heldur þörf því önnur takmörk hafa verið sett, er hinum gömlu var náð sem vér verðum nú að keppa að, í stað þess að líta um öxl, að því sem liðið er. Liðin saga er búin saga. Vér bætum engu inn í hana. En saga framtíðarinnar er enn í til- búningi, og er það verk okkar, ekki að fullgera hana, en að fylla inn nokkra kafla, sem enn er ekki búið að ganga frá að fullu. Eg vil drepa á eitthvað af því sem gerst hefir, og fara örfáum orðum um það sem framundan er, það sem enn bíður fram- kvæmdar og vísa því síðan til þingsins til ráðstöfunar og full- komnunar, og hvetja þingheim til starfs á þeim grundvelli sem hann bendir til. Eins og menn vita, og eins og ég mintist á, fór forseti félags- sins, séra Valdimar J. Eylands, heim til íslands s. 1. sumar til ársdvalar þar og unir sér þar vel, eins og bréf hans bendir til. Sem vara-forseti tók ég stjórn nefnd- arinnar að mér, og með hjálp nefndarmanna, hefir tekist að halda nokkra fundi og að af- greiða sum efni, sem lágu fyrir, en ég er hræddur um að æði margt liggi enn fyrir sem þingið verður að taka upp og ræða, og gera samþyktir um. Fræðslumál: Eitt sem forsetinn var búinn að sjá um og ráðstafa, áður en hann fór heim til íslands, var það, að ráða umboðsmann í fræðslumálastarfsemi, sem átti að verða íslenzku kenslu tilraun- um hér í Winnipeg að liði, og að stofna eða að endurreisa skóla og félog út um landsbygðir, þar sem engir skólar voru, eða starfið lagst niður. Nefndinni tókst að ráða Mrs. Hólmfríði Danielson, sem hefir unnið að þessu verki með miklu kappi, af mikilli alúð, og með aðdáanlegum dugnaði og áhuga. Hún hefir gert sér þrjár ferðir til Riverton, og sex til Gimli, til Lundar þrisvar, og Glenboro, Baldur, Árborg og Víðir, einu sinni, auk þess að vera hjálpsöm hér í Winnipeg þar sem Mrs. Ingibjörg Jónsson er formaður skólans og hefir rek- ið hann með frábærri alúð og samvizkusemi, eins og kennar- arnir allir hafa gert, sem hafa tekið þessa kenslu að sér. Mrs. Danielson kemur inn á þing seinna með skýrslu, en ég vil að- eins bæta því við, að hún hefir stofnað, auk skólanna á Gimli og Riverton, “Study Clubs” á báðum stöðum meðal fullorð- inna, sem hafa tekist með af- brigðum. Auk þess hefir hún verið í stöðugum bréfaviðskift- um við fólk á þessum fyrnefndu stöðum, og fleirum, jafnvel við deildina í Seattle á vesturströnd- inni. Eg vil þakka Mrs. Daniel- son fyrir þetta ágæta starf henn- ar, og veit að þingheimur tekur undir með mér er hann heyrir skýrslu hennar. Einnig vildi ég þakka öllum kennurum út utn bygðir, er tekið hafa þetta fræðsluverk að sér, og svo vil ég líka, síðast en alls ekki sízt, þakka Mrs. Ingibjörgu Jónsson og og liði hennar hér í Winnipeg, fyrir skólarekstur hennar. Eg vona að oss takist að viðurkenna starf þeirra allra á einhvern góðan og viðeigandi hátt seinna. Þeir eiga það allir marg skilið, þó að þeir verði fyr- ir hnútu kasti af og til frá mönn- um sem ekki fylgjast með og ekki vita hvað er að gerast. Agnes Sigurðsson námssjóður Eins og kunnugt er, er Miss Agnes Sigurðsson enn við nám, austur í New York, og gerir ráð fyrir að vera svo búin að full- komna sig í sumar, að hún geti komið fram í hljómlista höllinni miklu í New York, Carnegie Hall. Auk þess hefir hún ráðgert að fara ferð til íslands, en þó helzt til Reykjavíkur, til þess að íslendingum heima veitist tæki- færi að njóta hljómlista fegurðar og hæfileika hennar. En til þessa tveggja fyrirtækja og til undirbúnings til þeirra, auk námsins sem eftir er, þarf fé, sem nú er alt útrunnið, sem safnað var í námssjóð hennar. Það væri leiðinlegt að hugsa til þess, að Agnes Sigurðsson yrði að hætta við framhaldsnámið # • vegna fjárskorts. Eg vona að þetta mál verði tekið til athug-. unar á þessu þingi, því eins og menn vita, er Miss Sigurðsson einstökum hæfileikum gædd, og Islendingum til heiðurs og stór- sóma. Byggingarmál Milliþinganefnd var sett á þinginu í fyrra til að rannsaka byggingarmálið, sem hreyft hef- ir verið á ýmsum þingum und- anfarin ár og kemur sú nefnd með skýrslu á þessu þingi. — Næstum frá því að Þjóðræknis- félagið var stofnað, hefir þetta mál verið á dagskrá félagsins. Og svo fyrir tveimur árum var komið aftur inn á þing með mál- ið og tillaga borin fram um að skipa nefnd til að athuga málið og semja skýrslu. Álit nefndar- innar var borið fram í fyrra, og önnur nefnd var skipuð. — Sú nefnd hefir haldið nokkra fundi, og mér skilst, er nú tilbúin að leggja fyrir þingið ályktun sína um málið, sem hún gerir seinna. Formaður nefndarinnar er Páll Bardal. Minjasafn Byggingarmálið og minjasafns málið blandast saman í huga mínum, og finst mér að nokkru leyti þau mál eiga saman. Undanfarin ár hefir minjasafns nefnd verið starfandi og tekið á móti nokkrum gripum sem hafa verið sendir henni. 1 tuttugasta og fyrsta árgangi Tímaritsins, á blaðsíðu 103, í þingtíðindunum, er listi prentaður yfir þá muni, sem hafa komið inn. Alls eru sjötíu mismunandi hlutir nefnd- ir. — Ekki man ég eftir að nein skýrsla hafi komið nýlega um hvað þessum munum líður, né heldur um nokkrar ráðagerðir um þá. Forseti félagsins mintist minjasafnsins á þinginu í fyrra, og nú ætti það að vera rækilega tekið til íhugunar og ráðstöfun- ar. Eignir félagsins fjölga ár frá ári, eins og t. d. skjöl þau er voru send félaginu á tuttugu og fimm ára afmæli þess frá stjórn Is- lands og frá Þjóðræknisfélaginu í Reykjavík, og kertastjakinn, sem myndin er af í Tímaritinu sem kemur út í dag eða á morg- un, gefinn Þjóðræknisfélaginu til minningar um Islandsför Dr. Richard Beck 1944, frá Ung- mennafélagi Islands, höfðingleg- asta gjöf. Komið verður með þann kertastjaka seinna inn á þing. Og svo er ýmislegt fleira. Það er ekki nóg að forseti eða ritari eða skjalavörður eða ein- hver annar nefndarmannanna taki þessa hluti og leggi þá ein- hversstaðar upp á hyllu þar sem þeir safna ryki, og engum félagsmönnum veitt tækifæri að sjá eða að skoða. Þetta er van- ræksla sem einhvern veginn ætti að rætast úr, bæði í sam- bandi við þessar eignir og minja- gripina hina. Niðurlag í næsta blaði.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.