Lögberg - 26.02.1948, Side 5

Lögberg - 26.02.1948, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. FEBRÚAR, 1948 5 MINNINGARORÐ Sigurrós Guðrún Sigursleinsson F. 18. des. 1865, d. 1. marz 1947 AHII6AHAL rVENNA \ / Ritwtjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON m Offita barna Það þarf ekki síður að hugsa um ofnærðu börnin en þau vannærðu (Framíh. frá síðasta blaði) Móðirin hrædd um að missa hann Enda þótt Johnny sé bæði latur og matgráðugur og afkára- lega feitur, skulum við ekki daema hann fyrr en við höfum hitt móður hans og skilið orsök- , ina fyrir aðgerðaleysi hans. Móð- ir hans missti barn tveim árum áður en Johnny fæddist og hefir síðan v e r i ð dauðhrædd um að eitthvað mundi henda hann. Fyr- ir nokkrum árum voru teknir úr honum kokeitlar og léttist hann um fáein pund í sambandi við það, en móðir hans varð áhyggju- full yfir að hann skyldi léttast, og tróð í hann allskonar heima- tilbúnu góðgæti, til þess að hann “fengi aftur sína fyrri krafta”. Hann var ekki látinn gera hand- arvik heima og h a f ð i yfirleitt engum skyldum að gegna. Móðir- in fylgir honum sjálf í skólann og sækir hann þangað og styrkir þetta, eða réttara sagt e y k u r minnimáttarkennd hans. Hún letur eða jafnvel bannar honum að leika við “ruddalega” drengi og auðvitað nær þessi skilgrein- ing hennar til svo að segja allra drengja. Engin furða þó að eina anægja hans væri matur. Margar mæður líktust móður Johnnys, og margir drengir hon- um, meðal h i n n a 200 offeitu barna, sem barnalæknirinn dr. Hilde Baruch, h a f ð i til rann- sóknar á barnaspítala í New York á fimm ára tímabili. báftur lilfinningalífsins í offitu. Hún hefir brugðið upp nýju ijósi yfir þátt tilfinningalífsins í sambandi við o f f i t u. Ekkert barnanna hafði truflaða kirtla- starfsemi og flest voru vel þrosk- uð að því er vöxt og gáfnafar snerti, en 2 af hverjum 3 voru annaðhvort einka- eða yngstu börn a 111 o f umhyggjusamra mæðra, sem lögðu megin áherzlu a> að börnin hefðu góða matar- ^yst (og töldu heilsu þeirra bezt borgið með því) og álitu það vera ^yggingu fyrir góðri heilsu. Sum barnanna höfðu verði eðlilega Þung, áður en þau fóru að ganga í skóla, en tóku þá að fitna. Þau höfðu verið alin upp eins og þau væru alltaf smábörn og gátu því ekki tekið þátt í þeim kennslu- gfeinum sem meðalþroskuðum börnum voru ætluð heldur höfðu þau það þægilegt með því að borða of mikið. Oft stafaði skyldileg þyngdar- aukning af ákveðnum viðburði mnan fjölskyldunnar, sem trufl- aði líf barnsins. Þannig var það hd. með Pétur litla, sem var ell- efu ára og þyndgist um alls fjöru- fiu pund, e f t i r að bróðir hans hafði farizt af slysförum. Móðir hans hafði ekki aðeins vakandi auga á hverju hans fótmáli, held- Ur latti hún hann þátttöku í hverskonar glaðværð, svo að ^étur fór að borða sér til ánægju heldur en ekkert, líkt og drykkju maður sem drekkir erfiðleikum sinum með því að drekka. — I stuttu máli: feitu börnin eru ekki aðeins óhamingjusöm af því að þau eru feit, heldur er sennilegt að þau séu eða verði feit af því að þau eru óhamingjusöm. Auðvitað eiga foreldrar of- feitra barna að örva ábyrgðartil- finningu þeirra og sjálfsbjargar- hvöt, hvetja þau til iðjusemi í störfum eða leikjum og vekja ahuga þeirra fyrir öðru en að borða. En hvort sem offitan staf- ar af truflun á kitlastarfsemi eða af öðrum orsökum, verður megr- andi mataræði að vera samtímis öðrum lækningaáðferðum. Æf- ingar og áreynsla nægja ekki, — maður þarf að ganga í 8 klst. til þess að brenna tæpum 300 grm. af fitu. Lítið gaman. Það er allt annað en gaman, að þurfa að svipta litla uppáhald- ið, súkkulaði, rjómaís o. fl. slíku góðgæti milli máltíða og minnka skammtinn af öllu sem irmiheld- ur feiti og sykur, stöppfjölskild- unni, skaltu vera um, sérstaklega þegar matur er þess mesta ánæg- ja. En vegna andlegrar og líkam- legrar heilsu þess, verður þetta að gjörast. Bíddu ekki með að gefa gaum að ofáti barnsins þangað til það er orðið alltof Jeitt. Ef tilhneig- ing til offitu er í fjölskyldunn, skaltu vera vel á verði og koma í veg fyrir hana á barninu þínu. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið hvað það snertir. Trúðu lækni þínum ef hann segir að barnið sé eðlilega þungt og láttu þig engu skipta, hvað ættingjar þínir eða vinir segja þar um. Offeitt barn þarfnast jafnvæg- is í mataræði, eins og hvert annað barn og því líður betur ef það fær dálítinn aukabita af ein- hverju sem því þykir gott, heldur en ef það þarf að vera í algjörðu bindindi með slíkt. Gerðu ekki sjálf áætlun eða reglur um mata- ræði barnsins. Það eru ekki til neinar mataræðisreglur sem gilda í öllum tilfellum, og aðeins læknirinn þinn getur gefið þér þær reglur, sem eiga við um barn þitt. Barnið hlýðir fremur lækninum. Það er einnig þýðingarmikið sálfræðilega skoðað, að læknir- inn ákveði mataræðið, því að með því móti eru meiri líkur til að barnið sætti sig við það, heldur en ef þú værir ein um að ákveða það, og gæti það þannig komið í veg fyrir árekstra milli þín og barnsins. Forðastu eins og unnt er, að láta barnið finna að það sé svipt neinu. Því sjaldnar sem þú þarft að segja “ekki meira”, eða “þetta er nóg,” því betra. í stað þess að m e i n a barninu að fá sér bita, skaltu skammta því og gera því ljóst, að það fái ekki meira. Kom- du í veg fyrir að barnið, sem er á sérfæði, sjái aðra meðlimi fjöl- skyldunnar geyma sér mat sem það langar í en má ekki fá. Þú skalt hvetja þá sem borða há- degisverð utan heimilis, til að borða eftirmat sinn á matsölu- húsum. Það sem barnið má ekki borða, en aðrir á heimilinu borða skaltur reyna að kom^ fyrir í matnum án þess barnið taki eft- ir því, svo sem meira smjöri í eða smjörlíki á grænmeti þeirra, feiti á kjötið o. s. frv. Matreiddu góðgæti við viss tækifæri og þó að sakkarín sé notað í stað syk- urs segðu eigi að síður við barn ið “þetta er bara handa þér”. Ávaxlasafi í stað sætinda Ef barnið kvartar um að það fái limpuköst fyrst eftir að það byrjar á megrunarfæðinu, þá gefðu því ávaxtasafa í stað sæt- inda milli mála. Hafðu í huga að til þess að halda matarreglurnar þarf tvo til. Fólk sem er á megrun, hefir gaman af að tala um reynslu sína og eru börnin í því efni ekki frá- brugðin fullorðna fólkinu. Vertu þolinmóð og uppörfandi, þegar barnið talar við þig um megr- unarreglurnar og framfarir sínar í því sambandi. Þegar þú að lokum hefir náð takmarkinu, þá gættu þess að “Ó, þá náð að eiga Jesúm einkavin í hverri þraut! Ó, þá heill, að halla mega höfði sínu í Drottins skaut”. Þar sem börn þessarar góðu konu hafa beðið mig að skrifa nokkur minningarorð um móður sína, er mér ljúft að leitast við að verða við þeirri bón að svo miklu leyti sem ég get. Hún var fædd 18. des. 1865 að Fossi í Hrútafirði í Húnavatns- sýslu. Var hún yngst af átta syst kinum, fimm af þeim dóu í æsku, en tveir bræður fluttust til þessa lands, nú báðir dánir. Foreldrar hennar voru Jón Árnason og Sig- urlaug Jónsdóttir sem fluttu hingað árið 1886, ásamt dóttur sinni og tveimur áðurnefndum sonum. Settust þau fyrst að á Eyjólfsstöðum í Hnausabygð. Aðeins skal minst hér á fá skyldmenni Sigurrósar. Móðir- bróðir hennar var Jón Jónsson, sýslumaður frá Melum í Hrúta- barnið falli ekki í það sama aft- ur. Jafnvel þó að það þurfi að hafa gát á mataræði sínu alla ævi, þá er það lítið gjald fyrir góða heilsu og fyrir þá þægilegu tilfinningu, að ásigkomulag þess standi fullkomlega jafnfætis hin- um spengilega og íturvaxna Jóni. Vísir •f Samkvæmisbúningar Á árunum fyrir stríð var það siður í samkvæmislífi Winnipeg Islendinga að konur klæddust síð um kjólum þegar veizlur voru haldnar eða við önnur hátíðleg tækifæri, en á stríðsárunum var á tímabili hætt að pota síða kjóla í þeim tilgangi að spara fataefni, og síðan hefir þessi sið- ur ekki verið tekinn upp aftur meðal íslendinga. í raun og veru kostar síður Kjóll ekki mikið meira en venju legir kjólar, en flestar konur hafa afar mikla ánægju af því að klæða sig upp á einstöku sinnum og viðhafnarbúningar setja virðu legri svip á samkvæmin. Því þá ekki að taka upp þennan skemti lega sið aftur? Frónsmótið er stærsta og virðulegasta samkoma Winni- pég-íslendinga á vetrinum. Hana sækir fólk víðsvegar frá og vandað er til skemtiskrár, sem bezt má verða. Við þetta tæki- færi minnumst við ættlandsins og íslenzkra erfða. Þessi sam- koma á ekki að vera hversdags- leg; hún á að vera haldin með viðhöfn — viðhöfn í framkomu firði. Elsti sonur hans var séra Jón, prófastur í Bjarnarnesi í Austur-Skaftafellssýslu, sem lengi var alþingismaður, bráðgáí aður og gott skáld. Systir hans, frú Ingunn, ekkja Björns alþing- ismanns Sigfússonar á Bornsá, hefir orðið töluvert kunn sem rithöfundur á síðari árum. Segja þeir sem þektu báðar þessar frændkonur, að þeim hafi svipað mikið saman, bæði í sjón, mál- rómi og framkomu. Voru öll þessi Mela-systkini mesta mynd- ar og greindarfólk. Það mun hafa glatt Sigurrósu mikið, að sum barna-börn hennar hafa gengið mentaveginn, því sjálf mun hún hafa unnað mentun og skáld- skap, þó hún hefði ekki mikið tækifæri til slíks. Árið 1888 giftust þau Sigurrós og Albert Sigursteinsson. Árið 1889 reistu þau bú að Selstöðum í Geysirbygð og bjuggu þar myndarbúi í fjörutíu og tvö ár. Þau eignuðust átta myndarleg og og viðhöfn í klæðaburði. Myndi það ekki auka á virðuleik móts- ins að sem flestir klæddust sam- kvæmisfötum? Óholl dómgirni Ekkert er eins auðvelt eins og að finna að því sem aðrir gera. Til eru manneskjur, sem varla opna svo munninn að þær finni ekki að einhverju eða einhverj- um. Þær sjá altaf gallana en aldrei kostina; Þær sjá ávalt það sem miður fer en meta aldrei það sem vel er gert. Ef þær hrósa einhverjum, þá er það oftast til að lasta annan — að bera menn saman til að sýna hvað öðrum sé áfátt. Flestir vilja forðast sam- vistir við svona fólk, því skraf þess er ekki einungis mann- spillandi heldur er sem það eitri andrúmsloftið í kring um sig, en það er ekki ávalt hægt að snið- ganga það. Til eru mæður sem ávalt eru að jagast í börnum sínum og finna að við þau og draga þann- ig úr þeim kjark og þrótt. Mörg eru hjónin, sem starblína á galla hvers annars, og á slíkum heim- ilum er aldrei friður. Ekkert spillir eins félagslífi og öllum viðskiftum manna eins og dóm- girni og skortur á umburðar- lyndi. Engum er allsvarnað og eng- inn er fullkominn. Allir hafa sína galla og sína kosti. Er ekki á- nægjulegra að hugsa um kostina fremur en gallana — sjá það fal- legra fremur en það ljóta? Allir afreka eitthvað, sem er gott og fallegt. Ber manni ekki að meta það? góð börn. Heimilið var reglusamt og ríkti þar góðvild og kærleik- ur til vina og nágranna. Eg held að það hafi ekki verið hægt að hugsa sér trúverðugri og trygg- ari mann en Albert. Æfinlega var hann boðin og búinn til að hjálpa þar sem þess þurfti með, en hvorugt þeirra hjónanna töl- uðu um það, sem þau gerðu gott. Þeim var það nóg að hafa getað látið gott af sér leiða. Má vel segja um Sigurrósu: “Mörg látlaus æfin, lífsglaum fjær sér leynir einatt, góð og fögur; en Guði er hún alt eins kær þó engar fari af henni sögur”. Þó að Selstaðahjónin væru svo lánsöm að missa ekkert af börn- um sínum, fór dauðinn samt ekki framhjá heimilinu þar, sem fimm gamalmenni lögðust þaðan til hvíldar. Foreldrar Sigurrósu, Jón og Sigurlaug, voru hjá þeim til æfiloka. Einnig voru þau Sig- ursteinn og Sigríður, faðir Al- berts og stjúpmóðir, þar síðustu árin eftir að heilsan bilaði. Þar að auki var Kristín, systir Sigríð ar, þar síðustu mánuði æfi sinn- ar, þar sem hún var orðin ein- mana og þrotin að kröftum. — Öllum þessum gamalmennum var veitt hin bezta aðhlynning. Eg þekti Selstaða-hjónin og börnin frá því ég man fyrst eftir mér — þó að leiðir okkar skild- ust síðari árin. Marga glaða stund átti ég þar með stúlkunum og stundum hljótum við að hafa verið hávaðasamar. Marg- sinnis fylgdu þær mér heim í gegnum skóginn. En sérstaklega man ég eftir tveimur vikum sem ég var þar til heimilis með litla drenginn minn, þegar hús bróð- ur míns brann. Þetta var í janú- ar mánuði og því mjög kalt veð- ur. Ekki hefðu þau getað verið betri við sitt eigið barn heldur en þau voru við mig. Það fyrsta sem Sigurrós gerði var að vita, hvort að litla drengnum hefði orðið kalt. Þegar hún fann að ekkert hafði orðið að honum, brosti hún blíðlega og sagði: “Þá batnar alt, fyrst þið eruð frísk”. Eg sé þau í huganum, þar sem þau stóðu í dyrunum, með tárin í augunum, þegar maðurinn kom að sækja okkur og við kvöddum byggðarlagið og nágrannana góðu. Eg sá þau nokkrum sinn- um eftir þetta en ekki heima á Selstöðum samt. Þegar kraftarn ir minkuðu fluttu þau að Nýja- bæ, æskuheimilis Alberts, í Hnausabygð. Þar dó Albert 9. maí 1933. Mér finst eins og andi blíður blær frá þessu gamla heimili, í hvert sinn sem ég fer þar fram- hjá. Nú er ekkert af bömunum búsett þar úr ættinni. Nú eru barna-börnin orðin þrjátíu og sjö að tölu og barna-barna-börn- in þrettán, svo ættin er stór, og er vonandi að einhver ur þess- um hópi setjist að á Selstöðum, þar sem minningarnar vaka. Sigurrós bjó fyrst með sonum sínum á Nýja-bæ, eftir fráfall manns síns. Tvö síðustu árin var hún til heimilis hjá Sigríði dótt- ur sinni, og tengdasyni, Jakob Guðjónssyni, sem eru búsett í Hnausabygð. Þar naut hún ástar og góðrar aðhlynningar í sjúk- dómsstríði sínu. Nokkra mánuði var hún rúmföst og komu þá öll börnin oft að sjá hana. Jafnan hafði hún orð á því hvað Guð væri sér góður, þegar ein þraut- in rénaði. Trúkona var hún mik- il, og var því dauðinn henni að- eins lausn, sem hún þráði, svo hún gæti farið heim í þann al- sælu geim, þar sem vinirnir biðu hennar. Hún var öljum þakklát, sem komu til hennar og hún dó í “frið og sátt við alla menn”. — Eg veit að hún myndi vilja votta dóttur sinni, Sigríði og Jakob, tengdasyni sínum, sérstakt þakk læti fyrir ástríki þeirra. Öll börnin þakka góðri móður fyrir alt það góða sem hún skil- ur þeim eftir. “Far þú í friði; friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir alt og alt”. K. S. B. 230 vistmenn á Elliheimilinn Vistmenn á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund voru 230 um síðustu áramót, 168 konur og 72 karlmenn. Á sama tíma í fyrra voru þeir alls 223, en árið áður 174. — A síðasta ári komu 85 nýir vistmenn á heimilið, en 41 fór þaðan og auk þess dóu 37. — Á árunum frá 1935—1947 hafa alls 1178 vistmenn komið á Elliheim- ilið. Mbl., 7. jan. — Hljóð í réttarsalnum, öskr- aði dómarinn, hljóð, sex menn hafa þegar verið dæmdir án þess að eitt einasta orð af framburði þeirra hafi heyrst. Looking Ahead to Spring In the Men's Clothing Section Topcoats Newest arrivals, these are leaders in quality, and in the newest shades for Spring. Your choice will be easy from this splendid selection of all-wool top- coats! Single - breaster stylings with set-in raglan sleeves, button through or fly front and slash pockets. Diagonal, Herringbone and Harris tweeds, bara- thea, gabardines, camel hair, covert cloth, west of Eng- land coatings, alpacama, lamkasha and íodens. Grey, teal, beige, fawn and green. Collective sizes 36 to 44. Each $25.00 to $69.50 Men’s Clothing Section, The Hargrave Shops for Men, Main Floor. *T. EATON C?, UMITED MÓÐUR MINNING Undir nafni barnanna F. 18. des. 1865. — D. 1. marz -947 Ástkæra móðir, við söknum þín sárt, sífelt er minning þín hrein. Það er svo margt, sem að minnir á þig. sem móðurást framleiðir ein! Þín írú var svo máttug. hún fjöllin gat fært, Við finnum og sjáum það nú. hún var þinn styrkur við slöðuga önn. Hvað styður mann betur en trú? Lengst verður munað, hvað mund þín var hlý og mjúklega um vangana strauk, og þerraði tárin af barnanna brá svo bráðlega sorginni lauk. Ágælis kona þú alla tíð varst, sem elskaðir mann þinn og börn, fórnaðir öllu fyrir þitt hús og fólst það í almættis vörn. Inndæla móðir! Þúsundföld þökk til þín út í ómælis geim senda þér börnin þín, ástfólgin öll þú áttir svo mikið hjá þeim. Sífelt við hugsum um sigur og rós og sigrinum fögnum við þeim sem þú hefir unnið við umskifti þau að alfarin þú ert nú heim. Friðrik P. Siguröson.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.