Lögberg - 11.03.1948, Blaðsíða 5

Lögberg - 11.03.1948, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. MARZ, 1948 5 ÁHUGAMÁL UVENNA Ritstián: INGIBJÖRG JÓNSSON Barbara Ann Scott Skautadrottningin Nú er Barbara Ann Scott komin heim úr frægðarför sinni til Evrópu, þar sem hún bar sig- ur úr býtum í Olympíu-leikjun- um og varð heimsmeistari kvenna í skautaíþróttinni. Þjóð- in hefir fagnað henni með kost- um og kynjum, sem og eðlilegt er. Barbara Ann er aðeins 19 ára, en hún hefir iðkað skauta íþrótt- ina frá því að hún fékk fyrstu skautana sína, sex ára að aldri. Faðir Barböru Ann hét Clyde Scott og var liðsforingi í fyrra heimsstríðinu; var tekinn til fanga, alvarlega særður. Hann var talinn af, því ekkert fréttist til hans í tvö ár, en þá kom hann heim og var þá kvæntur. — Þau hjónin settust að í Ottawa Barbara Ann er einkadóttir þeirra. Mr. Scott hafði mikinn áhuga fyrir íþróttum, þótt hann gæti lítið iðkað þær eftir að hann særðist, en hann gerði sér nhklar vonir um að dóttir hans hlyti frama á því sviði. Þegar Barbara Ann var níu ára hætti hún að ganga á skóla en naut kenslu heima. — Faðir hennar kendi henni íþróttir, og hún æfði sig sérstaklega í skauta-íþróttinni; ellefu ára varð hún unglingameistari Canada í þeirri íþrótt. Tveim árum seinna dó faðir hennar. Það varð henni ^nikið áfall. Hún hélt áfram með °bilandi þrautseigju að æfa sig 1 hst sinni og fimtán ára að aldri varð hún skautadrottning Cana- da___ Fjárhagur mæðgnana var fremur þröngur, en efnaðir vin- lr hlupu undir bagga og skutu saman fé til þess að Barbara Ann gæti farið til Stokkhólms siðastliðinn vetur. Þar bar hún S1gur úr býtum og varð heims- ^eistari, og enn á ný vann hún 1 vetur gullverðlaun í listskauta- dansi á Olympíuleikjunum í St. Maritz 'í Sviss. Þegar Barbara Ann er að und- lrbúa sig til að taka þátt í skauta samkeppni, æfir hún sig átta klukkustundir á dag; hún fer á fsatur kl. sjö og kl. hálf níu gengur hún til hvílu. Hún hefir htinn tíma til annara skemtana. Barbara Ann er smávaxin, að- eins 107 .pund á þyngd, bláeygð með ljósbrúna lokka niður á axlir, og heifiandi bros. Canada- þjóðin er stolt af þessari fögru skautadrottningu sinni. Aískiptaleysi kvenna í stjórnmálum Full þrjátíu ár eru nú liðinn síðan konur fengu kosningarétt í þessu landi. Þær konur, sem mest lögðu á sig og harðast börðust fyrir þessum sjálfsögðu réttindum helmings þjóðarinnar, myndu sennilega furða sig á því hve lítið konur hafa notfært sér þessi réttindi, að því leyti að kjósa konur á löggjafaþing þjóð- arinnar. Nú, sem stendur, á að- eins ein kona sæti í sambands- þinginu, og ein eða tvær á fylkis- þingum. Engin kona hefir nokk- urn tíma komist í stjórn lands- ins eða fylkjanna. Ástæðan fyrir þessu er ef til vill sú, að það tekur langan tíma að breyta rótgrónum hugs- anahætti fólksins og aldagöml- um venjum. 1 aldaraðir hafa stjórnmálin verið í höndum karl manna; konan var ekki talin mannvera. Það verður því senni lega enn langt að bíða þess, að fólk yfirleitt sannfærist um það, að konur séu eins hæfar og karlmenn að taka þátt í stjórn- málum. Greinin, sem hér er endur- prentuð úr Lesbók Morgunblaðs ins, skýrir frá eftirtektarverðri tilraun kvenna í Ástralíu að læra, að gegna þing- og stjórn- málastörfum. Alþing kvenna í fyrra stofnuðu konur í Ástra- líu félagsskap, sem þær nefndu „Samband kvenkjósenda”. Til- gangur félagsins er sá að kenna konum að hugsa og tala um op- inber mál. Allar konur hafa jafnan rétt til þess að vera í þessum félagsskap, hvaða stjórn- málaflokki, sem þær fylgja. Frú Rapke heitir ein af stofn- endum félagsins. Hún er brenn- heit kvenréttindakona, en lítur svo á, að konur geti ekki neytt pólitískra réttinda sinna nema því aðeins að þær séu færar um að taka á sig þá ábyrgð sem því fylgir. Og hún mun hafa átt upp- ástunguna að því, að konur stofnuðu með sér sérstakt al- þing, þar sem rædd væri öll þau mál, sem koma fyrir venjulegt löggjafarþing. Og svo var þingið stofnað og sérstök “ríkisstjórn” mynduð til þess að allt færi fram eins og á þingum fullvalda þjóða. Er þetta fyrsta þing í heimi sinnar teg- undar. “Landstjórn” er kosin, og í ráðuneytinu eru 13 ráðherrar og er verkefnum skipt með þeim eifts og gert er í lýðfrjálsum löndum. Þar er forsætisráðherra, póstmálaráðherra, viðskiptamála ráðherra, heilbrigðismálaráð- herra, atvinnumálaráðherra, ut- anríkisráðherra, fjármálaráð- herra o. s. frv. En þingmenn eru ekki kosnir. Þeir þurfa heldur ekki að vera félagar í “Sambandi kvenkjósenda”. Hver kona, sem náð hefir lögræðisaldri, má setjast á þingbekk, ef hana langar til, og taka þátt í umræð- um. Þingsköp eru hin sömu og á þjóðþingi Ástralíu. “Stjórnin“ leggur fram frumvörp til laga og svo eru þau rædd, samþykkt eða felld. Sérstakir fyrirspurnartím- ar eru líka í þinginu og getur þá hver þingkona borið fram fyrir- spurnir til stjórnarinnar. Þing- konur skiptast í flokka, eins og á Sunnudagshelgin Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna, og eigi maðurinn vegna hvíldar- dagsins; svo að jafnvel manns-sonurinn er herra hvíldardagsins. Vér getum naumast gert oss það í hugarlund nú, hversu sam- tíðarmenn Jesú feldu alt hvíldar dagshald í þröngar skorður, og hvernig það var mest í því fólg- ið að fylgja í blindni þeim fyrir- mælum, sem höfðu orðið til í sambandi við það, án þess að gera hinn minsta greinarmun á því, hvers eðlis það væri, sem menn aðhefðust á hvíldardegi. Öll vinna var undantekningar laust bönnuð, hvort sem telja mátti hana nauðsynlega eða ekki, og svo langt var gengið, að menn máttu ekki hreyfa sig, nema ákveðna vegalengd, ella urðu þeir brotlegir við erfikenn- ingarnar í þessu efni. Fræði- mennirnir máttu einir úr því skera, hvað leyfilegt var og hvað ekki, og úr þessu urðu svo hé- gómlegar hártoganir fræðimann- anna, til þess að koma sér und- an hinum ströngu reglum, og hinu fordæmandi almenningsá- liti, sem því var samfara. Þegar vér höfum þetta í huga, þá þarf oss ekki að furða á því, þó að Jesús Kristur deildi fast á þá trúarlegu leiðtoga, sem vildu færa alt helgihald hvíldardags- ins í svo fráleita fjötra. Það er merkilegt fyrir oss, sem nú lifum, að gera oss grein fyr- ir því, hvernig Jesús Kristur leit á hvíldardagshaldið, svo að það mætti verða oss til leiðbeining- ar. Hann viðurkendi nauðsyn 'hvíldardagshelginnar, en lagði jafnframt ríka áherzlu á það, að hvíldardagurinn væri orðinn til mannsins vegna, en ekki maður- inn vegna hvíldardagsins. Hvíld- ardagurinn átti að dómi Jesú, að hefja mann upp úr tómleik hvers dagslífsins, og vera honum til líkamlegrar og andlegrar hress- ingar og uppbygginar, en ekki að leiða hann í fjötra. Yms störf voru að dómi Jesú þess eðlis, að þau bar engu að síður að vinna á hvíldardegi en aðra daga, af því að mönnunum sjálfum var það fyrir beztu, eins og t. d. að lækna sjúka, bjarga mönnum eða dýrum, afla sér fæðu o. s. frv., en forðast aftur á móti að nota hvíldardaginn til þeirra starfa, sem ekki voru bráð nauðsynleg og miðuðu að því að hindra það, að dagurinn gæti orð ið mönnum sannur hvíldardag- ur og helgidagur. Þessi skoðun meistarans sjálfs er hin ríkjandi skoðun kristinna manna á helgihaldi hvíldardags- ins. öðrum þingum, og stjórnarand- staðan er kröftug og óhlífin. Verða umræður oft heitar og verja þingkonur skoðanir sínar af kappi og mikilli mælsku. Með þessu móti hyggjast ástralskar konur munu ná þeim pólitískum þroska, að þær standi karlmönnum á sporði, meira að segja þaulreyndum þingm. — Árangurinn verður sá, segja þær að ekki er hægt að bola okkur frá því að taka þátt í opinberum málum. Konur hafa fengið jafn- rétti við karlmenn. — H va ð a gagn er í því, ef þær eru snið- gengnar eftir sem áður þegar um embætti og þingmennsku er að ræða? En þær eru sniðgengnar vegna þess að þeim er ekki treyst. H 1 u t v e r k “alþingis kvenna” er að sýna fram á það að konurnar standa karlmönnun- um á sporði og þær eiga heimt- ingu á að sitja á* þingum, eigi aðeins heima í sínu landi, heldur einnig á þingi Sameinuðu þjóð- anna. ♦ Það er hægí að komast af með lítið, ef mað- ur eýðir ekki of miklu fé til þess að leyna fátækt sinni. Hvernig er nú þessu farið með al þjóðar vorrar? Fylgja kristnir menn trúlega þeirri fyrirmynd, sem meistari þeirra hefir sjálfur gefið þeim í þessu efni? Þetta er merkilegt umhugsun- arefni. Vér kristnir menn höfum vat- ið sunnudaginn til hvíldardags og helgidags. Sá dagur hefir eins og kunnugt er haft sérstaka sögu lega þýðingu innan kristindóms- ins, enda er það mjög eðlilegt og hagkvæmt, að allir kristnir menn hafi sameiginlegan hvíld- ardag. Vér verðum fyrst og fremst að hafa það í huga, að Guð ætlast til þess, að hvíldar- dagurinn sé mönnunum til bless unar. Hann getur verið það á tvennan hátt. Hvíldardagurinn er nauðsynlegur frá heilbrigðis- legu sjónarmiði. Þegar menn hafa starfað alla vikuna, þarfnast þeir hvíldar, svo að þeir geti endurnært krafta sína, til þess að taka upp starf að nýju. Vinnan er mönnum nauðsyn- leg, en til þess að þeir haldi ó- skertu þreki og kröftum, þarfn- ast þeir hvíldar. Frá hreint heilbrigðislegu sjónarmiði hefir því hvíldardagshelgin geisimikla þýðingu. En maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Hann er andleg vera, og frá því sjónar- miði þarf hann að fullnægja and legum þörfum. Helgidagarnir veita mönnum sérstakleg tækifæri til þess að auðga anda sinn á margan hátt. Frá kristilegu sjónarmiði hefir hvíldardaguripn sérstaka þýð- ingu sem guðsþjónustudagur, þegar mönnum gefst tækifæri til að taka þátt í sameiginlegum guðsþjónustum og tilbeiðslu kristinna manna. Þennan þátt hvíldardagshaldsins mega kristn ir menn ekki vanrækja. Ef menn sækja kostgæfilega guðsþjónust- ur hvern sunnudag, auka þeir helgi dagsins, og vart mun hjá því fara, að þeir geti sótt þang- að góð áhrif, er hafi blessun í för með sér fyrir trúarlíf þeirra í heild sinni. Að eiga heilsteypta trúarlega lífsskoðun er mönnum eigi síð- ur nauðsynlegt í baráttu lífsins en líkamleg orka. Enginn getur eignast hana, nema hann reyni að brjóta til mergjar viðfangs- efni tiúarlífsins og gefi til beiðsluþrá sinni útrás í sameig- inlegri gUðsdýrkun. Þetta er annar höfuðtilgang- ur hvíldardagshelginnar, ' sem ætti að vera ljós hverjum kristn- um manni. Hvernig er nú helgihaldi hvíld ardagsins farið vor á meðal? — Notum vér kristnir menn þann dag eins og vera ber frá kristi- legu sjónarmiði? Eg býst við, að vér getum ekki svarað því al- ment játandi; ég hygg, að vér íslendingar stöndum langt að baki öðrum þjóðum í þeim efn- um. — Eins og kunnugt er, eru til á- kveðin lög um almannafrið á hinum löghelguðu helgidögum kirkju vorrar. Þetta er gert til þess að tryggja það, að þeir, sem vilja, geti notið þeirrar hvíldar og helgi, sem bundin er við dagana. Þessi lög eru í mörgum tilfell- um aðeins dauður bókstafur, enda er viðfangsefni þeirra þess eðlis, að mjög" er erfitt að tryggja það með lagabókstaf. I daglegu lífi manna, eins og það nú er orðið, eru mörg störf þess eðlis, að ekki verður hjá því komist að inna þau af hendi, þó á helgidögum sé, og oft getur verið mjög mikið álitamál, hvað rétt er í þeim efnum, og verður því hver og einn að fara effir því, sem hann telur rétt fyrir Guði og samvizku sinni. Öll blind bókstafatrú er í þessu efni sem öðrum einungis til skaða. En hinu getur enginn neitað, að alt of mikið er að því gert að nota sunnudaga og helgidaga yf- irleitt til þeirra starfa og at- hafna, sem ekki eru að neinu leyti nauðsynleg, og fara menn þá á mis við þá blessun, sem heil brigt hvíldardagshald getur veitt þeim og fjölskyldum þeirra. Það má sjálfsagt misnota helgi dagana á ýmsan hátt annan en með ónauðsynlegri vinnu. Óregla og svall er t. d. miklu meiri mis- notkun á helgum dögum en þó menn stæðu við vinnu sína sem aðra daga. Um það þarf ekki að orðlengja. Helgidagarnir eiga að vera í vissum skilningi hátíð fyrir hvert heimili. Það á aðj/era annar blær yfir heimilinu þann dag en aðra daga. En til þess, að það geti orðið, þurfa allir á heim ilinu að vera samtaka, og eng- inn má spilla heimilisgleðinni á kostnað annara. Eitt hið þýðing- ] armesta í öllu uppeldi hinna ungu er sá andi, sem ríkir á hverju heimili, og ekki hvað sízt á þetta við um þann anda, sem ríkir þar á helgum dögum, þegar menn njóta hvíldar frá daglegum störfum. Óeining og leiðindi á heimilum á mikinn þátt í því að fæla unglingana þaðan og leiða þá út á glapstigu. Flóttinn frá heimilunum er tvímælalaust hin hættulegasta braut fyrir siðferði æskunnar, um það eru flestir uppeldisfræð- ingar sammála. Þetta á ekki hvað sízt við í bæjum og borgum, þar sem nóg er um þá staði, sem rétta lokkandi út höndina móti hinum ungu og bjóða þeim til sín undir yfirskini falskrar gleði. Heilbrigt helgihald hvíldar- dagsins og annara helgidaga á heimilum ætti að geta verið vörn gegn slíku, en til þess þarf það að grundvallast í trúarsam- félagi, þar sem virðing er borin fyrir guðsótta og góðum siðum. “Hve sælt hvert hús, er húsráðendur stýra, sem hafa þig í ráðum æ með sér, og þar sem hjúin hlýðni sýna dýra, og hvert eitt vinna starf til dýrðar þér”. Hvergi mun helgidagshald vera betur rækt en meðal Eng- lendinga. Þeir sem ferðast hafa um England munu fljótt hafa tekið eftir því, hve kyrlátt er þar alstaðar á sunnudögum, og að menn forðast yfirleitt að vinna önnur störf en þau, sem nauð- synleg mega teljast. Englending- ar eru, eins og kunnugt er, mjög trúhneigð og kirkjurækin þjóð, og stendur mörgum framar að kristilegri festu, enda hafa þeir að mestu losnað við öldur þeirra öfgastefna, sem flætt hafa yfir löndin hin síðari ár. Eitt af því sem Englandingar leggja mikla áherzlu á er að skapa fyrirmyndar heimilislíf, mótað á kristilegum grundvelli, af viðsýni og frjálslyndi. Þeir, sem átt hafa kost á því að kynn- ast enskum fyrirmyndarheimil- um og heimilislífi, eiga áreiðan- lega auðveldara með að skilja þá festu og þann heiðarleik, sem einkennir þessa þjóð á svo marg an hátt. í þessu efni getum vér margt lært af Englendingum, ekki hvað sízt það, er snertir virðing- una fyrir helgidagahaldi og fyrirmyndar heimilislífi. Sé þessa hvorttveggja gætt af alúð og samvizkusemi, mun það áreiðanlega leiða til hinnar mestu blessunar fyrir hverja þjóð. Grundvallarregla Jesú um helgidagshaldið var þessi: — “Hvíldardagurinn varð til manns ins vegna, en eigi maðurinn vegna hvíldardagsins”. Með því vill hann leggja áherzlu á, að maðurinn sé á engan hátt fjötr- aður af fyrirmælum úrelts bók- stafs, heldur eigi maðurinn að nota hvíldardaginn samkvæmt tilgangi Guðs, til þess að endur- nærast líkamlega og andlega. Frá heilbrigðis sjónarmiði er það bæði viturlegt og nauðsynlegt að unna sér hvíldar á helgum dög- um. — Frá andlegu sjónarmiði er það ekki síður nauðsynlegt að nota þessar stundir til þess að endur- næra sig andlega. Hver einasti sunnudagur eða helgidagur ætti að vera kærkomið tækifæri til þess að læra eitthvað gott og göfugt, svo að vér getum flutt það með oss út í hina daglegu lífsbaráttu. Ef vér lítum þannig á helgihald hvíldardagsins, þá mun hann áreiðanlega verða oss til blessunar. Óskar J. Þorláksson. Kirkjuritið Minnist BETEL í erfðaskrám yðar HOURS A DAY at "1340 on your dial" © T\ THE SUCCESSFUL INDEPENDENT WORKING FOR WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.