Lögberg - 11.03.1948, Blaðsíða 8

Lögberg - 11.03.1948, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 11. MARZ, 1948 Ur borg og bygð íslenzkir sjúklingar, sem liggja á sjúkrahúsum hér í borginni, eða aðstandendur þeirra, eru vinsamlega beðnir að síma Mrs. C. Ólafson, Ste. 1 Ruth Apts., Maryland St., Phone 30 017, el æskt er eftir heimsókn eða ís- lenzku blöðunum. Birt að tilstuðlan Djákna- nefndar Fyrsta lút. safn. ♦ Til áskrifenda Tímaritsins Þeir, sem greiddu ritin fyrir fram árið sem leið, fá þau enn við sama verði, ef greidd eru fyrir síðasta marz næstkomandi. Mikið úrval af íslenzkum bók- um. Skrifið eftir lista. Björnson's Book Store 702 Sargent Ave. ♦ Vöðvaþrautir? Gigtarstingir? Ma^nleysi? Bakverkur? Sárindi í baki? Taugabilun? Sárindi í handleggjum, herðum og stirð- leiki í liðamótum. — Takið hinar úndraverðu, nýju “Golden HP2 töflur”, sem veita skjótan og varanlegan bata gegn eirðar- leysi og bólgu í liðum og limum. — Ein HP2 tafla 4 sinnum á dag í heitum drykk. — 40 töflur, $1.35; 100 töflur, $3.50. — Hjá Eaton’s, Hudson’s Bay, Simp- son’s. — Öllum lyfjabúðum. ♦ Courses in Applied Psychology; Public Speaking; Literary Ap- preciation; 12 lectures $6.00; Louise Gudmunds in charge of all information and applications; new classes starting; ask about it now; phone 42 655. ♦ Two or three unfurnished or furnished rooms requested with Icelanders. West end. Phone 30 002 Mrs. Olafson ♦ BROTZEL — OLAFSON The wedding of Katherine Olafson, younger daughter of Mr. and Mrs. O. Olafson of Winnipeg and Michael Roy Brotzel, son of John Brotzel of Allen, Sask. took place February 24th at 7p.m. at the home of Rev. C. H. Whit- more. Mrs. Charles Kydd attend- ed her sister and Joseph Brotzel was best man for his brother A reception was h e 1 d at the home of the bride’s parents. Mr. and Mrs.. Brotzel will reside in Winipeg 5th ANNUAL VIKING BALL April lst. Due to the Lenten season and the early Easter Festival, the executive of The Viking Club this year has decided to postpone the annual Viking Banquet and Ball till the week following East- er, and the date has been set for: Thursday, April lst, at 6:30p.m. to be held in the MARLBOROUGH HOTEL Smith St., on the 8th. floor The guest speaker this year will be: Rev. Erikur Brynjolfs- son, of Iceland, Exchange minis- ANNOUNCING THE OPENING OF A STUDIO OF VOICE CULTURE AND STAGE DEPORTMENT BY ROSA HERMANNSSON VERNON DRAMATIC SOPRANO REGISTERED MUSIC TEACHER FOR APPOINTMENT 220 MARYLAND ST. PHONE 75 538 WINNIPEG "To Render the Deeds of Mercy” FOR WHEN YOU GIVE- YOU ARE THE RID CROSS! When you give to the Canadian Red Cross you are actually taking part in its nation-wide service. You are personally sharing in the maintenance of Outpost Hos- pitals . . . helping crippled children waík again . . . bringing comforts to veterans in hospitals . . . promot- ing a_Canada-wide free Blood Transfusion Service. Your Red Cross donations stand ever ready to give swift aid in national disasters and to help maintain that greatest of all youth organizations, the Junior Red Cross. Please give generously. 1948 NATIONAL APPEAL This space contributed bv The Drewrys Limited ter at the First Lutheran Church, who will return to Iceland the coming summer. The traditional Community- singing will this year be conduct- ed by Mr. Paul Bardal, choir- leader, First Lutheran Church, accompanied at the piano by Miss Freda Simonson. Tickets should be reserved early from the committee memb- ers, and are reduced this year to: $1.75 for the dinner and dance .50 for the dance alone. O. S. CLEFSTAD, President H. A. BRODAHL, Secretary t Björn Loftson og sonur hans, frá Lundar, voru í bænum vik- una, sem leið. ★ The Men’s Club of the First Lutheran Church will meet Tuesday March 16th at 6.30 P.M. in the church parlors. Guest speaker will be Dr. Crossley Hunter. Gefið í útvarpssjóð Fyrsia Lúterska Safnaðar í Winnipeg Febrúar, 1948 Einar Sigvaldason, Baldur, Manitoba: $1.00; B. Ingimundar- son, Langruth: $1.00; J. A. Johan- son, Langruth: $1.00; Mrs. Gud- run Eyolfson, Lundar: $1:00; Mrs. Soffia Lindal, Lundar: $1.00; Mr. og Mrs. D. J. Lindal, Lundar: $3.00; H. Magnusson, Geysir: $1.00; Mrs. Kristrun Thorvaldson Piney, Manitoba: $2.00; Mr. og Mrs. G. G. Sveinbjornson, Churchbridge, Saskatchewan: $2.00; Rosa, Addys og Trausti Vigfusson, Arborg, Manitoba: $2.00; Mr. og Mrs. Agust Magnus- son, Lundar: $2.00; Rannveig K. G. og Sigurður Sigbjornsson, Leslie, Saskachewan: $1.00; Mr. og Mrs. Sigurður Magnusson Winnipegosis, Manitoba: $2.00 Mr. og Mrs. Ben. Kristjansson, Winnipegosis, Manitoba: $1.00; Mr. og Mrs. Malvin Einarsson, Winnipegosis, lyianitoba: $1.00; Mr. og Mrs. John K. Goodman, Winnipegosis, Manitoba: $00.50 Winnipeg, Manitoba: $100. Mr. August Johnson, Winnipegosis, Man., $1.00; Mrs. Guðm. Brown, Winnipegosis, Man., $0.50. Sigþóra Tomasson, Hecla, Man- itoba: $1.00; Mr. og Mrs. K. Tom- asson, Hecla, Manitoba: $2.00; Guðjón Kristjanson, Hecla, Man- itoba: $1.00; Gunnar Kobeinsson, Hecla, Manitoba: $1.00: Herdis Johnson, Lundar, Manitoba: $1.00; Ludvig Torfason, Lundar, Manitoba: $1.00; Bjarni Torfason, Lundar, Manitoba: $1.00; Torfi MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Ensk messa kl. 11 f. h. — Is- lenzk messa kl. 7e. h. — Börn, sem ætla að sækja sunnudaga- skólann, eru beðin að mæta í kirkjunni kl. 12,15. — Ávarp og söngur. Þriðjudaginn 16. þ. m. kl. 8, verður sjötta og þar með síðasta föstuguðsþjónustan í kirkjunni á þessum vetri. Séra Eiríkur Brynjólfsson. 776 Victor St. Wpg. -f Gimli presíakall Sunnudaginn 14. marz: Messa að Árnesi kl. 2 e. h. — “Hockey” service at Gimli, 7 p.m., Corporal Littlewood of the R. C.M.P., will be the Guest speaker. — 21. marz: — Pálmasunnudags-guðs- þjónusta í Mikley kl. 2 e. h. — Allir boðnir velkomnir. Skúli Sigurgeirsson. t Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud., 14. marz — 5. sunnu- dagur í föstu: — Ensk messa kl. 11 árdegis. — Sunnudagaskóli kl. 12 á hádegi. — Islenzk messa kl. 7 síðdegis. — Fimtudaginn 18. marz: íslenzk föstumessa kl. 7.30 síðdegis. — Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. Thorfason, Lundar Manitoba: $1.00; Rebekka Bjarnasson, Camp Morton, Manitoba: $1.00; J. A. Vopni, Kenville, Manitoba: $2.00; Mr. og Mrs. F. E. Snidal, Steep Rock, Manitoba: $2.00; Mr. og Mrs. O. J. Olson, Steep Rock, Manitoba: $1.00; Mr. og Mrs. E. Johnson, Steep Rock, Manitoba: $1.00; Mr og Mrs. Adolph Sceske, Moosehorn, Manitoba: $1.00; Mrs. H. E. Josephson, Cypress River, Manitoba: $5.00; Bjarni Sveins- son, Langruth, Manitoba: $1.00; Jonas Helgason, Baldur, Manito- ba: $2.00; Mrs. Sophie Schlern, Winnipeg, Manitoba: $1.00. Meðtekið með þakklæti, Eirikur S. Brynjólfsson 776 Victor St. Um 400 Islendingar búsettir í Los Angeles, California Eg velti því fyrir mér um leið og eg tók upp heyrnartólið til þess að hringja í Skúla Bjarnason hvílík frekja þetta væri nú eigin- lega að vera að h r i n g j a í blá- óltupnugan manninn, jafnvel þó að hann væri íslendingur — og jafnvel þó að mér hefði verið sagt, að allir landar, sem til Los Angeles kæmu, yrðu að heim- sækja Skúla. Þau hjón væru bæði góðir íslendingar og gestris- in með afbrigðum. Jæja, nú var altént o r ð i ð of seint að snúa aftur, því að alúð- leg karlmannsrödd s v a r a ð i: “Halló, Skúli Bjatnason”. Og það skifti engum togum þegar hann frétti, að þarna væru á ferð Is- lendingar og það meira að segja komnir alla leið frá íslandi, varð hann að fá að sjá þá og heyra — og helst strax. Það fékk hann líka. Fæddur að Lilla-Hrauni. Þegar eg spurði Skúla hvað- an hann væri af íslandi, kímdi hann og svaraði: “Eg er nú fædd ur á Litla-Hrauni, og þykir eng- in skömm að! Foreidrar mínir, Gissur Bjarnason söðlasmiður og Sigríður Sveinsdóttir, bjuggu þar þangað til eg var 14 ára. Þá fluttu þau til Reykjávíkur. Tvö ár var eg í Viðey, hjá Eggert Breim. Faðir minn fór þangað oft til þess að gera að verkfærum. Mannskaðaveðrið 1906 — Mér er enn í fersku minni mannskaðaveðrið 7. apríl 1906, þegar “Ingvar” fórst við Viðey. Eg dvaldi þá úti í Viðey. Þorvald- ur bróðir minn, 18 ára, fórst þá með “Soffíu Wheatley”, en alls fórust 3 skútur þann dag og 90 menn á besta aldri drukknuðu. Annar bróðir minn, Bjarni, drukknaði 1903, þegar 5 menn tók út af báti. i t Lærði bakaraiðn — Hvað hafðirðu aðallega fyr- ir stafni í Reykjavík? — Lærði bakaraiðn. Var hjá Böðvari Böðvarssyni, bakara meistara í Hafnarfirði í 3 ár, síð- an í Björnsbakaríi í IV2 ár. Fór svo til Danmerkur 1910. Kom heim næsta ár og dvaldi heima eitt ár. Fór svo frá íslandi áleiðis til Winnipeg 9. sept. 1912, og hefi aldrei komið heim síðan. 35 ár — það er langur tími fjarri ætt- jörðinni. í Winnipeg átti eg brauðgerðarhús. Dvaldi þar til 1929. Fluttist þá hingað til Los Angeles — og hér hefi eg bakað síðan. 400 íslendingar í Los Angeles — Hvað ætli séu margir Islend ingar búsettir hér í Los Angeles? — Eftir því sem eg veiti best eru um 400 íslendingar búsettir hér, eða fólk af íslensku bergi brotið. Aðeins einn þriðji af þessu fólki talar íslensku. Ögnin, sem hvarf — Félagslíf ? — Hefir verið heldur dauft upp á síðkastið. Veldur því bæði áhugaleysi, og eins er bærinn stór og erfitt að ná til manna. Það er svo langt á milli íslend- inga hér, að það er rétt eins og þeir séu að reyna að forðast hver annan. íslendingafélag hefir ver- ið til hér í 25 ár, að nafninu til a. m. k. Pétur Félsted hefir verið formaður félagsins í mörg ár, og unnið mikið og gott starf. Gunn- ar Matthíasson er líka ágætur liðsmaður. Annars hefir margt af eldra fólkinu, sem var í fé- laginu, helst úr lestinni. Eldri ‘kynslóðin hverfur — enginn tek- ur við af henni á þessum vett- vangi. Hér áður voru alltaf reglu legir fundir og samkomur haldn- ar á sumardaginn fyrsta og milli jóla og nýárs. Nú er að dofna yfir þessu öllu. Svo var einu sinni stofnað hér kvennfélag, sem hét “Ögn” — en ögnin sú hvarf von bráðar. Berdreymi. Svo erum við allt í einu farin að tala um drauma. Skúli kveðst vera berdreyminn, og segir mér eftirfarandi sögu því til sönnunar: Það var áður en ég fór til Hafnar. Eg var þá í Reykjavík. Dreymdi mig eina nótt að ég fengi stórt bréf. En þegar ég opn aði bréfið, datt úr því mynd af stúlku og neðan undir mynd- inni stóð nafnið Margrét. — Nokkrum mánuðum eftir að ég kom til Hafnar, fór ég á íslend- ingasamkomu þar. Á þeirri sam- komu kynntist ég Margréti Odd- geirsdóttir frá Vestmannaeyjum Þekkti ég hana undir eins af myndinni í draumnum — og til þess að fara fljótt yfir sögu, þá varð hún konan mín nokkrum árum síðar. Langar heim Eg spurði Skúla, hvort hann myndi ekki langa til þess að skreppa heim. Hann hélt nú það. Hann kvaðst mundi vilja koma heim með konu og syni þeirra tvo, Harald og Oddgeir, og dvelja hér í a. m. k. eitt ár og ferðast um landið. En slíkt kost- aði mikið fé. Haukur í horni Skúli hefir talsvert fengist við ritstörf og hefir skrifað marga fréttapistla og greinar í Vestur- íslenzku blöðin um Islendinga og málefni þeirra Hann á og heil- mikið af úrklippum úr enskum blöðum um Island og þar kennir margra grasa. íslenzkir námsmenn í Los Angeles hafa átt hauk í horni, þar sem Skúli og kona hans eru. Þeir hafa ætíð verið velkomnir á heimili þeirra hjóna, sem væri það þeirra eigið heimili, og munu þeir lika hafa notað sér það óspart því að oft hefir verið gestkvæmt þar. Hann er góður fulltrúi íslandinga — góður full- trúi íslands, þó að hvorki hljóti risnufé né annan styrk úr opin- berum sjóðum. M.I. Mbl. 11. febr. The Swan Manufacfuring Co. Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi Heimili 912 Jessie Ave. 281 James St. Phone 22 641 1 Aukið f ramleiðsluna og þá kemur hagnaðurinn Hátt verð tryggt fyrir haustegg Kaupið gnótt hænuunga, sem eru af góðu varpkyni VISSAST ER AÐ PANTA PIONEER "Bred for Production" CHICKS 4 Star Canada Super Quality Approved R.O.P. Sired lOö 50 25 100 50 Z5 14.25 7.60 4.05 W. Leg. 15.75 8.35 4.00 29.00 15.00 7.75 W L. Pul. 32.00 16.50 8.75 15.25 8.10 4.30 R. Rocks. 16.75 8.85 4.65 27.00 14.00 7.25 B. R. Pul. 30.00 15.50 8.00 15 25 8.10 4.30 N. Hamp. 16.75 8.85 4.65 27.00 14.00 7.25 N. H. Pul. 30.00 15.50 8.00 8.00 4.50 2.50 Hvy. Ckls. 17.50 9.23 4.35 Lt. Sussex 31.00 16.00 8.25 Lt. S. Pul. Pullets 96% acc. 100% live arriv. gtd. Smáborgun tryggir yður afgreiðslu hænunga, er þér æskið PIONEER HATCHERY 416 I Corydon Ave. Winnipeg jFor Field, Garden and Lawn Sleele, Briggs Seeds Are Superior AND HERE'S WHY . . . ★ Proven Varieties ★ Improved Strains ★ Tested Germination ★ Selected for Color, Plumpness and Purity Write For 1948 Catalogue and Farm List STEELE, BRIGGS SEED C0MPANY, LTD. WINNIPEG REGINA EDMONTON ubelaiýl Qodi Mostetf,! GOOD SEED PURCHASED NOW WILL SAVE MANY DOLLARS WHEN SPRING SEEDING STARTS • ORDER YOUR SUPPLIES NOW FROM MANITOBA POOL ELEVATORS SEEDS DEPARTMENT (Write for Catalogue) Phone: 715 Marion Street 204 819 St. Bonlface 201 781

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.