Lögberg - 11.03.1948, Blaðsíða 6

Lögberg - 11.03.1948, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. MARZ, 1948 k~kk~k«khk~> VALD MYRKRANNA Eftir DERWENT MIALL J. J. BÍLDFELL, þýddi. “Já,” svaraði Sparks. “Það kemur stundum fyrir. Sjálfur þekki ég aðeins tvö tilfelli, en í báðum þeim tilfellum var heilsa hlutaðeigendann mjög vand- gæf. Constance var heilsuhraust eftir því sem-ungfrú Bryden segir mér og í ætt hennar er enga heilsubilun að finna. Nei ég held að hvarf hennar verði ekki skýrt með minnisbilun. Drake varp öndinni mæðulega. “Hefurðu komist að nokkurri niður- stöðu í málinu? Hr. Sparks hafði ekki komist að neinni niðurstöðu sem hann vildi gjöra uppskáa enn sem komið var. Fyrst af öllu vildi hann reyna að komast að nið- urstöðu um hvort að burtu vera Con- stance væri henni sjálfráð, eða ekki, og í þeim tilgangi var hann nú á leiðinni til Laurels til að spyrja þjónustustúlku ungfrú Brydens nokkurra spurninga, sem hónum hafði áður sést yfir. Drake slóst í förina og þeir gengu þegjandi unz þeir komu til Laurels. Þeim var boðið til stofu og svo var kallað á Maríu. “Jæja, stúlka mín”, sagði Sparks, “þú segir að ungfrú Bryden hafi farið út klukkan fimm”. “Já, herra.” “Eftir að hún fékk bréf?” “Já”, svaraði María. “Þú ert viss um að þú fanst umslagið af bréfinu?” “Já, alveg viss!” svaraði María; “það var umslagið sem að ég fékk hr. Drake.” “Segðu mér, virtist Constance vera undrandi, eftir að hún las bréfið? Sýnd- ist hún véra glöð, reið, eða hvað?” María vafði upp á hornið á svuntu sinni, á meðan að hún var að hugsa sig um, en hún virtist ekki ætla að koma orðum að hugsunum sínum, svo Sparks varð að hjálpa henni. “Komdu með það”, sagði hann, sýnd- ist hún vera glöð yfir fréttunum sem bréfið færði? Sýndist hún vera reið?” “O, nei”, svaraði María seinlega. — “Hún sýndist vera í leiðslu eins og hún vissi ekki hvort hún ætti að standa, eða detta”. “Og hún sagðist þurfa að finna ung- frú Bryden”. “Já; en áður —” “Já, komdu með það. Þú verður að hjálpa okkur allt sem þú getur. Hún sagði eitthvað áður”. “Já, herra, en ekki við mig”. “Við hvern þá?” “Ó, við sjálfa sig. Hún ætlaðist ekki til að ég heyrði það”. “Varstu inni í herberginu hjá henni?” “Nei, ég var það ekki”. “Hvað sagði hún?” “Hún sagði”, hélt María áfram feimn- islega, og leit til Drake — “hún sagði, Archil, getur þetta verið satt?” Þessi opinberun Maríu ko mDrake til að halda, að tilgáta Lesbiu Payne hafi verið sönn, og að Mulready hafi rægt hann illgirnislega við Constance. “Því sagðirðu okkur þetta ekki fyr?” spurði hann Maríu, sem á milli feimni og sektar tilfinningar var að gráti kom- in. Eg vildi ekki gjöra það sökum þess, að Constance sagði það ekki við mig. Eg hefði ekki átt að vera að hlusta, en ég var aðeins að gægjast í gegnum skráargatið, því ég hélt að það hefði verið ein brúðargjöfin enn, sem Con- stance hefði fengið”. “Jú, jú! Eðlileg og kvennleg forvitni”, sagði hr. Sparks og brosti. “Þær eru allar eins, frá henni Evu og ofan til vor, herra minn,” bætti hann við og sneri sér að Drake. “Ef að þú getur ekki sagt okkur meira, stúlka góð — þú ert viss um að þú getur það ekki? — þá skulum við ekki halda þér lengur”. María fór, en hr. Sparks sat hugs- andi. “Má ég tala bert við þig, herra minn?” spurði hr. Sparks. “Já, vissulega”, svaraði Drake. “Þessi Mulready hefir haft eitthvað saknæmt að segja um þig í bréfinu”. “Það lítur út fyrir það”. “Þú hefir enga hugmynd um. hvað það hefir verið?’’ “Ekki minstu hugmynd. Hann veit ekkert um mig”. “Þú mátt ekki misvirða þó að ég gjör- ist nærgöngull. Er það nokkuð sem hann hefir getað g'rafið upp um þig, sem er til vanheiðurs? Hann hefir hlotið að segja Constance mjög ákveðna sögu, fyrst að hún hafði svona mikil áhrif á hana”. “Eg get ekki munað eftir neinu”, svaraði Drake, “og segjum að honum hefði tekist að vekja grunsemd hjá henni, hefði hún þá ekki átt að leita skýringa hjá mér?” “Jú; ég efast ekki um að hún hafi ætl- að að gjöra það síðar. En í millitíðinni hugsa ég að hún hafi farið til fundar við Mulready”. “Herra minn góður! Hversvegna? — Það hefir áður verið stungið upp á þessu sama af öðrum”. “Vegna þess, að hún kom ekki til móts við föðursystur sína. Þær hefðu ekki getað farist óviljandi á mis á bein- um og rennisléttum veginum. Hún hefir ekki getað farið til Breiðavatns”. “Mér er óskiljanlegt að Mulready hafi getað fengið hana til að koma til móts við sig”. • “Hann hefir máske boðist til að gefa henni nánari upplýsingar. Forvitnin hefir stjórnað fleiri gjörðum kvennfólks ins en þú hefir nokkra huémynd um. — Alla leið frá henni Evu, eru þær líkar í því, að engin þeirra, ekki einu sinni þær fullkomnustu, hafa getað risið upp yfir áhrif forvitninnar. Svo er ekki óhugs- andi að»hann hafi fengið hana til móts við sig með því að lofast til að skila peningunum til baka, sem hann hafði haft út úr föðursystur hennar”. “Það er satt”, sagði Drake. “Það var einhver annar sem stakk upp á þessu líka. Segjum að hún hafi farið til móts við hann, hvað svo?” “Eg ætla að kveikja í pípunni minni, áður en ég svara þeirri spurningu. Það er kominn tími til þess að þú takir þér hvíld og væran blund”, sagði Sparks. “Eg hefi máske eitthvað að segja þér, þegar þú vaknar. Það er einkennilegt, ef að ég get ekki hitt neinn, sem sá hr. Mulready hér í gær, því ég er sannfærð- ur um að hann, eða umboðsmenn hans, hafa hlotið að vera hér > nágrenninu í gær”. — Þegar hér var komið samtalinu, kom ungfrú Bryden inn til þeirra og krafðist þess að Archibald Drake gengi tafar- laust til svefns og gjörði hann það. En hr. Sparks gekk út og út á vegínn til Breiðavatns í þungum þönkum. “Þeir geta sagt það sem þeir vilja”, sagði hann við sjálfan sig, “og ungfrú- in getur verið engill; en ég skal veðja að hún er ekki vaxin upp úr afbrýðis- seminni. Lögfræðingurinn, sem er mis- indismaður á allar lundir, hefir spunnið einhverja sögu, býst ég við og svo hefir hún farið sjálf til að komast að sann- leikanum, og er í burtu að heiman af ásettu ráði. Þessi mannráns-hugmynd er ekkert annað en hugarburður, og mér dettur ekki í hug að hún hafi fyrirfarið sér. Hún er að leita sér upplýsinga. Eg býst við, að lögfræðingurinn hafi náð í eitthvert atriði, sem hann hefir magnað og fært úr lagi, þangað til það var var orðið nógu ægilegt til að hræða ung- frúna. Hún er að heiman af ásettu ráði, ímynda ég mér; en ég held ég segi ekki neitt um það við lautenantinn þangað til að ég get fært einhverjar sannanir á mál mitt. Þetta er einkennilegt við- fangsefni, og leggst þungt á hinn unga og - ógæfusama herramann”, hugsaði Sparks; “en hver getur vitað hvað kon- unum dettur í hug”. Hann gekk hægt eftir veginum, sann- færður um, að hann mundi fyr, eða síð- ar hitta einhvern sem hefði séð ung- frúna kveldið áður fara burt úr bænum, annað hvort gangandi eða akandi. Hann leit inn á Kórónu, Green, og Dragon gistihúsin og spurði veitinga- stúlkurnar, á báðum þeim stöðum og þjónana á járnbrautarstöðinni, og eng- in þeirra hafði séð mann, sem svaraði til lýsingu hanS á Mulready, í bænum eða í grendinni, daginn áður. Það var önnur járnbrautarstöð í þriggja mílna fjarlægð frá Faring. Sparks fór þangað og spurðist fyrir, en gat ekki fengið neina úrlausn, því þar hafði verið fjöldi fólks kveldið áður sem var að fara á uppboðssölu er fram átti að fara á hefðarheimili daginn eftir, þar skammt í burtu. “Þau hafa vel getað verið þar, annað, eða bæði, þó þeim væri ekki veitt eftirtekt í öllum þeim mannfjölda”, hugsaði Sparks, sem nú var farinn að halda að mál þetta mundi ætja að reynast erfiðara úrlausnar, en áhorfð- ist í fyrstu. Hann hélt nú að Constance hefði farið til Lundúna, til þess að rann- saka sannleiksgildi einhverrar sögu, sem að Mulready hefði sagt henni. Áður en Sparks gekk til náða um kveldið, fór hann aftur til Laurels og hafði tal af ungfrú Bryden. Archibald Drake var enn steinsofandi. “Það er það bezta sem hann getur gjört”, sagði Sparks; “hann tekur hvarf stúlkunnar altof nærri sér til þess að hann geti verið mér nokkur aðstoð. Það þarf rólegt skap og skarpa hugsun, ungfrú Bryden, til þess að geta verið sæmilega góður rijósnari”. Svo sagði Spark ungfrú Bryden frá niðurstöðu þeirri sem hann hefði komist að, eftir ítarlega umhugsun. Ungfrú Bryden var hrygg í huga, en gat þó ekki dottið í hug neina sennilegri skýringu á fjarveru Constance. “Það sýnist ótrúlegt, að blessað barnið hafi trúað slúðursögum sem spunnar hafa verið upp um lautenant Drake”, sagði ungfrú Bryden. “Kæra frú”, mælti Sparks, “reynsla mín af mannlegu eðli hefir verið víð- tæk og margbrotin; ég hefi fyrir löngu lært, að reiða mig ekki á það sem menn kalla ósennilegt eða ómögulegt”. Ungfrú Bryden hafði fengið geðþokka á þessum meðlíðunarsama og ráðkæna manni, sem auðvitað þekti svo miklu betur inn á vegi veraldarinnar, en hún, svo hún hlustaði á orð hans með athygli og eftirtekt. Undursamlegir hlutir skeðu daglega í heiminum — hún las um þá í dagblöðunum —1 en hneykslisatburðir þeir.höfðu aldrei náð til hins rólega og vandaða heimilislífs ungfrú Bryden, og hún gat ekki áttað sig á, að Archibald Drake og Constance Bryden skyldu haga sér eins og fólkið einkennilega sem hún las um í blöðuniyii. Að Drake væri sekur um misgjörðir eða annað verra, og að Constance hafi trúað því um hann og gjört sig seka um opinbert hneyksli með því að hlaupa í burtu að heiman, kveldið áður en hún ætlaði að gifta sig. Á þessu var ungfrú Bryden ekki búin að átta sig á, þar til að hinn heimsfróði maður frá Scotland yard hafði lagt málið niður fyrir henni rólega og æsingalaust. “Við verðum fyrst að muna eftir að Mulready er óþokki”, sagði hann. — “Hann hefir haft í hótunum við lauten- ant Drake, fyrir ástæðu sem ég í svip- inn get ekki gjört mér grein fyrir. Það hlýtur að liggja eitthvað meira þar á bak við, en viðureign þeirra á dansinum á Breiðavatni; eða þá það, að hann hafi verið afbrýðissamur í garð Drake; svo hann skrifaði bréfið — nýtt bréf, til bróðurdóttur þinnar. Þetta er viðkvæmt mál fyrir mig að snerta við. Þú þekkir bróðurdóttir þína, en ég ekki. Þú segir, að hún mundi ekki hafa trúað neinu slúðri. En Mulready er sjáanlega vel viti borinn maður, ekki síður en óþokki. Bréfið vakti undrun og geðshræringu hjá bróðurdóttur þinni. Það hefir því að líkindum verið skorinort bréf og lík- urnar sem það flutti sterkar. Hann hefir máske sagt að lautenant Drake væri þegar giftur, og fært svo sterkar sann- anir að því, að hún hafi næstum trúað því. Ótti bróðurdóttur þinnar hefir því verið skerandi og vonbrigði hennar mikil. Gæti ekki verið að hún hefði far- ið til Lundúna, til þess að ganga úr skugga um þetta?” “Til Lundúna!” sagði ungfrú Bryden, hissa. “Hún hefir ekki frekar farið til Lundúna einsömul en að hún hefir farið til byggðanna hinum megin á hnettin- um”. — “Undir vanalegum kringumstæðum sjálfsagt ekki. Átti hún nokkur skyld- menni í Lundúnum sem hún gat farið til?” “Nei. — Jú, frændfólk móður hennar sálugu. En á milli þeirra og okkar er enginn vinskapur”, sagði ungfrú Bryden þóttalega. “Það var mótfallið því að móðir Constance og bróðir okkar gift- ust og við höfum ekki kært okkur að sækjast eftir vináttu þess”. “Eg síma þangað í fyrra málið samt sem áður með þínu leyfi”, Sparks. Ungfrú Bryden gaf leyfið og heimilis- fang frændfólks Constancé* í Lundún- um og Spark kvaddi og fór með það á tilfinningunni að heimsókn sín til Laurels hefði ekki verið með öllu árang- urslaus, en þó var hann enn ekki nærri því að leysa ráðgátuna sem honum hafði verið falin. XVII. KAPÍTULI Óvæntar fréttir Morguninn eftir frétti Sparks áð lögreglan hefði ásett sér að slæða botn- im*á öllum tjörnum og vötnum í ná- grenninu. Því fólki kom nú yfirleitt saman um, að Constance hefði fyrir- farið sér. “Nú, jæja”, sagði Sparks, er hann frétti þetta á lögreglustöðinni. “Þið gjörið það sem ykkur sýnist í þessu efni, en það get ég sagt ykkur að afleið- ingarnar verða engar aðrar, en að særa tilfinningar vina og ættingja stúlkunn- ar. Ef að hún hefði ætlað að fyrirfara sér, þá hefði hún skilið eftir bréf til kærasta síns. Eg hefi lesið mörg slík bréf um mína daga, og ekkert sjálfs- morð er fullkomið án slíkra bréfa — að minsta kosti ekki þar sem afbrýðissem- in ræður ríkjum”. Hr. Sparks sagði þetta, þrátt fyrir sína eigin staðhhæfingu um, að ekkert í heiminum væri óhugsanlegt, eða óframkvæmanlegt. En í millitíðinni hafði hann símað til Scotland yard og beðið um að maður væri sendur til að athuga feril Mulready. Um morguninn fór Sparks til Breiða- vatns og hitta Montrose og Lesbiu að máli og sagði þeim frá hugmyndum sín- um í sambandi við Constance. “Hún er ung og rómantísk”, sagði Sparks. Hún varð fyrir miklum von- brigðum og fór samstundis til að ganga úr skugga um hvort lögfræðingurinn segði satt. Það er að minsta kosti mín meining. Fólkið í Faring og í grendinni, er nú samt ekki á því. Það heldur allt að hún hafi fyrirfarið sér, og það sýnist auðveldasta úrlausnin fyrir alla sem ekki sjá á bak við tjöldin, eins og við — og svo ætla þeir að fara að slæða tjarn- arbotnana aftur og svo að síðustu þetta gull-fallega vatn þitt, eftir því sem mér er sagt”, sagði Sparks og leit á vatnið silfur-slétt. “Breiðavatn!” sagði Montrose. “Eg vona að þeim detti ekki slík heimska í hug. Vatnið er allsstaðar örgrunt og ég vildi síður, að þeir færu að auka á hug- arstríð vinar míns, Drake, með því að fara aftur að byrja á þessum vatnsslæð- ingum. En ef þeim sýnist svo, þá er ekki meira um það. Eg held að þú farir nær sannleikanum, hr. Sparks; Eg lagði lít- inn trúnað á hugmynd þína til að byrja með, en ég sé nú, að hún er bæði skýr og sennileg”. Hr. Sparks þótti hrósið hljómfagurt og ummæli Montrose um framsýni hans og skarpskygni. “Þú skilur, herra minn”, sagði Sparks, “að þessar ungu stúlkur, sem fæðast upp í kyrrð heimilisins, taka hraustleg- ar á móti erfiðleikunum þegar þeir mæta þeim, heldur en lítilsigldara fólk. Eg hefi ekki séð þessa ungu stúlku, en ég hefi séð mynd af henni og get því gjört mér grein fyrir, hvernig að hún muni vera skapi farin. Yfirgnæfanlegt hugrekki, herra minn, mikið af metnaði; slíkri konu dettur ekki í hug að fyrir- fara sér, en mig skyldi ekki furða á, þó hún væri úrræðagóð og skjót til fram- kvæmda þegar á liggur — að hún mundi vera fljót til að hugsa og áforma þegar á lægi, og eftir lýsingunni af henni, þeg- ar að hún var búin að lesa bréfið frá hr. Mulready, þá mundi ég segja að bréfs- efnið hafi verið mjög alvarlegt. — Ung stúlka með hennar skapgerð mundi ráða við sig að rannsaka bréfsefnið tafarlaust, og þar sem tíminn var mjög naumur, þá hafi hún farið á stað til Lundúna eða einhvers annars staðar undir eins. Það er að minsta kosti mín skoðun”. — “Mér er næst að halda að þú hafir hitt á réttu úrlausnina”, sagði Montrose, sem gekk fram og aftur um gólfið í her- berginu sem þeir voru í, þungur á brún og brá. “Eg vildi að ég gæti haft hendur i hárinu á honum Mulready. Hann er þprpari — hræddi konuna mína, sví- virti mig, svo að ég rak hann á dyr. — Hann er merkilegur þorpari, herra Sparks”. “Og hann var ástfanginn í Constance Bryden?” spurði Sparks, auðsjáanlega mjög umhugaður um að ganga úr skugga um það atriði Montrose yppti öxlum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.