Lögberg - 11.03.1948, Blaðsíða 7

Lögberg - 11.03.1948, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. MARZ, 1948 7 Uppblástur Sandfok og Beitarþol landsins Báturinn var að því kommn að sökkva, þegar hjálpinn barst Smátt muldar bergtegundir eru nefndar sandur. Hér á landi eru aðallega: Basalt, dólerít, móberg, líparít og gabbró. Sé athugaður jarðfræðisupp- dráttur Þorvaldar Thóroddsen frá 1901 er hægt að geta sér til, hver eru þau öfl hér á landi, sem mala bergtegundirnar og gera þær að sandi, sem fýkur yfir landið og leggur byggðir í auðn. Við sjáva^tröndina eru fok- sandar upp frá víkum, eða stutt- um fjörðum, sem liggja fyrir brimróti og opnu hafi. Upp í landi eru mestu sandfoksvæðin út frá eldfjöllum, eða stórfljót- um, sem koma frá eldstöðvasvæð unum og falla til sjávar. Mesta eldgosasvæði iandsins liggur yfir það mitt, norðan frá Melrakkasléttu suður á Reykja- nes. Að norðan nær það austan frá Viðfirði í N.-Múlasýslu, vestur að Náttfaravík, vestan Skjálf- andaflóa í S.-Þingeyjarsýslu. — Vestri takmörkin má segja að séu suður Bárðardal og Mjóa- dal, _ en þaðan suðvestur heið- ar norðan jökla, vestur fyrir Eiriksjökul og Hallmundarhraun og þar til suðurs, nálægt Kal- manstungu og Botnssúlum, í Mosfellssveit, og þaðan til vest- urs í botn Kollafjarðar, — en austan-megin eru merkin úr Hornafirði til norðurs, austan- verðan Vatnajökul til Viðfjarð- ar. Á þessu stóra landssvæði eru ttiargar" eldstöðvar og skal nefna uokkra þeirra: Þeis'tareykja- bunka, Ketill, Fremrinámar, Kerling, Kollóttadyngja. Trölla- dyngja, o. fl. norðan jökla. Þá er Vatnajökull og öræfajökull, — en sunnan megin: Mýrdalsjökull ~~ Katla, — Eyjafjallajökull, Eaki, Hekla, Skjaldbreiður, Heiðin há, Trölladyngja á Reykja nesi o. m. fl. Auk þessa stærsta eldgosasvæðis er annáð minna á Snæfellsnesfjallgarðinum. Út frá eldstöðvunum hafa runn !ð stór hraun, sem hafa náð allt frá jöklum niður til sjávar, t. d. norðan megin í Kelduhverfi og Aðaldal, Mývatnshraun og Ó- dáðahraun o. fl. frá Vatnajökli U1 Öxarfjarðar og Skjálfanda- flóa. Sunnan megin eru stærstu hraunbreiðurnar í Skaftafells- sýslu, og hraunflákarnir miklu frá Vatnajökli til sjávar milli Ölfusár og Þjórsár. Aak þess Heykjaneshraun, Þingvalla- hraun, Hallmundarhraun og Kjalhraun. Loks er svo Snæfells neshraun. Upp úr hraunbreiðun- uni rísa móbergsfjöll hér og þar, °g vikuröldur. Þessar hraunelf- Ur eru svo saman slungnar, að Pað er jarðfræðingum ærið rann sóknarefni að greina sundur, nvaðan hver hraunstraumur er k°minn. Á eldgossvæðunum eru það stór og víðáttumikil lönd, sem yfirborðsvatns gætir lítið á. — Stöðuvötn eru sums staðar í Pmldum, en vatnsföll eru fá eða ^gin. Á Reykjanesfjallgarði er Kleifarvatn og hefir ekkert sjá- anlegt frárennsli. Þingvallavatn er sfórt, í það fellur lítil áar- spræna — öxará, — én úr því kemur Sogið vatnsmikið fljót. I ^ingvallavatn falla margar lind- sem koma undan hraunbrún- unum í kringum það. Líkt er þessu farið með Mý- vatn í það fellur lítið vatnsmagn, annað en það, sem kemur undan raununum kringum það, — en Ur því rennur Laxá, sem er all- vatnsmikil. Sama er sagan víða annars staðar. Hróarslækur á Hangárvöllum myndast og dregst saman úr lindum, sem °ma undan hraunbrúnunum Jdli Keldna og Gunnarsholts. tri-Rangá myndazt eins, ein- Sóngu af lindalækjum, sem koma undan hraununum. Jarðveegur hefir myndazt á eldgosasvæðunum. Hraunin hafa víða gróið upp, jafnveLfyllzt og sléttast, og á nokkrum stöðum, þar sem þau eru flötust, orðið að votlendi, enda mun þá hraun lagið ekki mjög þykkt, t. d. í Fló- anum. í þurrlendu hraununum uppi í landinu er jarðvegurinn mikið myndaður af gosefnum, þ. e. vikri og ösku með þunnum moldarlögum milli, sem mynd- azt hafa af gróðri milli gosanna. Þar hefir auðvitað ekki þróazt annað en þurrlendisgróður, mos ar, veigalítill valllendisgróður, lyng og loks birkikjarr. Þegar það kemur til sögunnar munar gróðrinum áfram; jarðvegurinn vex og batnar. Birkið veitti smá- plöntunum skjól, það varnaði uppgufun, lággróðurinn þroskað- ist betur en áður, og lauffallið úr kjarrinu bætti jarðveginn. Mold fok og jarðskafi dróst inn í kjarr ið. Hraunin voru þurr, hlý og gróðursæl og landið greri og byggðist síðar langt inn til fjalla. í giljum og daladrögum var kjarrið þroskameira en á holtum og hólahryggjum og skordýralíf var mikið' á sumr- um við ár og læki, og fiskimergð í flestum vatnsföllum. Þegar landnemarnir tóku sér hér bólfestu, löðuðust þeir að skógunum. Þar var raftviður nógur og tróð til húsagerðar. — Skýlt var þar fyrir bæi og bú- pening í kjarrinu. Rjóður voru höggin í skóginum og stundum ræktaðir akrar, þar sem lauffalls moldin var bezt, og skjólið ör- uggast í grónu hraununum. — En brátt stækkuðu skógarrjóðr- in, skjólið minnkaði, búpening- ur gekk fast að kjarrinu, er veðr- áttan harðnaði, limið var bitið af kjarrinu, börkurinn var nagaður, kalkvistir mynduðust, þeir voru tíndir saman og nefndir “sprek”. Grassvörðurinn var urinn, grasið hafði ekkert skjól, blés í næðingi, skrælnaði í þurrki, áburð vant- aði og grunnvatnið var ekkert, það hafði hripað niður gegnum hálfdauða grasrót, næringarlaus an jarðveg með þýkkum vikur- lögum. Grasið dó af áburðarleysi, vatnsleysi og skjólleysi, það vesl aðist upp af hor. Lengst hjarði það, þar sem verið hafði gamall stekkur, kindaborg eða túnblett- ur, því að þar var vottur af á- burði, þar fékk grasið ofurlitla næringu, skaut upp kollinum á hverju vori og vildi ekki deyja. Þetta vissu horaðar og hungrað ar kindur á vorin og tíndu upp gróðurnálarnar, þegar þeim skaut upp úr moldinni, eða kröfs uðu eftir rótinni, ef seint gekk með sprettuna. Að lokum hættu stráin að sjást. Kjarrið var horf ið, grasið var dautt og jarðvegur inn blés upp; í honum var ekkert bindiefni, einungis létt og fín lauffallsmold, blönduð ösku og þykkum vikurlögum. Þegar landið blés upp, bar moldina hátt í lofti og dreifðist víða og var nefnd mistur, sem byrgði fyrir sólu og gerði rökkt í lofti, þó að um bjartan dag væri. Vikur- inn bar um landið tætti grasrót- ina, ef gróðurland var fyrir, eða safnaðist í skafla og kæfði gras- ið. Börkurinn barðist af víði og öðrum runnagróðri, svo að kalkvistir stóðu eftir. Sums stað ar mynduðust skörð eða geilar í gróið land, þá blés moldin og vikurinn úr barðinu. Visnar ræt- ur hengu niður og voru bft rifn- ar og notaðar í reiðinga, reið- þófa, eða spunnar í þarfabönd, væri þeirra ekki mikil þörf til hestafóðurs, eða til eldsneytis. Þurrir vindar valda vanalega mestum uppblæstri, því er norð- anáttin mesta fokátt sunnan jökla, en sunnanátt á Norður- landi. Þau vatnsföll, sem falla um foksvæðin, bera vanalega með sér mikið af vikri til sjáv- ar. Þess vegna safnast oft vikur- hrannir við árósa stórfljóta. — Jökulsá í Öxarfirði hefir myndað stóra árhólma inn af Öxarfirði, og við ósa Skjálfandafljóts hefir myndazt láglendi inn af Skjálf- andaflóa, af vikri og sandi. Sama er að segja um ströndina sunnan lands, milli Þorlákshafnar og Hornafjarðar. Á eldgosasvæðinu eru mestu sandarnir inni í landinu og við ströndina, þar sem stórfljótin falla til sævar, því að mikið berst af foksandi í farvegi vatns- fallanna og með þeim í sjó. Mik- ill vikurburður í ám spillir oft- ast veiði í ánum, enda er þar lítið skordýralíf og áta bæði fyrir fiska og fugla. Sama er að segja um fjörugróður og dýralíf við sendna strönd. Sandburður, bæði á landi og í vatni, Veldur tjóni og auðn. Það eru margir sem tala um, að uppblástur og sandfok hafi eyðilagt skóga — en það má eins segja, og ekki síður, að skógleysi hafi valdið uppblæstri. Það er alls staðar sama sagan, þar sem skógunum er eytt og landið urið af beit, þar er landinu hætt fyrir uppblæstri, en sérstaklega þar sem eldgosasvæðin eru, hraun undirlagið, eða móberg og jarð- vegurinn mikið blandaður vikri og ösku, eins og víðast er á eld- gosasvæðunum. Hér á landi, þar sem basaltið er berggrunnur undir jarðvegin um, þar er jarðvegurinn þéttari, þyngri, og grunnvatnið meira, vikurlög eru víðast lítil og ösku- lög þunn. Þar eru mómyndanir líka víða í jörðu, eða leir, sem heldur jarðrakanum í sér. Það er t. d. önnur jarðvegsmyndun á Arnarvatnsheiði og Tvídægru en á afréttarlöndum í Rangárvalla- sýslu, Mývatnssveit eða Hóls- fjöllum, svo að nokkur nöfn séu nefnd. Beitarþol landsins er ger ólíkt. Þetta hefir ekkert verið tekið til greina, hversu oft sem það er brýnt fyrir bændum að stilla beitinni í hóf, svo að landið bíði ekki hnekki af ofbeit eða ör- tröð. — Það er ekki nein tilviljun að flest öll sandgræðslusvæðin “eru á eldgosasvæðinu þ. e. í Þingeyj- arsýslunum, V.-Skaftafellssýslu, Árnessýslu og Gullbringusýslu. Það er eðlileg afleiðing af jarð- vegsmyndun og búnaðarháttum. Hér er um að ræða alvörumál, sem þarf raunhæfra aðgerða; — Það er ekki nóg, þó að búið sé að taka í girðingar og til sand- græðslu í þessum sýslum yfir 50 þús. ha. af landi, ef ný sandfoks- svæði rKyndast við hliðina á því, sem girt hefir verið til að græða upp. Reynslan sýnir, að eðlishættir landsins eru ólíkir, og eftir þeim verður að haga búnaðarháttum landsins, til þess að afkoma bænd anna verði sæmileg og gróður landsins bíði ekki hnekki við bú- skapinn. Það er t. d. ekkert vit í því að hafa í Gullbringusýslu um 8000 fjár og 400 hross, svo að eitt dæmi sé tekið. Þar á að vera kúarækt, garðyrkja og kornrækt, en helzt enginn beitarfjár-bú- skapur. Sandfokssvæðunum í eldfjalla belti landsins þarf að hlífa við beitinni. Að sönnu er hægt að taka fyrir uppblástur og stöðva sandfok. Breiðfokið er hægt að stöðva með skjólgörðum og sán- ingu. Uppblástur og landbrot er hægt að laga með því að skera niður blöðin, þekja þau og græða saman gamla gróðurinn, sem var að eyðileggjast og nýgræð- inginn, sem á eftir kom, — en þetta kostar girðingar, mikla vinnu, langan tíma og offjár. — Því á ekki að láta landið blása upp og moldina fjúka í burtu. — Búskapinn á að skipuleggja eftir eðli landsins, staðháttum og samgöngum, en ekki halda í blindni við gamlar úreltar og vitlausar búskaparvenjur. —Að- ferðir við sandgræðsluna eru auðvitað margbreytilegar eftir því, hvernig til hagar á hverjum stað fyrir sig, en alls staðar þarf friðun og víðast sáningu. Mel- grasið — Elymus arenaríus — er hinn þrautreyndi landvörður í baráttunni við sandfokið. Sandfok við sjó, upp frá víkum og stuttum breiðum fjörðum, sem liggja fyrir sjávarróti og opnu hafi, er allt annað en sand- fok inn í landi. í löngum og brim- lausum fjörðum er ekki foksand- ur frá sjó. Það er t. d. sandfok inn frá Axarfirði og Skjálfanda, en ekki Eyjafirði. Dálítið sand- fok er inn af Skagafirði, Húna- firði og Miðfirði, en ekkert inn af Hrútafirði o. s. frv. Við sjávarströndina blandast sums staðar saman óbrunninn sjávarsandur og vikursandur frá eldfjöllunum. Á öðrum stöðum er nær eingöngu skeljasandur t. d. á milli Breiðafjarðar og Isa- f jarðardjúps. Eftir slíkum aðstöð- umun verður að haga starfsað- ferðum. Yfirleitt er sandur, sem er vatnsþveginn, þ. e. við ár eða sjó, snauður af lífrænum efnum og örðugur til græðslu. Það er oft betra að græða sandorpin hraun, ef hægt er að friða þau, því að þar er oftast skýlla og meira af lífrænum efnum, sem h j á 1 p a til við græðsluna. Alls staðar þar sem melgrasið festir rætur, stöðvar það sand, sem fýk- ur niður við jörðu og safnar hon- um í blaðtoppa sína, af því mynd- ast þ ú f u r eða hólar, sem geta blásið upp aftur, — en að því þarf að gæta og vinna að því að landið verði sem jafnast og mis- hæðaminnst og með ávölum öld- um, en ekki skörpum skörðum, eða geilum, því að þar verður vindurinn harðastur og grefur mest. Nú er nýhjáliðin landbúnaðar- sýning; hún var ekki einungis til þess að skreyta veggi sýningar- skálans, heldur áttu myndir og aðrir munir, sem sýndir voru að vera til þess að minna á daglegt starf bændanna á liðnum tíma, og sýna þær breytingar, sem orð- ið hafa. “Það er svo bágt að standa í stað og mönnunum munar annað- hvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið.” Öll ræktunarstörf stefna að því að auka gróður landsins, og bæta lífskjör þjóðarinnar, bæði til sveita og við sjó. Öllum þarf að gefast kostur á að auka þrótt sinn og athafnaþrá, bæði í huga og framkvæmd. Uppsprettulind lífsorkunnar í bæjum og byggð- um landsins er í skauti jarðarinn ar. Það er gróður landsins, sem bezt treystir heilsuna og vaxtar- brodd æskunnar í landinu, það er gróður landsins sem reynzt hefir bezti aflgjafi hinna veikl- uðu, sem þurfa að safna kröftúm og fá bætiefni í búkinn, það er gróður landsins, sem gefur dag- legt brauð á borðið og lífsorku í limina. Forðabúr þjóðarinnar er gróðrarmoldin, frá henni streym- ir lífsorkan í safa'jurtanna, um æðar mæðranna í móðurmjólk- ina, sem fyrst nærir og þroskar einstaklinginn. Það er sólin, moldin og jarðrakinn, sem gerir mannskepnuna fagri, hrausta og gáfaða. Er þá nokkurt vit í því að láta moldina fjúka út í veður og vind, og láta landið verða gróðurlaust bert og blásið? Nei, vitalega ekki, það á að græða það. Gott og vel; er þ á e k k i hyggilegt að reka búskapinn í landinu á J>ann hátt, að landið blási ekki upp? Reynið að skilja eðli lífsins sé ekki ofboðið, svo að gróður þess gangi til þurrðar. Munið, að Ísland er dýrmætasta eignin, sem Islendingar eiga. Það er föðurlandið, sem á að fæða og klæða þjóðina. Verðmæti, sem það býður til lands og sjávar eru þess verð, að þau séu metin og varin. Rányrkjan á landi sýnir þraut- ir og þroskaleysi þjóðarinnar á liðnum öldum. Rányrkja fiski- (Frh. af bls. 2) En þá breyttist veður aftur, svo við urðum frá að hverfa, en hugðumst þá að reyna að ná landi fyrir vestan höfðann. Veð- ur tók að versna fyrir alvöru, þegar við nálguðumst Ingólfs- höfða, og sáum við þá hvar tog- ari sigldi í áttina til okkar. Gát- um við greinilega séð menn við vinnu á þilfari hans. Reyndum við eins og við gát- um að vekja athygli þeirra á okkur, en allt kom fyrir ekki. — Vorum við sannfærðir um, að þeir hefðu séð okkur, en ein- hverra hluta vegna skiptu þeir sér ekki af okkur. Storminn herðir Þegar við komum vestur fyrir Ingólfshöfða var komið myrkur og herti veðrið enn. Vorum við þá nokkur hundruð metra frá I landi. Ákváðum við að leggjast við akkeri þar sem við vorum í vari, bíða morguns og reyna að komast á land með flóðinu. En um nóttina hvessti svo mikið, að bátinn sleit frá festunum og rak hann enn á ný fyrir stormi og stórsjó til hafs. Var nú nokkur leki kominn að honum og máttum við hafa okkur alla við að ausa. Stóðum við þrír í austr- inum, en einn stóð við stýrið. Ætla til Eyja Settum við segl og ætluðum að halda til Vestmannaeyja. — Þetta var á föstudagsmorgun. — Tókst okkur að halda bátnum nokkurn veginn þurrum allan þann dag, en vorum orðnir mjög þjakaðir af kulda og vosbúð. — Höfðu klæði okkar verið renn- vot frá því á laugardagsmorgun. Þenna dag sáum við engin skip. Tók veðrið enn að versna og sjór að aukast. Veðrið orsakaði að lekinn að bátnum jókst, svo að við höfðum ekki framar við að ausa. Smám saman hækkaði vatnið í bátnum og kjarkur okk- ar bilaði að sama skapi. Við jus- um samt eins og við mögulega gátum. Sjá enn einn togara Um sjöleytið á laugardags- morgun sáum við togara með ljósum all-langt í burtu. Enn á ný kveiktum við eld á þilfarinu og vonuðum, að skipið tæki eftir okkur. — Og viti menn. — Togarinn, sem reyndist þýzkur og heitir Lappland, sigldi rak- leiðis til okkar og nokkra bringi í kringum bátinn. Síðan stöðv- aðist hann og lét okkur reka að sér, þar sem ekki var viðlit fyrir hann að sigla upp að bát okkar sökum sjógangs. Eftir nokkurn tíma var báturinn við hliðina á þýzka togaranum og tókst okkur öllum að komast heilu og höldnu um borð í hann. Björg var orðin hálffull af sjó Þegar við yfirgáfum Björgu var vélarrúmið orðið hálffult af sjó. Sömuleiðis lúkarinn. Mátti ekki tæpara standa, að okkur væri bjargað. Strax og við vor- um komnir um borð í togarann, var haldið af stað til Reykjavík- miðanna bakar þjóðinni í fram- tíðinni fjárhagslegt böl, ef ekki verður gaumur að því gefinn og ráð fundin til úrbóta. Það þarf að gefa gætur að líf- rænni náttúru og læra að stafa með henni á hagkvæman hátt, þ. e. að láta æskilega framþróun hennar njóta sín, en afstýra því sem tjóni getur valdið, eða hætta getur stafað af, hvort heldur það er til lands eða sjávar. Fram- þróun lífsins á að fá að njóta sín, að svo miklu leyti, sem tök eru til og þroski hennar stefnir í far- sæla átt. Landið grær, ef það er friðað. Séu klakstöðvar friðaðar í sjónum, vex fiskimergðin á miðunum. Slík lífrsén framþróun ur, en það síðasta, sem við sáum til Bjargar var, að hana rak í suðvesturátt. Hefir báturinn vafalaust sokkið skömmu síðar. Koma til Reykjavíkur Við munum hafa komið til Reykjavíkur um tvöleytið að- faranótt sunnudagsins. Þýzki togarinn reyndi hvað eftir annað að ná sambandi við land, en allt kom fyrir ekki. Blásið var í eimflutuna og sett upp merkja- flögg, en bar engan árangur. — Enginn virtist taka eftir því. — Loksins um kl. 2 í gær sigldi síldarbátur fram hjá togaran- um og gátum við kallað um borð í hann og beðið fyrir skila- boð til lands. Vorum við svo sóttir um kl. 2.30. Góðar viðtökur hjá Þjóðverjum Eg vil að lokum geta þess, að við fengum framúrskarandi góð- ar móttökur hjá þýzku sjómönn- unum. Þeir hlúðu að okkur á all- an hátt, gáfu okkur að borða af hinum takmarkaða matarskamti sínum og vildu yfirleitt allt fyr- ir okkur gera. Þannig hljóðar frásögn Ásgeirs Guðmundssonar skipverja á Björgu. Mun óhætt að segja, að * fáir hafi gert sér vonir um að þeir yrðu heimtir úr helju, enda mátti ekki tæpara standa með björgun þeirra. — Skipverjar á Björgu voru þessir: — Sigurður Jónsson, formaður, Ásgeir Guð- mundsson, Arnór Karlsson og Sveinn Þórðarson. Vísir, 5. janúar. Kristrún í Hamravík (Frh. af bls. 3) fella tár þegar barnið hennar bregst henni. Hún lýsir órjúf- andi ást á heimajörðinni og þar með föðurlandinu. Hún lýsir stórkostlegri kvennhetju í það heila tekið, sem barist hefir á brimsollinni strönd fyrir sér og sínum og liðið þunga harma. — Langar samt ekkert til að flýja. Ságan lýsir landgæðum íslands jafnvel á þessum útskaga kjálka — örlagaströnd mættu máske Hornstrandimar heita. Silungur inn í ám og lækjum; góðgresið um tún og fjöll, þar sem gras vex á annað borð; sjórinn fyrir framan með sína björg og fugl- inn í bjarginu. Ekkert af þessu fæst fyrir lítið að því maður iðuglega heyrði um lífið á Hornströndum. — Sé það rétt, sem maður hefir ein- hversstaðar séð að nú sé alflutt þaðan, þá er myndin, sem Guð- mundur G. Hagalín hefir dregið af Kristrúnu og umhverfi henn- ar, glöggur og snildarlega gerður merkissteinn þeirrar tíðar, er bygð var á Hornströndum. Rannveig K. G. Sigbjörnsson. Kona: — Fyrst þér eruð að betla ættuð þér að minsta kosti að vera kurteis. Betlarinn: — Hvað er að heyra þetta, ætlið þér nú að fara að segja mér til í minni eigin sér- grein. er sá tryggasti og bezti ríkissjóð- ur, sem landið og þjóðm getur átt. Að taka fyrir vaxtarbrodd lífsins, hvort það er á landi eða í sjó, er synd. Það er ranglæti móti þjóðinni, sem landið byggir, og það er brot á móti sköpunar- verki guðs í lífrænni náttúru, sem alltaf er að leita að nýjum leiðum, til þess að fullkomna líf- ið og bæta kjör mannanna. Þessa framþróun náttúrunnar á að virða og friða eins og frekast er hægt. “Að vaxa er eðlisins insta þrá, frá efsta meiði í traðkað strá”, — E.B. Gunnl. Kristmundsson Freyr

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.