Lögberg - 20.05.1948, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.05.1948, Blaðsíða 3
LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 20. MAÍ, 1948 3 Karel Kapek: Lofthrœðsla Nú á dögum, sagði herra La- cina, eru menn hættir að kalla það samvizku, nú heitir það “bældar hugmyndir”, en þér getið verið viss um að það kem- ur alveg út á eitt. Eg veit ekki hvort nokkurt ykkar hefir heyrt um tilfelli Gierke verksmiðju- eiganda, hann var ríkur og merk ur maður, stór og sterkur eins og drangur. Það var sagt að hann væri ekkjumaður. En að öðru leyti vissu menn lítil deili á honum, og það kom til af því að hann var svo fáskiptinn og dulur. Hann var kominn iangt yfir fertugt, en þá varð hann ást fanginn af einhverri laglegri og lítilli hnáku, seytján ára var hún og alveg ljómandi falleg. — Þessi telpa giftist svo Gierke, því að hvað sem öðru leið þá var hann stórmenni og ríkur líka. Brúðkaupsferðinni var heitið til ítalíu, og þar skeði þetta: Þau voru stödd í Venezia uppi á hin- um fræga turni — Campanile — og þegar herra Gierke leit nið- ur — það er sagt dásamlegt út sýni þaðan — fölnaði hann, sneri sér að konunni sinni og ■ datt kylliflatur, eins og hann hefði orðið fyrir eldingu. Eftir að þetta skeði varð hann enn fálátari en áður. Augu hans voru flóttaleg og flögrandi og örvænt ingin skein úr þeim. Það er skiljanlegt að ungu frúnni hafi orðið órótt út af þessu, enda fór hún heim með hann hið bráð- asta. Þau áttu fallegt hús rétt við skemtigarðinn í borginni, og þar byrjaði hið kynlega hátterni Gierkes. Hann var sí og æ á vakki milli glugganna, til þess að athuga hvort þeir væru lok- aðir, og varla var hann sestur aft ur fyrr en hann þaut upp, ef einhversstaðar var opnaður gluggi og lokaði honum. Hann var meira að segja að þessu vakki á nóttinni eins og hver önnur vofa. — Væri hann spurð Ur um ástæðuna, tautaði hann bara eitthvað um, að það væri þessi bansettur svimi og loft- hræðsla, og að hann vildi vera viss um að gluggarnir væru lokaðir, svo að hann dytti ekki út um þá. Unga frúin lét setja grindur fyrir alla glugga til þess að bægja þessum ótta frá hon- um. Það bætti nokkuð úr skák í fáeina daga. Gierke varð dálít- ið rólegri, en ekki leið á löngu, þangað til hann fór að hlaupa á milli glugganna og rykkja í grindurnar til þess að fullvissa sig um að þær þyldu. Síðan lét hann gera stálhlera fyrir glugg- ana og eftir það var hann eins og múraður inni. Þetta hafði áhrif um sinn. En svo byrjuðu svimaköstin aftur, hvenær sem hann þurfti að ganga um stiga. Þá varð að styðja hann eins og farlama aumingja, en samt skalf hann eins og espilauf og svitinn bog- aði af honum. Já, stundum varð hann að setjast í miðjum stiga. kvaldist hann svo að hann fékk krampakenndan ekka. Þið getið nærri að allir hugs- anlegir læknar voru sóttir til hans. Og þeir sögðu eins og þeir eru vanir að segja. Einn sagði að sviminn stafaði af því að Gierke hefði reynt of mikið á sig, unnið °f mikið, annar sagði að þetta haemi af hægðaleysi, sá þriðji að °f lítið blóð rynni til heilans og svo framvegis. í stuttu máli, ^vor um sig hélt sinni skoðun til streitu. í hverjum mánuði kom nýr serfræðingur og reyndi sína lækn ingaraðferð á Gierke. Hann var sterkbygður eins og steinn og þessvegna stóðst hann þetta. — En nú gat hann ekki einu sinni staðið upp úr hægindastólnum sinum. Undir eins og hann leit niður á gólfið kom sviminn yfir hann, hann starði tómum augum inn í myrkrið án þess að hreyfa sig- Stundum fóni skjálftakippir um líkamann. Það var þegar hann grét. f þann tíð fóru miklar sögur af nýjum lækni, taugalækni, það var sagt að hann gæti gert krafta verk. Hann hét Spitz og var dó- sent. Hann lagði aðallega fyrir sig að lækna “bældar kendir”. Hann hélt þessu fram: Nærri því hver einasta manneskja geymir í undirvitund sinni allskonar hræðilegar hugmyndir, endur- minningar, þrár — sem hún hefir reynt að bæla niður, af því að hún óttast þær. Og það eru þessar niðurbældu kenndir, sem valda óró og ákveðnum truflun- unum í taugakerfinu. En ef dug- legum lækni tekst að hafa upp á hverjar þessar bældu kenndir eru og ná þeim fram í dagsbirt- una, léttir sjúklingnum þegar í stað og hann getur rétt við aft- ur. — Slíkur sálgreinandi verður vitanlega að njóta ótakmarkaðs trausts af sjúklingsins hálfu til þess ageta fengið hann til að trúa sér fyrir öllu: hvað hann dreymir á nóttinni, atvik sem komið hafa fyrir hann í æsku og annað þessháttar. Og loks segir hann: Jæja, góðurinn minn, fyrir mörgum árum hafið þér komist að þessari niðurstöðu eða orðið fyrir þessu — tíðast er það eitt- hvað sem maður skammast sín fyrir — og þetta er að grafa um sig í undirvitund yðar — við köll um það “sálrænt trauma”. — En nú er það á bak og burt, einn, tveir, þrír, hókus pókus, einn, tveir, þrír, þér eruð heilbrigður. Þetta er nú allur galdurinn! Og þið megið trúa mér, hann var verulegur galdramaður, þessi Spitz dósent. Þið hafið ekki hugmynd um hve margir ríkir menn eru með bældar kenndir. Hjá fátæklingum kemur það miklu sjaldnar fyrir. í stuttu máli: Þessi Spitz hafði feyknin öll að gera. Nú höfðu allir hugsanlegir sérfræðingar gefist upp við Gierke, svo að Spitz dó- sent var beðinn að koma, og hann sagði að þessi svimaköst kæmu frá taugunum, og að hann, Spitz dósent, skyldi ábyrgjast að hægt væri að eyða þeim. — Svo að þetta var nú allt gott og bless- að. — Jæja, það reyndist erfitt að fá Gierke til að leysa frá skjóðunni. Spitz fékk að spyrja eins og hann vildi, en Gierke svaraði fáu. Loks fór svo að hann hætti alveg að opna munninn og að endingu lét hann reka Spitz dó- sent út. — Hann var í öngum sínum. Því að heiður hans var í húfi, þegar um svona merkilegan sjúkling var að ræða. Og þetta var sér staklega falleg og erfið útgáfa af taugaveiklun. Svo var á það að líta að frú Gierke var mjög harmandi yfir þessu ástandi. Þessvegna var Spitz dósent mjög hugað um að geta læknað þenn an mann. Ef ég kemst ekki fyrir hvaða kennd það er, sem þjáir Gierke, segi ég skilið við alla læknisfræði og fer að selja sápu tautaði hann. Hann tók aftur til óspilltra málanna og beitti nú nýrri að ferð. Hann byrjaði með því að kynna sér hvar frænkur, frænd- ur og aðrir ættingjar sjúklings ins væru niðurkomnir í veröld- inni. Svo leitaði hann þetta fólk uppi og reyndi að koma sér inn- undir hjá því. Læknar, sem nota þessa aðferð, verða umfram allt að vera góðir áheyrendur. Ætt- ingjarnir voru himinlifandi yfir þessum Spitz dósent og hve hann væri viðræðugóður maður Því lengur sem þeir sögðu frá því alvarlegri var svipurinn Spitz dósent, og loks sneri hann sér til grennslanastofu, sem sendi tvo áreiðanlega menn ferðalag. Þegar þeir komu aftur borgaði Spitz dósent þeim vel og fór svo beint til Gierke. Gierke sat í hálfdimmu í hæg- indastólnum sínum og gat tæp- lega hreyft sig. — Eg skal ekki gera yður ó- næði, sagði Spitz dósent. — Eg skal ekki spyrja yður neins. En mér er það fyrir öllu að finna ástæðuna til svimakastanna eða lofthræðslunnar. Þér hafið bælt þessa ástæðu niður í undirvit- und yðar lengi. — Eg hefi ekki beðið yður að koma, læknir, tók Gierke fram í og seildist með hendinni til bjöllunnar. — — Eg veit það, sagði Spitz dó- sent, en reynið nú að stilla yð- svolitla stund! Þegar þér ur fenguð fyrsta svimatilfellið, í Campanilunni í Venezia, munið þér, já, já, munið þér hvað yður fannst þá? Gierke sat þarna eins og stein gerfingur, með fingurna á bjöll- unni. — — Þá skaut upp í yður, hélt Spitz dósent áfram, — hræði- legri brjálsemisþrá eftir að hrinda ungu, fallegu konunni yðar út af turnbrúninni. En þér elskuðuð hana óstjórnlega, og þannig kom upp innri barátta í yður, sem svo varð að sálrænu taugaáfalli. Þér fenguð svima- kast og það leið yfir yður. Það var hljótt í herberginu. Hönd Gierkes féll lémagna nið- ur frá bjöllunni. — Upp frá því augnabliki læsti þessi svimakennd sig fast í yður, þéssi lofthræðsla. Upp frá þessu augnabliki fóruð þér að loka gluggunum og þorðuð ekki að líta niður fyrir yður, af því að þér gátuð ekki losað yð- ur við þá tilhugsun að þér mund uð kannske kasta frú Irmu fyrir björg. Gierke stundi í hægindastóln- um, svo að ömurlegt var á að heyra. — En spurningin er, hélt Spitz dósent áfram, — hvar uppruna lessarar bábilju er að leita. Þér voruð kvæntur fyrir átján árum, herra Gierke. Fyrri kona yðar fórst í ferðalagi í Alpafjöllun- um. Hún var að klifra upp oratta fjallshlíð og hrapaði. Og aér erfðuð hana. Ekkert heyrðist nema þung- ur, hrygglukenndur andardrátt- ur Gierkes. — Gierke; hrópaði Spitz. — Þér myrtuð fyrri konu yðar! — Þér hrintuð henni fyrir björg, og þessvegna, skiljið þér, þess- vegna getið þér ekki losnað við tilhugsunina um að þér ættuð að drepa seinni konuna yðar líka, konuna sem þér elskið. — Þess vegna eruð þér hræddur við þverhýpin, þess vegna þjáist þér af Ipfthræðslu. Maðurinn í hægindastólnum öskraði: — Læknir, læknir! — Hvað á ég að gera? Hvað á ég að gera? Spitz dósent sat fyrir framan hann hrærður og alvarlegur. — Herra Gierke, sagði hann, væri ég trúmaður, mundi ég gefa yð- ur þetta ráð: Tajtið út hegningu yðar og þá mun Guð fyrirgefa yður. En það er oftast svo um okkur læknana að trúin er ekki sérlega sterk hjá okkur. — Þér verðið sjálfur að komast að nið- urstöðu um hvað þér viljið gera. En frá læknissjónarmiði verð ég að telja yður læknaðan. Standið upp, herra Gierke! — Jæja, sagði Spitz. — Svim- ar yður nokkuð núna? Gierke hristi höfuðið. — Þarna sjáið þér, — Spitz dósent létti, — sviminn í yður stafaði af hinni bældu kennd. — Nú er hún leyst úr læðingi og allt mun ganga vel. Reynið að líta út um gluggann. — Gengur það ekki ágætlega? Enginn svimi eða lofthræðsla? Herra Gierke, þetta er skemmtilegasta tilfellið, sem ég hefi nokkum- tíma átt við. Spitz dósent klappaði saman höndunum af fögnuði: Albata! Má ég kalla á frú Irmu? Nei? Hvað hún verður glöð þegar hún sér að þér getið gengið um! Já, vísindin geta gert margt merkilegt! Ef hann hefði ekki séð að Gi- erke þurfti að fá hvíld, þá hefði hann haldið áfram að spjalla við hann nokkra klukkutíma enn. Hann skrifaði handa honum lyf- seðil upp á bróm og kvaddi hann svo. — — Eg ætla að fylgja yður til dyra, læknir, sagði Gierke a^úð- lega og fýílgdi lækninum að stig- anum, jú, sannarlega var þetta merkilegt, sviminn var horfinn eins og dögg fyrir sólu. — Húrra! hrópaði dósentinn hrifinn, — þér kennið yður einskis meins? Business and Professional Cards — Eg er fullkomlega heil- brigður, sagði Gierke lágt og horfði á eftir lækninum. — Og þegar dósentinn hafði lokað eftir sér útidyrunum heyrðist þung- ur dynkur. Skömmu síðar fanst lík Gierkes fyrir neðan stigann. Hann var dáinn og í fallinu hafði hann meiðst hroðalega á stigahandriðinu. Þegar Spitz dósent var sagt þetta varð hann dálítið undar- legur á svipinn. Svo tók hann fram bókina, sem sjúklingurinn var skráður í og undir nafn Gierkes skrifaði hann aðeins dagsetningu og eitt einasta orð. suicidium. — Þér skiljið, herra Tuchs, suicidium þýðir sjálfsmorð. Fálkinn. Utigöngufé finnst á Útsíðuheiðum Fyrir um það bil hálfum mán uði var Kristján Pálsson bóndi í Skaptárdal í Vestur-Skafetfells sýslu, að svipast eftir kindum á heiðunum upp frá Skaptárdal. í þessari ferð fann hann dilka, sem hann hafði ekki heimt af fjalli í haust. Var ærin dauð, en lambið lífs, og með því svartur hrútur, hnýflóttur á þriðja vetri, ómarkaður. Hafði hann sýnilega aldrei fyrr komizt í mannahend ur. SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeining, ný uppfynding, sparar eldivið, heldur hita. KEhLY SVEINSSON Slmi 54 358. 187 Sutherland Ave., \Vinnii)Og. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith Sl. Winnipeg Office Ph. 95 668 Res. 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A..LL.B. Barrlster, Solicitor, etc. 617 Mclntyre Block WINNIPEG CANADA Aiso firostÍEÍ JEWEULERS I 123 TENTH ST. BRANOON 447 Portage Ave. Winnipeg Manitoba Fisheries WINNIPEQ, MAN. T. Bercovitch, framkv.ati. Verzla 1 helldaölu meC nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA STREET SkrlfBt.Blml 25 355 Hetma 5i 462 DR. A. V. JOHNSON Dentist 606 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Kristján rak kindurnar heim og tók hrútinn í hús, en hefir gengið mjög erfiðlega að kenna honum átið. Það er eirisdæmi, að á þessum slóðum finnist kindur, er geng- ið hafa sjálfala árum saman enda telja kunnugir, að hrútur- inn muni hafa komið norðan af öræfum — flækzt suður á bóg- inn í haust eða vetur. Tíminn, 9. marz. Aurora fær nýjan kennara Hingað er nýkominn til bæjar ins, á vegum esperantófélagsins Auróra, dr. Adolf Mildwurf, blaðamaður. Ætlar hann að kenna og halda fyrirlestra hér um esperanto. Dr. Mildwurf hefir dvalið í Englandi á stríðs- árunum en flúði frá Austurríki rétt áður en stríðið braust út. — Foreldrar hans, tveir bræður og systir voru drepin af Þjóðverj- um. Dr. Mildwurf hefir ferðast víða um Evrópu og var lengi í Dan- mörku. Hefir hann skrifað fyrir mörg blöð og ætlar sér að skrifa fyrir brasilískt blað um dvö sína hér. Esperanto hefir náð mikilli útbreiðslu, sagði dr. Milc. wurf, og mun láta nærri að þrjár milljónir manna tali það í heim inum. TaiHlml 95 82$ HelmlUs 63 893 DR. k: j. austmann Bérfrœöingur i augna, eyma, nef og hverlca ajilkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur i oupna, eyma, nef oo hdlsaiúkdómum. 401 MEDICAL, ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 93 861 Heimasimi 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islewskur IvfsaU Fólk getur pantað meðul og annað með pósU. Fljðt afgreiðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur Ukkistur og annast um Qt- farlr. Allur útbflnaður sá. beztl. Ennfremur selur hann allskonar rnlnnlsvarða og legsteina. Skrifstofu taislmi 27 324 Heimills taistml 26 444 Geo. R. Waldren, M. D. Physician and Buroeon Cavalier, N. D. Office Phone 95. House 103. PHONE 94 981 H. J. H. PALMASON and Company Chartered Accountants 219 McINTYRE BLOCK Winnlpeg, Canada Phone 49 469 Radlo Service Speciallsts ELECTRONIC LABS. B. TBORKELBON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST„ WINNIPEG PHONE 87493 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APTS. 694 Agnes St. Viðtalstiml 3—5 efUr hádegl • DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offlce hrs. 2.30—6 p.m.. Phones: Office 26 — Re». líl Offlce Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith *t. PHONE 96 962 WINNII Dr. Charles R. Ok« Tannlasknir For Ajjpplntmentfl Pfume *4 Offlce Hours 9—S 404 TORONTO GEN. TRUBTB BtTILDING 283 PORTAGE AVH Wlnnlpeg, Mnn. SARGENT TAXI PHONE 34 666 For Quick Re'.lahle ServkM J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPO. Faateignaaalar. Leigja hfls. Ot- vega peningalán og elds&byrgfl. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. PHONE 97 638 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LöofrœOinoar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG Portage og Garry St. Simi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British QuaUty Fish Nettlnp 58 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Manaoer T. R. TBORVALDMON Your patronage will be appreciateá C A N Á D I A N FISH PRODUCERS, LTD. J. B. PAOE, Manaoino DWvotor Whoiesale Distrtbutors o< Fneto and Frozen FWh. 311 CHAMBERS 3TRBIW Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. T8 »1T G. F. Jonasson, Pree. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlSÍI 96 22T Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.